Sýnir 178 niðurstöður

Nafnspjöld
Person Bóndi

Sigurjón Markússon (1868-1919)

  • S02444
  • Person
  • 04.02.1868-12.01.1919

Foreldrar: Markús Arason (1836-1935), síðast bóndi að Ríp í Hegranesi og fyrri kona hans Steinunn Jónsdóttir (1837-1888). Sigurjón ólst upp með foreldrum og naut fræðslu í heimahúsum og hjá sóknarpesti. Hann hóf búskap að Stóru-Gröf á Langholti í Staðarhreppi og bjó þar 1888-1896. Flutti þá að Eyhildarholti í Hegranesi 1896 bjó þar til 1910 er hann brá búi og flutti til Sauðárkróks. Dvaldi þar í eitt ár en fluttu þá aftur að Eyhildarholti og bjó þar í eitt ár. Flutti þá að Sjávarborg í Sauðárhreppi og bjó þar 1912-1915 er hann fór að Íbishóli í Seyluhreppi og bjó þar til æviloka. Bjó stóru búi framan af ævi og átti um tíma 1000 fjár í félagi við föður sinn. Hafði einnig mikið kúabú og var einn af brautryðjendum rjómabúsins Framtíðin á Gljúfuráreyrum í Viðvíkursveit.
Maki: Guðrún Magnúsdóttir frá Lýtingsstöðum, f. um 1864, d. 26.06.1896. Þau eignuðust þrjár dætur.
Bústýra Sigurjóns eftir andlát konu hans var Sigurlaug Vigfúsdóttir, f. 11.05.1870, d. 28.08.1951. Þau eignuðust 5 börn. og komust 4 þeirra upp.

Gísli Björnsson (1877-1966)

  • S02393
  • Person
  • 18.01.1877-03.03.1966

Gísli Björnsson, f. í Kolgröf í Lýtingsstaðahreppi 18.01.1877, d. 03.03.1966 í Reykjavík. Foreldrar: Björn Gottskálksson síðast bóndi í Kolgröf og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir.
Gísli aflaði sér talsverðrar menntunar af sjálfsdáðum. Hann var ráðsmaður á Skíðastöðum 1901-1904 og bóndi þar 1904-1915. Reisti hann steinsteypt íbúðarhús á jörðinni árin 1909-1910, hið fyrsta sinnar tegundar í hreppnum.
Maki: Ingibjörg Jónsdóttir (var áður gift Hannesi Péturssyni bónda á Skíðastöðum). Þau voru barnlaus og slitu samvistir 1915. Fór Gísli þá til Reykjavíkur og stundaði ýmis kaupsýslustörf og fasteignasölu. Mörg síðustu árin dvaldi hann á Hrafnistu í Reykjavíku.

Jóhann Jónsson (1835-1903)

  • S02335
  • Person
  • 18.12.1835-13.03.1903

Foreldrar: Margrét Bjarnadóttir, ógift vinnukona á Hofi og Jón Guðmundsson, ókvæntur vinnumaður, þá í Krókárgerði í Norðurárdal. Margrét kom að Hofi frá Melrakkadal í Víðidal vorið 1832, þá 21 árs. Hún giftist síðar Sveini Guðmundssyni frá Hrafnhóli. Jón, faðir Jóhanns, varð úti þegar Jóhann var tveggja ára gamall. Jóhann var fóstraður upp á Jóni hreppstjóra Gíslasyni á Hofi og konu hans, Kristínu Kjartansdóttur. Þaðan fermdist hann vorið 1850. Skömmu síðar gerðist hann vinnumaður en fór vorið 1857 að Setbergi í Mýlasýslu. Þar veiktist hann og lá lengi. Eftir það var hann nánast örkumla ævilangt. Fór hann um tíma suður í Rangárvallarsýslu en kom aftur til Skagafjarðar og stundaði m.a. hrossasöluferðir austur í Múlasýslur. Var í húsmennsku en gerðist bóndi í Framnesi 1878-1879, húsmaður þar 1879-1885, bóndi í Vaglagerði 1885-1896. Var þá í húsmennsku, en byggði jörðina og var bóndi aftur í Vaglagerði 1897-1903. Fékk slag síðla vetrar 1903 og var þá fluttur að Þorleifsstöðum, þar sem hann lést.
Jóhann var ókvæntur og barnlaus. Hann arfleiddi sýsluna að eignum sínum, til sjúkrahúsbyggingar á Sauðárkróki.

Ólafur Gottskálksson (1798-1857)

  • S02305
  • Person
  • 1798 - 8. nóv. 1857

Bóndi á Auðbjargarstöðum og Fjöllum. Var í Nýjabæ í Þingeyjarsýslu 1801.

Pétur Stefánsson (1847-1935)

  • S02203
  • Person
  • 20. júlí 1847 - 5. mars 1935

Foreldrar: Stefán Einarsson og k.h. Lilja Kristín Jónsdóttir, þau bjuggu í Þröm á Langholti, í Geldingaholti, á Stóra-Vatnsskarði, í Hátúni, í Vík, á Grófargili, á Litlu-Seylu (nú Brautarholt) og loks í Vatnshlíð. Pétur var bóndi á Reykjarhóli 1896-1919 og í Valagerði 1919-1920. Dvaldi áfram í Valagerði hjá systursyni sínum Sölva Sveinssyni. Pétur sat mörg ár í hreppsnefnd og var lengi deildarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga fyrir Seyluhrepp.
Maki: Jórunn Björnsdóttir (1830-1890) frá Víðimýrarseli. Þau eignuðust ekki börn.

