Showing 6395 results

Authority record

Matthías Eggertsson (1865-19559

  • S03356
  • Person
  • 15.06.1865-09.10.1955

Matthías Eggertsson f. í Melanesi á Rauðasandi, V-Barð 15.06.1865, d. 09.10.1955. Foreldrar hans:Eggert Jochumsson, síðar barnakennari og sýsluskrifari á Ísafirði og fyrri kona hans, Guðbjörg Ólafsdóttir, húsfreyja í Haga á Barðaströnd og Melanesi.
Matthías varð stúdent frá Lærða skólanum 1883 og cand. theol. frá Prestaskólanum 1888. Hann var barnakennari og sýsluskrifari á Ísafirði 1883-86 og var prestur á Helgastöðum í Reykjadal, S-Þing., 1888-1895 og prestur á Miðgörðum í Grímsey 1895-1937. Eftir að hann fékk lausn frá embætti dvaldist hann í Reykjavík til dánardags.
Matthías var barnaskólastjóri í Grímsey í tíu ár alls, bréfhirðingarmaður í 28 ár og bókavörður í 37 ár. Hann hafði veðurathuganir á hendi í 40 ár og var loftskeytastöðvarstjóri í átta ár. Hann fékkst við ættfræðirannsóknir og eftir hann liggur Ættartölubók í handriti, alls 14 bindi. Matthías var oddviti hreppsnefndar í Grímsey í 25 ár og formaður skólanefndar í 20 ár og var sýslunefndarmaður í Eyjafjarðarsýslu í 30 ár.
Maki: Mundína Guðný Guðmundsdóttir, f. 29.4. 1869, d. 29.4. 1956, húsfreyja. Matthías og Guðný eignuðust 14 börn.

Matthildur Kristinsdóttir (1924-1997)

  • S00299
  • Person
  • 13.1.1924-3.12.1997

„Matthildur Kristinsdóttir var fædd á Brimnesi í Viðvíkursveit í Skagafirði 13. janúar 1924. Foreldrar hennar voru Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir og Kristinn Gunnlaugsson. Fósturforeldrar Matthildar, frá 5 ára aldri, voru María Pálsdóttir og Steindór Jónsson. Hinn 27. mai 1947 giftist Matthildur Elí Jóhannessyni, húsasmiðameistara, frá Hlíð í Álftafirði, f. 19.10. 1925. ,,Matthildur og Elí hófu sinn búskap í Borgarnesi en fluttu í Kópavog 1952 og reistu þar sitt eigið hús á Bjarnhólastíg 9 og bjuggu þar til ársins 1980 er þau fluttu að Suðurbraut 7, sem þau einnig byggðu en síðustu árin bjuggu þau að Álfhólsvegi 151. Matthildur ólst upp á Sauðárkróki. Hún fór ung á húsmæðraskólann á Staðarfelli i Dölum."

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal (2003-

  • S002687
  • Organization
  • 2003-

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal var stofnað 26. maí 2003. Að félaginu standa einstaklingar, félög og stofnanir og skipta hluthafar tugum. Stærstu hluthafar eru Menningarsjóður íslenskra sparisjóða, Spari-sjóður Norðlendinga, KEA og Hörgárbyggð. Menningarfélagið keypti jörðina Hraun í Öxnadal kom þar á fót minningarstofu um skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson og fólkvangi í landi Hrauns. Í íbúðarhúsinu að Hrauni í Öxnadal er fræðimannaíbúð. Fastir liðir á dagskrá Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal er Fífilbrekkuhátíð, sem haldin er á Hrauni í Öxnadal annan sunnudag í júní, gönguferðir um fólkvanginn í landi Hrauns, og Jónasarfyrirlestur, sem haldinn er á fæðingardegi Jónasar víðs vegar um landið.

