Sýnir 6399 niðurstöður

Nafnspjöld

Þórarinn Guðmundsson (1896-1979)

  • S02445
  • Person
  • 27. mars 1896 - 25. júlí 1979

,,Þórarinn Guðmundsson var fiðluleikari og tónskáld. Þórarinn var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka prófi í fiðluleik við erlendan skóla, en árið 1913 lauk hann prófi frá Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn og stundaði síðar framhaldsnám í Þýskalandi. Þórarinn kenndi fiðluleik um langt skeið en hann var fyrsti formaður og stjórnandi Hljómsveitar Reykjavíkur 1921. Árið 1930 varð hann starfsmaður Ríkisútvarpsins og var lengi stjórnandi hljómsveitar þess. Hann stofnaði Félag Íslenskra tónlistarmanna árið 1939 og var formaður þess fyrstu árin. Síðustu starfsár sín lék Þórarinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands eða þar til hann náði eftirlaunaaldri."

Jón Laxdal (1865-1928)

  • S02446
  • Person
  • 13. okt. 1865 - 7. júlí 1928

Jón Laxdal er fæddur á Akureyri 13. október 1865. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson hafnsögumaður og kona hans Friðbjörg Guðrún Grímsdóttir. ,,Ólst hann upp í foreldrahúsum til 12 ára aldurs, en fór þá til Eggerts Laxdals, móðurbróður síns, og starfaði við verzlun hans á Akureyri til 18 ára aldurs. Árlangt var hann bókhaldari við Höpfnersverzlun á Blönduósi í forföllum annars manns (1883-84). Tvítugur að aldri (1885) gerðist hann bókhaldari við Knudtsonsverzlunina í Keflavík og var þar í sex ár, en fór þá um haustið 1891 utan og dvaldi vetrarlangt í Kaupmannahöfn (1891-92). Vorið eftir kom hann heim og gerðist bókhaldari í Reykjavík við sömu verzlun (Knudtson-verzlunina). Um veturinn 1895 varð hann forstjóri Tangsverzlunar á Ísafirði og gegndi því starfi í 13 ár (1895-1909). Árin 1909-1910 var hann erlendis í þeim erindum að kynna sér bankastörf í Danmörku og Skotlandi. Eftir það settist hann að í Reykjavík og gerðist brátt umsvifamikill kaupsýslumaður. Nokkrum árum fyrir andlát sitt varð hann ræðismaður Tjekkoslóvakíu hér á landi." Jón samdi fjölda sönglaga, má þar nefna „Syngið, syngið, svanir mínir“ og „Vorvísur“. Jón Laxdal var þríkvæntur. Fyrsta konan var Kristín Egilsdóttir, þau voru barnlaus og slitu samvistum. Önnur konan var Elín Matthíasdóttir, þau eignuðust eina dóttur. Þriðja konan var Inger, fædd Leimeier, ættuð frá Jótlandi, þau eignuðust ekki börn.

Skúli Vilhelm Guðjónsson (1895-1955)

  • S02456
  • Person
  • 26. nóv. 1895 - 25. jan. 1955

Foreldrar: Guðjón Gunnlaugsson b. í Vatnskoti (nú Svanavatn og Hegrabjarg) í Hegranesi og k.h. Guðrún Arngrímsdóttir. Prófessor í Kaupmannahöfn og ráðunautur danskra stjórnvalda um heilsufræðileg efni. K: Inge Melite, þau eignuðust þrjár dætur.

Halldór Kiljan Laxness (1902-1998)

