Showing 16 results

Authority record
Ljósmóðir

Anna Pálsdóttir (1910-1984)

  • S03410
  • Person
  • 14.05.1910-06.09.1984

Anna Pálsdóttir, f. 14.05.1910, d. 06.09.1984. Foreldrar: Páll Ísaksson, bóndi og kennari á Hofsósi bóndi í Ártúnum og kona hans Þórey Halldóra Jóhannsdóttir ljósmóðir.
Anna lauk ljósmæðraprófi 1940. Hún var ljósmóðir við Landspítalann 1940-1945 og frá 1973. Ljósmíðir í Vestmannaeyjum 1945-1973.

Björg Sveinsdóttir (1899-1976)

  • S03217
  • Person
  • 14.07.1899-14.05.1976

Björg Sveinsdóttir, f. að Felli í Sléttuhlíð 14.07.1899, d. 14.05.1976 í Reykjavík. Foreldrar: Sveinn Árnason og Jórunn Sgteinunn Sæmundsdóttir. Björg tók ljósmæðrapróf frá Ljósmæðraskóla Íslands 1919 og hjúkrunarpróf í hjúkrun geðveikra 1926. Hjúkrúnarpróf í almennri hjúkrun 1931. Var ljósmóðir í Fellsumdæmi frá 1919 til haustsins 1921 og starfandi ljósmóðir á Kópaskeri og nágrenni um skeið. Hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi og við einkahjúkrun í London 1931-1948 og 1958-1968. Starfandi 1948-1958 á sjúkrahúsum í Durban Brookenhill og Salisbury í Afríku. Stofnfélagi í Ljósmæðrafélagi Íslands 2. maí 1919.
Maki 1: Harry Edwin Bird byggingarmeistari.
Maki 2: Harold Cox rafvirkjameistari í Hastings á Englandi.

Elísabet Ingveldur Halldórsdóttir (1904-1995)

  • S01961
  • Person
  • 26. feb. 1904 - 10. nóv. 1995

Foreldrar: Halldór Þorleifsson b. á Miklabæ og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir. Elísabet ólst upp hjá foreldrum sínum til fullorðinsára en hélt til Reykjavíkur 1927 og var í vist í Hafnarfirði hjá læknishjónum. Það kann að hafa orðið til þess að veturinn eftir hóf hún nám í ljósmóðurfræði og lauk þar prófi 1929, hélt þá norður og gerðist ljósmóðir í Hóla- og Viðvíkurhreppsumdæmi. Því starfi gegndi hún í 40 ár eða til 1968. Auk þess var hún ljósmóðir í Hofsós- og Hofshreppsumdæmi 1946-1949. Elísabet kvæntist Ólafi Gunnarssyni frá Keflavík í Hegranesi, þau bjuggu á Miklabæ frá 1935-1981. Þau eignuðust þrjú börn, fyrir átti Ólafur einn son, auk þess tóku þau einn fósturson.

Guðbjörg Semingsdóttir (1772-1847)

  • S01695
  • Person
  • 1772 - 10. nóv. 1847

Í manntalinu 1816 er hún skráð húsfreyja í Uppsölum í Silfrastaðasókn, Skagafirði og býr þar ásamt eiginmanni, Ólafi Jónssyni (f. 1771) og sex börnum þeirra. Árið 1835 býr hún enn á Uppsölum en nú hjá syni sínum, Ólafi Ólafssyni stúdent og fjölskyldu hans. Guðbjörg er þarna titluð sem "ljósmóðir". Í manntalinu 1840 býr hún enn á Uppsölum en ekki er hægt að sjá að hún búi hjá syni sínum lengur. Nú er hún titluð sem ekkja og "yfirheyrð yfirsetukona". Í manntalinu 1845 er hún skráð til heimilis á Bjarnastöðum í Hólasókn í Skagafirði og nú titluð sem ekkja og „eiðsvarin yfirsetukona á eigin kosti“.

Guðrún Jóelsdóttir (1866-1949)

  • S01144
  • Person
  • 20. júní 1866 - 4. ágúst 1949

Fædd í Svarfaðardal. Fluttist að Kálfsstöðum í Hjaltadal 1888. Starfaði sem ljósmóðir. Kvæntist 1889 Tómasi Ísleikssyni frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Þau bjuggu að Miklabæ í Óslandshlíð og að Kolkuósi en fluttu til Vesturheims árið 1903 ásamt fimm af börnum sínum, þrjú yngstu af börnum þeirra sem þá voru fædd, voru skilin eftir á Íslandi. Eftir að þau komu til Winnipeg tóku þau upp eftirnafnið Thorsteinson. Alls eignuðust Guðrún og Tómas 12 börn.

