Showing 6402 results

Authority record

Gísli Ólafsson (1885-1967)

  • S00398
  • Person
  • 02.01.1885-14.01.1967

Fæddur á Eiríksstöðum í Svartárdal, foreldrar hans voru Ólafur Gíslason og Helga Sölvadóttir. Gísli bjó lengi vel á Eiríksstöðum með foreldrum sínum. Hann vann ýmis störf utan heimilis og sótti einn vetur nám í unglingaskóla hjá Árna Hafstað í Vík. Gísli kvæntist árið 1914 Jakobínu G. Þorleifsdóttur og voru þau hjón í húsmennsku á bæjum í Svartárdal fyrstu hjúskaparár sín. Árið 1924 fluttust það til Blönduóss þar sem Gísli stundaði daglaunavinnu. 1928 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til æviloka, húsið sem þau bjuggu í við Suðurgötu 11b nefndu þau Eiríksstaði. Gísla var í blóð borin rík hagmælska og hann byrjaði snemma að yrkja. Fyrsta bók hans, Ljóð, kom út 1917, Nokkrar stökur kom út 1924. Samantekt fyrri ljóða ásamt nýjum viðauka, Á brotnandi bárum, kom út 1944. Síðasta bók hans, Í landvari, kom út árið 1960. Nokkur þekkt sönglög hafa verið samin við texta hans, t.d. Myndin þín eftir Eyþór Stefánsson. Gísli hlaut listamannalaun ríkisins frá 1945. Gísli lék einnig á orgel og var góður kvæðamaður.
Gísli og Jakobína eignuðust þrjú börn og ólu einnig upp dótturson sinn.

Pétur Sigurðsson (1899-1931)

  • S00396
  • Person
  • 14.04.1899-25.08.1931

Fæddur og uppalinn á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson og Ingibjörg Halldórsdóttir. Pétur sótti kennslu í orgelleik 11-12 ára gamall hjá Benedikt Sigurðssyni á Fjalli. Árið 1915 hóf hann nám í tónmenntafræðum hjá Sigurgeir Jónssyni organista á Akureyri. Innan við tvítugt var Pétur orðin kraftmesta driffjöðrin í tónlistarlífi Skagfirðinga. Um fermingaraldur hafði hann tekið við hlutverki organista við Víðimýrarkirkju. Jafnframt var hann einn af stofnendum Bændakórsins. Árið 1919 kvæntist hann Kristjönu Sigfúsdóttur ættaðri úr Svarfaðardal. Þau bjuggu fyrst að Mel en flutti síðan á Sauðárkrók. Á Sauðárkróki tók Pétur við starfi kirkjuorganista, vann við söngkennslu í skólanum og sinnti smíðavinnu. Pétur tók einnig virkan þátt í starfi verkalýðsfélagsins Fram, var kosinn í hreppsnefnd Sauðárkróks 1928 ásamt því að taka þátt í ýmsum fleiri félagsmálum. Pétur samdi töluvert af sönglögum, d. um lögu eftir Pétur eru: Vor, Ætti ég hörpu og Erla.
Pétur og Kristjana eignuðust fjögur börn.

Una Þorbjörg Árnadóttir (1919-1982)

  • S00394
  • Person
  • 28.05.1919 - 05.02.1982

Una Þorbjörg Árnadóttir fæddist á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 28. maí 1919.
Hún fluttist með foreldrum sínum á Sauðárkrók árið 1964. Verkakona þar og rithöfundur. Eftir hana liggja skáldsögurnar Bóndinn í Þverárdal (1964) og Enginn fiskur á morgun (1969). Einnig birtust eftir hana smásögur, ljóð og framhaldssögur í Heima er bezt.
Hún var ógift og barnslaus.
Una lést að heimili sínu, Ægisstíg 6 á Sauðárkróki 5. febrúar 1982.

Friðfríður Jóhannsdóttir (1923-1992)

  • S00393
  • Person
  • 20. mars 1923 - 15. júlí 1992

Friðfríður Jóhannsdóttir fæddist í Brekkukoti í Hjaltadal 20. mars 1923 (21. mars, skv. kirkjubók, skagfirskar æviskrár).
Hún var húsfreyja í Hlíð í Hjaltadal og á Sauðárkróki. Síðast búsett þar og starfaði við ræstingar á sjúkrahúsinu.
Maður hennar var Guðmundur Ásgrímsson (1913-1999).

Elísabet Guðrún Júlíusdóttir (1895-1972)

  • S00392
  • Person
  • 20.10.1895 - 06.05.1972

Elísabet Guðrún Júlíusdóttir fæddist á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 20. október 1895.
Hún var húsfreyja á Kjarvalsstöðum og Efra-Ási í Hjaltadal.
Maður hennar var Rósmundur Sveinsson (1892-1963).

Konkordía Rósmundsdóttir (1930-2014)

  • S00391
  • Person
  • 13.04.1930 - 15.04.2014

Konkordía Rósmundsdóttir fæddist 13. apríl 1930. Fædd á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Jafnan kölluð „Día“. Hún var húsfreyja á Nautabúi í Hjaltadal og Grafargerði á Höfðaströnd. Búsett á Sauðárkróki frá 1970.
Maður hennar: Róar Jónsson (1923-).

Guðný Ágústsdóttir (1929-2017)

  • S00390
  • Person
  • 1. mars 1929 - 11. feb. 2017

Guðný Ágústsdóttir fæddist 1. mars 1929. Fædd og uppalin á Raufarhöfn.
Maður hennar var Árni G. Pétursson (1924-2010), kennari við Bændaskólann á Hólum 1952-1962 og skólastjóri þar 1962-1963. Síðar ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands.

Lárus Erlendsson (1896-1981)

  • S00389
  • Person
  • 7. október 1896 - 10. september 1981

Sonur Erlendar Eysteinssonar og Ástríðar Helgu Sigurðardóttur á Beinkeldu í Reykjabraut. Erlendur ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Beinkeldu og síðar á Stóru-Giljá. Fór til Vesturheims um tvítugt. Vitað er að hann lauk gagnfræðiprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1919. Lengst af búsettur í San Francisco.

Þuríður Jakobsdóttir Lange (1872-1961)

  • S00387
  • Person
  • 1. desember 1872 - 2. janúar 1961

Þuríður var fædd á Spákonufelli á Skagaströnd. Foreldrar hennar voru Jakob Jósefsson, bóndi á Spákonufelli og kona hans, Björg Jónsdóttir frá Háagerði í sömu sveit. Þuríður gekk í kvennaskóla að Ytri-Ey á Skagaströnd. Eftir að hún lauk námi við kvennaskólann tók hún að sér kennslu þar í einn vetur og fór síðan til náms til Kaupmannahafnar og lærði þar
sauma. Eftir þetta hófst kennsla hennar að Ytri-Ey að nýju og kenndi hún þá karlmannafatasaum aðallega. Eftir að Þuríður fluttist til Reykjavíkur kendi hún við kvennaskólann þar um 27 ára skeið. Manni sínum, Jens Lange frá Randes á Jótlandi giftist hún 6. janúar 1899.

