Showing 6395 results

Authority record

Ungmennafélag Holtshrepps

  • S03643
  • Association
  • 1919-1971?

Stofnfundur Ungmennafélags Holtshrepps var haldinn 9. febrúar 1919 að Stóraholti, alls voru 22 stofnfélagar. Tilgangur félagsins eins og segir í 2.gr "er að æfa meðlimi sína í að koma hugsun sinni skýrt fram í ræðu og riti. Virkja athygli þeirra á ýmsum vitsömum framfara málefnum og koma þeim í framkvæmd að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stendur". Inntökurétt höfðu bæði konur og karlar í Holtshreppi frá 12 til 30 ára aldurs, utanhreppsmenn fengu inngöngu í félagið aðeins með samþykki meirihluta félagsmanna á lögmætum fundi. Allir félagsmenn eldri en 14 ára höfðu atkvæðisrétt. Fyrsti formaður félagsins var Snorri Snorrason.
Ýmislegt bendir til þess að Ungmennafélagið Von í Stíflu hafi runnið saman við félagið kringum 1945 þó ekki sé það beint nefnt í fundargjörðum félaganna.

Jón Sveinsson (1867-1956)

  • S03714
  • Person
  • 24.05.1867-04.06.1956

Jón Sveinsson var fæddur 24. maí 1867 á Hólakoti á Reykjaströnd. Foreldrar hans, Sveinn Gíslason og Kristín Jónsdóttir, bjuggu á Hólakoti frá 1863 fram á sumar 1887, er Sveinn lézt. Þau hjón eignuðust 12 börn, og dóu sum ung, en 5 fluttust vestur um haf. Eftir lát föður síns stóð Jón um skeið fyrir búinu á Hólakoti. Árið 1894 kvæntist hann Maríu Sveinsdóttur frá Hrauni á Skaga, og hófu þau árið eftir búskap á Þangskála. Þar bjuggu þau samfleytt til ársins 1923. Þau eignuðust 10 börn, og náðu öll nema eitt fullorðinsaldri (sjá Skagf. æviskrár). Eftir 1929 dvaldist Jón hjá syni sínum, séra Jóni Skagan, fyrst á Bergþórshvoli, síðan í Reykjavík. Jón aflaði sér nokkurrar menntunar á yngri árum og fékkst stundum við barnakennslu. Hann byrjaði snemma að skrá hjá sér ýmis konar fróðleik, en þó mun hann ekki hafa gefið sig verulega að skriftum, fyrr en eftir að búskap lauk.
Jón lést í Reykjavík 4. júní 1956.

Páll Tómasson (1797-1881)

  • S03713
  • Person
  • 23.11.1797-10.11.1881

Prestur. Útskrifaður frá Bessastaðaskóla 1827. Fékk Grímsey árið 1828 og fékk Miðdal árið 1834 en missti þar prestskap vegna hórdómsbrots. Fékk uppreisn 1843 og Knappstaði í Fljótum 19. júní 1843. Fékk þar lausn frá prestskap 28. mars 1881 frá fardögum. Hann þótti mikill tápmaður en heldur óprestlegur. Eru af honum ýmsar sagnir.

Foreldrafélag Seyluhrepps

  • S03705
  • Association
  • 1982-

Foreldrafélag Seyluhrepps, stofnað 4. júlí 1982 í Varmahlíð. Tilgangur félagsins var að halda utan um reksturs dagvistarheimili fyrir börn í Varmahlíð. Húsnæði var fyrir hendi auk þess sem lærð fóstra var flutt í Varmahlíð og var tilbúin til starfa ef af stofnun félagsins yrði.
Nefndin sem sá um undirbúning fyrir stofnun foreldrafélagsins gaf kost á sér til stjórnarkjörs og var það samþykkt. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þeim Helgu Friðbjörnsdóttur, Jóhanni Jakobssyni og Sigríði Júlíusdóttur. Til vara; Erna Geirsdóttir, Björk Guðmundsdóttir og Guðrún Oddsdóttir.

Lestrarfélagið Mímir

  • S03711
  • Organization
  • 1915 - 1944

Ár 1915, 28 nóvember komu nokkrir menn saman í þinghúsinu í Haganeshreppi í tilefni af því að reyna að stofna lestrarfélag í sveitinni. Til fundarins höfðu boðað Benedikt Guðmundsson, Syðstumói og Guðmundur Jónsson Austarihóli. Með einróma samþykki fundarmanna var svo lestrarfélagið stofnað og hlaut þegar í stað nafnið Mímir. Benedikt Guðmundsson Syðstamói var kosin formaður, Jón Jónasson Haganesvík ,bókavörður og Eirikur Jóhannesson gjaldkeri.

Ungmennafélagið Eining

  • S03710
  • Organization
  • 1933 - 1954

Ekki kemur fram fundagerðir eða stofnun félagsins í gögnum þessum eða framtíð félagsins. En í gögnum segir í lögum, að félagið hefur á stefnuskrá sinni að vekja löngunn hjá öllum félagsmönnum til að starfa fyrir sjálfa sig , land og þjóð. Ennfremur að efla efnalegt og andlegt sjálfstæði innan félagsins svo sem með því ða keppa að reglusemi, árverkni, stundvísi og fleiru því sem horfir félagskapnum til heilla.
Samkvæmt reikningabók var unnið að uppbyggingu Geirmundarhólaskógar.

Hestamannafélagið Stormur / Svaði ( 1974 - 1988)

  • S03709
  • Organization
  • 1974 - 1988

Samkvæmt fundargjörðabók segir að þann 2.10.1974 hafi Gísli Kristjánssson, oddviti Hofsóshrepps boðað hrossaeigendur í Hofsóshreppi til fundar í félagsheimilinu Höfðaborg. Mættir voru 8 hrossaeigendur og skýrði oddviti frá því vandamáli sem skapast hefur í þorpinu vegna hrossa sem þar ganga laus og sagði úrbætur mjög nauðsynlegar og þar sem engin félagasamtök væru til væri mjög æskilegt að stofna hestamannafélag þá yrðu þessi mál leyst og skipulögð á félagslegum grundvelli. Sýndur var á fundinum uppdráttur af fyrirhuguðu gripahúsahverfi í landi hreppsins hjá Hofsgerði. Máli þessu skildi hraðað sem hægt væri. Mætt voru auk oddvita. Jóhannes Pálsson, Sveinn Einarsson, Snorri Jónssson. Friðbjörn Þórhallsson, Pétur Olafsson, Gunnar Baldvinsson, Sigursteinn Guðlaugsson og Margrét Kristjánsdóttir.
Hlé kemur í ritun bókar frá 1976 til 1984.
Í fundagerð 14.02.1984 sem er framhaldsfundur frá 13.02 þá eru kynnt drög af lögum félasins og þar kom fram að breyta ætti nafni félagsins vegna væntanlegrar inngöngu í L.H og gerði tillögu að félagið heiti Svaði. ( skráð úr fundagjörðabók 28.12.2023 LVJ )

Garðyrkjufélag Seyluhrepps

  • S03704
  • Association
  • 1904-

Garðyrkjufélag Seyluhrepps var stofnað 4. febrúar 1904 að Geldingaholti í Seyluhreppi. Þar var haldinn fundur til að ræða um hvort væri gjörlegt væri að vera með kartöflugarð á svonefndum Reykjarhól í sama hreppi, ætlunin var að stunda þar kartöflurækt í stórum stíl - eins og segir í fundagerðabók garðyrkjufélagsins.
Stofnfundurinn var vel sóttur og mættu til hans meiri hluti bænda í Seyluhreppi ásamt Christian Popp, sem þá var kaupmaður á Sauðárkróki og var hann auk þess aðalhvatamaður þessa félagsskapar eða fyrirtækis, stofnfundarfélagar voru 20.
Aðaltilgangur félagsins var að bindast samtökum til að hafa á leigu erfðafestulandi sem nam allt að 12 vallardagsláttum og var neðan við Reykjarhólslaug. Þar átti að koma upp afgirtum sáðreit. Félagið var hlutafélag og áttu stofnfélagar 1 hlut hvor.

