Showing 3 results

Authority record
Association Hólahreppur

Búnaðarfélag Hólahrepps

  • S 07340
  • Association
  • 1892 - 1944

Á fundi að Hólum 2. maí. 1892 gengu 10 bændur í búnaðarfélag. Voru lesin upp lög félagsmanna og samþykkt. Í félagið gengu þessir: Magnús Ásgrímsson Sleitustöðum, Pétur Gestsson Smiðsgerði, Gísli Sigurðsson Neðra - Ási, Stefán Ásgrímsson Efra - Ási, Gunnlaugur Jónsson Víðirnesi, Gísli Þorfinnsson Hofi, Jóhannes Þorfinnsson Reykjum, fjárhirðir, Árni Ásgrímsson Kálfsstöðum, ritari, Páll Pétursson Kjarvalsstöðum, Guðjón Jóhannesson Nautabúi, formaður. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt og garðrækt. Eins og segir í fundagerðabók, 1892.

Lestrarfélag Hólahrepps

  • S03738
  • Association
  • 1885 - 1964

Á hreppsfundi að Hólum 30. apríl 1885 var af skólastjóra Jósef J Björnsson ( stendur Bjarnason í bók ) borin upp sú uppástunga að stofna Lestrafélag í Hólahreppi, var því máli vel tekið af mörgum og 10 fundarmenn létu skrá sig sem meðlimi félagsins. Drög að lögum félagsins voru svo borin upp 28. júní af Þorgils Þorgilssyni, búfræðingi á Hólum en þau hafði Jósef Bjarnason samið og voru samþykkt með nokkrum breytingum ein og segir í fundagerðabók þessa tíma. ( A). Í lögum segir 2.gr það skal vera augnamið og tilgangur félagsins að efla menntun og menntunnarfýsn hjá hreppsbúum með því ða gefa þeim kost á að fá íslenskar bækur, blöð og tímarit til að lesa með mjög litlum kostnaði.