Sýnir 6402 niðurstöður

Nafnspjöld

Kvenfélag Staðarhrepps

  • E00027
  • Félag/samtök
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagn og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn og muni í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjgarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrða námskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Skátafélagið Fálkar

  • S03665
  • Félag/samtök
  • 1941 - 1946

Stofnað í júlí 1940 og var fyrsta skátafélagið sem starfaði í sveit. Félagið var stofnað með aðstoð frá Skátafélaginu Andvörum á Sauðárkróki. Starfið var flott fyrstu árin en þá voru 11 meðlimir í félaginu auk stjórnar. Fundað var reglulega og haldnar útilegur. Þrátt fyrir fáa meðlimi keyptu þeir skála og voru duglegir að gera hann upp. Stjórn félagsins fyrstu 3 árin voru Sigurður Jónsson, Baldur Jónsson og Sveinbjörn Jónsson en Sigurður var sveitarforinginn.

Ungmennafélagið Bjarmi

  • S03676
  • Félag/samtök
  • 1922 - 1939

Ungmennafélagið Bjarmi í Goðdalssókn var stofnað sunnudaginn 11.júní 1922. Stofnfundur var haldinn í Goðdölum að 17 mönnum viðstöddum.
Fundarstjóri var Ólafur Tómasson og nefndi hann Guðjón Finnson til skrifara.
Lög félagsins 1922-1923 þar segir í 2. gr. Tilgangur félagsins er að styðja allar þær andlegu, líkamlegu og verklegu framkvæmdir er áhugi félagsmanna hneigist að og í 3.gr. Félagið leitast við að ná tilgangi sínum með því að halda málfundi. Gefa út blað. Fá hæfan mann í að koma á stofn og stjórna söngflokk. Koma á stofn knattspyrnuflokk, Hafa vínbindindi. Starfa að verklegum framkvæmdum.
Meðlimir 1922 - 1923. Eirikur Einarsson og Guðjón Jónsson, Tunguhálsi. Ólafur, Sveinn og Eyþór Tómassynir, Bústöðum. Guðmundur Eiriksson, Villinganesi, Skapti Magnusson, Teigakoti. Erlendur Einarsson, Goðdölum. Snjólaug Stefánsdóttir, Árnastöðum. Guðlaug Egilsdóttir, Hvannakoti. Guðmundur Ólafsson, Litliu- Hlíð. Sveinn Guðmundssson, Bjarnastaðahlíð.
Ekki er vitað um framhald Ungmennafélagsins Bjarma, annað en samruna við U.M.S.S

Vinagjöf - sjóður, Lýtingsstaðarhreppi

  • S03677
  • Family
  • 1903 - 1942

Eins og segir í bók: Við undirrituð ekta hjón, Jóhann P.Pétursson hreppstjóri og damibrogsmaður, og Elín Guðmundsdóttir á Brúnatöðum og við hjónin Björn Þorkelsson og Guðlaug Gunnlaugsdóttir á Sveinstöðum, gjörum hér með kunnugt að við hvor um sig gefur 1000-eitt þúsund krónur til stofnunnar sjóðs ern verja skal til uppeldis munaðarlausum börnum í Lýtingsstaðarhreppi og gilda um sjóð þennan reglur. Í lögunum segir meðal annars í 2.gr. Höfuðstóll sjóðsins skal leggjast í Sparísjóðinn á Sauða´rkróki og skal hann standa það á vöxtum um aldur og æfi, sem föst innistæða en aldrei má skerða en vöxtum sjóðsins skal árlega varið til uppfósturs börnum er misst hafa foreldra sina og sveit eiga í Lýtingsstaðarhreppi. Undirritað er og þinglýst á manntalsþingi að Lýtinssstöðum 27.maí. 1903. Eggert Briem.
Ekki kemur fram í gögnum þessum um framtíð sjóðsins.

Búnaðarfélag Hofshrepps

  • IS-HSk
  • Association
  • 1913 -

Búnaðarfélag Hofshrepps var stofnað á fyrsta aðalfundi félagsins þann 8. febrúar 1913 í þinghúsi hreppsins á Hofsósi. Aðalverkefni fundsins var að semja og samþykkja lög fyrir félagið og voru þau samþykkt samhljóða. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst að efla hverskonar búnaðarframfarir í hreppnum, en lagt var sérstakaka áherslu á að auka jarðrækt og að koma áburðahirðingu í sem best horf. Tólf manns sátu fundinn, fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Jón Konráðsson fyrrum hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd.

Sigurjón Jónsson (1867-1944)

  • S01247
  • Person
  • 23. júlí 1867 - 26. júní 1944

Foreldrar: Jón Jónsson b. og hreppstjóri á Hóli og k.h. Sigríður Magnúsdóttir. Sigurjón ólst upp hjá foreldrum sínum. Var við smíðanám hjá Þorsteini Sigurðssyni smið en kvæntist um það bil og hætti þá smíðanámi. Sigurjón var ýmist við búskap eða í húsmennsku. Bóndi á Þröm 1892-1893, Bessastöðum 1902-1911 og Varmalandi 1923-1928. Kvæntist Björgu Runólfsdóttur frá Meðalheimi í Ásum, þau eignuðust tvo syni.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03703
  • Association
  • 1888-1984

Búnaðarfélag Lýtingsst.hrepps var stofnað sjötta dag júlímánaðar, árið 1888 á almennum hreppsfundi að Lýtingsstöðum. Þá var jafnframt haldinn stofnfundur Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps. Á dagskrá fundarins var frumvarp til laga fyrir búnaðarfélagið lagt fram og eftir nokkrar umræður voru samþykkt gildandi lög fyrir félagið. Fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Ólafur Briem þá bóndi á Álfgeirsvöllum. Kosnir voru tveir skoðunarmenn fyrir hverja sókn og einn til vara. Fyrir Reykjasókn, Björn Þorláksson, Kolgröf og Eyjólfur Jóhannesson, Vindheimum. Til vara var Pálmi Pétursson, Skíðastöðum. Fyrir Mælifellssókn Jóhann Pétursson, Skíðastöðum og Sigurður Sigurðsson, Brekkukoti. Til vara Sr. Jón Magnússon, Mælifelli. Fyrir Goðdalasókn; Indriði Árnason, Írafelli og Jón Guðmundsson, Villinganesi. Til vara Ólafur Ólafsson Litluhlíð.
Stofnfélagar voru allir þeir einstaklingar sem taldir eru upp hér að ofan, alls tíu.

Tilgangur félagsins var að bindast samtökum til jarðbóta, einkum að slétta tún, hlaða vörslugarða, grafa vatnssveituskurði og hlaða stíflugarða. Í lögum félagsins kemur fram að ef einhver félagsmaður vann ekkert að jarðarbótum þrjú ár í röð var hann rækur úr félaginu og átt ekki afturkvæmt í það nema aðalfundur samþykkti það (þá voru eigi taldar þær jarðabætur sem áskildar voru í byggingarbréfum jarða).
Hlutverk formanns búnaðarfélagsins var að útvega félagsmönnum nauðsynleg jarðbótaverkfæri sem þeir höfðu óskað eftir fyrir árslok hvert ár. Jarðbótaverkferi þau sem keypt voru á kostnað félagsins voru ætluð til sameiginlegra afnota fyrir félagsmenn.

Búnaðarfélag Rípurhrepps

  • S03700
  • Félag/samtök
  • 1912 - 1984

Tilgangur félagsins er að efla áhuga og framkvæmdir í jarðarækt og búnaði. Fram kemur í gögnum að Lög Búnaðarfélags Rípurhrepps samþykkt á aðalfundi er haldin var í Ási 16. mars 1912. Og þennan dag var aðalfundur haldin en það kemur ekki hreint fram hvort hér hafi verið um stofnfund að ræða en gengið er út frá því og kosin er stjórn og hlutu kosningu Ólafur Sigurðsson , formaður. Magnús Gunnarsson og Gísli Jakobsson, meðstjórnendur og endurskoðandi Guðmundur Ólafsson.
Framhald félagins eru í þessum gögnum til 1984 en í Reikningabók D er aftast í bók þetta skráð, Árið 1984, þessari bók er lokað og önnur tekin í notkun 1985. Jón Björnsson , Hellulendi.
Ekki er vitað um framhald félagsins eftir það.

