Showing 38 results

Authority record
Kennari

Anna Rósa Þorvaldsdóttir (1886-1976)

  • S03413
  • Person
  • 21.05.1886-23.04.1976

Anna Rósa Þorvaldsdóttir, f. 21.05.1886, d. 23.04.1976. Foreldrar: Þorvaldur Ari Arason bóndi á Flugumýri og kona hans Anna Vigdís Steingrímsdóttir. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi og tók svo kennarapróf frá Flensborgarskóla. Árin 1909-1911 var hún við kennaraskóla í Kaupmannahöfn. Hún var um skeið kennari við barna-og unglingaskóla Sauðárkróks og síðar skólastjóri við Kvennaskólann á Blönduósi 1911ö1923. Hún fluttist til Reykjavíkur og kenndi þar fyrstu árin en réðst 1928 til skrifstofustarfa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hún var ógift og barnlaus.

Anna Sigurjónsdóttir (1926-1958)

  • S03553
  • Person
  • 10.08.1926-29.10.1958

Anna Sigurjónsdóttir, f. að Nautabúi í Hjaltadal 10.08.1926, d. 29.10.1958. Foreldrar: Sigurjón Benjamínsson og Elínborg Pálsdóttir. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum á Nautabúi. Sex sumur var hún barnfóstra hjá Ísak Jónssyni og eiginkonu hans. Þegar hún var 18 ára dvaldi hún vetrarlangt á Húsmæðraskólanum á Löngumýri (1944-1945) og 22 ára lauk hún kennaraprófi í handavinnu, árið 1948. Hún var kennari í Rípurskólahéraði veturinn 1946-1947 og frá 1948 til dánardags. Mörg börn dvöldu hjá henni í heimavist í Hróarsdal. Árið 1949 giftist hún Þórarni Jónssyni og bjuggu þau í Hróarsdal. Þau eignuðust tvær dætur.
Maki: Þórarinn Jónsson

Árni Kristinsson (1883-)

  • S03447
  • Person
  • 30.04.1883-

Árni Kristinsson, f. 30.04.1883, dánardagur óþekktur. Fór til Vesturheims 1888 sennilega frá Saurbæ í Kolbeinsdal. Var kennari, búsettur í Killarney, Manitoba, Kanada.
Maki: Sigríður Jóhannsdóttir Johnson.

Árni Kristjánsson (1915-1974)

  • S03297
  • Person
  • 12.07.1915-04.07.1974

Árni Kristjánsson, f. á Finnastöðum í LJósavatnshreppi í Suður-Þingeyjasýslu 12.07.1915, d. 04.07.1974. Foreldrar: Kristján Árnason og Halldóra Sigurbjarnardóttir. Árni varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 og stúdent þaðan utanskóla 1937. Hann lauk kennaraprófi 1938 og cand mag. prófi í íslensku fræðum frá HÍ 1943. Hann var stundakennari við Samvinnuskólann 1937-1942 og 1943-1952, og við Kvennaskólann f Reykjavík1944-1945. Árni var starfsmaður Orðabókarháskólans 1944-1952 og kennari
við Menntaskólann á Akureyri 1952-1972, er hann tók við forstöðu Amtsbókasafnsins á Akureyri og grundvallaði héraðsskjalasafnið. Sumarið Sumarið áður en hann lést lét hann af stöðu amtsbókavarðar og hóf aftur kennslu við M.A. að hausti, en vanheilsa lamaði þá fljótt starfsgetu hans.
Maki: Hólmfríður Jónsdóttir frá Ystafelli. Þau eignuðust fimm börn.

Árni Stefánsson (1953-

  • S02226
  • Person
  • 10.10.1953-

Íþróttakennari á Sauðárkróki. Kvæntur Herdísi Klausen hjúkrunarfræðingi.

Ásdís Sigurjónsdóttir (1949-)

  • S03498
  • Person
  • 27.12.1949-

Ásdís Sigurjónsdóttir, f. 27.12.1949. Foreldrar: Sigurjón M. Jónasson og Sigrún Júlíusdóttir, Skörðugili.

Benedikt Þorkelsson (1850-1931)

  • S03165
  • Person
  • 15.02.1850-26.09.1931

Benedikt Þorkelsson, f. á Bægisá í Fnjóksadal 15.02.1850, d. 26.09.1931. Foreldrar: Þorkell Hallsson bóndi á Meyjarhóli á Svalbarðsströnd og kona hans Ásgerður Jónsdóttir frá Grímsgerði í Fnjóskadal.
Benedikt stundaði nám í Alþýðuskóla Guðmundar Hjaltasonar á Akureyri 1884-1885. Hóf barnakennslu 1880 og kenndi í um 30 ára, m.a. í Fljótum. Hann var hagmæltur mjög. Heimilisfastur á Kvíabekk í Ólafsfirði mörg síðustu árin. Ókvæntur og barnlaus.

