Showing 6395 results

Authority record

Búnaðarfélag Hofshrepps

  • S03685
  • Association
  • 1913 -

Búnaðarfélag Hofshrepps var stofnað á fyrsta aðalfundi félagsins þann 8. febrúar 1913 í þinghúsi hreppsins á Hofsósi. Aðalverkefni fundsins var að semja og samþykkja lög fyrir félagið og voru þau samþykkt samhljóða. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst að efla hverskonar búnaðarframfarir í hreppnum, en lagt var sérstakaka áherslu á að auka jarðrækt og að koma áburðahirðingu í sem best horf. Tólf manns sátu fundinn, fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Jón Konráðsson fyrrum hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd

Búnaðarfélag Hofshrepps

  • IS-HSk
  • Association
  • 1913 -

Búnaðarfélag Hofshrepps var stofnað á fyrsta aðalfundi félagsins þann 8. febrúar 1913 í þinghúsi hreppsins á Hofsósi. Aðalverkefni fundsins var að semja og samþykkja lög fyrir félagið og voru þau samþykkt samhljóða. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst að efla hverskonar búnaðarframfarir í hreppnum, en lagt var sérstakaka áherslu á að auka jarðrækt og að koma áburðahirðingu í sem best horf. Tólf manns sátu fundinn, fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Jón Konráðsson fyrrum hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd.

Búnaðarfélag Hólahrepps

  • S 07340
  • Association
  • 1892 - 1944

Á fundi að Hólum 2. maí. 1892 gengu 10 bændur í búnaðarfélag. Voru lesin upp lög félagsmanna og samþykkt. Í félagið gengu þessir: Magnús Ásgrímsson Sleitustöðum, Pétur Gestsson Smiðsgerði, Gísli Sigurðsson Neðra - Ási, Stefán Ásgrímsson Efra - Ási, Gunnlaugur Jónsson Víðirnesi, Gísli Þorfinnsson Hofi, Jóhannes Þorfinnsson Reykjum, fjárhirðir, Árni Ásgrímsson Kálfsstöðum, ritari, Páll Pétursson Kjarvalsstöðum, Guðjón Jóhannesson Nautabúi, formaður. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt og garðrækt. Eins og segir í fundagerðabók, 1892.

Búnaðarfélag Holtshrepps

  • S03658
  • Organization
  • Ekki vitað

Búnaðarfélag Holtshrepps í Fljótum, ekki er vitað um stofnár eða hver var stofnandi félagsins. Tilgangur félagsins er að stuðla að hverskonar framförum og umbótum í búnaði, svo og jarðrækt, búfjárrækt, húsabótum og fl. Meðal annars keypti félagið vélar og tæki til jarðræktunar sem bændur höfðu aðgang að og einnig sá félagið um að kaupa kartöfluútsæði, fræ og áburð. Búnaðarfélag Holtshrepps gerðist síðar aðili að búnaðarsambandi Skagfirðinga árið 1945.
Ekki fundust upplýsingar um hvort félagið sé ennþá starfandi.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03703
  • Association
  • 1888-1984

Búnaðarfélag Lýtingsst.hrepps var stofnað sjötta dag júlímánaðar, árið 1888 á almennum hreppsfundi að Lýtingsstöðum. Þá var jafnframt haldinn stofnfundur Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps. Á dagskrá fundarins var frumvarp til laga fyrir búnaðarfélagið lagt fram og eftir nokkrar umræður voru samþykkt gildandi lög fyrir félagið. Fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Ólafur Briem þá bóndi á Álfgeirsvöllum. Kosnir voru tveir skoðunarmenn fyrir hverja sókn og einn til vara. Fyrir Reykjasókn, Björn Þorláksson, Kolgröf og Eyjólfur Jóhannesson, Vindheimum. Til vara var Pálmi Pétursson, Skíðastöðum. Fyrir Mælifellssókn Jóhann Pétursson, Skíðastöðum og Sigurður Sigurðsson, Brekkukoti. Til vara Sr. Jón Magnússon, Mælifelli. Fyrir Goðdalasókn; Indriði Árnason, Írafelli og Jón Guðmundsson, Villinganesi. Til vara Ólafur Ólafsson Litluhlíð.
Stofnfélagar voru allir þeir einstaklingar sem taldir eru upp hér að ofan, alls tíu.