Skógræktarfélag Staðarhrepps

  • S03692
  • Félag/samtök
  • 1950 - 1955

Stofnfundur Skógræktarfélas Staðarhrepps var haldin 17.nóvember 1050 en boðað var til fundarins af stjórn Ungmennafélags Æskunnar. Fundinn setti Sigurður Ellertsson. En kosnir í stjórn voru Sigurður Jónsson, Reynistað. Steinbjörn Jónsson, Hafsteinsstöðum. Sigurður Ellertsson, Holtsmúla og til var Halldór Hafstað, Vík.
Eins og segir í lögum félagsins er tilgangurinn að stuðla að útbreiðslu og eflingu Skógræktarinnar í Staðarhreppi og þá fyrst og fremst að vinna að því að koma upp tjágróðri við bæi og vísi að nytjaskógi á hverri jörð í Staðarhreppi. Ekki er vitað um framvindu félagsins.

Kvenfélagið Ósk í Óslandshlíð

  • S03697
  • Félag/samtök
  • 1941 - 1944

Fimmtudaginn 2. janúar 1941, vqr fundur haldinn að Hlíðarhúsi í þeim ákveðna tilgangi að stofna kvenfélag. 11 konur voru á stofnfundi en formaður kosin Sigurbjörg Halldórsdóttir. Nanna Ingjaldsdóttir gjaldkeri. Guðrún Jónsdóttir ritari. Umræða snerist um að taka spunavél á leigu hjá Sigurmon Hartmannssyni, Kölkuós. Ekki kemur fram eftir ártal þetta hver framvinda félagsins verður.

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

  • S03693
  • Félag/samtök
  • 1945 - 2001

Samkvæmt fundagjörðabók er félagið búið að vera starfandi í einhvern tíma fyrir þessa fundagjörðabók en ekki kemur fram stofnár né framvinda eftir 2001.

Rannveig Hansdóttir Líndal (1883-1955)

  • S00771
  • Person
  • 29. janúar 1883 - 15. júlí 1955

Matreiðslukennari og forstöðukona, síðast við Tóvinnuskólann á Svalbarði, S-þing. Ógift og barnlaus.

Jórunn Hannesdóttir (1894-1978)

  • S00619
  • Person
  • 30.10.1894-09.03.1978

Dóttir Hannesar Péturssonar og Ingibjargar Jónsdóttur á Skíðastöðum. Jórunn ólst upp hjá foreldrum sínum en missti föður sinn aðeins sex ára gömul. Var hún eftir það með móður sinni og stjúpföður, Gísla Björnssyni. ,,Á unglingsárunum dvaldist hún hjá föðurbróður sínum Pálma Péturssyni kaupmanni og konu hans Helgu Guðjónsdóttur á Sauðárkróki og sótti unglingaskóla. Var hún því næst í tvo vetur í Reykjavík við tungumálanám, stundaði síðan farkennslu í Vesturhópi og dvaldist þá að Breiðabólstað hjá Herdísi Pétursdóttur föðursystur sinni og eiginmanni hennar Hálfdáni Guðjónssyni, síðar vigslubiskupi á Sauðárkróki. Fljótlega eftir að þau hjón fluttust til Sauðárkróks hóf hún að starfa að félagsmálum og var valin til forystustarfa; var formaður kvenfélagsins um nærri tveggja áratuga skeið, formaður skagfirskra kvenna um árabil og margoft fulltrúi á þingum Kvenfélagasambands Íslands, þar sem hún leiddi ýmis mál til afgreiðslu. Jórunn starfaði alllengi með Leikfélagi Sauðárkróks, þar sem hún fór oftast með aðalhlutverk. Hún var kosin heiðursfélagi Kvenfélags Sauðárkróks, árið 1958, en það ár fluttist hún til Reykjavíkur og dvaldist þar til æviloka."
Jórunn kvæntist Jóni Sigfússyni frá Mælifelli, þau eignuðust fjögur börn.

Stefán Pedersen (1936-2023)

  • S00324
  • Person
  • 07.12.1936-09.09.2023

Stefán Birgir Pedersen fæddist þann 7. desember 1936.
Hann var ljósmyndari á Sauðárkróki.
Stefán lést 9. september 2023.

Konkordía Rósmundsdóttir (1930-2014)

  • S00391
  • Person
  • 13.04.1930 - 15.04.2014

Konkordía Rósmundsdóttir fæddist 13. apríl 1930. Fædd á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Jafnan kölluð „Día“. Hún var húsfreyja á Nautabúi í Hjaltadal og Grafargerði á Höfðaströnd. Búsett á Sauðárkróki frá 1970.
Maður hennar: Róar Jónsson (1923-).

Svava Antonsdóttir (1926-2010)

  • S00403
  • Person
  • 04.01.1926 - 22.06.2010

Svava Antonsdóttir fæddist í Stóragerði í Óslandshlíð, Skagafirði 4. janúar 1926. Foreldrar hennar voru Anton Gunnlaugsson og Sigurjóna Bjarnadóttir. Hún ólst upp að mestu á Reykjum í Hjaltadal og voru fósturforeldrar hennar Ástvaldur Jóhannesson og Guðleif Soffía Halldórsdóttir. Svava giftist 1948 Hallgrími Péturssyni frá Hofi í Hjaltadal. Þau hófu búskap á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 1947 og bjuggu þar samfleytt til dánardags Hallgríms. Þau eignuðust þrjú börn, tvö þeirra komust upp.

Jón Sveinsson (1867-1956)

  • S03714
  • Person
  • 24.05.1867-04.06.1956

Jón Sveinsson var fæddur 24. maí 1867 á Hólakoti á Reykjaströnd. Foreldrar hans, Sveinn Gíslason og Kristín Jónsdóttir, bjuggu á Hólakoti frá 1863 fram á sumar 1887, er Sveinn lézt. Þau hjón eignuðust 12 börn, og dóu sum ung, en 5 fluttust vestur um haf. Eftir lát föður síns stóð Jón um skeið fyrir búinu á Hólakoti. Árið 1894 kvæntist hann Maríu Sveinsdóttur frá Hrauni á Skaga, og hófu þau árið eftir búskap á Þangskála. Þar bjuggu þau samfleytt til ársins 1923. Þau eignuðust 10 börn, og náðu öll nema eitt fullorðinsaldri (sjá Skagf. æviskrár). Eftir 1929 dvaldist Jón hjá syni sínum, séra Jóni Skagan, fyrst á Bergþórshvoli, síðan í Reykjavík. Jón aflaði sér nokkurrar menntunar á yngri árum og fékkst stundum við barnakennslu. Hann byrjaði snemma að skrá hjá sér ýmis konar fróðleik, en þó mun hann ekki hafa gefið sig verulega að skriftum, fyrr en eftir að búskap lauk.
Jón lést í Reykjavík 4. júní 1956.

Garðyrkjufélag Seyluhrepps

  • S03704
  • Association
  • 1904-

Garðyrkjufélag Seyluhrepps var stofnað 4. febrúar 1904 að Geldingaholti í Seyluhreppi. Þar var haldinn fundur til að ræða um hvort væri gjörlegt væri að vera með kartöflugarð á svonefndum Reykjarhól í sama hreppi, ætlunin var að stunda þar kartöflurækt í stórum stíl - eins og segir í fundagerðabók garðyrkjufélagsins.
Stofnfundurinn var vel sóttur og mættu til hans meiri hluti bænda í Seyluhreppi ásamt Christian Popp, sem þá var kaupmaður á Sauðárkróki og var hann auk þess aðalhvatamaður þessa félagsskapar eða fyrirtækis, stofnfundarfélagar voru 20.
Aðaltilgangur félagsins var að bindast samtökum til að hafa á leigu erfðafestulandi sem nam allt að 12 vallardagsláttum og var neðan við Reykjarhólslaug. Þar átti að koma upp afgirtum sáðreit. Félagið var hlutafélag og áttu stofnfélagar 1 hlut hvor.