Björn Gunnlaugsson (1788-1876)

  • S03560
  • Person
  • 25.09.1788-17.03.1876

Björn Gunnlaugsson, f. að Tannstöðum við Hrútafjörð 25.09.1788, d. 17.03.1876. Foreldrar: Gunnlaugur Magnússon smiður og Ólöf Bjarnardóttir. Þau fluttust síðar búferlum á Vatnsnesið. Björn var settur til bóknáms, fyrst hjá Gísla presti Magnússyni að Tjörn á Vatnsnesi og síðan hjá Halldóri prófasti Ámundasyni að Melstað. Þaðan var hann útskrifaður af Geir biskupi Vídalín árið 1808. Hann sigldi til Kaupmannahafnar og lærði þar. Varð hann síðar aðstoðarmaður Schumachers, hins nafnkunna stjörnumeistara, við mælingarstörf hans á Holtsetalandi næstu tvö árin. Eftir það varð hann kennari við Bessastaðaskóla og hélt því starfi meðan skólinn var á Bessastöðum og áfram í Reykjavík. Frá 1850-1862 var hann yfirkennari skólans.
Maki 1: Ragnheiður Bjarnadóttir (d. 1834). Þau eignuðust eina dóttur. Fyrir átti Ragnheiður einn son.
Maki 2: Guðlaug Aradóttir (d. 1873). Þau eignuðust ekki börn en Guðlaug átti eina dóttur fyrir.
Björn lét eftir sig mörg rit og árið 1831 byrjaði hann að starfa að uppdrætti Íslands og lauk því árið 1843.

Björn Gunnlaugsson (1926-1990)

  • S03524
  • Person
  • 02.07.1926-24.12.1990

Björn Gunnlaugsson, f. 02.07.1926, d. 24.12.1990. Foreldrar: Sigurlaug Sigurðardóttir og Gunnlaugur Björnsson. Björn ólst upp í foreldrahúsum. Hann naut barnafræðslu og fór síðan í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan. Hann var bóndi í Brimnesi og tók við búinu eftir að faðir hans lést 1962. Meðfram búskapnum kenndi hann við Hólaskóla og ritaði sögu Hólastaðar. Eftir að móðir hans lést var Jóna Gísladóttir bústýra hjá honum. Frá árinu 1982 vann hann hjá Sambandinu og bjó við Laugarteig í Reykjavík.

Björn Símonarson (1892-1952)

  • S03267
  • Person
  • 19.12.1892-09.05.1952

Björn Símonarson, f. á Hofstöðum í Viðvíkursveit 19.12.1892, d. 09.05.1952 í Reykjavík. Foreldrar: Símon Björnsson bóndi í Hofstaðaseli og kona hans, Anna Björnsdóttir. Foreldrar hans slitu samvistir árið 1914 og Símon gerðist lausamaður og fjármaður á Hólum en Anna giftist aftur Þórði Gunnarssyni á Lóni í Viðvíkursveit.
Björn ólst að mestu upp á Hofstöðum til 8 ára aldurs, en síðan hjá foreldrum sínum í Hofstaðaseli. Hann settist í búnaðarskólann á Hólum haustið 1917 og lauk þaðan brottfararprófi vorið 1919. Eftir það vann hann ýmis störf þar til hann hélt til Noregs haustið 1920 og vann þar á búgarði í sex mánuði og kynnti sér landbúnaðarstörf. Eftir það fór hann til verklegs náms í landbúnaðarháskólann í Ási og nam þar til haustsins 1921. Þaðan fór hann til Danmerkur og vann á búgarði til vorsins 1922 er hann fór um nokkurra mánaða skeið í landbúnaðarskólann í Korinth á Fjóni og síðan um haustið í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hann prófi sumarið 1925.
Vorið 1925 réðist Björn til Ræktunarfélags Norðurlands og sem trúnaðarmaður fyrir Búnaðarfélag Íslands og starfaði nær eingöngu fyrir þessi félög til ársins 1931. Þá réiðist hann til Sambands nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar og gerðist árið 1932 jafnframt ráðunautur Búnaðarsambands Eyjafjarðar.. Haustið 1934 var hann settur kennari við Bændaskólann á Hólum og jafnframt skólastjóri 1934-1935 í afleysingum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum um ævina, var m.a. hreppsnefndaroddviti Viðvíkurhrepps. Var í stjórn Búnaðarfélags Hólahrepps og annar aðalendurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga í mörg ár. Árið 1940 var hann skipaður í fyrsta tilraunaráð búfjárræktar. Björn var kennari á Hólum í 18 ár. Hann las sér mikið til um dýralækningar og stundaði þær nokkuð. Björn hóf búskap í Kýrholti og var síðar eitt ár á eignarjörð sinni Enni. Meðan hann bjó á Akureyri og samhliða kennslunni á Hólum ræktaði hann jafnan hross í Enni. Heima á Hólum bjó hann líka með nokkurn bústofn.
Maki: Lilja Gísladóttir frá Kýrholti (25.03.1898-07.02.1970). Þau eignuðust þrjú börn.