  • S02458
  • Person
  • 23. apríl 1902 - 8. feb. 1998

Halldór Laxness fæddist sem Halldór Guðjónsson. Árið 1905 hóf fjölskylda hans búskap að Laxnesi í Mosfellssveit, og kenndi Halldór sig við þann bæ æ síðar. Millinafnið Kiljan tók hann upp þegar hann skírðist til kaþólskrar trúar. Foreldrar Halldórs voru Guðjón Helgi Helgason og Sigríður Halldórsdóttir. ,,Halldór byrjaði að skrifa sem barn og fékk ungur áhuga á íslenskri tungu og beitti sér fyrir málrækt í Mosfellsdalnum. Hann byrjaði snemma að lesa bækur og skrifa sögur, og þegar hann var 13 ára gamall fékk hann sína fyrstu grein birta í Morgunblaðinu undir nafninu H.G. Hann gaf út fyrstu bók sína, Barn náttúrunnar, 1919 þá aðeins 17 ára gamall. Hann skrifaði bókina þegar hann var 16 ára og sat þá frekar á Landsbókasafninu að skrifa en að mæta í skólann. Hann var í klaustri í Lúxemborg frá desember 1922 fram til haustsins 1923. Í klaustrinu tók hann kaþólska trú og var skírður og fermdur til kaþólskrar kirkju 6. janúar 1923. Árin 1927-1929 dvaldi hann í Vesturheimi. Árið 1955 var Halldór Laxness sæmdur Nóbelsverðlaununum. Það var í Stokkhólmi sem Halldór veitti verðlaununum viðtöku frá þáverandi konungi Svía, Gústaf VI. Auk Nóbelsverðlauna fékk Halldór fjöldan allan af viðurkenningum fyrir ritstörf sín, en dæmi um aðrar viðurkenningar sem honum hlotnuðust voru: Menningarverðlaun ASF, Silfurhesturinn (bókmenntaverðlaun dagblaðanna) og virt dönsk verðlaun kennd við Martin Andersen Nexø(en), svo nokkur séu nefnd. Halldór skrifaði fjölmörg skáldverk, þýddi verk annarra yfir á íslensku og sendi frá sér greinar í dagblöð og tímarit. Alls skrifaði hann 13 stórar skáldsögur; Brekkukotsannál, Gerplu, Atómstöðina, Heimsljós I og II, Íslandsklukkuna, Kristnihald undir Jökli, Söguna af brauðinu dýra, Sölku Völku I og II, Sjálfstætt fólk I og II, Smásögur (öllum smásögum skáldsins safnað saman í eina bók), Vefarann mikla frá Kasmír og Guðsgjafarþula var svo síðasta skáldsagan sem hann skrifaði. Einnig orti Halldór ýmiskonar kvæði og gaf út fjórar minningasögur, ein þeirra er bókin Í túninu heima. Auk þess samdi hann fimm leikrit og leikgerð að einni skáldsögu, en fyrsta leikritið samdi Laxness ekki fyrr en hann var orðinn þroskaður höfundur, Straumrof, 1934. Verk Halldórs eru fjölbreytt og hafa komið út í meira en 500 útgáfum og á 43 tungumálum auk móðurmálsins."

Halldór var tvíkvæntur. Árið 1930 giftist hann Ingibjörgu Einarsdóttur, þau eignuðust einn son. Þau slitu samvistir. Halldór kynntist seinni konu sinni, Auði Sveinsdóttur á Laugarvatni árið 1939, þau eignuðust tvær dætur.
Barnsmóðir: Málfríður Jónsdóttir, þau eignuðust eina dóttur, f. 1923.

Árni Þorsteinsson (1955-

  • S02463
  • Person
  • 11. okt. 1955-

Árni er fæddur í Neskaupsstað 11. október 1955. Sonur Þorsteins Árnasonar læknis frá Sjávarborg og Önnu Siggerðar Jóhannsdóttur. Býr í Neskaupstað.

Ólafur Halldórsson (1920-2013)

  • S02464
  • Person
  • 18. apríl 1920 - 4. apríl 2013

Ólafur fæddist að Króki í Gaulverjarbæjarhreppi. Foreldrar hans voru Halldór Bjarnason bóndi og Lilja Ólafsdóttir húsfreyja. Ólafur lauk stúdentsprófi frá MA árið 1946 og cand. mag. prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1952. Hann sérmenntaði sig í handritalestri hjá Jóni Helgasyni prófessor í Kaupmannahöfn og starfaði einnig sem lektor við Kaupmannahafnarháskóla. Ólafur fluttist heim til Íslands með fjölskyldu sína árið 1963 og hóf þá störf við Handritastofnun Íslands, sem síðar fékk heitið Stofnun Árna Magnússonar og starfaði hann þar til starfsloka. Eftir það vann Ólafur sjálfstætt. Ólafur vann um áratugaskeið að rannsóknum á handritum, textum og útgáfum á fornsögum. Var kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslands1975 og árið 2010 var hann heiðraður á færeyskri menningarhátíð í Reykjavík fyrir starf sitt í þágu menningartengsla Færeyinga og Íslendinga. Sama ár hélt Stofnun Árna Magnússonar málþing honum til heiðurs. Ólafur kvæntist Aðalbjörgu Vilfríði Karlsdóttur og eignuðust þau þrjú börn.