Á fundinn mætti Ólafur Briem umboðsmaður sem þá gengdi starfi umráðamanns landssjóðsjarðarinnar Reykjarhóls. Á fundinum var lögð fram áætlun um kostnað til að koma upp áðurnefndum kartöflugarði en kostnaðaráætlunin hafði verið gerð af Sigurði Sigurðssyni, þá skólastjóra á Hólum. Fyrirspurn vegna kaupa á ofangreindu garðsstæði var lögð fyrir Ólaf sem hvaðst mæla með því við landsstjórnina og var það álit hans að slíkt leyfi fengist auk þess sem núverandi ábúendur Reykjarhóls gáfu kost á landinu um sinn ábúðartíma. Gjaldið fyrir landið var 1% af árlegri uppskeru. Í fyrstu stjórnarnefnd félagsins voru kosnir Christian Popp, kaupmaður, Tobías Magnússon, Geldingarholti og Jóhann Sigurðsson, Grófargili.

Christian Waldemar Carl Popp (1866-1920)

  • S00475
  • Person
  • 22.10.1866-25.01.1920

Fæddur á Akureyri en flutti ársgamall með foreldrum sínum til Danmerkur og ólst þar upp uns þau fluttust til Sauðárkróks árið 1885. Faðir hans rak verslun á Sauðárkróki og starfaði Christian við verslunina fyrst um sinn en tók svo alveg við rekstri hennar árið 1893. Aðal verslunin var á Sauðárkróki en útibú á Hofsósi og í Kolkuósi. Verslun Popp var önnur stærsta verslunin í Skagafirði á þessum tíma. ,,Popp var að mörgu leyti stórhuga í verslun sinni og fitjaði upp á ýmsum nýjungum í atvinnuháttum. Hann lét t.d. verka hafsíld, gerði tilraun með álakistu í kílnum milli Áshildarholtsvatns og Miklavatns, og hann stofnaði ásamt fleirum hlutafélög, sem kallað var Reykjarhólsgarðurinn. Var girt af allmikið land á Reykjarhóli í Seyluhreppi og hafin þar kartöflurækt við jarðhita. Var þetta allt brautryðjendastarf hvert á sínu sviði, og stóð hið síðastnefnda í nokkur ár. Útgerð hafði Popp þó nokkra. Hafði hann einnig fiskmótttöku í Drangey, Selvík og víðar, og fisktökuskipin Skagfirðingur, Stormfuglinn og Fálkinn, sem hann átti hvert á eftir öðru, stunduðu fiskveiðar jafnframt. Árið 1902 brann íbúðarhús hans. Tengdafaðir hans teiknaði þá fyrir hann nýtt hús, sem kom svo tilhöggvið frá Danmörku og var sett hér upp árið 1903. Nýja húsið, Villa Nova, sem þá þótti glæsilegasta íbúðarhús á Norðurlandi, var bæði dýrt í byggingu og sérstaklega dýrt í rekstri. Fór því að halla mjög undan fæti efnalega fyrir Popp eftir þetta. Hann varð að losa sig við útibúin og loks að selja alla verslunina 1912. Sama ár flutti hann til Danmerkur með fjölskylduna." Kona Popps var Paula Anna Lovise, þau eignuðust þrjú börn, fyrir hafði Popp eignast son sem lést eins árs gamall.

Þorbjörg Möller (1919-2008)

  • S03120
  • Person
  • 20. ágúst 1919 - 7. sept. 2008

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Eiginmaður Þorbjargar var Jón Leifs tónskáld, þau eignuðust einn son. ,,Fyrstu árin ólst Þorbjörg upp á Sauðárkróki en fluttist til afa síns og ömmu eftir andlát föður síns 1926. Þau voru Pálmi Þóroddsson prestur á Hofsósi og Anna Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja. Á unglingsárum fluttist Þorbjörg til Reykjavíkur og stundaði nám í Verslunarskólanum. Síðar vann hún við skrifstofustörf hjá Slippfélaginu. Þorbjörg fluttist til Kaupmannahafnar þar sem hún hélt heimili fyrir Jakob Möller frænda sinn, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, ásamt því að stunda skrifstofustörf í sendiráðinu um árabil. Eftir að hún fluttist til Íslands 1951 vann hún á skrifstofu Þjóðleikhússins þar til hún giftist Jóni Leifs. Þorbjörg og Jón hófu búskap að Freyjugötu 3 árið 1956. Á heimili þeirra var skrifstofa Stefs til húsa þar til 1969 er skrifstofan var flutt að Laufásvegi 40. Þorbjörg starfaði þar sem úthlutunarstjóri til ársins 1984. Einnig sat hún í stjórn Stefs um áratugaskeið."

Hjálmar Pálsson (1904-1983)

  • S03193
  • Person
  • 03.03.1904-15.04.1983

Hjálmar Pálsson, fæddur 03.03.1904 (05.03. skv. kirkjubók) á Stafni í Deildardal, d. 15.04.1983 í Hafnarfirði. Foreldrar: Páll Ágúst Þorgilsson bóndi í Stafni og síðar á Brúarlandi í Deildardal og kona hans Guðfinna Ásta Pálsdóttir. Hjálmar fluttist með foreldrum sínum frá Stafni að Brúarlandi aðeins eins ár að aldri og ólst þar upp í hópi margra systkina. Faðir hans dó 1925, aðeins 52 ára gamall. Eftir það bjó Hjálmar með móoður sinni og Þorgils bróður sínum á Brúarlandi 1925-1928. Þá fluttist hann að Kambi og kvæntist árið etir Steinunni frændkonu sinni. Mun hann hafa haft ítök í Brúarlandi næstu tvö árin og er þar opinberlega talinn bóndi, en 1930 tekur hann alfarið við búi á Kambi er Hjálmar tengdafaðir hans bregðu búi. Hjálmar var svo búsettur að Kambi til ársins 1982, er hann fór til Hafnarfjarðar til barna sinni. Var hann þá orðinn heilsulaus og lést vorið eftir. Steinunn kona hans lést árið 1942 frá sjö ungum börnum en Hjálmar hélt áfram búskap og ól upp börnin og tóku yngstu dæturnar að sér húsmóðurhlutverkið barnungar. Tvö barnanna voru tekin í fóstur í nærliggjandi bæjum. Í rúm 20 ár bjó Hjálmar félagsbúi ásamt Páli syni sínum og Erlu konu hans en þau flutti til Sauðárkróks 1976 og síðustu 3-4 árin var Hjálmar einn á Kambi. Var hann þá með annan fótinn á Háleggsstöðum hjá Þórönnu dóttur sinni.
Maki: Steinunn Hjálmarsdóttir (11.06.1905-15.07.1942). Þau eignuðust tíu börn. Tvö dóu úr kíghósta á fyrsta ári og eitt lést samdægurs.

Búnaðarfélag Lýtingsstaðahrepps

  • S03703
  • Association
  • 1888-1984

Búnaðarfélag Lýtingsst.hrepps var stofnað sjötta dag júlímánaðar, árið 1888 á almennum hreppsfundi að Lýtingsstöðum. Þá var jafnframt haldinn stofnfundur Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepps. Á dagskrá fundarins var frumvarp til laga fyrir búnaðarfélagið lagt fram og eftir nokkrar umræður voru samþykkt gildandi lög fyrir félagið. Fyrsti formaður búnaðarfélagsins var kosinn Ólafur Briem þá bóndi á Álfgeirsvöllum. Kosnir voru tveir skoðunarmenn fyrir hverja sókn. Fyrir Reykjasókn, Björn Þorláksson, Kolgröf og Eyjólfur Jóhannesson, Vindheimum. Til vara var Pálmi Pétursson Skíðastöðum. Fyrir Mælifellssókn Jóhann Pétursson, Skíðastöðum og Sigurður Sigurðsson, Brekkukoti. Til vara Sr. Jón Magnússon Mælifelli. Fyrir Goðdalasókn; Indriði Árnason Írafelli og Jón Guðmundsson Villinganesi. Til vara Ólafur Ólafsson Litluhlíð.
Stofnfélagar voru allir þeir einstaklingar sem taldir eru upp hér að ofan, alls tíu.

