Sýnir 6402 niðurstöður

Nafnspjöld

Benedikt Jóhannsson (1871-1940)

  • S00905
  • Person
  • 10.06.1871-29.04.1940

Ólst upp í Vatnsdal. Fluttist ásamt konu sinni, Björg Helgadóttur frá Holtastöðum í Langadal, til Sauðárkróks árið 1900. Benedikt vann margskonar störf bæði á sjó og landi, alllengi að verslunarstörfum. Veitti í allmörg ár forstöðu í versluninni Bræðrabúð en það var útibú frá verslun Kristjáns Gíslasonar. Ullarmatsmaður var hann í mörg ár. Hann var einn af stofnendum sjúkrasamlags Sauðárkróks og lengi í stjórn þess. Og síðast en ekki síst var hann mikill baráttumaður fyrir bættri meðferð á skepnum og var einn af aðalhvatamönnum þess að ferðamannahesthús var reist á Sauðárkróki. Síðast búsettur í Vestmannaeyjum. Benedikt og Björg eignuðust fjögur börn.

Svanhildur Steinsdóttir (1918-2002)

  • S00909
  • Person
  • 17. október 1918 - 26. ágúst 2002

Svanhildur Steinsdóttir fæddist í Neðra-Ási í Hjaltadal 17. okt. 1918. Foreldrar hennar voru hjónin Steinn Stefánsson og Soffía Jónsdóttir. Svanhildur giftist árið 1948 Garðari Björnssyni frá Viðvík og bjuggu þá í Neðra-Ási, þau eignuðust sjö börn og áttu einn fósturson. Svanhildur var kennari í Hólahreppi frá 1940 fram til 1989 með litlum hléum, og lengst af skólastjóri við Grunnskóla Hólahrepps.

Haukur Hafstað (1920-2008)

  • S00925
  • Person
  • 23.12.1920-29.01.2008

Haukur Hafstað fæddist í Vík í Skagafirði hinn 23. desember 1920. Foreldrar hans voru Árni J. Hafstað, bóndi í Vík, og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. Haukur ólst upp í Vík og stundaði nám í Flensborgarskóla í Hafnarfirði, þar sem hann lauk gagnfræðaprófi. Haukur kvæntist árið 1949 Áslaugu Sigurðardóttur, þau eignuðust fjögur börn. ,,Haukur og Áslaug bjuggu í Vík til ársins 1972 en þá fluttu þau til Reykjavíkur þegar Haukur gerðist framkvæmdastjóri Landverndar, en því starfi gegndi hann rúman áratug. Þau fluttu norður aftur árið 1986, í hús sem þau reistu í Víkurlandi og nefndu Hávík. Nyrðra vann hann ýmis störf og var meðal annars eftirlitsmaður Náttúruverndarráðs við byggingu Blönduvirkjunar. Í Hávík bjuggu þau uns þau fluttust á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks árið 2004. Haukur sinnti margvíslegum félagsmálum.Hann starfaði fyrir Sósíalistaflokkinn og sat í flokksstjórn Sósíalistaflokksins og í miðstjórn Alþýðubandalagsins. Hann var í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið í Skagafirði og Norðurlandskjördæmi vestra. Sat á Alþingi sem varamaður árið 1972. Hann var formaður Karlakórsins Heimis um árabil og í stjórn Leikfélags Skagafjarðar. Þá var hann áhugamaður um skógrækt og náttúruvernd almennt og starfaði í ýmsum félögum því tengdum."

Þorsteinn Árnason (1923-1965)

  • S00922
  • Person
  • 20. september 1923 - 24. mars 1965

Sonur Árna Daníelssonar og Heiðbjartar Björnsdóttur á Sjávarborg. Stúdent frá MA 1942. Cand. med. frá HÍ 1949. Læknir í Neskaupstað 1952-1964. Síðast bús. í Skagafirði. Kvæntist Önnu Siggerði Jóhannsdóttur frá Neskaupsstað.

Stefán Sigurðsson (1920-1993)

  • S00926
  • Person
  • 19.03.1920-08.02.1993

Fæddur á Ísafirði. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga og Stefanía Arnórsdóttir. Stefán stundaði ýmis störf til lands og sjós á yngri árum. Varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1942 og cand. Juris frá Háskóla Íslands árið 1951. Að námi loknu gegndi hann stöðu fulltrúa sýslumanns Skagfirðinga og bæjarfógetans á Sauðárkróki, eða frá 1952-1961. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1958. Maki: Erla Gísladóttir. Þau eignuðust ekki börn. Þau fluttust á Akranes árið 1961 og starfaði Stefán um skeið sem fulltrúi bæjarfógeta þar. Stofnaði síðan lögmannsstofu sem hann rak til dánardags.

Ólína Ragnheiður Jónsdóttir (1921-2008)

  • S00934
  • Person
  • 17.11.1921-21.08.2008

Ólína Ragnheiður Jónsdóttir fæddist á Steinholti í Staðarhreppi. Foreldrar hennar voru Jón Jóhannesson og Guðrún Jónsdóttir. ,,Ólína ólst upp á Sauðárkróki og stundaði nám við barna- og unglingaskólann þar. 1939-40 stundaði hún framhaldsnám á Laugarvatni og 1946-47 við húsmæðraskólann á Löngumýri. 1947 giftist Ólína Gunnlaugi Magnúsi Jónassyni. 1947 hófu þau búskap í Hátúni og héldu búi þar til 2008. Ólína vann ýmis störf á lífsleiðinni, í 8 ár vann hún á símstöðinni á Sauðárkróki, einnig vann hún við símstöðina í Varmahlíð í fjölda mörg ár. Lengst af starfaði hún sem safnvörður í byggðasafninu í Glaumbæ í ein 25 ár. Ólína var virkur meðlimur í kvenfélagi Seyluhrepps allt til æviloka og söng með kirkjukór Glaumbæjarkirkju í fjölda ára." Ólína og Gunnlaugur eignuðust tvo syni.

