Sýnir 4 niðurstöður

Nafnspjöld
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Bóndi Hvammur í Hjaltadal

Ásgrímur Halldórsson (1886-1960)

  • S03240
  • 27.11.1886-21.12.1960

Ásgrímur Halldórsson, f. 27.11.1886 í Tungu í Stíflu í Fljótum, d. 21.12.1960 á Sauðárkróki. Foreldrar: Halldór Jónsson bóndi á Bjarnargili í Fljótum og kona hans Þóranna Guðrún Gunnlaugsdóttir. Ásgrímur fluttist þriggja´ára gamall með foreldrum sínum að Bjarnargili og ólst þar upp til 12 ára aldurs. Þá fór hann með Ásgrími móðurbróður sínum að Hvammi í Hjaltadal og var þar fram yfir fermingu. Fór hann þá aftur út í Fljót til foreldrar sinna. Stundaði hann þar vinnu til lands og sjávar, m.a. á hákarlaskipum. Árið 1913 keypti hann jörðina Keldur í Sléttuhlíð og hóf þar búskap og hóf þar búskap sama ár, fyrst með foreldrum sínum en árið eftir kvæntist hann Ólöfu konu sinni. Þau bjuggu á Mýrum 1915-1918, Ysta-Hóli 1918-1925, Móskógum í Fljótum 1925-1929 og Tjörnum 1929-1955.
Fljótlega eftir að Ásgrímur kom að Tjörnum gerðist hann verkstjóri hjá Vegagerð Ríkisins og vann við það í rúman áratug.
Maki: Ólöf Konráðsdóttir (16.03.1890-16.03.1956). Þau eignuðust sjö börn og dú tvö þeirra í bernsku. Auk þess ólu þau upp tvö fósturbörn, Guðna Kristján Hans Friðriksson og Sigríði Sölvínu Sölvadóttur.

Stefán Sigurgeirsson (1864-1954)

  • S03226
  • Person
  • 26.07.1864-13.01.1954

Stefán Sigurgeirsson, f. að Grjótgarði á Þelamörk 26.07.1864, d. 13.01.1954 á Siglufirði. Foreldrar: Sigurgeir Ólafsson bóndi á Efri-Vindheimum á Þelamörk og kona hans Guðrún Jóhannsdóttir frá Engimýri í Öxnadal.
Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum og dvaldist síðan á ýmsum stöðum þar nyrðra til 28 ára aldurs. Fór í Hólaskóla 1892 og lauk þar búfræðiprófið 1894. Starfsmaður á Hólum næstu ár. Hóf búskap á Nautabúi 1897 og bjó þar til 1902. Bóndi á Hrappsstöðum (Hlíð) 1902 til 1903. Fluttist að Hvammi 1903 og bjó þar óslitið til 1935. Keypti jörðina 1912. Eftir að hann hætti búskap dvaldist hann að mestu hjá börnu sínum, lengst hjá dóttur sinni á Reyðará á Siglunesi.
Maki: Soffía Jónsdóttir (28.10.1874-29.12.1966) frá Vestara-Hóli í Flókadal. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Soffía eina dóttur með Júlíusi Kristjánssyni.

Páll Þorgrímsson (1895-1969)

  • S002294
  • Person
  • 09.03.1895-28.06.1969

Páll Þorgrímsson, f. 09.03.1895, d. 28.06.1969. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson b. í Hofstaðaseli og k.h. María Gísladóttir. Faðir Páls lést þegar Páll var fimm ára gamall og ólst hann upp eftir það með móður sinni, lengst af á Hofstöðum og í Hofstaðaseli. Lauk búfræðiprófi frá Hólum árið 1922. Stundaði síðan vinnumennsku og lausamennsku á ýmsum stöðum næstu árin en vorið 1928 réðst hann í Hóla og vann á búinu. Árið 1930 tók hann svo við ráðsmennsku á Hólabúinu og gegndi því um fjögurra ára skeið. Vorið 1935 kvæntist hann Dagbjörtu Stefánsdóttur frá Hvammi í Hjaltadal og hófu þau búskap þar sama ár og bjuggu óslitið til ársins 1969. Páll sat í hreppsnefnd Hólahrepps 1954-1958, sýslunefndarmaður 1957-1969, gjaldkeri Sjúkrasamlags Hólahrepps um hríð og deildarstjóri Hóladeildar K.S um langt skeið. Páll og Dagbjört eignuðust ekki börn en tóku þrjú fósturbörn.

Hermann Sigurvin Sigurjónsson (1901-1981)

  • S03252
  • Person
  • 08.01.1901-05.06.1981

Hermann Sigurvin Sigurjónsson, f. á Lækjarbakka á Upsaströnd við Dalvík 08.01.1901, d. 05.06.1981 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurjón Jóhannsson bóndi á Þorsteinsstöðum í Svarfaðardal og fyrri kona hans Guðfinna Vormsdóttir.
Hermann missti móður sína á fimmta ári en ólst upp hjá föður og stjúpu á Þorsteinsstöðum. Hann varð vinnumaður á bæjunum Dæli, Hlíð og Klængshóli í Skíðadal 1907-1915 að hann fór vestur í Skagafjörð að Egg í Hegranesi og er þar tvö ár, titlaður hjú fyrra árið en lausamaður hið síðara. Hermann hafði kynnst konuefni sínu, er þau voru sambæja á Klængshóli í Skíðadal. Giftu þau sig árið 1922. Fluttust vorið eftir í vinnumennsku að Hvammi í Hjaltadal en voru síðan húsmennsku í Hlíð árið 1924-1925. Settu þau saman bú á Ingveldarstöðum árið 1925. Næstu 13 árin eru þau búendur á fjórum bæjum í Hólahreppi þar til þau flytjast að Lóni í Viðvíkursveit þar sem þau búa allt til ársins 1963, er þau bregða búi og flytjast til Sauðárkróks. Byggðu þau sér tvíbýlishús að Hólavegi 28 í félagi við son sinn og tengdadóttur.
Á Sauðárkróki stundaði Hermann ýmsa verkamannavinnu meðan heilsu naut.
Maki (giftust 25.11.1922): Rósa Júlíusdóttir (15.05.1897-08.04.1988). Þau eignuðust sex börn en eitt þeirra dó á fyrsta ári.