Bragi Melax (1929-2006)

  • S03429
  • Person
  • 01.09.1929-02.04.2006

Bragi Melax f. á Barði í Fljótum 01.09.1929, d. 02.04.2006 í Reykjavík. Foreldrar: séra Stanley Melax prestur á Barði og Breiðabólsstað í Vesturhópi og kona hans Guðrún Ólafsdóttir Melax. Bragi ólst upp hjá foreldrum sínum á Breiðabólsstað í Vesturhópi.
Maki 1: Sigrún Ragnhildur Eiðsdóttir. Þau áttu saman þrjú börn.
Maki 2: Alma Þorvarðardóttir. Þau áttu eina dóttur.
Fyrir hjónaböndin átti Bragi eina dóttur.
Bragi starfaði sem kennari og skólastjóri. Sem ungur maður kenndi hann á Akranesi og á Strönd á Rangárvöllum. Seinna gengdi hann stðu skólastjóra við Barnaskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu. Lenst af kenndi hann við Flataskóla í Garðabæ og Hólabrekkuskóla í Reykjavík. EÁ síðustu árum starfsferils síns gengdi hann skólastjórastöðum við Grunnskólann í Garði og á Drangsnesi.

Erla Einarsdóttir (1930-2008)

  • S03584
  • Person
  • 04.03.1930-11.09.2008

Erla Einarsdóttir, f. í Vík í Mýrdal 04.03.1930, d. 1109.2008 á Sauðárkróki. Foreldrar: Einar Erlendsson skrifstofumaður og Þorgerður Jónsdóttir Húsmóoðir. Erla ólst upp í Vík í Mýrdal. Hú stundaði nám við Barna- og unlignaskólann þar, Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist sem íþróttakennari frá Laugarvatni 1950. Erla og Gísli bjuggu fyrstu tvö búskaparárin á Dalvík en fluttu þaðan til Sauðárkróks 1954 og bjuggu þar síðan. Erla vann sem íþróttakennari fyrstu árin á Sauðárkróki, auk þess ða kenna á sundnámskeiðum á Sauðárkróki og í Varmahlíð. Árið 1970 hóf hún störf á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga og vann þar til ársins 1997.
Maki: Gísli Felixsson. Þau eignuðust tvö börn.

Eva Mjallhvít Snæbjörnsdóttir (1930-2010)

  • S00642
  • Person
  • 07.08.1930-05.04.2010

,,Foreldrar hennar voru Snæbjörn Sigurgeirsson, bakarameistari á Sauðárkróki og Ólína Björnsdóttir. Guðjón Sigurðsson seinni maður Ólínu, gekk Evu í föðurstað eftir fráfall Snæbjörns. Eiginmaður Evu var Kári Jónsson, stöðvarstjóri Pósts og síma á Sauðárkróki. Þau gengu í hjónaband 28. apríl 1960 og eignuðust tvo syni. Eva ólst upp á Sauðárkróki en lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1948. Hún hélt þá til Reykjavíkur í tónlistarnám. Hún lagði stund á píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Hermínu Björnsdóttur og síðar Rögnvaldar Sigurjónssonar. Hún lauk burtfararprófi frá skólanum árið 1953. Á árunum 1953-1956 stundaði Eva framhaldsnám í píanóleik í New York í Bandaríkjunum. Eftir að Eva sneri heim settist hún að í heimabæ sínum Sauðárkróki og stundaði einkakennslu á píanó frá árinu 1957. Við stofnun Tónlistarskólans á Sauðárkróki var Eva fastráðinn kennari árið 1965 og árið 1974 tók hún við skólastjórn af Eyþóri Stefánssyni tónskáldi. Uppbygging og viðgangur tónlistarskólans var hugðarefni Evu en hún lét af störfum árið 1999 eftir 34 ára starf við skólann. Fyrstu árin eftir starfslok hélt Eva þó áfram að stunda kennslu í hlutastarfi. Eva tók á árum áður virkan þátt í starfi Leikfélags Sauðárkróks ásamt Kára eiginmanni sínum. Síðasta hlutverk Evu var Kate, eiginkonan í Allir synir mínir eftir Arthur Miller, sem Leikfélagið frumsýndi í febrúar 1972 í leikstjórn Kára. Áður hafði Eva meðal annars farið með hlutverk Höllu í Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson árið 1963 og með eitt aðalhlutverka í Skálholti eftir Guð- mund Kamban. Síðustu æviárin bjó Eva á Seltjarnarnesi."

Friðrík Guðlaugur Márusson (1910-1997)

  • S03376
  • Person
  • 08.08.1910-02.01.1997

Friðrik Guðlaugur Márusson, f. að Minni-Reykjum í Fljótum 08.08.1910, d. 02.01.1997. Foreldrar: Márus Símonarson (1879-1968) og Sigurbjörg Jónasdóttir (1888-1958).
Verkamaður á Fyrirbarði, Barðssókn, Skag. 1930. Íþróttakennari og verkstjóri á Siglufirði.
Maki: Halldóra Hermannsdóttir frá Ysta-Mói. Þau eignuðust þrjú börn.