Stefán Lúther Stefánsson (1923-1984)

  • S00936
  • Person
  • 18.01.1923-03.12.1984

Fæddur í Hallgerðarstaðakoti í Hörgárdal 18. janúar 1923, ólst upp á Akureyri. Kvæntist Gyðu Ólafsdóttur, þau eignuðst þrjú börn. Stefán starfaði sem vélstjóri, búsettur í Reykjavík.

Árni Halldórsson (1916-1995)

  • S00940
  • Person
  • 12.04.1916-01.01.1995

Sonur Karólínu Sigurrósar Konráðsdóttur og Halldórs Stefánssonar smiðs á Sauðárkróki. Kaupmaður í Hafnarfirði, kvæntist Guðrúnu Valdimarsdóttur.

Ingvar Jónsson (1917-2003)

  • S00939
  • Person
  • 8. janúar 1917 - 18. janúar 2003

Ingvar Jónsson fæddist í Steinholti í Staðarhreppi í Skagafirði 8. janúar 1917. Foreldrar hans voru Áslaug Egilsdóttir og Jón Guðmundsson. ,,Ingvar ólst upp á Sauðarkróki. Hann stundaði nám í Íþróttaskólanum í Haukadal 1937-38. Hinn 19. apríl 1942 kvæntist Ingvar Elínborgu Ásdísi Árnadóttur frá Kringlu í Torfalækjarhreppi. Bjuggu þau fyrstu árin á Sauðárkróki en fluttu til Akranes 1945 og svo til Skagastrandar 1950 og bjuggu þar allt til enda, þau eignuðust þrjú börn."

Sigurður Skúlason (1893-1933)

  • S00949
  • Person
  • 27. des. 1893 - 13. feb. 1933

Sonur Hólmfríðar Guðrúnar Benediktsdóttur og Skúla Jónssonar. Sigurður mun að nokkru leyti hafa alist upp hjá Sr. Jóni Ó. Magnússyni, eða þeirri fjölskyldu, og varð síðar kaupmaður í Reykjavík. Kvæntist Helgu Einarsdóttur Markan.

Jóhann Sigurðsson (1883-1970)

  • S00959
  • Person
  • 15.05.1883-14.03.1970

Foreldrar: Sigurður Jónsson b. á Ystu-Grund og k.h. Sigurlaug Sveinsdóttir. Eftir fermingu kom Jóhann sér í daglaunavinnu á Akureyri og stundaði sjó frá Ólafsfirði eitt sumar. Árið 1904, þá 21 árs, hóf hann búskap í Hjaltastaðakoti (nú Grænamýri) þar sem hann bjó í fjögur ár. Árið 1907 keypti hann Borgargerði í Norðurárdal og flutti þangað 1908 en það sama ár kvæntist hann Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur frá Mið-Grund. Árið 1915 keypti Jóhann Úlfsstaði í Blönduhlíð og bjó þar 1917-1943. Jóhann tók virkan þátt í félagsmálum, sat í hreppsnefnd um skeið og var mörg ár formaður Búnaðarfélags Akrahrepps. Jóhann var jafnframt heiðursfélagi Ræktunarfélags Norðurlands og sæmdur heiðurslaunum úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. Jóhann og Ingibjörg eignuðust fjögur börn.

Baldvin Jóhannsson (1893-1980)

  • S00995
  • Person
  • 19.05.1893-28.03.1980

Foreldrar: Jóhann Oddsson og Jóhanna Friðrika Friðbjarnardóttir. Fæddur á Siglunesi en eftir að hafa misst móður sína fjögurra ára gamall flutti hann með föður sínum til Skagafjarðar og var þar á ýmsum bæjum, ýmist búandi eða í húsmennsku. Fljótlega uppúr fermingu fór Baldvin í vinnumennsku lengst á Reynistað. Baldvin kvæntist Láru Pálínu Jónsdóttur, þau voru fyrstu árin í húsmennsku; á Reynistað 1930-1931, í Glæsibæ 1931-1932 og á Eiríksstöðum 1932-1935. Þau keyptu Dæli 1935 og voru bændur þar til 1950, eftir það á hluta jarðarinnar á móti syni sínum. Meðfram búskap var Baldvin um langt árabil póstur í Sæmundarhlíð. Síðast búsettur á Sauðárkróki.
Baldvin og Lára eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Lára tvö börn.

Margrét Benediktsdóttir (1913-1942)

  • S00998
  • Person
  • 24.12.1913-20.03.1942

Foreldrar: Benedikt Sigurðsson og Sigurlaug Sigurðardóttir. Margrét ólst upp á Fjalli í Sæmundarhlíð hjá foreldrum sínum til fullorðinsára. Liðlega tvítug að aldri dvaldi Margrét einn vetur í húsmæðradeild Kvennaskólans í Reykjavík þar sem hún lærði fatasaum. Hjá föður sínum lærði Margrét að leika á orgel, hafði næmt tóneyra og var mjög söngelsk. Kvæntist Benedikti Péturssyni, þau bjuggu að Stóra-Vatnsskarði, þau eignuðust tvo syni, fyrir átti Benedikt dóttur. Margrét lést úr berklum aðeins 28 ára gömul.

Pála Anna Lovísa Magnúsdóttir (1900-1908)

  • S00966
  • Person
  • 29.08.1900-17.04.1908

Dóttir Magnúsar Guðmundssonar verslunarmanns á Sauðárkróki og Hildar Margrétar Pétursdóttur. Tvíburasystir Kristjáns C. Magnússonar. Lést tæpra átta ára gömul.

Þorvaldur Einarsson (1851-1921)

  • S00968
  • Person
  • 21.01.1851-01.01.1921

Frá Nýjabæ á Álftanesi, þar sem hann ólst upp með foreldrum sínum til fermingaraldurs. 23 ára gamall réðst hann sem kaupamaður að Veðramóti í Gönguskörðum. Þaðan fluttist hann til Sauðárkróks og var þar búsettur upp frá því og stundaði sjómennsku og aðra verkamannavinnu. Árið 1875 kvæntist hann Láru Sigfúsdóttur frá Gilsárvallahjáleigu í N.-Múlasýslu, þau eignuðust tvær dætur.

