Sýnir 6402 niðurstöður

Nafnspjöld

Sigurður Eiríksson (1899-1974)

  • S00603
  • Person
  • 12.08.1905-25.01.1974

Sonur Eiríks Jóns Guðnasonar b. í Villinganesi og f.k.h. Guðrúnar Þorláksdóttur. Sigurður missti móður sína aðeins sex ára gamall, og stjúpmóður sína 13 ára gamall. Hann var bóndi í Villinganesi 1933-1936, í Gilhaga 1936-1937, í Teigakoti 1937-1949, í Stapa 1949-1952 og að lokum í Borgarfelli 1952-1974. Sambýliskona Sigurðar var Helga Sveinbjörnsdóttir, þau eignuðust þrjú börn.

Friðrik Margeirsson (1919-1995)

  • S00606
  • Person
  • 28.05.1919-12.06.1995

Friðrik var fæddur á Ögmundarstöðum í Skagafirði árið 1919. Foreldrar hans voru Helga Pálsdóttir og Margeir Jónsson kennari og fræðimaður. Seinni kona Margeirs var Helga Óskarsdóttir. Friðrik kvæntist Aldínu (Öldu) Snæbjörtu Ellertsdóttur húsfreyju, þau eignuðust sjö börn. Friðrik lauk cand, mag. námi í íslenskum fræðum árið 1949. Þá hóf hann kennslu við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og Iðnskólans á Sauðárkróki; var skólastjóri í báðum skólum.

Hólmfríður Jónasdóttir (1903-1995)

  • S00612
  • Person
  • 12. september 1903 - 18. nóvember 1995

Hólmfríður Jónasdóttir Sauðárkróki 1903–1995
Fædd í Grundarkoti í Blönduhlíð, Skag. Foreldrar Jónas Jónsson (Hofdala-Jónas) og k.h. Anna Ingibjörg Jónsdóttir. Verkakona búsett á Sauðárkróki. Starfaði mikið að félagsmálum. lengi formaður Verkakvennafélagsins Öldunnar. Skáldmælt og gaf út ljóðabókina Undir berum himni árið 1978.

Stefán Guðmundsson (1932-2011)

  • S00611
  • Person
  • 24. maí 1932 - 10. september 2011

Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson, f. 11.3. 1893, d. 19.10. 1967, frá Hóli í Sæmundarhlíð, skrifstofustjóri og fulltrúi hjá KS, og Dýrleif Árnadóttir, f. 4.7. 1899, d. 8.3. 1993, frá Utanverðunesi í Hegranesi. Hinn 16.2. 1957 kvæntist Stefán Sigríði Hrafnhildi Stefánsdóttur, (Lillu), þau eignuðust þrjú börn og bjuggu alla sína búskapartíð á Sauðárkróki. ,,Stefán lauk gagnfræðaprófi á Sauðárkróki 1949 og prófi frá Iðnskólanum á Sauðárkróki 1951. Árið 1956 lauk hann sveinsprófi í húsasmíði og árið 1959 öðlaðist hann meistararéttindi. Árið 1963 stofnaði hann ásamt fleiri Trésmiðjuna Borg hf. á Sauðárkróki og var framkvæmdastjóri hennar 1963-1971. Hann tók þátt í stofnun Útgerðarfélags Skagfirðinga hf. árið 1968 og var framkvæmdastjóri þess 1971-1981. Stefán sat í bæjarstjórn Sauðárkróks 1966-1982 og í sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar 1998-2002. Stefán var alþingismaður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 1979-1999. Hann sat í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, síðar Byggðastofnunar, 1980-1987 og árið 1995 og var formaður stjórnar 1983-1987. Þá sat Stefán í stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. 1982-2011 og í stjórn Fiskiðju Sauðárkróks, nú Fisk Seafood hf., frá 1983 til dauðadags. Þá sat Stefán í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga frá 1982 og var formaður stjórnar frá 1999 til dauðadags. Auk þessa átti Stefán sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum og sinnti margs konar trúnaðarstörfum bæði heima í héraði og á landsvísu. Stefán var félagi í Lionsklúbbi Sauðárkróks um langt árabil til dauðadags. Á yngri árum tók Stefán virkan þátt í íþróttalífi og átti fjölmörg héraðsmet í frjálsum íþróttum auk þess að leika knattspyrnu með ungmennafélaginu Tindastóli. Stefán var mikill áhugamaður um skógrækt og var um árabil formaður stjórnar Norðurlandsskóga."

Birgir Dýrfjörð (1935-)

  • S00610
  • Person
  • 26.10.1935

Fæddur á Siglufirði 26. október 1935. Foreldrar: Kristján Dýrfjörð rafvirkjameistari og kona hans Þorfinna Sigfúsdóttir matráðskona. Birgir var rafvirkjameistari.
Varaþingmaður Norðurlands vestra október–nóvember 1987, apríl–maí 1988, apríl og nóvember 1990 (Alþýðuflokkur).

Sigfús Sigurðsson (1910-1988)

  • S00612
  • Person
  • 18.10.1910-14.08.1988

Fæddur 18.10.1910 á Mælifelli á Neðribyggð. Foreldrar: Sigurður Þórðarson bóndi á Nautabúi, kaupfélagsstjóri og alþingismaður, og k.h. Ingibjörg Sigurlaug Sigfúsdóttir. Sigfús ólst upp hjá foreldrum sínum á Nautabúi og vann að búi þeirra meðan þau bjuggu þar. Frá áramótum 1929 til vors 1930 stundaði hann nám í unglingaskóla á Hólum í Hjaltadal, síðan við Héraðsskólann á Laugarvatni veturinn 1930-1931. Eftir veruna þar vann hann að búi foreldra sinna og kenndi sund við Steinsstaðalaug um tíma. Árið 1938 fluttist hann með dóttur sinni og foreldrum til Sauðárkróks þar sem faðir hans gerðist kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá fór Sigfús að vinna við afgreiðslustörf í Ytri-búðinni sem gekk undir nafninu Grána. Þar vann hann til ársins 1946, að undanteknum tveimur árum sem hann var hjá KRON í Reykjavík. Árið 1947 var hann búsettur á Siglufirði og vann þar í síld. Árið 1948 fór Sigfús til Rafmagnsveitna ríkisins og starfaði þar til 1974, lengst af verkstjóri við línulagnir víðsvegar um land. Árin 1974-1978 var hann sjálfstæður verktaki. Sigfús var búsettur í Reykjavík á árunum 1957-1978, að hann fluttist aftur til Sauðárkróks. Fyrri kona hans var Sigurbjörg Guðlaug Stefánsdóttir, fædd 17.1.1915, en hún lést 25.11.1937 á Kristnesi. Saman áttu þau eina dóttur. Seinni kona hans var Svanlaug Pétursdóttir, fædd 20.6.1921, d. 5.1.2006. Saman áttu þau þrjú börn.