Tilgangur félagsins var að bindast samtökum til jarðbóta, einkum að slétta tún, hlaða vörslugarða, grafa vatnssveituskurði og hlaða stíflugarða. Í lögum félagsins kemur fram að ef einhver félagsmaður vann ekkert að jarðarbótum þrjú ár í röð var hann rækur úr félaginu og átt ekki afturkvæmt í það nema aðalfundur samþykkti það (þá voru eigi taldar þær jarðabætur sem áskildar voru í byggingarbréfum jarða).
Hlutverk formanns búnaðarfélagsins var að útvega félagsmönnum nauðsynleg jarðbótaverkfæri sem þeir höfðu óskað eftir fyrir árslok hvert ár. Jarðbótaverkferi þau sem keypt voru á kostnað félagsins voru ætluð til sameiginlegra afnota fyrir félagsmenn.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03703
  • Association
  • 1888-1984

Búnaðarfélag Lýtingsst.hrepps var stofnað sjötta dag júlímánaðar, árið 1888 á almennum hreppsfundi að Lýtingsstöðum. Þá var jafnframt haldinn stofnfundur Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps. Á dagskrá fundarins var frumvarp til laga fyrir búnaðarfélagið lagt fram og eftir nokkrar umræður voru samþykkt gildandi lög fyrir félagið. Fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Ólafur Briem þá bóndi á Álfgeirsvöllum. Kosnir voru tveir skoðunarmenn fyrir hverja sókn. Fyrir Reykjasókn, Björn Þorláksson, Kolgröf og Eyjólfur Jóhannesson, Vindheimum. Til vara var Pálmi Pétursson Skíðastöðum. Fyrir Mælifellssókn Jóhann Pétursson, Skíðastöðum og Sigurður Sigurðsson, Brekkukoti. Til vara Sr. Jón Magnússon Mælifelli. Fyrir Goðdalasókn; Indriði Árnason Írafelli og Jón Guðmundsson Villinganesi. Til vara Ólafur Ólafsson Litluhlíð.
Stofnfélagar voru allir þeir einstaklingar sem taldir eru upp hér að ofan, alls tíu.

Tilgangur félagsins var að bindast samtökum til jarðbóta, einkum að slétta tún, hlaða vörslugarða, grafa vatnssveituskurði og hlaða stíflugarða. Í lögum félagsins kemur fram að ef einhver félagsmaður vann ekkert að jarðarbótum þrjú ár í röð var hann rækur úr félaginu og átt ekki afturkvæmt í það nema aðalfundur samþykkti það (þá voru eigi taldar þær jarðabætur sem áskildar voru í byggingarbréfum jarða).
Hlutverk formanns búnaðarfélagsins var að útvega félagsmönnum nauðsynleg jarðbótaverkfæri sem þeir höfðu óskað eftir fyrir árslok hvert ár. Jarðbótaverkferi þau sem keypt voru á kostnað félagsins voru ætluð til sameiginlegra afnota fyrir félagsmenn.

Búnaðarfélag Óslandshlíðar*

  • S03694
  • Organization
  • 1945 - 1976

Fundagerðabók segir ekkert um uppruna félagsins né framvindu félagsins eftir 1976. En fram kemur í fundagerð 12 mars 1972 ap fundur er haldin sameiginllegur með Búnaðarfélagi Hofshrepps.

