Sýnir 6399 niðurstöður

Nafnspjöld

Pétur Björnsson (1872-1923)

  • S03634
  • Person
  • 28.12.1872 - 28.09.1923

Pétur Björnsson bóndi í Teigakoti, Tungusveit var fæddur á Vindheimum 28. des. 1872, dáin 28. september 1923.
Foreldrar hans voru Björn Björnsson bóndi í Ytri-Svartárdal og Þorbjörg Pétursdóttir.

Bóndi í Teigakoti 1909-1922. Pétur var lítill vexti og ekki mikill verkmaður, en snoturvirkjur, og gekk vel um alla hluti, sem hann hafði með höndum. Hann var af sumum talinn sérvitur, en stórvel gefinn á sumum sviðum. Hann hafði svo miklra reikningsgáfu að frábært þótti. Hann kunni fingrarím utanbókar og mun hafa verið síðastur manna í sinni sveit sem kunni það og notaði. Var almælt, að hann hefði fundið skekkju í almanakinu einhvern tíma laust eftir aldamótin og eru margar aðrar sögur til um reiknigáfur hans. Hann hafði óvenju sterkt minni. Pétur hafði fagra rithönd og gegndi opinberum störfum. Hann var í hreppsnefnd um skeið, deildarstjóri í Lýtingsstaðahreppi í Kaupfélagi Skagfirðinga, formaður safnarstjórnar Mælifellssóknar o. fl. Hann var gangnastjóri Vestflokks á Eyvindarstaðaheiði í nokkur ár.

Pétur kvæntist ekki né eignaðist afkomanda en ráðskona hans var Guðbjörg Guðmundsdóttir f. í Eyhildarholti 21. ágúst 1862

Erfingar Péturs voru Guðmundur Þorláksson húsmaður í Víðinesi í Hjaltadal og systir hans Ragnheiður í Saurbæ í Kolbeinsdal.

Þorbergur Jónsson (1860-1920)

  • S03646
  • Person
  • 31.03.1860-1920

Þorbergur Jónsson fæddist 31. mars árið 1960 að Hóli í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri að Hóli (1820-1904) og Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja að Hóli (1828-1912). Þorbergur kvæntist Helgu Bjarnadóttur/Guðbjörgu Bjarnadóttur (1858-1912) árið 1886 en heimildum ber ekki saman um heiti konunnar. Var bóndi í Vík í Staðarhreppi en flutti til Vesturheims árið 1887, nánar tiltekið Nýja Íslands. "Flutti í Argylebyggð 1892 og á land sitt í Hólabyggð ári seinna. Hann bjó félagsbúi með bróður sínum Magnúsi í nokkur ár en flutti svo seinna suður í byggðina þar sem hann keypti lönd suðvestur af Glenboro".
Þorbergur og Guðbjörg ólu upp Sigríði Jakobsdóttur.
Þorbergur dó 2. janúar árið 1920 í Manitoba.

Pálína Halla Ásmundsdóttir (1921-2009)

  • N00479
  • Person
  • 30.05.1921-11.05.2009

Pálína Halla var fædd í Ásbúðum á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu og þar ólst hún upp. Pálína giftist Leifi Gíslasyni 22. Nóvember 1940, þau eignuðust tvo syni, Baldvin og Ásmund. Pálína og Leifur bjuggu í Ásbúðum til ársins 1965 þá brugðu þau búi og fluttust til Kópavogs og bjuggu til æviloka.

Kvenfélag Staðarhrepps (1908-)

  • S03656
  • Félag/samtök
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá fyrstu lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagni og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjugarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrðanámskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Búnaðarfélag Holtshrepps

  • S03658
  • Félag/samtök
  • Ekki vitað

Búnaðarfélag Holtshrepps í Fljótum, ekki er vitað um stofnár eða hver var stofnandi félagsins. Tilgangur félagsins er að stuðla að hverskonar framförum og umbótum í búnaði, svo og jarðrækt, búfjárrækt, húsabótum og fl. Meðal annars keypti félagið vélar og tæki til jarðræktunar sem bændur höfðu aðgang að og einnig sá félagið um að kaupa kartöfluútsæði, fræ og áburð. Búnaðarfélag Holtshrepps gerðist síðar aðili að búnaðarsambandi Skagfirðinga árið 1945.
Ekki fundust upplýsingar um hvort félagið sé ennþá starfandi.

