Showing 3 results

Authority record
Ljósmyndari

Björn Pálsson (1862-1916)

  • S00006
  • Person
  • 24.03.1862-15.02.1916

Björn Pálsson fæddist á Kjarna, Arnarneshreppi, Eyjafirði árið 1862. Faðir hans var Páll Magnússon (1833-1874) hreppstjóri og söðlasmiður á Kjarna. Móðir hans var Hólmfríður Björnsdóttir (1835-1920), húsfreyja á Kjarna. Björn lærði vélfræði í Vesturheimi 1881-1885. Talið er að hann hafi lært ljósmyndun í Kaupmannahöfn um 1889 og stundað framhaldsnám m.a. í tinplötugerð 1893. Björn vann við ýmis verslunarstörf, kennarastörf og vélar. Rak ljósmyndastofu á Ísafirði 1891-1916. Rak útibú frá ljósmyndastofunni á Akureyri 1900-1901. Hafði jafnan starfsfólk til að sjá um rekstur stofunnar. Eiginkona hans var Kristín Snorradóttir (1868-1945), húsfreyja og eignuðust þau 13 börn.

Gísli Benediktsson (1875-1900)

  • S00624
  • Person
  • 11.12.1875-31.12.1900

Faðir: Benedikt Jóhannsson verslunarmaður í Reykjavík (1850-1876). Móðir: Katrín Gísladóttir húsfreyja á Teigi í Vopnafirði (1849-1918). Gísli ólst upp að mestu hjá afa sínum, Jóhanni Knúti Benediktssyni presti. Gísli stundaði úrsmiðanám hjá Teiti Tómasi Ingimundarsyni úrsmiði í Reykjavík 1891-1893. Lærði ljósmyndun hjá Guðjóni Ágústi Guðmundssyni í Reykjavík 1893-1894. Framhaldsnám í ljósmyndun í Kaupmannahöfn veturinn 1895-1896, líklega hjá N. Nyberg. Ljósmyndari á Vopnafirði 1894-1897. Tók ljósmyndir í Öræfum 1896. Starfaði við úrsmíðar og rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1898-1899. Keypti myndastofu Arnórs Egilssonar á Akureyri í maí 1900 og rak hana til dauðadags.

Jón J. Dahlmann (1873-1949)

  • S00005
  • Person
  • 14.02.1873-08.04.1949

Jón Jónsson Dahlmann var fæddur í Vík í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu árið 1873. Faðir hans var Jón Jónsson (1834-1873), bóndi í Vík, móðir hans var Margrét Þorsteinsdóttir (1841-1911) húsfreyja í Vík. Jón tók upp ættarnafnið Dalmann árið 1901 en síðar var það stafsett "Dahlmann". Jón var gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla (1895) en lærði ljósmyndun hjá Eyjólfi Jónssyni á Seyðisfirði 1895-1897. Jón var ljósmyndari á ljósmyndastofu Björns Pálssonar á Ísafirði 1897-1900. "Rak ljósmyndastofu Björns Pálssonar á Akureyri ... 1900-1901, keypti hana síðan 1902 og rak í eigin nafni til 1910 ... Rak verslun á Akureyri 1907-1912. Keypti ljósmyndastofu Daníels Davíðssonar í Ljósmyndarahúsinu á Sauðárkróki og rak hana frá vori 1910 til hausts 1911. Fékkst við ljósmyndun á Seyðisfirði 1911-1912. Setti á stofn ljósmyndastofu með Ólafi Oddssyni í Þingholtsstræti 3 í Reykjavík 1913 og ráku þeir hana til 1918. Leigði 1918-1922 ljósmyndastofu Carls Ólafssonar á Laugavegi 46 og keypti hana 1922 og rak til 1940." Jón var stofnfélagi Ljósmyndarafélags Íslands 1926 og heiðursfélagi þess 1944. Maki var Ingibjörg Jónsdóttir (1875-1940). Þau áttu 7 börn. Jón dó árið 1949.