Björn Gottskálksson Thorvaldsson (1878-1941)

  • S02197
  • Person
  • 1878-1941

Foreldrar: Gottskálk Þorvaldsson (um 1806-1881) áður b. á Hringey í Vallhólmi og seinni sambýliskona hans Helga Jóhannsdóttir (1841-1911) bóndi á Hrafnagili í Laxárdal ytri. Björn fór til Vesturheims með móður sinni árið 1887 frá Hrafnagili. Var í Provencher, Manitoba í Kanada 1906. Bóndi í Spraque, Provencher Manitoba, Kanada 1916. Bóndi og kaupmaður í Pine Valley í Manitoba. Kvæntist Kristrúnu Jónsdóttur. Björn gegndi sveitarfélagsstörfum um margra ára skeið þar vestra, var m.a. oddviti í tvö ár og meðráðandi í a.m.k. níu ár. Þau tóku sér ættarnafnið Thorvaldsson.

Einar Baldvin Guðmundsson (1841-1910)

  • S02187
  • Person
  • 04.09.1841-28.01.1910

Einar Baldvin Guðmundsson, f. á Hraunum í Fljótum 04.09.1841, d. 28.01.1910 í Haganesvík. Foreldrar: Guðmundur Einarsson (1811-1841) bóndi, hreppstjóri og umboðsmaður á Hraunum og kona hans Helga Gunnlaugsdóttir (1822-1880) frá Neðra-Ási í Hjaltadal. Guðmundur lést rúmum mánuði eftir að Einar fæddist en hann ólst upp á Hraunum með móður sinni og síðari manni hennar, Sveini Sveinssyni frá Haganesi. Hann lærði undir skóla hjá sr. Daníel Halldórsyni í Glæsibæ við Eyjafjörð en sótti ekki um skólavist í latínuskólanum eins og til stóð heldur lagði fyrir sig trésmíði, járnsmíði og skipasmíði. Bóndi á Hraunum 1866-1893 en brá búi er hann missti aðra konu sína. Var þó áfram á Hraunum næstu árin en börn hans tóku við jörðinni. Auk búsins rak Einar útgerð og gerði út á þorsk og hákarl. Einnig stundaði hann skipasmíðar og aðrar smíðar. Hann reisti stórt timburhús á Hraunum 1874-75 sem var annað í röð timburhúsa til íbúðar í sýslunni. Einnig jók hann æðarvarp á jörðinni til muna. Árið 1878 sigldi Einar til Noregs að kynna sér veiðiaðferðir Norðmanna, fiskverkun, bátasmíði og ýmsar tæknilegar nýjungar. Eftir heimkomuna hóf hann tilraunir með síldveiðar ásamt mági sínum, Snorra Pálssyni verslunarstjóra á Siglufirði. Einar stóð fyrir miklum brúarbyggingum í Skagafirði framundir 1890 en einnig fór hann í Borgarfjörð og byggði fyrstu stórbrúna þar, yfir Hvítá á Barnafossi. Hann smíðaði fyrstu dragferjuna hér á landi á Vesturós Héraðsvatna. Nokkru eftir að hann brá búi stofnsetti hann verslun í Haganesvík, um 1898 og rak hana í samlagi við Gránufélagið til æviloka. Einar var hreppstjóri Holtshrepps 1866-1872 og 1890-1898, oddviti 1882-1884 og 1886-1892. Sýslunefndarmaður 1874-1877 og 1889-1895. Alþingismaður Skagfirðinga 1874-1878 er hann sagði af sér þingmennsku og hélt utan til Noregs. Hann var sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna og veitt verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX.
Eftir Einar liggja ýmsar greinar í blöðum, m.a. grein um bátasmíði sem birtist í Andvara.
Maki 1: Kristín Pálsdóttir (1842-1879) frá Viðvík. Þau eignuðust átta börn sem upp komust.
Maki 2: Jóhanna Jónsdóttir(1839-1893) frá Glaumbæ. Þau eignuðust eitt barn sem dó í æsku.
Maki 3: Dagbjört Magnúsdóttir (1865-1937). Þau eignuðust þrjú börn.

Páll Árnason (1868-1916)

  • S01752
  • Person
  • 12.08.1868-30.12.1916

Páll Árnason, f. á Ysta-Mói í Fljótum 12.08.1868, f. 30.12.1916 á Sauðárkróki. Foreldrar: Árni Þorleifsson (1824-1889) bóndi og hreppstjóri á Ysta-Mói og kona hans Valgerður Þorvaldsdóttir.
Páll ólst upp í foreldrahúsum og stundaði sjósókn og landbúnaðarstörf. Hann hlaut meiri fræðslu en almennt gerðist hjá sr Tómasi Bjarnasyni á Barði, sem síðar varð tengdafaðir hans. Einnig fékkst hann mikið við smíðar, einkum bátasmíðar. Páll hóf búskap á Ysta-Mói 1892 og bjó þar til æviloka, fyrst með móður sinni en síðar með konu sinni. Pall gegndi fjölda trúnaðarstarfa, var m.a. odvviti Holtshrepps hins forna 1896-1898, fyrsti hreppsstjóri Haganeshrepps 1896-1916, en hann lést það ár. Var einnig í hreppsnefnd Haganeshrepps fjölda ára og oddviti hreppsins í 10 ár. Sýslunefndarmaður frá 1912-1915.
Páll var mikill framkvæmdamaður og byggði m.a. íbúðarhús úr timbri árið 1896 sem var eitthvert vandaðsta hús í sveit á þeim tíma. Auk búskaparins stundaði hann sjósókn og skipa- og bátasmíðar.
Kona: Ragnheiður Tómasdóttir frá Barði, f. 23.09.1868, d. 23.03.1962. Ragnheiður og Páll eignuðust þrjú börn og komust tvö þeirra til fullorðinsára.

Niðurstöður 171 to 178 of 178