Showing 1 results

Authority record
Jarðyrkjumaður

Metúsalem Magnússon (1832-1905)

  • S03279
  • Person
  • 05.12.1832-06.03.1905

Metúsalem Magnússon var fæddur á Halldórsstöðum í Laxárdal 5. mars 1832. Faðir: Magnús Ásmundsson, hreppstjóri og bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir, húsfreyja á Halldórsstöðum. Þegar Metúsalem var níu ára missti hann föður sinn. Ólst hann upp hjá móður sinni sem þá tók við búrekstrinum. Um tvítugt nemur hann jarðyrkjustörf, af manni sem hafði numið slíkt í Danmörku. Fékkst Metúsalem við þau störf vor og haust en átti heimili hjá móður sinni. Á veturnar kenndi hann unglingum skrift og reikning.
Þegar Metúsalem er 25 ára flytur hann norður á Langanesstrandir. Hann kvæntist Þorbjörgu Þórsteinsdóttur á Bakka í Skeggjastaðasókn í Norður-Múlasýslu og bjuggu þau þar. Fimm árum eftir að þau giftust deyr Þorbjörg. Þau eignuðust tvö börn; Magnús sem dó í bernsku og Sigríði Björg Metúsalemsdóttur (09.04.1863-15.08.1939).
Árið 1869 kvæntist Metúsalem Karólínu Soffíu Helgadóttur (10.07.1848-19.03.1920) frá Helluvaði við Mývatn. Fyrst um sinn bjuggu þau á Bakka en árið 1870 fluttu þau frá Bakka og að Helluvaði þar sem þau tóku við búi. 1879 fluttu þau að Einarsstöðum í Reykjadal. Síðustu æviárin bjó Metúsalem á Arnarvatni við Mývatn.
Metúsalem og Karólínu eignuðust tvö börn; Benedikt og Halldóru.
Metúsalem dó 6. mars 1905.