Metúsalem Magnússon (1832-1905)

  • S03279
  • Person
  • 05.12.1832-06.03.1905

Metúsalem Magnússon var fæddur á Halldórsstöðum í Laxárdal 5. mars 1832. Faðir: Magnús Ásmundsson, hreppstjóri og bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir, húsfreyja á Halldórsstöðum. Þegar Metúsalem var níu ára missti hann föður sinn. Ólst hann upp hjá móður sinni sem þá tók við búrekstrinum. Um tvítugt nemur hann jarðyrkjustörf, af manni sem hafði numið slíkt í Danmörku. Fékkst Metúsalem við þau störf vor og haust en átti heimili hjá móður sinni. Á veturnar kenndi hann unglingum skrift og reikning.
Þegar Metúsalem er 25 ára flytur hann norður á Langanesstrandir. Hann kvæntist Þorbjörgu Þórsteinsdóttur á Bakka í Skeggjastaðasókn í Norður-Múlasýslu og bjuggu þau þar. Fimm árum eftir að þau giftust deyr Þorbjörg. Þau eignuðust tvö börn; Magnús sem dó í bernsku og Sigríði Björg Metúsalemsdóttur (09.04.1863-15.08.1939).
Árið 1869 kvæntist Metúsalem Karólínu Soffíu Helgadóttur (10.07.1848-19.03.1920) frá Helluvaði við Mývatn. Fyrst um sinn bjuggu þau á Bakka en árið 1870 fluttu þau frá Bakka og að Helluvaði þar sem þau tóku við búi. 1879 fluttu þau að Einarsstöðum í Reykjadal. Síðustu æviárin bjó Metúsalem á Arnarvatni við Mývatn.
Metúsalem og Karólínu eignuðust tvö börn; Benedikt og Halldóru.
Metúsalem dó 6. mars 1905.

Mínerva Gísladóttir (1915-1998)

  • S01636
  • Person
  • 14. sept. 1915 - 9. feb. 1998

Foreldrar: Gísli Konráðsson b. á Bessastöðum og k.h. Sigríður Sveinsdóttir frá Hóli. Mínerva missti móður sína þegar hún var sjö ára gömul og ólst upp eftir það með föður sínum. Árið 1937 kvæntist Mínerva Sæmundi Jónssyni. Þau bjuggu í Glaumbæ 1937-1938, á Bessastöðum í Sæmundarhlíð 1938-1986, síðast búsett á Sauðárkróki. Mínerva og Sæmundur eignuðust átta börn saman, fyrir hafði Mínerva eignast dóttur með Sigurjóni Kristinssyni.

Mínerva Sveinsdóttir (1885-1971)

  • S01200
  • Person
  • 29. apríl 1885 - 3. apríl 1971

Foreldrar: Sveinn Jónsson og Hallfríður Sigurðardóttir á Hóli í Sæmundarhlíð. Kvæntist Þorsteini Jóhannssyni frá Stóru-Gröf. Þau bjuggu í Stóru-Gröf, á Dúki í Sæmundarhlíð, í Reykjavík og síðast í Reykjahlíð við Varmahlíð, þau eignuðust sex börn.

Minna Elísa Bang (1914-2005)

  • S00352
  • Person
  • 05.09.1914 - 22.05.2005

Minna Elísa Bang fæddist í Árósum í Danmörku þann 5. september 1914.
,,Minna kom til Sauðárkróks 1935, 21 árs gömul, og vann með manni sínum í Apótekinu auk heimilisstarfa. Hún tók mikinn þátt í félagsstörfum og kom þar víða við. Hún kenndi fyrst allra dans í Skagafirði, vann með Kvenfélagi Sauðárkróks, Ungmennafélaginu Tindastól, var félagi í Sjálfstæðiskvennafélagi Sauðárkróks og í safnaðarnefnd Sauðárkróks."
Maður hennar var Ole Bang (1905-1969).