Ásgrímur Guðmundsson (1938-1969)

  • S00616
  • Person
  • 12.11.1938-09.11.1969

Bóndi á Þorbjargarstöðum á Laxárdal ytri, Skag. Síðast bús. í Skefilsstaðahreppi. Ókvæntur og barnlaus.

Baldwin & Blondal

  • S00627
  • Corporate body
  • 1890-1900

Erfitt að finna eitthvað um þessa ljósmyndastofu. En Jón Blöndal lærði ljósmyndun í Winnipeg og rak ljósmyndastofu ásamt öðrum/fleirum sem hét Baldwin & Blondal. Talið að margir Íslendingar sem fluttu vestur um haf, hafi látið taka myndir af sér á þessari stofu á tímabilinu 1890-1900.

Anna Jónsdóttir (1892-1987)

  • S03399
  • Person
  • 16.12.1892-04.07.1987

Anna Jónsdóttir, f. í Hafnarfirði 16.12.1892, d. 04.07.1987. Foreldrar: Jón Þórarinsson skólastjóri í Hafnarfirði og síðar fræðslumálastjóri og kona hans Guðrún Jóhanna Laura Pétursdóttir Hafstein.
Anna var í Flensborgarskólanum 1905-1907. Hún lærði ljósmyndum hjá Péturi Brynjólfssyni í Reykjavík 1907-1910. Var við framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1927-1929.
Mun líklega hafa starfað á ljósmyndastofu Péturs á árunum eftir 1910. Vann á ljósmyndastofu Ólafs Magnússonar 1916-1919 og 1929-1930. Stofnaði og rak ljósmyndastofu með Jóhönnu Pétursdóttur og Sigþrúði Brynjólfsson á Laugavegi 11 1920-1924. Rak ljosmyndastofu í Hafnarfirði 1930-1962.

Gísli Benediktsson (1875-1900)

  • S00624
  • Person
  • 11.12.1875-31.12.1900

Faðir: Benedikt Jóhannsson verslunarmaður í Reykjavík (1850-1876). Móðir: Katrín Gísladóttir húsfreyja á Teigi í Vopnafirði (1849-1918). Gísli ólst upp að mestu hjá afa sínum, Jóhanni Knúti Benediktssyni presti. Gísli stundaði úrsmiðanám hjá Teiti Tómasi Ingimundarsyni úrsmiði í Reykjavík 1891-1893. Lærði ljósmyndun hjá Guðjóni Ágústi Guðmundssyni í Reykjavík 1893-1894. Framhaldsnám í ljósmyndun í Kaupmannahöfn veturinn 1895-1896, líklega hjá N. Nyberg. Ljósmyndari á Vopnafirði 1894-1897. Tók ljósmyndir í Öræfum 1896. Starfaði við úrsmíðar og rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1898-1899. Keypti myndastofu Arnórs Egilssonar á Akureyri í maí 1900 og rak hana til dauðadags.

Jónas Hallgrímsson (1915-1977)

  • S03130
  • Person
  • 28. mars 1915 - 15. jan. 1977

Fæddist á Akureyri 28. mars 1915. Faðir: Hallgrímur Einarsson (1878-1948) ljósmyndari á Akureyri. Móðir: Guðný Marteinsdóttir (1886-1928) húsfreyja á Akureyri. Jónas nam hjá föður sínum eftir 1935. "Var með sjálfstæðan ljósmyndarekstur á Akureyri frá því fyrir 1939. Starfaði á ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar. Tók við plötu- og filmusöfnum föður síns og Kristjáns bróður síns eftir lát Kristjáns 1963. Rak Myndver á Akureyri 1968-1974 ásamt Matthíasi Gestssyni." Safn hans varðveitt á Minjasafninu á Akureyri.

Anna Petrína Jakobsdóttir (1881-1970)

  • S00653
  • Person
  • 22.06.1881-1970

Dóttir Jakobs Pálmasonar b. í Dæli, síðar í Auðnum í Sæmundarhlíð og Sigríðar Sveinsdóttur frá Enni í Viðvíkusveit. Anna Petrína fluttist til Vesturheims með móður sinni árið 1887. Kvæntist Albert Kristjánssyni frá Ytri Tungu á Tjörnesi, hann var prestur og fylkisþingmaður Bændaflokksins (progressive) og sat eitt kjötímabil.

Alexander Jóhannesson (1888-1965)

  • S00639
  • Person
  • 01.08.1889-07.06.1965

Alexander Jóhannesson, f. 15.07.1888 á Gili í Borgarsveit, d. 28.03.1934. Foreldrar: Jóhannes Davíð Ólafsson og Margrét Guðmundsdóttir. Alexander varð stúdent 1907, mag art í þýskum fræðum frá Kaupmannahöfn 1913 og doktor frá Halle í Þýskalandi 1915. Hann kenndi þýsku við Háskóla Íslands og jafnframt íslenska málfræði og germanska samanburðarmálfræði. Hann varð dósent 1926, prófessor 1930 og gegndi rektorsembætti 1932-1935, 1939-1942 og 1948-1954. Alexander átti mkinn þátt í að móta háskólahverfið sem formaður byggingarnefndar HÍ og sat einnig í ýmsum nefndum og ráðum. Hann skrifaði ýsmar bækur, bæði fræðirit og kennslubækur auk þess að skrifa um bókmenntir og þýða ljóð. Hann var mikill áhugamaður um flugmál og heitir flugvöllurinn við Sauðárkrók eftir honum.
Maki: Heba Geirsdóttir.

