Showing 3 results

Authority record
Organization Seyluhreppur

Kvenfélag Seyluhrepps

  • S03667
  • Organization
  • 1937 - 1997

Sunnudaginn 22. maí. 1932 höfðu nokkrar konur í Seyluhreppi mælt sér mót í Geldingarholti í tilefni af kvenfélagsstofnun.Þar eru mættar 12 konur. Í stjórn Félagsins voru kosnar Húsfreyja; Sigurlaug Sigurðardóttir, Fjalli ( formaður). Húsfreyja; Guðrún Guðmundsdóttir, Reykjarhóli ( gjaldkeri ). Ungfrú, Ingibjörg Jóhannsdóttir Löngumýri ( ritari ). Síðan voru lesin upp og samþykkt lög. Í lögum stendur ða félagið heitir Kvenfélag SEyluhrepps og tilgangur félagsins er að efla framtaksemi, menningu og réttindi kvenna. Það vill styðja heimilisiðnað og heima menningu, garðrækt og blómarækt, það vill gleðja aðra einkum börn. Fundir eru lögmætir ef 10 félagskonur mæta á fundi. Skráð frá Gjörðabók.

Lestrarfélag Seyluhrepps

  • S03666
  • Organization
  • 1923

Þriðjudaginn 6. nóv. 1923 var stofnfundur Lestrarfélags Seyluhrepps settur og haldin að Stóru - Seylu. Á fundinum voru 10 manns mættir. Haraldur Jónasson setti fundinn og var hann kosin fundarstjóri og nefndi hann til skrifara Bjarna Halldórsson. Fundarstjóri gat þess að á síðastliðnu vori á hreppaskilaþingi höldnu á Brautarholti hefði hann vakið máls á því hvort eigi væri reynandi að stofna lestrarfélag í hreppnum þar sem ekkert slíkt félag væri starfandi í hreppnum. Tóku menn vel í málið og var kosin þriggja manna nefnd til að að semja uppkast að lögum fyrir félagið og sjá um stofnun þess. Bjarni Halldórsson á Völlum. Eiríkur Guðmundsson Ytra - Vallholti og Haraldur Jónasson Völlum.
Lög Lestarfélag Seyluhrepps samþykkt á stofnfundi félagsins 6. nóv. 1923.
Föstudaginn 25. nóvember. 1955 var haldin fundur í Lestrarfélagi Seyluhrepps að Varmahlíð. Haraldur Jónasson setti fundinn og stýrði honum og setti til ritara Sr. Gunnar Gíslasson. Formaður skýrði frá hinum nýju bókasafnslögum og hvað það verkefni þessa fundar að taka ákvörðun um framtíðarskipan í lestrarfélaginu með tillit til hinna nýju laga. Fundurinn samþykkti að halda Lestrarfélagi Seyluhrepps áfram í sama formi og verið hefur. Til tals kom að fá húsnæði undir bækur félagsins hjá A. Lindemann í Varmahlíð í húsi sem hann er að reisa. Lindemann gaf góðar vonir um að úr þessu gæti orðið.
Upplýsingar teknar úr gjörðabók er liggur í E00039 A.