Sýnir 1 niðurstöður

Nafnspjöld
Blaðamaður

Indriði G. Þorsteinsson (1926-2000)

  • S03478
  • Person
  • 18.04.1926-03.09.2000

Indriði G. Þorsteinsson, f. í Gilhaga í Skagafirði 18.04.1026, d. 03.09.2000. Foreldrar: Þorsteinn Magnússon bóndi og Anna Jósefsdóttir húsfreyja.
Maki: Þórunn Friðriksdóttir. Þau eignuðust fjóra syni.
Indriði stundaði nám við Héraðsskólann á Laugavatni 1941-1943, var bílstjóri á Akureyri og blaðamaður við Tímann og Alþýðublaðið. Hann var ritstjóri Tímans 1962-1973, framkvæmdastjóri Þjóðhátíðar 1973-1975, var aftur ritstjóri Tímans 1987-1991 og skrifaði eftir það sjónvarpsgagnrýni í Morgunblaðið til æviloka. Hann þótti íhaldssamur en beittur penni í þjóðmálaumræðu líðandi stundar og oft afar skemmtilegur í ræðu og riti.
Indriði sendi frá sér skáldsögur, ævisögur, smásögur og leikrit. Hann var í heiðurslaunaflokki Alþingis.