Búnaðarfélag Rípurhrepps

  • S03700
  • Organization
  • 1912 - 1984

Tilgangur félagsins er að efla áhuga og framkvæmdir í jarðarækt og búnaði. Fram kemur í gögnum að Lög Búnaðarfélags Rípurhrepps samþykkt á aðalfundi er haldin var í Ási 16. mars 1912. Og þennan dag var aðalfundur haldin en það kemur ekki hreint fram hvort hér hafi verið um stofnfund að ræða en gengið er út frá því og kosin er stjórn og hlutu kosningu Ólafur Sigurðsson , formaður. Magnús Gunnarsson og Gísli Jakobsson, meðstjórnendur og endurskoðandi Guðmundur Ólafsson.
Framhald félagins eru í þessum gögnum til 1984 en í Reikningabók D er aftast í bók þetta skráð, Árið 1984, þessari bók er lokað og önnur tekin í notkun 1985. Jón Björnsson , Hellulendi.
Ekki er vitað um framhald félagsins eftir það.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

  • S03755
  • Association
  • 1927-1963

Búnaðarfélag Sauðárkróks var stofnað 3. október árið 1927.
Stofnfundarfélagar voru 17, meðal þeirra voru Kristján Gíslason, Sigurður Sigurðsson sýslumaður, Snæbjörn Sigurgeirsson, Arnljótur Kristjánsson, Friðrik Hansen, Óskar Stefánsson, Guðmundur Sveinsson, Magnús Bjarnason, Halldór M. Vídalín, Magnús Halldórsson, Kristján Hansen, Ísleifur Gíslason, Haraldur Sigurðsson, Kr. P. Briem, Sigurgeir Daníelsson og Valgard Blöndal.
Þessir aðilar héldu með sér fund um stofnun Búnaðarfélags fyrir Sauðárkrókskauptún. Á fundinn var ennfremur mættur Vigfús Helgason búnaðarskólakennari og var fundarmönnum til leiðbeiningar og aðstoðar og var kosinn fundarstjóri. Hann lagði einnig fram frumvarp til laga fyrir félagið sem var að lokum samþykkt.
Í fyrstu stjórn Búnaðarfélags Sauðárkrókshrepps voru; Kr. P. Briem (formaður), Pétur Hannesson (gjaldkeri), Valgard Blöndal (ritari).
Alls 31 maður skrifaði undir þessi fyrstu lög Búnaðarfélags Sauðárkrókshrepps.
Samkvæmt lögum búnaðarfélagsins á stofnári þess var tilgangur félagsins að fá þá sem á félagssvæðinu búa til að bindast samtökum á grundvelli laga félagsins um að vinna að umbótum á öllum sviðum landbúnaðarins og vernda réttindi þeirra sem að því vinna. Félagið taldi sér einnig skylt að vinna að trjárræktar tilraunum innan sveitarfélagsins. Ennfremur vill félagið ná með því að vekja áhuga, styðja starfsemi og viðurkenna framkvæmdir með þvi að rækta jörðina með þeim aðferðum, tækjum og vinnubrögðum sem svara kröfum tímans og rannsóknir og tilraunir sýna að gefa bestann arð enda styrki félagið viðleitni félagsmanna í þá átt eftir föngum.
Að efla búfjárræktina með samtökum um kynbætur, búfjársýningar, tryggan ásetning og góða hirðingu búfjár.
Að vanda landbúnaðarafurðir, auka þekkingu á geymslu þeirra og hagnýtingu og vinna að því að auka gengi þeirra á markaðnum.
Að efla trjárækt og áhuga fyrir henni meðal félagsmanna, en einkum miði að því að fegra og prýða kauptúnið og umhverfi þess.
Að auka búnaðarþekkingu og menningu félagsmanna með öflum góðra bóka og fyrirlestru valinna manna.
Að ráða hæfa menn í þjónustu sína.
Búnaðarfélagið beitti sér fyrir að glæða áhuga bæjarbúa á matjurtarækt og grasrækt. Félagið keypti dráttarvél með jarðvinnslutækjum sem félagsmenn fengju lánað. Einnig beitti félagið sér fyrir byggingu kartöflugeymslu sem er í Kirkjuklaufinni á Sauðárkróki og var tekin í notkun 1937.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