Sören L. Tuxen (1908-1983)

  • S02466
  • Person
  • 1908-1983

Tuxen var danskur skordýrafræðingur. Hann var á Mælifelli í Skagafirði 1944 við rannsóknir og kom hér oft eftir það og hélt tengslum við Kristmund Bjarnason og fjölskyldu hans til hinsta dags. Tuxen var víðfrægur fyrir störf sín um heim allan m.a. fyrir rit sín. Tuxen var driffjöður ritraðarinnar The Zoology of Iceland.

Þorsteinn Sæmundsson (1963-

  • S02467
  • Person
  • 2. okt. 1963-

Þorsteinn er jarðfræðingur, var um tíma forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra.

Sigurður Haraldsson (1919-1998)

  • S02629
  • Person
  • 20. apríl 1919 - 28. jan. 1998

Sigurður Haraldsson, b. í Kirkjubæ, Rangárvallahreppi, Rangárvallasýslu, fæddist 20. apríl 1919 á Tjörnum í Vestur-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. Sigurður var þríkvæntur og eignaðist alls níu börn og þrjú stjúpbörn. ,,Sigurður ólst upp undir Eyjafjöllum. Hann var við nám í Búnaðarskólanum á Hólum í Hjaltadal 1937-1939, útskrifaður búfræðingur. Í iðnskólanum í Hafnarfirði 1943-1947. Byggingarmeistari 1950 og hefur auk þess sótt nokkur kennaranámskeið. Sigurður var kennari í Barnaskóla Vestur-Eyjafjalla 1939-1940, Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1962- 1967, skólastjóri á Strönd á Rangárvöllum 1967-1972 og kennari við Gagnfræðaskólann á Hellu 1973-1986. Hann var byggingarmeistari í Reykjavík og í Rangárvallasýslu 1950- 1962, bústjóri á Hólum í Hjaltadal 1962-1967 og til skamms tíma bóndi í Kirkjubæ á Rangárvöllum. Sigurður var formaður nemendafélags Hólaskóla 1938-1939, Ungmennafélagsins Trausta undir Vestur-Eyja-fjöllum 1939-1941, Hestamannafélagsins Geysis á Rangárvöllum 1957-1962, Hrossaræktarsambands Norðurlands 1964-1966, Hagsmunafélags hrossabænda frá stofnun 1975- 1978. Hann var ritari Landssambands hestamanna 1979- 1985, hreppsnefndarmaður í Rangárvallahreppi 1970-1978, forseti Rotary-klúbbs Rangæinga 1978-1979 og formaður útgáfustjórnar Eiðfaxa 1977- 1980. Sigurður hlaut gullmerki Landssambands hestamannafélaga árið 1989 og Félags tamningamanna árið 1990. Hann var sæmdur riddarkrossi Hinnar íslenzku fálkaorðu árið 1991. "

Sigríður Skaftadóttir (1937-

  • S02515
  • Person
  • 15. apríl 1937-

Fædd á Sauðárkróki, dóttir Skafta Óskarssonar og Ingibjargar Hallgrímsdóttur.