Iðnfélag Viðvíkurhrepps

  • S3688
  • Association
  • 1918

Iðnfélag Viðvíkurhrepps var stofnað 10.2.1918. Alls voru stofnfélagar 21, fyrsti formaður félagsins var Margrét Símonardóttir í Brimnesi. Tilgangur félagsins var að efla áhuga fyrir hvers konar íslenskum iðnaði og stuðla að notkun véla er létt geti og aukið verklegar framkvæmdir. Félagið var jafnt fyrir konur sem karla frá 14 ára aldri. Félagið keypti spunavél sem staðfsett var um tíma í Kolkuósi, félagsmenn og aðrir íbúar Viðvíkurhrepps höfðu aðgang að vélinni, gegn vægu gjaldi. Félagið var lagt niður á aðalfundi þann 6.mars 1946. Ákveðið var að hreppurinn eignaðist spunavélina.

Jóhannes Ástvaldsson (1910-1979)

  • S03375
  • Person
  • 28.09.1910-23.05.1979

Jóhannes Ástvaldsson, f. 28.09.1910, d. 23.05.1979. Foreldrar: Guðleif Soffía Halldórsdóttir (1870-1937) og Ástvaldur Jóhannesson (1868-1940)
Nemandi á Hólum, Hólasókn, Skag. 1930. Bóndi á Reykjum í Hjaltadal. Síðast búsettur í Hólahreppi.

Páll Árnason (1879-1965)

  • S03366
  • Person
  • 09.07.1879-15.12.1965

Páll Árnason, f. á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 09.07.1879, d. 15.12.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Ísak Árni Ísaksson og kona hans Anna Björnsdóttir. Páll ólst upp í foreldrahúsum að mestu þar til hann fór í Möðruvallaskóla 1900 og varð gagnfræðingur 1902. Fluttist þá vestur í Hjaltadal og vann að jarðræktarstörfum að vorinu en barnafræðslu ða vetrinum, bæði í Hólahreppi, Viðvíkurhreppi og Óslandshlíð. Kvæntist og fluttist að Kvíabekk í Ólafsfirði og bjó þar 1907-1910. Þá fluttist hann að Hofi á Höfðaströnd og bjó þar eitt ár. Brá þá búi og fluttist í Hofsós. Var kennari við barnaskólann þar 1910-1935. Reisti bú í Ártúni 1916 og bjó þar til 1946, að hann fluttist aftur í Hofsós. Páll var hreppsnefndarmaður 1913-1925, þar af oddviti í 6 ár. Sat í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga um skeið og var endurskoðandi reikninga í 25 ár. Hann var skattanefndarmaður, útttektarmaður, kjötmats- og ullarmatsmaður o.fl. í mörg ár.
Maki: Þórey Halldóra Jóhannsdóttir (1875-1957). Þau eignuðust fjögur börn.

Kristín Aðalbjörg Jóna Þorbergsdóttir (1915-1999)

  • S03363
  • Person
  • 09.12.1915-26.10.1999

Kristín Aðalbjörg Jóna Þorbergsdóttir, f. á Helgustöðum í Austur-Fljótum 09.12.1915, d. 26.10.1999. Foreldrar: Þorbergur Arngrímsson bóndi í Hvammi í Fljótum og barnsmóðir hans Sigríður Eiríksdóttir. Kristín ólst upp hjá móður sinni í Helgustöðum fyrstu sjö árin, utan ársins 1922 sem hún var til heimilis hjá föður sínum í Hvammi. Árið 1922 lést móðir hennar og fór Sigríður þá í fóstur til afa síns og ömmu og fermdist frá þeim árið 1930. Árið 1932 var hún ráðskona hjá Pétri Jónssyni bónda á Brúnastöðum sem þá hafði misst konu sína árið áður. Árið 1933 fór hún að Þrasastöðum en 1934 var hún komin í Hvamm og orðin heitkona Sveins. Þau bjuggu á Illugastöðum 1936-1939, á Sléttu 1940-1942 og aftur 1943-1971. Árið 1942-1943 voru þau Sveinn í húsmennsku á Bjarnargili. Þá brugðu þau búi og fluttust til Reykjavíkur. Eftir að suður kom fór Krstín að vinna á Landakotsspítala. Þau bjuggu fyrst í Hraunbænum en síðar á Bræðraborgarstíg. Síðustu árin voru þau á Dvalarheimili á Dalbraut í Kópavogi.
Maki: Sveinn Vilhjálmur Pálsson (1903-1992). Þau eignuðust sex börn.

