Sýnir 1 niðurstöður

Nafnspjöld
Bóndi Vatnskot í Hegranesi

Jóhann Sigurðsson (1869-1934)

  • S03158
  • Person
  • 03.05.1869-04.09.1934

Jóhann Sigurðsson, f. í Vatnskoti í Hegranesi 03.05. 1869, d. 04.09.1934 á Sævarlandi. Foreldrar: Sigurður Stefánsson bóndi í Vatnskoti (1835-1887) og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir (1835-1908). Jóhann ólst upp hjá foreldrum sínum til 13 ára aldurs, en þá voru þau komin að Heiðarseli og bjuggu þar við mikla fátækt. Vorið 1881 réðst Jóhann að Skíðastöðum í Laxárdal, þar sem hjónin á bænum, Hjörtur og Þórunn, tóku hann að sér. Hann dvaldi 2 vetur á Möðruvallaskóla. Er hann reisti bú á Sævarlandi hafði hann verið ráðsmaður Þórunnar um skeið.
Jóhann átti lengi sæti í hreppsnefnd Skefilstaðahrepps, var oddviti hennar frá 1906-1919, sýslunefndarmaður frá 1901-1922 og hreppsstjóri frá 1901 til æviloka.
Maki (gift 1901): Sigríður Magnúsdóttir (18.09.1868-14.09.1949). Þau eignuðust eina dóttur.