Tilgangur félagsins var að bindast samtökum til jarðbóta, einkum að slétta tún, hlaða vörslugarða, grafa vatnssveituskurði og hlaða stíflugarða. Í lögum félagsins kemur fram að ef einhver félagsmaður vann ekkert að jarðarbótum þrjú ár í röð var hann rækur úr félaginu og átt ekki afturkvæmt í það nema aðalfundur samþykkti það (þá voru eigi taldar þær jarðabætur sem áskildar voru í byggingarbréfum jarða).
Hlutverk formanns búnaðarfélagsins var að útvega félagsmönnum nauðsynleg jarðbótaverkfæri sem þeir höfðu óskað eftir fyrir árslok hvert ár. Jarðbótaverkferi þau sem keypt voru á kostnað félagsins voru ætluð til sameiginlegra afnota fyrir félagsmenn.

Sigmundur Pálsson (1823-1905)

  • S02301
  • Person
  • 20. ágúst 1823 - 17. nóv. 1905

Sigmundur fæddist 20. ágúst 1823 að Ljótsstöðum á Höfðaströnd, Skagafirði. Faðir: Páll Jónsson, bóndi og hreppstjóri að Viðvík (1791-1836). Móðir: Sigríður Jónsdóttir (1800-1862) frá Ljótsstöðum. Sigríður giftist aldrei. ,,Sigmundur ólst upp á Hólum í Hjaltadal hjá Gísla Jónssyni, fyrrv. konrektor Hólaskóla, síðar prests að Stærra-Árskógi. Lærði undir skóla hjá sr. Gísla, en fór til náms í Bessastaðaskóla 1844 og stundaði síðar framhaldsnám í Reykjavík. Kom frá Reykjavík 1850. Gerðist verslunarmaður í Hofsósi og rak búskap á Ljótsstöðum 1851-58 og aftur á s. st. 1862-93. Var hreppstjóri Hofshrepps 1859-62. Sýslunefndarmaður fyrir Hofshrepp 1875-1877. Oddviti hreppsn. Hofshrepps 1874-80. Þá mun Sigmundur hafa verið við verslunarstörf í Grafarósi. Fyrir og um síðustu aldamót voru þrjár verslanir á Sauðárkróki: Gránufélagsverslun, Poppsverslun og V. Claessenverslun. Höfðu verslanir þessar nokkurs konar selstöðuverslun á Kolkuósi í ullarkauptíðum, tvo til þrjá mánuði ár hvert. Var Sigmundur fyrir slíkri Poppsverslun á Kolkuósi nokkur ár." Sigmundur kvæntist Margréti Þorláksdóttur (1824-1893) frá Vöglum á Þelamörk í Eyjafirði. Saman áttu þau sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

Sigurður Jónsson (1882-1965)

  • S02222
  • Person
  • 4. nóv. 1882 - 7. apríl 1965

Sigurður var sonur Jóns Sigurðssonar oddvita og bónda á Skúfsstöðum og konu hans Guðrúnar Önnu Ásgrímsdóttur. Fór til náms á Búnaðarskólann á Hólum og var þar 1904 sem óreglulegur nemandi og lauk þar ekki prófi en kvæntist þá um haustið Önnu Margréti Sigurðardóttur frá Bakka í Viðvíkursveit. Þau hófu búskap á móti foreldrum Sigurðar árið 1906 á hluta Skúfstaða. Keyptu síðan jörðina árið 1915 og bjuggu þar til æviloka. Leigðu ábúendum jarðarhluta 1916-1924, en bjuggu eftir það ein á allri jörðinni. Sigurður tók þátt í ýmsum félagsstörfum í sveit sinni. Sigurður og Anna eignuðust fimm börn.

Lestrarfélag Mælifellsprestakalls ( Neisti )

  • S03735
  • Association
  • 1878 - 1978

Í febrúarmánuði 1878 senda þeir Jón Jónsson á Mælifelli og Árni Eiríkssn á Sölvanesi skriflegt ávarp til nokkurra ungra manna í Lýtingstaðahrepp, þess efnis að fá þá að ganga í lestrarfélag og fékk það 13 áskrifendur. Sömdu þeir síðan frumvarp til laga fyrir félagið. Kvöddu síðan til fundar að Mælifellsá hinn 3. dag maímánaðar og mættu á honum aðeins 9. Til fundastjóra var kosin Árni Eiríksson á Sölvanesi og til skrifara Jón Jónsson Mælifelli, lagafrumvarp var rætt ítarlega og samþykkt í einu hljóði. Það er 31 desember 1878 sem haldin er aukafundur í Lestrarfélaginu "Neista" mættu á fundinn 15 manns.
Skráð fundagerð frá 1978, Item 3, þar segir meðal annars aftast í bók : Lögð hefur verið fram tillaga stjórnar um að afhenda hreppnum bókasafn félagsins. Safnið er nú nær eingöngu fjármagnað af hreppsfé fyrir liggur að ráða bót á húsakynnum safnsins og því þykir stjórn eðlilegt að safnið verði í eign og umsjón Sveitafélagsins. Ef áður nefnd tillaga nær fram að ganga er æskilegt að fundargestir móti sér skoðun á framtíðarhlutverki félagsins, hbort því ljúki með þessu eða hvort finna megi ný verkefni. Uppkast 15.10. 1978. Ekki er vitað meira um framvindu félagsins í þessum gögnum.

Árni Eiríksson (1857-1929)

  • S01071
  • Person
  • 3. september 1857 - 23. desember 1929

Foreldrar: Eiríkur Eiríksson og Hólmfríður Guðmundsdóttir á Skatastöðum. Árni ólst upp í Sölvanesi hjá móðurbróður sínum Sveini Guðmundssyni og k.h. Guðrúnu Jónsdóttur. Árni var bóndi í Hamarsgerði 1883-1885 og á Starrastöðum 1885-1887, bjó á Akureyri 1887-1888, bóndi á Nautabúi 1889-1897 og á Reykjum í Tungusveit 1897-1907. Fluttist eftir það til Akureyrar þar sem hann starfaði sem gjaldkeri í Íslandsbanka til æviloka. Á sínum yngri árum var Árni einn fremsti glímumaður sinnar sveitar. Árni lærði ungur að leika á orgel og var forsöngvari í Mælifells- og Reykjakirkjum meðan hann bjó á því svæði. Jafnframt var Árni hreppsnefndaroddviti í Lýtingsstaðahreppi í hálfan annan áratug og deildarstjóri KS í þeirri sveit. Árni kvæntist Steinunni Jónsdóttur frá Mælifelli, þau eignuðust fjögur börn en ólu einnig upp nokkur fósturbörn.

Helgi Jónsson (1877-1954)

  • S02787
  • Person
  • 31. jan. 1877 - 28. apríl 1954

Helgi Jónsson, f. 31.01.1877 á Þröm í Blöndudal. Foreldrar: Jón Davíðsson og Steinunn Jónsdóttir. Helgi ólst upp hjá foreldrum sínum á Þröm. Maki: Þóra Kristjánsdóttir frá Hafgrímsstöðum í Lýtingsstaðahreppi. Þau bjuggu fyrstu tvö árin á Þröm en síðan á Hafgrímsstöðum. Þar lést Þóra 1903, viku eftir fæðingu níunda barns þeirra. Síðar bjó Helgi þrjú ár í Stapa en frá fardögum 1923 í Merkigarði og hafði látið af búskap tveimur árum áður en hann dó. Ráðskona hans í Merkigarði var Ingigerður Halldórsdóttir. Helgi var lengi formaður Lestrarfélags Mælifellssóknar. Hann átti lengi sæti í sveitarstjórn.