Minný Gunnlaug Leósdóttir (1934-2002)

  • S03428
  • Person
  • 24.07.1934-03.06.2002

Minný Gunnlaug Leósdóttir, f.á Siglufirði 24.07.1934. d. 03.06.2002 í Reykjavík. Foreldar: Leó Jónsson (1909-1996) og Sóley Gunnlaugsdóttir (1908-1994).
Minný útskrifaðist frá Hjúkrunarkvennaskóla Íslands 1962 og starfaði nær óslitið síðan sem hjúkrunarkona á ýmsum stofnunum.
Maki: Eiríkur Haukur Stefánsson (1933-1992). Fyrir átti Minný einn son og eina dóttur.

Mjólkurflutningafélag Fljóta og Fellshrepps

  • S03712
  • Organization
  • 1974 - 1985

Þriðjudaginn 30 júní 1974 var stofnfundur Mjólkurflutningafélags Fljóta og Fellshrepps haldin að Sólgörðum. Fundarboðandi var Trausti Sveinsson og nefndi hann til fundarstjóra Hermann Jónsson og fundarritara Sigurbjörn Þorleifsson. Samþykkt var á fundinum gjaldskrá í 5 liðum og fór svo fram stjórnarkjör, fyrir Holtshrepp, Trausti Sveinsson og Hermann Jónsson, fyrir Haganeshrepp Sigurbjörn Þorleifsson og Sigmundur Jónsson, fyrir Fellshrepp Stefán Gestsson. Tilgangur félagsins er að flytja mjólk af félagssvæðinu til Mjólkursamlags Sakagfirðinga, farþega og vörur með bifreið er félagið á og rekur á eigin ábyrgð. Félagssvæðið er Hóltshreppur, Haganeshreppur og Fellshreppur. Allir bændur á félagssvæðinu sem framleiða mjólk skulu ganga í félagið og flytja mjólk sína með því. Enginn getur gengið úr félaginu nema hann hætti mjólkurframleiðslu eða flytji burtu. Fram kom að þjónustu K.S. Sauðárkróki væri ábótavant í sambandi við afgreiðslu á vörum fyrir bændur. Fundurinn ákvað að beina því til stjórnar K.S. að bætt verði afgreiðsla á fóðurvörum og á vörupöntunum sem sendar eru með mjólkurbílstjóra.
Á fundi 11.03.1977 kom fram að breitt fyrirkomulag á mjólkurflutingum hér í héraði tæki gldi 1. maí með tilkomu tankbíla til flutninga og þá um leið allir mjólkurflutningar í umsjá Mjókursamlags Skagfirðinga og væri því ekki þörf fyrir flutningafélagið að reka né eiga bíla. Og 1.maí hætti félagið að flytja mjólk til Sauðarkróks og flutningum til bænda frá Sauðárkrók og tók Kaupfélag Skagfirðinga við þeim, og keypti annan bílinn en hinn bíllinn var seldur Bjarna Haraldssyni. Óráðstafaður afgangur 138.970 kr, var ákveðið að ráðstafa til Kvenfélaga í Fljótum og Sléttuhlíð. Kvenfélagið í Fljótum fær 100.000 kr, en Kvenfélagið í Fellshreppi það sem eftir er. Samþykkt var að slíta félaginu þegar endalegir reikninga þess liggja fyrir. ( Upplýsingar koma frá fundagerðabók félagsins ).

Mjólkurflutningafélag Hegraness (1949-óvíst)

  • S02932
  • Organization
  • 02.04.1949-óvíst

Mjólkurflutningafélag Hegraness, stofnað 02.04.1949. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær félagið var formlega lagt niður. Félagið var stofnað að Hamri í Hegranesi þann 2. apríl 1949 af 16 bændum í Hegranesi. Í fyrstu stjórn voru kjörnir Páll Björnsson Beingarði, Leó Jónasson Svanavatni og Páll Jónasson Hróarsdal. Tilgangur félagsins var að sjá um bifreiðaakstur til vöru- og fólksflutninga í þágu framleiðslunnar og búnaðarins á félagssvæðinu.

