Showing 6395 results

Authority record

Þorsteinn Helgason (1886-1970)

  • S00030
  • Person
  • 6. júlí 1886 - 22. júní 1970

Þorsteinn Helgason var fæddur í Gröf í Kaupangssveit, Eyjafirði þann 6. júlí 1886. Bóndi á Rifkelsstöðum í Eyjafirði 1910-1916, á Höfða á Akureyri 1917-1919, á Rangárvöllum í Kræklingahlíð, Eyjafirði 1919-26 og í Stóra-Holti í Fljótum frá 1926-1946, bjó áfram í Stóra-Holti hjá syni sínum. Á unga aldri æfði Þorsteinn glímu og var mjög virkur í ungmennafélaginu Unglingi í Öngulsstaðahreppi, formaður þess 1910-1911. Þorsteinn var svo fær glímumaður að honum var boðið að fara með glímuflokki Jóhannesar Jósefssonar til Rússlands, það varð þó ekki úr því þar sem Þorsteinn veiktist af fótameini og lá í því á annað ár. Þorsteinn var framkvæmdasamur í búskap sínum og bryddaði upp á margri nýbreytni, ræktaði m.a. rauðkál, hvítkál, rauðrófur og hreðkur. Einnig var hann manna afkastamestur við kartöflurækt. Þorsteinn stofnaði Fóðurbirgðafélag Fljótamann. Hann sat einnig í stjórn búnaðarfélagsins í Fljótum og kom að stofnun nautgriparæktarfélagsins
Maki 1: María Guðmundsdóttir (1885-1921), þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Sigurbjörg Bjarnadóttir (1888-1933), þau eignuðust einn son.

Pétur Jóhannsson (1913-1998)

  • S00031
  • Person
  • 12.04.1913-12.02.1998

Pétur Jóhannsson fæddist í Glæsibæ í Sléttuhlíð í Skagafirði hinn 12. apríl 1913 og ólst þar upp.
Foreldrar Péturs voru hjónin Margrét Pétursdóttir, húsfreyja, og Jóhann Ísak Jónsson, útvegsbóndi og baráttumaður í sinni sveit.
Pétur ólst upp við sjóróðra, sveitastörf og stöðuga umræðu og umhugsun um velferð sveitarinnar. Við fráfall föðurs 1933 varð hann að leggja mest af námsáætlunum sínum á hilluna og taka við búsforráðum í Glæsibæ ásamt ýmsum trúnaðarstörfum sem faðir hans hafði gegnt. Hann lauk gagnfræðaprófi frá MA 1936.
Pétur bjó í Glæsibæ næstu 10 árin með móður sinni en 1943 kvæntist hann konu sinni Sigríði Guðrúnu Stefánsdóttur, fósturdóttur hjónanna Guðríðar og Jónatans Líndal á Holtastöðum í Langadal. Sigríður var dóttir hjónanna Stefáns Jónssonar og Guðrúnar Kristmundsdóttur á Smyrlabergi á Ásum. Sigríður fæddist 15. ágúst 1916 og dó 26. mars 1997. Börn þeirra hjóna eru: Margrét, Guðríður, Jóhann Ísak. Pétur bjó í Glæsibæ til 1974 og fluttist þá til Akraness og síðan til Þorlákshafnar 1976, þar sem hann vann sem skrifstofustjóri hjá útgerðarfélaginu Glettingi til 1992. Pétur tók virkan þátt í félagsstörfum bæði í Þorlákshöfn og Skagafirði og voru falin margs konar trúnaðarstörf.

Klemenz Guðmundsson (1892-1986)

  • S00032
  • Person
  • 14.03.1892-18.06.1986

Fæddur í Bólstaðarhlíð í A-Húnavatnssýslu 14. mars 1892. Látinn 8. júní 1986
Bóndi í Bólstaðarhlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi, póstafgreiðslumaður, símstöðvarstjóri og kennari í Bólstaðarhlíð. Var á Botnastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
Eiginkona: Elisabet Magnúsdóttir (1891-1964). Saman áttu þau fjóra syni.

Ingimundur Bjarnason (1886-1976)

  • S00033
  • Person
  • 16. sept. 1886 - 6. mars 1976

Ingimundur var fæddur á Illugastöðum í Laxárdal fremri, foreldrar hans voru Bjarni Sveinsson og Kristín Jónsdóttir. Ingimundur ólst upp í Kirkjuskarði í Laxárdal hjá Stefáni Guðmundssyni og Sigríði Guðmundsdóttur. Árið 1919 kvæntist Ingimundur Sveinsínu Bergsdóttur og tóku þau við búi að Kirkjuskarði. 1925 brugðu þau búi og fluttu í húsið Árbakka (Suðurgötu 5) á Sauðárkróki. Í kjallara hússins opnaði Ingimundur járnsmíðaverkstæði og starfaði þar sem járn/eldsmiður. Ingimundur og Sveinsína eignuðust fjórar dætur.

Jórunn Sigurðardóttir (1926-2015)

  • S00034
  • Person
  • 12.11.1926-24.04.2015

Jórunn Sigurðardóttir (Nunna) var fædd í Stokkhólma í Vallhólma í Skagafirði þann 12. nóvember 1926. Hún var gift Frosta Gíslasyni (1926-2001). Þau bjuggu á Frostastöðum í Akrahreppi. Jórunn var síðast búsett á Sauðárkróki og lést þar 25. apríl 2015.

Sigríður Márusdóttir (1930-)

  • S00035
  • Person
  • 01.03.1930

Sigíður var fædd á Ystu-Grund í Akrahreppi, Skagafirði 1. mars 1930, heitir fullu nafni Hermína Sigríður Márusdóttir, kölluð Sigga. Hún býr í Hjaltastaðahvammi, en þar höfðu þau bú, hún og maður hennar, Þorsteinn Sigurðsson (1918-2011).

