Showing 34 results

Authority record
Public party

Alþýðuflokkurinn (1916-2000)

  • S03395
  • Public party
  • 12.03.1916-2000

Alþýðuflokkurinn var jafnaðarmannaflokkur, formlega stofnaður 3. mars 1916 í þeim yfirlýsta tilgangi að vera stjórnmálaafl verkalýðsfélaganna í landinu. Á starfstíma sínum var hann í meiri en helmingi af ríkisstjórnum landsins. Fyrst í Stjórn hinna vinnandi stétta 1931-1940.
Maroft í sögu floksksins varð klofningur, bæði til vinstri og í kjölfar sameiningartilrauna.
Árið 2000 gerði flokkurinn samning við samstarfsflokka sína innan Samfylkingarinnar um sameiginlegt framboð til frambúðar.

Bifreiðaeftirlit ríkisins (1932-1989)

  • S02660
  • Public party
  • 1932-1989

Bifreiðaeftirlit ríkisins var sérstök stofnun á vegum ríkisins sem starfaði samkvæmt umferðarlögum og annaðist skoðun og eftirlit ökutækja ásamt því að sinna framkvæmd og prófdómgæslu við ökukennslu. Stofnunin var lögð niður árið 1988-1989 og Bifreiðaskoðun Íslands hf stofnað.

Framsóknarflokkurinn (1916-)

  • S02811
  • Public party
  • 16.12.1916-

Framsóknarflokkurinn var stofnaður á Alþingi 16. desember árið 1916. Fyrstu árin starfað hann eingöngu sem þingflokkur en uppúr 1930 var honum breytt í formlega fjöldahreyfingu með flokksfélög sem grunneiningar. Uppruna flokksins má rekja til tveggja hreyfinga sem höfðu mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag á fyrstu árum aldarinnar þ.e. samvinnuhreyfingarinnar og ungmennafélaganna. Þessi samtök börðust m.a. fyrir almennum framförum og umbótum í landinu, aukinni menntun og atvinnurekstri sem sem tryggði mönnum sannvirði fyrir vöru og vinnu.

Grunnskólinn að Hólum*

  • N00476
  • Public party
  • 1970 - 1990

Frá 1967 hafði verið kennt í einu herbergi í kjallara skólahúsins á Hólum. Þetta var allstór stofa og í daglegu tali gekk herbergið undir nafninu Fjöldagröfin. Á almennum hreppsfundi í Hólahreppi 24. júní 1971 var samþykkt að óska eftir að barnaskóli Hólaskólahverfis verði gerður að föstum skóla. Skólinn fékk 2 kennslustofur í nýju starfsmannahúsi Bændaskólans, sem var einungis hugsað sem bráðabirgða úrræði. Haustið 1974 hófst bygging skólahúss á Kollugerði, skammt frá Hólastað og 29. mars.1977 hófst kennsla í hinu nýja húsi, en það var svo vígt 15 .júní. 1980. Við sameiningu sveitafélaga í Skagafirði 1998 heyrir Grunnskólinn að Hólum undir sameiginlega skólanefnd og Grunnskólinn austan Vatna var stofnaður 2007 þegar sameinaðir voru undir eina stjórn Grunnskólinn á Hofsósi, Grunnskólinn að Hólum og Sólgarðaskóli. Sólgarðaskóli var lagður niður vorið 2018. Grunnskólinn austan Vatna kennir á tveimur starfsstöðum, á Hólum eru nemendur í 1.-7. bekk. Á Hofsósi eru nemendur frá 1 - 10. bekk.

Heimdallur (1927-

  • S02812
  • Public party
  • 16.02.1927-

Félagið var stofnað 16. febrúar 1927 og er elsta svæðisfélag íslensks stjórnmálaflokks. Tæplega 7000 meðlimir eru í félaginu á aldrinum 15 til 35 ára.