Björn Frímannsson (1876-1960)

  • S00386
  • Person
  • 10. desember 1876 - 12. október 1960

Björn ólst upp hjá foreldrum sínum í Hvammi í Langadal til fullorðinsára. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla 1905. Stundaði um skeið nám í járn- og silfursmíði hjá Hannesi Guðmundssyni á Eiðsstöðum í Blöndudal. Var eftir það ráðinn sem smíðakennari við Hólaskóla. Þar veiktist hann af berklum og þurfti að dvelja á Vífilsstaðahæli þar sem hann náði bata og starfaði um tíma sem smiður hælisins. Árið 1929 fluttist hann til Sauðárkróks og starfaði þar alfarið við smíðar á eigin verkstæði. Björn gekk til liðs við stúkuna á Sauðárkróki og starfaði einnig með Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks. Björn var ókvæntur og barnlaus.

Anna Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir (1915-1993)

  • S00382
  • Person
  • 08.10.1915-01.07.1993

Anna Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir ólst upp í Víðinesi. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Jónsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Haustið 1933 fór Anna til Reykjavíkur að læra sauma hjá Andrési Andréssyni klæðskera. Haustið 1934 réðst hún sem vinnustúlka að Hólum til Steingríms Steinþórssonar og Theodóru Sigurðardóttur. Haustið 1935 kvæntist hún Páli Sigurðssyni og hófu þau sambúð í torfbænum á Hólum, þau bjuggu á Hólum í 10 ár en fluttu þá að Hofi í Hjaltadal þar sem þau bjuggu til 1963. Þá fluttust þau til Akureyrar þar sem Anna starfaði á saumastofum í bænum. Þau hjónin fluttu svo til Sauðárkróks 1985 og bjuggu þar til æviloka. Þau eignuðust þrjú börn.

Sigurbjörg Gunnarsdóttir (1888-1964)

  • S00380
  • Person
  • 12.06.1888-12.01.1964

Sigurbjörg Gunnarsdóttir fæddist í Keflavík í Hegranesi 12. júní 1888. Dóttir Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur.
Hún var ráðskona á Utanverðunesi, Rípursókn, Skagafirði 1930 og síðar bústýra þar hjá Magnúsi Gunnarssyni (1887-1955), bróður sínum, en hann var bóndi og hreppstjóri í Utanverðunesi. Sigurbjörg bjó í Hróarsdal frá árinu 1956. Hún var ógift og barnlaus.

Ragnhildur Erlendsdóttir (1888-1974)

  • S00379
  • Person
  • 08.08.1888-01.03.1974

Fædd að Beinkeldu í Ásum í Húnavatnssýslu. Ragnhildur var við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi veturna 1907-1909 og síðan við Kennaraskólann í Reykjavík 1914, lauk þaðan prófi 1917. Var barnakennari í Hjaltadal og í Torfalækjarhreppi fyrstu árin eftir útskrift. Starfaði við hjúkrun á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 1920-1925. Kvæntist Gunnari Gunnarssyni frá Syðra-Vallholti 1925 og hófu þau búskap þar, þau eignuðust sjö börn og ólu upp eina fósturdóttur. Ragnhildur tók nokkurn þátt í félagsstörfum og var m.a. formaður Kvenfélags Seyluhrepps um tíma.

Sólveig Erlendsdóttir (1900-1979)

  • S00378
  • Person
  • 22.10.1900-16.02.1979

Bjó að Reykjum í Torfalækjarhrepp. Kjörbarn hennar var Kristján Pálsson (1943-2011)

Sigurður Erlendsson (1887-1981)

  • S00375
  • Person
  • 28. apríl 1887 - 28. september 1981

Bóndi á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Stóru-Giljá í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi. Ókvæntur og barnlaus.

Ingibjörg Engilráð Jóhannesdóttir (1855-1900)

  • S00373
  • Person
  • 23.10.1855-1900

Ingibjörg var fædd í Grímstungusókn í Húnaþingi. Kvæntist Halli Jóhannssyni og bjuggu þau að Garði í Hegranesi. Ingibjörg tók virkan þátt í félagsstörfum kvenna í sinni sveit.

Arnór Egilsson (1856-1900)

  • S00372
  • Person
  • 04.08.1856-04.05.1900

Ljósmyndari í Húnavatnssýslu frá miðju árið 1883-1899, fór á Akureyri og var ljósmyndari þar í eitt ár eða til ársins 1900.

