Sýnir 1 niðurstöður

Nafnspjöld
Kennari Flugumýri

Anna Rósa Þorvaldsdóttir (1886-1976)

  • S03413
  • Person
  • 21.05.1886-23.04.1976

Anna Rósa Þorvaldsdóttir, f. 21.05.1886, d. 23.04.1976. Foreldrar: Þorvaldur Ari Arason bóndi á Flugumýri og kona hans Anna Vigdís Steingrímsdóttir. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi og tók svo kennarapróf frá Flensborgarskóla. Árin 1909-1911 var hún við kennaraskóla í Kaupmannahöfn. Hún var um skeið kennari við barna-og unglingaskóla Sauðárkróks og síðar skólastjóri við Kvennaskólann á Blönduósi 1911ö1923. Hún fluttist til Reykjavíkur og kenndi þar fyrstu árin en réðst 1928 til skrifstofustarfa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hún var ógift og barnlaus.