Showing 7 results

Authority record
Hreppstjóri

Árni Jónsson (1848-1932)

  • S03619
  • Person
  • 07.09.1848-13.05.1932

Árni Jónsson, f. á Sauðá 07.09.1848, d. 13.05.1932. Foreldrar: Jón Árnason (1817-1902) síðast bóndi í Dæli í Sæmundarhlíð og kona hans Ingibjörg Símonardóttir (1815-1885) húsmóðir.
Árni ólst upp með foreldrum sínum og vann að búi þeirra fram yfir þrítugsaldur, eða þar til hann flutti á heimili unnustu sinnar voriuð 1881. Hann var bóndi á Marbæli á Langholti 1881-1882 og 1884-1932. Fyrstu árin bjó hann á móti Magnúsi tengdaföður sínum og taldist húsmaður 1882-1884. Árni sat lengi í hreppsnefnd Seyluhrepps, var oddviti hennar 1888-1892. Hann var hreppsstjóri Seyluhrepps frá 1892-1917.
Maki: Sigurlína Magnúsdóttir (1860-1940). Þau eignuðust ekki börn.

Hermann Jónsson (1938-2019)

  • S03526
  • Person
  • 13.11.1938-01.01.2019

Hermann Jónsson, f. í Móskógum í Fljótum 13.11.1938, d. 01.01.2019 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Guðmundsson (1900-1988) og Helga Guðrún Jósefsdóttir (1901-1971). Hermann ólst upp í foreldrahúsum í Fljótum, fyrstu árin í Móskógum en fluttist vorið 1940 að Molastöðum með fjölskyldu sinni. Hann vann ýmis störf til sjós og lands, var bóndi á Merkigili í Eyjafirði 1960-1965 og bóndi í Lambanesi í Fljótum 1965-2001. Hann var hreppsstjóri í Holtshreppi frá 1982 og síðan í Fljótahreppi til ársins 1998. Þau hjónin fluttu til Sauðárkróks haustið 2003 þar sem Hermann tók virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara.
Maki: Auður Ketilsdóttir frá Finnastöðum (f. 1937). Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Hermann einn son, Hólmkel Hreinsson.

Jón Jónsson (1820-1904)

  • S03278
  • Person
  • 09.03.1820-24.11.1904

Jón Jónsson var fæddur á Bessastöðum í Sæmundarhlíð í Skagafirði 9. mars 1820. Faðir: Jón Jónsson húsmaður á Bessastöðum ( ) en hann drukknaði við selaveiðar. Móðir: Guðbjörg Þorbergsdóttir (1796-1883).
Guðbjörg giftist aftur. Eiginmaður hennar var Þorleifur Bjarnason frá Hraunum í Fljótum en þau bjuggu á Bessastöðum og Vík. Jón og Guðrún systir hans ólust upp hjá móður sinni og stjúpa. Jón erfði talsvert fé eftir Jón Oddsson afa sinn sem hann nýtti til að kaupa Hól í Sæmundarhlíð. Þar var hann bóndi 1849 til 1886. Bjó svo á Bessastöðum 1886 til 1894 og frá 1896 til æviloka. Jón var talinn var einn af bestum bændum í Staðarhrepp. Hann var hreppstjóri Staðarhrepps 1859 til 1863 og hreppsnefndaroddviti sama hrepps 1874 til 1880. Jón keypti Bessastaði 1880 og flutti þangað 1886 þegar sonur hans, Sveinn, tók við búi á Hóli. Jón dó 24. nóvember 1904 á Bessastöðum.
Jón kvæntist Sigríði Magnúsdóttur árið 1849. Sigríður (1828-1912) var frá Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Faðir: Magnús Ásmundsson, hreppstjóri og bóndi á Halldórsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir.
Sigríður og Jón eignuðust átta börn saman en fyrir átti Sigríður eina dóttur.

Jón Rögnvaldsson (1807-1886)

  • S03463
  • Person
  • 1807-1886

Jón Rögnvaldsson, f. á Kleif á Skaga1807, d. 1886 í Vesturheimi. Foreldrar: Rögnvaldur Jónsson bóndi á Kleif og kona hans Margrét Pétursdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum og varð snemma hinn gjörvilegasti maður. Hamm hóf búskap á hluta Hvamms í Laxárdal og bjó þar 1837-1838. Á Gauksstöðum 1838-1843 og Hóli 1843-1874. Þá brá hann búi og flutti til Vesturheims. Jón var hreppstjóri Skefilsstaðahrepps 1862-1865 en sagði þá starfinu af sér. Hann smíðaði fjölda skipa. Vestra fékkst hann við skriftir um landsnám Íslendinga í Kanada og fleira. Synir Jóns í Vesturheimi tóku upp nafnið Hillmann.
Maki 1. Guðrún Jónsdóttir (1809-1846). Þau eignðust þrjú börn sem upp komust.
Maki 2: Una Guðbrandsdóttir (1814-1872). Þau eignuðust fjögur börn sem upp komust.