Mjólkursölufélag Óslandshlíðar

  • S03698
  • Organization
  • 1944 - 1949

Þriðjudaginn 2 maí.1944 komu 10 mjólkurframleiðendur saman í Hlíðartúni til þess að ræða saman um mjólkurflutninga úr Óslandshlíð til Mjólkursamlags Sauðárkróks. Kosnir voru 3 menn til þess að halda utan um þessi mál með fulltrúum frá hóla og Viðvíkurhreppum. Þessir menn voru kosnir Stefán Sigmundsson, Kristján Jónssson, Óskar Gíslason og til vara Rögnvaldur Jónssson og Jóhann Gunnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem fundur er haldinn um þessi mál í Óslandshlíð en mjólkurflutningar héðan hófust fyrst snemma í mars síðastliðinn eins og segir í fundagerðabók 1944. Hver framvinda félagsins varð er ekki nefnd.

Mónika Ingibjörg Jónsdóttir (1892-1929)

  • S01880
  • Person
  • 12. júlí 1892 - 18. júlí 1929

Dóttir Jóns Guðvarðssonar b. á Valabjörgum, síðar Holtskoti og k.h. Oddnýjar Sæmundsdóttur. Saumakona í Reykjavík samkvæmt spjaldskrá HSk en starfstúlka á Kleppspítala samkvæmt Íslendingabók. Lést af slysförum ógift og barnlaus.

Monika Sigurðardóttir (1894-1963)

  • S02761
  • Person
  • 2. ágúst 1894 - 30. mars 1963

Monika Sigurðardóttir, f. 02.08.1894 á Spáná í Unadal. Foreldrar: Sigurður Ólafsson, f. 1868 og Margrét Jakobína Baldvinsdóttir, f. 1871. Monika var á Hugljótsstöðum á Höfðaströnd 1901. Hún kom í Reynistað 1916 og átti þar heimili síðan, en Guðmundur Helgi bróðir hennar var húsmaður þar. Monika sinnti einkum saumaskap en var einnig vinnukona á bænum. Oft var hún á Sauðárkróki vetrartíma við sauma og ferðaðist um hreppinn og hélt saumanámskeið. Tók virkan þátt í leiklistarstarfi og annarri starfsemi Ungmennafélagsins Æskunnar. Monika var ógift og barnlaus.

Monika Sigurlaug Helgadóttir (1901-1988)

  • S00581
  • Person
  • 25.11.1901-10.06.1988

Monika S. Helgadóttir (1901-1988) var fædd á Ánastöðum í Svartárdal, dóttir Helga Björnssonar og Margrétar Sigurðardóttur. Hún settist að á Merkigili í Austurdal í Skagafirði ásamt manni sínum Jóhannesi Bjarnasyni frá Þorsteinsstöðum árið 1932. Jóhannes lést árið 1944 og eftir andlát hans stóð hún ein eftir með átta börn, sjö dætur og einn son. Þrjár elstu dæturnar voru fermdar en yngsta barnið, sem var nokkurra vikna gamalt, var skírt við kistu föður síns. Árið 1949 réðst hún í það stórvirki að byggja nýtt hús úr steinsteypu, sem enn stendur. Var það sannkallað kraftaverk þar sem öll aðföng í húsið voru flutt á hestum yfir Merkigilið sjálft, hvort sem það var möl, sement, bárujárn eða hvað annað sem til þess þurfti. Monika varð þjóðkunn þegar hún var sæmd Fálkaorðunni þann 17. júní 1953 fyrir búskaparafrek við erfiðar aðstæður og enn fremur ári seinna þegar út kom bók Guðmundar G. Hagalín, Konan í dalnum og dæturnar sjö, þar sem hann fjallaði um lífshlaup Moniku.