Tónlistarskóli Sauðárkróks (1965-1999)

  • S00643
  • Félag/samtök
  • 1965-1999

Tónlistarskóli Sauðárkróks tók til starfa í byrjun janúar 1965. Eyþór Stefánsson, tónskáld, var skólastjóri og kenndi einnig tónfræði og tónlistarsögu. Eva Snæbjörnsdóttir sá um kennslu í hljóðfæraleik, aðallega orgel- og píanóleik. Þegar skólinn tók til starfa voru skráðir nemendur um 20. Það var Tónlistarfélag Skagfirðinga sem beitti sér fyrir stofnun skólans. Stjórn Tónlistarfélagsins skipuðu á þessum tíma: Eyþór Stefánsson, Ólafur Stefánsson, Jón Karlsson, Jón Björnsson (Hafsteinsstöðum) og Magnús H. Gíslason (Frostastöðum). Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu veitti 20 þúsund króna framlag til skólans og Kvenfélag Sauðárkróks færði skólanum 10 þúsund krónur. Fleiri félagasamtök og einstaklingar lögðu einnig til fjármagn svo hægt væri að stofna og reka skólann. Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu voru sameinaðir árið 1999 þegar sveitarfélög í Skagafirði voru sameinuð.

Gísli Sigurðsson (1884-1948)

  • S00654
  • Person
  • 26. feb. 1884 - 27. nóv. 1948

Fæddur og uppalinn á Víðivöllum, foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson og Guðrún Pétursdóttir. ,,Gísli útskrifaðist frá Hólaskóla 1906. Hann sat í mörg ár í hreppsnefnd, varð hreppstjóri Akrahrepps 1929 og sýslunefndarmaður 1937 og gegndi báðum þessum störfum til lokadægurs." Gísli kvæntist Helgu Sigtryggsdóttur frá Framnesi, þau voru barnlaus en áttu tvær fósturdætur.

Jóhannes Jóhannesson Norðfjörð (1875-1952)

  • S00674
  • Person
  • 07.09.1875-17.06.1952

Var á Vestdalseyri, Dvergsteinssókn, N-Múl. 1880. Leigjandi á Hótel Tindastóli, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Úrsmiður og kaupmaður á Sauðárkróki og í Reykjavík. Úrsmiður á Grettisgötu 46, Reykjavík 1930.

Hallur Jóhannsson (1853-1918)

  • S00675
  • Person
  • 31.07.1853-11.04.1918

Bóndi í Garði í Hegranesi, Sat lengi í hreppsnefnd og var formaður sóknarnefndar um skeið. Einnig var hann prófdómari barnafræðslu eftir að hún var lögskipuð. Fyrri kona Halls var Ingibjörg Engilráð Jóhannesdóttir, þau eignuðust fjögur börn. Seinni kona Halls var Kristín Sigurðardóttir frá Skriðulandi í Kolbeinsdal, þau eignuðust engin börn.

Sigurður Þorsteinsson (1864-1928)

  • S00678
  • Person
  • 22.08.1864-09.03.1928

Fæddur á Daufá, sonur Þorsteins Jónssonar b. á Daufá og Elínborgar Sigurðardóttur. Sigurður var á barnsaldri er faðir hans lést. Móðir hans var við búskap, nokkur næstu ár, á ýmsum stöðum í Lýtingsstaðahreppi og var Sigurður á hennar vegum flest þau ár. Ungur fór hann að fást við smíðar og náði nokkurri leikni í þeirri iðn og náði nokkuri leikni í þeirri iðn. Hann hóf búskap ókvæntur á hluta af Þorsteinsstöðum í Tungusveit 1894 og bjó þar eitt ár. Gerðist lausamaður og vann að smíðum. Átti heima á Uppsölum í Blönduhlíð og Keldulandi á KJálk, en flutti þaðan vorið 1897 með Sigfúsi Dagssyni, er síðar varð tengdafaðir hans að Lóni í Viðvíkursveit 1900-1903, Bakka 1903-1907, Ásgeirsbrekku 1907-1912, Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1912-1928. Sigurður kvæntist Dagnýju Sigfúsdóttur, þau eignuðust einn son.

Gísli Guðmundsson (1870-1948)

  • S00697
  • Person
  • 1870-1948

Gísli Guðmundsson fluttist til Sauðárkróks 1904 og hóf hótelrekstur þar, fyrst í gamla barnaskólahúsinu, sem kallaðist þá Gistihúsið Baldur (við Aðalgötu 24/22) en keypti Hótel Tindastól laust fyrir 1920 og starfrækti þar greiðasölu til 1936. Ingibjörg systir hans stóð fyrir hótelinu með honum. Faðir þeirra voru Guðmundur Gunnarsson (1830-1888), siðast bóndi á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Móðir var Valgerður Ólafsdóttir (1830-1910).
Gísli var ókvæntur og barnlaus.

Gunnar Sigurðsson (1885-1956)

  • S00696
  • Person
  • 02.02.1885-02.02.1956

Faðir: Sigurður Gunnarsson (1833-1909) bóndi og hreppstjóri á Fossi á Skaga. Móðir: Sigríður Gísladóttir (1853-1936) húsfreyja á Fossi. Gunnar keypti Aðalgötu 9 (Miklibær/Dýrfinnuhús) og hafði þar greiðasölu og gistingu í húsinu. Gunnar stækkaði húsið í suður og var sú viðbygging nefnd Salurinn, veitingastofa en þessi viðbygging var rifin 1959. Gunnar var viðriðinn peningafölsunarmáli sem kom upp haustið 1914 og ritað hefur verið um í Skagfirðingabók 22 (1993). Gunnar var kvæntur Dýrfinnu Jónasdóttur frá Keldudal en hún var ekkja eftir Þórð Jónsson bónda á Auðólfsstöðum, þau skildu. Gunnar flutti til Reykjavíkur og opnaði þar verslunina Von (Laugavegur 55), 3. maí 1919 og var kallaður Gunnar í Von. Seinni kona hans var Margrét Gunnarsdóttir frá Ysta - Gili í Langadal. Þau eignuðust fimm dætur sem allar tóku drjúgan þátt í rekstri búðarinnar og einnig við rekstur búsins á Gunnarshólma. En þau Gunnar og Margrét reistu sér sumarbústað rétt utan við borgina 1928. En bústaðurinn varð að stórbýlinu Gunnarshólma sem blasir við þegar er ekið um Suðurlandsveg."