Ólafur Sigfússon (1880-1972)

  • S03362
  • Person
  • 26.01.1880-21.04.1972

Ólafur Sigfússon, f. í Hringey í Vallhólmi, f. 26.01.1880, d. 21.04.1972 á Sauðárkróki. (Sjálfur taldi hann fæðingarárið vera 1879).
Foreldrar: Sigfús Jónasson bóndi í Hringey og kona hans Margrét Guðmundsdóttir. Þau slitu samvistir þegar Ólafur var barn að aldri og ólst hann upp með móður sinni. Voru þau á ýmsum stöðum þar í sveitinni. Hann fór ungur að vinna fyrir sér. Hóf búskap í Álftagerði 1906 og keypti bústofninn af fráfarandi bónda.
Maki: Arnfríður Ingibjörg Halldórsdóttir (1873-1953). Þau eignuðust fimm börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Einnig átti Ólafur fjögur börn utan hjónabands.
Ólafíu Álfheiði (f. 1907) barnsmóðir Elínborg Ólafsdóttir.
Sesselju (f. 1909), barnsmóðir María Guðbjörg Árnadóttir.
Hjalta Eymann (f. 1918), barnsmóðir Lilja Kristín Gísladóttir.
Eggert (. 1918) barnsmóðir Soffía Sigríður Skúladóttir. Eggert er skráður Skúlason.

Laufey Þorvarðardóttir Kolbeins (1913-1994)

  • S03342
  • Person
  • 20.01.1913-12.09.1994

Laufey Þorvarðardóttir Kolbeins f. á Stað í Súgandafirði 20.01.1913, d. 12.09.1994. Foreldrar: séera Þorvarður Brynjólfsson prestur á Stað í Súgandafirði og Anna Stefánsdóttir. Laufey ólst upp á stað til fimmtán ára aldurs en fór þá til Vopnafjarðar og var þar tæpt ár hjá móðurbróður sínum, Halldóri Stefánssyni. Hún flutti til Reykjavíkur 1929 og var í Ingimarsskólanum en jafnframt í vist hjá Tryggva Þórhallssyni forsætisráðherra og síðar dr. Gunnlaugi Claessen. Laufey var síðar við heimilisstörf hjá Ragnhildi systur sinni á Suðureyri, var síðan í námi í Kvennaskólanum í Reykjavík og Folkehöjskole í Tinglev í Danmörku 1934-1937. Hún vann hjá Gjaldeyrisnefndinni 1937-1942.
Maki: Páll Kolbeins. Þau eignuðust þrjú börn.

Þórunn Ólafsdóttir (1933-2017)

  • S03360
  • Person
  • 19.10.1933-31.10.2017

Þórunn Ólafsdóttir, f. á Siglufirði 19.10.1933, d. 31.10.2017. Sem kornabarn var Þórunn ættleidd af hjónunum Ólafi Sigurðssyni óðalsbónda á Hellulandi og Ragnheiði Konráðsdóttur. Ung að árum fór hún í skóla á Laugarvatni en sneri heim að Hellulandi að námi loknu. Þórunn og eiginmaður hennar stunduðu búskap á Hellulandi, fyrst í samstarfi við kjörforeldra hennar en tóku alfarið við búinu 1961. Síðustu árin bjó Þórunn á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki.
Maki: Jón Kristinn Björnsson frá Bæ á Höfðaströnd. Þau eignuðust sex börn.