  • S03668
  • Association
  • 14.1.1884

Búnaðarfélag Seyluhrepps var stofnað í þeim tilgangi að styðja við umbætur og efla framfarir í landbúnaði í hreppnum, einnig hafa eftirfylgni með jarðvinnslu og framkvæmdum á bújörðum. Fyrsti fundur hins nýstofnaðs félags var haldinn á Fjalli og mættu meirihluti þeirra bænda í Seyluhreppi er ætluðu að ganga í búnaðarfélag sem átti að koma á fót fyrir alla Skagafjarðarsýslu árið 1882.
Í 2. gr. gjörðabókar Búnaðarfélags Seyluhrepps frá árinu 1884 segir að tilgangur félagsins sé að efla allskonar framfarir í búnaði félagsmanna. Það skal efla allskonar jarðabætur sem auka og bæta heyföng manna á túni og engjum, rétta meðferð á áburði, garðyrkju, svarðartekju, kynbætur á búpeningi, hentugar og varanlegar húsbyggingar fyrir menn og skepnur og hlöðubyggingar fyrir heyforða, snoturlega og reglusama bústjórn utanbæjar sem innan. Þar á meðal telst að menn haldi verktöflur og búreikninga.
Ennfremur segir í 3. gr laganna.
Sérhver félagsmaður er skyldur til að láta vinna að jarðabótum á bújörð sinni á vori hverju. Tvö fullkomin dagsverk fyrir hver 5 hundruð á jörðu þeirri er hann býr á. Til þessara skyldu jarðabóta telst einungis það sem gjört er til þess að auka og bæta heyföng en ekki má þar með teljast það sem í byggingarbréfum er áskilið að unnið sé.
Þann 7.2.1930 var samþykkt frumvarp til breytingar á 2. gr laga félagsins.
Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði, svo sem jarðkosts, rétta meðferð á innlendum og erlendum áburði. Stuðla að bættum húsabótum. Einnig stuðla að því að félagsmenn bæti bústofn sinn, sér í lagi með góðri meðferð og kynbótum

Búnaðarfélag Seyluhrepps

  • S03668
  • Association
  • 14.1.1884

Búnaðarfélag Seyluhrepps var stofnað í þeim tilgangi að koma á jarðarbótum og framförum í búnaði í hreppnum.
Í gjörðabók Búnaðarfélags Seyluhrepps frá árinu 1884 segir svo;

  1. gr
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði félagsmanna. Það skal efla allskonar jarðabætur sem auka og bæta heyföng manna á túni og engjum, rétta meðferð á áburði, garðyrkju, svarðartekju, kynbætur á búpenings, hentugar og varanlegar húsbyggingar fyrir menn og skepnur og hlöðubyggingar fyrir heyforða, snoturlega og reglusama bústjórn utanbæjar sem innan. Þar á meðal telst að men haldi verktöflur og búreikninga.
  2. gr
    Sérhver félagsmaður er skyldur til að láta vinna að jarðabótum á bújörð sinni á vori hverju. Tvö fullkomin dagsverk fyrir hver 5 hundruð á jörðu þeirri er hann býr á. Til þessara skyldu jarðabóta telst einungis það sem gjört er til þess að auka og bæta heyföng en ekki má þar með teljast það sem í byggingarbréfum er áskilið að unnið sé.
    Árið 1930 var samþykkt frumvarp til breytinga á 2. grein laga félagsins og er hún svohljóðandi:
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði, svo sem jarðkosts, rétta meðferð á innlendum og erlendum áburði. Stuðla að bættum húsabótum. Einnig stuðla að því að félagsmenn bæti bústofn sinn, sér í lagi með góðri meðferð og kynbótum.