Þorsteinn Sigurðsson (1918-2011)

  • S00036
  • Person
  • 16.03.1918-01.06.2011

Þorsteinn Sigurðsson (Steini) fæddist á Hjaltastöðum í Akrahreppi, Skagafirði þann 16. mars 1918. Þorsteinn var búfræðingur og bóndi í Hjaltastaðahvammi í Akrahreppi, einnig, verkamaður og meðhjálpari. Hann söng með karlakórunum Heimi og Feyki. Kona hans var Sigríður Márusdóttir (f. 1930). Þorsteinn lést á Sauðárkróki 1. júní 2011.

Hjalti Sigurðsson (1920-1995)

  • S00037
  • Person
  • 22.03.1920-18-11.1995

Hjalti Sigurðsson var fæddur í Flugumýrarhvammi í Akrahreppi í Skagafirði. 22. mars 1920. Hann var bóndi og vélsmiður á Hjalla í Akrahreppi í Skagafirði. Kona hans var Ingibjörg Kristjánsdóttir (1928-2012). Hjalti lést á Sauðárkróki 18. nóvember 1995.

Páll Zóphóníasson (1886-1964)

  • S00038
  • Person
  • 18.11.1886-01.12.1964

Páll Zóphóníasson var fæddur í Viðvík í Viðvíkurhreppi, Skagafirði þann 18. nóvember 1886. Páll var kennari á Hvanneyri. Síðar skólastjóri, búnaðarmálastjóri og alþingismaður í Reykjavík. Páll bjó m.a. á Ránargötu 6 a í Reykjavík. Kona hans var Guðrún Þuríður Hannesdóttir (1881-1963). Páll lést 1. desember 1964.

Magnús Sigmundsson (1891-1952)

  • S00039
  • Person
  • 14.11.1891-28.05.1952

Magnús Sigmundsson var fæddur á Írafelli í Svartárdal, Skagafirði 14. nóvember 1891. Hann var bóndi á Vindheimum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Kona hans var Anna Sigríður Jóhannesdóttir (1900-1985). Magnús lést á Sauðárkróki 28. maí 1952.

Jónas Egilsson (1864-1942)

  • S00040
  • Person
  • 31.10.1864-16.09.1942

Jónas Egilsson var fæddur á Skarðsá, Staðarhr. 31. október 1864, látinn 16. september 1942. Bóndi á Völlum í Vallhólmi, Skag.
Kona hans var Anna Kristín Jónsdóttir (1864 - 1941) húsfreyja á Völlum.

Haraldur Jónasson (1895-1978)

  • S00041
  • Person
  • 09.08.1895-30.04.1978

Haraldur var fæddur á Völlum í Vallhólmi, Skag. 9. ágúst 1895 en hann lést á Sauðárkróki 30. apríl 1978. Hann var bóndi, hreppstjóri og oddviti á Völlum í Vallhólmi, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi. Kona hans var Ingibjörg Bjarnadóttir (1892 - 1975 ) húsfreyja á Völlum. Þau giftust 01.06.1918. Ingibjörg ólst upp frá þriggja ára aldri hjá föðurbróður sínum Ástvaldi Jóhannessyni f. 1868 og konu hans Guðleifu Halldórsdóttur f. 1870.

Haraldur sótti nám í Unglingaskóla Árna Hafstað í Vík í Skagafirði. Síðan lá leið hans til Akureyrar, í Gagnfræðaskólann þar, og þaðan varð hann gagnfræðingur vorið 1915.
Hann var kjörinn í hreppsnefnd Seyluhrepps árið 1925 og átti þar sæti í 45 ár samfellt, til ársins 1970 að hann baðst undan endurkosningu vegna sjóndepru. Oddviti hreppsnefndar var hann nær allan þann tíma eða frá 1935. Árið 1943 var Haraldur skipaður hreppstjóri í Seyluhreppi og gegndi hann því starfi einnig til ársins 1970, eða í hart nær þrjá tugi ára.

Björn Egilsson (1905-1999)

  • S00042
  • Person
  • 7. ágúst 1905 - 2. mars 1999

Björn Egilsson fæddist á Sveinsstöðum í Tungusveit í Skagafírði 7. ágúst 1905. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 2. mars 1999. Foreldrar hans voru hjónin Egill Benediktsson, f. 13.5.1877, d. 23.2. 1960, og Jakobína Sveinsdóttir, f. 15.2.1879, d. 13.1. 1947, búandi á Sveinsstöðum. Björn ólst upp á Sveinsstöðum og var bóndi þar 1935-1945 og aftur 1949-1972. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, var m.a. oddviti Lýtingsstaðahrepps 1968 og sýslunefndarmaður sama hrepps 1971-1978. Hann var kjörinn heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga 1985 og heiðursborgari Lýtingsstaðahrepps. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Gísli Magnússon (1921-2004)

  • S00043
  • Person
  • 24.08 1921-04.12.2004

Gísli Magnússon fæddist þann 24. ágúst 1921.
Hann var sonur Magnúsar Kr. Gíslasonar og Ingibjargar Stefánsdóttur og bóndi á Vöglum í Akrahreppi.
Kona hans: Kristín Sigurmonsdóttir frá Kolkuósi, fædd 2. ágúst 1933.
Gísli lést þann 4. desember 2004.

Ásdís Charlotte Guðlaugsdóttir (1887-1960)

  • S00044
  • Person
  • 19. okt. 1887 - 30. sept. 1960

Húsfreyja í Útskálum í Gerðahreppi 1920. Húsfreyja og prestfrú á Akureyri 1930. Maður hennar var Friðrik J. Rafnar vígslubiskup.