,,Arnór Egilsson fæddist á Holtastöðum í Langadal í Húnavatnssýslu 4. ágúst 1856. Faðir hans var Egill Halldórsson (1819-1894) bóndi og smiður á Reykjum á Reykjabraut og móðir Sigurveig Jóhannesdóttir (1832-1899) húsfreyja frá Laxamýri. Sigurveig var fyrri kona Egils. Þau skildu en hún giftist síðar Þorsteini Snorrasyni bónda síðast í Brekknakoti í Reykjahverfi S-Þing. Síðustu ár sín bjó hún í Argyle byggð í Kanada og lést þar. Arnór ólst upp hjá foreldrum sínum og á Hjaltabakka hjá sr. Páli Sigurðssyni. Þótti hann snemma efnilegur og listfengur. Um tvítugsaldur vann hann við verslunarstörf á Blönduósi en sigldi síðan til Kaupmannahafnar að læra ljósmyndun. Árið 1882 kvæntist hann Valgerði Ólafsdóttur frá Leysingjastöðum og hófu þau búskap á Blönduósi. Þar stundaði Arnór veitingasölu í Vertshúsinu en rak með ljósmyndastofu. Byggði hann viðbyggingu við Vertshúsið árið 1884 sérstakt hús til myndatökunnar og starfaði þar til ársins 1885. Tengdafaðir Arnórs bjó á Hæli í Torfalækjarhreppi síðustu búskaparár sín, en árið 1885 lést hann og Arnór flutti sig um set ásamt Valgerði konu sinni og tók við búi að Hæli. Mun nær útilokað að hafa lifibrauð af ljósmyndatökum, þó veitingasala bættist þar við. Það áttu margir frumkvöðlar ljósmyndunar á Íslandi eftir að reyna og því í raun einsýnt fyrir Arnór að hefja hefðbundin búskap.[1] Á Hæli bjó Arnór til 1890. Árið 1891 var hann á Stóru-Giljá í Þingi, en keypti síðan Bjarnastaði í Vatnsdal og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni frá 1892-1899. Allan þann tíma hélt Arnór áfram að taka ljósmyndir af miklum krafti. Vorið 1899 vatt hann sínu kvæði í kross og ákvað að reyna enn á ný að hafa atvinnu af ljósmyndun. Keypti hann þá ljósmyndastofu Önnu Schiöth á Akureyri ásamt öllum tækjum og myndplötusafni. Í auglýsingu í blaðinu Stefni í júnímánuði tilkynnti Arnór að hann hefði nú tekið yfir rekstur Önnu og bauð bæjarbúum að láta taka af sér góðar og vandaðar ljósmyndir, svo notuð séu hans orð. Arnór fullyrti einnig að almennt væri viðurkennt að hans myndir tækju öðrum íslenskum ljósmyndum fram.[2] Akureyringar nutu hæfileika Arnórs þó í stuttan tíma. Þrátt fyrir ungan aldur veiktist hann af krabbameini og var mjög veikur veturinn 1899-1900. Hann lést á vordögum, 4. maí 1900 frá konu og þremur ungum börnum aðeins 44 ára gamall.[3] Þrátt fyrir að glerplötur Arnórs hafi nær allar eyðilagst er varðveitt talsvert magn af pappírseftirtökum í ýmsum söfnum og gefa þær nokkra yfirsýn yfir starf hans. Arnór virðist, eins og flestir ljósmyndarar, hafa gætt þess lengst af að merkja sér myndirnar. Þó er ólíklegt að svo hafi verið í fyrstu. ÁletruninArnór Egilsson Blönduósi er sýnileg á allmörgum ljósmyndum, sem og áletrunin Arnór Egilsson Ísland, en báðar eru þær frá fyrstu árum Arnórs sem ljósmyndara, en eins og áður sagði eru elstu myndirnar líklega ekki áritaðar. Áritanir frá Hæli og Bjarnastöðum er mun fleiri. Þá má geta þess að örfáar myndir eru til með áletruninni Arnór Árnason Gilá, þar sem hann var í eitt ár eins og að framan sagði. Flestar ljósmyndir Arnórs voru svokallaðar visit myndir. Hétu þær þessu nafni þar sem þær voru svipaðar á stærð og heimsóknarspjöld, visitcards, sem velþekkt voru á betri heimilum víða um heim. Myndir í cabinet stærð voru mun fátíðari. Eins og flestir ljósmyndarar var starfsemi þeirra að mestu leyti bundin við ljósmyndastofur, þar sem hægt var að koma við þokkalegri lýsingu. Á þeirri myndatöku höfðu ljósmyndararnir lifibrauð sitt. Hins vegar áttu þeir einnig til að taka útimyndir og mannlífsmyndir, þótt slíkt væri fremur til gamans en til gróða. Þó munu einhverjir hafa keypt slíkar myndir til að hafa uppi við á heimilum sínum. Arnór stundaði slíka myndatöku í nokkru mæli. Varðveist hafa allmargar myndir frá Blönduósi, teknar af Arnóri við upphaf byggðar þar. Leiða má líkum að því að Arnór hafi farið í ljósmyndaferð til Skagafjarðar árið 1888, hugsanlega í boði Ludvigs Popp kaupmanns og fleiri ríkismanna í Skagafirði. Í þeirri ferð tók að þvi er virðist allmargar þekktar ljósmyndir, þar á meðal elstu yfirlitsmyndina, sem er þekkt af Sauðárkróki."

Vigdís Björnsdóttir (1896-1979)

  • S00371
  • Person
  • 21. ágúst 1896 - 14. mars 1979

Var í Grímstungu, Undirfellssókn, Hún. 1901. Kennari á Hólabaki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Bjargi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kennari og skólastjóri. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Björg Jóhannesdóttir Hansen (1861-1940)

  • S00367
  • Person
  • 29. nóvember 1861 - 8. febrúar 1940

Foreldrar hennar voru Jóhannes Ögmundsson b. í Garði í Hegranesi og Steinunn Stefánsdóttir frá Hofi í Vatnsdal. Björg kvæntist Christian Hansen, þau bjuggu að Sauðá í Borgarsveit. Björg og Christian eignuðust átta börn.

Einar Helgason (1949-)

  • S00365
  • Person
  • 03.12.1949

Einar Helgason fæddist 3. desember 1949.
Hann ólst upp á Sauðárkróki.

Sigurður Jón Þorvaldsson (1953-)

  • S00364
  • Person
  • 04.03.1953

Sigurður Jón Þorvaldsson fæddist 4. mars 1953.
Hann er búsettur á Sauðárkróki.
Kona hans er Hallfríður Friðriksdóttir (1950-).

Árdís Maggý Björnsdóttir (1945-)

  • S00363
  • Person
  • 10.08.1945

Árdís Maggý Björnsdóttir fæddist 10. ágúst 1945. Hún var húsfreyja á Vatnsleysu í Viðvíkurhreppi, síðar búsett á Sauðárkróki.
Maður hennar var Jón K. Friðriksson (1941-2004).

Helga Rögnvaldsdóttir (1903-2004)

  • S00361
  • Person
  • 19.05.1903 - 11.12.2004

Helga Rögnvaldsdóttir fæddist á Skeggsstöðum í Svarfaðardal 19. maí 1903. Helga var hjá foreldrum og síðar móður á Skeggstöðum fram til 1914. Flutti þá til systur sinnar á Atlastöðum í Svarfaðardal. Húsfreyja á Atlastöðum 1928-36 og í Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit 1936-75. Síðast búsett í Syðri-Hofdölum en dvaldi á Sauðárkróki undir það síðasta. Maður hennar var Guðmundur Trausti Árnason (1897-1983), notaði Trausta nafnið í daglegu tali.

Helga Sigtryggsdóttir (1887-1978)

  • S00357
  • Person
  • 02.10.1887-01.03.1978

Helga Sigtryggsdóttir fæddist á Syðri-Brekkum í Akrahreppi þann 2. október 1887. Húsfreyja á Víðivöllum. Maður hennar var Gísli Sigurðsson (1884-1948).

,,Helga ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Syðri Brekkum og síðan á Framnesi. Hún sigldi til Danmerkur til mennta og settist í kvennaskóla á Jótlandi. Hún útskrifaðist þaðan árið 1919 og kom heim um vorið. Helga átti heimili á Framnesi þar til hún gifti sig. Frá árinu 1924 bjó hún með bróður sínum honum Birni. Saman tóku þau að sér og ólu upp Brodda Jóhannesson síðar rektor Kennaraskólans. Hann kom þangað 8 ára gamall og átti þar heimili þar til hann fór utan til náms árið 1938. Helga giftist Gísla á Víðivöllum árið 1935 og tók þá við húsmóðurhlutverkinu á bænum. Helga og Gísli voru barnlaus en eftir lát Gísla 1950 bauðst Helga til að gefa jörðina Elliheimilissjóði Skagfirðinga. Hennar helstu skilyrði voru m.a. þau að reist yrði á allra næstu árum fyrsta elliheimili sýslunnar á Víðivöllum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en dagaði að lokum uppi hjá sýslunefnd."
Helga og Gísli áttu tvær fósturdætur.