Á fundinn mætti Ólafur Briem umboðsmaður sem þá gengdi starfi umráðamanns landssjóðsjarðarinnar Reykjarhóls. Á fundinum var lögð fram áætlun um kostnað til að koma upp áðurnefndum kartöflugarði en kostnaðaráætlunin hafði verið gerð af Sigurði Sigurðssyni, þá skólastjóra á Hólum. Fyrirspurn vegna kaupa á ofangreindu garðsstæði var lögð fyrir Ólaf sem hvaðst mæla með því við landsstjórnina og var það álit hans að slíkt leyfi fengist auk þess sem núverandi ábúendur Reykjarhóls gáfu kost á landinu um sinn ábúðartíma. Gjaldið fyrir landið var 1% af árlegri uppskeru. Í fyrstu stjórnarnefnd félagsins voru kosnir Christian Popp, kaupmaður, Tobías Magnússon, Geldingarholti og Jóhann Sigurðsson, Grófargili.

Nautgriparæktarfélag Fellshrepps (1928 - 1966)

  • S03708
  • Organization
  • 1928 - 1966

Ekki kemur fram í þessum gögnum upphaf félagsins né framtíð. Í fundargerð kemur fram ráðstöfun á þarfanauti hreppsins og formanni falið að semja við Eið Sigurjónsson sem fóðrað hafði nautið undnfarandi ár. Nautatollur er ákveðin og kaup á kálfi af Finnboga Sveinssyni á Keldum.

Lestrarfélag Hofshrepps

  • S03704
  • Association
  • 1880-1945

Lestrarfélag Hofshrepps hóf starfsemi sína um sumarmál árið 1880 á Hofsósi, alls voru stofnfélagar voru 35. Félagið var heimilt sérhverjum í hreppnum, karli eða konu sem er svo sjálfstæð(-ur) að efnum að viðkomandi geti borgað árstillag sitt sem ákveðið var 1 króna.
Aðaltilgangur félagsins eins og segir í 4. gr. laga félagsins er að efla sem mest framfarir manna í andlegu og verklegu tilliti. Á aðalfundi skal tala sig saman um hverjar helst bækur skal kaupa á því ári eftir því sem efni félagsins leyfir og skal bókaútvegsmaður láta sér annt um að nálgast þær með sem minnstum kostnaði hjá bókasölumönnum. Skyldu einhverjir félagsmenn vilja selja félaginu nytsamar bækur skal reyna að semja um verð þeirra á aðalfundi. Bókavörður skal sjá um útlán allra bóka til félagsmanna og tiltaka hve lengi hver maður skal hafa sér hverja bók til yfirlesturs í einu. Tillög félagsmanna skal féhirðir hafa innheimt og afhent bókaútvegsmanni fyrir lok júlímánaðar ár hvert, sömuleiðis sektargjald fyrir töpun eða skemmdir viðkomandi bóka og önnur brot gegn lögum þessum. Meðal stofnenda lestrarfélagsins voru Sigmundur Pálsson, Jóhann Jón Guðmundsson, Þorsteinn Kristjánsson, Jón Jónsson, Jón Þorsteinsson, Ásgrímur Jónsson ofl.

Pétur Pétursson (1945-)

  • IS-HSk-S00001
  • Person
  • 1945-

Fæddur í Álftagerði hjá Víðimýri, Skag. 9. mars 1945. Faðir: Pétur Sigfússon. Fæddur í Blöndudalshólum í Blöndudal, A-Hún. 28. janúar 1917. Látinn á Sauðárkróki 23. september 1987. Móðir: Sigrún Ólafsdóttir. Fædd í Álftagerði hjá Víðimýri, Skag. 8. janúar 1914. Látin á Sauðárkróki 6. júní 1990. Eiginkona Péturs er Elísabet Petrea Ögmundsdóttir, fædd á Sauðárkróki 9. nóvember 1948.

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

  • S03693
  • Organization
  • 1945 - 2001

Samkvæmt fundagjörðabók er félagið búið að vera starfandi í einhvern tíma fyrir þessa fundagjörðabók en ekki kemur fram stofnár né framvinda eftir 2001.

Ungmennafélag Haganeshrepps

  • S03690
  • Organization
  • 1949 -1962

Ekkert í gögnum kom fram um uppruna félagsins né framtíð eftir þessi ártöl. Þau gögn koma vonandi bráðlega.

Skógræktarfélag Staðarhrepps

  • S03692
  • Organization
  • 1950 - 1955

Stofnfundur Skógræktarfélas Staðarhrepps var haldin 17.nóvember 1050 en boðað var til fundarins af stjórn Ungmennafélags Æskunnar. Fundinn setti Sigurður Ellertsson. En kosnir í stjórn voru Sigurður Jónsson, Reynistað. Steinbjörn Jónsson, Hafsteinsstöðum. Sigurður Ellertsson, Holtsmúla og til var Halldór Hafstað, Vík.
Eins og segir í lögum félagsins er tilgangurinn að stuðla að útbreiðslu og eflingu Skógræktarinnar í Staðarhreppi og þá fyrst og fremst að vinna að því að koma upp tjágróðri við bæi og vísi að nytjaskógi á hverri jörð í Staðarhreppi. Ekki er vitað um framvindu félagsins.

Mjólkursölufélag Óslandshlíðar

  • S03698
  • Organization
  • 1944 - 1949

Þriðjudaginn 2 maí.1944 komu 10 mjólkurframleiðendur saman í Hlíðartúni til þess að ræða saman um mjólkurflutninga úr Óslandshlíð til Mjólkursamlags Sauðárkróks. Kosnir voru 3 menn til þess að halda utan um þessi mál með fulltrúum frá hóla og Viðvíkurhreppum. Þessir menn voru kosnir Stefán Sigmundsson, Kristján Jónssson, Óskar Gíslason og til vara Rögnvaldur Jónssson og Jóhann Gunnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem fundur er haldinn um þessi mál í Óslandshlíð en mjólkurflutningar héðan hófust fyrst snemma í mars síðastliðinn eins og segir í fundagerðabók 1944. Hver framvinda félagsins varð er ekki nefnd.

Lestrarfélag Staðarhrepps

  • S03691
  • Organization
  • 1924 - 1997

Stofnfundur Lestrarfélags Staðarhrepps, haldinn að Reynistað 25. janúar 1924.
Fundarboðendur voru, Hr. Alþingismaður, Jón Sigurðsson, Reynistað. Hr. Bjarni Þorleifsson, Sólheimum. Hr. Árni J Hafstað, Vík. Hr. Jón Sveinsson, Hóli. Fundinn setti alþingismaðurinn Jón Sigurðsson og bar fram tillögu um að Árni J Hafstað yrði kosinn fundarstjóri og var hún samþykkt í einu hljóði. Fundastjóri kvaddi sér skrifara Guðmund Gíslason og þá lýsti fundastjóri því yfir að orðið væri heimilt hverjum er vildi. Voru lög félagsins þá lesin upp af framsögumanni málefnisins Bjarna Þorleifssyni, Sólheimum en þar segir m.a. 2 gr. Tilgangur félagsins er að veita meðlimum sínum sem fjölbreyttasta fræðslu og ódýra skemmtun. Bókaskápur fyrir bækur félagsins gaf alþingmaður Jón Sigurðsson.
Í fundagerð 25 febrúar 1997 kemur stjórn Lestrarfélagsins saman til fundar til að fara yfir stöðuna í félaginu og þar segir: Stjórn Lestrarélags Staðarhrepps beinir því til Hreppsnefndar Staðarhrepps að barnabækur lestrarfélagsins verði afhentar sameinuðu skólastarfi Varmahlíðarskóla. Kynnt var nýtt frumvarp til laga um almenn bókasöfn og þar er m.a. gert ráð fyrir að skipting í héraðs - bæja og hreppsbókasöfn verði aflögð og lágmarks fjárframlög sveitafélaga til almenningsbókasafna falli niður. Undirritað Ingibjörg Hafstað. Sigurður Baldursson. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sólveig Arnórsdóttir. Hér endar saga félagins.