Monika Súsanna Sveinsdóttir (1887-1982)

  • S01623
  • Person
  • 16. júlí 1887 - 29. jan. 1982

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Árið 1910 var Monika skráð sem hjú hjá Ólafi bróður sínum á Starrastöðum. Á árunum 1911-1916 var Monika á Sauðárkróki, starfaði við matsölu og a.m.k. einn vetur hjá Jónasi lækni. Hún var í vist á Þverá í Hallárdal árið 1917 hjá Steingrími Guðmundssyni og k.h. Sigurlaugu Magnúsdóttur, er síðar bjuggu á Breiðargerði. Kvæntist árið 1919 Símoni Jóhannssyni, þau bjuggu á Þverá í Hallárdal A-Hún 1919-1920, á Mælifelli 1920-1921, í húsmennsku á Starrastöðum 1921-1925, í Teigakoti í Tungusveit 1925-1933, á Keldulandi á Kjálka 1933-1935, í Goðdölum 1935-1949 og í Teigakoti aftur 1949-1951. Síðast búsett á Sauðárkróki.
Monika og Símon eignuðust þrjá syni.

Mountain Celebration Committee (1999-)

  • S03497
  • Organization
  • 1999-

"The Icelandic Communities Association (ICA) was originally known as the Mountain Celebration Committee. The Mountain Legion and Legion Auxillary sponsored and organized the 2nd of August celebrations for many years. Historically, the Icelandic group in northeast North Dakota was called Báran. The committee was first established in 1999 but our celebration began in 1889.
In February 2003, bylaws were adopted and the name was changed from the Mountain Celebration Committee to the Icelandic Communites Association. To become a member of ICA, pay an annual membership fee of $15.00/person. This provides each member voting rights at all ICA meetings, a subscription to the Fjalla Blað newsletter, and full membership to the Icelandic National Leage of North America.
The seven Icelandic settlement communities that make up the ICA are Gardar, Mountain, Hallson, Vidalin, Fjalla, Thingvilla and Svold. More information on these areas can be found on the Pembina County USGenWeb. The people from these communities and many other supporters from all over the United States are instrumental in the success of the celebration and ICA activities.
The goal of the ICA is to celebrate our Icelandic heritage and culture. In addition to the annual heritage celebration, the ICA also participates in various activities throughout the year such as a Þorrablót, Icelandic movies from the INLNA, and we have frequent tour groups and visitors to our area.
In 1999, during the 100 year anniversary of August the Deuce, the Mountain Celebration Committee hosted the President of Iceland, Ólafur Ragnar Grímsson. He was the first Icelandic president to visit North Dakota. Since that time, the ICA has been honored to entertain countless dignitaries and visitors from Iceland.
Each year the ICA honors an individual for the Parade Grand Marshal and Honorary Parade Marshal. Please submit your nomination to the ICA before May 1st."

Nanna Hermannsson (1942-

  • S02468
  • Person
  • 1942-

Foreldrar: Margrét Þórunn Sigurðardóttir og Olle Hermannsson. Nanna var fædd og uppalinn í Svíþjóð. Hún fornleifafræðingur að mennt, var lengi safnstjóri í Árbæjarsafni. Nú búsett í Svíþjóð. Minjasafnsstjóri Stokkhólmi.

Nanna Rögnvaldsdóttir (1957-

  • S02395
  • Person
  • 20. mars 1957-

Nanna er dóttir hjónanna Rögnvalds Gíslasonar frá Eyhildarholti og Sigríðar Jónsdóttur frá Djúpadal. Hún ólst upp í Skagafirði, fyrst í Djúpadal en síðan á Sauðárkróki. Stúdent frá M.A. 1977. Stundaði nám í sagnfræði um tíma við H.Í. Frá árinu 1986 hefur Nanna starfað við bóka - og tímaritaútgáfu, lengst af hjá Iðunni og Forlaginu. Hefur einnig gefið út matreiðslubækur.