Gísli Sigurðsson (1884-1948)

  • S00654
  • Person
  • 26. feb. 1884 - 27. nóv. 1948

Fæddur og uppalinn á Víðivöllum, foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson og Guðrún Pétursdóttir. ,,Gísli útskrifaðist frá Hólaskóla 1906. Hann sat í mörg ár í hreppsnefnd, varð hreppstjóri Akrahrepps 1929 og sýslunefndarmaður 1937 og gegndi báðum þessum störfum til lokadægurs." Gísli kvæntist Helgu Sigtryggsdóttur frá Framnesi, þau voru barnlaus en áttu tvær fósturdætur.

Lilja Sigurðardóttir (1884-1970)

  • S00360
  • Person
  • 26.02.1884 - 30.03.1970

Lilja Sigurðardóttir fæddist 26. febrúar 1884. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson b. á Víðivöllum og Guðrún Pétursdóttir frá Reykjum í Tungusveit. Lilja var tvíburasystir Gísla Sigurðssonar bónda og hreppstjóra á Víðivöllum. ,,Lilja var tvo vetur í Kvennaskóla Eyfirðinga á Akureyri. Eftir það sigldi hún til Danmerkur og dvaldi þar á stórum búgarði þar sem stunduð var blómarækt, fræ- og plöntusala. Einnig sótti hún námskeið í heimilishjúkrun í Kaupmannahöfn. Hún kom heim 1908. Vorið 1912 var hún við nám í garðyrkju hjá Ræktunarstöð Norðurlands á Akureyri. Hún fékkst alla tíð mikið við bæði garðyrkju og skógrækt svo og umönnunarstörf og stundum ljósmóðurstörf. Á veturna kenndi hún matreiðslu, vefnað og garðyrkju víða um land. Árið 1947 hófst hún handa við uppbyggingu nýbýlisins Ásgarðs. Lilja var ógift og barnlaus en tók að sér tvö fósturbörn."
Hún var ráðskona á Víðivöllum, Miklabæjarsókn í Skagafirði. Húsmæðraskólakennari, búsett í Ásgarði í Blönduhlíð í Skagafirði, en þar lét hún byggja hús. Síðast búsett í Akrahreppi. Hlaut riddarakross fyrir garðyrkjustörf, heimilisiðnað og störf að félagsmálum.

Björg Sigurrós Jóhannesdóttir (1899-1995)

  • S00359
  • Person
  • 06.08.1899 - 28.12.1995

Björg Sigurrós Jóhannesdóttir fæddist á Holtsstöðum í Langadal 6. ágúst 1899.
Hún var á Móbergi, Engihlíðarhreppi, A-Húnavatnssýslu og handavinnukennari á Löngumýri.

Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir (1908-1991)

  • S00358
  • Person
  • 20. mars 1908 - 3. apríl 1991

Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir fæddist á Löngumýri þann 20. mars 1908. Foreldrar hennar voru Jóhann Sigurðsson b. á Löngumýri og Sigurlaug Ólafsdóttir. ,,Ólöf fór til náms í Kvennaskólanum á Blönduósi eitt ár, 1927-1928, en var annars heima allt til þess er hún giftist Sigurði Óskarssyni frá Hamarsgerði 1934 og þau hófu búskap á hálfu Krossanesi í fyrstu en fengu svo síðar 2/3 jarðarinnar." Ólöf og Sigurður eignuðust þrjár dætur.

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir (1885-1975)

  • S00356
  • Person
  • 25.12.1885-03.03.1975

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir fæddist á Marbæli í Óslandshlíð þann 25. desember 1885. Hún var húsfreyja á Úlfsstöðum í Akrahreppi. Maður hennar var Jóhann Sigurðsson (1883-1970).

Amalía Sigurðardóttir (1890-1967)

  • S00355
  • Person
  • 25.05.1890 - 14.06.1967

Amalía Sigurðardóttir fæddist á Víðivöllum í Akrahreppi þann 25. maí 1890.
Hún var á húsfreyja á Vatni á Höfðaströnd og á Víðimel í Seyluhreppi.
Fyrri maður hennar var Jón Kristbergur Árnason (1885-1926).
Seinni maður hennar var Gunnar Jóhann Valdimarsson (1890-1967).
Amalía lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 14. júní 1967.

Ingibjörg Jóhannsdóttir (1905-1995)

  • S00354
  • Person
  • 01.06.1905-09.06.1995

Ingibjörg Jóhannsdóttir fæddist á Löngumýri þann 1. júní 1905. Hún var dóttir Jóhanns Sigurðssonar, bónda á Löngumýri, og Sigurlaugar Ólafsdóttur húsfreyju. ,,Ingibjörg sótti nokkur námskeið í garð- og skógrækt áður en hún fór til Reykjavíkur í Kvennaskólann. Þar þurfti hún einungis að sitja einn vetur því hún kom ákaflega vel undirbúin. Ingibjörg lauk kennaraprófi 1936. Ingibjörg fór í námsferð til barna- og húsmæðraskóla í Noregi og Svíþjóð 1938. Þá stundaði hún nám við Húsmæðrakennaraskóla Noregs og síðar í Danmörku og Þýskalandi. Ingibjörg er verðugur fulltrúi þeirra kvenna af aldamótakynslóðinni sem einsettu sér ungar að vinna að menntun kynsystra sinna og ryðja braut nýjum viðhorfum í hússtjórn er lutu að auknum þrifnaði, matjurtaræktun og fjölbreyttari fæðu. Ingibjörg tók áskorun Jónasar frá Hriflu, þáverandi kennslumálaráðherra, að taka að sér starf skólastýru við Húsmæðraskólann á Staðarfelli árið 1937. Ingibjörg þótti standa sig með mikilli prýði í þau sjö ár sem hún stýrði skólanum. Á lýðveldisárinu 1944 flutti hún aftur heim að Löngumýri og stofnaði Húsmæðraskóla og var skólastjóri hans til 1967. Þar þurfti hún að byrja alveg frá grunni því aðbúnaðurinn var enginn. Oft gekk erfiðlega að fá styrki og reyndi hún að mæta þeim kostnaði sjálf eftir fremsta megni. Mikil aðsókn var í skólann og útskrifuðust um 700 stúlkur í hennar tíð. Ingibjörg var formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga, Kvenfélags Seyluhrepps og gjaldkeri Kvenfélagasambands Skagafjarðar um skeið. Hún skrifaði töluvert í blöð og tímarit, aðallega um uppeldis- og skólamál."
Ingibjörg var ókvænt og barnlaus.

