Sýnir 1 niðurstöður

Nafnspjöld
Person Bóndi Ásgeirsbrekka

Sveinn Arngrímsson (1885-1963)

  • S03184
  • Person
  • 19.07.1885-07.03.1963

Sveinn Arngrímsson, f. á Bjarnargili í Fljótum 19.07.1885, d. 07.03.1963 á Sauðárkróki. Foreldrar: Arngrímur Sveinsson bóndi á Gili í Fljótum og víðar og kona hans Ástgríður Sigurðardóttir.
Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum til fermingar. Fluttist hann þá að Brúnastöðum til hjónanna Jóns Jónssonar og Sigríðar Pétursdóttur, sem síðar urðu tengdaforeldrar hans. Var hann þar að mestu leyti yfir unglingsárin. Þó var hann við smíðanám á Sauðárkróki og Siglufirði. Árið 1910 fór hann að búa á Brúnastöðum og bjó þar næstu 18 árin. Þaðan fluttist hann að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit og bjó þar 1928-1939. Fór þaðan að Hofstaðaseli 1939-1941. Þá brá hann búi en var í húsmennsku hjá Herjólfi syni sínum til 1947, er þau hjón fluttu til Sauðárkróks og voru þar til æviloka.
Maki: Guðrún Jónsdóttir (02.07.1886-01.03.1968) frá Brúnastöðum í Fljótum. Þau eignuðust níu börn en eitt þeirra dó fárra daga gamalt.