Guðmundur Helgason (1943-2013)

  • S02212
  • Person
  • 30. júní 1943 - 9. apríl 2013

Guðmundur Helgason bóndi Árnesi, Skagafirði, fæddist í Víkurkoti Akrahreppi 30. júní 1943. Foreldrar Guðmundar voru Helgi Ingimar Valdimarsson b. í Árnesi og k.h. Snjólaug Guðmundsdóttir. Guðmundur kvæntist Dagnija Medne, f. 3.9. 1963, frá Lettlandi, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Dagnija son.

Jóhann Eiríksson (1892-1970)

  • S03469
  • Person
  • 19.01.1892-08.05.1970

Jóhann Eiríksson, f. á Sólheimum í Blönduhlíð 19.01.1892, d. 08.05.1970 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Eiríkur Gíslason, síðast húsmaður á Tyrfingsstöðum og barnsmóðir hans, Ólöf Jónsdóttir, þá ógift vinnukona á Sólheimum.
Jóhann ólst upp með móður sinni, fyrstu tvö árin í Sólheimum og síðar aftur þar 1897-1902. Annars voru þau á ýmsum bæjum í Blönduhlíð og fylgdust að til ársins 1911, að Ólöf fór í aðra vist.Þegar bærinn á Víðivöllum brann 1908 voru þau þar og komst Jóhann naumlega úr brunanum. Jóhann var áfram á Víðivöllum til 1915 en eftir það fylgfust þau að á Miðsitju, Úlfsstöðum og Kúskerpi. Árið 1919 fóru þau í húsmennsku að Flatatungu á Kjálka. Átti Jóhann þá orðið eitthvað af skepnum og voru þú búandi í nokkur ár. Árið 1924 tók Jóhann jörðina Tyrfingsstaði til ábúðar og var móðir hans áfram ráðskona hans, þar til Freyja Ólafsdóttir réðst þangað og giftist síðan Jóhanni árið 1940.
Maki: Freyja Ólafsdótir(1899-1982). Þau eignuðust eina dóttur.

Leikfélag Hofsóss

  • S03737
  • Association
  • 1949 - 1952

Á Sumardaginn fyrsta 20.apríl. 1950 kom margt af áhugafólki um leiklist og félagsstarfsemi saman á Hofsósi að tilstuðlan nokkurra manna á Hofsósi. Þorsteinn Hjálmarsson símstjóri, einn aðalhvatamaður fundarins bað Jóhann Eiríksson að stýra fundinum og Björn í Bæ að skrifa niður gjörðir fundarins. Þorsteinn Hjálmarsson var frummælandi um stofnun leikfélags í Hofsósi og nágrenni. Tók hann fram a leiklistastarfsemi væri góð undirstaða fyrir vaxandi menningu og taldi hann að Sumardagurinn fyrsti á þessu ári væri mjög sérstakur þar sem Þjóðleikhús Íslands væri vígt þennan dag og því tilvalið til stofnunar leikfélagsins. ( Segir í fundagerðabók 1.).

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

  • S00318
  • Félag/samtök
  • 1943 -

Samband Skagfiskra Kvenna S.S.K. var stofnað 9.aprí 1943 á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í því skyni að stofna samband fyrir kvenfélög í Skagafjarðarsýslu. Rannveig Hansdóttir Líndal hafði framgöngu fyrir stofnun sambandsins og boðaði til fundarins eftir að hún hafði kynnt sér að konur víðsvegar í héraðinu höfðu mikinn áhuga fyrir að þetta næði fyrir fram að ganga. Rannveig hafði einnig séð svo um að nokkur félaganna sendu fulltrúa á fund þennan eða sendu skriflegar beiðnir um upptöku í sambandið ef það yrði stofnað og voru sex kvenfélög sem komu að stofnun sambandsins.
Tilgangur sambandsins var meðal annars að efla samvinnu, samúð og félagsanda meðal kvenna á félagssvæðinu. Tilgangi sínum vildi sambandið ná með því að halda fundi þar sem fulltrúar hinna eintöku félaga á félagssvæðinu séu mættir einu sinni til tvisvar á ári og einnig með því að styðja við stofnun kvenfélaga í þeim sveitum þar sem enginn kvenfélög eru og með því að vinna að áhugamálum kvenna.
Á stofnfundinum talaði Rannveig um tilgang hins væntanlega sambands, hún lagði áherslu á að félögin öll myndu hafa bæði hagsmuni og ánægju af þessum samtökum ef þau myndu takast og sagðist vita að konur sem voru búnar að fá reynslu í þessum efnum voru þessu mjög fylgjandi. Til að létta undir byrjunarörðugleika sambandsins ákvað hún að gefa því sparisjóðsbók með innistæðu, alls kr.100.- sem fyrstu eign S.S.K. Rannveig gerði uppkast að lögum S.S.K., voru þau samþykkt einróma á fundinum og eru þau fyrstu lög félagsins. Fyrsta stjórn S.S.K var kosin Rannveig Líndal formaður, Stefanía Arnórsdóttir gjaldkeri og Jórunn Hannesdóttir ritari.
Fyrsti aðalfundur Sambands Skagfirskra Kvenna var haldinn í Bifröst 14. júní 1943, það sama ár gerðist Samband Skagfirskra Kvenna aðili að Sambandi Norðlenskra Kvenna. Konur innan S.S.K. létu sig varða allt mannlegt og mörg þörf mál vor rædd, sem dæmi íslenski búningurinn, línrækt á Íslandi, raforkumál, garðrækt, matreiðsla, orlof, sjúkramál, bindindismál, mál aldraðra og uppeldismál svo einhver dæmi séu nefnd.

Gísli Magnússon (1893-1981)

  • S00138
  • Person
  • 25.03.1893-17.07.1981

Gísli Magnússon fæddist á Frostastöðum í Blönduhlíð, Skagafirði þann 25. mars 1893. Foreldrar Magnús Gíslason, bóndi og hreppstjóri á Frostastöðum og Kristin Guðmundsdóttir. Hann lauk Gagnfræðaprófi frá Mentaskólanum í Reykjavík 1910. Búfræðiprófi frá Hólaskóla 1911. Búnaðarnámi í Noregi og Skotlandi 1912 - 1914 ( aðllega sauðfjárrækt. Vann á búi foreldra á Frostastöðum til vors 1923, hóf þá búrekstur að Eyhildarholti í Hegranesi.
Hann var bóndi á Frostastöðum í Blönduhlíð og í Eyhildarholti í Hegranesi, Skagafirði. Hann var í pólítík, Varafulltrúi á Búnaðarþingi, kjörin aðalfulltrúi 1962. Formaður Framsóknafelags Skagfirðinga frá stofnun 1928 og í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1937. Starfaði m.a. í hreppsnefnd Rípurhrepps og var oddviti hreppsnefndarinnar 1935 - 1958. Þá var hann í Sýslunefnd Skagafjarðar frá 1942 og í yfir- skattanefnd Skagafjarðarsýslu og Sauðárkrókskaupstað frá 1934. Hann var ritstjóri Glóðafeykis, félagsrits Kaupfélags Skagfirðinga. Hann var í stjórn K.S. 1919 - 1922 og aftur 1939 og síðan varaformaður þar frá 1946 og síðar formaður. Gísli kenndi um skeið og var organisti í Flugumýrarkirkju og síðar í Rípurkirkirkju.
Kona hans var Stefanía Guðrún Sveinsdóttir (1895-1977)
Gísli lést á Sauðárkróki 17. júlí 1981.