Hólahreppur

  • N00477
  • Public party
  • 1921 - 1998

Hólahreppur eru tvö byggðalög Hjaltadalur og Kolbeinsdalur. Líkur benda til að landsvæði Hólahrepps og Viðvíkurhrepps hafi í öndverðu verið einn hreppur, víst er að þeir voru ein þinghá með þingstað í Viðvík til ársins 1921. Þá urðu Hólar þingstaður Hólahrepps og hélst svo meðan hreppurinn var sjálfstæður, þar til hann sameinaðist svo 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði 1998.

Hólalax

  • Public party

Hrossaræktarsamband Norðurlands

  • S03745
  • Public party
  • 1958 - 1969

Fimmtudaginn 15. maí 1958 komu stjórnir hestamannafélaganna í Skagafirði, Akureyri og Blönduósi saman til fundar í Varmahlíð. Egill Bjarnason, ráðunautur setti fundinn og fól Haraldi Árnasyni ráðunaut fundarstjórn en Magnúsi á Frostastöðum að rita fundargjörð. Tilefni fundarins var að ræða um stofnun hrossaræktarsambands fyrir Norðlendinga - fjórðung. Forsaga málsins er sú að hinn 8. maí s.l. kvaddi stjórn B.S.S. stjórnar hestamannafélaganna í Skagafirði á fund í Varmahlíð og skýrði þeim frá því, að ef af stofnun áminnsts hrossaræktarsambands yrði, þá myndi hún leggja til við næsta aðalfund Búnaðarsambandssins að það afhendi hinu væntanlega hrossaræktarsambandi endurgjaldslaust þá 3. stóðhesta er það nú á, svo og þann sjóð er það hefur undir höndum til styrktar. hrossaræktarstarfseminni.
Aðalfundur Hrossaræktarsambands Norðurlands haldinn á Hótel KEA Akureyri 14.09.1969 samþykkir að leysa sambandið uoo með það fyrir augum að stofnuð verði þrjú sjálfstæð sambönd á núverandi sambandssvæði. Sú tillaga var felld með 15 atkvæðum gegn 8. Þá kom fram tillaga frá hestamannafélaginu Stíganda, flutningsmaður Sveinn Jóhannsson, að aðalfundurinn leggur til að Hrossaræktarsambandið Norðurlands verði skipt í þrjár deildir með undirstjórnum og ein yfirstjórn. 1. Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýsla. 2. Skagafjarðarsýsla. 3. Húnavatnssýslur. ( tekið frá fundagerðabók).

Iðnskóli Sauðárkróks (1946-1979)

  • S03457
  • Public party
  • 1946-1979

Iðnskólinn á Sauðárkróki var starfræktur frá 1946 til 1979. Þá var Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var stofnaður og færðist kennsla í iðngreinum þangað.

Jón Guðmann Gíslason (1896-1958)

  • S00804
  • Public party
  • 04.11.1896-03.09.1958

Jón Guðmann Gíslason, f. á Breiðstöðum 04.11.1896, d. 03.09.1958. Foreldrar: Gísli Þorsteinsson verslunarmaður á Sauðárkróki og Helga Jónsdóttir. Bóndi á Skarði við Akureyri. Þegar Jón var nokkurra ára gamall fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Jón stundaði alla algenga vinnu til sjós og lands og eftir skólagöngu fékkst hann við verslunarstörf og skirfstofustörf. Síðar stundaði hann sjó og gerðist bátseigandi og formaður. Árið 1922 fluttist hann til Akureyrar. Þar stundaði hann verslunarstörf og hóf búskap á Skarði skammt fyrir ofan bæinn. Jón sinnti einnig blaðamennsku um tíma. Hann starfaði að bindindismálum, bæði á Sauðárkroki og Akureyri. Á Akureyrarárunum tók hann sér Guðmannsnafnið sem ættarnafn og kallaði sig Jón G. Guðmann upp frá því.

