Showing 4 results

Authority record
Læknir

Björn Jónsson (1920-1995)

 • S00223
 • Person
 • 21. maí 1920-1995

Björn Jónsson, læknir, (Bjössi Bomm), var fæddur á Sauðárkróki 21. maí 1920, einn af 10 börnum Jóns Þ. Björnssonar, skólastjóra og Geirlaugar Jóhannesdóttur, fyrri konu hans.
,,Vegna veikinda móður sinnar var honum komið í fóstur hjá Álfheiði og Kristjáni Blöndal á Sauðárkróki og ólst hann upp hjá þeim. Björn lauk stúdentsprófi frá MA og læknisprófi frá Háskóla Íslands. 1948 hélt Björn til framhaldsnáms í Kanada og bjó þar síðan. Lengst af starfaði hann sem yfirlæknir við sjúkrahúsið í Swan River, Manitoba. Hann kvæntist Iris Muriel Reid og eignuðust þau 4 börn. Hin síðari ár sinnti Björn að mestu stjarnfræði- og goðfræðirannsóknum og gaf m.a. út bók um þau efni "Star Myths of the Vikings". Einnig ritaði hann æviminningar sínar: Glampar á götu og Þurrt og blautt að vestan."

Friðrik Jens Friðriksson (1923-2011)

 • S00600
 • Person
 • 17.02.1923-11.06.2011

Friðrik Jens Friðriksson fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1923. Foreldrar hans voru Friðrik Ásgrímur Klemenzson, kennari og póstafgreiðslumaður í Reykjavík og María Jónsdóttir, kennari. ,,Friðrik ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá MR 1942. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1950. Á námstíma, kandídatsári og fyrstu árum þar á eftir starfaði hann á Landspítalanum, Reykhólum, Blönduósi og við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Árið 1954-1955 var hann héraðslæknir á Patreksfirði, en frá janúar 1956 til ársins 1974 gegndi hann héraðslæknisembætti á Sauðárkróki og starfaði sem yfirlæknir á gamla sjúkrahúsinu á Sauðárkróki til 1961. Var umdæmislæknir frá 1974-1978 og héraðslæknir í Norðurlandshéraði vestra frá 1978-1993. Samhliða starfaði hann sem læknir við Sjúkrahús Skagfirðinga, nú Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, frá 1962-1993. Friðrik gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Sat í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga og í stjórn Læknafélags Norðurlands vestra. Var í stjórn Rauða kross deildar Skagafjarðar, í stjórn Krabbameinsfélags Skagafjarðar og formaður utanfararsjóðs sjúkra í Skagafirði. Sat í byggingarnefnd Sauðárkróks um árabil og var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Var formaður heilbrigðismálaráðs Norðurlands vestra og félagsmálaráðs Sauðárkróks. Sat í svæðisstjórn um málefni fatlaðra, í svæðisstjórn um málefni þroskaheftra og í öldrunarnefnd Skagafjarðar. Hann var félagi í Rótarýklúbbi Sauðárkróks um áratugaskeið og hlaut æðstu viðurkenningu samtakanna, Paul Harris-orðuna. Var heiðursfélagi í Golfklúbbi Sauðárkróks, auk þess sem hann var félagi í Frímúrarahreyfingunni og var í Félagi eldri borgara í Skagafirði. Síðasta áratuginn áttu þau Friðrik Jens og Alda Ellertsdóttir náið vináttusamband sem var þeim innihaldsríkt og færði þeim gleði." Friðrik kvæntist 1. júní 1950 Sigríði Guðvarðsdóttur hjúkrunarfræðingi, þau áttu eina fósturdóttur.

Torfi Bjarnason (1899-1991)

 • S00383
 • Person
 • 26. des. 1899 - 17. ágúst 1991

,,Torfi var fæddur að Ásgarði í Hvammssveit í Dölum 26. desember 1899. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Jensson, bóndi þar og hreppstjóri, og Salbjörg Ásgeirsdóttir ljósmóðir. Torfi lauk stúdenstprófi 1921. Hann varð cand. med. frá Háskóla Íslands 1927 og var síðan við framhaldsnám í Danmörku í tvö ár. Torfi var starfandi læknir á Ísafirði 1929-1932, héraðslæknir á Hvammstanga 1932-1938, á Sauðárkróki 1938-1955 og síðan á Akranesi til 1969."
Torfi var giftur Sigríði Auðuns.

Ólafur Sveinsson (1927-)

 • S00129
 • Person
 • 03.09.1927

Ólafur Sveinsson fæddist þann 3. september 1927. Hann var læknir á Sauðárkróki.