Benedikt Sigurjónsson (1916-1986)

  • S00046
  • Person
  • 24. apríl 1916 - 16. okt. 1986

Var á Skefilsstöðum 1930. Hæstaréttardómari og forseti hæstaréttar um tíma. Síðast búsettur í Reykjavík.

Kristín Sigurbjörg Ögmundsdóttir (1952-)

  • S00049
  • Person
  • 11.12.1952

Kristín Sigurbjörg Ögmundsdóttir er fædd á Sauðárkróki 11.12.1952. Faðir hennar var Ögmundur Eyþór Svavarsson (30.3.1928-23.8.1999) sem bjó á Sauðárkróki og vann við Mjólkursamlag Skagfirðinga. Móðir hennar var María Pétursdóttur (11.11.1927-10.08.2001).

Þorlákur Sigurðsson (1879-1953)

  • S00050
  • Person
  • 10.05.1879-30.06.1953

Þorlákur Sigurðsson (Láki) fæddist á Hofi í Vesturdal þann 10. maí 1879 (sagði sjálfur þann 5. maí). Hann var í vistum og vinnumennsku í Skagafirði og einkum í Lýtingsstaðahreppi til að byrja með. Árið 1910 var hann leigjandi í Litladalskoti í Dalsplássi, húsmaður á Ánastöðum í Svartárdal árið 1920 og húsmaður í Héraðsdal árið 1930. Hann var einnig á Vindheimum, í Gilhaga og síðast á Hjaltastöðum hjá Sigurði Einarssyni.
Þorlákur lést 30. júní 1953.

Þórunn Sigurðardóttir (1881-1968)

  • S00051
  • Person
  • 22.08.1881-26.02.1968

Fædd á Völlum, Saurbæjarhr., Eyj. 22. ágúst 1881
Látin á Sauðárkróki 26. febrúar 1968
Símastúlka á Sauðárkróki 1930. Símavörður á Sauðárkróki. Síðast bús. á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Heimildir: Þjóðskrá, Skagf.1910-1950, Skagf.1910-1950 III. Íslendingabók.is 20.08.2015.

Sigurjón Páll Ísaksson (1950-)

  • S00052
  • Person
  • 27.08.1950

Sigurjón Páll Ísaksson er fæddur í Reykjavík 27. ágúst 1950. Faðir: Ísak Jónsson, fæddur á Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S-Múl. 31. júlí 1898. Látinn 3. desember 1963. Sigrún Sigurjónsdóttir, fædd á Nautabúi í Hólahr., Skag. 1. desember 1913. Látin 26. október 1978.

Leikfélag Sauðárkróks (1941-)

  • S00053
  • Organization
  • 1941-

Leikfélag Sauðárkróks er eitt elsta áhugamannaleikfélag á landinu. Það var stofnað 13. apríl 1888, þrátt fyrir óáran til sjós og lands eins og segir í Skagfirzkum annál. Stofnendur voru 16 talsins og markmið félagsins voru gagn og skemmtun. Félagið stóð fyrir leiksýningum um árabil og þá helst í Sýslufundavikunni. Það lognaðist þó smám saman útaf. Samt var alltaf leikið á Sauðárkróki, Stúkan, Kvenfélagið og fleiri sáu til þess. 9. janúar 1941 var Leikfélag Sauðárkróks stofnað á ný í Bifröst. Að þessu sinni voru stofnfélagar 40 talsins. Fyrsta stjórnin var skipuð þeim Eyþóri Stefánssyni, Pétri Hannsesyni og Kristjáni C. Magnússyni.

Bjarni Haraldsson (1930-2022)

  • S00054
  • Person
  • 14.03.1930-17.01.2022

Bjarni Haraldsson fæddist 14.03.1930 á Sauðárkróki og var annað tveggja barna Haraldar Júlíussonar verslunarmanns og Guðrúnar Ingibjargar Bjarnadóttur. Bjarni giftist Ásdísi Kristjánsdóttur og eiga þau saman einn son, fyrir átti Bjarni tvær dætur og Dísa þrjú börn. Bjarni starfaði við akstur stóran hluta ævi sinnar, frá 1950-1954 ók hann norðurleiðarrútu fyrir Norðurleið. hf á leiðinni Akureyri – Reykjavík. Árið 1954 stofnaði hann fyrirtækið Vöruflutningar Bjarna Haraldssonar og tók að sér flutninga á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur á Bens bifreið. Eftir því sem árin liðu stækkuðu bílarnir og útgerðin jókst. Bjarni seldi flutningafyrirtækið árið 2001 eftir farsælan rekstur. Bjarni tók við rekstri verslunar Haraldar Júlíussonar árið 1973 en hann tók fyrir alvöru að vinna innanbúðar með föður sínum árið 1959. En verslunin hefur starfað óslitið frá 1919 og að mestu óbreytt frá 1930 þegar húsið sem hún er í nú var reist. Það ár hóf Olíuverslun Íslands BP samvinnu um eldsneytissölu við verslunina. Verslun Haralds Júlíussonar, sem í daglegu tali er nú oft kölluð verslun Bjarna Har. er fyrir löngu orðin mikilvægur þáttur í menningarlífi Sauðárkróks og í ímynd allra Skagfirðinga sem dregur ferðamenn að, enda fáar ef nokkrar búðir sem hans eftir á Íslandi. Alkunnur er húmor Bjarna og tilsvör hans orðin landsþekkt, en Bjarni er með ríka þjónustulund og hefur gaman af því að spjalla við fólk og greiða götur þess.
Bjarni var sæmdur heiðursborgara titli af Sveitarfélaginu Skagafirði sumarið 2019 fyrir framlag hans til verslunar- og þjónustureksturs til íbúa sveitarfélagsins og gesta í um 70 ár og fyrir að gera skagfirskt samfélag enn betra.