Júlíus Kemp (1913-1969)

  • S00765
  • Public party
  • 05.02.1913-19.02.1969

Sonur Lúðvíks Kemp og Elísabetar Stefánsdóttur. Skipstjóri, síðast búsettur í Reykjavík, kvæntist Þórunni Kristjönu Sigurðardóttur frá Hafnarnesi við Reyðarfjörð.

Orðabók Háskólans (1944-

  • S02637
  • Public party
  • 1944-

,,Á fundi í háskólaráði hinn 29. september 1944 var samþykkt að ráða mann til að hefja orðtöku rita eftir fyrimælum kennara í íslenskum fræðum. Samþykkt háskólaráðs markar upphaf starfsemi Orðabókar Háskólans. Í kjölfar hennar var Árni Kristjánsson, síðar menntaskólakennari á Akureyri, ráðinn til orðtöku og réttum tveimur árum síðar var komið á yfirstjórn orðabókarverksins. Fyrri hluta árs 1947 voru starfsmenn orðnir tveir og í ársbyrjun 1948 urðu þeir þrír er Jakob Benediktsson var ráðinn til að taka við forstöðu verksins. Má segja að þá hafi Orðabók Háskólans orðið háskólastofnun þó að það hafi ekki verið formlega staðfest fyrr en með fyrstu reglugerð um Orðabók Háskólans árið 1966. Orðabókin var upphaflega til húsa í Aðalbyggingu Háskólans en fluttist þaðan 1969 í Árnagarð við Suðurgötu þar sem hún var til 1991 þegar stofnunin fluttist í núverandi húsnæði á Neshaga 16."

Rafmagnsveitur ríkisins (1947-2006)

  • S01339
  • Public party
  • 1947-2006

Rafmagnsveitur ríkisins hófu starfsemi sína þann 1. janúar árið 1947.
RARIK var stofnað 1. ágúst 2006 og tók þá við rekstri Rafmagnsveitna ríkisins.

Sjálfstæðisflokkurinn (1929-)

  • S02814
  • Public party
  • 25.05.1929-

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí 1929 við samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Fyrsti formaður flokksins var Jón Þorláksson, verkfræðingur og síðar borgarstjóri í Reykjavík. Hann gegndi því embætti til 1934 þegar Ólafur Thors tók við. Því næst var formaður dr. Bjarni Benediktsson 1961-1970, þá Jóhann Hafstein til 1973, næstur Geir Hallgrímsson til 1983, Þorsteinn Pálsson til 1991, Davíð Oddsson til 2005 og Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005-2009. Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 29. mars 2009. Hann var endurkjörinn formaður á landsfundi þann 26. júní 2010.