Sigrún Pálmadóttir (1895-1979)

  • S00353
  • Person
  • 17.05.1895-11.01.1979

Sigrún Pálmadóttir fæddist á Höfða á Höfðaströnd þann 17. maí 1895.
Hún var húsfreyja á Reynistað í Staðarhreppi í Skagafirði.
Maður hennar var Jón Sigurðsson alþingismaður (1888-1972).

Minna Elísa Bang (1914-2005)

  • S00352
  • Person
  • 05.09.1914 - 22.05.2005

Minna Elísa Bang fæddist í Árósum í Danmörku þann 5. september 1914.
,,Minna kom til Sauðárkróks 1935, 21 árs gömul, og vann með manni sínum í Apótekinu auk heimilisstarfa. Hún tók mikinn þátt í félagsstörfum og kom þar víða við. Hún kenndi fyrst allra dans í Skagafirði, vann með Kvenfélagi Sauðárkróks, Ungmennafélaginu Tindastól, var félagi í Sjálfstæðiskvennafélagi Sauðárkróks og í safnaðarnefnd Sauðárkróks."
Maður hennar var Ole Bang (1905-1969).

Hilmar Jónsson (1927-1992)

  • S00350
  • Person
  • 13.05.1927 - 19.07.1992

Hilmar Jónsson fæddist þann 13. maí 1927. Hann var í Ási í Hegranesi í Skagafirði 1930. Var húsasmíðameistari á Sauðárkróki og síðast búsettur þar. Ókvæntur.

Elísabet Rósa Friðriksdóttir (1945-)

  • S00349
  • Person
  • 08.01.1945

Elísabet Rósa Friðriksdóttir fæddist í Efra-Ási þann 8. janúar 1945.
Hún var húsmóðir í Viðvík, í Reykjavík, í Hveragerði og á Hofsósi.
Maður hennar var Vigfús Sigvaldason (1940-1995).

Alda Sigurbjörg Ferdinandsdóttir (1944-)

  • S00346
  • Person
  • 11.03.1944

Alda Sigurbjörg Ferdinandsdóttir fæddist í Neðra-Ási í Hjaltadal þann 11. mars 1944.
Húsmóðir á Lóni og á Sauðárkróki.
Maður hennar er Benth U. Behrend (1943-).

Ingólfur Jón Sveinsson (1937-)

  • S00345
  • Person
  • 09.12.1937

Ingólfur Jón Sveinsson fæddist þann 9. desember 1937. Foreldrar hans voru Sveinn Nikódemusson og Pálmey Helga Haraldsdóttir.
Sjómaður og verkmaður, búsettur á Lágmúla í Skagafirði, átti um tíma heima á Sauðárkróki.
Kona hans er Anna Kristín Pálsdóttir (1938-).

Stefanía Guðrún Sveinsdóttir (1895-1977)

  • S00344
  • Person
  • 29.07.1895-13.08.1977

Stefanía Guðrún Sveinsdóttir fæddist þann 29. júlí 1895.
Hún var á Þorljótsstöðum, Goðdalasókn í Skagafirði 1901. Hún var húsfreyja í Eyhildarholti í Hegranesi í Skagafirði.
Maður hennar var Gísli Magnússon (1893-1981).
Guðrún lést 13. ágúst 1977.

Jóhanna Guðný Þórarinsdóttir (1921-2018)

  • S00343
  • Person
  • 27.08.1921

Jóhanna Guðný Þórarinsdóttir fæddist á Ríp í Hegranesi þann 27. ágúst 1921. ,,Jó­hanna stundaði nám við Héraðsskól­ann á Laug­um frá 1939-1941. Vefnaðar­nám­skeið sótti hún á Hússtjórn­ar­skól­an­um á Hall­ormsstað vorið 1944. Jó­hanna var um tíma ráðskona hjá vega­gerðarflokk­um, m.a. á Öxna­dals­heiði." Jó­hanna gift­ist árið 1946 Magnúsi Hall­dóri Gísla­syni og bjuggu þau á Frostastöðum.

Sigurður Sveinsson (1889-1973)

  • S00342
  • Person
  • 10. janúar 1889 - 13. mars 1973

Líklega sá sem var á Hóli í Reynistaðasókn, Skag. 1901. Verslunarmaður í Bergstaðastræti 14, Reykjavík 1930. Kaupmaður í Reykjavík 1945.

Jóhann Salberg Guðmundsson (1912-1999)

  • S00341
  • Person
  • 04.09.1912 - 19.03.1999

Jóhann Salberg Guðmundsson fæddist í Flatey á Breiðafirði þann 4. september 1912. Jóhann var námsmaður í Menntaskólanum í Reykjavík 1930. Átti m.a. heima í Flatey, Breiðafirði. Málaflutningsmaður og sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki 1958-1982. Jóhann var síðast búsettur í Reykjavík.
Kona hans: Sesselía Helga Jónsdóttir (1916-2006) (Sesselja í Íslendingabók - notaði Helgu nafnið í daglegu tali).
Jóhann lést í Reykjavík 19. mars 1999.

Jóhanna Margrét Ólafsdóttir (1916-2015)

  • S00338
  • Person
  • 30.07.1916 - 12.08.2015

Jóhanna Margrét Ólafsdóttir fæddist þann 30. júlí 1916. Hún var á Stóru-Ásgeirsá, Víðidalstungusókn í V-Húnavatnssýslu árið 1930. Húsfreyja á Dalvík og bókavörður á Sauðárkróki og síðar bókavörður í Reykjavík. Gegndi ýmsum félagsstörfum. Hún notaði Margrétar nafnið í daglegu tali.
Maður hennar var Björn Daníelsson (1920-1974).
Margrét lést 12. ágúst 2015.