Kvenfélagið Ósk í Óslandshlíð

  • S03697
  • Organization
  • 1941 - 1944

Fimmtudaginn 2. janúar 1941, vqr fundur haldinn að Hlíðarhúsi í þeim ákveðna tilgangi að stofna kvenfélag. 11 konur voru á stofnfundi en formaður kosin Sigurbjörg Halldórsdóttir. Nanna Ingjaldsdóttir gjaldkeri. Guðrún Jónsdóttir ritari. Umræða snerist um að taka spunavél á leigu hjá Sigurmon Hartmannssyni, Kölkuós. Ekki kemur fram eftir ártal þetta hver framvinda félagsins verður.

Jarðræktarfélag Óslandshlíðar

  • S03696
  • Organization
  • 1933 - 1945

Í þessum gögnum kemur ekkert fram um uppruna félagsins né framgang. En gögnin eru persónugreinanleg.

Jarðabótafélag Óslandshlíðar í Hofshreppi

  • S03695
  • Organization
  • 1902 - 1943

Ár 1902 16. maí var fundur settur og haldinn í Brekkukoti i Hofshreppi og þar stofnað Jarðabótafélag af 12 bændum. Kosnir í stjórn félagsins : Jón Erlendsson, Marbæli. Sigurjón Jónsson, Óslandi formaður. Þorleifur Rögnvaldsson, Brekkukoti. Félagið heitir Jarðarbótafélag Óslandshlíðar í Hofshreppi. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt , garðrækt og búpeningsrækt.

Búnaðarfélag Rípurhrepps

  • S03700
  • Organization
  • 1912 - 1984

Tilgangur félagsins er að efla áhuga og framkvæmdir í jarðarækt og búnaði. Fram kemur í gögnum að Lög Búnaðarfélags Rípurhrepps samþykkt á aðalfundi er haldin var í Ási 16. mars 1912. Og þennan dag var aðalfundur haldin en það kemur ekki hreint fram hvort hér hafi verið um stofnfund að ræða en gengið er út frá því og kosin er stjórn og hlutu kosningu Ólafur Sigurðsson , formaður. Magnús Gunnarsson og Gísli Jakobsson, meðstjórnendur og endurskoðandi Guðmundur Ólafsson.
Framhald félagins eru í þessum gögnum til 1984 en í Reikningabók D er aftast í bók þetta skráð, Árið 1984, þessari bók er lokað og önnur tekin í notkun 1985. Jón Björnsson , Hellulendi.
Ekki er vitað um framhald félagsins eftir það.

Ungmennafélagið Fram (1907-)

  • S02833
  • Organization
  • 20.10.1907-

Haustið 1907 hittust sjö ungir menn úr Seyluhreppi í svokölluðu Garðhúsi, austan við Reykjarhól í Varmahlíð og ákváðu þar að stofna ungmennafélag. Þessir stofnfélagar voru Hjörtur
Benediktson í Marbæli, Brynleifur Tobíasson í Geldingaholti, Páll Sigurðsson í Geldingaholti, Árni Arason á Víðimýri, Jón Árnason á Vatnsskarði, Sigurður Þórðarson á Fjalli og Klemens Þórðarson, bróðir Sigurðar. Á þessum fundi voru Brynleifur. Páll og Sigurður kosnir til aö semja uppkast að iögum fyrir félagið og stofnfundur ákveðinn að Víðimýri 20. okt. Á þeim fundi mættu 5. Voru þar lög samþykkt og í stjórn kosnir Brynleifur Tobíasson, Páil Sigurðson og Sigurður Þórðarson. Þar með var formlega gengið frá stofnun félagsins.
Félagið átti aðild að stofnun Ungmennasambands Skagafjarðar 17. apríl árið 1910.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03703
  • Association
  • 1888-1984

Búnaðarfélag Lýtingsst.hrepps var stofnað sjötta dag júlímánaðar, árið 1888 á almennum hreppsfundi að Lýtingsstöðum. Þá var jafnframt haldinn stofnfundur Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps. Á dagskrá fundarins var frumvarp til laga fyrir búnaðarfélagið lagt fram og eftir nokkrar umræður voru samþykkt gildandi lög fyrir félagið. Fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Ólafur Briem þá bóndi á Álfgeirsvöllum. Kosnir voru tveir skoðunarmenn fyrir hverja sókn og einn til vara. Fyrir Reykjasókn, Björn Þorláksson, Kolgröf og Eyjólfur Jóhannesson, Vindheimum. Til vara var Pálmi Pétursson, Skíðastöðum. Fyrir Mælifellssókn Jóhann Pétursson, Skíðastöðum og Sigurður Sigurðsson, Brekkukoti. Til vara Sr. Jón Magnússon, Mælifelli. Fyrir Goðdalasókn; Indriði Árnason, Írafelli og Jón Guðmundsson, Villinganesi. Til vara Ólafur Ólafsson Litluhlíð.
Stofnfélagar voru allir þeir einstaklingar sem taldir eru upp hér að ofan, alls tíu.

Tilgangur félagsins var að bindast samtökum til jarðbóta, einkum að slétta tún, hlaða vörslugarða, grafa vatnssveituskurði og hlaða stíflugarða. Í lögum félagsins kemur fram að ef einhver félagsmaður vann ekkert að jarðarbótum þrjú ár í röð var hann rækur úr félaginu og átt ekki afturkvæmt í það nema aðalfundur samþykkti það (þá voru eigi taldar þær jarðabætur sem áskildar voru í byggingarbréfum jarða).
Hlutverk formanns búnaðarfélagsins var að útvega félagsmönnum nauðsynleg jarðbótaverkfæri sem þeir höfðu óskað eftir fyrir árslok hvert ár. Jarðbótaverkferi þau sem keypt voru á kostnað félagsins voru ætluð til sameiginlegra afnota fyrir félagsmenn.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03703
  • Association
  • 1888-1984

Búnaðarfélag Lýtingsst.hrepps var stofnað sjötta dag júlímánaðar, árið 1888 á almennum hreppsfundi að Lýtingsstöðum. Þá var jafnframt haldinn stofnfundur Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps. Á dagskrá fundarins var frumvarp til laga fyrir búnaðarfélagið lagt fram og eftir nokkrar umræður voru samþykkt gildandi lög fyrir félagið. Fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Ólafur Briem þá bóndi á Álfgeirsvöllum. Kosnir voru tveir skoðunarmenn fyrir hverja sókn. Fyrir Reykjasókn, Björn Þorláksson, Kolgröf og Eyjólfur Jóhannesson, Vindheimum. Til vara var Pálmi Pétursson Skíðastöðum. Fyrir Mælifellssókn Jóhann Pétursson, Skíðastöðum og Sigurður Sigurðsson, Brekkukoti. Til vara Sr. Jón Magnússon Mælifelli. Fyrir Goðdalasókn; Indriði Árnason Írafelli og Jón Guðmundsson Villinganesi. Til vara Ólafur Ólafsson Litluhlíð.
Stofnfélagar voru allir þeir einstaklingar sem taldir eru upp hér að ofan, alls tíu.

Tilgangur félagsins var að bindast samtökum til jarðbóta, einkum að slétta tún, hlaða vörslugarða, grafa vatnssveituskurði og hlaða stíflugarða. Í lögum félagsins kemur fram að ef einhver félagsmaður vann ekkert að jarðarbótum þrjú ár í röð var hann rækur úr félaginu og átt ekki afturkvæmt í það nema aðalfundur samþykkti það (þá voru eigi taldar þær jarðabætur sem áskildar voru í byggingarbréfum jarða).
Hlutverk formanns búnaðarfélagsins var að útvega félagsmönnum nauðsynleg jarðbótaverkfæri sem þeir höfðu óskað eftir fyrir árslok hvert ár. Jarðbótaverkferi þau sem keypt voru á kostnað félagsins voru ætluð til sameiginlegra afnota fyrir félagsmenn.