Sigurlaug Anna Rögnvaldsdóttir (1877-1956)

  • S00680
  • Person
  • 15. mars 1877 - 20. mars 1956

Foreldrar: Rögnvaldur Þorleifsson og Guðrún Jónsdóttir. Sigurlaug ólst upp á Lambanes-Reykjum og hóf svo búskap þar með manni sínum Jóni Gísla Gunnlaugi Halldórssyni frá Teigum í Flókadal. Þau bjuggu síðan á Berghyl, á Molastöðum og í Stóru-Brekku í Fljótum þar til þau fluttu suður, fyrst í Hafnarfjörð en síðan til Reykjavíkur. Sigurlaug og Jón eignuðust 14 börn, 10 þeirra komust til fullorðinsára.

Jón Sigfússon (1892-1957)

  • S00693
  • Person
  • 15.11.1892-28.08.1957

Foreldrar: Sigfús Jónsson prestur á Mælifelli og k.h. Petrea Þorsteinsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim að Mælifelli aldamótaárið 1900. Eftir fermingu fór hann til Akureyrar í Gagnfræðaskólann og stundaði þar nám í tvo vetur. Aðra tvo vetur var hann í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi árið 1912. Að því loknu starfaði hann hjá Einari Helgasyni garðyrkjumanni í Reykjavík og kynnti sér uppeldi trjáplantna. Vann hann á búi foreldra sinna næstu tvö ár. Hann kvæntist árið Jórunni Hannesdóttur og fluttist þá aftur heim að Mælifelli og og hóf þar búskap í félagi við foreldra sína. Vorið 1915 fluttust þau hjón að Glaumbæ og bjuggu þar í tvö ár, en fluttust þá aftur heim að Mælifelli og bjuggu þar í tvö ár, en þá brugðu þau búi og fluttust til Sauðárkróks, þar sem heimili þeirra stóð upp frá því, meðan bæði lifðu. Jón hóf störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og er deildaskipting var tekin upp, varð hann deildarstjóri í vefnaðarvörudeild og sinnti því starfi til lokadags. Var hann mikill samvinnumaður og um langt árabil fulltrúi á aðalfundum KS. Er ævi hans lauk, átti hann að baki lengstan starfsaldur þeirra sem hjá félaginu höfðu unnið allt frá stofnun þess árið 1889. Jón var sönghneigður, söng lengi í Karlakór Sauðárkróks og lék um skeið með Lúðrasveit Sauðárkróks, enda einn af stofnendum hennar.

Trausti Friðriksson (1872-1962)

  • S00701
  • Person
  • 21.10.1872-20.09.1962

Fæddur að Hléskógum í Höfðahverfi í S-Þing. ,,Ungur þurfti Trausti að treysta á mátt sinn og megin, því að móður sína missir hann átta ára og föður sinn 19. ára. Hann stundar sjómennsku frá Akureyri og Látraströnd á yngri árum, en fluttist svo til Skagafjarðar árið 1908. Var húsmennsku á Framnesi í 2 ár. Árið 1910 hóf hann búskap í Eyhildarholti í félagi við Jónas Sigurðsson frá Felli í Sæmundarhlíð. Bóndi á Ingveldarstöðum syðri á Reykjaströnd 1911-1914 og á Ingveldarstöðum ytri 1914-1921. Í janúar 1922 fór hann til Ameríku með Goðafossi. Bjó í Baldur, Man. 1922-1949. Vann á járnbrautum. Fluttist til Winnipeg 1949 og átti þar heima til lokadægurs."
Trausti kvæntist Ásu Nýbjörgu Ásgrímsdóttur frá Þóroddsstöðum í Ólafsfirði, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurlaug Traustadóttir (1907-1945)

  • S00704
  • Person
  • 21. okt. 1907 - 20. mars 1945

Dóttir Trausta Friðrikssonar og Ásu Nýbjargar Ásgrímsdóttur. Flutti til Vesturheims með foreldrum sínum árið 1922. Húsfreyja í Winnipeg.

Seyluhreppur

  • S00003
  • Corporate body
  • 1000-1998

Seyluhreppur var hreppur vestan Héraðsvatna í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Stóru-Seylu á Langholti, sem var þingstaður hreppsins.

Til hreppsins töldust fjögur byggðarlög, Langholt, Vallhólmur, Víðimýrarhverfi og Skörð, en einnig Fjall, Geldingaholt og Húsabakkabæirnir, sem ekki töldust tilheyra neinu þessara byggðarlaga. Byggðin er breið og áttu aðeins sex bæir í hreppnum land til fjalls. Hreppurinn var allur í Glaumbæjarsókn en þar eru tvær kirkjur, í Glaumbæ og á Víðimýri. Fyrr á öldum var einnig kirkja í Geldingaholti.

Aðalatvinnuvegur hreppsbúa var lengst af landbúnaður en nokkru fyrir miðja 20. öld byggðist upp dálítill þéttbýliskjarni í Varmahlíð og starfa íbúar þar flestir við verslun og þjónustu af ýmsu tagi. Þar er skóli, félagsheimili, hótel og sundlaug, auk verslunar og annarrar þjónustustarfsemi. Við sameininguna bjuggu 303 íbúar í hreppnum, þar af 125 í Varmahlíð.