Rögnvaldur Elfar Finnbogason (1925-2010)

  • S01377
  • Person
  • 13.05.1925-01.02.2010

Rögnvaldur Elfar Finnbogason fæddist á Eskifirði, sonur Finnboga Þorleifssonar, útgerðarmanns og skipstj. á Eskifirði og Dórótheu Kristjánsdóttur. ,,Rögnvaldur ólst upp á Eskifirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 og stundaði nám við Háskóla Íslands veturinn 1945-46. Hann vann við skrifstofustörf á Siglufirði árin 1947-1948 eða uns þau hjónin fluttust til Sauðárkróks, þar sem hann var gjaldkeri bæjarsjóðs á árunum 1948-1958. Hann gegndi starfi bæjarstjóra á Sauðárkróki árin 1958-1966. Rögnvaldur var skrifstofustjóri síldarútvegsnefndar fyrir Austurland á árunum 1966-1970 og bjó fjölskyldan þá á Seyðisfirði. Árið 1971 lá leiðin til Reykjavíkur og hóf Rögnvaldur þá störf á skattstofunni. Þar starfaði hann til 1976. Hann gegndi starfi bæjarritara í Garðabæ frá 1976-1983 og var forstjóri Sjúkrasamlags Garðabæjar á árunum 1983-1990. Rögnvaldur starfaði lengi fyrir Brunabótafélagið, síðar VÍS, og gegndi fjölda opinberra trúnaðarstarfa bæði á Sauðárkróki og víðar." Rögnvaldur kvæntist árið 1947 Huldu Ingvarsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Skagfirðingur H/F

  • S03742
  • Association
  • 1959 - 1963

Ár 1959, laugardag 1. ágúst komu fulltrúar kjörnir af Sauðárkróksbæ, Fiskiðju Sauðárkróks h/f og Fiskveri Sauðárkróks h/f á stofnfund hlutafélags þessarra aðila um útgerð, til fundar i bæjarsalnum á Sauðárkróki. Þessir voru mættir á fundinn, fyrir hönd Sauðárkróksbæjar Rögnvaldur Finnbogason bæjarstjóri og varamaður hans Guðjón Sigurðsson forseti bæjarstjórnar. Fyrri hönd Fiskiðju Sauðárkróks h/f Marteinn Friðriksson framkvæmdarstjóri og fyrir hönd Fiskiveri Sauðárkróks h/f, þeir Árni J. Þórðarson framkvæmdarstjóri, og Guðjón Ingimundarson. Páll J. Þórðason tók að sér framkvæmdarstjórn Skagfirðings h/f. Hlutafé félagsins er kr: 400.000.00.
Hinn 26. apríl 1965 hélt Fiskiver Sauðárkróks uppboð á lausafjármunum. Á þessu uppboði keypti Hróðmar Hjörleifsson, Kimbastöðum skifborð fyrir 2012 krónur. Skrifborðið var læst en lykill fyrirfannst enginn. Vitað var að þessi fundargerðarbók var innilokuð í borðinu. Seljendur sögðu Hróðmari að hann yrði að skila því sem læst væri inn í borðskúffunni, en Hróðmar svarðai því til að þeir yrðu að sækja það til sín en það hafa þeir ekki gert. Og nú 30. janúar 1974 vill Hróðmar afhenda þessa bók til Skjalasafns Skagafjarðarsýslu og tek ég nú við þessari bók fyrir hönd safnsins. Kimbastöðum 30. jan. 1974. Björn Egilsson.

Búnaðarfélag Hólahrepps

  • S 07340
  • Association
  • 1892 - 1944

Á fundi að Hólum 2. maí. 1892 gengu 10 bændur í búnaðarfélag. Voru lesin upp lög félagsmanna og samþykkt. Í félagið gengu þessir: Magnús Ásgrímsson Sleitustöðum, Pétur Gestsson Smiðsgerði, Gísli Sigurðsson Neðra - Ási, Stefán Ásgrímsson Efra - Ási, Gunnlaugur Jónsson Víðirnesi, Gísli Þorfinnsson Hofi, Jóhannes Þorfinnsson Reykjum, fjárhirðir, Árni Ásgrímsson Kálfsstöðum, ritari, Páll Pétursson Kjarvalsstöðum, Guðjón Jóhannesson Nautabúi, formaður. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt og garðrækt. Eins og segir í fundagerðabók, 1892.

Lestrarfélag Reykjastrandar

  • S03746
  • Association
  • 1.12.1929 - 1.2.1948

Lestrarfélag Reykjastrandar var stofnað 1. desember 1929 að Hólakoti, stofnfélagar voru 27. Í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir Pétur Jónasson Reykjum, Magnús Hálfdánarsson Hólkoti og Maron Sigurðsson Hólakoti. Þann 23. nóvember 1930 var haldinn fyrsti fundurinn að Daðastöðum. Á fyrsta aðalfundi hins nýstofnaðs félags segir að "Þar sem að þetta var fyrsti aðalfundur félagsins voru lög þess innfærð sem gildandi lög fyrir félagsmenn þess, með einhljóða samþykktum félagsmanna".
Í sömu fundargerð segir ennfremur að einn maður var kosinn í stjórn félagsins og hlaut Jón Þorkelsson Ingveldarstöðum kosningu. Fundarmenn ákváðu einnig eftir alllangar umræður að kjósa skemmtinefnd sem var ætlað að efla hag félagsins, þau sem voru kosin í þessa nefnd voru;
Jóhanna Sigurðardóttir Hólakoti,
Sigurbjörg Hálfdánardóttir Hólakoti,
Pétur Jónasson Reykjum,
Jón Þorkelsson Ingveldarstöðum og Skafti Sigurfinnsson frá Meyjarlandi.
Einnig var Árni Þorvaldsson Hólakoti kosinn bókavörður.

Sveinn Guðmundsson (1922-2013)

  • S01142
  • Person
  • 03.08.1922-29.05.2013

Sveinn Guðmundsson fæddist á Sauðárkróki 3. ágúst 1922. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson frá Hóli í Sæmundarhlíð, og Dýrleif Árnadóttir frá Utanverðunesi. ,,Eftir fullnaðarpróf úr barnaskóla hóf Sveinn störf til sjós og lands. Árið 1944 réðst hann til starfa hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og starfaði þar í 53 ár, þar af 45 ár í fullu starfi. Kjötmatsmaður við sláturhús KS í 48 ár. Sveinn stundaði hrossarækt stóran hluta ævinnar og varð hún vel kunn þeim sem íslenska hestinum unna. Fyrir hrossaræktina hlotnuðust honum margvíslegar viðurkenningar. Hann var sæmdur gullmerki Landssambands hestamanna árið 1986 og árið 1994 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Sveinn var gerður að heiðursborgara Sauðárkróks árið 1996. Árið 2010 hlaut hann heiðursverðlaun Landssambands hestamanna. Á yngri árum stundaði Sveinn knattspyrnu og aðrar íþróttir."

Maki 1: Guðbjörg Þorvaldsdóttir, þau eignuðust eina dóttur.
Maki 2: Birgitta Meyer, þau eignuðust einn son.
Maki 3: Ragnhildur Óskarsdóttir, þau eignuðust tvo syni.