Búnaðarfélag Óslandshlíðar*

  • S03694
  • Organization
  • 1945 - 1976

Fundagerðabók segir ekkert um uppruna félagsins né framvindu félagsins eftir 1976. En fram kemur í fundagerð 12 mars 1972 ap fundur er haldin sameiginllegur með Búnaðarfélagi Hofshrepps.

Kvenfélag Skefilsstaðahrepps (1908 - 1983)

  • S03684
  • Organization
  • 1908 - 1983

Ár 1908, sunnudaginn 26. apríl var haldinn fundur að Hvammi í Laxárdal af nokkrum konum í Skefilstaðahrepi, sem höfðu komið sér saman um að stofna félag sín á milli. Aðalefni fundar þessa var að semja og undirskrifa lög fyrir félag þetta, kjósa forstöðunefnd til næsta árs og ákveða fundarhöld og framkvæmdir félagsins.
Kosnar voru, Sigríður Magnúsdóttir, Sævarlandi, forstöðukona. Ragnheiður Eggertsdóttir, Hvammi, skrifari og Sigurlaug Sigurðardóttir, Gaukstöðum, gjaldkeri.
Enduskoðendur reikninga Þórunn Sigurðardóttir, Fossi. Varakonur í forföllum, Ingibjörg Bjarnadóttir, Gaukstöðum. Hólmfríður Halldórsdóttir, Selá.
Tilgangur félagsins kemur fram í lögum að styðja að því að menning og réttindi kvenna aukist, einnig voll það styrkja allt það er að þess áliti hafir til gagns og framfara. Hver kvenmaður sem er 15 ára eða eldri hefur rétt til að ganga í félagið með samþykki félagskvenna á fundi.

Ingvard Sörensen

  • Person

Ingvard Sörensen frá Danmmörku. Rak apótek á Sauðárkróki á tímabilinu 1928-1931.

Elísabet Una Jónsdóttir (1897-1980)

  • S00430
  • Person
  • 29.03.1897 - 20.05.1980

Elísabet Una Jónsdóttir fæddist 29. mars 1897.
Hún var húsfreyja í Reykjavík.
Maður hennar var Ágúst Kristján Guðmundsson (1894-1968).
Elísabet lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 20. maí 1980.

Málfundafélag Hofshrepps

  • S03702
  • Association
  • 1908-1912

Málfundafélag Hofshrepps var stofnað 29.nóvember 1908, þegar nokkrir menn í Hofsósi beittu sér fyrir því að stofnað yrði málfundafélag á Hofsósi og nágrenni. Eins og segir í fyrstu fundagerð félagsins, "Nokkrir menn höfðu skrifað sig undir boðsbréf þessu viðkomandi sem væntanlegir félagsmenn og hafði þeim verslunarstjóra Ólafi Jenssyni og presti Sr. Pálma Þóroddssyni verið falið að semja uppkast að lögum fyrir félagið og stýra þessum fyrsta fundi". Á fundinum voru lögð fram uppkast af lögum félagsins eins og þau koma fram fremst í bókinni. Á fyrsta fundinum urðu talsverðar umræður um 3. og 4. grein lagana en þær voru að síðstu samþykktar með meirihluta atkvæða, þá með viðauka, en aðrar greinar laganna voru samþykktar óbreyttar.
Af fundargerðunum má sjá að félagið hafði mikinn áhuga á framfararmálum í kauptúninu, sem dæmi að fá talsíma lagðann til Hofsóss, sundkennslu og halda þorrablót. Fundurinn ræddi einnig um óþrifnað í kauptúninu sem væri ábótavant og mikil hneisa fyrir samfélagið og ræddi um tillögur til úrbóta í þeim málum.

Tilgangur félagsins eins og segir í lögum félagsins er a halda uppi málfundum í félaginu, æfa félagsmenn við ræðuhöld fundarstjóra, skrifarastörf í fundum og annað er að fundarhaldi lítur. Einnig jafnframt að ráða og vekja menn til umhugsunar um þau mál er varða til umhugsunar um þau mál er varða almannaheill, hvort heldur er innan takmarka sveitarinnar eða alls landsins í heild sinni. Ennfremur segir í lögunum að tilgangur þess sé ekki eingöngu sá að styðja almenn nauðsynjamál með fylgi sínu eða forustu, heldur einnig að styðja allskonar félagsskap til skemmtunar og fróðleiks.

Málfundafélag Hofshrepps

  • S03702
  • Association
  • 1908-1912

Málfundafélag Hofshrepps var stofnað 29.nóvember 1908,
Nokkrir menn í Hofsósi beittu sér fyrir því að stofnað yrði málfundafélag á Hofsósi og nágrenni. Eins og segir í fyrstu fundagerð félagsins, "Nokkrir menn höfðu skrifað sig undir boðsbréf þessu viðkomandi sem væntanlegir félagsmenn og hafði þeim verslunarstjóra Ólafi Jenssyni og presti sr. Pálma Þóroddssyni verið falið að semja uppkast að lögum fyrir félagið og stýra þessum fyrsta fundi". Á fundinum voru lögð fram uppkast af lögum félagsins eins og þau koma fram fremst í bókinni, það urðu talsverðar umræður um 3. og 4. grein lagana en þær voru að síðstu samþykktar með meirihluta atkvæða, þá með viðauka, en aðrar greinar laganna voru samþykktar óbreyttar.
Af fundargerðunum má sjá að félagið hafði mikinn áhuga á framfararmálum í kauptúninu, sem dæmi að fá talsíma lagðann til Hofsóss, sundkennslu og halda þorrablót. Fundurinn ræddi einnig um óþrifnað í kauptúninu sem væri ábótavant og mikil hneisa fyrir samfélagið og ræddi um tillögur til úrbóta í þeim málum.

Tilgangur félagsins eins og segir í lögum félagsins er a halda uppi málfundum í félaginu, æfa félagsmenn við ræðuhöld fundarstjóra, skrifarastörf í fundum og annað er að fundarhaldi lítur. Einnig jafnframt að ráða og vekja menn til umhugsunar um þau mál er varða til umhugsunar um þau mál er varða almannaheill, hvort heldur er innan takmarka sveitarinnar eða alls landsins í heild sinni. Ennfremur segir í lögunum að tilgangur þess sé ekki eingöngu sá að styðja almenn nauðsynjamál með fylgi sínu eða forustu, heldur einnig að styðja allskonar félagsskap til skemmtunar og fróðleiks.

Fóðurbirgðafélag Skefilsstaðahrepps (1936-)

  • S03699
  • Organization
  • 1936-

Stofnað 1936.
Samkvæmt fundagerðabók 1919, en þar eru lög félagsins rituð ásamt tekjulögum í 14.gr og þar segir í niðurlagi að : Þannig samþykkt á stofnfundi félagsins að Skefilstöðum 28.apríl 1919. Jóhann Sigurðsson fundarstjóri. Það er svo 7.júní 1919 a Skefilstöðum að loknu manntalsþingi að haldin er fyrsti ársfundur Fóðurbirgðafélags Skefilsstaðahrepps. Á fundinn mættu 11 af 12 félagsmönnum. Kosnir voru í stjórn Þórður R Blöndal formaður, Sveinn M Sveinsson gjaldkeri, Arnór Árnasson ritari.

  1. júní 1974 las formaður upp grein úr búfjárræktarlögum þess efnis að sveitastjórnum væri heimilt að láta fóðurbirgðafélag hafa framkvæmd sorðagæslu sem sveitastjórnum annars ber að sjá um samkvæmt lögum nr. 31, 24. apríl 1973.
    Með áðurgreindu lögum er stoðum kippt undan fóðurbirgðarfélögunum þar sem ríkið hættir öllum fjárstuðningi við félögin. Vegna breytra laga lagði stjórn til að félagið yrði lagt niður 22.júní 1974 og Sjóður Fóðurbirgðafélags Skefilstaðarhrepps er nú kr: 112.022,20 og verði fengin til vörslu og umráða hjá hreppsnefnd Skefilstaðarhrepps og ávaxtast í útibúi Búnaðarabankans honum skal varið t.d. til að lána búfjáreigendum í hreppnum til fóðurkaupa þegar illla árar eða þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi um öflun nægs fóðurs hjá einstökum búfjáreigendum. bækur Fóðurbirgðafélagsins Skefilstaðarhrepps verði afhentar Héraðsskjalasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki til varðveislu.