Guðmundur Rósant Trjámannsson (1892-1980)

  • S00337
  • Person
  • 16.09.1892 - 13.10.1980

Guðmundur Rósant Trjámannsson fæddist 16. september 1892. Faðir: Trjámann Prior Guðmundsson (1865-1912), bóndi í Fagranesi í Öxnadal og "keyrari" á Akureyri. Móðir: Sigurrós Sigurðardóttir (1865-1938), húsfreyja í Fagranesi. Var við nám í Heyrnleysingjaskólanum á Stóra-Hrauni. Lærði ljósmyndun hjá Halldóri E. Arnórssyni 1911-1913 og hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri. Tók meistarapróf 1951. ,,Vann á ljósmyndastofu Halldórs E. Arnórssonar 1915-1916 og síðar á ljósmyndastofu Hallgríms Einarssonar. Rak ljósmyndastofu í Gamla hótelinu á Akureyri um 1921-1925. Rak ljósmyndastofu í félagi við Vigfús L. Friðriksson í Raunshúsi á Akureyri um 1925. Vigfús Sigurgeirsson keypti stofuna um 1925-1926. Vann á ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar 1926-1951. Rak ljósmyndastofu á Akureyri 1951-1968, síðast í Skipagötu." Vigfús L. Friðrikssson var nemi hjá Guðmundi í ljósmyndun. Plötusafn hans er varðveitt hjá Minjasafninu á Akureyri og hjá Matthíasi Gestssyni, ljósmyndara á Akureyri."
Maki: Kristín Sigtryggsdóttir (1904-1995) húsfreyja. Saman áttu þau fjögur börn.

Emma Ásta Sigurlaug Hansen (1918-2010)

  • S00336
  • Person
  • 15.02.1918-02.07.2010

Emma Ásta Sigurlaug Hansen fæddist á Stóru-Giljá í Húnaþingi þann 15. febrúar 1918. Dóttir Friðriks Hansen og Jósefínu Erlendsdóttur. Ólst upp á Sauðárkróki. Kennari í Skagafirði, síðar bókavörður í Reykjavík. Kvæntist sr. Birni Björnssyni prófasti að Hólum í Hjaltadal.

Helga Kristjánsdóttir (1919-2002)

  • S00335
  • Person
  • 01.05.1919-05.06.2002

Helga Kristjánsdóttir fæddist þann 1. maí 1919. Hún fæddíst í Fremstafelli, Köldukinn í Ljósavatnssókn, S-Þingeyjarsýslu árið 1930. Búsett á Húsavík um tíma eftir 1940, flutti til Reykjavíkur þaðan 1944. Húsfreyja á Silfrastöðum í Blönduhlíð og síðast búsett þar. Hún var formaður Sambands skagfirskra kvenna í 12 ár.
Helga lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 5. júní 2002.

Eyborg Guðmundsdóttir (1924-1977)

  • S00333
  • Person
  • 17.11.1924 - 20.06.1977

Eyborg Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði þann 17. nóvember 1924.
Hún var listmálari, starfaði í París og í Reykjavík. Verkin hennar voru abstrakt, en hún var frumkvöðull á Íslandi í op-list, sem er angi af abstrakt. (ath. heimild af bloggi).
Hún lést 20. júní 1977.

Margrét Selma Magnúsdóttir (1926-1998)

  • S00332
  • Person
  • 13.08.1926-14.12.1998

Margrét Selma Magnúsdóttir fæddist í Héraðsdal í Goðdalasókn í Skagafirði þann 13. ágúst 1926. Hún var með verslunarpróf frá Samvinnuskólanum, var lengst af heimavinnandi en starfaði einnig við ýmis skrifstofu- og verslunarstörf og síðast á saumastofunni Vöku á Sauðárkróki. Hún var þekktari undir Selmu nafninu og kölluð Donna í daglegu tali.
Maður hennar var Svavar Einar Einarsson (1920-2008), þau eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Sauðárkróki.

Sigríður Jónsdóttir (1858-1928)

  • S00331
  • Person
  • 22.04.1858-11.12.1928

Dóttir Jóns Jónssonar og Valgerðar Eiríksdóttur í Djúpadal. ,,Sigríður naut kennslu í kvennaskóla Skagfirðinga að Ási og Hjaltastöðum. Fór utan 1881 til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn og gekk þar í kvennaskóla Natalie Zahle. Lærði einnig smjör- og ostagerð í mjólkurbúi á Sjálandi. Kom heim 1883 og var þá ráðin kennslukona við hinn nýstofnaða kvennaskóla að Ytri-Ey við Skagaströnd ásamt Elínu Briem. Hún gegndi því starfi þar til hún giftist Sigurði Jónssyni, seinna b. og oddvita á Reynistað, 1887. Á árunum 1894-1904 hélt Sigríður uppi kennslu fyrir ungar stúlkur á heimili sínu. Hún var mörg ár formaður sóknarnefndar Reynistaðarsóknar og tók talsverðan þátt í félagsmálum kvenna." Þau Sigurður eignuðust einn son, Jón Sigurðsson alþingismann og fræðimann á Reynistað.

Sigurbjörg Pálsdóttir (1885-1947)

  • S00328
  • Person
  • 29. ágúst 1885 - 23. október 1947

Sigurbjörg var fædd að Merkigili í Austurdal, alin upp á Bústöðum. Foreldrar hennar voru Páll Andrésson og Anna Jónsdóttir bændur á Bústöðum. Kvæntist Arnljóti Kristjánssyni sjúkrahúsráðsmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust tvo syni sem upp komust. Sigurbjörg var síðast búsett í Hafnarfirði.

Hulda Sigurbjörnsdóttir (1922-2015)

  • S00327
  • Person
  • 04.09.1922-08.09.2015

Hulda Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir var fædd á Steinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði þann 4. september 1922. Fiskverkakona, vökukona og verkstjóri á Sauðárkróki. Rak um tíma eigin prjónastofu. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og var m.a. bæjarfulltrúi á Sauðárkróki, fyrst kvenna. Hún var síðast búsett í Kópavogi. Maður hennar var Halldór Sigurjón Jens Þóroddsson (1914-1997). Hann notaði Sigurjóns nafnið í daglegu tali.

Heiðbjört Björnsdóttir (1893-1988)

  • S00552
  • Person
  • 06.01.1893-24.05.1988

Heiðbjört Björnsdóttir, f. 06.01.1893 á Veðramóti í Gönguskörðum, d. 24.05.1988 á Sauðárkróki. Foreldrar: Björn Jónsson bóndi og hreppstjóri á Veðramóti og Þorbjörg Stefánsdóttir kona hans. Heiðbjört ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Var bústýra Stefáns bróður síns á Sjávarborg 1912-1913. Haustið 1913 sigldi hún til Danmerkur til frekara náms við Listiðnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og kom aftur heim sumarið eftir. Hún flutti ásamt Árna, heitmanni sínum, vestur um haf árið 1920, en þá seldi Árni jörðina Sjávarborg og búpening sinn. Settust þau að í Blaine á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Árni stofnaði þar verslun og hafði dálítinn búskap. Þau fluttust heim vorið 1925, þá komin með þrjú ung börn. Næsta vetur bjuggu þau í Reykjavík. Árið 1927 keyptu þau Sjávarborg aftur og eignuðust síðar einnig jörðina Borgargerði.
Heiðbjört var mikil búkona og hvíldi búskapurinn mikið til á hennar herðum. Einnig var hún afkastamikil við hannyrðir.
Maki: Árni Daníelsson (05.08.1884-02.08.1965) bóndi á Sjávarborg og kaupmaður á Sauðárkróki. Þau eignuðust þrjú börn.

