Showing 2 results

Authority record
Bóndi Framnes í Akrahreppi - Skagafjörður

Jóhann Jónsson (1835-1903)

  • S02335
  • Person
  • 18.12.1835-13.03.1903

Foreldrar: Margrét Bjarnadóttir, ógift vinnukona á Hofi og Jón Guðmundsson, ókvæntur vinnumaður, þá í Krókárgerði í Norðurárdal. Margrét kom að Hofi frá Melrakkadal í Víðidal vorið 1832, þá 21 árs. Hún giftist síðar Sveini Guðmundssyni frá Hrafnhóli. Jón, faðir Jóhanns, varð úti þegar Jóhann var tveggja ára gamall. Jóhann var fóstraður upp á Jóni hreppstjóra Gíslasyni á Hofi og konu hans, Kristínu Kjartansdóttur. Þaðan fermdist hann vorið 1850. Skömmu síðar gerðist hann vinnumaður en fór vorið 1857 að Setbergi í Mýlasýslu. Þar veiktist hann og lá lengi. Eftir það var hann nánast örkumla ævilangt. Fór hann um tíma suður í Rangárvallarsýslu en kom aftur til Skagafjarðar og stundaði m.a. hrossasöluferðir austur í Múlasýslur. Var í húsmennsku en gerðist bóndi í Framnesi 1878-1879, húsmaður þar 1879-1885, bóndi í Vaglagerði 1885-1896. Var þá í húsmennsku, en byggði jörðina og var bóndi aftur í Vaglagerði 1897-1903. Fékk slag síðla vetrar 1903 og var þá fluttur að Þorleifsstöðum, þar sem hann lést.
Jóhann var ókvæntur og barnlaus. Hann arfleiddi sýsluna að eignum sínum, til sjúkrahúsbyggingar á Sauðárkróki.

Sigurður Guðbjartur Helgason (1893-1975)

  • S03482
  • Person
  • 09.11.1893-18.01.1975

Sigurður Guðbjartur Helgason, f. í Garðshorni á Höfðaströnd 09.11.1893, d. 18.01.1975. Foreldrar: Helgi Pétursson bóndi á Kappastöðum í Sléttuhlíð og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurður var í fyrstu hjá afa sínum og ömmu á Kappastöðum en fór með foreldrum sínum að Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902 og var þar í átta ár. Haustið 1911 fór hann vetrarmaður að Framnesi í Blönduhlíð og var þar síðan vinnumaður næsta ár. Um sumarið var hann sendur í vegavinnu á Sauðárkrók þar sem byrjað var að leggja Skagfirðingabrautina. Síðan tók við skepnuhirðing um veturinn og síldarvinna í Siglufirði sumarið 1912. Hann fór þá heimtil foreldra sinna um haustið og var um veturinn 1912-1913 við hirðingu hjá Sveini Árnasyni í Felli. Þar var hann síðan samfleytt til ársins 1919 að hann fór í vinnumennsku að Ási í Hegranesi til eins árs. Þaðan fór hann að Ríp og var þar til 1924, að hann fluttist um tíma að Hellulandi sem lausamaður og tók að sér umsjón með dragferjunni á Vesturósnum fyrir Hróbjart Jónasson mág sinn. Síðan fór hann aftur að Ríp og var þar til 1929 að hann fór að Hamri til Vilhelmínu systur sinnar og var þar til 1935. Þar ko hann sér upp nokkrum bústofni sem hann færði með sér um Utanverðunes þar sem hann var í húsmennsku til 1947 en þáflutti hann með skepnur sínar til Sauðárkróks og átti þar heimili til dauðadags. Bjó hann þá hjá Ármanni bróður sínum og Sigurbjörgu Pétursdóttur konu hans að Ránarstíg 2. Þar rak hann talsverðan fjárbúskap og fékk land á erfðafestu úr Sauðárkrjörð, túnbletti norðan í Sauðárhæðinni og út í Sauðárgilið. Byggði hann fjárhús og hlöðu.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.