Showing 7 results

Authority record
Ljósmóðir

Guðbjörg Semingsdóttir (1772-1847)

 • S01695
 • Person
 • 1772 - 10. nóv. 1847

Í manntalinu 1816 er hún skráð húsfreyja í Uppsölum í Silfrastaðasókn, Skagafirði og býr þar ásamt eiginmanni, Ólafi Jónssyni (f. 1771) og sex börnum þeirra. Árið 1835 býr hún enn á Uppsölum en nú hjá syni sínum, Ólafi Ólafssyni stúdent og fjölskyldu hans. Guðbjörg er þarna titluð sem "ljósmóðir". Í manntalinu 1840 býr hún enn á Uppsölum en ekki er hægt að sjá að hún búi hjá syni sínum lengur. Nú er hún titluð sem ekkja og "yfirheyrð yfirsetukona". Í manntalinu 1845 er hún skráð til heimilis á Bjarnastöðum í Hólasókn í Skagafirði og nú titluð sem ekkja og „eiðsvarin yfirsetukona á eigin kosti“.

Guðrún Jóelsdóttir (1866-1949)

 • S01144
 • Person
 • 20. júní 1866 - 4. ágúst 1949

Fædd í Svarfaðardal. Fluttist að Kálfsstöðum í Hjaltadal 1888. Starfaði sem ljósmóðir. Kvæntist 1889 Tómasi Ísleikssyni frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Þau bjuggu að Miklabæ í Óslandshlíð og að Kolkuósi en fluttu til Vesturheims árið 1903 ásamt fimm af börnum sínum, þrjú yngstu af börnum þeirra sem þá voru fædd, voru skilin eftir á Íslandi. Eftir að þau komu til Winnipeg tóku þau upp eftirnafnið Thorsteinson. Alls eignuðust Guðrún og Tómas 12 börn.

Helga Indriðadóttir (1857-1905)

 • S01190
 • Person
 • 27. júlí 1857 - 20. maí 1905

Foreldrar: Indriði Árnason og k.h. Sigurlaug Ísleifsdóttir á Írafelli. Helga var lærð ljósmóðir og starfaði sem slík í 25 ár við miklar vinsældir. Hún kvæntist Magnúsi Jónssyni, þau bjuggu í Gilhaga, þau eignuðust tíu börn saman, Magnús átti auk þess tvo syni utan hjónabands. Helga drukknaði í Svartá þegar hún var á leiðinni heim frá ljósmóðurstörfum.

Ingibjörg Sigríður Frímannsdóttir (1871-1953)

 • S01001
 • Person
 • 13.04.1871-22.05.1953

Foreldrar: Frímann Björnsson og f.k.h. Solveig Jónsdóttir. Ingibjörg ólst upp í Hamrakoti m. foreldrum sínum og fluttist svo með þeim að Hvammi í Langadal árið 1877. Hún fór til náms í Kvennaskólann á Ytri-Ey og var skráð þar veturna 1895, 1897 og 1898. Eftir það hélt hún til Reykjavíkur, fyrst naut hún tilsagnar í saumaskap en fór síðan til náms í ljósmóðurfræðum hjá Jónasen landlækni þaðan sem hún lauk prófi árið 1900. Strax að loknu námi réðst hún til starfa sem ljósmóðir í Bólstaðarhlíðarumdæmi, A-Hún., og starfaði þar fram á mitt ár 1904, er hún var skipuð ljósmóðir á Sauðárkróki, þar sem hún starfaði óslitið í 32 ár eða til ársins 1936. Ekki einskorðaðist starfsumdæmi hennar þó við Sauðárkrók; Hún var sett ljósmóðir í Seylu- og Staðarhreppi 1930-1931, auk þess fylgdi Skarðshreppur starfsskyldu hennar. Á Sauðárkróki starfaði Ingibjörg einnig mjög að bindindismálum og var kjörin heiðursfélagi góðtemplarastúkunnar á Sauðárkróki. ,,Ingibjörg gat sér frábært orð sem ljósmóðir, elskuð og dáð af öllum sem henni kynntust. Hjálpsemi hennar og umhyggja náði langt útfyrir starfsskylduna og sköpuðu henni þær vinsældir, að einstakt var."
Ingibjörg var ókvænt og barnlaus.