Snæbjörn Sigurgeirsson (1886-1932)

  • S00055
  • Person
  • 22. mars 1886 - 3. sept. 1932

Snæbjörn var fæddur að Grunnasundsnesi við Stykkishólm. Foreldrar hans voru Sigurgeir Snæbjörnsson og Ólafar Jónsdóttur. Árið 1900 hóf Snæbjörn að læra bakaraiðn á Ólafsvík, 18 ára sigldi hann svo til Kaupmannahafnar þar sem hann lauk sveinsprófi í bakaraiðn. Haustið 1913 fluttist hann til Sauðárkróks og tók við rekstri brauðgerðarhúss Guðrúnar Þorsteinsdóttur, þar sem nú er Aðalgata 25. Húsið keypti hann 1921 og rak þar bakarí allt til dauðadags. Jafnframt hafði hann búrekstur bakatil á lóðinni með fáeinar kýr og talsvert af hænum, því mikið þurfti af mjólk og eggjum til brauðgerðarinnar. Snæbjörn tók virkan þátt í leiklistarstarfi og söngmálum, var einn aðalhvatamaður að stofnun Skákfélags Sauðárkróks og var einn af stofnendum Slysavarnardeildarinnar. Jafnframt sat hann í hreppsnefnd frá 1916-1922.
Snæbjörn giftist Ólínu Ingibjörgu Björnsdóttur og eignuðust þau sex börn.

Ásdís Vilhelmsdóttir (1926-)

  • S00056
  • Person
  • 20.12.1926-

Ásdís Vilhelmsdóttir, f. á Hofsósi 20.12.1926. Foreldrar: Vilhelm Magnús Erlendsson (1891-1972) og Hallfríður Pálmadóttir (1891-1977).

Sigríður Zoëga (1889-1968)

  • S00057
  • Person
  • 14. apríl 1889 - 24. sept. 1968

Ljósmyndari í Reykjavík.
Faðir: Geir Tómasson Zoëga rektor (1857-1928)
Móðir: Bryndís Sigurðardóttir húsfreyja (1858-1924)
Sigríður lærði ljósmyndun hjá Pétri Brynjólfssyni í Reykjavík 1906-1910. Sótti námskeið við Teknologisk institut; Fagskolen for Håndværkere og mindri Industri drivenda í Kaupmannahöfn í mars 1911. Framhaldsnám hjá August Sander í Köln í Þýskalandi 1911-1914.
Vann um tíma á ljósmyndastofu Noru Lindstrøm og hjá Rosu Parsberg í Kaupmannahöfn 1910-1911. Vann hjá Otto Kelch í Bad Freienwald í Þýskalandi 1911. Rak ljósmyndastofu í Austurstræti 14, Vöruhúsinu í Reykjavík frá 1914 til 1915 en þá brann húsið. Keypti ljósmyndastofu Péturs Brynjólfssonar 14. maí 1915 með Steinunni Thorsteinson. Sigríður Zoëga & Co. var fyrst til húsa á Hverfisgötu 18 en frá 1917 á Hverfisgötu 4 og frá 1934 í Austurstræti 10. Myndatökum hætt á stofunni 1955 en stofan hélt áfram að sinna ljósprentun. Sigríður starfaði á stofunni til 1967.

Lögmenn Suðurlandi ehf (1992-)

  • S000572
  • Privat company
  • 1992-

Starfsemi Lögmanna Suðurlandi má rekja allt aftur til ársins 1992. Í yfir 20 ár hafa lögmenn stofunnar veitt lögmannsþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga, opinberra stofnana o.fl. Á þeim langa tíma sem Lögmenn Suðurlandi hafa starfað hafa eigendur fyrirtækisins flutt fjöldann allan af dómsmálum bæði fyrir héraðsdómstólum landsins og Hæstarétti Íslands. Á þessum tíma hafa lögmenn stofunnar öðlast gríðarlega reynslu og sérþekkingu á hinum ýmsu réttarsviðum. Auk þess vinnur hjá fyrirtækinu öflugt og dugmikið starfsfólk.
Starfsemi Lögmanna Suðurlandi skiptist í þrjár megindeildir. Almenna lögfræðiráðgjöf, Slysa- og bótamál og Fasteignasölu. Þá starfrækja Lögmenn Suðurlandi einnig innheimtuþjónustu undir nafninu Sjóður Innheimtur. Eigendur Lögmanna Suðurlandi ehf. eru Ólafur Björnsson hrl., Sigurður Sigurjónsson hrl. og Torfi Ragnar Sigurðsson hrl. Eigendur Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi eru Ólafur Björnsson hrl., Sigurður Sigurjónsson hrl., Torfi Ragnar Sigurðsson hrl. og Steindór Guðmundsson, löggiltur fasteignasali. (Sjá http://log.is/fyrirtaekid/ )

Jón Ólafur Möller (1911-1965)

  • S00058
  • Person
  • 20. júní 1911 - 24. sept. 1965

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Verslunarmaður í Reykjavík. Kona Jóns var Dórothea M. Óskarsdóttir (1926-). Saman áttu þau tvö börn.

Pálmi Möller (1922-1988)

  • S00059
  • Person
  • 04.11.1922-19.06.1988

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Prófessor í tannlækningum í Birmingham í Bandaríkjunum. Eiginkona: Málfríður Óskarsdóttir Möller (1925-1996).

Málfríður Óskarsdóttir Möller (1925-1996)

  • S00060
  • Person
  • 4. apríl 1925 - 24. des. 1996

Málfríður Óskarsdóttir húsfreyja. Fædd 04.04.1925. Faðir: Óskar Lárusson (1889-1954). Móðir: Anna Sigurjónsdóttir (1892-1975).
Eiginmaður: Pálmi Möller (1922-1988), prófessor í tannlækningum í Birmingham í Bandaríkjunum.