Búnaðarfélag Haganeshrepps

  • S03689
  • Organization
  • 1924 - 1983

Gjörðabók í safni segir ekki uppruna félagsins né framhald eftir 1983. Svo þær upplýsingar bíða seinni tíma.

Lestrarfélag Hvammsprestakalls

  • S03686
  • Organization
  • 1902 - 1960

Á nýársdag 1902 áttu nokkrir menn fund með sjér að Hvammi í Laxárdal, að lokinni guðsþjónustugjörð þar. Tilefni var að ræða um stofnun Lestrarfélags fyrir Hvammsprestakalls og fékk að hinar bestu undirtektir. Tólf menn gengu þá þegar í félagið. Í stjórn voru kostnir Séra Björn L Blöndal, Guðvarður Magnússson, Jóhann Sigurðsson. Hinn 3. januar átti Lestrarfélagið 18 bækur. Tilgangur félagsins er að glæða og auka lestrar - og fróðleiksfýsn í prestakallinu og hafa menntandi áhrif á félagsmenn. Lögin voru samþykkt á fundi á
Skefilsstöðum hinn 1.maí 1902. Segir í fundagerðabók. Ekki er vitað hvernig framhald félagsins varð.

Iðnfélag Viðvíkurhrepps

  • S3688
  • Association
  • 1918

Iðnfélag Viðvíkurhrepps var stofnað 10.2.1918. Alls voru stofnfélagar 21, fyrsti formaður félagsins var Margrét Símonardóttir í Brimnesi. Tilgangur félagsins var að efla áhuga fyrir hvers konar íslenskum iðnaði og stuðla að notkun véla er létt geti og aukið verklegar framkvæmdir. Félagið var jafnt fyrir konur sem karla frá 14 ára aldri. Félagið keypti spunavél sem staðfsett var um tíma í Kolkuósi, félagsmenn og aðrir íbúar Viðvíkurhrepps höfðu aðgang að vélinni, gegn vægu gjaldi. Félagið var lagt niður á aðalfundi þann 6.mars 1946. Ákveðið var að hreppurinn eignaðist spunavélina.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

  • S03668
  • Association
  • 14.1.1884

Búnaðarfélag Seyluhrepps var stofnað í þeim tilgangi að koma á jarðarbótum og framförum í búnaði í hreppnum.
Í gjörðabók Búnaðarfélags Seyluhrepps frá árinu 1884 segir svo;

  1. gr
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði félagsmanna. Það skal efla allskonar jarðabætur sem auka og bæta heyföng manna á túni og engjum, rétta meðferð á áburði, garðyrkju, svarðartekju, kynbætur á búpenings, hentugar og varanlegar húsbyggingar fyrir menn og skepnur og hlöðubyggingar fyrir heyforða, snoturlega og reglusama bústjórn utanbæjar sem innan. Þar á meðal telst að men haldi verktöflur og búreikninga.
  2. gr
    Sérhver félagsmaður er skyldur til að láta vinna að jarðabótum á bújörð sinni á vori hverju. Tvö fullkomin dagsverk fyrir hver 5 hundruð á jörðu þeirri er hann býr á. Til þessara skyldu jarðabóta telst einungis það sem gjört er til þess að auka og bæta heyföng en ekki má þar með teljast það sem í byggingarbréfum er áskilið að unnið sé.
    Árið 1930 var samþykkt frumvarp til breytinga á 2. grein laga félagsins og er hún svohljóðandi:
    Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði, svo sem jarðkosts, rétta meðferð á innlendum og erlendum áburði. Stuðla að bættum húsabótum. Einnig stuðla að því að félagsmenn bæti bústofn sinn, sér í lagi með góðri meðferð og kynbótum.

Búnaðarfélag Hofshrepps

  • S03685
  • Association
  • 1913 -

Búnaðarfélag Hofshrepps var stofnað á fyrsta aðalfundi félagsins þann 8. febrúar 1913 í þinghúsi hreppsins á Hofsósi. Aðalverkefni fundsins var að semja og samþykkja lög fyrir félagið og voru þau samþykkt samhljóða. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst að efla hverskonar búnaðarframfarir í hreppnum, en lagt var sérstakaka áherslu á að auka jarðrækt og að koma áburðahirðingu í sem best horf. Tólf manns sátu fundinn, fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Jón Konráðsson fyrrum hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd

Nautgriparæktarfélag Lýtingsstaðahrepps (1928 - 1945)

  • S03678
  • Organization
  • 1928 - 1945

Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 20. júní 1928, var samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi kosin nautgripa- kynbótanefnd fyrir Lýtingsstaðahrepp. í nefndinni voru tilnefndir: Sveinn Stefánsson, bóndi á Tunguháls, Hannes Kristjánsson, bóndi á Hvammkoti, formaður Magnús Sigmundsson, bóndi á Vindheimum, ritari. Á Lýtingsstöðum 3. júlí hittust nefnadarmenn og ræddu um nautahald fyrir hreppinn og kom saman um að minnst væri hægt að komast af með þrjú naut fyrir hreppinn, tvö fullorðin og eitt ungt. Þurfti svo að komast að niðurstöðu um hvaða naut yrðu notuð. Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 15. oktober 1929, hreifði Hannes Kristjánsson í Hvammkoti við því hvort bændur vildu ekki stofna nautgripræktarfélag fyrir hreppinn. Samþykkt var með öllum greiddu atkvæðum að stofna félagið.

Búnaðarfélag Akrahrepps

  • S03679
  • Association
  • 1890 - 1978

Á fundi að Stóru - Ökrum 17. júní 1886 á 75 ára afmæli Jóns Sigurðssonar voru samþykkt lög handa Jarðabótafélagi Akrahrepps er Ólafur Briem stúdent á Frostastöðum hafði samið frumvarp til laga og á þeim fundi var hann kosinn formaður félagsins. Vorið 1887 flutti Ólafur og var þá séra Einar Jónsson á Miklabæ kjörinn formaður til vorsisn 1989 er hann flutti . En á þessu márum var svolítið unnið að jarðabótum en eigi þótti til neins að sækja opinberan styrk hans búnaðarfélaginu enda engum skýrslum safnað um störf þess. Vorið 1989 var Þorvaldur Arason bóndi á Flugumýri kosinn formaður og safnaði formaður skýrslu um jarðabótafélagið saman og sendi til sýslunefnadar og sótti um styrk handa félaginu sem fékk 42 kr. úr landssjóði. 1890 var samþykkt að ráða búfræðing til félagsins Páll Ólafsson í Litladalskoti, síðan árið 1891 voru þeir orðnir tveir er Guðmundur búfræðingur er staddur var á fundinum var ráðinn.

Kvenfélag Seyluhrepps

  • S03667
  • Organization
  • 1937 - 1997

Sunnudaginn 22. maí. 1932 höfðu nokkrar konur í Seyluhreppi mælt sér mót í Geldingarholti í tilefni af kvenfélagsstofnun.Þar eru mættar 12 konur. Í stjórn Félagsins voru kosnar Húsfreyja; Sigurlaug Sigurðardóttir, Fjalli ( formaður). Húsfreyja; Guðrún Guðmundsdóttir, Reykjarhóli ( gjaldkeri ). Ungfrú, Ingibjörg Jóhannsdóttir Löngumýri ( ritari ). Síðan voru lesin upp og samþykkt lög. Í lögum stendur ða félagið heitir Kvenfélag SEyluhrepps og tilgangur félagsins er að efla framtaksemi, menningu og réttindi kvenna. Það vill styðja heimilisiðnað og heima menningu, garðrækt og blómarækt, það vill gleðja aðra einkum börn. Fundir eru lögmætir ef 10 félagskonur mæta á fundi. Skráð frá Gjörðabók.