Sveinn Jón Sölvason (1908-1994)

  • S00972
  • Person
  • 22.09.1908-12.10.1994

Sonur Sölva Sveinssonar og Stefaníu Marínar Ferdinandsdóttur. Sveinn ólst upp á Sauðárkróki hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs þegar hann fór í fóstur að Völlum í Vallhólmi þar sem hann dvaldi til 1925. Það sama ár, þá 17 ára gamall, eignaðist Sveinn sinn fyrsta bát og notaði hann mest við svartfuglaskytterí. Árin 1929-1930 og 1932-1933 var hann á vertíð í Höskuldarkoti. Á þessum árum vann hann einnig við vöruflutninga og í vegavinnu. Frá 1933-1946 gerði Sveinn út bátinn Baldur. Sumarið 1934 var Sveinn í síld á Siglufirði og sumrin 1937-1939 var hann í hafnargerðinni á Sauðárkróki. Á þessum árum gerði Sveinn einnig út bátinn Úlf Uggason. Sveinn vann síðan við fiskvinnslu, uppskipun o.fl. hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og árið 1945 voru þeir Kristján bróðir hans verkstjórar við hafnargerð á Hvammstanga. Sveinn var lengi tækjamaður hjá Fiskiðjunni og vann við plastgerðina Dúða á sjöunda áratugnum. Síðasti vinnustaður hans var saumastofan Ylrún þar sem hann starfaði við móttöku á vörusendingum og pökkun og sendingu á framleiðsluvörum hennar. Sveinn var virkur í verkamannfélaginu Fram og gegndi margs konar trúnaðarstörfum fyrir félagið. Einnig starfaði hann í leikfélaginu, Slysavarnarfélaginu og tók þátt í kórastarfi. Sveinn kvæntist Margréti Sigþrúði Kristinsdóttur frá Krossanesi, þau eignuðust fjögur börn.

Guðmundur Sveinsson (1893-1967)

  • S00985
  • Person
  • 11. mars 1893 - 19. október 1967

Foreldrar: Sveinn Jónsson b. og oddviti á Hóli og k.h. Hallfríður Sigurðardóttir. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Hóli í Sæmundarhlíð. Lauk námi frá Hólaskóla tvítugur og réðst þá um haustið til verknáms við landbúnaðarháskólann að Ási í Noregi. Sneri aftur tveimur árum síðar og hafði þá einnig starfað við og kynnt sér landbúnað í Danmörku og Þýskalandi. Eftir heimkomuna 1915 vann hann um skeið við túnmælingar og kortagerð, en einnig kennslustörf. Árið 1920 réðst Guðmundur til Kaupfélags Skagfirðinga og starfaði þar í tvö ár. Hjá Kristjáni Gíslasyni kaupmanni og Sameinuðu verslunum á Sauðárkróki starfaði hann 1922-1927, en sneri þá til kaupfélagsins á ný og starfaði þar fram á lokadag eða um fjögurra áratuga skeið, lengst af sem skrifstofustjóri og aðalbókari. Hann sat í stjórnum ungmennafélaga og í stjórn UMSS um skeið, formaður skólanefndar Sauðárkróks um tíma, einnig í stjórn Rafveitu Sauðárkróks og Sparisjóðs Sauðárkróks; formaður Sjúkrasamlags Sauðárkróks og um árabil deildarstjóri Sauðárkróksdeildar K.S. Guðmundur sat í hreppsnefnd Sauðárkróks frá 1942-1947 og síðan í bæjarstjórn til ársins 1958, forseti bæjarstjórnar frá 1951-1958.
Kvæntist Dýrleifu Árnadóttur frá Utanverðunesi, þau eignuðust sjö börn. Þau bjuggu á Hóli í Sæmundarhlíð 1919-1920 en eftir það á Sauðárkróki.

Guðmundur Jónsson (1905-1971)

  • S00988
  • Person
  • 4. júní 1905 - 27. apríl 1971

Foreldrar: Jón Guðmundsson bóndi í Teigi og kona hans Elísabet Jóhannsdóttir frá Krossi. Guðmundur fluttist með foreldrum sínum að Teigi þegar hann var tveggja ára gamall og ólst þar upp og átti þar heima allt til 1941. Nokkuð eftir fermingu naut hann um skeið kennslu í unglingaskóla og veturinn 1930-1931 stundaði hann nám í unglingadeild sem rekin var í sambandi við búnaðarskólann á Hólum. Eftir það aflaði hann sér þekkingar á bókhaldi og reikningsfærslu, vann skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga meira og minna um 10 ára skeið. Guðmundur var um árabil endurskoðandi ársreikninga Kaupfélags Austur-Skagfirðinga á Hofsósi. Hann var og skipaður fyrsti hreppstjóri Hofsóshrepps, er kauptúninu var skipt úr Hofshreppi og gegndi því embætti í fjögur ár. Maki: Jóhanna Sigmundsdóttir frá Bjarnastöðum í Unadal, þau eignuðust eina dóttur.

Ingibjörg Sigríður Frímannsdóttir (1871-1953)

  • S01001
  • Person
  • 13.04.1871-22.05.1953

Foreldrar: Frímann Björnsson og f.k.h. Solveig Jónsdóttir. Ingibjörg ólst upp í Hamrakoti m. foreldrum sínum og fluttist svo með þeim að Hvammi í Langadal árið 1877. Hún fór til náms í Kvennaskólann á Ytri-Ey og var skráð þar veturna 1895, 1897 og 1898. Eftir það hélt hún til Reykjavíkur, fyrst naut hún tilsagnar í saumaskap en fór síðan til náms í ljósmóðurfræðum hjá Jónasen landlækni þaðan sem hún lauk prófi árið 1900. Strax að loknu námi réðst hún til starfa sem ljósmóðir í Bólstaðarhlíðarumdæmi, A-Hún., og starfaði þar fram á mitt ár 1904, er hún var skipuð ljósmóðir á Sauðárkróki, þar sem hún starfaði óslitið í 32 ár eða til ársins 1936. Ekki einskorðaðist starfsumdæmi hennar þó við Sauðárkrók; Hún var sett ljósmóðir í Seylu- og Staðarhreppi 1930-1931, auk þess fylgdi Skarðshreppur starfsskyldu hennar. Á Sauðárkróki starfaði Ingibjörg einnig mjög að bindindismálum og var kjörin heiðursfélagi góðtemplarastúkunnar á Sauðárkróki. ,,Ingibjörg gat sér frábært orð sem ljósmóðir, elskuð og dáð af öllum sem henni kynntust. Hjálpsemi hennar og umhyggja náði langt útfyrir starfsskylduna og sköpuðu henni þær vinsældir, að einstakt var."
Ingibjörg var ókvænt og barnlaus.