Stefán Skaftason (1928-2015)

  • S02518
  • Person
  • 18. feb. 1928 - 9. apríl 2015

Stefán fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann var sonur hjónanna Skafta Stefánssonar útgerðarmanns, skipstjóra og síldarsaltanda á Siglufirði og Helgu S. Jónsdóttur húsfreyju.
,,Stefán varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1948. Hann útskrifaðist frá læknadeild HÍ 1956 og stundaði framhaldsnám í háls-, nef- og eyrnalækningum í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku. Stefán starfaði sem læknir í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku á árunum 1956 til 1969, er hann tók við nýstofnaðri háls-, nef- og eyrnadeild á Borgarspítalanum sem yfirlæknir og starfaði þar til loka starfsferils síns árið 1996. Samhliða starfrækti Stefán ásamt konu sinni, Maj, lækningastofu og heyrnarrannsóknarstöð í Kópavogi. Þá tók hann þátt í stofnun Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Stefán stundaði kennslu í háls-, nef- og eyrnalækningum í Kalmar í Svíþjóð á árunum 1963-1967 og við Háskóla Íslands 1976-1997. Árið 1993 var hann skipaður prófessor við læknadeild. Doktorsritgerð hans fjallaði um 1.001 eyrnaaðgerð (skurðaðgerðir í smásjá) sem hann framkvæmdi á árunum 1970 til 1980 og varði ritgerðina við Háskóla Íslands 1987. Hann gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum fyrir lækna og Lions á Íslandi, var m.a. formaður í norrænum samtökum háls-, nef- og eyrnalækna og fékk æðstu viðurkenningu Lionshreyfingarinnar. Eftir Stefán liggur fjöldi greina í erlendum og innlendum læknaritum, ásamt blaðagreinum, um málefni heyrnarskertra." Fyrri kona Stefáns var Ingibjörg Alda Bjarnadóttir, þau skildu, þau eignuðust eina dóttur. 1961 kvæntist Stefán Maj Vivi-Anne Skaftason skurðhjúkrunarfræðingi, þau eignuðust tvö börn.

Sigurbjörg Stefánsson (1897-1985)

  • S02506
  • Person
  • 1897-1985

Búsett í Kanada. Þekkti Indíönu móðursystur K.B. sem þar bjó. Kennari í Manitoba. Var heiðruð fyrir störf sín á bókasafninu á Gimli.

Þórey Sigmundsdóttir (1886-1963)

  • S03589
  • Person
  • 01.09.1886-02.11.1963

Þórey Sigmundsdóttir, f. í Gunnhildargerði í Hróarstungu 01.09.1886, d. 02.11.1963. Foreldrar: Sigmundur Jónsson og Guðrún Ingibjörg Sigfúsdóttir. Þórey ólst upp á heimili foreldra sinna í fjölmennum systkinahópi. Fljótlega eftir femringu tók hún að sér barnakennslu í sveit sinni. Veturinn 1907-1908 stundaði hún nám við mjólkurfræðiskóla Grönfeldts á Hvítaárvöllum. Sumarið eftir tók hún að ser stjórn rjómabúsins á Gljúfuráreyrum í Skagafirði. Þá um sumarið kynntist hún mannsefni sínu.
Maki: Kristján Hansen (1885-1943). Þau eignðust ekki börn saman kjördóttir þeirra var Gunnhildur, dóttir Ólínu Hansen, systur Kristjáns. Fyrir átti Kristján soninn Steingrím Kristján Friðrik, með Guðrúnu Friðriksdóttur (1877-1934).

Jónas Björnsson (1925-1977)

  • S03582
  • Person

Jónas Björnsson f. 16.04.1925, d. 29.04.1977. Oft kenndur við Utanverðunes. Vélstjóri á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurbjörg Agnes Jónsdóttir (dóttir Jóns Ósmann) og Björn Pálmason, sem bjuggu m.a. á Ytri-Húsabakka og í Glaumbæ. Jónas ólst upp hjá frænfólki í Keflavík eftir að foreldrar þeirra létust með ársmillibili úr berklum.
Fórst af slysförum um borð í togaranum Trausta IS 300 við bryggju á Suðureyri.
Maki: Unnur Guðrún Lárusdóttir (1930-2008). Þau skildu. Dóttir þeirra er Ellen Jónasdóttir (1949-2017).