Sparisjóður Hólahrepps

  • N00478
  • Public party
  • 1909 - 2004

Í gögnum einkaskjalasafns Harðar Jónssonar er handskrifað ljósrit Útdráttur úr fundargerðum málfundarfélagsins " Hjalta " viðvíkjandi sparisjóð Hólahrepps. Þar segir: Árið 1909 þann 11 júlí hafði málfundarfélagið "Hjalti " til meðferðar málefni um stofnun sparisjóðs í Hólahreppi. Kom fram eindreginn vilji fundarins að koma sjóðnum á fót. Loks var málið rætt á aðalfundi sem haldin var á Hólum 28.des.1909 og kosin stjórn sjóðsins. "Vér undirritaðir stofnendur Sparisjóðs Hólahrepps tökumst hér með á hendur einn fyrir alla og allir fyrir einn 500. kr ábyrgð sem tryggingu fyrir því að sjóðurinn standi í skilum". 18 stofnfundarmenn undirrita á Hólum í Hjaltadal 28.des 1909. ( bréfsefni sett í ýmis gögn ). Gögnum ber ekki saman hvenær sparisjóður Hólahrepps var stofnaður því eins og segir í Gjörðabók Hólahrepps: Frá fyrsta degi janúarmánaðar 1915 er stofnaður sparisjóður Hólahrepps í Skagafjarðasýslu, stofnendur eru fyrst um sinn 12. Eins er það tekið fram hjá Afl sparisjóð ( linkur hér að neðan ) að sparisjóður Hólahrepps hafi verið stofnaður 1907.
Sparisjóðir voru staðbundnar stofnanir sem ætlað var að þjóna ákveðnum landsvæðum, með tilgang að gefa íbúm kost á að varðveita og ávaxta peninga sína en löggjöf þeirra varð strangari og takmarkaðri en bankanna.
Sparisjóðurinn hét Sparisjóður Hólahrepps þar til síðla árs 2004, þá Sparisjóður Skagafjarðar. Samruni varð síðan með Sparisjóð Siglufjarðar 13. ágúst 2007 og hinn sama dag var samruninn samþykktur í Sparisjóði Skagafjarðar. Bókhaldslegur samruni þeirra miðaðist við 1. janúar 2008. Sameinaður sparisjóður starfaði síðan undir nafni Sparisjóðs Siglufjarðar, þar til nafni hans var breytt í „Afl sparisjóð“ á fundi 18. apríl 2008. Í lok árs 2007, fyrir fall bankanna, námu heildareignir sparisjóðsins 8 milljörðum króna. https://www.rna.is/sparisjodir/skyrsla-nefndarinnar/5-bindi/21-kafli/.

Stofnun Árna Magnússonar (1972-

  • S02465
  • Public party
  • 1972-

Háskóli Íslands stofnaði handritaútgáfunefnd 1955, en árið 1962 tók Handritastofnun Íslands við hlutverki hennar. Fyrsta skóflustunga að Árnagarði var tekin 1967 og flutti Handritastofnun þangað í árslok 1969, en árið 1972 tók Stofnun Árna Magnússonar við hlutverki hennar. Árið 2006 var Stofnun Árna Magnússonar lögð niður í þeirri mynd sem hún hafði verið frá 1972, en rann þá, ásamt fjórum öðrum stofnunum í íslenskum fræðum, saman í nýja stofnun, þ.e. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Íslenskar málstöðvar, Orðabók Háskóla Íslands, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Stofnun Sigurðar Nordals og Örnefnastofnun Íslands.

Tónlistarskóli Skagafjarðar (1999-)

  • S00644
  • Public party
  • 1999-

Í kjölfar sameiningar sveitarfélaga í Skagafirði var Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu sameinaðir árið 1999. Tónlistarskólinn hefur aðsetur á Sauðárkróki en sinnir tónlistarkennslu í öllum Skagafirði. Kennslustaðir eru 5 talsins og fara kennarar á milli kennslustaða eftir því sem þörf er á hverju sinni. Skólinn hefur útibú á Hofsósi og Varmahlíð en fær aðstöðu í Grunnskólunum á Hólum og Sólgörðum.

Unglingaskólinn í Haganesvík (1932-1933)

  • S02070
  • Public party
  • 1932-1933

Í byrjun 20. aldar var í Fljótum haldin úti farkennslu eins og á flestum öðrum stöðum í dreifbýlinu. Í fundargerð fræðslunefndar Haganeshrepps frá 6. júlí 1913 kemur fram að gera eigi við þinghúsið svo það verði nothæft sem skólahús. Rottugangur virðist hafa verið í húsinu sem rakin var til starfssemi Kaupfélags Fljótamanna. Á næsta fundi, 27. júlí 1913, samþykkir fræðslunefndin að verða við tilmælum hreppsnefndar um að „taka við þinghúsinu til algerðra umráða framvegis“. Kaupa átti ofn í húsið, mála það að utan og gera það rottuhelt. Í fundargerð fræðslunefndar frá 15. október 1917 má sjá að kennslutíminn var 10 vikur, 6 vikur í Hagnesvík og 4 vikur á einhverjum öðru stað í hreppnum. Ár 1918 virðist enginn kennari hafa verið ráðinn „sökum dýrtíðar og ýmsra örðugleika“. 1920 virðist kennsla hafa farið fram á Haganesvík og að Barði. Árið 1921 kom Hannes Hannesson kennari með tilboð um að kenna í sex mánuði í stað fjögurra fyrir sama kaup og var gengið að því.[1]