Hinn 6. júní 1998 sameinaðist hreppurinn 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð. (https://is.wikipedia.org/wiki/Seyluhreppur)

Í skjalasafninu eru skjöl frá Seyluhreppi í Skagafirði frá árunum 1790-1998 þegar hreppurinn sameinaðist tíu öðrum sveitarfélögum og til varð sveitarfélagið Skagafjörður. Röðun innan flokka er í tímaröð en sumstaðar eru eyður þar sem gögn hafa glatast m.a. í bókhaldinu.

Helgi Dagur Gunnarsson (1956-)

  • S00002
  • Person
  • 1956-

Helgi Dagur Gunnarsson fæddist á Sauðárkróki 21. október 1956. Foreldrar: Gunnar Guðjón Helgason og Sigurlaug Jónsdóttir.

Jón Jónsson Skagfirðingur (1886-1965)

  • S00010
  • Person
  • 08.01.1886-21.01.1965

Jón Jónsson, síðar nefndur Jón Skagfirðingur, var fæddur í janúar 1886 á Valabjörgum í Skörðum. Foreldrar hans voru Jón Guðvarðarson og Oddný Sæmundsdóttir og áttu þau tvö önnur börn, þau Moniku og Nikódemus. Jón ólst upp að Valabjörgum til 15 ára aldurs en þá flutti hann með foreldrum sínum að Holtskoti í Seyluhreppi. Árið 1915 kvæntist Jón Soffíu Jósafatsdóttur frá Krossanesi og eignuðust þau þrjú börn; Sæmund, Hansínu og Valtý. Jón og Soffía bjuggu fyrst í Holtskoti, síðan í Glaumbæ og svo á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Árið 1941 fluttu þau til Sæmundar sonar síns að Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Soffía lést árið 1960 og eftir dauða hennar orti Jón kvæðið um Ekkilinn í Urtuvík.
Jóni er lýst svo: ,,Jón er prýðilega greindur maður, gjörhugull og víðlesinn. Hann er algjörlega sjálfmenntaður. Lítið hefur farið fyrir honum á veraldar-vettvangi, því að hann er maður hlédrægur og óhlutdeilinn og flíkar ógjarnan sínum innra manni. Fíngert og ljóðrænt eðli hans birtist einkanlega fáum og völdum vinum, - og í stökum hans og kvæðum, sem orðið hafa til á stopulum tómstundum fátæks bónda."

Jón virðist hafa byrjað ungur að yrkja en það virðist hafa verið honum mikil hvatning að hitta Stephan G. Stephansson árið 1917 og fá tækifæri til þess að yrkja til hans. Stephan heillaðist mjög að kveðskapi Jóns og heimsótti hann í Holtskot þar sem þeir ræddu lengi um kveðskap. Jafnframt var Jóni vel til vina við Stefán frá Hvítadal og Friðrik Hansen og hvöttu þeir hann mjög til að virkja skáldskapargáfu sína. Jón lést árið 1965 þá 79 ára gamall.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

  • S00011
  • Person
  • 27.01.1888-06.08.1962

Jón Pálmi Jónsson er fæddur í Sauðanesi, Torfalækjarhreppi, A.-Hún. árið 1888. Faðir hans var Jón Hróbjartsson (1849-1928), bóndi á Gunnfríðarstöðum, A.-Hún. Móðir hans var Anna Einarsdóttir (1850-1910), húsfreyja á Gunnfríðarstöðum, frá Hring í Blönduhlíð. Jón Pálmi stundaði nám við Gagnfræðiskólann á Akureyri 1906-1907. Lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri 1909-1911. Var íþróttakennari á Blönduósi 1907-1908 og barnakennari í Svínavatnshreppi 1907-1909. Mun hafa unnið hjá Þórarni Stefánssyni ljósmyndara á Húsavík á tímabilinu 1910-1912. Rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1912 til vors 1915, seldi Pétri Hannessyni stofuna í desember 1914. Bendlaður við peningafölsunarmál og flúði land. Var starfsmaður á ljósmyndastofu í Noregi 1915-1916. Fluttist til Bandaríkjanna 1916 og rak þar ljósmyndastofu með hléum frá 1919 til 1962.

Ólafur Magnússon (1889-1954)

  • S00012
  • Person
  • 15.06.1889-26.11.1954

Ólafur Magnússon fæddist á Akranesi árið 1889. Faðir hans var Magnús Ólafsson (1862-1937), ljósmyndari í Reykjavík. Móðir hans var Guðrún Jónsdóttir (1862-1926), húsfreyja. Ólafur lærði ljósmyndun hjá föður sínum fyrir 1908 en var í framhaldsnámi hjá Sophus Junker Jensen í Kaupmannahöfn og í Berlín 1911-1913. Vann sem ljósmyndari hjá Pétri Brynjólfssyni í Reykjavík um tíma fyrir 1911. Rak ljósmyndastofu í Reykjavík frá 1913 til 1954. Maki Ólafs var Guðrún Árnadóttir (1915-1993). Ólafur dó árið 1954.

Jórunn Sigurðardóttir (1926-2015)

  • S00034
  • Person
  • 12.11.1926-24.04.2015

Jórunn Sigurðardóttir (Nunna) var fædd í Stokkhólma í Vallhólma í Skagafirði þann 12. nóvember 1926. Hún var gift Frosta Gíslasyni (1926-2001). Þau bjuggu á Frostastöðum í Akrahreppi. Jórunn var síðast búsett á Sauðárkróki og lést þar 25. apríl 2015.

Sveinn Guðmundsson (1912-1998)

  • S00024
  • Person
  • 28.04.1912-12.05.1998

Sveinn Guðmundsson var fæddur í Litladalskoti í Lýtingstaðarhreppi í Skagafirði þann 28. apríl 1912. Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. Kona hans var Valgerður Elín Hallgrímsdóttir (1920-1996). Hann lést 12. maí 1998.

Magnús Halldór Gíslason (1918-2013)

  • S00025
  • Person
  • 23.03.1918-03.02.2013

Magnús Halldór Gíslason (Abbi) var fæddur á Frostastöðum í Akrahreppi í Skagafirði þann 23. mars 1918. Hann var bóndi á Frostastöðum í Akrahreppi og síðar blaðamaður í Reykjavík, síðast búsettur á Frostastöðum. Magnús var varaþingmaður og sat um tíma á þingi. Kona hans var Jóhanna Guðný Þórarinsdóttir (f. 1921-2018).
Magnús lést á Sauðárkróki 3. febrúar 2013.

