Showing 1 results

Authority record
Prestur Ólafsvík

Jónmundur Júlíus Halldórsson (1874-1954)

  • S02336
  • Person
  • 4. júlí 1874 - 9. júlí 1954

Jónmundur fæddist 4. júlí 1874 á Viggbelgsstöðum í Innra-Akraneshreppi. Foreldrar hans voru Halldór, síðar múrari í Reykjavík og kona hans Sesselja Gísladóttir frá Bæ í Miðdölum. Jónmundur var stúdent 1896, cand. theol. 1900. Hann var settur aðstoðarprestur séra Helga Árnasonar í Ólafsvík 1900, veitt Barð í Fljótum árið 1902 og Mjóafjarðarprestakall 1915. Jónmundur var settur sóknarprestur í Grunnavík árið 1918. Hann var að auki við þjónustu í Kvíabekkjarprestalakki 1906-1908, Staðarprestakalli í Aðalvík 1938-1941 og Unaðsdalssókn frá 1918 um nokkurt skeið. Hann var sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu 1908-1915 og í Norður-Ísafjarðarsýslu frá 1921. Sr. Jónmundur var einn af merkustu prestum þessa lands og sérstæður persónuleiki. Kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur frá Eyrar-Uppkoti í Kjós, þau eignuðust sjö börn.