Búnaðarfélag Skarðshrepps

  • S03744
  • Association
  • 1886-1974

Búnaðarfélag Sauðárshrepps var stofnað 27. apríl árið 1886 í þinghúsi Sauðárhrepps. Fyrsti formaður félagsins var Þorleifur Jónsson á Reykjum og varaformaður Jón Guðmundsson í Brennigerði. Lögin voru á þá leið að þau heimiluðu öllum þeim búendum konum jafnt sem körlum að ganga í félagið. Tilgangur félagsins var að efla framfarir í búnaði, einkum jarðarbótum, auka og bæta heyfang sem og að tileinka sér rétta meðferð á áburði. Efla garðrækt, kynbætur á bústofni og húsbyggingar fyrir bæði menn og skepnur. Markmiðið var einni að læra rétta meðferð á hirðingu á hvers bústofns fyrir sig eftir eðli þess og ásigkomulagi.
Hver félagsmaður skal er skyldugur til að láta vinna að jarðarbótum á jörð sinni.
Styrkir þeir sem félagið vonast til að fá til eflingar í búnaði skal að nokkru leyti varið til kaupa á verkfærum sem er nýtt til jarðarbóta.
Árið 1933 eða 1934 var lögum félagsins breytt umtalsvert frá eldir sem voru dagsett 1910.
Þar með breyttist orðalag og hver tilgangur félgasins var.
Að fá þá sem á félagssvæðinu búa að vinna að umbótum á öllum sviðum landbúnaðarins og vernda réttindi þeirra sem að því vinna. Félagið telur skylt að vinna að trjáræktartilraunum innan sveitarfélagsins.
Tilgang sínum vill félagið ná með því að vekja áhuga, styðja við og viðurkenna framkvæmdir á bújörðum.
a) Að rækta jörðina með þeim aðferðum, tækjum og vinnubrögðum sem svara kröfum nútímans.
b) Að efla búfjárrækina með samtökum og kynbótum, búfjársýningum, tryggilegum ásetningi og góðri hirðingu búfjársins.
c) Að vanda landbúnaðarafurðir og auka þekkingu á ........ hagnýtingu og vinna að því að auka gengi þeirra á markaðinum.
d) Að efla búfjárrækt og auka áhuga fyrir henni meðal félagsmanna og einkum miða að því að fegra og prýða heimilin og sveitina.
e) Að auka búnaðarþekkingu og menningu félagsmanna með öflum góðra bóka og fyrirlestri valinna manna.
f) Að ráða hæfa menn í þjónustu sína.
g) Að vera í búnaðarfélagi Íslands og sambandi við þau og eftir föngum við aðrar stofnanir sem eru að vinna að sama markmiði.

Eftirtaldir samþykktu lögin og voru stofnfélagar búnaðarfélagsins.
Jón Guðmundsson, Brennigerði. Kristján Hansen, Sauðá. Sveinn Sölvason, Skarði. Stefán Stefánsson, Veðramóti. Björn Jónsson, Heiði. Ólafur Andrésson, Meyjarlandi. Björn Þorbergsson, Fagnanesi. Benedikt Sölvason, Ingveldarstöðum. Jóhannes Ólafsson sýslumaður, Gili. Þorleifur Jónasson formaður, Reykum.

Búnaðarfélag Staðarhrepps

  • S03662
  • Organization
  • 1889 - 1988

Árið 1889, 1. desember var aðalfundur búnaðarfélagsins í Staðarhreppi haldin á Páfastöðum af formanni félagsins, Jóni Pálmasyni. Mættir voru 10 félagsmenn. Málefni voru ný lög félagsins, reikningar og jaðarbótastörf félagsins.

Búnaðarsamband Skagfirðinga (1931-

  • S02657
  • Corporate body
  • 1931-

Búnaðarsamband Skagfirðinga var stofnað árið 1931 að frumkvæði Sigurðar Sigurðssonar sýslumanns. Áður hafði þó komið upp umræða að stofna búnaðarsamband því uppkast að lögum fyrir félagið lá fyrir sýslufundi árið 1881 og tók fyrsti ráðunauturinn, Jósef J. Björnsson, til starfa um það leyti. Félagið var ekki formlega stofnað en margir hreppar skiluðu þó inn búnaðarskýrslum til sýslunefndar. Ræktunarfélag Norðurlands vann að jarðabótamælingum í Skagafirði með styrk sýslunefndar frá 1911 en það félag var stofnað 1903 og voru félagar þess í Skagafirði orðnir 51 í árslok 1904.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

  • S02611
  • Organization
  • 1948-

Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1948 og er rannsókna-, þekkingar- og þjónustustofnun sem safnar, varðveitir og rannsakar muni og minjar úr Skagafjarðarhéraði og miðlar til almennings. Starfssvæði þess er bundið við landfræðileg mörk Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Höfuðstöðvar safnsins eru í Glaumbæ.