Guðrún Símonardóttir (1891-1915)

  • S01008
  • Person
  • 27. nóv. 1891 - 27. júní 1915

Fósturdóttir Sigurður Guðmundssonar (1855-1951) og Jónínu Magnúsdóttur (1857-1916).

Jónína Magnúsdóttir (1857-1916)

  • S01007
  • Person
  • 22.02.1857- í kringum 1916.

Fæddist á Böggvisstöðum í Svarfaðardal og lést sennilega árið 1916 í Reykjavík. Kvæntist Sigurði Guðmundssyni (Sigga bæjar), þau voru í vinnumennsku og húsmennsku víða í Sléttuhlíð en fluttu svo til Sauðárkróks 1898. Jónína og Sigurður áttu eina dóttur.

Haraldur Hjálmarsson (1908-1970)

  • S01009
  • Person
  • 21.12.1908-15.02.1970

,,Haraldur var fæddur á Hofi á Höfðaströnd, sonur Hjálmars Þorgilssonar og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur. Haraldur missti móður sína á fyrsta ári. Hjálmar, faðir hans flutti að Kambi í Deildardal 1913 og þar ólst Haraldur upp og var jafnan kenndur við þann bæ. Á fullorðinsárum vann hann ýmis störf bæði í Skagafirði og á Siglufirði en síðast var hann bankaritari í Útvegsbankanum í Reykjavík. Árið 1992 var kveðskapur hans gefin út á bók."

Marta Sigríður Sigtryggsdóttir (1931-

  • S01014
  • Person
  • 30.11.1931

Foreldrar hennar voru Ágústa Jónasdóttir og Sigtryggur Einarsson. Kvæntist Jóni Ósmanni Magnússyni frá Héraðsdal. Búsett á Sauðárkróki.

Sigríður Jónasdóttir (1899-1987)

  • S01017
  • Person
  • 18.05.1899-11.02.1987

Bústýra á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð, Skag. Síðast bús. í Akrahreppi. Ógift og barnlaus.

Gísli Jakob Jakobsson (1882-1951)

  • S01034
  • Person
  • 14.12.1882-31.08.1951

Foreldrar: Jakob Halldórsson ráðsmaður á Herjólfsstöðum í Laxárdal og Ragnheiður Eggertsdóttir. Gísli ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, Markúsi Arasyni. Hann aflaði sér menntunnar í hljóðfæraslætti og var orgelleikari um nokkur ár við Rípurkirkju. Stundaði búskap á hálfri Rípurjörðinni, á móti fósturföður sínum 1910-1931, flutti þá að Keldudal í Hegranesi þar sem hann bjó til 1936 er hann flutti til Sauðárkróks þar sem hann bjó til æviloka. Hafði hann nokkurn búrekstur á Sauðárkróki meðfram verkamannavinnu. Kvæntist árið 1910 Sigurlaugu Guðmundsdóttur frá Ási í Hegranesi, þau eignuðust tvo syni.

Páll Jóhannsson (1888-1981)

  • S01033
  • Person
  • 20.08.1888-02.06.1981

Foreldrar: Ingibjörg Guðjónsdóttir vk. á Skíðastöðum, síðar búsett á Herjólfsstöðum og Jóhann Eyjólfsson vinnumaður á Skíðastöðum. Var ráðsmaður hjá móður sinni á Herjólfsstöðum en þar stóð hún fyrir búi 1902-1914. Páll giftist Ágústu Runólfsdóttur frá Sauðárkróki árið 1914. Þau bjuggu á Herjólfsstöðum 1914-1915, á Sauðárkróki 1915-1924 og á Hrafnagili í Laxárdal 1924-1925. Voru um tíma í Brennigerði áður en þau fluttu aftur til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu þar til þau fluttu til Akureyrar árið 1940. Páll veiktist af taugaveiki nokkru fyrir miðjan þriðja áratuginn og átti lengi í þeim veikindum. Þessu fylgdu miklir erfiðleikar og þurftu þau að láta þrjú af börnum sínum frá sér á sveit og elsta dóttirin fór til ömmu sinnar á Herjólfsstöðum. Páll og Ágústa eignuðust níu börn saman en fyrir hafði Ágústa eignast tvo syni.

Stefanía Marín Ferdinandsdóttir (1875-1962)

  • S01042
  • Person
  • 07.11.1875-12.08.1962

Stefanía var fædd að Hróarsstöðum í Vindhælishreppi og voru foreldrar hennar Ferdinand Gíslason og Herdís Sigurðardóttir. Ung að árum réðst hún vinnukona að Höfnum á Skaga til Jónínu Jónsdóttur, þaðan fór hún að Mælifelli til sr. Jóns Magnússonar og Steinunnar Þorsteinsdóttur. Kvæntist Sölva Jónssyni járnsmiði og vélagæslumanni á Sauðárkróki, þau eignuðust sjö börn og áttu einn fósturson.

Leifur Jónsson Kaldal

  • S01043
  • Person
  • 29.08.1898-20.11.1992

Frá Stóradal í Svínavatnshreppi. Gullsmiður í Reykjavík.