Frímann Ágúst Jónasson (1901-1988)

  • S03296
  • Person
  • 30.11.1901-16.01.1988

Frímann Ágúst Jónasson, f. 30.11.1901, d. 16.01.1988. Foreldrar: Jónas Jósef Hallgrímsson (1863-1906) bóndi á Fremri-Kotum og kona hans Þorey Magnúsdóttir (1861-1935) húsmóðir. Foreldrar Frímanns voru búandi á Fremri-Kotum þegar hann fæddist en þegar hann var þriggja ára lést faðir hans. Móðir hans bjó þar áfram til 1909 en fluttist þá að Bjarnastöðum og bjó þar á móti Hirti syni sínum til 1912. Frímann nam bókband á Akureyri 1916-1917 og lauk síðar sveinsprófi í þeirri iðn 1947. Hann fór síðar í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1923. Síðan kenndi hann tvo vetur á Melgraseyri við Ísafjarðardjúp og var kennari við barnaskólann á Akranesi í átta ár. Árið 1933 tók hann við heimavistarskóla á Strönd á Rangárvöllum og stýrið honum í sextán ár en árið 1949 gerðist hann skólastjóri við Kópavogsskóla og gengdi því starfi til 1964. Síðustu æviárin fékkst hann við bókband. Auk kennslu sinnti hann ýmsum félagsmálum, sat í stjórnum kennarafélaga og ungmennafélaga þar sem hann var kennari, einnig í stjórn Norræna félagsins í Kópavogi og Rotaryklúbbs Kópavogs.
Lengi starfaði hann í Góðtemplarareglunni, var einn aðalstofnandi stúkunnar á Rangárvöllum og lengi æðstitemplari hennar. Hann var á Akranesárum sínum i stjórn bókasafnsins þar, en á Rangárvöllum sá hann um bækur lestrarfélagsins og í Kópavogi var hann í stjórn bókasafnsins. Hann var lengi í stjórn Sambands íslenskra barnakennara. Frímann skrifaði nokkrar bækur handa börnum og unglingum: Hve glöð er vor æska (1944). Þegar sól vermir jörð (1950). Valdi villist í Reykjavík (1980). Landið okkar, Iesbók um landafræði íslands (1969).
Maki: Málfríður Björnsdóttir (1893-1977 kennari. frá Innstavogi við Akranes. Þau eignuðust þrjú börn.

Guðbrandur Jón Guðbrandsson (1964-)

  • S03543
  • Person
  • 19.06.1964-

Guðbrandur Jón Guðbrandsson, f. 19.06.1964.
Foreldrar: Guðbrandur Jón Frímannsson (1922-2000) og Hallfríður Eybjörg Rúdolfsdóttir (1927-).
Tónlistarkennari á Sauðárkróki.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

  • S00240
  • Person
  • 12. janúar 1915 - 15. mars 2004

Guðjón Ingimundarson kennari fæddist á Svanshóli í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu 12. janúar 1915. Foreldrar Guðjóns voru Ingimundur Jónsson og Ólöf Ingimundardóttir bændur á Svanshóli. Guðjón kvæntist 27.5. 1944 Ingibjörgu Kristjánsdóttur frá Nautabúi, f. 11.9. 1922, þau eignuðust sjö börn
,,Guðjón lauk prófi frá Héraðsskólanum í Reykholti 1934, íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1937 og smíðakennaraprófi frá Handíðaskólanum í Reykjavík 1944. Hann stundaði nám í teiknikennaradeild seinni hluta vetrar 1948 og sótti ýmis endurmenntunarnámskeið varðandi sund-, handavinnu- og íþróttakennslu. Guðjón var kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni 1937-1941. Hann flutti til Sauðárkróks 1941 og bjó þar til dauðadags. Guðjón var kennari við skólana á Sauðárkróki 1941-1974 og sundkennari á vornámskeiðum í Varmahlíð 1940-1956. Guðjón var forstjóri Sundlaugar Sauðárkróks og sundkennari 1957-1986. Hann hafði umsjón með Námsflokkum Sauðárkróks 1974-1979 og kenndi á ýmsum námskeiðum. Alla sína ævi tók Guðjón mikinn þátt í félagsmálum, m.a. var hann bæjarfulltrúi á Sauðárkróki fyrir Framsóknarflokkinn 1950-1974 og forseti bæjarstjórnar 1966-1970. Hann var formaður íþróttanefndar Sauðárkróks 1946-1978, í skólanefnd um árabil og formaður hennar 1974-1978, í fræðsluráði Norðurlands vestra 1974-1978, í stjórn Fiskivers Sauðárkróks hf. frá stofnun 1957 og Skagfirðings hf. frá 1959 þar til þau félög hættu störfum. Guðjón sat í stjórn Framsóknarfélags Sauðárkróks um langt árabil, var endurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga til fjölda ára, í stjórn Menningarsjóðs KS í mörg ár og formaður fræðuslunefndar þess um skeið. Íþrótta- og ungmennafélagsmál áttu hug hans allan og beitti hann sér mjög fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja og skóla á Sauðárkróki. Hann var í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar 1942-1973 og þar af formaður í 29 ár. Formaður Ungmennafélagsins Tindastóls í fimm ár og í stjórn alls níu ár. Hann var varaformaður Ungmennafélags Íslands 1965-1983 og í sambandsráði Íþróttasambands Íslands um árabil. Guðjón hlaut riddarakross fálkaorðunnar fyrir störf að félagsmálum 1984. Hann var heiðursfélagi Sundfélagsins Grettis á Ströndum, Ungmennasambands Skagafjarðar, Ungmennafélagsins Tindastóls, Íþróttasambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Rotaryklúbbs Sauðárkróks."