Fóðurbirgðafélag Hofshrepps

  • S03682
  • Organization
  • 1938 - 1974

Í fundagerðabók er sagt að félagið hafi verið stofnað 1938 og í fjárgjaldabók (A ) segir í fyrstu fundagerð.
Ár 1938 26.júlí kom stjórn fóðurbirgðafélags Hofshrepps saman að Bæ.
Verkefni var: 1. Tekin ákvörðun um fóðurbætiskaup fyrir næsta vetur. Ákveðið var að skrifa stjórn Síldarverksmiðju Ríkisins á Siglufirði og fara fram á innleiðingu á greiðslu fyrir allt að 200 sekkjum til 31. oktober 1938 með ábyrgð hreppsnefndar.

  1. Kaupfélagi Fellshrepps var skrifað þar sem farið var fram á að á næsta vori 1939 sæi stjórn og framkvæmdarstjóri um að til yrðu ca, 75 tunnur af rúgmjöli og maísmjöli sem ekki yrði látið til manneldis fyrr en sýnt yrði að bændur þyrfti ekki á því að halda til skepnufóðurs.
    Í fundagerðabók 24.04.1974 segir á almennum hreppsfundi haldin í Höfðaborg, les formaður bréf frá Búnaðarfélagi Íslands það sem segir að fóðurbirgðaafélög skuli nú lögð niður samkvæmt lögum og eignum þeirra ráðstafað á almennum hreppsfundi. Fundurinn óskaði eftir tillögu frá stjórn félagsins um ráðstöfun sjóðsins sem er samkvæmt reikningi kr: 53434.40. Stjórn gerði svofellda tillögu að sjóður Fóðurbirgðarfélagsins verði í vörslu hreppsnefndar og skuli vöxtum hans varið til að verðlauna snyrtimennsku í búskap og umgengni á félassvæðinu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Það eru trúlega endalok þessa félags.

Búnaðarfélag Hofshrepps

  • IS-HSk
  • Association
  • 1913 -

Búnaðarfélag Hofshrepps var stofnað á fyrsta aðalfundi félagsins þann 8. febrúar 1913 í þinghúsi hreppsins á Hofsósi. Aðalverkefni fundsins var að semja og samþykkja lög fyrir félagið og voru þau samþykkt samhljóða. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst að efla hverskonar búnaðarframfarir í hreppnum, en lagt var sérstakaka áherslu á að auka jarðrækt og að koma áburðahirðingu í sem best horf. Tólf manns sátu fundinn, fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Jón Konráðsson fyrrum hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd.

Baldvin Leifsson (1941-2022)

  • N00479
  • Person
  • 19.10.1941 - 29.05.2022.

Baldvin Leifsson fæddist 19.10.1941 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki en ólst upp í Ásbúðum í Skagabyggð. Baldvin flutti síðar til Kópavogs og starfaði þar sem vélsmiður, rennismiður, bátasmiður og vélstjóri. Baldvin bjó í Kópavogi til æviloka, hann var ókvæntur og barnlaus. Hann lést 29.05.2022.

Ungmenna og Lestrarfélagið Æskan

  • S03670
  • Organization
  • 1914 - 1969

Stofnfundur félagsins "Æskan" var haldin 22.11.1914. Lög félagsins voru sett þar og undrrituð af Brynjólfur Sveinsson, Pétur Jónasson, Jóhann Sigtryggsson, Jón Sigtryggsson, Sig G Jósafatsson, Björn Konráðsson, Björn Jónasson, Sigurður Jónsson. Fundurinn var haldin í Framnesi af 7 félögum í ungmennafélaginu "Framsókn" sem eru á fram huta félagssviðinu auk 3ja manna utan félags. Markmið fundar er að mynda deild út úr áðurnefndu f+elagi sem héldi málfuni með sér og héldi út blaði til ritæfinga. Ástæða til þessarar deildarstofnunar var sú að meðlimum félagsins þótti svo erfitt að ná saman sökum strjábýlis. Eins og segir í lögum félagsins 2.gr. Takmark félagsins er að æfa meðlimi sína í því að koma hugsunum sínum skipulega fram í ræðu og riti.
í bókinni er líka Reglugerð fyrir heyskap, lestrarfélagsins Æskan sumarið 1930. Lög félagsins voru svo endurskoðuð 1927 og í gjörðabók voru ekki færðar inn fundargjörðir frá 1936 - 1940 og segir að þær séu trúlega glataðar. Aftur er tilgreint að fundargjörðir vanti fyrir 1946 - 1955 og munu þær eflaust glataðar. En fundargerð byrjar aftir 1958. Það gerist svo 12.01. það gerist svo 1966 að það bárust tilmæli frá Lestrarfélagi Flugumýrarsóknar um athugun á sameiningu félaganna. Fundarmenn lýstu sig fylgjandi og á aðalfundi 1969 mættu auk félaga úr Æskunni nokkrir fyrrverandi félaga úr Lestarafélagi Flugumýrarsóknar rætt var stækkun félagsins Æskunnar.

Nautgriparæktarfélagið í Akrahreppi (úthluta)

  • S03673
  • Organization
  • 1929 - 1933

Hvenær félagið var stofnað eða aflagt kemur ekki fram í þessum gögnum. Gögnin innihalda hin ýmsu gögn er varða starfsemi félagsins. Reikningur um rekstur nautahaldsins, ( keypt naut á árinu, vetrarfóðrun sumarhirðing, lán og styrkir og kaup á eftirlitsmanni ). Fylgigögn frá 1929 - 1932.
Lög um kynbætur nautgripa, 1.júní 1928.
Sendibréf til formanns Nautgriparæktarfélags Akrahrepps ( úthluta ) Hr. Björn Sigtryggsson, Framnesi. Styrkur fyrir fullmjólkandi kýr. Tveir reikningar frá Dansk Mælketeknisk Laboratorium A- S Köbenhavn 16.03.1929 og 06.08.1929.og sendibréf því tengt til Herr Björn Sigtryggsson.
Fundargerð 16.03 1930 en þau gögn eru tvö blöð illa farin og nokkuð lesanleg, þar kemur fram að Stefán Vagnsson skýrir frá starfsemi félagsinsá næst liðnu ári ,var aðalkjarni þess fóðrun og hirðing þarfanauts félagsins, (Páls ).

Vinagjöf - sjóður, Lýtingsstaðarhreppi

  • S03677
  • Family
  • 1903 - 1942

Eins og segir í bók: Við undirrituð ekta hjón, Jóhann P.Pétursson hreppstjóri og damibrogsmaður, og Elín Guðmundsdóttir á Brúnatöðum og við hjónin Björn Þorkelsson og Guðlaug Gunnlaugsdóttir á Sveinstöðum, gjörum hér með kunnugt að við hvor um sig gefur 1000-eitt þúsund krónur til stofnunnar sjóðs ern verja skal til uppeldis munaðarlausum börnum í Lýtingsstaðarhreppi og gilda um sjóð þennan reglur. Í lögunum segir meðal annars í 2.gr. Höfuðstóll sjóðsins skal leggjast í Sparísjóðinn á Sauða´rkróki og skal hann standa það á vöxtum um aldur og æfi, sem föst innistæða en aldrei má skerða en vöxtum sjóðsins skal árlega varið til uppfósturs börnum er misst hafa foreldra sina og sveit eiga í Lýtingsstaðarhreppi. Undirritað er og þinglýst á manntalsþingi að Lýtinssstöðum 27.maí. 1903. Eggert Briem.
Ekki kemur fram í gögnum þessum um framtíð sjóðsins.