Byggingarnefnd Sauðárhrepps (1907-1947)

  • S02292
  • Organization
  • 1907-1947

Byggingarnefnd Sauðárhrepps tók til starfa þegar Sauðárhreppur var stofnaður og starfaði fram til ársins 1947, en þá fékk Sauðárkrókur kaupstaðarréttindi og í kjölfar nýrrar bæjarstjórnar var stofnuð byggingarnefnd Sauðárkróks.

Carl Pétur Albertsson (1882-1936)

  • S01793
  • Person
  • 1882-1936

Sonur Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Fæddur í Vesturheimi. Bóndi á Steinsstöðum. Kv. Margréti Jósefsdóttur Johnson. Hann var mjög músíkalskur og um langt skeið kirkjuorganisti.

Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm (1870-1947)

  • S01888
  • Person
  • 26.09.1870-20.04.1947

Kristján 10. (Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm af Glücksborg) var sonur Friðriks 8. og Lovísu drottningar. Hann var konungur Danmerkur frá 1912 til 1947. Eftir að Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember 1918 var hann einnig konungur konungsríkisins Íslands. Eftir stofnun lýðveldis á Íslandi 1944 var hann einungis konungur Danmerkur. Hann var bróðir Karls Danaprins, sem varð Hákon 7. Noregskonungur 1905. Kristján var hávaxinn og þótti mynduglegur, alvörugefinn og skyldurækinn. Hann lauk stúdentsprófi 1889 og var fyrstur Danakonunga til að hafa slíkt próf. Því næst þjónaði hann í hernum, í ýmsum herdeildum. Hann varð krónprins 1906 þegar faðir hans, Friðrik 8., varð konungur, og var sjálfur krýndur konungur að föður sínum látnum, árið 1912.

Christian Fredrik Carl Georg Valdemar Axel (1872-1957)

  • S01886
  • Person
  • 03.08.1872-21.09.1957

Hákon 7. fæddur Christian Frederik Carl Georg Valdemar Axel var fyrsti konungur Noregs eftir sambandsslitin við Svíþjóð árið 1905. Hákon var sonur Friðriks 8. og Lovísu drottningar. Hákon giftist þann 22. júlí 1896 Maud Bretaprinsessu, yngstu dóttur Alberts Játvarðs sem seinna varð Játvarður 7., og konu hans Alexöndru drottningar. Þau eignuðust einn son þann 2. júlí 1903 sem var skírður Alexander Edward Christian Frederik og varð Ólafur 5. Noregskonungur.

Christian Hansen (1856-1930)

  • S03201
  • Person
  • 09.03.1856-11.04.1930

Christian Hansen, f. á Amager við Kaupmannahöfn 09.03.1856, d. 11.04.1930. Foreldrar: Hans Christian Hansen (f. 1818) og kona hans Trine (f. um 1830).
Christian nam ungur að árum beykisiðn og fékk sveinbréf árið 1876. Fékk hann atvinnutilboð frá Noregi, Grænlandi og Íslandi í kjölfarið og valdi að koma til Íslands. Til Sauðárkróks kom hann í júní 1876. Réðst hann til Christan Popps kaupmanns. Fór svo til Danmerkur um haustið en kom vorið eftir, alkominn til Íslands. Var bóndi á Sauðá 1882 til dánardags og rak einnig Hótel Tindastól um tveggja ára skeið.
Maki (g. 13.10.1879): Björg hansen (29.11.1861-08.02.1940) frá Garði í Hegranesi. Þau eignuðust átta börn.

Christian Waldemar Carl Popp (1866-1920)