Hálfdan Helgason (1937-

  • S01709
  • Person
  • 24. nóv. 1937

Foreldrar Hálfdánar voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. Kennari, búsettur í Reykjavík, kvæntist Hjördísi Magnúsdóttur kennara.

Helgi Hannesson (1952-)

  • S03547
  • Person
  • 17.03.1952-

Helgi Hannesson, f. 17.03.1952.
Kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Herdís Ásu Sæmundardóttir (1945-)

  • S03559
  • Person
  • 30.07.1954-

Herdís Ásu Sæmundardóttir, f. 30.07.1954.
Búsett á Sauðárkróki. Fyrrum kennari og fræðslustjóri, starfar á fræðslusviði sveitarfélagsins.

Hólmfríður Jósefína Einarsdóttir (1903-1950)

  • S03468
  • Person
  • 17.06.1903-22.08.1950

Hólmfríður Jósefína Einarsdóttir, f. 17.06.1903, d. 22.08.1950. Foreldrar: Einar Jónsson, bóndi í Brimnesi og kona hans Margrét Símonardóttir. Hólmfríður ólst upp með foreldrum sínum í Brimnesi. Árið 1921 tók móðir hennar sig upp og sigldi með þær systur til Danmerkur til að afla þeim frekari menntunar. Þar voru þær í nokkur ár, gengu í menntaskóla, lýðháskóla og gekk Hólmfríður í teikni- og hannyrðaskóla. Hún lauk þaðan prófi sem handavinnukennari 1924. Þá um sumarið fékk hún lömunarveiki og náði aldrei fullri heilsu aftur. Haustið 1924 hófu þær systur að stunda handavinnukennslu í Reykjavík. Eftir að Sigurlaug giftist og flutti burt hélt Hólmfríður því áfram þar til hún veiktist af krabbameini sem varð banamein hennar.
Hólmfríður var hannyrðakennari. Hún var ógift og barnlaus.

Jóhannes Friðlaugsson (1882-1955)

  • S03325
  • Person
  • 29.09.1882-16.09.1955

Jóhannes Friðlaugsson fæddist að Hafralæk í Aðaldal 29.09.1882. Hann var bóndi ig kennari í Haga í Nessókn í Suður-Þingeyjarsýslu. Stundaði einnig ritstörf. Einnig stundaði hann kennslu í Reykjavík, Hvolhreppi í Rangárvallasýslu og Bolungarvík. Hann var oddviti Aðaldælahrepps um árabil.
Maki: Jóna Jakobsdóttir.

Jónas Jón Snæbjörnsson (1890-1966)

  • S03443
  • Person
  • 21.03.1890-18.07.1966

Jónas Jón Snæbjörnsson, f. í Svefneyjum á Breiðafirði 21.03.1890, d. 18.07.1966. Foreldrar: Snæbjörn í Hergilsey og kona hans, Guðrún Hafliðadóttir úr Svefneyjum. Jónas lærði trémíðar og sigldi síðan til Kaupmannahafnar og lagði þar stund á teikninám. Árið 1914 gerðist hann smíða- og teiknikennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann lét af því starfi 1960. Á sumrum vann hann við ýmis konar smíðar, m.a. brúarsmíðar.
Maki: Herdís Símonardóttir. Þau eignuðust þrjú börn.

Kristbjörg Guðbrandsdóttir (1934-2009)

  • S03504
  • Person
  • 15.06.1934-03.12.2009

Kristbjörg Guðbrandsdóttir, f. í Ólafsvík 15.06.1934, d. 03.12.2009 á Sauðárkróki. Foreldrar: Guðbrandur Guðbjartsson og Kristjana Sigþórsdóttir. Kristbjörg giftist Magnúsi H. Sigurjónssyni árið 1954. Á Sauðárkróki vann hú ýmis störf. M.a. í Landssímastöðinni, kenndi handavinnu við barnaskóla Sauðárkróks, leiðbeindi í skólagörðum bæjarins og starfaði um árabil við verslun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Hún var mikil hannyrðakona. Stofnaði kvenfata- og snyrtivöruverslunina Ísafold árið 1988 og rak í tæp tuttugu ár. Kristbjörg var félagi í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar.

Maki. Magnús Heiðar Sigurjónsson, f.v. verslunarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.

Magnús Bjarnason (1899-1975)

  • S00148
  • Person
  • 13.03.1899-13.11.1975

Fæddur í Stóru-Gröf á Langholti. Foreldrar hans voru Bjarni Magnússon járnsmiður á Sauðárkróki og Kristín Jónsdóttir. Systir Magnúsar var Guðrún Bjarnadóttir, móðir Bjarna Haraldssonar (Bjarna Har). Magnús lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1924 og starfaði sem barnakennari í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum næstu níu ár. 1934-1961 starfaði hann sem fastur kennari við Barnaskólann á Sauðárkróki. 1936-1946 starfaði hann einnig við unglingaskólann á Sauðárkróki. Magnús sat bæði í hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps um tíma og í bæjarstjórn. Eins starfaði Magnús mikið fyrir Verkamannafélagið Fram á Sauðárkróki, starfaði fyrir Alþýðuflokkinn og sat í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga 1946-1961. Magnús var ókvæntur og barnlaus.