Jón Jónsson (1850-1915)

  • S01060
  • Person
  • 25.09.1850-30.05.1915

Foreldrar: Jón Sigurðsson síðast b. í Málmey og Guðrún Sigurðardóttir. Jón missti móður sína árið 1853 og mun eftir það hafa alist upp á hrakningum. Var svo lengi vinnumaður hjá Jósef bónda á Hjallalandi í Vatnsdal. Reisti bú að Hólabaki í Þingi 1882. Flutti til Skagafjarðar 1884. Bóndi á Kimbastöðum 1884-1886, Húsabakka 1886-1888, Heiði í Gönguskörðum 1888-1909 og Kimbastöðum aftur 1909-1915. Jón var um árabil einn af tíundarhæstu bændum í hinum forna Sauðárhreppi. Jón var einnig smáskammtalæknir. Kvæntist Jósefínu Ólafsdóttur, þau eignuðust átta börn. Jón eignaðist son utan hjónabands með Björg Stefánsdóttur á Steini á Reykjaströnd.

Jón Kristbergur Árnason (1885-1926)

  • S01070
  • Person
  • 3. september 1885 - 6. mars 1926

Jón Kristbergur Árnason fæddist í september 1885 á Starrastöðum á Fremribyggð í Lýtingsstaðahreppi, sonur Árna Eiríkssonar og Steinunnar Jónsdóttur b. á Reykjum í Tungusveit og víðar. Jón lærði orgelleik hjá föður sínum og varð síðar organisti í Miklabæjarkirkju. Jón lauk búfræðinámi frá Hólum vorið 1905. Hann var bóndi á Vatni á Höfðaströnd 1910-1921 og á Víðivöllum í Blönduhlíð 1921-1926. Árið 1913 varð Jón kennari við Barnaskóla Hofshrepps og hélt þeirri stöðu þar til hann fluttist í Blönduhlíðina 1921, hann var mjög vinsæll kennari.
Jón var mikill söngmaður og félagi í Bændakórnum. Jón lést rétt rúmlega fertugur úr botnlangabólgu.
Kvæntist Amalíu Sigurðardóttir (1890-1967) frá Víðivöllum, þau eignuðust fimm börn.

Guðrún Árnadóttir (1887-1975)

  • S01069
  • Person
  • 17. júní 1887 - 21. september 1974

Foreldrar: Árni Magnússon og Baldvina Ásgrímsdóttir. Guðrún ólst upp á heimili foreldra sinna, í Lundi í Stíflu, að Enni á Höfðaströnd, á Ketu á Skaga og síðan að Syðra-Mallandi. Guðrún kvæntist Jóni J. Þorfinnssyni b. á Ytra-Mallandi á Skaga. Þau fluttust til Sauðárkróks árið 1938. ,,Strax um fermingu tók Guðrún að fást við skáldsagnagerð, en brenndi öll sín handrit nema drög að Dalalífi, sem var fyrsta skáldverk hennar sem gefið var út og um leið það viðamesta. Eftir að Guðrún og Jón fluttu til Sauðárkróks hafði Guðrún meiri tíma til ritstarfa en áður og árið 1946 kom fyrsta bindi Dalalífs út. Dalalíf varð svo fimm bindi, Tengdadóttirin varð þrjú bindi og sömuleiðis Utan frá sjó og Stífðar fjaðrir. Alls urðu bækurnar 27 og kom sú síðasta út árið 1973 þegar Guðrún var 86 ára gömul." Guðrún og Jón eignuðust þrjú börn.

Ísleifur Briem (1904-1952)

  • S01076
  • Person
  • 24. des. 1904 - 21. nóv. 1952

Sonur Sigurðar Eggertssonar Briem og Guðrúnar Ísleifsdóttur. Var í Reykjavík 1910. Skrifari á Tjarnargötu 20, Reykjavík 1930. Verslunarmaður í Reykjavík 1945.

Anna Erlendsdóttir Ólafsson (1886-1947)

  • S01082
  • Person
  • 5. júní 1886 - 16. ágúst 1947

Dóttir Erlends Pálssonar síðast verslunarstjóra á Hofsósi og Guðbjargar Stefánsdóttur. Húsfreyja á Geirseyri við Patreksfjörð. Húsfreyja á Þrúðvangi , Eyrasókn, V-Barð. 1930.

Þórður Jónas Sigurðsson Thoroddsen (1908-1982)

  • S01090
  • Person
  • 18. nóv. 1908 - 11. nóv. 1982

Sonur Maríu Kristínar Valgardsdóttur Claessen og Sigurðar Thoroddsen. Var í Reykjavík 1910. Skrifstofumaður á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík 1930. Bæjarfógeti á Akranesi, síðar í Reykjavík.

Gunnar Thoroddsen (1910-1983)

  • S01086
  • Person
  • 29. desember 1910 - 25. september 1983

Sonur Maríu Kristínar Valgardsdóttur Claessen og Sigurðar Thoroddsen. Dr. juris, prófessor, borgarstjóri, sendiherra, alþingismaður og forsætisráðherra, síðast bús. í Reykjavík. Var á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík 1930. Dr. juris og prófessor 1945.

Björn Pálmason (1892-1929)

  • S01093
  • Person
  • 3. mars 1892 - 18. sept. 1929

Foreldrar: Pálmi Björnsson og Ingibjörg Málfríður Grímsdóttir á Ytri-Húsabakka. Bóndi í Glaumbæ og víðar í Skagafirði. Síðar verkamaður á Sauðarkróki. Kvæntist Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Utanverðunesi.

Flóvent Jóhannsson (1871-1951)

  • S01099
  • Person
  • 5. janúar 1871 - 13. júlí 1951

Foreldrar: Jóhann Jónsson og Guðrún Jónsdóttir í Bragholti Efs. Flóvent varð búfræðingur frá Hólum 1896 og við framhaldsnám í Danmörku 1901-1902. Bústjóri á Hólum 1902-1905. Keypti Sjávarborg og bjó þar 1905-1908, brá þá búi og flutti til Sauðárkróks þar sem hann bjó til 1915 er hann flutti til Siglufjarðar þar sem hann bjó til æviloka. Flóvent var kennari við Bændaskólann á Hólum 1902-1905, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og Skarðshrepps um hríð, útflutningsstjóri hrossa í Skagafirði 1909-1914 og fiskimatsmaður á Sauðárkróki 1910-1914. Verkstjóri á Siglufirði við opinberar byggingarframkvæmdir 1915-1929, bæjarfulltrúi þar 1918-1928, brunaliðsstjóri 1920-1938 og í yfirskattanefnd 1922-1926.
Kvæntist Margréti Jósefsdóttur frá Akureyri, þau eignuðust fimm börn.