María Magnúsdóttir (1909-2005)

 • S00502
 • Person
 • 22. nóv. 1909 - 10. feb. 2005

María Karólína Magnúsdóttir fæddist á Njálsstöðum í Vindhælishreppi 22. nóvember 1909. Foreldrar hennar voru Magnús Steingrímsson, frá Njálsstöðum í Vindhælishreppi og Guðrún Einarsdóttir, frá Hafurstaðakoti í Vindhælishreppi. María ólst upp hjá foreldrum sínum sem lengst af bjuggu á Bergstöðum, Þverá og Sæunnarstöðum í Hallárdal á Skagaströnd. ,,María stundaði nám í unglingaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1930 og Kvennaskólanum Blönduósi 1933-1934. Hún lauk ljósmæðranámi frá Ljósmæðraskóla Íslands 1931. Hún var ljósmóðir í Engihlíðarumdæmi 1931-1936, í Bólstaðarhlíðarumdæmi 1933-1935, í Sauðárkróks- og Skarðshreppsumdæmi og á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 1936-1979. Þá vann María við mæðra- og ungbarnaeftirlit á Sauðárkróki. En 1939 fór hún í sex mánaða náms- og starfsdvöl til Danmerkur til að kynna sér meðferð ungbarna. María var stofnfélagi Rauðakrossdeildar Sauðárkróks og var í fyrstu stjórn hennar. Hún sat í barnaverndarnefnd um árabil og var virk í Kvenfélagi Sauðárkróks og var þar heiðursfélagi. Árið 1979 flutti María til Hafnarfjarðar og starfaði við heimilishjálp þar yfir veturinn til 1989. En á sumrin á sama tíma starfaði hún á Löngumýri í Skagafirði sem þá var rekið sem sumarorlofsstaður aldraðra á vegum þjóðkirkjunnar." María giftist 10.5. 1942 Pétri Jónassyni frá Syðri-Brekkum, síðar hreppstjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust eina dóttur.

Sigrún Þórey Hjálmarsdóttir (1915-2019)

 • S00124
 • Person
 • 28. sept. 1915 - 4. júlí 2019

Sigrún Þórey Hjálmarsdóttir var fædd í Eyjafjarðarsýslu 28. september 1915. ,,Sigrún var fjóra vet­ur í far­skóla, nokkr­ar vik­ur á hverj­um vetri. Einn vet­ur var hún í Hús­mæðraskól­an­um á Laugalandi í Eyjaf­irði og lauk ljós­mæðraprófi frá Ljós­mæðraskóla Íslands 1944. Hún starfaði sem ljós­móðir í Hrafnagils­hreppi og Saur­bæj­ar­hreppi 1944-1958 og í Öng­ulsstaðahreppi 1947-1958. Hafði aðset­ur á Espi­hóli í Hrafnagils­hreppi þann tíma. Árið 1960 gift­ist hún Ólafi Ru­ne­bergs­syni, bónda og hand­verks­manni í Kár­dalstungu í Vatns­dal og bjuggu þau þar síðan. Sigrún og Ólaf­ur eignuðust einn son.
Sigrún var á 104. aldursári þegar hún lést.

Sólborg Hjálmarsdóttir (1905-1984)

 • S01684
 • Person
 • 9. júní 1905 - 28. mars 1984

Foreldrar: Rósa Björnsdóttir og Hjálmar S. Pétursson á Breið í Tungusveit. Kvæntist Guðmundi Sveinbjörnssyni árið 1937 og það sama ár fluttu þau að Sölvanesi í Neðribyggð þar sem þau bjuggu til ársins 1963. Sólborg stundaði ljósmóðurstörf í Lýtingsstaða- og Akrahreppi samhliða bústörfum. Eftir að Guðmundur og Sólborg brugðu búi fluttu þau að Laugabóli í Lýtingsstaðahreppi og þaðan fluttu þau til Sauðárskróks, þau eignuðust sjö börn.