Matthías Eggertsson (1865-19559

  • S03356
  • Person
  • 15.06.1865-09.10.1955

Matthías Eggertsson f. í Melanesi á Rauðasandi, V-Barð 15.06.1865, d. 09.10.1955. Foreldrar hans:Eggert Jochumsson, síðar barnakennari og sýsluskrifari á Ísafirði og fyrri kona hans, Guðbjörg Ólafsdóttir, húsfreyja í Haga á Barðaströnd og Melanesi.
Matthías varð stúdent frá Lærða skólanum 1883 og cand. theol. frá Prestaskólanum 1888. Hann var barnakennari og sýsluskrifari á Ísafirði 1883-86 og var prestur á Helgastöðum í Reykjadal, S-Þing., 1888-1895 og prestur á Miðgörðum í Grímsey 1895-1937. Eftir að hann fékk lausn frá embætti dvaldist hann í Reykjavík til dánardags.
Matthías var barnaskólastjóri í Grímsey í tíu ár alls, bréfhirðingarmaður í 28 ár og bókavörður í 37 ár. Hann hafði veðurathuganir á hendi í 40 ár og var loftskeytastöðvarstjóri í átta ár. Hann fékkst við ættfræðirannsóknir og eftir hann liggur Ættartölubók í handriti, alls 14 bindi. Matthías var oddviti hreppsnefndar í Grímsey í 25 ár og formaður skólanefndar í 20 ár og var sýslunefndarmaður í Eyjafjarðarsýslu í 30 ár.
Maki: Mundína Guðný Guðmundsdóttir, f. 29.4. 1869, d. 29.4. 1956, húsfreyja. Matthías og Guðný eignuðust 14 börn.

Ólafur Haukur Helgason (1930-2006)

  • S01705
  • Person
  • 11. apríl 1930 - 31. okt. 2006

Foreldrar Ólafs Hauks voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. ,,Ólafur varð stúdent frá MA 1952. Nám í læknisfræði við HÍ 1952-53, cand. phil. þaðan og með próf í efnafræði. Nám í tannlækningum við háskólana í Kiel og Heidelberg í V-Þýskalandi en lauk ekki prófi. Kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1963. Vann við kennslustörf um árabil og ýmis önnur störf. Sendi frá sér frumsamin kvæði sem birt voru í Morgunblaðinu og víðar."

Pála Pálsdóttir (1912-1993)

  • S00419
  • Person
  • 25.10.1912 - 29.05.1993

Pála Pálsdóttir fæddist á Hofsósi 25. október 1912. Foreldrar hennar voru Páll Árnason og Halldóra Jóhannsdóttir í Ártúni á Höfðaströnd. Pála útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1933. Að námi loknu varð hún kennari, og skólastjóri um tíma, við Barnaskóla Súðavíkur. Þar kenndi hún til vors 1939, að undanskildu árinu 1935, en þá sótti hún kennaranámskeið við lýðháskólann í Askov í Danmörku og í Vadstena í Svíþjóð. Vorið 1939 var hún skipuð kennari við barnaskólann á Hofsósi og gegndi því starfi til 1975, síðar stundakennari til 1977. 11 ára gömul byrjaði hún að læra á orgel og var organisti við Hofskirkju og síðar Fellskirkju frá 1939-1960, einnig í Hofsóskirkju 1960-1972. Hún var frumkvöðull að stofnun Kvenfélagsins Öldunnar í Hofsósi árið 1951 og formaður þess til 1965 og síðan aftur frá 1975. Hún vann einnig töluvert fyrir Samband skagfirskra kvenna.
Hún sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 1983, sérstaklega fyrir framlag sitt til tónlistar og söngmenntunar.
Maður hennar var Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1993) póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi, þau eignuðust níu börn.

Páll Árnason (1879-1965)

  • S03366
  • Person
  • 09.07.1879-15.12.1965

Páll Árnason, f. á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 09.07.1879, d. 15.12.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Ísak Árni Ísaksson og kona hans Anna Björnsdóttir. Páll ólst upp í foreldrahúsum að mestu þar til hann fór í Möðruvallaskóla 1900 og varð gagnfræðingur 1902. Fluttist þá vestur í Hjaltadal og vann að jarðræktarstörfum að vorinu en barnafræðslu ða vetrinum, bæði í Hólahreppi, Viðvíkurhreppi og Óslandshlíð. Kvæntist og fluttist að Kvíabekk í Ólafsfirði og bjó þar 1907-1910. Þá fluttist hann að Hofi á Höfðaströnd og bjó þar eitt ár. Brá þá búi og fluttist í Hofsós. Var kennari við barnaskólann þar 1910-1935. Reisti bú í Ártúni 1916 og bjó þar til 1946, að hann fluttist aftur í Hofsós. Páll var hreppsnefndarmaður 1913-1925, þar af oddviti í 6 ár. Sat í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga um skeið og var endurskoðandi reikninga í 25 ár. Hann var skattanefndarmaður, útttektarmaður, kjötmats- og ullarmatsmaður o.fl. í mörg ár.
Maki: Þórey Halldóra Jóhannsdóttir (1875-1957). Þau eignuðust fjögur börn.