Guðrún Þóra Þorkelsdóttir (1859-1935)

  • S02724
  • Person
  • 6. mars 1859 - 5. nóv. 1935

Foreldrar: Þorkell Þorsteinsson á Ytri-Másstöðum í Svarfaðardal og fyrri kona hans Guðrún Jónsdóttir. Guðrún Þóra var um langt skeið ljósmóður í Akrahreppi. Maki: Jón Jónasson, f. 1857, bóndi á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð. Þau eignuðust átta börn.

Helga Indriðadóttir (1857-1905)

  • S01190
  • Person
  • 27. júlí 1857 - 20. maí 1905

Foreldrar: Indriði Árnason og k.h. Sigurlaug Ísleifsdóttir á Írafelli. Helga var lærð ljósmóðir og starfaði sem slík í 25 ár við miklar vinsældir. Hún kvæntist Magnúsi Jónssyni, þau bjuggu í Gilhaga, þau eignuðust tíu börn saman, Magnús átti auk þess tvo syni utan hjónabands. Helga drukknaði í Svartá þegar hún var á leiðinni heim frá ljósmóðurstörfum.

Hildur Jóhannesdóttir (1894-1941)

  • S03218
  • Person
  • 10.09.1894-05.07.1941

Hildur Jóhannesdóttir, f. á Illugastöðum í Fnjóskadal 10.09.1894, d. 05.07.1941 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhannes Randversson bóndi á Jökli og Syðri-Villingadal í Eyjafirði, síðar verkamaður á Sauðárkróki og Jónína Jónasdóttir, þá vinnukona á Illugastöðum. Jónína varð síðar húsmóðir á Steinkirkju í Fnjóskadal, gift Kjartani Sigtryggsdóttir bónda þar. Hildur ólst að nokkru upp á Illugastöðum en frá 1901 hjá móður sinni og stjúpföður að Steinkirkju. Hún tók ljósmóðurpróf frá Ljósmæðraskóla Íslands 1919. Áður hafði hún stundað nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Hún vann að hjúkrun í Reykjavík 1918 er spænska veikin geisaði þar. Ljósmóðir í Seylu- og Staðarhreppsumdæmi 1919-1923 og Sauðárhreppsumdæmi 1935-1936. Stofnfélagi í Ljósmæðrafélagi Íslands árið 1919.
Maki: Gunnar Einarsson bóndi og kennari á Bergskála á Skaga (1900-1959). Þau eignuðust sjö börn. Ein dóttir fæddist andvana og þrjú barnanna létust á fyrsta ári. Fyrir átti Hildur dóttur með Guðmundi Árnasyni póstmanni í Reykjavík. Hún lést um tvítugt.
Hildur og Gunnar skildu árið 1931.

Ingibjörg Sigríður Frímannsdóttir (1871-1953)

  • S01001
  • Person
  • 13.04.1871-22.05.1953

Foreldrar: Frímann Björnsson og f.k.h. Solveig Jónsdóttir. Ingibjörg ólst upp í Hamrakoti m. foreldrum sínum og fluttist svo með þeim að Hvammi í Langadal árið 1877. Hún fór til náms í Kvennaskólann á Ytri-Ey og var skráð þar veturna 1895, 1897 og 1898. Eftir það hélt hún til Reykjavíkur, fyrst naut hún tilsagnar í saumaskap en fór síðan til náms í ljósmóðurfræðum hjá Jónasen landlækni þaðan sem hún lauk prófi árið 1900. Strax að loknu námi réðst hún til starfa sem ljósmóðir í Bólstaðarhlíðarumdæmi, A-Hún., og starfaði þar fram á mitt ár 1904, er hún var skipuð ljósmóðir á Sauðárkróki, þar sem hún starfaði óslitið í 32 ár eða til ársins 1936. Ekki einskorðaðist starfsumdæmi hennar þó við Sauðárkrók; Hún var sett ljósmóðir í Seylu- og Staðarhreppi 1930-1931, auk þess fylgdi Skarðshreppur starfsskyldu hennar. Á Sauðárkróki starfaði Ingibjörg einnig mjög að bindindismálum og var kjörin heiðursfélagi góðtemplarastúkunnar á Sauðárkróki. ,,Ingibjörg gat sér frábært orð sem ljósmóðir, elskuð og dáð af öllum sem henni kynntust. Hjálpsemi hennar og umhyggja náði langt útfyrir starfsskylduna og sköpuðu henni þær vinsældir, að einstakt var."
Ingibjörg var ókvænt og barnlaus.

