Sýnir 1 niðurstöður

Nafnspjöld
Bókbindari Neðra-Nes á Skaga

Jón Guðmundur Jónsson (1879-1957)

  • S03163
  • Person
  • 26.05.1879-12.08.1957

Jón Guðmundur Jónsson, f. í Neðra-Nesi á Skaga 26.05.1879, d. 12.08.1957 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Lítið er vitað um uppvaxtarár Jóns, Þó mun hann hafa sótt sjó úr Selvík og jafnframt vera síðastur þeirra Skagamanna sem vitað er að stunduðu fuglaveiðar við Drangey. Jón lærði bókband á yngri árum og stundaði þá iðn alltaf nokkuð meðan sjón leyfði. Hann batt m.a. allt sem þurfti fyrir Lestrarfélag Skefilstaðahrepps. Um allnokkur ár var hann í húsmennsku í Selnesi og stundaði þá sjó, ásamt því að eiga nokkrar kindur sem hann fékk að heyja fyrir á bæjum í sveitinni. Eftir að útræði lauk í Selvík tók hann að stunda kaupavinnu hjá bændum um sláttinn. Meðan hann dvaldist á Selnesi bjó hann í litlum kofa sem hann kom sér upp á sjávarbakkanum. Síðustu árin hans þar bjó þar einnig Anna Jónasdóttir, ekkja Jakobs Björnssonar bónda í Kleifargerði. Árið 1933 tók Jón jörðina Lágmúla til ábúðar og fluttist Anna með honum þangað og gerðist bústýra hans. Eftir að hún lést haustið 1951 brá Jón búi og dvaldist einn vetur á Akureyri hjá Elísubetu, dóttur Önnu, og manni hennar. Vorið 1952 fluttist hann að Syðra-Mallandi til Lárusar Björnssonar og Svövu Steinsdóttur. Hjá þeim átti hann heimii þar til hann veiktist og vistaðist á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Seinni hluta ævinnar var hann mjög sjóndapur og nær alblindur er hann lést.
Jón var barnlaus.