Friðrik Sigurðsson (1917-1987)

  • S03586
  • Person
  • 22.05.1917-05.09.1987)

Friðrik Sigurðsson, f. að Steiná í Svartárdal 22.05.1917, d. 05.09.1987. Foreldrar: Ingibjörg Sigurðardóttir og Sigurður Jakobsson. Innan við árs gamall var hann tekinn í fóstur að Valadal í Skörðum, til hjónanna Guðríðar Pétursdóttur og Friðriks Stefánssonar. Framan af starfaði Friðrik við Akstur við vegna- og hafnargerð, vinnu á jarðýtum og var um árabil með bíla á vegum Kaupfélags Skagfirðinga í akstri mili Reykjavíkur og Sauðárkróks. Árið 1948 hóf hann störf á bifreiða- og vélaverkstæði KS og vann þar til æviloka.
Maki: Brynhildur Jónasdóttir. Þau hófu sambúð árið 1936 og ári seinna settust þau að á Sauðárkróki. Þau eignuðust tvö börn. Annað þeirra lést á fyrsta ári. Einnig ólu þau upp Hildi Bjarnadóttur (f. 1948).
Friðrik kom mikið að félagsstörfum. Hann var m.a. formaður í Verkamannafélaginu Fram og formaður Alþýðuflokksfélagsins. Einnig var hann einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Sauðárkróks og formaður hans í eitt ár.

Jakobína Ragnheiður Ingadóttir (1942-)

  • S03588
  • Person
  • 01.02.1942-

Jakobína Ragnheiður Ingadóttir, f. 01.02.1942. Foreldrar: Ingi Gests Sveinsson og Guðrún Sigríður Gísladóttir.

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen (1915-1999)

  • S03599
  • Person
  • 24.03.1915-27.10.1999

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen, f. á Mælifelli í Skagafirði 24.03.1915 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Sigfússon (1892-1957) og Jórunn Hannesdóttir (1914-1978).
Maki 1: Sveinn Steindórsson garðyrkjumaður í Hveragerði. Þau eignuðust stúlku sem lést samdægurs. Þau bjuggu saman í Hveragerði. Sveinn lést í bruna á Hótel Íslandi 1944.
Maki 2: Marteinn Sívertsen húsasmíðameistari og kennari Í Reykjavík. Þau eignuðust ekki börn en Marteinn átti einn son fyrir. Þau bjuggu engst af í Litlagerði 7.

Gunnur Pálsdóttir (1930-)

  • S03614
  • Person
  • 04.01.1930-

Gunnur Pálsdóttir, f. 04.01.1930.
Móðir: Sigríður Guðjónsdóttir (1900-1988).

Verkamannafélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03644
  • Association
  • 1949-?

Verkamannafélag Lýtingsstaðahrepps var stofnað 3. apríl 1949 að Lýtingsstöðum. Stofnfélagar voru 17 karlmenn sem allir bjuggu í Lýtingsstaðahreppi. Í fyrstu stjórn félagsins sátu Jóhann Hjálmarsson Ljósalandi (formaður), Björn Egilsson Sveinsstöðum (ritari), Jón Þórarinsson Efrakoti (gjaldkeri). Árið 1952 er farið að rita nafn félagsins Verkalýðsfélags í stað Verkamannafélags. Ekki er ljóst hvenær félagið var lagt niður. Síðast fundargjörð er rituð 5. okt. 1962 en á þeim fundi er ekkert rætt um að breyta eða leggja niður félagsskapinn.

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

  • S03651
  • Association
  • 1898 - 1990

Bindindisfélagið Tilreyndin var stofnað 12.febrúar 1898. Það var svo 1923 sem félaginu er breytt í Bindindisfélagið Geisli. Í febrúar 1926 var á aðalfundi rætt um að ungmennafélagsnafn eigi betur við lög félagsins og einnig til þess að fá fleira fólk í félagið. Að lokinni atkvæðagreiðslu var þetta samþykkt með 12 atkvæðum gegn 8 og U.M.F Geisli varð til. Á aðalfundi U.M.F Geisla 22. mars.1990 var svo samþykk sameining U.M.F Geisla og Íþróttafélagsins Neista að því tilskyldu að hið sameiginlega félag starfi áfram sem ungmennafélag innan U.M.S.S.Tillagan var samþykkt með samhljóð atkvæðum allra fundarmanna.

Niðurstöður 2891 to 2975 of 6399