Björg Lovísa Pálmadóttir (1885-1972)

  • S00061
  • Person
  • 31.05.1885-15.09.1972

Björg Lovísa Pálmadóttir fæddist á Hofstöðum í Hofsstaðabyggð, Skag. 31. maí 1885. Faðir: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955). Móðir: Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1946).
Eiginmaður: Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950), skrifstofustjóri. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Túngötu 8, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Björg Lovísa lést 1972.

Þórður Sveinbjörnsson (1918-1977)

  • S00062
  • Person
  • 05.06.1918-16.06.1977

Þórður Sveinbjörnsson (eftirnafn), skrifstofumaður í Reykjavík, var fæddur í Reykjavík 5. júní 1918. Faðir: Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950). Móðir: Björg Lovísa Pálmadóttir (1885-1972).
Látinn 16. júní 1977.

Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950)

  • S00063
  • Person
  • 09.10.1871-08.04.1950

Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson, skrifstofustjóri, var fæddur á Húsavík 9. október 1871. Faðir: Lárus Edvard Sveinbjörnsson (1834-1910). Móðir: Jörgine Sigríður Margrethe Thorgrímsen (1849-1915). Eiginkona: Björg Lovísa Pálmadóttir (1885-1972). Guðmundur lést 8. apríl 1950.

Ólöf Sveinbjörnsson Wolf (1906-1994)

  • S00064
  • Person
  • 13.04.1906-02.07.1994

Ólöf Sveinbjörnsson Wolf fæddist í Reykjavík 13. apríl 1906. Faðir: Þórður Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950). Vann sem vélritari í Reykjavík. Fluttist svo til Kaupmannahafnar og giftist þar Georg Wolf kommandörkaptein. Látin í Kaupmannahöfn 2. júlí 1994.

Jóhann Marinó Pálmason (1887-1959)

  • S00065
  • Person
  • 29.10.1887-17.05.1959

Jóhann Marinó Pálmason var fæddur á Felli, Fellshr. 29. október 1887. Starfaði sem verslunarmaður á Akureyri og Hvammstanga en þar sinnti hann einnig bókhaldsstarfi.
Ókvæntur. Barnsmóðir: Rannveig Jósefsdóttir (1889 - 1993). Barn þeirra var Freyja Jóhannsdóttir (1924-2011). Jóhann lést 17. maí 1959.

Freyja Jóhannsdóttir (1924-2011)

  • S00066
  • Person
  • 13.02.1924-24.03.2011

Freyja var fædd á Akureyri 13. febrúar 1924. Faðir: Jóhann Marinó Pálmason (1887-1959). Móðir: Rannveig Jósefsdóttir (1889-1993).
Freyja bjó á Akureyri. Ókvænt og barnlaus. Hún lést 24. mars 2011.

Rannveig Jósefsdóttir (1889-1993)

  • S00067
  • Person
  • 24.04.1889-12.11.1993

Rannveig Jósefsdóttir, tvinningakona á Akureyri, var fædd á Stóra-Eyrarlandi, Eyj. 24. apríl 1889. Faðir: Jósef Vilhelm Jóhannsson(1850-1921). Móðir: Jósefína Guðmundsdóttir (1856-1934). Barnsfaðir Rannveigar var Jóhann Marinó Pálmason (1887-1959). Barn þeirra: Freyja Jóhannsdóttir (1924-2011).
Rannveig lést 12. nóvember 1993.

Hans Vilhelm Pálsson (1857-1933)

  • S00068
  • Person
  • 14. ágúst 1857 - 25. apríl 1935

Hans Vilhelm Pálsson fæddist 14. ágúst 1857 á Norðurlandi. Faðir hans var Páll Erlendsson en móðir hans hét Guðrún. Vilhelm flutti til Kanada 1883. Árið 1897 kvæntist hann Önnu Kristínu Nikulásdóttur. Vilhelm var verslunarmaður en hafði einnig brennandi áhuga á innflytjandamálum og virðist hafa unnið mikið að þeim málum, sérstaklega 1896-1905. Vilhelm var fyst kosinn á Saskatchewan lögþing 1912 og endurkosinn 1917. Aftur var hann kosinn á lögþing 1924 í aukakosningum og endurkosinn 1925 og 1929 fyrir Quill Plains. Hann lést árið 1935.

Pálmi Þóroddsson (1862-1955)

  • S00069
  • Person
  • 09.11.1862-02.07.1955

Séra Pálmi Þóroddsson, prestur Hofsósi. Fæddur á Hvassahrauni í Gullbringusýslu 09.11.1862. Faðir: Þóroddur Magnússon (1832-1879). Móðir: Anna Guðbrandsdóttir (1827-1894). Foreldrar Pálma voru fátækir og fóru í mörg ár í kaupavinnu norður í Skagafjörð til Björn Pálmasonar í Ásgeirsbrekku. Séra Sigurður Sivertsen styrkti Pálma til náms í Latínuskólanum. Pálmi varð stúdent 1883 og útskrifaðist úr Prestaskólanum 1885. Þjónaði sem prestur við Fell í Sléttuhlíð 1885-1891 og á Höfða frá 1891-1908 en síðan í Hofsós. Fékk lausn frá embætti árið 1934. Séra Pálmi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum; hann átti sæti í hreppsnefnd Hofshrepps, sat í stjórn búnaðarfélagsins, var sýslunefndarmaður fyrir Hofshrepp frá 1900-1928 og sat í skóla- og fræðslunefnd í áratugi.
Pálmi kvæntist Önnu Hólmfríði Jónsdóttur(1855-1946) árið 1884. Saman áttu þau 12 börn.