Sigurlaug Jónasdóttir (1892-1982)

  • S001107
  • Person
  • 08.07.1892-13.10.1982

Foreldrar: Jónas Egilsson og Anna Kristín Jónsdóttir á Völlum. Sigurlaug ólst upp á Völlum hjá foreldrum sínum. Árið 1908 fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi, þaðan sem hún útskrifaðist tveimur árum seinna. Námsárangur hennar varð með þeim ágætum, að forstöðukonan, Rósa Arasen, vildi fá hana sér til aðstoðar við kennsluna. Nokkrum árum síðar var Sigurlaug einn vetur í Reykjavík. Þar stundaði hún vinnu á saumastofu fyrri hluta dags, en seinni partinn var hún vinnukona hjá Sigurði Thoroddsen og Maríu Kristínu Claessen. Árið 1921 kvæntist hún Bjarna Halldórssyni og það sama ár hófu þau búskap á Völlum þar sem þau bjuggu til 1925 er þau keyptu Uppsali í Blönduhlíð þar sem þau bjuggu til 1973. Sigurlaug og Bjarni eignuðust átta börn.

Anna Gunnlaugsdóttir (1898-1964)

  • S01105
  • Person
  • 29. mars 1898 - 4. apríl 1964

Var í Gunnlaugsbæ, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1901. Fór til Vesturheims 1913 frá Siglufirði, Hvanneyrarhreppi, Eyj. Húsfreyja á Siglufirði 1930.

Magnea Baldvinsdóttir (1897-1950)

  • S001108
  • Person
  • 1897-1950

Foreldrar: Baldvin Ólafur Friðriksson og Margrét Magnúsdóttir í Héraðsdal. Saumakona á Sauðárkróki, ógift og barnlaus.

Ásta Sigurlaug Björg Kristinsdóttir (1905-1943)

  • S01115
  • Person
  • 26.12.1905-09.06.1943

Dóttir Kristins Erlendssonar kennara og Sigurlína Gísladóttur, sem bjuggu lengst af á Hofsósi. Húsfreyja á Siglufirði. Gift Gísla Sigurðssyni bókaverði.

Júlíus Ingimarsson (1903-1978)

  • S01120
  • Person
  • 10. janúar 1903 - 30. apríl 1978

Frá Litla-Hóli í Eyjafirði. Búfræðingur og bifreiðarstjóri á Akureyri, síðar í Keflavík.

Ingimar Hallgrímsson (1859-1937)

  • S01124
  • Person
  • 25.01.1859-26.01.1937

Bóndi á Dvergsstöðum og Litlahóli í Hrafnagilshr. Deildarstjóri hjá KEA og einn af stofnendum þess. Bóndi á Litla-Hóli, Grundarsókn, Eyj. 1930.

Guðrún Benediktsdóttir (1907-1995)

  • S01125
  • Person
  • 22. maí 1907 - 6. apríl 1995

Dóttir Benedikts Jóhannssonar verslunarmanns á Sauðárkróki og Bjargar Helgadóttur frá Holtastöðum í Langadal. Húsfreyja á Akureyri 1930. Kvæntist Ragnari Jónssyni frá Sauðárkróki. Síðast búsett í Reykjavík.

Guðmundur Jónsson (1920-2007)

  • S01128
  • Person
  • 10. maí 1920 - 5. nóvember 2007

Óperusöngvari, söngkennari og útvarpsstarfsmaður í Reykjavík. Heiðursfélagi Karlakórs Reykjavíkur. Handhafi íslensku fálkaorðunnar og Tónlistarverðlaunanna.

Gunnhildur Andrésdóttir (1887-1972)

  • S01131
  • Person
  • 22. ágúst 1887 - 11. júní 1972

Foreldrar: Andrés Pétursson b. á Öldubakka á Skaga og v. og k.h. Kristjana Jóhanna Jónsdóttir. Gunnhildur fylgdi foreldrum sínum framan af en var svo í vistum hér og þar; á Þorbjargarstöðum í Laxárdal 1916-1919, á Breiðstöðum í Gönguskörðum 1920-1921, á Veðramóti 1922 þar sem hún kynntist manni sínum Abel Jónssyni. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1923 þar sem þau bjuggu lengst af. Gunnhildur og Abel eignuðust ekki börn en áttu eina fósturdóttur.

Árni Pálsson (1878-1952)

  • S01137
  • Person
  • 13. sept. 1878 - 7. nóv. 1952

Árni var sonur séra Páls Sigurðssonar, síðast í Gaulverjabæ, og konu hans Andreu Þórðardóttur. Hann nam sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla um aldamótin, en settist eftir það að í Reykjavík og lagði fyrir sig kennslustörf. Síðar gerðist hann bókavörður við landsbókasafnið og var þar þangað til hann var skipaður prófessor í sögu við háskólann; en því embætti gegndi hann meðan kraftar leyfðu. Eftir Árna liggja margar ritgerðir, mest sögulegs eða bókmenntalegs efnis, sem birtust upphaflega í tímaritum, en liggja nú flestar fyrir á einum stað í ritgerðasafni Árna „Á víð og dreif“.

Daníel Tómasson (1896-óvíst)

  • S01145
  • Person
  • 5. apríl 1896 - óvíst

Sonur Tómasar Ísleikssonar og Guðrúnar Jóelsdóttur í Kolkuósi (1891-1903), þau fluttu til Winnipeg 1903. Stundaði nám við Wesley College í Winnipeg, starfaði sem blaðamaður.