Jón Ágúst Ólafsson (1877-1962)

  • S03321
  • Person
  • 06.05.1877-05.08.1962

Bjó sem barn hjá foreldrum sínum í Viðvík, Austur-Húnavatnssýslu.
Var kaupmaður á Geirseyri við Patreksfjörð, verslunarstjóri og afgreiðslumaður. Síðar skrifstofumaður í Reykjavík.
Eiginmaður Önnu Erlendsdóttur.

Jóhannes Friðlaugsson (1882-1955)

  • S03325
  • Person
  • 29.09.1882-16.09.1955

Jóhannes Friðlaugsson fæddist að Hafralæk í Aðaldal 29.09.1882. Hann var bóndi ig kennari í Haga í Nessókn í Suður-Þingeyjarsýslu. Stundaði einnig ritstörf. Einnig stundaði hann kennslu í Reykjavík, Hvolhreppi í Rangárvallasýslu og Bolungarvík. Hann var oddviti Aðaldælahrepps um árabil.
Maki: Jóna Jakobsdóttir.

Héðinn Sveinn Ásgrímsson (1930-1987)

  • S03330
  • Person
  • 24.03.1930-28.07.1987

Héðinn Ásgrímsson, f. 24.03.1930. d. 28.07.1987. Foreldrar: Ásgrímur Árnason (1896-1933) bóndi á Mallandi á Skaga og kona hans, Sigríður Sigurlína Árnadóttir (1905-1985).
Héðinn var húsasmiður og búsettur á Sauðárkróki.
Maki: Hjörtína Ingibjörg Steinþórsdóttir (1940-2001) frá Þverá í Blönduhlíð.

Daniel Johannes Glad (1927-2015)

  • S03358
  • Person
  • 30.07.1927-26.05.2015

Daniel Johannes Glad, f. 30.07.1927, d. 26.05.2015. Foreldrar: Edvin og Evi Glad. Daniel ólst upp í Solberg í Finnlandi og nam í verslunarskóla í Helsinki. Þaðan fór hann í herþjónustu, þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Daniel fór í biblíuskóla í Svíþjóð 1950-1952. Hann flutti til Íslands 1952 og stundaði trúboð innan Hvítasunnuhreyfingarinnar. Daniel og Marianne bjuggu á Sauðárkróki þar sem þau sáu um Hvítasunnukirkjuna. Eftir mörg ár þar fluttu þau aftur til Finnlands og voru þar í tæp tvö ár. Snéru þá aftur til Íslands og fluttu í Stykkishólm þar sem Daniel tók við Hvítasunnukirkjunni. Árið 1970 fluttu þau til Reykjavíkur. Samhliða kirkjustarfi þar ferðaðist Daniel um landið sem trúboði.
Maki: Marianne Glad (f. 1932) þau eignuðust fjögur börn.

Sigríður Helga Skúladóttir (1911-1996)

  • S03335
  • Person
  • 17.03.1911-09.12.1996

Sigríður Helga Skúladóttir, f. á Hornstðum í Laxáradal í Dalasýslu 17.03.1911. d. 09.12.1996 í Reykjavík. Forlefrar: Skúli Guðbrandsson (1867-1951) og Helga Markúsdóttir (1875-1955). Sigríður var þriðja í röð níu systkina. Sem barn og unglingur stundaði hún störf heima fyrir. Hún var einn vetur við Kvennaskólann á Staðarfelli. Þaðan fór hún til Reykjavíkur og vann við heimilishjálp og á Kleppsspítalanum. Hún flutti ásamt eiginmanni sínum til Ísafjarðar og síðan á Sauðárkrók og loks aftur til Reykjavíkur. Hún var virk í kristilegu starfi Hvítasunnusafnaðarins á Ísafirði og Sauðárkróki. Einnig starfaði hún í Kristniboðsfélagi kvenna og við sumarbúðirnar í Ölveri.
Maki: Konráð Þorsteinsson (1914-1973). Þau eignuðust sex börn. Fyrir átti Konráð fimm börn.