Náttúrulækningafélag Akureyrar (1944-)

  • S01227
  • Organization
  • 27.08.1944

Náttúrulækningafélag Akureyrar var stofnað 27. ágúst 1944. Þann dag kom Jónas Kristjánsson læknir og forseti Náttúrulækningafélags Íslands í heimsókn til Akureyrar ásamt Birni L. Jónssyni, veðurfræðingi, síðar lækni, og þáverandi varaforseta NLFÍ í þeim tilgangi að stofna Náttúrulækningafélag á Akureyri. 58 manns innrituðust í félagið á stofnfundinum og fundarmenn samþykktu stofnun Náttúrulækningafélags Akureyrar sem varð deild í Náttúrulækningafélagi Íslands.

Nautgriparæktarfélag Fellshrepps (1928 - 1966)

  • S03708
  • Organization
  • 1928 - 1966

Ekki kemur fram í þessum gögnum upphaf félagsins né framtíð. Í fundargerð kemur fram ráðstöfun á þarfanauti hreppsins og formanni falið að semja við Eið Sigurjónsson sem fóðrað hafði nautið undnfarandi ár. Nautatollur er ákveðin og kaup á kálfi af Finnboga Sveinssyni á Keldum.

Nautgriparæktarfélag Lýtingsstaðahrepps (1928 - 1945)

  • S03678
  • Organization
  • 1928 - 1945

Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 20. júní 1928, var samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi kosin nautgripa- kynbótanefnd fyrir Lýtingsstaðahrepp. í nefndinni voru tilnefndir: Sveinn Stefánsson, bóndi á Tunguháls, Hannes Kristjánsson, bóndi á Hvammkoti, formaður Magnús Sigmundsson, bóndi á Vindheimum, ritari. Á Lýtingsstöðum 3. júlí hittust nefnadarmenn og ræddu um nautahald fyrir hreppinn og kom saman um að minnst væri hægt að komast af með þrjú naut fyrir hreppinn, tvö fullorðin og eitt ungt. Þurfti svo að komast að niðurstöðu um hvaða naut yrðu notuð. Á hreppaskilum að Lýtingsstöðum 15. oktober 1929, hreifði Hannes Kristjánsson í Hvammkoti við því hvort bændur vildu ekki stofna nautgripræktarfélag fyrir hreppinn. Samþykkt var með öllum greiddu atkvæðum að stofna félagið.

Nautgriparæktarfélag Seyluhrepps

  • S03757
  • Association
  • 1932 - 1935

Árið 1932, föstudag 19.febrúar var stofnfundur Nautgriparæktarfélags Seyluhrepps settur og haldin að Stóru - Seylu. Fundarstjóri var Tóbías Sigurjónsson Geldingarholti og nefndi hann til ritara Harald Jónsson. Fundargjörðir voru lesnar upp og samþykktar með öllum atkvæðum svo og lög félagsins samþykkt´i einu hljóði . Kosin var stjórn fyrir félagið, þessir hlutu atkvæði, Tóbías, Holti. Jón, Glaumbæ. HAraldur, Völlum

Nautgriparæktarfélagið í Akrahreppi (úthluta)

  • S03673
  • Organization
  • 1929 - 1933

Hvenær félagið var stofnað eða aflagt kemur ekki fram í þessum gögnum. Gögnin innihalda hin ýmsu gögn er varða starfsemi félagsins. Reikningur um rekstur nautahaldsins, ( keypt naut á árinu, vetrarfóðrun sumarhirðing, lán og styrkir og kaup á eftirlitsmanni ). Fylgigögn frá 1929 - 1932.
Lög um kynbætur nautgripa, 1.júní 1928.
Sendibréf til formanns Nautgriparæktarfélags Akrahrepps ( úthluta ) Hr. Björn Sigtryggsson, Framnesi. Styrkur fyrir fullmjólkandi kýr. Tveir reikningar frá Dansk Mælketeknisk Laboratorium A- S Köbenhavn 16.03.1929 og 06.08.1929.og sendibréf því tengt til Herr Björn Sigtryggsson.
Fundargerð 16.03 1930 en þau gögn eru tvö blöð illa farin og nokkuð lesanleg, þar kemur fram að Stefán Vagnsson skýrir frá starfsemi félagsinsá næst liðnu ári ,var aðalkjarni þess fóðrun og hirðing þarfanauts félagsins, (Páls ).

