Showing 7 results

Authority record
Kaupmaður

Sigurjón Ósland Jónsson (1869-1937)

  • S03210
  • Person
  • 17.09.1869-05.01.1937

Sigurjón Jónsson, f. á Syðstu-Grund í Blönduhlíð 17.09.1869, d. 05.01.1937 á Akureyri. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Syðstu-Grund og kona hans Björg Jónsdóttir. Þau fóru til Vesturheims og létust bæði þar. Sigurjón ólst upp með foreldrum sínum á Syðstu-Grund. Fór að vinna fyrir sér, er hann hafði aldur til og reri meðal annars á Suðurnesjum. Bóndi á Þorleifsstöðum 1893-1894, Keldum í Sléttuhlíð 1894-1899, Skálá í Sléttuhlíð 1899-1901. Keypti Ósland og bjó þar 1901-1918. Seldi þá jörðina og brá búi að mestu. Var í Torfhól 1918-1920. Fór til Vesturheims og dvaldi þar 1920-1922. Setti á stofn og rak kjötbúð á Siglufirði 1922-1923. Bóndi á Hvalnesi í Skaga 1923-1931 og 1933-1934. Bjó á Borgarlæk 1928-1930 og 1932-1934. Brá þá búi og flutti fyrst til Skagastrandar til barna sinna. Sigurjón var einn af stofnendum Búnaðarfélags Óslandshlíðar og formaður þess um skeið.
Maki (gift 1892): Sigurjóna Magnúsdóttir, f. 16.03.1861, d. 23.06. 1929. Þau eignuðust sjö börn. Áður átti Sigurjóna eitt barn með heitmanni sínum, Jóni Jónssyni, bróður Sigurjóns.

Sigurgeir Einarsson heildsali í Reykjavík

  • S03211
  • Person
  • 29.04.1871-11.04.1953

Sigurgeir Einarsson, f. að Miðkrika í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 29.04.1871, d. 11.04.1953. Foreldrar: Sigríður Sigurðardóttir og Einars Einarsson. Sigurgeir ólst upp í foreldrahúsum við almenn sveitastörf. Hann stundaði síðan sjóðróðra um nokkurt skeið. Hann sigldi til Danmerkur og stundaði þar nám og verslunarstörf um skeið. Eftir heimkomuna vann hann við Lefolis verslun á Eyrarbakka, en 1898 fluttist hann til Reykjavíkur og vann við verslun Gunnars Þorbjarnarsonar í Hafnarstræti. Þegar sú verslun hætti störfum stofnaði Sigurgeir umboðsverslun sem hann starfrækti meðan heilsa leyfði. Einnig fékkst hann við útgerð um tíma. Hann var mikill bókamaður og lagði stund á ritstörf. Gaf út þrjár bækur, auk blaða- og tímaritsgreina. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Sigurður Jóhann Sveinsson Fanndal

  • S02587
  • Person
  • 06.04.1876-14.10.1939

Sigurður Jóhann Sveinsson Fanndal, f. 06.04.1876, d. 14.10.1939. Foreldrar: Sigríður Jónsdóttir og Sveinn Jóhannsson, bændur á Gunnfríðarstöðum í Húnavatnssýlu. Sigurður ólst þar upp til tvítugsaldurs en fór um það leyti í Möðruvallaskóla. Að námi loknu fluttist hann til Akureyrar, lærði bakaraiðrn og stofnaði verslun skömmu síðar. Árið 1909 varð hann verslunarstjóri Gránufélagsverslunarinnar í Haganesvík. Þaðan fluttist hann aftur til Akureyrar og stofnaði ráðningarskrifstofu. Árið 1921 fluttist hann til siglufjarðar og setti á stofn verslun sem hann starfrækti til dánardags.
Sigurður átti þát í bæjarstjórn og tók virkan þátt í verkalýðshreyfingunni á Siglufirði.
Maki: Soffía Bjarnadóttir. Þau eignuðust fjögur börn.

Jón Heiðberg Jónsson (1889-1973)

  • S01064
  • Person
  • 25. okt. 1889 - 12. júlí 1973

Foreldrar: Jón Jónsson smáskammtalæknir og Jósefína Heiðberg Ólafsdóttir lengst af búandi á Heiði í Gönguskörðum. Kaupmaður og heildsali í Reykjavík. Um tíma bóndi í Kaldárhöfða í Grímsnesi. Síðast búsettur í Reykjavík. Kvæntist Þóreyju Eyþórsdóttur.

Jean Valgard Claessen (1850-1918)

  • S00808
  • Person
  • 09.10.1850-27.12.1918

Ólst upp með foreldrum sínum í Khöfn. Rak verslun í Hofsósi, kom þangað á vegum Chr. Thaae stórkaupmanns. Hann tók við stjórn Hofsósverslunar 1871, 21 árs gamall. Nokkrum árum síðar tók hann svo við stjórn verslunar í Grafarósi. En 1879 fluttist hann til Sauðárkróks og tók við stjórn verzlunar Lud. Popps. Gegndi hann því starfi uns Popp flutti sjálfur til Sauðárkróks árið 1885. Árið eftir stofnaði Claessen sjálfstæða verslun sem hann rak til haustsins 1904, er hann flutti til Reykjavíkur, nýskipaður landsféhirðir. Gegndi því starfi til vorsins 1918 þá veiktist hann og lést í árslok. Starf hans að félagsmálum á Sauðárkróki var bæði mikið og farsælt. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Sauðárkróks og formaður hans um skeið. Fyrsti formaður og leiðbeinandi leikfélags Sauðárkróks. Einn af aðal hvatamönnum að byggingu Sauðárkrókskirkju og fyrsti formaður sóknarnefndar þar.
Kvæntist Kristínu Eggertsdóttur Briem 1876 og eignuðust þau saman fjögur börn, Kristín lést aðeins viku eftir að yngsta barnið fæddist. Seinni kona Jean Valgard var Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller, þau kvæntust árið 1885 og eignuðust fjögur börn saman, tvö þeirra komust á legg, fyrir átti Anna tvo syni.

Björn Halldór Kristjánsson (1897-1980)

  • S00739
  • Person
  • 14. nóv. 1897 - 28. jan. 1980

Sonur Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og Bjargar Eiríksdóttur. Stórkaupmaður í Hamborg í Þýskalandi og síðar í Reykjavík.

Björn Gottskálksson Thorvaldsson (1878-1941)

  • S02197
  • Person
  • 1878-1941

Foreldrar: Gottskálk Þorvaldsson (um 1806-1881) áður b. á Hringey í Vallhólmi og seinni sambýliskona hans Helga Jóhannsdóttir (1841-1911) bóndi á Hrafnagili í Laxárdal ytri. Björn fór til Vesturheims með móður sinni árið 1887 frá Hrafnagili. Var í Provencher, Manitoba í Kanada 1906. Bóndi í Spraque, Provencher Manitoba, Kanada 1916. Bóndi og kaupmaður í Pine Valley í Manitoba. Kvæntist Kristrúnu Jónsdóttur. Björn gegndi sveitarfélagsstörfum um margra ára skeið þar vestra, var m.a. oddviti í tvö ár og meðráðandi í a.m.k. níu ár. Þau tóku sér ættarnafnið Thorvaldsson.