Jón Sigurður Pálmason (1886-1976)

  • S00070
  • Person
  • 29.07.1886-19.11.1976

Jón Sigurður Pálmason, bóndi á Þingeyrum. Fæddist að Felli í Sléttuhlíð, 29.07.1886. Faðir: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955). Móðir: Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1855-1946). Eiginkona: Hulda Árdís Stefánsdóttir (1897 - 1989). Jón Sigurður lést 19.11.1976.

Þorbjörg Pálmadóttir (1884-1944)

  • S00071
  • Person
  • 24.06.1884-29.05.1944

Þorbjörg Pálmadóttir Möller, húsfreyja á Sauðárkróki. Fæddist í Glaumbæ í Seyluhreppi 24. júní 1884. Faðir: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955). Móðir: Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1855-1946). Giftist 1906 Jóhanni Georgi Jóhannssyni Möller kaupmanni og verslunarstjóra (1883 - 1926). Þorbjörg lést 29. maí 1944.

Frank Michelsen (1882-1954)

  • S00073
  • Person
  • 25. jan. 1882 - 16. júlí 1954

Jörgen Frank Michelsen var fæddur í Horsens á Jótlandi 25. janúar 1882. Foreldrar hans voru hjónin Karen og Jens Michelsen. Frank fór í úrsmíðanám og lauk sveinsprófi í þeirri grein árið 1902. Árið 1907 kom Frank til Íslands með skipinu Sterling en hann hafði haft spurnir að því að á Íslandi vantaði úrsmiði. Hann stundaði úrsmíðar og verslun á Sauðárkróki til ársins 1945 þegar hann fluttist til Hveragerðis. Jafnframt starfaði hann sem slökkviliðsstjóri á Sauðárkróki 25 ár og var lengi ábyrgðarmaður Sparisjóðs Sauðárkróks. Frank giftist Guðrúnu Pálsdóttur frá Draflastöðum í Eyjafirði og varð þeim tólf barna auðið.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

  • S00074
  • Person
  • 31. des. 1913 - 7. júní 2009

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem úrsmíðameistari í Reykjavík.

Aage V. Michelsen (1928-2018)

  • S00075
  • Person
  • 14. okt. 1928 - 7. jan. 2018

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara og Guðrúnar Pálsdóttur. Bifvélavirki í Hveragerði.

Guðrún Pálsdóttir Michelsen (1886-1967)

  • S00076
  • Person
  • 9. ágúst 1886 - 31. maí 1967

Frá Draflastöðum í Eyjafirði, flutti til Sauðárkróks 1906. Gift Frank Michelsen úrsmíðameistara, þau eignuðust tólf börn.

Karen Edith Michelsen (1910-1965)

  • S00077
  • Person
  • 2. ágúst 1910 - 20. feb. 1965

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem prjónakona á Sauðárkróki, bjó síðar í Reykjavík.

Pála Elínborg Michelsen (1911-2005)

  • S00078
  • Person
  • 24. ágúst 1911 - 18. júní 2005

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. ,,Fyrst bjó hún á Sauðárkróki, síðan í Hveragerði í eitt ár, en eftir 1945 alfarið í Reykjavík. Hún starfaði á prjónastofunni Hlín í 19 ár, síðan hjá Nóa Síríusi til 72 ára aldurs."

Hulda Ester Michelsen (1912-1985)

  • S00079
  • Person
  • 26. nóv. 1912 - 29. ágúst 1985

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúar Pálsdóttur. Starfaði sem ljósmyndari í Reykjavík.

Georg Bernharð Michelsen (1916-2001)

  • S00080
  • Person
  • 20. maí 1916 - 3. nóv. 2001

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. ,,Georg nam bakaraiðn á Sauðárkróki og hjá Jóni Símonarsyni í Reykjavík. Sautján ára lá leið hans til Kaupmannahafnar þar sem hann dvaldist næstu ellefu árin við frekara nám og störf í bakaraiðn. Í stríðslok, 1945, fluttist hann, með fjölskyldu sína, heim til Íslands og lá leið þeirra fyrst til Sauðárkróks. Síðan stofnaði hann bakarí í Hveragerði og bjó þar og starfaði allt til ársins 1979, er hann seldi reksturinn. Þá hóf hann störf hjá Brauði hf. - Myllunni, þar sem hann starfaði þar til hann var 78 ára."

Paul Valdimar Michelsen (1917-1995)

  • S00081
  • Person
  • 17. júlí 1917 - 26. maí 1995

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem garðyrkjumaður í Hveragerði.

Alda Alvilda Möller (1912-1948)

  • S00082
  • Person
  • 23. sept. 1912 - 1. okt. 1948

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Leikkona í Reykjavík. Maki: Þórarinn Kristjánsson.

Jóhanna Þorbjörg Hull (1940-

  • S00086
  • Person
  • 14. júní 1940-

Dóttir Lucindu Möller og Eiríks Sigurbergssonar. Fædd og uppalin í Reykjavík.

Þóranna Pálmadóttir (1889-1951)

  • S00088
  • Person
  • 18.03.1889-11.03.1951

Þóranna Pálmadóttir, f. 18.03.1889, d. 11.03.1951 í Reykjavík. Foreldrar: Pálmi Þóroddsson og Anna Jónsdóttir.
Maki: Pétur Pétursson, f. 07.09.1872, bókhaldari á Sauðárkróki. Þau eignuðust fimm börn og náðu fjögur þeirra fullorðinsaldri. Þau bjuggu á Sauðárkróki til 1914 en þá fluttust þau til Akureyrar þar sem Pétur rak eigin verslun og útgerð.

Stefanía Ólöf Möller Andrésson (1910-1976)

  • S00090
  • Person
  • 14. mars 1910 - 19. okt. 1976

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Húsfreyja í Reykjavík. Maki: Magnús Andrésson forstjóri í Reykjavík, þau áttu eina kjördóttur.