Hans Kristjánsson (1891-1952)

  • S03347
  • Person
  • 22.05.1891-01.08.1952

Hans Kristjánsson, f. 22.05.1891-01.08.1952. Foreldrar: Sigríður Híramína Jóhannesdóttir (1879-1946) og Kristján Albert Kristjánsson útvegsbóndi og kaupmaður á Suðureyri.
Hans ólst upp á Suðureyri og hóf sjósókn 12 ára gamall. 18 ára gerðist hann formaður á vélbát föður síns. Hann var stofnandi Sjóklæðagerðar Íslands.
Maki 2: María Helga Guðmundsdóttir (d. 1937). Þau eignuðust átta börn.
Maki 2: Ólafía Á Einarsdóttir.

Bryndís Jónsdóttir (1925-2021)

  • S03352
  • Person
  • 07.09.1925-26.12.2020

Bryndís Jónsdóttir, f. í Skagen í Danmörku 07.09.1925, d. 26.12.2020. Foreldrar: Jón Stefánsson listmálari og Sigríður Zoega ljósmyndari.

Magnús Gunnlaugur Jóhannesson (1968-)

  • S03455
  • Person
  • 11.04.1968-

Magnús Gunnlaugur Jóhannesson, f. 11.04.1968. Foreldrar: Jóhannes Sigmundsson bóndi í Brekkukoti og kona hans Halldóra Kristín Guðrun Magnúsdóttir.
Bifvélavirki á Sauðárkróki.

Svanur Fannberg Jóhannsson (1937-2001)

  • S03450
  • Person
  • 17.07.1937-11.05.2001

Svanur Fannberg Jóhannsson, f. 17.07.1937, d. 11.05.2001. Foreldrar: Dagrún Bjarnadóttir Hagen (1917-) og Jóhann Guðjónsson (1917-1984).
Maki: Aðalbjörg Vagnsdóttir. Þau skyldu. Þau eignuðust tvö börn. Fyrir átti Svanur eina dóttur með Öldu Kristjánsdóttur.
Svanur vann lengst af sem starfsmaður Pósts og síma á Sauðárkróki. Síðustu árin bjó hann í Kópavogi.

Kristín Jónsdóttir (1847-1933)

  • S03447
  • Person
  • 21.08.1847-25.06.1933

Kristín Jónsdóttir. Móðir: Sigríður Magnúsdóttir (1821-1886). Vinnukona á Læk í Viðvíkursveit og í Saurbæ í Kolbeinsdal. Fór þaðan til Vesturheims 1888.

Karl Ingjaldsson (1900-1935)

  • S03445
  • Person
  • 29.05.1900-12.11.1935

Karl Ingjaldsson, f. að Öxará í Þingeyjarsýslu 29.05.1900, d. 12.11.1935. Foreldrar: Elín Kristjánsdóttir (1862-1941) og Ingjaldur Jónsson.
Karl fluttist til Akureyrar árið 1925 og réðist til Kaupfélags Eyfirðinga. Var deildarstjóri þar. Einnig vann hann um tíma við verslunina París á Akureyri.
Maki: Hallfríður Gísladóttir (1911-1990). Þau eignuðust eina dóttur.

Bárður Ísleifsson (1905-2000)

  • S03444
  • Person
  • 21.10.1905-06.01.2000

Bárður Ísleifsson, f. á Akureyri 21.10.1904, d. 06.01.2000. Foreldrar: Ísleifur Oddsson og Þórfinna Bárðardóttir. Bárður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1927, Hann lærði arkítektúr í Kaupmannahöfn frá 1928-1935. Hann hóf störf hjá húsamestarar ríkisins það ár og varð yfirarkitekt þar 1966 og starfaði svo þar til starfsloka 1975. Hann kom að teikningu og hönnun ýmissa bygginga, svo sem Landspítalans og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Einnig starfaði hann sjálfstætt að ýmsum verkefnum. Hann var stofnfélagi í Akademíska arkitektafélaginu og vann oft til verðlauna fyrir teikningar sínar. Árið 1960 hlaut hann riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu.
Maki: Unnur Arnórsdóttir píanókennari. Þau eignuðust fjögur börn.

