Showing 1 results

Authority record
Búnaðarmálastjóri Hólar í Hjaltadal

Sigurður Sigurðsson (1871-1940)

  • S03197
  • Person
  • 05.08.1871-02.07.1940

Sigurður Sigurðsson, f. að Þúfu á Flateyjardalsheiði 05.08.1871, d. 02.07.1940. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi þar og Helga Sigurðardóttir. Þau fluttu að Draflastöðum árið 1882 og ólst hann þar upp síðan. Um 25 ára gamall fór Sigurður að Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann fóru þó aldrei í skólann þar en nam grasafræði af Stefáni Stefánssyni. Síðar fór hann á Búnaðarskólann í Stend í Noregi og kom þaðan 1898. Eftir það var hann tvö ár heima, gerði rannsóknir á skógunum í Fnjóskadal og ferðaðist um Austurland vegna kláðaskoðunar. Árið 1899 stofnaði hann á vegum Amtmannssjóðs skógræktarstöð sunnan við kirkjuna á Akureyri. Síðan fór hann á búnaðarskólann í Höfn og lauk þaðan námi á tveimur árum og ferðaðist svo um norðanverða Skandinavíu með kennara sínum, sem varð honum nokkurs konar framhaldsnám. Heim kominn árið 1902 tók Sigurður við skólastjórn á Hólum og gegndi því starfi í 16 ár. Þar stóð hann m.a. fyrir bændanámskeiðum. Á sama tíma var hann einn af stofnendum Ræktunarfélags Norðurlands og starfaði með því um árabil. Árið 1919 varð hann búnaðarmálastjóri. Árið 1935 lét hann af því starfi. Hafði hann þá komið sér upp nýbýlinu Fagrahvammi í Hveragerði og dvaldi þar jafnan síðustu æviárin.
Maki: Þóra Sigurðardóttir, ættuð úr Fnjóskaldal (d. 1937). Þau eignuðust fimm börn og ólu auk þess upp fósturdótturina Rögnu Helgu Rögnvaldsdóttur frá tveggja ára aldri.

  1. ágúst 1871 - 2. júlí 1940