Showing 1 results

Authority record
Association Páfastaðir í Skagafirði

Sláturfélag Skagfirðinga

  • S03756
  • Association
  • 1910 - 1920

Eins og segir í Saga Skagafjarðar, síðari hluti 2. bls. 34.: Sláturhúsi Skagfirðinga hafði verið komið á laggirnar að tilhlutan ýmissa félagsmanna K.S. eins og fyrr er getið (sjá I. b, bls. 156). og átti K. S. hluta í því og stóð það í nánum tengslum við Kaupfélagið fram yfir 1920, þótt sjálfseignastofnun væri. Þegar hin pólítíska óöld hófst, misstu kaupfélagsmenn undirtökin í sláturfélagi, kaupmenn og fylgismenn þeirra máttu sín meir. Þeir munu hafa séð að verslunaraðstöðu þeirra hrakaði ef þeir misstu tökin á stjórnartaumunum þar. Því hófst langvinn rimma um notkun sláturhússins og framtíð þess er freðkjötsmarkaðurinn hófst til vegs.
Látið er staðarnumið í sögu félagsins hér því fundargerðabók nær til ársins 1920 en vísa í heimildina Saga Skagafjarðar, Kristmundur Bjarnason. LVJ.