Jón Sigurðsson (1894-1945)

  • S00323
  • Person
  • 04.10.1894-05.03.1945

Var í Kennaraskóla Íslands með Friðrik Hansen. Kaupfélagsstjóri á Djúpavogi.

Steinunn Trine Friðrike Hansen Kristjáns (1880-1958)

  • S00816
  • Person
  • 21. feb. 1880 - 26. okt. 1958

Dóttir Christian Hansen og Bjargar Jóhannesdóttur. Kvæntist Sigurði Jónssyni b. á Fjalli í Sæmundarhlíð, og hreppstjóra í Höfðakaupstað. Þau eignuðust enginn börn en ólu upp fósturdóttur. Fyrir átti Steinunn tvo syni með Friðriki Jónssyni og einn son með Brynjólfi Danivalssyni.

Eyjólfur Jónsson (1869-1944)

  • S00320
  • Person
  • 31.10.1869-29.06.1944

Faðir: Jón Þorvaldsson, bóndi á Parti í Sandvík, Norðfjarðarhr., S.-Múl., síðar á Fornastekk í Seyðisfirði. Móðir: Gróa Eyjólfsdóttir, húsfreyja á Parti í Sandvík, Norðfjarðarhre,. S.-Múl., síðar á Fornastekk í Seyðisfirði. ,,Eyjólfur lærði klæðskeraiðn í Noregi fyrri hluta árs 1891 og tók próf í þeirri grein. Lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn jan-maí 1893. Verslunarmaður á Seyðisfirði 1889-1890. Rak klæðskeraverkstæði á Seyðisfirði frá hausti 1891 til dauðadags. Rak ljósmyndstofu á Seyðisfirði frá 1893 til dauðadags. Ljósmyndastofan var fyrst til húsa í Liverpool þar sem Jón Ó. Finnbogason hafði áður rekið ljósmyndastofu en frá 1895 í húsi á árbakkanum, sem Gestur Sigurðsson átti áður. Það brann 11. desember 1904 með öllu sem í því var og mun eldurinn hafa kviknað í ljósmyndahúsinu. Eftir það var ljósmyndstofan í myndahúsi við íbúðarhús Eyjólfs, Sólvang. Daglegur rekstur stofunnar mun frá 1904 hafa verið í höndum annarra en Eyjólfs. Frá um 1920 mun stofan jafnframt hafa annast framköllunarþjónustu og hún orðið æ stærri þáttur í starfseminni eftir því sem á leið."

Stefán Sigurðsson (1875-1931)

  • S00319
  • Person
  • 6. júní 1875 - 21. júlí 1931

Hreppstjóri og bóndi á Sleðabrjót í Jökulsárhlíð, N-Múl. Hann var fæddur á Geirastöðum í Hróarstungu, 6. júní 1875. Foreldra sína missti Stefán með stuttu millibili, innan við fermingaraldur, ólst hann eftir það upp hjá móður- og föðurfrændum fram um tvítugt. Ungur réðist Stefán til utanferðar, til trésmíðanáms í Kaupmannahöfn. Fáum árum eftir að heim kom keypti Stefán stórbýlið Sleðbrjót í Hlíðarhreppi. Hann var foringi sveitar sinnar á meðan hans naut við og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hreppstjóri var hann um langt skeiö, sat í sýslunefnd í mörg ár og ýmis fleiri opinber störf voru honum falin. Árið 1906 kvæntist Stefán Björgu Sigmundsdóttur.

Daníel Davíðsson (1872-1967)

  • S00317
  • Person
  • 04.05.1872- 26.03.1967

Daníel Davíðsson fæddist í Kárdalstungu í Vatnsdal, 4. maí 1872. Faðir: Davíð Davíðsson (1823-1921) bóndi á Kötlustöðum, Gilá A-Hún.. Móðir: Þuríður Gísladóttir (1835-1928) húsfreyja á Kötlustöðum. Lærði ljósmyndum hjá Joni J. Dahlman. Var í framhaldsnámi í Kaupmannahöfn um 1901-1902. Vann við ýmis sveitastörf. Rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1902-1909 í húsi er hann lét byggja og nefndist "Ljósmyndarahúsið". Tók einnig myndir á ferðalögum sínum um Skagafjörð. Var aðstoðarmaður Sigurðar Pálssonar læknis á Sauðárkróki. Bóndi á Breiðsstöðum í Gönguskörðum í Skagafirði 1910-1919, Heiðarseli (Dalsá) í sömu sveit 1920-1922, Hróarsstöðum á Skagaströnd 1922-1924 og í Neðra-Nesi á Skaga 1924-1930. Flutti þá að Syðri-Ey á Skagaströnd og bjó þar til dánardags. Plötu- og filmusafn hans er glatað. Maki: Magnea Aðalbjörg Árnadóttir (1883-1968), húsfreyja. Saman áttu þau 7 börn. Daníel átti eitt fósturbarn.

Árni Hansen (1905-1988)

  • S00315
  • Person
  • 19. desember 1905 - 16. maí 1988

Árni Þormóður Hansen fæddist 19. desember 1905 á Sauðá í Borgarsveit, Skagafirði. Faðir: Hans Christian Hansen, beykir og bóndi á Sauðá. Móðir: Björg Jóhannesdóttir Hansen, húsmóðir á Sauðá. ,,Árni byrjaði sem aðrir á þessum árum ungur að sækja þá vinnu sem bauðst og réðst til Kristjáns bróður síns í vegavinnu þegar á æskuárum. Í apríl 1943 tók Árni við starfi aðalverkstjóra hjá vegagerðinni að Kristjáni látnum og hafði á hendi, meðan heilsa og kraftar entust. Vann hann í allmörg ár á skrifstofu vegagerðarinnar á Sauðárkróki, eftir að heilsa til útivinnu þraut. Á yngri árum tók Árni virkan þátt í verkalýðshreyfingunni og var formaður Vmf. Fram á Sauðárkróki árin 1935-1939. Voru honum baráttumál launþega afar hugleikin alla tíð. Var hann kjörinn heiðursfélagi Vmf. Fram árið 1953 og Verkstjórafélaga Skagafjarðar og Húnavatnssýslu 1972. Árni átti sæti í hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps um nokkurt árabil, en dró sig í hlé frá félagsmálastörfum snemma ævinnar."
Árni kvæntist Rannveigu Þorkelsdóttur Hansen (1901-1988).