  • S00475
  • Person
  • 22.10.1866-25.01.1920

Fæddur á Akureyri en flutti ársgamall með foreldrum sínum til Danmerkur og ólst þar upp uns þau fluttust til Sauðárkróks árið 1885. Faðir hans rak verslun á Sauðárkróki og starfaði Christian við verslunina fyrst um sinn en tók svo alveg við rekstri hennar árið 1893. Aðal verslunin var á Sauðárkróki en útibú á Hofsósi og í Kolkuósi. Verslun Popp var önnur stærsta verslunin í Skagafirði á þessum tíma. ,,Popp var að mörgu leyti stórhuga í verslun sinni og fitjaði upp á ýmsum nýjungum í atvinnuháttum. Hann lét t.d. verka hafsíld, gerði tilraun með álakistu í kílnum milli Áshildarholtsvatns og Miklavatns, og hann stofnaði ásamt fleirum hlutafélög, sem kallað var Reykjarhólsgarðurinn. Var girt af allmikið land á Reykjarhóli í Seyluhreppi og hafin þar kartöflurækt við jarðhita. Var þetta allt brautryðjendastarf hvert á sínu sviði, og stóð hið síðastnefnda í nokkur ár. Útgerð hafði Popp þó nokkra. Hafði hann einnig fiskmótttöku í Drangey, Selvík og víðar, og fisktökuskipin Skagfirðingur, Stormfuglinn og Fálkinn, sem hann átti hvert á eftir öðru, stunduðu fiskveiðar jafnframt. Árið 1902 brann íbúðarhús hans. Tengdafaðir hans teiknaði þá fyrir hann nýtt hús, sem kom svo tilhöggvið frá Danmörku og var sett hér upp árið 1903. Nýja húsið, Villa Nova, sem þá þótti glæsilegasta íbúðarhús á Norðurlandi, var bæði dýrt í byggingu og sérstaklega dýrt í rekstri. Fór því að halla mjög undan fæti efnalega fyrir Popp eftir þetta. Hann varð að losa sig við útibúin og loks að selja alla verslunina 1912. Sama ár flutti hann til Danmerkur með fjölskylduna." Kona Popps var Paula Anna Lovise, þau eignuðust þrjú börn, fyrir hafði Popp eignast son sem lést eins árs gamall.

Dagbjört Anna Magnúsdóttir (1865-1937)

  • S001152
  • Person
  • 15. júní 1865 - 4. apríl 1937

Húsfreyja á Hraunum í Fljótum, Skag. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Kvæntist Einari Baldvini Guðmundssyni (eldri) á Hraunum á Fljótum.

Dagrún Halldórsdóttir (1905-1980)

  • S00517
  • Person
  • 15.07.1905-31.12.1980

Verslunarmær á Akureyri 1930. Kona Svavars Dalmanns Þorvaldssonar. Síðast búsett í Reykjavík.

Daníel Benediktsson Hannesson (1896-1978)

  • S01282
  • Person
  • 4. maí 1896 - 8. júlí 1978

Sonur Benedikts Hannessonar og Sigrúnar Daníelsdóttur. Daníel var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann sigldi til Vesturheims með foreldrum sínum. Hermaður í fyrri heimsstyrjöldinni. Kaupmaður í Kanada. Kvæntist Daisy Ethel Tucker.

Daníel Davíðsson (1872-1967)

  • S00317
  • Person
  • 04.05.1872- 26.03.1967

Daníel Davíðsson fæddist í Kárdalstungu í Vatnsdal, 4. maí 1872. Faðir: Davíð Davíðsson (1823-1921) bóndi á Kötlustöðum, Gilá A-Hún.. Móðir: Þuríður Gísladóttir (1835-1928) húsfreyja á Kötlustöðum. Lærði ljósmyndum hjá Joni J. Dahlman. Var í framhaldsnámi í Kaupmannahöfn um 1901-1902. Vann við ýmis sveitastörf. Rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1902-1909 í húsi er hann lét byggja og nefndist "Ljósmyndarahúsið". Tók einnig myndir á ferðalögum sínum um Skagafjörð. Var aðstoðarmaður Sigurðar Pálssonar læknis á Sauðárkróki. Bóndi á Breiðsstöðum í Gönguskörðum í Skagafirði 1910-1919, Heiðarseli (Dalsá) í sömu sveit 1920-1922, Hróarsstöðum á Skagaströnd 1922-1924 og í Neðra-Nesi á Skaga 1924-1930. Flutti þá að Syðri-Ey á Skagaströnd og bjó þar til dánardags. Plötu- og filmusafn hans er glatað. Maki: Magnea Aðalbjörg Árnadóttir (1883-1968), húsfreyja. Saman áttu þau 7 börn. Daníel átti eitt fósturbarn.