Ungmennafélagið Bjarmi

  • S03676
  • Organization
  • 1922 - 1939

Ungmennafélagið Bjarmi í Goðdalssókn var stofnað sunnudaginn 11.júní 1922. Stofnfundur var haldinn í Goðdölum að 17 mönnum viðstöddum.
Fundarstjóri var Ólafur Tómasson og nefndi hann Guðjón Finnson til skrifara.
Lög félagsins 1922-1923 þar segir í 2. gr. Tilgangur félagsins er að styðja allar þær andlegu, líkamlegu og verklegu framkvæmdir er áhugi félagsmanna hneigist að og í 3.gr. Félagið leitast við að ná tilgangi sínum með því að halda málfundi. Gefa út blað. Fá hæfan mann í að koma á stofn og stjórna söngflokk. Koma á stofn knattspyrnuflokk, Hafa vínbindindi. Starfa að verklegum framkvæmdum.
Meðlimir 1922 - 1923. Eirikur Einarsson og Guðjón Jónsson, Tunguhálsi. Ólafur, Sveinn og Eyþór Tómassynir, Bústöðum. Guðmundur Eiriksson, Villinganesi, Skapti Magnusson, Teigakoti. Erlendur Einarsson, Goðdölum. Snjólaug Stefánsdóttir, Árnastöðum. Guðlaug Egilsdóttir, Hvannakoti. Guðmundur Ólafsson, Litliu- Hlíð. Sveinn Guðmundssson, Bjarnastaðahlíð.
Ekki er vitað um framhald Ungmennafélagsins Bjarma, annað en samruna við U.M.S.S

Framræslu og áveitufélagið - Akrahreppi

  • S03675
  • Organization
  • 1932

Gögnin innihalda, frumvarp til laga fyrir félagið það segir að tilgangur félasins er að bæta engjalönd þeira jarða sem taldar eru í gr.2 Hjaltastaði, Hjaltastaðakot, Hjaltastaðahvamm, Frostastaði, Ystu- Grund, Syðri - Brekkur, Ytri - Brekkur, með framræslu og áveitu. Vatn til áveitunnar skal tekið úr Héraðsvötnum og Þverá.

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar

  • S03630
  • Organization
  • 1905 - 1931

Lestrarfélag Flugumýrarsóknar. Óvíst um stofndag.
Uppfært 22.11.2023 LVJ.
Í Fundargjörðabók kemur fram að Lestrarfélag Flugumýrarsóknar var stofnað í nóvember 1905 á fundi í Réttarholti hafði verið boðað til hans af Eiriki Albertssyni og Jóni Rögnvaldssyni. Stofnendur voru rúmir 40. Voru þá samið og samþykkt lög fyrir félagið þau er nú gilda ( eins og segir í gjörðabók). Sumarið 1907 brann gjörðabók félagsins sem í höfðu verið skrifaðar fundargjörðir þess frá því það var stofnað. Síðan hefir engin gjörðabók verið haldin fyrir félagið. 1910 var ákveðið á fundi að kaupa gjörðabók fyrir félagið.
Ekki er vitað um félagið í framhaldinu en það kemur fram í Gjörðabók Ungmenna og Lestrarfélagið Æskan að fyrrverandi félagar Lestrarfélags Flugumýrarsóknar mættu á fund 1969 og rædd var sameining félagana.

Atvinnurekstrarlánafélag Akrahrepps

  • S03671
  • Organization
  • 1930 - 1963

Á fyrsta vetrardag 25. okt. 1930 var fundur settur og haldinn á Uppsölum að undangengnu fundarboði. Fundinn setti Bjarni Halldórsson óðalsbóndi á Uppsölum er hafði boðað til fundarinn og stakk hann upp á Gísla Sigurðsyni hreppstjóra til fundarstjóra. Tók hann þegar við fundarstjórn og kvaddi til fundarskrifara Lárus Arnórsson á Miklabæ. Fundarstjórui gat þess að öllum fundarmönnum mundi kunnugt um í hverju skyni til fundar þessa væri boðað, það væri að stofna atvinnurekstrarlánafélag er starfaði í Akrahreppi framan Dalsár. Félagið heitir Atvinnurekstrarlánsfélag fremri hluta Akrarhrepps og hefur skammstöfunina A.R.A.
Markmið félagins er að efla peningaviðskipti félagsmanna sinna og útrýma skuldaverslun, að ávaxta fé félagsmanna og glæða sparnaðarhug þeirra. Félagskapur A.R.A starfaði í nokkur ár með víxillánsfé. Þegar félagið hafði lokið öllum sínum skuldbindingum út á við var stafsemi þess hætt. Nokkrar krónur voru eftir í sparisjóðbók félagsins. Í bókinni eru nú 31/12 1954. krónur 781.12. Uppsölum Bjarni Halldórsson. Árið 1963, síðla sumars koma þeir tveit eftirlifandi stjórnanefndarmenn Jóhann Sigurðsson, Úlfstöðum og Bjarni Halldórsson, Uppsölum, sér saman um að afhendaBúnaðarfélagi Akrahrepps ofanskráða innistæðu sem var þá orðin með vöxtum kr: 1300.33. Færði Bjarni upphæðina til Búnaðarfélagsins og Sparisjóðsstjóri eyðilagði bók A.R.A
( Gjörðabók 1930 - 1963)

Búnaðarfélag Seyluhrepps

  • S03668
  • Association
  • 14.1.1884

Búnaðarfélag Seyluhrepps var stofnað í þeim tilgangi að styðja við umbætur og efla framfarir í landbúnaði í hreppnum, einnig hafa eftirfylgni með jarðvinnslu og framkvæmdum á bújörðum. Fyrsti fundur hins nýstofnaðs félags var haldinn á Fjalli og mættu meirihluti þeirra bænda í Seyluhreppi er ætluðu að ganga í búnaðarfélag sem átti að koma á fót fyrir alla Skagafjarðarsýslu árið 1882.
Í 2. gr. gjörðabókar Búnaðarfélags Seyluhrepps frá árinu 1884 segir að tilgangur félagsins sé að efla allskonar framfarir í búnaði félagsmanna. Það skal efla allskonar jarðabætur sem auka og bæta heyföng manna á túni og engjum, rétta meðferð á áburði, garðyrkju, svarðartekju, kynbætur á búpeningi, hentugar og varanlegar húsbyggingar fyrir menn og skepnur og hlöðubyggingar fyrir heyforða, snoturlega og reglusama bústjórn utanbæjar sem innan. Þar á meðal telst að menn haldi verktöflur og búreikninga.
Ennfremur segir í 3. gr laganna.
Sérhver félagsmaður er skyldur til að láta vinna að jarðabótum á bújörð sinni á vori hverju. Tvö fullkomin dagsverk fyrir hver 5 hundruð á jörðu þeirri er hann býr á. Til þessara skyldu jarðabóta telst einungis það sem gjört er til þess að auka og bæta heyföng en ekki má þar með teljast það sem í byggingarbréfum er áskilið að unnið sé.
Þann 7.2.1930 var samþykkt frumvarp til breytingar á 2. gr laga félagsins.
Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði, svo sem jarðkosts, rétta meðferð á innlendum og erlendum áburði. Stuðla að bættum húsabótum. Einnig stuðla að því að félagsmenn bæti bústofn sinn, sér í lagi með góðri meðferð og kynbótum

Skátafélagið Fálkar

  • S03665
  • Organization
  • 1941 - 1946

Stofnað í júlí 1940 og var fyrsta skátafélagið sem starfaði í sveit. Félagið var stofnað með aðstoð frá Skátafélaginu Andvörum á Sauðárkróki. Starfið var flott fyrstu árin en þá voru 11 meðlimir í félaginu auk stjórnar. Fundað var reglulega og haldnar útilegur. Þrátt fyrir fáa meðlimi keyptu þeir skála og voru duglegir að gera hann upp. Stjórn félagsins fyrstu 3 árin voru Sigurður Jónsson, Baldur Jónsson og Sveinbjörn Jónsson en Sigurður var sveitarforinginn.