Rannveig Hansdóttir Líndal (1883-1955)

  • S03440
  • Person
  • 29.01.1883-15.07.1955

Rannveig Hansdóttir Líndal, f. 29.01.1883, d. 15.07.1955. Foreldrar: Anna Pétursdóttir (1840-1917). Síðustu níu árin var hún forstöðukona og kennari við Tóvinnuskólann á Svalbarðseyri. Hún var einnig kennari við húsmæðraskóla, bæði á Blönduósi og Staðarfelli. Var barnakennari bæði í Noregi og á Íslandi og á vegum Búnaðarfélags Íslands dvaldi hún um tveggja ára skeið í Grænlandi. Í fimm ár ferðaðist hún um sem kennari á námskeiðum Sambands norðlenskra kvenna.
Rannveig var ystir bóndans og vísindamannsins Jakobs Líndal á Lækjarmóti í V-Hún.

Rannveig Jónasdóttir (1903-1994)

  • S01397
  • Person
  • 18.10.1903-02.01.1994

Foreldrar: Jónas Kristjánsson læknir og k.h. Hansína Benediktsdóttir. Rannveig var fædd að Brekku í Fljótsdal í Norður-Múlasýslu og ólst þar upp til sjö ára aldurs, þegar hún fluttist með foreldrum sínum til Sauðárkróks þar sem faðir hennar tók við embætti héraðslæknis. Rannveig bjó á Sauðárkróki til 1937 og kenndi þar handavinnu, en fluttist þá til Reykjavíkur og kenndi áfram handavinnu, fyrst við Miðbæjarskólann og síðan við Austurbæjarskólann til 1970, þegar hún lét af störfum. Rannveig giftist ekki né eignaðist börn.

Sigríður Eggertsdóttir Briem Thorsteinsson (1901-1998)

  • S00708
  • Person
  • 9. júlí 1901 - 2. júlí 1998

Sigríður Briem Thorsteinsson fæddist á Sauðárkróki 9. júlí 1901, dóttir Eggerts Briem þáverandi sýslumanns á Sauðárkróki og Guðrúnar Jónsdóttur frá Auðkúlu. ,,Sigríður stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1915-1918. Þá stundaði hún teikninám og handavinnunám í Kaupmannahöfn 1922, enskunám í London 1927 og nam við snið- og handavinnuskóla í Frankfurt am Main 1933. Hún var handavinnukennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1919­-1953. Sigríður sat í stjórn Hjúkrunarfélagsins Líknar og Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur 1943­-1955, var í nefnd til að gera tillögu um handavinnunám í skólum árið 1947, sat í skólanefnd Húsmæðraskóla Reykjavíkur frá 1950 og var formaður skólanefndar Kvennaskólans í Reykjavík 1955­-1983. Sigríður gerðist félagi í Hringnum árið 1921 og í Oddfellowreglunni árið 1939 og starfaði í Rb. stúkunni nr. 1, Bergþóru, meðan heilsan leyfði. Sigríður var sæmd fálkaorðunni fyrir störf sín að líknar- og menningarmálum." Sigríður giftist 6. júní 1953, Magnúsi Sch. Thorsteinsson, forstjóra í Reykjavík.

Sigurður Gunnarsson (1912-1996)

  • S02496
  • Person
  • 10. okt. 1912 - 23. apríl 1996

Sigurður fæddist á Skógum í Öxarfirði. Foreldrar hans voru Kristveig Björnsdóttir húsfreyja og Gunnar Árnason bóndi. Eftir að Sigurður lauk námi við Kennaraskóla Íslands kenndi hann í Borgarnesi og Seyðisfirði 1936-1938. Hann var skólastjóri barnaskólans á Húsavík 1940 til 1960. Var æfingakennari við Kennaraskólann 1960-1978. Sigurður skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, en einnig kennslubækur ofl. Hann var afkastamikill þýðandi úr dönsku, norsku og ensku. Sigurður kvæntist Guðrúnu Karlsdóttur, þau eignuðust þrjá syni.

Sigurlaug Einarsdóttir (1901-1985)

  • S03467
  • Person
  • 09.07.1901-23.06.1985

Sigurlaug Einarsdóttir, f. 09.07.1901, d. 23.06.1985. Foreldrar: Einar Jónsson bóndi í Brimnesi og koma hans, Margrét Símonardóttir. Sigurlaug ólst upp með foreldrum sínum í Brimnesi. Árið 1921 tók móðir hennar sig upp og sigldi með þær systur til Danmerkur til að afla þeim frekari menntunar. Þar voru þær í nokkur ár, gengu í menntaskóla og lýðháskóla. Árið 1924 hófu þær systur hannyrðakennslu í Reykjavík og stundaði Sigurlaug hana þar til hún giftist. Sigurlaug var húsfreyja í Læknishúsinu á Flatey 1930. Síðast búsett í Hafnarfirði.
Maki: Ólafur Einarsson læknir. Þau einguðust sex börn.