Nikólína Einarsdóttir (1897-óvíst)

  • S01151
  • Person
  • 23.05.1897-óvíst

Dóttir Einars Baldvins Guðmundssonar (eldri) og Dagbjartar Önnu Magnúsdóttur (1865-1937) á Hraunum í Fljótum, þriðju konu hans. Hún ólst upp hjá móður sinn eftir að faðir hennar lést, fyrst í Haganesi og síðar í Reykjavík.
Maki: Axel Louis Andreasen (1892-1972). Þau bjuggu í Ringkjöbing í Danmörku. Þau eignuðust 2 dætur.

Guðbjörg Konráðsdóttir (1901-óvíst)

  • S01158
  • Person
  • 16.03.1901-óvíst

Dóttir Konráðs Þorsteinssonar og Guðrúnar Á. Jóhannsdóttur á Grímsstöðum í Svartárdal, sem fóru til Vesturheims 1904.

Jóhanna Jónsdóttir (1865-1945)

  • S001165
  • Person
  • 17. des. 1865 - 14. des. 1945

Dóttir Jóns Jónssonar b. í Hátúni og k.h. Guðrúnar Steinsdóttur. Jóhanna kvæntist Pétri Jóhannssyni b. á Húsabakka í Seyluhreppi, þau fluttu til Vesturheims 1899, börn þeirra fædd á Íslandi voru sex.

Guðmundur Scheving Bjarnason (1861-1909)

  • S01166
  • Person
  • 27. júlí 1861 - 24. janúar 1909

Var í foreldrahúsum í Noisomhed, Vestmannaeyjasókn 1870. Læknir í Liverpool, Dvergasteinssókn, N-Múl. 1890. Héraðslæknir á Hólmavík.

Halldór Jónmundsson (1907-1987)

  • S01171
  • Person
  • 20. sept. 1907 - 16. sept. 1987

Sonur sr. Jónmundar J. Halldórssonar og k.h. Guðrúnar Jónsdóttur á Barði í Fljótum. Búfræðingur og barnakennari á Stað í N-Ísafjarðarsýslu 1930. Bóndi á Stað, Grunnavík, síðar yfirlögregluþjónn á Ísafirði.

Vigdís Pálsdóttir (1924-2016)

  • S01185
  • Person
  • 13. jan. 1924 - 7. sept. 2016

Vigdís Pálsdóttir var fædd á Hólum í Hjaltadal 13. janúar 1924. Hún var yngst sex barna hjónanna Guðrúnar Hannesdóttur og Páls Zóphóníassonar, skólastjóra Bændaskólans á Hólum, síðar búnaðarráðunauts, alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Stundaði Vigdís nám í Landakotsskóla, Miðbæjarskóla og lauk þremur bekkjum í Menntaskólanum í Reykjavík en hætti þá námi. Vann hún skrifstofustörf í Reykjavík næstu ár, en fór til hússtjórnarnáms á Laugalandi veturinn 1942-1943, starfaði í Útvegsbankanum í nokkur ár en hóf nám í Handíðaskóla Lúðvíks Guðmundssonar og Kurt Zier og var í fyrsta hópi handavinnukennara, sem útskrifaðist úr skólanum vorið 1949. Eftir það starfaði hún við útsaum og kjólaskreytingar á saumastofu Feldsins um skeið, en vann aftur í Útvegsbanka Íslands þar til 1953. Vigdís hóf störf í handavinnudeild Kennaraskóla Íslands 1964 og kenndi þar næstu áratugi uns hún lét af störfum 1989. Vigdís starfaði um áratugaskeið á vettvangi Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Vann þar að stofnun tímaritsins Hugur og hönd og réð miklu um efni þess og útlit í nær tvo áratugi. Vigdís giftist Baldvin Halldórssyni, prentara, leikara og leikstjóra, 25. ágúst 1951, þau eignuðust þrjú börn.

Unnur Pálsdóttir (1913-2011)

  • S01186
  • Person
  • 23. maí 1913 - 1. janúar 2011

Unnur Pálsdóttir var fædd á Hvanneyri í Borgarfirði 23. maí 1913. Hún var elst sex barna hjónanna Guðrúnar Hannesdóttur og Páls Zóphóníassonar, skólastjóra Bændaskólans á Hólum, síðar búnaðarráðunauts, alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Unnur giftist 16. júlí 1937 Sigtryggi Klemenzsyni, sem lengi var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og síðar seðlabankastjóri, þau eignuðust sex dætur.

Sigurður Pálsson (1901-1987)

  • S01188
  • Person
  • 08.07.1901-13.07.1987

Sigurður Pálsson var fæddur að Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi í Snæfells- og Hnappadalssýslu 8. júlí 1901. Foreldrar hans voru Jóhanna Guðríður Björnsdóttir (1868-1936) og síðari maður hennar Páll bóndi Sigurðsson (1864-1934). Tvíburasystir Sigurðar var Valgerður (1901-1959). Sigurði var komið í fóstur hjá afa sínum Sigurði Brandssyni (1832-1911) hreppstjóra í Tröð. Þar var hann til tíu ára aldurs eða þar til afi hans féll frá. Þá flutti Sigurður aftur til foreldra sinna.
Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1928 og embættisprófi í guðfræði 1933.
Hann hlaut vígslu 28. maí 1933 og tók við Hraungerðisprestakalli.
Sigurður kvæntist Stefaníu Gissurardóttur 9. janúar 1934. Þau eignuðust sjö börn.
Þau fluttu til Selfoss á sjötta áratugnum. 4. september 1966 var Sigurður vígður til vígslubiskups í Skálholtsbiskupsdæmi. Sjötugur lét hann af prestembætti á Selfossi og tók við prestembætti í Reykhólaprestakalli. Sr. Sigurður var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í guðfræði af guðfræðideild Háskóla íslands árið 1976.