Daníel Ingólfsson (1919-2001)

  • S01332
  • Person
  • 24.11.1919 - 18.05.2001

Foreldrar: Jónína Guðrún Einarsdóttir og Ingólfur Daníelsson á Steinsstöðum. Fósturforeldrar Daníels voru Hannes Halldór Kristjánsson og Sigríður Benediktsdóttir í Hvammkoti.
Daníel var bóndi í Laugabóli í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 1944-1945 og var áfram þar eftir að hann brá búi. Hann hóf búskap á Brenniborg á Neðribyggð í Lýtingsstaðahreppi árið 1956 og bjó þar fram til ársins 1963. Flutti aftur að Laugabóli er hann brá búi á Brenniborg. Síðar búsettur í Kópavogi. Ókvæntur.

Daniel Johannes Glad (1927-2015)

  • S03358
  • Person
  • 30.07.1927-26.05.2015

Daniel Johannes Glad, f. 30.07.1927, d. 26.05.2015. Foreldrar: Edvin og Evi Glad. Daniel ólst upp í Solberg í Finnlandi og nam í verslunarskóla í Helsinki. Þaðan fór hann í herþjónustu, þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Daniel fór í biblíuskóla í Svíþjóð 1950-1952. Hann flutti til Íslands 1952 og stundaði trúboð innan Hvítasunnuhreyfingarinnar. Daniel og Marianne bjuggu á Sauðárkróki þar sem þau sáu um Hvítasunnukirkjuna. Eftir mörg ár þar fluttu þau aftur til Finnlands og voru þar í tæp tvö ár. Snéru þá aftur til Íslands og fluttu í Stykkishólm þar sem Daniel tók við Hvítasunnukirkjunni. Árið 1970 fluttu þau til Reykjavíkur. Samhliða kirkjustarfi þar ferðaðist Daniel um landið sem trúboði.
Maki: Marianne Glad (f. 1932) þau eignuðust fjögur börn.

Daníel Þorsteinsson (1963-

  • S02651
  • Person
  • 19. jan. 1963-

Daníel er fæddur í Neskaupstað, sonur hjónanna Þorsteins Árnasonar læknis frá Sjávarborg og Önnu Siggerðar Jóhannsdóttur. Daníel er tónlistarmaður og píanisti, var við nám í Hollandi. Eiginkona hans er Hrafnhildur Vigfúsdóttir, þau eiga þrjú börn. Búsettur á Akureyri.

Daníel Tómasson (1896-óvíst)

  • S01145
  • Person
  • 5. apríl 1896 - óvíst

Sonur Tómasar Ísleikssonar og Guðrúnar Jóelsdóttur í Kolkuósi (1891-1903), þau fluttu til Winnipeg 1903. Stundaði nám við Wesley College í Winnipeg, starfaði sem blaðamaður.

Davíð Stefánsson (1895-1964)

  • S00604
  • Person
  • 21.01.1895-01.03.1964

Davíð fæddist í Fagraskógi þann 21. janúar árið 1895. Foreldrar hans voru Stefán Baldvin Stefánsson bóndi og síðar alþingismaður og Ragnheiður Davíðsdóttir frá Hofi í Hörgárdal. Davíð lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri árið 1911. Á árunum 1915 – 1916 dvaldist hann í Kaupmannahöfn og hófst skáldferill hans þar. Síðar hóf hann nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1919 en það ár kom fyrsta ljóðabók hans út, hún ber heitið Svartar fjaðrir. Davíð dvaldist öðru hvoru erlendis, meðal annars í nokkra mánuði á Ítalíu árið 1920 og svo í Noregi 1923. Árið 1925 tók Davíð við föstu starfi sem bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri. Hann lét formlega af störfum sem bókavörður árið 1951.

Davidson, Portrait & Landscape Photographer

  • S00626
  • Corporate body
  • 1889-1907

Davidson, Portrait & Landscape Photographer var ljósmyndastofa sem var rekin í Carberry, Manitoba af George Davidson milli 1889 og 1907. Fyrirtækið var með útibú í Deloraine, Melita, Rapid City og Souris.

Results 851 to 935 of 6395