Stefán Vagnsson (1889-1963)

  • S00027
  • Person
  • 26.05.1889-01.11.1963

Stefán Vagnsson var fæddur í Miðhúsum í Akrahreppi, Skagafirði þann 26. maí 1889. Hann var bóndi, skáld og kennari á Flugumýri, Sólheimum og Hjaltastöðum í Akrahreppi. Hann var síðast búsettur á Sauðárkróki og starfaði þar sem skrifstofumaður. Kona hans var Helga Jónsdóttir (1895-1988). Hann lést á Sauðárkróki 1. nóvember 1963.

Svanhildur Steinsdóttir (1918-2002)

  • S00909
  • Person
  • 17. október 1918 - 26. ágúst 2002

Svanhildur Steinsdóttir fæddist í Neðra-Ási í Hjaltadal 17. okt. 1918. Foreldrar hennar voru hjónin Steinn Stefánsson og Soffía Jónsdóttir. Svanhildur giftist árið 1948 Garðari Björnssyni frá Viðvík og bjuggu þá í Neðra-Ási, þau eignuðust sjö börn og áttu einn fósturson. Svanhildur var kennari í Hólahreppi frá 1940 fram til 1989 með litlum hléum, og lengst af skólastjóri við Grunnskóla Hólahrepps.

Þórður Kristjánsson (1915-1991)

  • S03346
  • Person
  • 12.11.1915-14.07.1991

Þórður Kristjánsson, f. 12.11.1915, d. 14.07.1991.
Foreldrar: Sigríður Híramína Jóhannesdóttir (1879-1946) og Kristján Albert Kristjánsson útvegsbóndi og kaupmaður á Suðureyri.
Þórður ólst upp á Suðureyri hjá foreldrum sinum, fjórði í röð níu systkina. Hann tók kennarapróf frá kennaraskólanum 1946 og gerðist kennari á Helllissandi. Árið 1949 fór hann til framhaldsnáms í Kaupmannahafnarháskóla. Fór einnig til námsdvalar í Noregi. Eftir það gerðist hann kennari við Laugarnesskólann. 1960-1961 fór hann til námsdvalar í Bretlandi. Hann starfaði á fræðsluskrifstofu Reykjavíkur frá 1957 og var ma. námstjóri í kritnum fræðum.
Maki: Ásdísi Vilhelmsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur.

Vigfús Helgason (1893-1967)

  • S03246
  • Person
  • 12.12.1893-31.07.1967

Vigfús Helgason, f. 12.12.1893, d. 31.07.1967.
Foreldrar: Ása Kristjánsdóttir og Helgi Guðmundsson. Vigfús fæddist að Hóli í Hörðudal í Dalasýslu en fluttist í æsku með foreldrum sínum að Ketilstöðum í Hörðudal. Hann vann á búi foreldra sinna til ásrsins 1916 en fór þá til Noregs og stundaði nám í Lýðskólanum Klep einn vetur og ári eftir við búnaðarskólann á Stend. Þar stundaði hann bæði bóklegt og verklegt nám og lauk prófi vorið 1918. Sumarið eftir dvaldist hann á fleiri stöðum í Noregi og stundaði verklegt nám. Haustið 1918 fór hann til Danmerkur til framhaldsnáms í búfræði við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan kandidatsprófi vorið 1920. Veturinn eftir dvaldi hann í Reykjavík og hlýddi á fyrirlestra í Háskóla Íslands. Árið 1921 dvaldi hann nokkra mánuði í Englandi og Skotlandi og kynnti sér nýjungar í sauðfjárrækt. Haustið 1921 var hann skipaður kennari við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og gengdi því starfi til ársins 1963 er hann hætti vegna aldurs. Árið 1927 fór hann í námsferð um Norðurlönd og dvaldi einnig nokkurn tíma við framhaldsnám í búsvísindum árin 1928 og 1929. Fyrstu árin í kennslu vann hann ýmis önnur verkefni á sumri, var m.a. við mælingar á Flóaáveitusvæðinu og trúnaðarmáður Búnaðarfélags Íslands í Skagafirði og Húnavatnssýslu þar sem hann tók út jarðabætur. Frá því um 1940 hafði Vigfús smábúskap á Hólum. Árið 1932 keypti hann nýbýlið Varmahlíð í Seyluhreppi og hóf sama ár allmikla garðrækt á jörðinni. Hana rak hann í sex og hafði nokkurn annan búskap á jörðinni. Reisti einnig veitingaskála á staðnum og dvaldi þessi sumur í Varmahlíð. Um þetta leyti stóð til að byggja Héraðsskóla í Varmahlíð og var Vigfús þvingaður til að selja jörðina.
Maki (g. 10.08.1935) Elín Helga Helgadóttir frá Núpum í Fljótshverfi. Þau eignuðust 8 börn.