Óskar Guido Bernhöft (1901-1997)

  • S00091
  • Person
  • 16. júlí 1901 - 23. jan. 1997

Foreldrar: Vilhelm Georg Theodór Bernhöft tannlæknir og k.h. Kristín Þorláksdóttir Johnson Bernhöft. Kaupmaður í Reykjavík. ,,Guido starfaði hjá Ó. Johnson & Kaaber þar til hann stofnaði ásamt frænda sínum Ólafi Hauki Ólafssyni heildverslunina H. Ólafsson og Bernhöft, 2. janúar árið 1929 og starfaði Guido hjá fyrirtækinu til ársins 1988. Guido var ætíð virkur í starfi Frímúrarareglunnar. Hann átti sæti í sóknarnefnd Dómkirkjunnar og var þar gjaldkeri. Hann var virkur félagi í Félagi íslenskra stórkaupmanna og í Félagi íslenskra frímerkjasafnara. Þá var hann einn stofnenda Golfklúbbs Reykjavíkur." Guido kvæntist Jóhönnu Maríu Möller frá Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Aðalsteinn Gottfreð Michelsen (1918-1994)

  • S00092
  • Person
  • 28. okt. 1918 - 9. des. 1994

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem bifvélameistari, síðast búsettur í Reykjavík.

Ottó Michelsen (1920-2000)

  • S00093
  • Person
  • 10. júní 1920 - 11. júní 2000

Ottó fæddist á Sauðárkróki, sonur hjónanna Guðrúnar Pálsdóttur húsfreyju og Jörgen Frank Michelsen úrsmiðs og kaupmanns á Sauðárkróki. Hann lærði skriftvélatækni í Þýskalandi og stofnaði fyrirtækið Skrifstofuvélar árið 1946. Hann var forstjóri IBM á Íslandi 1967-1982. Hann gengdi trúnaðarstörfum á sviði menningar - og félagsmála og einnig fyrir þjóðkirkjuna.
Ottó kvæntist Gyðu Jónsdóttur og eignaðist með henni fjögur börn.

Elsa María Michelsen (1922-1976)

  • S00094
  • Person
  • 12. maí 1922 - 6. feb. 1976

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Var nemandi í Málleysingjaskólanum í Reykjavík, síðast búsett í Reykjavík.

Kristinn Pálmi Michelsen (1926-2008)

  • S00095
  • Person
  • 5. mars 1926 - 29. maí 2008

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Skrifvélavirki og verslunarstjóri á Seltjarnarnesi.

Magnús Andrésson (1904-1966)

  • S00097
  • Person
  • 6. okt. 1904 - 15. des. 1966

Fæddur í Reykjavík. Verslunarfulltrúi og kaupmaður í Reykjavík. Kvæntist Stefaníu Ólöfu Möller frá Sauðárkróki, þau áttu eina kjördóttur.

Pétur Pétursson (1872-1956)

  • S00100
  • Person
  • 7. sept. 1872 - 26. mars 1956

Fæddur á Valabjörgum, foreldrar: Pétur Björnsson og Rannveig Magnúsdóttir. Útskrifaðist frá Gagnfræðiskólanum á Möðruvöllum haustið 1892. Starfaði í verslun Gránufélagsins á Sauðárkróki eftir útskrift. Var verslunarstjóri hjá Gránufélaginu á Oddeyri 1908-1914 en setti svo á stofn eigin verslun á Akureyri sem hann rak til 1926. Á þessum tíma rak hann einnig útgerð, bæði síld- og hákarlaveiðar. Á fyrri stríðsárunum (1914-1918) vann hann fyrir landstjórnina að innflutningi á kolum til landsins. Var einn af stofnendum Eimskipafélags Íslands og átti um skeið sæti í varastjórn þess. Árið 1926 flutti hann til Siglufjarðar og gerðist þar verslunarstjóri. Pétur giftist Þórönnu Pálmadóttur frá Höfða á Höfðaströnd, þau eignuðust fimm börn.

Pálmi Pétursson (1909-1977)

  • S00101
  • Person
  • 1909-1977

Pálmi Pétursson, f. 20.04.1909 á Akureyri, d. 02.03.1977. Foreldrar: Pétur Pétursson kaupmaður á Akureyri og Sauðárkróki og Þóranna Pálmadóttir. Pálmi gekk í Gagnfræðaskóla á Akureyri og varð stúdent þaðan árið 1929. Eftir það stundaði hann verslunarstörf á Siglufirði frá 1930-1941. Vann síðan við skrifstofustörf já Höjgaard og Schultz til 1944. Ráðinn skrifstofustjóri og aðalbókari Atvinnudeildar Háskólans 1946 og gegndi því starfi til dánardags.
Maki 1: Lára Gunnarsdóttir frá Botnsstöðum í Húnavatnssýslu. Þau slitu samvistum.
Maki 2: Anna Lisa Berndtsson frá Svíþjóð. Hún átti tvö börn af fyrra hjónabandi.

Jóhann Georg Möller (1937-1958)

  • S00102
  • Person
  • 23. apríl 1937 - 29. mars 1958

Sonur Jóhanns Georgs Möller (1907-1955) og Edith Poulsen. Læknanemi í Reykjavík. Fórst í flugslysi á Öxnadalsheiði.

Ögmundur Eyþór Svavarsson (1928-1999)

  • S00103
  • Person
  • 30.03.1928-23.08.1999

Fæddur á Sauðárkróki. Sonur Svavars Guðmundssonar (1905-1980) og Sigurbjargar Ögmundsdóttur (1907-1994). Ögmundur ólst upp hjá móðurforeldrum sínum Ögmundi Magnússyni söðlasmiði og Kristínu Björgu Pálsdóttur. Ögmundur var mjólkurfræðingur, giftur Maríu Guðlaugu Pétursdóttur (1927-2001). Helsta áhugamál Ögmundar var tónlist og gaf hann út einn geisladisk sem heitir Minningar. Hann stjórnaði Karlakór Sauðárkróks um tíma og var í hljómsveit.