Nautgriparæktunarfélag Viðvíkurhrepps (1915-1955)

  • S03762
  • Association
  • 1915-1955

Tilurð Nautgriparætkunarfélags Viðvíkurhrepps má rekja til umræðu um nautgiriparækt á hreppsfundi í Viðvíkurhreppi í október árið 1914 og varð úr að nokkrir bændur lögðu til fé og sömdu um kaup á 2ja ára gömlu nauti sem alþingismaðurinn Jósef Björnsson á Vatnsleysu hafði keypt áður frá óðalsbóndanum Sigurði Péturssyni á Hofsstöðum og var greitt 120.- kr. fyrir nautið. Þann 20. janúar 1915 var boðað til stofnfundar fyrir nefndan félagsskap. Á fundinum var lögð frumvarp til laga fyrir nautgriparæktunarfélagið, eftir nokkar umræður og breytingatillögur voru lögin samþykkt og undirrituð af öllum stofnmeðlimum. Því næst var kosin þriggja manna stjórn og hlutu kosningu eftirtaldir: Jósef Björnsson, Jóhannes Björnsson, Hartmann Ásgrímsson.

Nelson Gerrard

  • Person

Menntaskólakennari og fræðimaður í Árborg í Kanada. Fæst við ættfræði í hjáverkum.

New Iceland Heritage Museum (1972-)

  • S03502
  • Organization
  • 1972-

"The Icelandic community in North America long felt the desire to establish a truly ethnic museum to foster the heritage and the culture of its people and provide a repository for the many artifacts that would relay the story of the first settlements of their forefathers.
In 1971, the Canadian Forces Base at Gimli was withdrawn. This move was a devastating blow to the community and to compensate for the hardships created, the two senior governments granted the sum of $1.6 million to the area to create work and establish a program of rural and urban development.
THE ICELANDIC CULTURAL CORPORATION WAS INCORPORATED IN MARCH 1972 AS A NON-PROFIT ORGANIZATION WHOSE FIRST PRIORITY WAS TO DEAL WITH THE ESTABLISHMENT OF A MUSEUM.
In 1973 the Gimli Development Corporation purchased the old B.C. Packers fish packing plant and by 1974 it had been renovated to form a threefold museum, containing and Icelandic Room, a Ukrainian Room, and a Fishing Room. The museum was open for 20 consecutive summer seasons proving to be an interesting attraction for visitors and residents and providing many summer jobs for local students throughout these years.
In 1994, the Icelandic Cultural Corporation turned the operation of the museum to the Town of Gimli. Prior to handing over the keys, a professional firm from Ontario had been retained to do a feasibility study in order to assess the best options for future development of the Museum and to explore ways in which the Museum could contribute to tourism in Gimli.
While Gimli long had a small community museum, the New Iceland Heritage Museum (NIHM) initiated a plan to create a new museum facility which today stands on the main floor of Gimli’s Waterfront Centre.
One of the recommendations made in the Planning and Feasibility study completed in 1994 by Lord Cultural Resources Planning and Management Inc. was that a new museum be a major departure from the traditional concept of a small community museum. That it be developed as a national or even international museum dedicated to telling the story of New Iceland and the Icelandic experience in North America. This would attract a larger and more diverse audience while educating visitors about a very unique chapter in Canada’s history. This development option was the one chosen by the Board of Directors
In 1995 a group of concerned citizens incorporate the Icelandic International Heritage Corporation in order to ensure the continuation of a museum presence in Gimli."

Nikódemus Jónsson (1871-1953)

  • Person
  • 10.09.1871-13.08.1953

Bóndi og smiður á Valabjörgum og í Hátúni í Seyluhr. Skag. Síðar sjómaður og póstur á Sauðarkróki. Var í Valabjörgum, Víðimýrarsókn, Skag. 1880.

Results 4166 to 4250 of 6395