Veturinn 1932-1933 var Sæmundur Dúason barnakennari við farskólann í Haganeshreppi. „Kennt var í þinghúsi hreppsins í Haganesvík og aðeins á þeim eina stað.“ Svo virðist sem Sæmundur Dúason og Jóhann Jónsson í Vík hafi kennt unglingum í kvöldskóla í Haganesvík þennan sama vetur. „Unglingarnir sóttu skólann vel og reglulega um veturinn. En um vorið fengum við þá ekki til að koma á próf. Það var skilyrði fyrir því, að skólinn yrði styrktur. Sjáfir greiddu unglingarnir engin skólagjöld og ekki til þess ætlast.“[2]

Árið 1934 var farskólanum í Haganeshreppi breytt í fastan skóla. Skólahúsið, þinghús hreppsins, eyðilagðist það haust í miklu brimi. Eftir það var kennt á tveimur stöðum til skiptis en mismunandi hvar skólinn var haldinn. Í kringum 1939 virðist hafa verið nokkur átök um hvort ætti að koma á fót heimavistarskóla í sveitinni en svo fór að farskólamenn höfðu betur. Þetta varð til þess að Sæmundur Dúason sagði upp sem kennari á svæðinu.[3]

Árið 1941 dró til tíðanda en þá kemur upp sú hugmynd að byggja hús í samvinnu við Kvenfélagið Von á Siglufirði við Barðslaug sem myndi vera heimavistarskóli fyrir Haganeshrepp og sumarheimili fyrir börn á vegum kvenfélagsins. (fundargjörð 15.03.1941) 11. júlí sama ár var samningur um byggingu heimavistarskóla og sumarheimilis fyrir börn við Barðslaug samþykktur. Á fundi skólanefndar Haganesskólahverfis 12. nóvember 1942 var ákveðið að gefa unglingum kost á að sækja unglingaskóla eftir áramót ef nægileg þátttaka fengist. Ekki tekið fram hvar sá unglingaskóli átti að vera en þar sem skólastjóra skólans við Barðslaug (Sólgarða) var falið að auglýsa eftir umsóknir má ætla skólinn hafi átt að vera starfrækur þar einnig. Sambærilegar bókanir má sjá næstu ár á eftir en lítið er talað um hvort unglingaskólinn hafi verið starfræktur eður ei. [4]

Veiðifélag Laxár í Laxárdal

  • S03633
  • Public party
  • 08.04.1972-

Stofnfundur Veiðifélags Laxár í Laxárdal var haldinn á Þorbjargarstöðum í Laxárdal þann 8. apríl 1972.

Viðvíkurhreppur

  • S02673
  • Public party
  • 1100-1998

,,Viðvíkurhreppur er austan Héraðsvatna eystri og liggja suðurmörk hans að Akrahreppi við Kyrfisá. Að vestan liggja saman mörk Rípurhrepps og Viðvíkurhrepps um kvíslar Héraðsvatna eystri, vestan eyjanna Úlfsness og Krókeyjar. Móts við Gljúfurá sameinast kvíslar Austur-Héraðsvatna og ráða þau hreppamörkum til sjávar. Frá Austurósi Héraðsvatna við Lón liggur Viðvíkurhreppur að sjó, allt norður að Kolbeinsárósi. Þaðan ræður Kolka hreppamörkum Viðvíkursveitar og Óslandshlíðar í Hofshreppi, að ármótum Kolbeinsdalsár og Hjaltadalsár. Hreppamörkin liggja á milli Dalsmynnis og Hringvers í Viðvíkurhreppi og Garðakots í Hólahreppi."