Jóna Kristinsdóttir (1895-1975)

  • S03219
  • Person
  • 21.12.1895-27.10.1975

Jóna Kristinsdóttir, f. í Steinkoti á Árskógsströnd 21.12.1895, d. 27.10.1975 í Reykjavík. Foreldrar: Kristinn Anton Ásgrímsson (1866-1942) og Helga Baldvinsdóttir. Jóna ólst upp með foreldrum sínum, fyrstu árin við vestanverðan Eyjafjörð en árið 1918 flutti fjölskyldan að Hamri í Fljótum. Hún var ljósmóðir í Vestmannaeyjum. Jóna lauk ljósmæðraprófi í Ljósmæðraskóla Íslands 1919. Hún var ljósmóðir í Haganeshreppsumdæmi 1919-1921, í Vestmannaeyjum 1921-1949 og tók síðast óa móti barni í Reykjavík árið 1953. Sinnti hjúkrun í heimahúsum samhliða ljósmóðurstörfum.
Maki: Hjálmar Eiríksson (1900-1940) verslunarstjóri í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust sex börn.

Jóninna Margrét Sveinsdóttir (1900-1976)

  • S03374
  • Person
  • 05.01.1900-04.10.1976

Jóninna Margrét Sveinsdóttir, f. á Lóni í Viðvíkursveit 05.01.1900, d. 04.10.1976. Foreldar: sveinn Sveinsson verkamaður á Sauðárkróki og Jóninna Margrét Sigfúsdóttir. Jóninna ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Sigfúsi Dagssýni og Aðalbjörgu Eiríksdóttur. Jóninna lærði ljósmóðurfræði á fullorðinsárum og gegndi því starfi í Rípurhreppsumdæmi t1936-1944 og síðan á Siglufirði 1944-1970.
Maki: Þorkell Jónsson (1893-1980). Þai eignuðust ekki börn samanen fyrir átti Þorkell fjögur börn með fyrri konu sinni, Unu Gunnlaugsdóttur.

María Magnúsdóttir (1909-2005)

  • S00502
  • Person
  • 22. nóv. 1909 - 10. feb. 2005

María Karólína Magnúsdóttir fæddist á Njálsstöðum í Vindhælishreppi 22. nóvember 1909. Foreldrar hennar voru Magnús Steingrímsson, frá Njálsstöðum í Vindhælishreppi og Guðrún Einarsdóttir, frá Hafurstaðakoti í Vindhælishreppi. María ólst upp hjá foreldrum sínum sem lengst af bjuggu á Bergstöðum, Þverá og Sæunnarstöðum í Hallárdal á Skagaströnd. ,,María stundaði nám í unglingaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1930 og Kvennaskólanum Blönduósi 1933-1934. Hún lauk ljósmæðranámi frá Ljósmæðraskóla Íslands 1931. Hún var ljósmóðir í Engihlíðarumdæmi 1931-1936, í Bólstaðarhlíðarumdæmi 1933-1935, í Sauðárkróks- og Skarðshreppsumdæmi og á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 1936-1979. Þá vann María við mæðra- og ungbarnaeftirlit á Sauðárkróki. En 1939 fór hún í sex mánaða náms- og starfsdvöl til Danmerkur til að kynna sér meðferð ungbarna. María var stofnfélagi Rauðakrossdeildar Sauðárkróks og var í fyrstu stjórn hennar. Hún sat í barnaverndarnefnd um árabil og var virk í Kvenfélagi Sauðárkróks og var þar heiðursfélagi. Árið 1979 flutti María til Hafnarfjarðar og starfaði við heimilishjálp þar yfir veturinn til 1989. En á sumrin á sama tíma starfaði hún á Löngumýri í Skagafirði sem þá var rekið sem sumarorlofsstaður aldraðra á vegum þjóðkirkjunnar." María giftist 10.5. 1942 Pétri Jónassyni frá Syðri-Brekkum, síðar hreppstjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust eina dóttur.

Pálína Björnsdóttir (1866-1949)

  • S03361
  • Person
  • 09.08.1866-23.12.1949

Pálína Björnsdóttir, f. 09.08.1866, d. 23.12.1949 á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. Foreldrar: Björn Pétursson bóndi á Hofstöðum og fyrri kona hans, Margrét Pálsdóttir. Pálína dvaldi í föðurhúsum fram undir tvítugt. Þá fór hún í ljósmæðraskóla á Akureyri. Alla tíð síðan stundaði hún ljóðsmóðurstarf, eða 52 ár. Hún þótti einstaklega dugleg til vinnu og farsæl í ljósmóðurstörfum sínum. Hún og eiginmaður hennar stunduðu búskap í Syðri-Brekkum í Blönduhlíð.
Maki: Jónas Jónsson (1856-1941). Þau eignuðust sex börn.