Páll Zóphóníasson (1886-1964)

  • S00038
  • Person
  • 18.11.1886-01.12.1964

Páll Zóphóníasson var fæddur í Viðvík í Viðvíkurhreppi, Skagafirði þann 18. nóvember 1886. Páll var kennari á Hvanneyri. Síðar skólastjóri, búnaðarmálastjóri og alþingismaður í Reykjavík. Páll bjó m.a. á Ránargötu 6 a í Reykjavík. Kona hans var Guðrún Þuríður Hannesdóttir (1881-1963). Páll lést 1. desember 1964.

Þorsteinn Helgason (1886-1970)

  • S00030
  • Person
  • 6. júlí 1886 - 22. júní 1970

Þorsteinn Helgason var fæddur í Gröf í Kaupangssveit, Eyjafirði þann 6. júlí 1886. Bóndi á Rifkelsstöðum í Eyjafirði 1910-1916, á Höfða á Akureyri 1917-1919, á Rangárvöllum í Kræklingahlíð, Eyjafirði 1919-26 og í Stóra-Holti í Fljótum frá 1926-1946, bjó áfram í Stóra-Holti hjá syni sínum. Á unga aldri æfði Þorsteinn glímu og var mjög virkur í ungmennafélaginu Unglingi í Öngulsstaðahreppi, formaður þess 1910-1911. Þorsteinn var svo fær glímumaður að honum var boðið að fara með glímuflokki Jóhannesar Jósefssonar til Rússlands, það varð þó ekki úr því þar sem Þorsteinn veiktist af fótameini og lá í því á annað ár. Þorsteinn var framkvæmdasamur í búskap sínum og bryddaði upp á margri nýbreytni, ræktaði m.a. rauðkál, hvítkál, rauðrófur og hreðkur. Einnig var hann manna afkastamestur við kartöflurækt. Þorsteinn stofnaði Fóðurbirgðafélag Fljótamann. Hann sat einnig í stjórn búnaðarfélagsins í Fljótum og kom að stofnun nautgriparæktarfélagsins
Maki 1: María Guðmundsdóttir (1885-1921), þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Sigurbjörg Bjarnadóttir (1888-1933), þau eignuðust einn son.

Leikfélag Sauðárkróks (1941-)

  • S00053
  • Félag/samtök
  • 1941-

Leikfélag Sauðárkróks er eitt elsta áhugamannaleikfélag á landinu. Það var stofnað 13. apríl 1888, þrátt fyrir óáran til sjós og lands eins og segir í Skagfirzkum annál. Stofnendur voru 16 talsins og markmið félagsins voru gagn og skemmtun. Félagið stóð fyrir leiksýningum um árabil og þá helst í Sýslufundavikunni. Það lognaðist þó smám saman útaf. Samt var alltaf leikið á Sauðárkróki, Stúkan, Kvenfélagið og fleiri sáu til þess. 9. janúar 1941 var Leikfélag Sauðárkróks stofnað á ný í Bifröst. Að þessu sinni voru stofnfélagar 40 talsins. Fyrsta stjórnin var skipuð þeim Eyþóri Stefánssyni, Pétri Hannsesyni og Kristjáni C. Magnússyni.

Sigurgeir Snæbjörnsson (1928-2005)

  • S00224
  • Person
  • 14.06 1928-19.07.2005

Sigurgeir Snæbjörnsson fæddist á Sauðárkróki 14. júní 1928. Sigurgeir var sonur hjónanna Snæbjörns Sigurgeirssonar, bakarameistara á Sauðárkróki og Ólínu Björnsdóttur frá Skefilsstöðum á Skaga. Sigurgeir var alinn upp á Sauðárkróki. 4ra ára missti hann föður sinn en Ólína giftist aftur Guðjóni Sigurðssyni bakarameistara á Sauðárkróki, f. á Mannskaðahóli á Höfðaströnd. Sigurgeir kvæntist hinn 12. júní 1954 Auði Hannesdóttur, þau eignuðust fimm börn.

1946 veiktist Sigurgeir af berklum og átti í þeim veikindum í 2 ár. Haustið 1948 sat hann í þriðja bekk Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki og tók þaðan landspróf um vorið. Haustið 1949 fór hann í rafvirkjanám í Iðnskólanum í Reykjavík, en kláraði ekki námið þar sem veikindi hans tóku sig upp á ný. Hann vann um tíma sem verkstjóri hjá Varnarliðinu í Keflavík og síðan vann hann við verslunarstörf, fyrst fyrir aðra en síðan við sín eigin fyrirtæki og starfaði við þau alla sína starfsævi.

Björg Lovísa Pálmadóttir (1885-1972)

  • S00061
  • Person
  • 31.05.1885-15.09.1972

Björg Lovísa Pálmadóttir fæddist á Hofstöðum í Hofsstaðabyggð, Skag. 31. maí 1885. Faðir: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955). Móðir: Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1946).
Eiginmaður: Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950), skrifstofustjóri. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Túngötu 8, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Björg Lovísa lést 1972.

Alda Alvilda Möller (1912-1948)

  • S00082
  • Person
  • 23. sept. 1912 - 1. okt. 1948

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Leikkona í Reykjavík. Maki: Þórarinn Kristjánsson.

Hans Vilhelm Pálsson (1857-1933)

  • S00068
  • Person
  • 14. ágúst 1857 - 25. apríl 1935

Hans Vilhelm Pálsson fæddist 14. ágúst 1857 á Norðurlandi. Faðir hans var Páll Erlendsson en móðir hans hét Guðrún. Vilhelm flutti til Kanada 1883. Árið 1897 kvæntist hann Önnu Kristínu Nikulásdóttur. Vilhelm var verslunarmaður en hafði einnig brennandi áhuga á innflytjandamálum og virðist hafa unnið mikið að þeim málum, sérstaklega 1896-1905. Vilhelm var fyst kosinn á Saskatchewan lögþing 1912 og endurkosinn 1917. Aftur var hann kosinn á lögþing 1924 í aukakosningum og endurkosinn 1925 og 1929 fyrir Quill Plains. Hann lést árið 1935.