Helga Indriðadóttir (1857-1905)

  • S01190
  • Person
  • 27. júlí 1857 - 20. maí 1905

Foreldrar: Indriði Árnason og k.h. Sigurlaug Ísleifsdóttir á Írafelli. Helga var lærð ljósmóðir og starfaði sem slík í 25 ár við miklar vinsældir. Hún kvæntist Magnúsi Jónssyni, þau bjuggu í Gilhaga, þau eignuðust tíu börn saman, Magnús átti auk þess tvo syni utan hjónabands. Helga drukknaði í Svartá þegar hún var á leiðinni heim frá ljósmóðurstörfum.

Sigurlaug Magnúsdóttir (1886-1960)

  • S01195
  • Person
  • 11. okt. 1886 - 14. jan. 1960

Dóttir Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar frá Gilhaga. Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum í Gilhaga. Kvæntist Steingrími Guðmundssyni árið 1912 þau bjuggu á Írafelli í Svartárdal, Þverá í Hallárdal A-Hún, í Gilhaga í Fremribyggð, í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit, á Akureyri og síðast í Breiðargerði (1947-1960). Lærði karlmannafatasaum og starfaði við sauma þau ár sem hún bjó á Akureyri. Sigurlaug og Steingrímur eignuðust tvö börn og áttu einn fósturson.

Indriði Magnússon (1890-1931)

  • S01194
  • Person
  • 25. feb. 1890 - 14. des. 1931

Sonur Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar í Gilhaga. Bóndi í Gilhaga 1911-1922 og á Hömrum 1922-1931. Indriði var fyrstur manna í Lýtingstaðahreppi til þess að taka bílpróf og stundaði fólks- og vöruflutninga til og frá Sauðárkróki. Indriði kvæntist Efemíu Kristínu Hjálmarsdóttur frá Breið, þau eignuðust fjögur börn.

Pétur Gunnarsson (1911-1973)

  • S01094
  • Person
  • 21. maí 1911 - 13. apríl 1973

Foreldrar: Gunnar Ólafsson og Sigurlaug Magnúsdóttir í Keflavík. Pétur nam búfræði við háskóla í Danmörku, tilraunastjóri hjá Búnaðarfélagi Íslands. Síðast búsettur í Reykjavík. Kvæntist Þóru Magnúsdóttur.

Hallfríður Sigurðardóttir (1862-1921)

  • S01201
  • Person
  • 10. ágúst 1862 - 23. mars 1921

Foreldrar hennar voru Sigurður Bjarnason og Ingibjörg Sölvadóttir. Hallfríður giftist Sveini Jónssyni b. á Hóli í Sæmundarhlíð 1881. Þau eignuðust átta börn, sex þeirra komust á legg.

Jóhanna Soffía Jónsdóttir (1855-1931)

  • S01211
  • Person
  • 10. apríl 1855 - 2. jan. 1931

Foreldrar Jón Pétursson dómstjóri í Hafnarfirði og f.k.h. Jóhanna Soffía Bogadóttir frá Staðarfelli í Dölum. Kvæntist Zóphoníasi Halldórssyni prófasti í Viðvík, þau eignuðust þrjú börn.

Friðrik Jón Jónsson (1888-1924)

  • S01214
  • Person
  • 16. nóvember 1888 - 30. maí 1924

Sonur Málfríðar Friðgeirsdóttir frá Áshildarholti og Jóns Kaprasíussonar á Gvendarstöðum. Friðrik hrapaði til bana í Drangey.

Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir (1886-1972)

  • S01219
  • Person
  • 18. mars 1886 - 6. feb. 1972

Dóttir Rögnvaldar Jónssonar og Steinunnar Helgu Jónsdóttur sem lengst af bjuggu í Miðhúsum í Óslandshlíð. Kvæntist Kristjáni Möller verslunarmanni á Sauðárkróki. Þau fluttust til Siglufjarðar og voru síðast búsett þar.

Steinunn Helga Jónsdóttir (1861-1942)

  • S01218
  • Person
  • 20. mars 1861 - 1. mars 1942

Foreldrar: Jón Hallsson b. á Þrastarstöðum og víðar og 2.k.h. Sigurbjörg Indriðadóttir. Kvæntist Rögnvaldi Jónssyni, þau bjuggu fyrstu hjúskaparár sín að Þrastarstöðum og á Geirmundarhóli í Fellshreppi en lengst af á Miðhúsum í Óslandshlíð eða 1889-1914. Brugðu þá búi og voru í þrjú ár í húsmennsku. Árið 1917 reistu þau nýbýlið Hlíðarenda úr landi Miklabæjar í Óslandshlíð, Rögnvaldur lést árið 1926 en Steinunn bjó áfram á Hlíðarenda í nokkur ár þar til hún flutti til Siglufjarðar og var síðast búsett þar. Steinunn og Rögnvaldur eignuðust fimm börn, fjögur þeirra komust á legg.

Kvenfélagasamband Íslands (1930-)

  • S01222
  • Félag/samtök
  • 01.02.1930

Kvenfélagasamband Íslands var stofnað þann 1. febrúar 1930. Á heimasíðu Kvenfélagasambandsins stendur: „Markmiðið með stofnun Kvenfélagasambandsins var að sameina kvenfélög landsins í eina heild. Innan KÍ eru 18 héraðs- og svæðasambönd með um 170 kvenfélög innanborðs“. Þar er einnig nefnt að stofndagurinn, 1. febrúar hafi, árið 2010 verið útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar“.

Kvenfélagið Heimaey (1953-)

  • S01226
  • Félag/samtök
  • 09.04.1953

Kvenfélagið Heimaey var stofnað fyrir tilstuðlan Jónínu Jónsdóttur í félagsheimili V.R. þann 9. apríl 1953. Félagið var stofnað í Reykjavík og hugsað fyrir konur ættaðar úr Vestmannaeyjum.
Fyrsta stjórn félagsins: Kristín Ólafsdóttir, formaður, Huld Kristmannsdóttir, ritari, Stella Eggertsdóttir, gjaldkeri og Stella Guðmundsdóttir, meðstjórnandi. Ritari fyrsta fundar var Selma Antoníusardóttir. 38 konur sátu stofnfundinn.

Niðurstöður 256 to 340 of 6402