Búnaðarfélag Skarðshrepps

  • S03744
  • Association
  • 1886-1974

Búnaðarfélag Sauðárshrepps var stofnað 27. apríl árið 1886 í þinghúsi Sauðárhrepps. Fyrsti formaður félagsins var Þorleifur Jónsson á Reykjum og varaformaður Jón Guðmundsson í Brennigerði. Lögin voru á þá leið að þau heimiluðu öllum þeim búendum konum jafnt sem körlum að ganga í félagið. Tilgangur félagsins var að efla framfarir í búnaði, einkum jarðarbótum, auka og bæta heyfang sem og að tileinka sér rétta meðferð á áburði. Efla garðrækt, kynbætur á bústofni og húsbyggingar fyrir bæði menn og skepnur. Markmiðið var einni að læra rétta meðferð á hirðingu á hvers bústofns fyrir sig eftir eðli þess og ásigkomulagi.
Hver félagsmaður skal er skyldugur til að láta vinna að jarðarbótum á jörð sinni.
Styrkir þeir sem félagið vonast til að fá til eflingar í búnaði skal að nokkru leyti varið til kaupa á verkfærum sem er nýtt til jarðarbóta.
Árið 1933 eða 1934 var lögum félagsins breytt umtalsvert frá eldir sem voru dagsett 1910.
Þar með breyttist orðalag og hver tilgangur félgasins var.
Að fá þá sem á félagssvæðinu búa að vinna að umbótum á öllum sviðum landbúnaðarins og vernda réttindi þeirra sem að því vinna. Félagið telur skylt að vinna að trjáræktartilraunum innan sveitarfélagsins.
Tilgang sínum vill félagið ná með því að vekja áhuga, styðja við og viðurkenna framkvæmdir á bújörðum.
a) Að rækta jörðina með þeim aðferðum, tækjum og vinnubrögðum sem svara kröfum nútímans.
b) Að efla búfjárrækina með samtökum og kynbótum, búfjársýningum, tryggilegum ásetningi og góðri hirðingu búfjársins.
c) Að vanda landbúnaðarafurðir og auka þekkingu á ........ hagnýtingu og vinna að því að auka gengi þeirra á markaðinum.
d) Að efla búfjárrækt og auka áhuga fyrir henni meðal félagsmanna og einkum miða að því að fegra og prýða heimilin og sveitina.
e) Að auka búnaðarþekkingu og menningu félagsmanna með öflum góðra bóka og fyrirlestri valinna manna.
f) Að ráða hæfa menn í þjónustu sína.
g) Að vera í búnaðarfélagi Íslands og sambandi við þau og eftir föngum við aðrar stofnanir sem eru að vinna að sama markmiði.

Eftirtaldir samþykktu lögin og voru stofnfélagar búnaðarfélagsins.
Jón Guðmundsson, Brennigerði. Kristján Hansen, Sauðá. Sveinn Sölvason, Skarði. Stefán Stefánsson, Veðramóti. Björn Jónsson, Heiði. Ólafur Andrésson, Meyjarlandi. Björn Þorbergsson, Fagnanesi. Benedikt Sölvason, Ingveldarstöðum. Jóhannes Ólafsson sýslumaður, Gili. Þorleifur Jónasson formaður, Reykum.

Slysavarnardeildin Hjálp (1944- Hólahreppi

  • S03750
  • Association
  • 1944-

Slysavarnadeildin Hjálp var formlega stofnuð 13.10.1944 í þeim tilgangi til að styðja Slysavarnarfélag Íslands í viðleitni þess til að koma í veg fyrir drukknanir og önnur slys, bæði með fjárframlögum og með því að stofna sérstaka slysavarnadeild í Hólahreppi. Fyrir stofnfundinn var safnað undirskriftir 50 einstaklinga sem skuldbundu sig til að ganga í félagið ef það yrði stofnað jafnvel það mætti ekki á sjálfan stofnfundinn. í forsvari fyrir stofnun félagsins var Anna Sigurjónsdóttir á Nautabúi og skýrði hún frá á fundinum að nokkur undirbúningu hefði verið að stofnun deildarinnar. Hefðu hreppsbúar af nær öllum heimilinum hreppsins með undirskrift sinni lýst fylgi sínu við stofnun slysavarnadeildarinnar. Á fundinum var lagðar fram tvær tillögur um árgjald félagsmanna, a) Árstillag verði krónur 2.00 og b) Árstillag verði króna 1.00 og verðlagsvísitala á hana eins og er á hverjum tíma. Á fundinum var tillaga a samþykkt
Lög Slysavarnadeildarinnar Hjálp voru samþykkt á fundi 4. nóvember 1945. Þar kemur fram að tilgangur deildarinnar er að styðja Slysavarnafélag Íslands í störfum þess, gefa stjórn þess allar þær upplýsingar um skipströnd, drukknanir og aðrar slysfarir er gerast á starfssvæði hennar jafnskjótt og þess er kostur og láta félaginu í té álit sitt um allt sem verða má félaginu og stefnumálum þess til eflingar og gagns.

Karlakór Sauðárkróks ( 1935 - 1965 )

  • S03753
  • Association
  • 1935 - 1965

Karlakór Sauðárkróks var upprunalega stofnaður 20. nóvember 1935 og starfaði til ársloka 1942. Í janúar 1943 var stofnaður annar kór er hlaut nafnið Ásbirningar. Hann starfaði fram á mitt ár 1944. Karlakór Sauðárkróks var svo endurstofnaður 25. október 1963 og starfaði fram til ársins 1982. Hann var formlega lagður niður árið 2012.
Tilgangur félagsins er fyrst og fremst sá að halda uppi og efla karlakórsöng og sönglífi á Sauðárkróki og í Skagafjarðarsýslu.

Haraldur Árnason (1925-2019)

  • S00177
  • Person
  • 1925-2019

Haraldur Árnason var fæddur í Blaine í Bandaríkjunum 6. mars 1925. Foreldrar hans voru þau Árni Daníelsson, bóndi á Sjávarborg í Skagafirði og kona hans Heiðbjört Björnsdóttir húsfreyja. Haraldur var stúdent frá MR 1944. Tveimur árum seinna lauk hann prófi frá Háskóla Íslands í forspjallsvísindum og efnafræði. 1946-1950 var hann við nám í Die Eidgenössische Technische Hochscule í Zürich í Sviss. Þaðan lauk hann prófi sem Diplom Ingenieur Agronom. Haraldur var búfjárræktarráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga 1951-1956. Bókhaldari á Sauðárkróki 1960-1965. Þá stofnaði hann verslun Haraldar Árnasonar og rak þar til hann varð skólastjóri við Bændaskólann á Hólum 1971-1980, en hann hafði kennt þar 1968-1971. Hann varð síðar bóndi á Sjávarborg og skrifstofumaður á Sauðárkróki. Kona hans var Margrét Árnason (Margrit Truttmann) (1928-2014), deildarstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og húsfreyja á Sjávarborg II í Skarðshreppi.

Kaupmannafélag Sauðárkróks

  • S03754
  • Association
  • 1966-172

Ár 1966, föstudag 29.julí var stofnfundur Kaupmannafélags Sauðárkróks haldinn í samkomuhúsinu Bifröst, Sauðárkróki. Mættir til fundar voru 12 stofnendur og að auki frá Kaupmannasamtökunum Íslands þeir, Sigurður Magnússson, formaður K.Í. Knútur Briem, framkvæmdastjóri K.Í. og Jón I. Bjarnason. Sigurður Magnússon setti fundinn og stjórnaði honum og skipaði fundarritarar Jón I. Bjarnason. Tillaga að lögum var lögð fram en þar segir m.a. Tilgangur félagsins er að efla samstarf kaupmanna á staðnum, vinna að menningu, hag og sóma stéttarinnar , stuðla að heilbrigðum verslunnarháttum og bættri þjónustu. Félagið skal eftir megni leita samstarfs við öllum kaupmannafélög og kaupmenn landsins til hagsbóta fyrir stéttina í heild m.a. með þáttöku í Kaupmannasamtökum Íslands.
Í safni þessu liggur bréf frá Kaupmannasamtökum Íslands, þar segir: Hafi mér ekki borist skilagrein fyrir 20.04.1970, leyfi ég mér að líta þannig á að þið óskið ekki eftir áframhaldandi aðild að Kaupmannasamtökum og í framhaldi af því mundi Kaupmannafélag Sauðárkróks og meðlimir þess verða teknir hér út af félagaskrá, svo sem lög samtakanna gera ráð fyrir. Undirritun. Sigurður Magnússon.
í safni þessu liggur Gjafabréf þar segir að stjórn Kaupmannafélags Sauðárkróks samþykkir hér með að fundargjörða og bréfabækur svo og önnur skjöl Verslunnarmannafélags Skagfirðinga og Húnvetninga skuli afhent til varðveislu í Héraðsskjalasafni á Sauðárkróki, einnig samþykkir stjórnin að sjóðir félagsins ( styrktatsjóður og framkvæmdasjóður) samtals að upphæð 14.558, 20, verði afhentir Hérðasskjalasafninu að gjöf. Sauðárkróki, 27. okt. 1971. Undirritun. Haraldur Árnasson, Árni Blöndal.
Þakkarbréf liggur í safni frá Héraðsskjalasafni Sauðárkróki, 12. janúar. 1972. Undirritun Kári Jónsson.