Pálmi Möller (1922-1988)

  • S00059
  • Person
  • 04.11.1922-19.06.1988

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Prófessor í tannlækningum í Birmingham í Bandaríkjunum. Eiginkona: Málfríður Óskarsdóttir Möller (1925-1996).

Pétur Brynjólfsson (1881-1930)

  • S00625
  • Person
  • 4.8.1881-1.4.1930

Pétur Brynjólfsson fæddist á Heiði í Mýrdal, 4. ágúst 1881. Faðir: Brynjólfur Jónsson (1850-1925) prestur á Hofi í Álftafirði. Móðir: Ingunn Eyjólfsdóttir (1854-1896) húsfreyja á Hofi í Álftafirði. Maki: Anine Charoline Henriette Gjerland (1882-1934) píanóleikari og kennari í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Þau skildu. Saman áttu þau fimm börn.
Pétur lærði ljósmyndun veturinn 1900-1901, líklega hjá Sigfúsi Eymundssyni. Stundaði framhaldsnám í ljósmyndun hjá P. Schaumburg, Nørrebrogade 23 í Kaupmannahöfn 1901-1902 og í Þýskalandi. Rak ljósmyndastofu í Bankastræti 14, Reykjavík 1902-1906 síðan við Hverfisgötu 1906-1915. Rak útibú í Lækjagötu 3 á Akureyri 1908-1909. Fluttist til Danmerkur 1915 og rak um skeið ljósmyndastofu við Nørregade í Kaupmannahöfn. Rak svo ljósmyndastofu á nokkrum stöðum í Reykjavík frá 1918-1930.

Rannveig Jósefsdóttir (1889-1993)

  • S00067
  • Person
  • 24.04.1889-12.11.1993

Rannveig Jósefsdóttir, tvinningakona á Akureyri, var fædd á Stóra-Eyrarlandi, Eyj. 24. apríl 1889. Faðir: Jósef Vilhelm Jóhannsson(1850-1921). Móðir: Jósefína Guðmundsdóttir (1856-1934). Barnsfaðir Rannveigar var Jóhann Marinó Pálmason (1887-1959). Barn þeirra: Freyja Jóhannsdóttir (1924-2011).
Rannveig lést 12. nóvember 1993.

Pétur Pétursson (1872-1956)

  • S00100
  • Person
  • 7. sept. 1872 - 26. mars 1956

Fæddur á Valabjörgum, foreldrar: Pétur Björnsson og Rannveig Magnúsdóttir. Útskrifaðist frá Gagnfræðiskólanum á Möðruvöllum haustið 1892. Starfaði í verslun Gránufélagsins á Sauðárkróki eftir útskrift. Var verslunarstjóri hjá Gránufélaginu á Oddeyri 1908-1914 en setti svo á stofn eigin verslun á Akureyri sem hann rak til 1926. Á þessum tíma rak hann einnig útgerð, bæði síld- og hákarlaveiðar. Á fyrri stríðsárunum (1914-1918) vann hann fyrir landstjórnina að innflutningi á kolum til landsins. Var einn af stofnendum Eimskipafélags Íslands og átti um skeið sæti í varastjórn þess. Árið 1926 flutti hann til Siglufjarðar og gerðist þar verslunarstjóri. Pétur giftist Þórönnu Pálmadóttur frá Höfða á Höfðaströnd, þau eignuðust fimm börn.

Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1946)

  • S03397
  • Person
  • 22.04.1855-29.03.1946

Anna Hólmfríður Jónsdóttir, f. 22.04.1855, d. 29.03.1946. Foreldrar: Jón Hallsson (1807-1894) prófastur í Glaumbæ og valgerður Sveinsdóttir, síðar húsfreyja á Vöglum. Anna ólst að mestu upp hjá föður sínum, sem ættleiddi hana.
Maki: Pálmi Þóroddsson (1862-1955) prestur á Hofsósi. Þau eignuðust tíu börn.

Jóhann Georg Jóhannsson Möller (1883-1926)

  • S03126
  • Person
  • 15. apríl 1883 - 18. des. 1926

Foreldrar: Jóhann Georg Möller (1848-1903) og Katrína Alvilda María Thomsen. Kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarmaður á Sauðárkróki. Kvæntist Þorbjörgu Pálmadóttur frá Hofsósi, þau eignuðust 11 börn.

Jóhanna Þorbjörg Hull (1940-

  • S00086
  • Person
  • 14. júní 1940-

Dóttir Lucindu Möller og Eiríks Sigurbergssonar. Fædd og uppalin í Reykjavík.

Paul Valdimar Michelsen (1917-1995)

  • S00081
  • Person
  • 17. júlí 1917 - 26. maí 1995

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem garðyrkjumaður í Hveragerði.

Hjalti Jósafat Guðmundsson (1929-2012)

  • S00145
  • Person
  • 13.06.1929-26.08.2012

Hjalti Jósafat Guðmundsson fæddist á Sauðárkróki 13. júni 1929. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jónasdóttir og Guðmundur Jósafatsson. 23. janúar 1952 kvæntist Hjalti Kristínu Björgu Svavarsdóttur og eignuðust þau fimm börn. ,,Hjalti ólst upp á Sauðárkróki. Hann var húsasmíðameistari og starfaði við það fag alla sína tíð. Hann var oft kallaður til sem prófdómari við sveinspróf og vann mikið með iðnsveinafélaginu á Sauðárkróki. Hjalti var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki og var virkur félagsmaður til síðasta dags."

Snorri Sigurðsson (1929-2009)

  • IS-HSk-S00147
  • Person
  • 15.04.1929-26.05.2006

Skógfræðingur og framkvæmdarstjóri skógræktarfélags Íslands.