Lestrarfélag Seyluhrepps

  • S03666
  • Organization
  • 1923

Þriðjudaginn 6. nóv. 1923 var stofnfundur Lestrarfélags Seyluhrepps settur og haldin að Stóru - Seylu. Á fundinum voru 10 manns mættir. Haraldur Jónasson setti fundinn og var hann kosin fundarstjóri og nefndi hann til skrifara Bjarna Halldórsson. Fundarstjóri gat þess að á síðastliðnu vori á hreppaskilaþingi höldnu á Brautarholti hefði hann vakið máls á því hvort eigi væri reynandi að stofna lestrarfélag í hreppnum þar sem ekkert slíkt félag væri starfandi í hreppnum. Tóku menn vel í málið og var kosin þriggja manna nefnd til að að semja uppkast að lögum fyrir félagið og sjá um stofnun þess. Bjarni Halldórsson á Völlum. Eiríkur Guðmundsson Ytra - Vallholti og Haraldur Jónasson Völlum.
Lög Lestarfélag Seyluhrepps samþykkt á stofnfundi félagsins 6. nóv. 1923.
Föstudaginn 25. nóvember. 1955 var haldin fundur í Lestrarfélagi Seyluhrepps að Varmahlíð. Haraldur Jónasson setti fundinn og stýrði honum og setti til ritara Sr. Gunnar Gíslasson. Formaður skýrði frá hinum nýju bókasafnslögum og hvað það verkefni þessa fundar að taka ákvörðun um framtíðarskipan í lestrarfélaginu með tillit til hinna nýju laga. Fundurinn samþykkti að halda Lestrarfélagi Seyluhrepps áfram í sama formi og verið hefur. Til tals kom að fá húsnæði undir bækur félagsins hjá A. Lindemann í Varmahlíð í húsi sem hann er að reisa. Lindemann gaf góðar vonir um að úr þessu gæti orðið.
Upplýsingar teknar úr gjörðabók er liggur í E00039 A.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

  • Association
  • 17.06.1918-1975

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar var stofnað 17. júní 1918 af Jóni Þ. Björnsyni, þáverandi skólastjóra á Sauðárkróki og var hann í stjór þess fyrstu árin. Stofnfélagar voru 50. Tilgangur félagsins, eins og segir í lögum félagsins þess sé að vernda dýrin gegn illri meðferð og glæða hugsun og tilfinningu almennings fyrir skyldum mannsins við þau og stuðla að bættri meðferð dýra og að eftirlit sé haft með þeim. Félagsmenn höfðu skyldu að láta vita ef þeir yrðu varir við illa meðferð á skepnum.
Ef félagsmaður varð sjálfur uppvís af illri meðferð á skepnum eða lét líða hjá að tilkynna brot sem hann varð vitni af, þá varð hann brottrækur úr félaginu.
Fyrsta baráttumál félagsins var að bæta aðstöðu og meðferð á hrossum ferðamanna í Sauárkrókskaupstað, þar sem lítil sem engin aðstaða var fyrir hross aðkomumanna og þau oft látin standa næturlangt án viðunandi skýlis. Tók formaður oft að sér að skýla hrossin og haustið 1918 samdi sýslunefnd við hann um leigu á peningshúsi hans undir „hesthús til almenningsnota“ og sá Jón sjálfur um hrossin.
Starfsemi Dýraverndunarfélag Skagafjarðar lá niðri á tímabilinu 1930 – 1939 en félagið var síðan endurvakið 7.2.1939.

Hólahreppur

  • N00477
  • Public party
  • 1921 - 1998

Hólahreppur eru tvö byggðalög Hjaltadalur og Kolbeinsdalur. Líkur benda til að landsvæði Hólahrepps og Viðvíkurhrepps hafi í öndverðu verið einn hreppur, víst er að þeir voru ein þinghá með þingstað í Viðvík til ársins 1921. Þá urðu Hólar þingstaður Hólahrepps og hélst svo meðan hreppurinn var sjálfstæður, þar til hann sameinaðist svo 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði 1998.

Grunnskólinn að Hólum*

  • N00476
  • Public party
  • 1970 - 1990

Frá 1967 hafði verið kennt í einu herbergi í kjallara skólahúsins á Hólum. Þetta var allstór stofa og í daglegu tali gekk herbergið undir nafninu Fjöldagröfin. Á almennum hreppsfundi í Hólahreppi 24. júní 1971 var samþykkt að óska eftir að barnaskóli Hólaskólahverfis verði gerður að föstum skóla. Skólinn fékk 2 kennslustofur í nýju starfsmannahúsi Bændaskólans, sem var einungis hugsað sem bráðabirgða úrræði. Haustið 1974 hófst bygging skólahúss á Kollugerði, skammt frá Hólastað og 29. mars.1977 hófst kennsla í hinu nýja húsi, en það var svo vígt 15 .júní. 1980. Við sameiningu sveitafélaga í Skagafirði 1998 heyrir Grunnskólinn að Hólum undir sameiginlega skólanefnd og Grunnskólinn austan Vatna var stofnaður 2007 þegar sameinaðir voru undir eina stjórn Grunnskólinn á Hofsósi, Grunnskólinn að Hólum og Sólgarðaskóli. Sólgarðaskóli var lagður niður vorið 2018. Grunnskólinn austan Vatna kennir á tveimur starfsstöðum, á Hólum eru nemendur í 1.-7. bekk. Á Hofsósi eru nemendur frá 1 - 10. bekk.

Lánsfélag Staðarhrepps

  • S03664
  • Organization
  • 1922 -1940

Tekið úr Gjörðabók og þar segir meðal annars ;
Ár 1922 fimmtudaginn 30. nóvember var fundur settur og haldin að Reynistað. Jóns Sigurðson, Reynistað setti fundinn. Hafði stjórn Kaupfjélag Skagfirðinga látið boða til fundarins með skriflegu fundarboði um hreppinn. Kaupfélagsstjóri Sigfús Jónsson hóf umræðuna. Skýrði hann frá tilgangi Kaupfjélagsstjórnarinnar með fundarhaldi þessu og væri hann sá að ræða um við félagsmenn hvort ekki myndi hægt að breyta verslun Kaupfjélagins í það hvort að hætt væri að lána en taka upp peningaverslun þar að það verslunnarfyrirkomulag sem nú væri lítt viðunandi. Þá tók Jón Sigurðsson á Reynistað til máls, segir m.a. "Helstu leiðina til að ná því takmarki áleit hann þá að bændur innanhreppar stofnuðu lánsfjélög sem útvegi meðlimum sínum eins ódýr reksturslán eins og unnt væri".
"Fundurinn er því samþykkur að Kaupfjelag Skagfirðinga hætti útlánum og breyti verslun sinni í peningaverslun frá næstu áramótum.Á fundinum voru mættir 11 fjélagsmenn, ennfremur framkvæmdarstjóri Kaupfjelags Sigfús Jónsson. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Búnaðarfélag Staðarhrepps

  • S03662
  • Organization
  • 1889 - 1988

Árið 1889, 1. desember var aðalfundur búnaðarfélagsins í Staðarhreppi haldin á Páfastöðum af formanni félagsins, Jóni Pálmasyni. Mættir voru 10 félagsmenn. Málefni voru ný lög félagsins, reikningar og jaðarbótastörf félagsins.

Lestrarfélag Holtshrepps

  • S03659
  • Association
  • ódags.1911

Lestrarfélag Holtshrepps var stofnað 1911, stofnfundur félagsins var haldinn 25. janúar 1912.
Tilgangur félagsins var að standa undir bókakaup og halda utan um útlán á bókum til félagsmanna, auk þess sem velgjörðamenn félagsins gáfu því bækur og lestrarefni. Félagsmenn voru 22 árið 1916. Á aðalfundi þann 29. október 1922 kom fram tillaga að breyta félaginu í hreppsbókasafn og var hún samþykkt.

Málfundafélagið Vísir

  • S03660
  • Organization
  • 1927 - 1934

Málfundafélagsins Vísir, Stíflu, var stofnsett 14.11.127 að 7 meðlimum mættum. Fundirnir voru haldnir í húsi málfundarfélagsins Von. Í Gjörðabókinni eru fundargerðir og einnig komu fram á fundunum spurningar almenns eðlis s.s. 1. Hvort er betra að gefa kindum kveld eða morgna í svona jarðelti? 2. Hvort er betra að vera í sveit eða kaupstað? 3. Til hvers eru Ungmennafélög? 4 . Hvaða vetrarverk þykir ykkur skemmtilegust? 5. Hvort lifa sveitirnar fyrir kaupstaðina eða kaupstaðirnir fyrir sveitirnar? o.s.fr. Gaman af þessu. Ekki er vitað um líftíma félagsins af svo stöddu.

Results 86 to 170 of 6395