Jónas Jón Snæbjörnsson (1890-1966)

  • S03443
  • Person
  • 21.03.1890-18.07.1966

Jónas Jón Snæbjörnsson, f. í Svefneyjum á Breiðafirði 21.03.1890, d. 18.07.1966. Foreldrar: Snæbjörn í Hergilsey og kona hans, Guðrún Hafliðadóttir úr Svefneyjum. Jónas lærði trémíðar og sigldi síðan til Kaupmannahafnar og lagði þar stund á teikninám. Árið 1914 gerðist hann smíða- og teiknikennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann lét af því starfi 1960. Á sumrum vann hann við ýmis konar smíðar, m.a. brúarsmíðar.
Maki: Herdís Símonardóttir. Þau eignuðust þrjú börn.

Anders Olsen Ólafsson (1898-1973)

  • S03442
  • Person
  • 18.06.1898-20.04.1973

Anders Olsen Ólafsson, f. 18.06.1898, d. 20.04.1973. Búsettur í Pálmholti í Eyjafirði. Var verkstjóri í vegavinnu á sumrin en starfaði við bókband í Pálmholti á veturna. Starfaði einnig sem bílstjóri. Síðast búsettur á Akureyri.

Rannveig Hansdóttir Líndal (1883-1955)

  • S03440
  • Person
  • 29.01.1883-15.07.1955

Rannveig Hansdóttir Líndal, f. 29.01.1883, d. 15.07.1955. Foreldrar: Anna Pétursdóttir (1840-1917). Síðustu níu árin var hún forstöðukona og kennari við Tóvinnuskólann á Svalbarðseyri. Hún var einnig kennari við húsmæðraskóla, bæði á Blönduósi og Staðarfelli. Var barnakennari bæði í Noregi og á Íslandi og á vegum Búnaðarfélags Íslands dvaldi hún um tveggja ára skeið í Grænlandi. Í fimm ár ferðaðist hún um sem kennari á námskeiðum Sambands norðlenskra kvenna.
Rannveig var ystir bóndans og vísindamannsins Jakobs Líndal á Lækjarmóti í V-Hún.

Ingibjörg Eiríksdóttir (1909-1979)

  • S03438
  • Person
  • 8.01.1909-24.10.1979

Ingibjörg Eiríksdóttir, f. 08.01.1909, d. 24.10.1979. Foreldrar: Eiríkur Jónsson bóndi í Djúpadal og kona hans Sigríður Hannesdóttir.
Verslunarmær og húsmóðir á Sauðárkróki, síðast búsett þar.
Maki: Sigurður P. Jónsson kaupmaður (Siggi í Drangey). Þau eignuðust tvo syni.

Erla Sigurbjörg Eiríksdóttir (1926-2008)

  • S03437
  • Person
  • 15.06.1926-11.11.2008

Erla Sigurbjörg Eiríksdóttir, f. á Sjávarborg í Skagafirði 15.06.1926, d. 11.11.2008. Foreldrar: Eiríkur Björnsson (1895-1986) og Sigríður Margrét Reginbaldsdóttir (1896-1955). Árið 1927 fluttist fjölskyldan að Gili í Borgarsveit en þaðan til Sauðárkróks og þar bjó Erla til æviloka. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk prófi frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1949. Erla starfaði lengst við verslunar- og skrifstofustörf bæði á Sauðárkróki og í Reykjavík. Síðar hóf hún nám við Sjúkraliðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1981 og vann sem sjúkraliði það sem eftir var starfsævinnar.
Erla var ógift og barnlaus.

Iðnskóli Sauðárkróks (1946-1979)

  • S03457
  • Opinber aðili
  • 1946-1979

Iðnskólinn á Sauðárkróki var starfræktur frá 1946 til 1979. Þá var Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var stofnaður og færðist kennsla í iðngreinum þangað.

Gunnlaugur Sölvason (1854-1934)

  • S03465
  • Person
  • 1854-01.09.1934

Gunnlaugur Sölvason, f. 1854, d. 01.09.1034. Vinnumaður í Kolugili í Víðidal 1880. Fór til Vesturheims 1889. Var í Winnipeg í Manitoba 1901. Var í Selkirk í Manitoba 1916.
Maki: Guðríður Helgadóttir. Þau eignuðust a.m.k. þrjú börn.
innumaður í Kolugili, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1889, óvíst hvaðan. Var í Winnipeg, Manitoba, Kanada 1901. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1916.

