Showing 3 results

Authority record
Bóndi Sauðá

Christian Hansen (1856-1930)

  • S03201
  • Person
  • 09.03.1856-11.04.1930

Christian Hansen, f. á Amager við Kaupmannahöfn 09.03.1856, d. 11.04.1930. Foreldrar: Hans Christian Hansen (f. 1818) og kona hans Trine (f. um 1830).
Christian nam ungur að árum beykisiðn og fékk sveinbréf árið 1876. Fékk hann atvinnutilboð frá Noregi, Grænlandi og Íslandi í kjölfarið og valdi að koma til Íslands. Til Sauðárkróks kom hann í júní 1876. Réðst hann til Christan Popps kaupmanns. Fór svo til Danmerkur um haustið en kom vorið eftir, alkominn til Íslands. Var bóndi á Sauðá 1882 til dánardags og rak einnig Hótel Tindastól um tveggja ára skeið.
Maki (g. 13.10.1879): Björg hansen (29.11.1861-08.02.1940) frá Garði í Hegranesi. Þau eignuðust átta börn.

Árni Jónsson (1851-1897)

  • S03620
  • Person
  • 1851-1897

Árni Jónsson, f. í Vatnsdalshólum 1851, d. 1897 á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði. Forledrar: Jón Jónsson bóndi og trésmiður í Vatnsdalshólum og kona hans Björg Þórðardóttir.
Árni ólst upp hjá foreldrum sínum og var fermdur frá þeim. Sama ár fór hann til Magnúsar föðurbróður síns, sem kenndi honum undir skóla og var hjá honum á Hofi á Skagaströnd 1866-1868 og á Skorrastað í Norðfirði 1868-1869. Árni var við nám í Reykjavík næstu ár og lauk þar stúdentsprófi 1875. Hann varð cand. phil. í Reykjavík 1876 og cand. med. frá Læknaskólanum 1878. Hann starfaði á fæðingarstofnun í Kaupmannahöfn 18788-187 en var skipaður héraðslæknir 1879. Sat hann á Sauðárkróki 1879-1880, á Sauðá 1880-1881, í Glæsibæ 1881-1892 og hafði jafnframt búrekstur þar 1881-1883 og 1887-1892. Árið 1892 var hann skipaður héraðslæknir í Vopnafirði.
Maki: Sigríður Jóhannesdóttir (1851-1890) Þau eignuðust 4 börn. Tvö þeirra dóu á fyrsta ári.
Maki 2: Sigurveig Ósk Friðfinnsdóttir (1865-1946). Þau eignuðust fjögur börn. Seinni maður Sigurveigar var Jón Benediktsson (1873-1946). Þau eignuðust tvö börn.

Árni Jónsson (1848-1932)

  • S03619
  • Person
  • 07.09.1848-13.05.1932

Árni Jónsson, f. á Sauðá 07.09.1848, d. 13.05.1932. Foreldrar: Jón Árnason (1817-1902) síðast bóndi í Dæli í Sæmundarhlíð og kona hans Ingibjörg Símonardóttir (1815-1885) húsmóðir.
Árni ólst upp með foreldrum sínum og vann að búi þeirra fram yfir þrítugsaldur, eða þar til hann flutti á heimili unnustu sinnar voriuð 1881. Hann var bóndi á Marbæli á Langholti 1881-1882 og 1884-1932. Fyrstu árin bjó hann á móti Magnúsi tengdaföður sínum og taldist húsmaður 1882-1884. Árni sat lengi í hreppsnefnd Seyluhrepps, var oddviti hennar 1888-1892. Hann var hreppsstjóri Seyluhrepps frá 1892-1917.
Maki: Sigurlína Magnúsdóttir (1860-1940). Þau eignuðust ekki börn.