Showing 1 results

Authority record
Tónskáld Sauðárkrókur

Pétur Sigurðsson (1899-1931)

  • S00396
  • Person
  • 14.04.1899-25.08.1931

Fæddur og uppalinn á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson og Ingibjörg Halldórsdóttir. Pétur sótti kennslu í orgelleik 11-12 ára gamall hjá Benedikt Sigurðssyni á Fjalli. Árið 1915 hóf hann nám í tónmenntafræðum hjá Sigurgeir Jónssyni organista á Akureyri. Innan við tvítugt var Pétur orðin kraftmesta driffjöðrin í tónlistarlífi Skagfirðinga. Um fermingaraldur hafði hann tekið við hlutverki organista við Víðimýrarkirkju. Jafnframt var hann einn af stofnendum Bændakórsins. Árið 1919 kvæntist hann Kristjönu Sigfúsdóttur ættaðri úr Svarfaðardal. Þau bjuggu fyrst að Mel en flutti síðan á Sauðárkrók. Á Sauðárkróki tók Pétur við starfi kirkjuorganista, vann við söngkennslu í skólanum og sinnti smíðavinnu. Pétur tók einnig virkan þátt í starfi verkalýðsfélagsins Fram, var kosinn í hreppsnefnd Sauðárkróks 1928 ásamt því að taka þátt í ýmsum fleiri félagsmálum. Pétur samdi töluvert af sönglögum, d. um lögu eftir Pétur eru: Vor, Ætti ég hörpu og Erla.
Pétur og Kristjana eignuðust fjögur börn.