Metúsalem Magnússon (1832-1905)

  • S03279
  • Person
  • 05.12.1832-06.03.1905

Metúsalem Magnússon var fæddur á Halldórsstöðum í Laxárdal 5. mars 1832. Faðir: Magnús Ásmundsson, hreppstjóri og bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir, húsfreyja á Halldórsstöðum. Þegar Metúsalem var níu ára missti hann föður sinn. Ólst hann upp hjá móður sinni sem þá tók við búrekstrinum. Um tvítugt nemur hann jarðyrkjustörf, af manni sem hafði numið slíkt í Danmörku. Fékkst Metúsalem við þau störf vor og haust en átti heimili hjá móður sinni. Á veturnar kenndi hann unglingum skrift og reikning.
Þegar Metúsalem er 25 ára flytur hann norður á Langanesstrandir. Hann kvæntist Þorbjörgu Þórsteinsdóttur á Bakka í Skeggjastaðasókn í Norður-Múlasýslu og bjuggu þau þar. Fimm árum eftir að þau giftust deyr Þorbjörg. Þau eignuðust tvö börn; Magnús sem dó í bernsku og Sigríði Björg Metúsalemsdóttur (09.04.1863-15.08.1939).
Árið 1869 kvæntist Metúsalem Karólínu Soffíu Helgadóttur (10.07.1848-19.03.1920) frá Helluvaði við Mývatn. Fyrst um sinn bjuggu þau á Bakka en árið 1870 fluttu þau frá Bakka og að Helluvaði þar sem þau tóku við búi. 1879 fluttu þau að Einarsstöðum í Reykjadal. Síðustu æviárin bjó Metúsalem á Arnarvatni við Mývatn.
Metúsalem og Karólínu eignuðust tvö börn; Benedikt og Halldóru.
Metúsalem dó 6. mars 1905.

Pétur Jónasson (1887-1977)

  • S00599
  • Person
  • 19. okt. 1887 - 29. nóv. 1977

Sonur Jónasar Jónssonar b. og smiðs og Pálínu Guðnýjar Björnsdóttur ljósmóður að Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. Pétur vann á búi foreldra sinna til tvítugsaldurs en fór þá að heiman og réðst í vistir og var í vinnumennsku í um 20 ár. Síðar varð hann ráðsmaður hjá Ásgrími Einarssyni skipstjóra á ábýlisjörðum hans að Ási í Hegranesi og Reykjum á Reykjaströnd. Pétur fluttist til Sauðárkróks árið 1930 og byggði sér þar íbúðarhús með föður sínum að Suðurgötu 9. Fyrstu árin á Sauðárkróki stundaði hann mest smíðavinnu en var einnig trúnaðarmaður Guðmundar Gíslasonar á Keldum um eftirlit með sýkingum af völdum mæði- og garnaveiki. Einnig leysti hann tvívegis af sem dýralæknir í nokkra mánuði í senn. Pétur sat um árabil í stjórn Vmf. Fram, átti sæti í skattanefnd í 20 ár, niðurjöfnunarnefnd í 20-30 ár, í fasteignamatsnefnd og kjörstjórn, lengi fulltrúi á aðalfundum K.S. og síðasti hreppstjóri Sauðárkróks 1943-1947 þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Árið 1942 kvæntist hann Maríu Karólínu Magnúsdóttur ljósmóður, þau eignuðust eina dóttur.

Sigurður Þorvaldsson (1884-1989)

  • S00656
  • Person
  • 23. jan. 1884 - 21. des. 1989

Sigurður var fæddur í Álftaneshreppi á Mýrum 23. janúar 1884. ,,Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum við nokkra fátækt og hrakhólabúskap en komst snemma á unglingsárum í sumarvinnu við vegagerð og gat þannig safnað saman fé fyrir námsdvöl í Flensborgarskóla. Þaðan tók hann gagnfræðapróf 1904 og kennarapróf 1905. Haustið 1905 réðst hann kennari að Hvítárbakkaskóla í Borgarfirði þar sem hann kenndi í tvo vetur en sigldi svo til Danmerkur vorið 1907 til frekara náms, fyrst við Lýðháskólann í Askov og síðan við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Sneri aftur til Íslands vorið 1910 og kvæntist Guðrúnu Sigurðardóttur frá Víðivöllum í Blönduhlíð. Það sama ár fluttu þau til Ísafjarðar þar sem Sigurður starfaði sem kennari. Vorið 1914 keyptu þau Sleitustaði þar sem þau áttu eftir að búa í rúm 40 ár. Samhliða myndarlegum búskap starfaði Sigurður sem kennari í Óslandshlíð og Hólahreppi, einnig tók hann að sér kennslu í Ísafjarðardjúpi, í Strandasýslu og á Skagaströnd. Sigurður gegndi trúnaðarstörfum fyrir sveit sína um áratugaskeið, var hreppstjóri í rúma fjóra áratugi (1930-1971) og sat í hreppsnefnd um tíma. Var formaður Búnaðarfélags Óslandshlíðar og endurskoðandi Kaupfélags A-Skagfirðinga um langt skeið, umboðsmaður Esso og rak verslun með olíuvörur á Sleitustöðum um langt árabil." Sigurður og Guðrún eignuðust 12 börn, átta þeirra komust á legg.
Sigurður náði 105 ára aldri.