Grunnskólinn að Hólum*

  • N00476
  • Opinber aðili
  • 1970 - 1990

Frá 1967 hafði verið kennt í einu herbergi í kjallara skólahúsins á Hólum. Þetta var allstór stofa og í daglegu tali gekk herbergið undir nafninu Fjöldagröfin. Á almennum hreppsfundi í Hólahreppi 24. júní 1971 var samþykkt að óska eftir að barnaskóli Hólaskólahverfis verði gerður að föstum skóla. Skólinn fékk 2 kennslustofur í nýju starfsmannahúsi Bændaskólans, sem var einungis hugsað sem bráðabirgða úrræði. Haustið 1974 hófst bygging skólahúss á Kollugerði, skammt frá Hólastað og 29. mars.1977 hófst kennsla í hinu nýja húsi, en það var svo vígt 15 .júní. 1980. Við sameiningu sveitafélaga í Skagafirði 1998 heyrir Grunnskólinn að Hólum undir sameiginlega skólanefnd og Grunnskólinn austan Vatna var stofnaður 2007 þegar sameinaðir voru undir eina stjórn Grunnskólinn á Hofsósi, Grunnskólinn að Hólum og Sólgarðaskóli. Sólgarðaskóli var lagður niður vorið 2018. Grunnskólinn austan Vatna kennir á tveimur starfsstöðum, á Hólum eru nemendur í 1.-7. bekk. Á Hofsósi eru nemendur frá 1 - 10. bekk.

Oddur Einarsson (1870-1953)

  • Person
  • 08.11.1970-02.05.1953

Oddur Einarsson, f. 08.11.1870, d. 02.05.1953. Foreldrar: Einar Bjarnason og Guðrún Einarsdóttir. Oddur fæddist að Kleppi við Viðeyjarsund og ólt þar upp hjá foreldrum sínum. Oddur tók við búi á Kleppi eftir föður sinn 1894 og bjó þar fram yfir aldamótin. Frá Kleppi fór hann að Kálfaholti (nú Úlfarsá) í Mosfellssveit og bjó þar til 1915, að hann flutti að Þverárkoti á Kjalarnesi og bjó þar til dánardags. Oddur var við búskap í hátt í sextíu ár. Hann þótti afar fjárglöggur og markaglöggur og var réttarstjóri og umsjónarmaður Kollafjarðarréttar í um 30 ár. Mikill gestagangur var á heimilinu og mikill ágangur af búfé á jörðinni. Þóttu þau hjónin afar gestrisin og greiðagóð. Oddur lést af slysförum þegar hann var að flytja mjólk til næsta bæjar.
Maki: Guðrún Magnúsdóttir (d. 1932). Þau eignuðust ekki börn en ólu upp Guðmundínu Guðmundsdóttur. Einnig ólst Guðrún Magnúsdóttir að nokkru leyti upp hjá þeim.

Kristján Ólafur Kristjánsson (1873-1959)

  • S03472
  • Person
  • 26.04.1873 - 04.05.1959

Kristján Ólafur Kristjánsson skipstjóri og fornbóksali var fæddur í Trostansfirði í Arnarfirði. Faðir hans var Kristján Páll Jónsson bóndi í Trostansfirði og móðir hans var Jóhanna Ólafsdóttir frá Hamri á Hjarðarnesi. Faðir Kristjáns lést þegar hann var á 1. ári, þá flutti hann með móður sinni til föðuafa síns að Skápadal. 1895 fór hann í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi tveimur árum seinna 24 ára gamall. Hann var á sjó til 1908, það ár kvæntist hann konu sinni Sigurlaugu Traustadóttur yfirsetukonu og barnakennara. Hann setti á stofn matvöruverslun á Laugarvegi 17 en rak hana stutt því hann fór aftur á sjó þegar fyrstu íslensku togararnir komu. Árið 1916 hætti Kristján að mestu sjómennsku. Kristján stofnaði 1918 fornbókasölu sína í Lækjargötu 10 og rak hana til 1940. Kristján lést að heimili sínu Kirkjugarðsstíg 6 í Reykjavík.

Niðurstöður 2976 to 3060 of 6399