Sveinn Margeir Friðvinsson (1938-2017)

  • S00313
  • Person
  • 19. sept. 1938 - 25. júní 2017

Foreldrar hans voru Friðvin Gestur Þorsteinsson og Björg Þór­unn Þor­valds­dótt­ir. ,,Bifvélavirki á Sauðárkróki, starfaði síðar hjá Útgerðarfélagi Skagfirðinga og loks sem innheimtustjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Fékkst jafnframt við ökukennslu. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum."

Þorvaldur Sveinsson (1868-1952)

  • S00312
  • Person
  • 18. ágúst 1868 - 30. sept. 1952

Fæddist í Fljótum og bjó þar með foreldrum sínum til sex ára aldurs. Sjómaður á Sauðárkróki og bóndi í Grænahúsi.

Eðvald Gunnlaugsson (1923-2007)

  • S00311
  • Person
  • 31.08.1923 - 5.11.2007

Eðvald Gunnlaugsson fæddist þann 31. ágúst 1923. Hann var kaupmaður á Sauðárkróki, síðast búsettur í Reykjavík. Kona hans var Málfríður Laufey Eyjólfsdóttir (Fríða) (1918-2009).
Eðvald gekk undir nafninu Eddi Gull og kona hans Fríða Edda Gull.

Árni Sigurjón Rögnvaldsson (1915-1998)

  • S00308
  • Person
  • 10.9.1915-24.4.1998

Árni Sigurjón Rögnvaldsson fæddist á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði 10. september 1915. Foreldrar hans voru Rögnvaldur Jónsson og Sigríður Árnadóttir. Árni kvæntist Jónínu Antonsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Óskar Ingi Magnússon (1917-2003)

  • S00307
  • Person
  • 12.1.1917-28.8.2003

Óskar Ingi Magnússon fæddist í Ásmundarnesi, Kaldrananeshreppi á Ströndum 12. janúar 1917. Foreldrar hans voru Magnús Andrésson, bóndi og sjómaður á Kleifum í Kaldbaksvík, Kaldrananeshreppi og k.h. Efemía Bóasdóttir. Eftir lát Magnúsar var Óskar tekinn í fóstur, þá rúmlega ársgamall, af föðurbróður sínum, Rósanti Andréssyni og Sigurlaugu Guðmundsdóttur ljósmóður. Ólst hann upp hjá þeim til fullorðinsára. Hinn 17. apríl 1943 kvæntist Óskar Herfríði (Hebbu) Valdimarsdóttur frá Vallanesi, þau eignuðust þrjú börn. ,,Óskar stundaði nám við Barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki, lauk mótorvélstjóraprófi 1937 og fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1942. Hann byrjaði ungur að stunda sjóinn á mb. Skagfirðingi. Hann var einnig stýrimaður á togurum frá Hafnarfirði og sigldi til Bretlands á stríðsárunum. Óskar var við og við stýrimaður á togurum frá Sauðárkróki 1945-1948. Árið 1949 gerðust Óskar og Hebba bændur á Brekku í Seyluhreppi í Skagafirði og bjuggu þar alla tíð síðan, aðallega með sauðfé. Meðfram búskap ráku þau sumardvalarheimili í Brekku um 30 ára skeið. Þau stunduðu jafnframt skógrækt á jörð sinni og gróðursettu í um 50 hektara lands. Óskar var einn af stofnendum skátafélagsins Eilífsbúa á Sauðárkróki. Hann var virkur félagi í ýmsum félögum tengdum landbúnaði og formaður Sauðfjárræktarfélags Seyluhrepps í 33 ár. Hann tók virkan þátt í starfsemi Guðspekifélags Íslands, Sálarrannsóknarfélags Íslands, Ungmennafélagsins Fram og Leikfélags Skagfirðinga. Hann var heiðursfélagi Skógræktarfélags Skagfirðinga, Sauðfjárræktarfélags Seyluhrepps og skátafélagsins Eilífsbúa."

Sigurgeir Jónsson (1918-1996)

  • S00306
  • Person
  • 30.8.1918-25.1.1996

Sigurgeir Jónsson fæddist á Sauðárkróki 30. ágúst 1918. Foreldrar hans voru Jón Þ. Björnsson skólastjóri frá Veðramóti í Vindhælishreppi í A-Hún. og kona hans, Geirlaug Jóhannesdóttir, ættuð úr Eyjafirði. ,,Skömmu eftir að Sigurgeir útskrifaðist úr Verslunarskóla íslands vorið 1942, tók hann við gjaldkerastörfum hjá bæjarverkfræðingi Reykjavíkur, starfaði síðan um skeið hjá Skjalasafni Reykjavíkur og eftir það sem vaktmaður hjá Skeljungi."

Páll Ágústsson

  • S00304
  • Person

Fæddur í kringum 1920 (+/- 3 ár). Var í Ungmennaskóla Sauðárkróks veturinn 1937-1938.

Stefán Eysteinn Sigurðsson (1926-2008)

  • S00303
  • Person
  • 27. mars 1926 - 6. ágúst 2008

Stefán Eysteinn Sigurðsson fæddist 27. mars 1926. Foreldrar hans voru Sigurður Pétursson verkstjóri í vitabyggingum og Margrét Björnsdóttir húsmóðir. Eiginkona Eysteins var Kristín Guðmundsdóttir, f. 22. júní 1929, d. 6. ágúst 2006, þau eignuðust fimm börn. ,,Eysteinn ólst upp á Sauðárkrók og vann við vitabyggingar með föður sínum þegar hann hafði aldur og þroska til. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur hóf hann nám í bifvélavirkjun hjá Þ.Jónsson & Co og starfaði hann þar og síðar hjá Vélalandi alla sína starfsævi."

Friðrik Friðriksson Hansen (1947-2004)

  • S00753
  • Person
  • 2. júní 1947 - 30. des. 2004

Sonur Friðriks Hansen og Sigríðar Eiríksdóttur. ,,Friðrik ólst upp á Sauðárkróki og lauk námi frá Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki og Iðnskólanum á Sauðárkróki. Hann stundaði ýmis verkamannastörf og vann á vinnuvélum um árabil á heimaslóðum. Hann vann einnig um tveggja ára skeið í Svíþjóð. Vegna heilsubrests dvaldist hann síðustu 13 árin á sambýlum, fyrst á Gauksmýri og síðan á Hvammstanga þar sem hann lést. Friðrik var hagur og vann við útskurð og hafa nokkur verk hans verið á sýningum á Safnasafninu á Svalbarðsströnd."

Frederike Caroline Briem Claessen

  • S00302
  • Person
  • 19. nóv. 1846 - 2. maí 1930

Fædd í Kaupmannahöfn, systir Jean Valgard Claessen kaupmanns á Sauðárkróki, síðar landféhirðis. Frederike kvæntist Gunnlaugi Briem alþingismanni og sýslufulltrúa á Reynistað, þau áttu einn son.

Results 4336 to 4420 of 6402