Hallfríður Eybjörg Rútsdóttir (1927-2015)

  • S00104
  • Person
  • 08.11.1927-30.11.2015

Hallfríður Eybjörg Rútsdóttir f. á Sauðárkróki 08.11.1927, d. 30.11.2015. Foreldrar: Sigrún Sveinsína Sigurðardóttir (1892-1972) og Rútur Þorsteinsson (1905-1994). Halla gekk í húsmæðraskólann á Löngumýri og fór svo suður til Reykjavíkur og starfaði þar á barnaheimili. Síðan fluttist hún norður og fór að vinna á Hótel Varmahlíð þar sem hún kynntist Guðbrnadi. Þau bjuggu á Sauðárkróki alla sína búskapartíð. Halla hafði mikinn áhuga á tónlist, spilaði bæði á píanó og gítar og söng í kirkjukór Sauðárkróks og síðar kór eldri borgara.
Maki: Guðbrandur Jón Frímannsson (1922-2000) frá Austara-Hóli í Fljótum. Þau eignuðust fjögur börn.

Vibekka Bang (1939-2015)

  • S00105
  • Person
  • 1939-2015

Vibekka Bang fæddist á Sauðárkróki 26. september 1939. Foreldrar Vibekku voru hjónin Ole Bang, apótekari á Sauðárkróki, f. í Árósum á Jótlandi 23. mars 1905, d. 17. nóvember 1969, og Minna Bang, f. í Árósum 5. september 1914, d. 22. maí 2005. Vibekka giftist hinn 13. apríl 1963 Brynjari Pálssyni og eignuðust þau tvo syni.
,,Vibekka lauk grunnskólanámi frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1955. Hún var síðan eitt ár í Húsmæðraskóla í Silkeborg í Danmörku. Þegar heim kom hóf hún störf sem afgreiðslustúlka hjá föður sínum í Sauðárkróks Apóteki og vann þar fram til ársins 1970. Hún og maður hennar ráku saman Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki frá árinu 1982 til ársins 2005."

María Guðlaug Pétursdóttir (1927-2001)

  • S00106
  • Person
  • 11. nóv. 1927 - 10. ágúst 2001

María Guðlaug Pétursdóttir fæddist á Löngumýri í Skagafirði 11. nóvember 1927. Foreldrar hennar voru Pétur Þorgrímsson frá Hofstaðaseli og k.h. Engilráð Guðmundsdóttir. Þegar María var þriggja vikna, fór hún í fóstur til Elísabetar Jónsdóttur, f. 1885, d. 1967, og ólst upp hjá henni. Árið 1952 giftist María Ögmundi Eyþóri Svavarssyni mjólkurfræðingi, þau eignuðust þrjár dætur. ,,María var alla tíð útivinnandi, jafnhliða húsmóðurstörfum, og vann næstum allan sinn starfsaldur við fiskvinnslu, eða hart nær hálfa öld. María var virkur félagsmaður í Verkakvennafélaginu Öldunni á Sauðárkróki og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum."

Aðalsteinn Jónsson (1916-1997)

  • S00108
  • Person
  • 1916-1997

Guðmundur Aðalsteinn Jónsson
Fæddur í Skagafjarðarsýslu 4. júlí 1916
Látinn 15. september 1997
Síðast bús. á Sauðárkróki.
"Steini Putt"

Kristín Harða Stefánsdóttir (1927-2019)

  • S00109
  • Person
  • 12. júní 1927 - 12. júlí 2019

Fæddist á Sauðárkróki 12. júní 1927. Foreldrar: Stefán Jóhannesson og Helga Júlíana Guðmundsdóttir. Krist­ín gift­ist 26.1. 1946 Gunn­ari Axel Davíðssyni (1921-2002) og eignuðust þau fimm börn.

Sigurlaug Jónasdóttir (1892-1982)

  • S001107
  • Person
  • 08.07.1892-13.10.1982

Foreldrar: Jónas Egilsson og Anna Kristín Jónsdóttir á Völlum. Sigurlaug ólst upp á Völlum hjá foreldrum sínum. Árið 1908 fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi, þaðan sem hún útskrifaðist tveimur árum seinna. Námsárangur hennar varð með þeim ágætum, að forstöðukonan, Rósa Arasen, vildi fá hana sér til aðstoðar við kennsluna. Nokkrum árum síðar var Sigurlaug einn vetur í Reykjavík. Þar stundaði hún vinnu á saumastofu fyrri hluta dags, en seinni partinn var hún vinnukona hjá Sigurði Thoroddsen og Maríu Kristínu Claessen. Árið 1921 kvæntist hún Bjarna Halldórssyni og það sama ár hófu þau búskap á Völlum þar sem þau bjuggu til 1925 er þau keyptu Uppsali í Blönduhlíð þar sem þau bjuggu til 1973. Sigurlaug og Bjarni eignuðust átta börn.

Magnea Baldvinsdóttir (1897-1950)

  • S001108
  • Person
  • 1897-1950

Foreldrar: Baldvin Ólafur Friðriksson og Margrét Magnúsdóttir í Héraðsdal. Saumakona á Sauðárkróki, ógift og barnlaus.

Guðrún Svanfríður Snæbjörnsdóttir (1925-2015)

  • S00111
  • Person
  • 27. júní 1925 - 26. júní 2015

Fædd á Sauðárkróki 27. júní 1925, dóttir Snæbjörns Sigurgeirssonar bakarameistara á Sauðárkróki og Ólínu Ingibjargar Björnsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Síðar verslunarkona og heildsali í Reykjavík.

Results 86 to 170 of 6395