Sigrún Þórey Hjálmarsdóttir (1915-2019)

  • S00124
  • Person
  • 28. sept. 1915 - 4. júlí 2019

Sigrún Þórey Hjálmarsdóttir var fædd í Eyjafjarðarsýslu 28. september 1915. ,,Sigrún var fjóra vet­ur í far­skóla, nokkr­ar vik­ur á hverj­um vetri. Einn vet­ur var hún í Hús­mæðraskól­an­um á Laugalandi í Eyjaf­irði og lauk ljós­mæðraprófi frá Ljós­mæðraskóla Íslands 1944. Hún starfaði sem ljós­móðir í Hrafnagils­hreppi og Saur­bæj­ar­hreppi 1944-1958 og í Öng­ulsstaðahreppi 1947-1958. Hafði aðset­ur á Espi­hóli í Hrafnagils­hreppi þann tíma. Árið 1960 gift­ist hún Ólafi Ru­ne­bergs­syni, bónda og hand­verks­manni í Kár­dalstungu í Vatns­dal og bjuggu þau þar síðan. Sigrún og Ólaf­ur eignuðust einn son.
Sigrún var á 104. aldursári þegar hún lést.

Sólborg Hjálmarsdóttir (1905-1984)

  • S01684
  • Person
  • 9. júní 1905 - 28. mars 1984

Foreldrar: Rósa Björnsdóttir og Hjálmar S. Pétursson á Breið í Tungusveit. Kvæntist Guðmundi Sveinbjörnssyni árið 1937 og það sama ár fluttu þau að Sölvanesi í Neðribyggð þar sem þau bjuggu til ársins 1963. Sólborg stundaði ljósmóðurstörf í Lýtingsstaða- og Akrahreppi samhliða bústörfum. Eftir að Guðmundur og Sólborg brugðu búi fluttu þau að Laugabóli í Lýtingsstaðahreppi og þaðan fluttu þau til Sauðárskróks, þau eignuðust sjö börn.

Sölvína Baldvina Konráðsdóttir (1898-1974)

  • S03150
  • Person
  • 18.04.1898-07.08.1974

Sölvína Baldvina Konráðsdottir, f. á Ystahóli í Sléttuhlíð 18.04.1898, d. 07.08.1974 á Borgarspítalanum í Reykjavík. Sölvína ólst upp hjá foreldrum sínum á Ystahóli og síðr á Mýrum. Þau bjuggu við góðan efnahag en misstu tvö barna sinna, soninn á barnsaldri og yngstu dótturina af fjórum 13 ára gamla, er hún varð úti í hríðarbyl á leið úr skóla. Sölvína var yngst systranna sem eftir lifðu og þegar eldri systurnar fóru að heima varð hún stoð foreldra sinna. Hún var talin fyrir jörð og búi síðustu árin áður en hún giftist eiginmanni sínum, Pétri. Eftir fimm ára búskap fór Sölvína til ljósmóðurnáms í Reykjavík og útskrifaðist sem ljósmóðir haustið 1933. Starfaði hún síðan sem ljósmóðir í Fellshreppi fram um 1950, en árið 1951 fluttist fjölskyldan alfarin til Reykjavíkur. Einnig þjónaði Sölvína sem ljósmóðir í Haganes- og Holtshreppum 1946-1947. Fyrstu árin eftir komuna til Reykjavíkur hafði hún kostgangara en gerðist síðan vökukona á elliheimilinu Grund meðan hún hafði heilsu til. Einnig starfaði hún mikið fyrir Mæðrastyrksnefnd.
Maki: Pétur Björgvin Björnsson (21.03.1904-16.03.1975). Pétur hóf búskap á Mýrum, föðurleifð konu sinnar, árið 1928. Þar byggðu þau hjónin timburhús á steyptum kjallara. Eftir 15 ára búskap á Mýrum keyptu þau hjón Keldur, næstu jörð við Mýrar og bjuggu þar til ársins 1951. Þar byggði pétur einnig íbúðarhús úr steinsteypu, einnig byggði hann upp hluta útihúsanna og sléttaði og stækkaði túnin. Eftir að sauðfél var allt skorið niður árið 1949 komst los á þau og veturinn sem fjárlaust var unnu þau við húsvörslu og rekstur Breiðfirðingabúðar í Eeykjavík en ráku hótel í Haganesvík á sumrin. Vorið 1951 fluttust þau svo alfarin til Reykjavíkur með fjölskyldu sína. Pétur og Sölvína eignuðust tvo syni og ólu einnig upp fjögur fósturbörn.