Hallfríður Eybjörg Rútsdóttir (1927-2015)

  • S00104
  • Person
  • 08.11.1927-30.11.2015

Hallfríður Eybjörg Rútsdóttir f. á Sauðárkróki 08.11.1927, d. 30.11.2015. Foreldrar: Sigrún Sveinsína Sigurðardóttir (1892-1972) og Rútur Þorsteinsson (1905-1994). Halla gekk í húsmæðraskólann á Löngumýri og fór svo suður til Reykjavíkur og starfaði þar á barnaheimili. Síðan fluttist hún norður og fór að vinna á Hótel Varmahlíð þar sem hún kynntist Guðbrnadi. Þau bjuggu á Sauðárkróki alla sína búskapartíð. Halla hafði mikinn áhuga á tónlist, spilaði bæði á píanó og gítar og söng í kirkjukór Sauðárkróks og síðar kór eldri borgara.
Maki: Guðbrandur Jón Frímannsson (1922-2000) frá Austara-Hóli í Fljótum. Þau eignuðust fjögur börn.

Björg Jóhannesdóttir Hansen (1861-1940)

  • S00367
  • Person
  • 29. nóvember 1861 - 8. febrúar 1940

Foreldrar hennar voru Jóhannes Ögmundsson b. í Garði í Hegranesi og Steinunn Stefánsdóttir frá Hofi í Vatnsdal. Björg kvæntist Christian Hansen, þau bjuggu að Sauðá í Borgarsveit. Björg og Christian eignuðust átta börn.

Guðrún Svanfríður Snæbjörnsdóttir (1925-2015)

  • S00111
  • Person
  • 27. júní 1925 - 26. júní 2015

Fædd á Sauðárkróki 27. júní 1925, dóttir Snæbjörns Sigurgeirssonar bakarameistara á Sauðárkróki og Ólínu Ingibjargar Björnsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Síðar verslunarkona og heildsali í Reykjavík.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

  • S00623
  • Person
  • 29.8.1900-3.6.1973

Kristján fæddist á Sauðárkróki 29. ágúst árið 1900, sonur Hildar Pétursdóttur Eriksen og Magnúsar Guðmundssonar verslunarmanns á Sauðárkróki. Kristján starfaði alla tíð sem verslunarmaður, fyrst hjá Höephnersverslun og verslun Sigurgeirs Daníelssonar en síðar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, þar sem hann starfaði lengst af. Kristján var mikill félagshyggjumaður og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum, bæði fyrir Sauðárkrók og eins fyrir ýmis félagasamtök. Sat m.a. í stjórn Sögufélags Skagfirðinga um tíma og í stjórn Bóka- og héraðsskjalasafns Skagfirðinga frá 1960 til æviloka. Ungur að árum hóf Kristján ljósmyndagerð og telur safn hans þúsundir mynda. Ánafnaði Kristján Héraðsskjalasafn Skagfirðinga að ljósmyndum sínum eftir sinn dag og má af því marka hvaða hug hann bar til safnsins. Kristján hafði gott auga fyrir ljósmyndatökum. Hann tók myndir af öllum húsum á Sauðárkróki, fjölda mannamynda tók hann og myndir af ýmsum viðburðum og hátíðum um áratugaskeið. Safn Kristjáns er gríðalega verðmætt fyrir áhugafólk um sögu Sauðárkróks, enda myndefnið fjölbreytt og má í safni hans sjá glöggt þá umbreytingu sem varð á Sauðárkróki frá sveitaþorpi til kaupstaðar. Kristján giftist Sigrúnu M. Jónsdóttur sýslufulltrúa, sem lifði Kristján. Hún var um tíma sett Sýslumaður Skagfirðinga og mun hafa verið fyrsta konan sem gegndi því embætti hér á landi. Hluti mynda Kristjáns eru nú aðgengilegar á myndavef safnsins, eða um 600 ljósmyndir.

Kristján Skagfjörð Jónsson (1921-1996)

  • S00117
  • Person
  • 18. júlí 1921 - 17. feb. 1996

Kristján fæddist á Sauðárkróki og var sonur Áslaugar Sigvaldínu Egilsdóttur og Jóns Ingvars Guðmundssonar. ,,Kristján ólst upp á Sauðárkróki og stundaði þar ýmis störf í æsku. Hann vann lengi hjá Vita- og hafnamálastofnun við byggingar á vitum víða á landinu. Lengst af var hann starfsmaður Sementsverksmiðju ríkisins, eða frá 1956 til 1991 og var verkstjóri í mörg ár í líparítnámu fyrirtækisins hjá Þyrli í Hvalfirði." Kristján giftist Rósu Sigurðardóttur og eignuðust þau tvö börn.

Gunnþórunn Sveinsdóttir (1885-1970)

  • S00121
  • Person
  • 1885-1970

Fædd í Borgarey í Vallhólmi, Skag. 2. febrúar 1885. Látin í Reykjavík 18. nóvember 1970.
VInnukona á Skíðastöðum, Hvammssókn, Skag. 1910. Bóndi á Mælifellsá á Efribyggð, Skag. Gistihúsrekandi og kaupkona á Sauðárkróki. Síðast bús. í Reykjavík.
Gaf út bókina; Gleym mér ei.

Bjarni Magnússon (1928-1958)

  • S00123
  • Person
  • 1928-1958

Fæddur í Ásgarði í Hvammshr., Dal. 19. ágúst 1928. Látinn 26. febrúar 1958.
Síðast bús. í Oklahoma. Maki: Ethelen Magnusson.

Kristín Jónsdóttir (1886-1948)

  • S00127
  • Person
  • 25. jan. 1886 - 1. júní 1948

Foreldrar: Jón Þorláksson b. í Brekkukoti ytra í Blönduhlíð og 3. k. h. Steinunn Björnsdóttir frá Miðhúsum í Óslandshlíð. Hún var húsfreyja á Þorsteinsstöðum í Tungusveit, Lýtingsstaðahreppi. Maður hennar var Stefán Jónatansson (1892-1936) bóndi á Þorsteinsstöðum.

Niðurstöður 86 to 170 of 6402