Kristinn Pálsson Briem (1887-1970)

  • S02561
  • Person
  • 8. okt. 1887 - 18. júní 1970

Kristinn var fæddur 1887. Hann var sonur hjónanna Páls Jakobs Eggerts Briem og fyrri konu hans Kristínar Guðmundsdóttur. Kristinn missti móður sína tveggja vikna gamall og var skírður við kistu hennar. Móðurforeldrar hans á Auðnum tóku hann í fóstur og var hann hjá þeim til sex ára aldurs, svo ýmist hjá þeim eða föður sínum. Árið 1895 flutti Kristinn með föður sínum og seinni konu hans, Álfheiði Briem, til Akureyrar. Eftir að hann lauk gagnfræðaprófi flutti hann með föður sínum til Reykjavíkur, þar sem hann hélt áfram námi, einkum í ensku og dönsku. Kristinn sneri sér að verslunarstörfum og vann við verslunina Edinborg í þrjú ár. Síðan hélt hann til Edinborgar í Skotlandi og vann þar hjá eigendum Edinborgarverslunar á Íslandi í þrjú ár og fluttist þá heim til Íslands. Hann kvæntist Kristínu Björnsdóttur frá Hofstöðum í Skagafirði. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1912, en þar stofnaði hann verslun.

Jean Valgard Blöndal (1902-1965)

  • S00204
  • Person
  • 02.07.1902-02.11.1965

Sonur Álfheiðar Guðjónsdóttur Blöndal og Kristjáns Þórðar J. Blöndal. Starfaði sem póstafgreiðslumaður á Sauðárkróki og umboðsmaður Flugfélags Íslands á Sauðárkróki. Var í Lúðrasveit Sauðárkróks. Kvæntist Jóhönnu Árnadóttur frá Geitaskarði.

Nautgriparæktarfélag Seyluhrepps

  • S03757
  • Association
  • 1932 - 1935

Árið 1932, föstudag 19.febrúar var stofnfundur Nautgriparæktarfélags Seyluhrepps settur og haldin að Stóru - Seylu. Fundarstjóri var Tóbías Sigurjónsson Geldingarholti og nefndi hann til ritara Harald Jónsson. Fundargjörðir voru lesnar upp og samþykktar með öllum atkvæðum svo og lög félagsins samþykkt´i einu hljóði . Kosin var stjórn fyrir félagið, þessir hlutu atkvæði, Tóbías, Holti. Jón, Glaumbæ. HAraldur, Völlum

Sláturfélag Skagfirðinga

  • S03756
  • Association
  • 1910 - 1920

Eins og segir í Saga Skagafjarðar, síðari hluti 2. bls. 34.: Sláturhúsi Skagfirðinga hafði verið komið á laggirnar að tilhlutan ýmissa félagsmanna K.S. eins og fyrr er getið (sjá I. b, bls. 156). og átti K. S. hluta í því og stóð það í nánum tengslum við Kaupfélagið fram yfir 1920, þótt sjálfseignastofnun væri. Þegar hin pólítíska óöld hófst, misstu kaupfélagsmenn undirtökin í sláturfélagi, kaupmenn og fylgismenn þeirra máttu sín meir. Þeir munu hafa séð að verslunaraðstöðu þeirra hrakaði ef þeir misstu tökin á stjórnartaumunum þar. Því hófst langvinn rimma um notkun sláturhússins og framtíð þess er freðkjötsmarkaðurinn hófst til vegs.
Látið er staðarnumið í sögu félagsins hér því fundargerðabók nær til ársins 1920 en vísa í heimildina Saga Skagafjarðar, Kristmundur Bjarnason. LVJ.

Verkamannafélagið Fram

  • S03759
  • Association
  • 1915-2000

Verkamannafélagið Fram var stofnað 9. janúar árið 1915 en þá var haldinn fundur af verkamönnum á Sauðárkróki í Sýslufundarsalnum. Fundinn setti Ólafur Jóhannesson, fundarstjóri var Páll Friðriksson og ritari Sigurður Jakobsson.
Fundarstjóri skýrði frá því að hér hefði áður verið starfandi verkamannafélag, hefði það heitið "Fram". Á fundinum kom fram að það félag hefði verið hætt að starfa og ekki verið starfandi í nokkurn tíma, á meðan félagið lá í dvala þá hefðu með einhverjum hætti glatast allar bækur, lög, sjóður og öll skilríki félagsins hjá þáverandi formanni þess.
Á meðal félagsmanna var um það rætt hvort mynda ætti nýtt verkamannafélag eða halda áfram með það gamla. Í ljós kom að nokkrir félagsmenn hefðu greitt tillög og að einn fundur hefði verið haldinn. Því var ákveðið að halda áfram með gamla félagið auk þess að halda nafninu. Þrír menn voru kosnir í nefnd til að hrinda málinu í framkvæmd og semja ný lög og áttu þessir þrír menn að ljúka starfi sínu svo fljótt sem auðið var svo hægt yrði að boða til fundar.
Á fundi sem Verkamannafélagið Fram hélt 15. janúar 1915 í Góðtemplarahúsinu á Sauðárkróki ræddu fundarmenn breytingartillögu á lögum félagsins. Halda þurfti framhaldsfund til að klára umræður um breytingartillögur og síðan var ný stjórn kosin. Kosning fór þannig að Magnús Guðmundsson var kosinn formaður, Snæbjörn Sigurgeirsson varaformaður Eggert Kristjánsson ritari, vararitari var kosinn Ólafur Jóhannesson, á fundinum var Jóhannes Björnsson kosinn féhirðir en varaféhirðir Björn Magnússon. Endurskoðendur reikninga voru kosnir Daníel Daníelsson og Árni Daníesson.

Samkvæmt fyrstu lögum félagsins var tilgangur þess að efla hag og rétt verkamanna gagnvart atvinnuveitendum, koma á reglubundnu kaupagjaldi, relgumundnum vinnutíma og mynda sjóð til eflingar félagsskapnum. Ennfremur að hrinda í framkvæmd ýmsum arðvænlegum fyrirtækjum og styrkja þau með ráð og dáð. Í félagið skulu allir hafa aðgang, bæði karlar og konur sem náð hafa 16 ára aldri án tillits til starfs eða stéttar. Karlmenn er náð hafa 18 ára aldri skulu greiða full árstillög.

Með seinni breytingum sem er dagsett 22. janúar 1921 féllu eldri lög félagsins úr gildi þegar í stað og við tóku ný lög þá sem hljóða á þessa leið.
Tilgangur félagsins er að efla hag verkamanna með því

  1. Að þeir fái viðunanlegt kaup fyrir vinnu sína, og styðja þá til hagfeldrar verslunar með vinnulaun sín.
  2. Að útvega félagsmönnum vinnu þegar tök eru á.
  3. að hvetja félagsmenn til að tryggja sig gegn sjúkdómskostnaði með því að vera í sjúkrasamlagi og styrkja þá ef slys eða önnur óhöpp bera þeim að höndum, sem gjöra þeim ómögulegt að vera sjálfbjarga. Þó skal styrkveiting veitt af frjálsum vilja frá hverjum einstökum félagsmanni.
  4. Að mynda sjóð til eflingar félagsskapnum.
  5. Að hafa fundi félagsins fræðandi og skemmtilega.
  6. Að hrinda í framkvæmd fyrirtækjum sem arðvænleg eru fyrir félagið og einstaklinga þess.
    Í 4.gr. laga félagsin frá 1921 segir ennfremur.
    Í félagið geta allir verkamenn fengið inngöngu. Sjórn félagsins ræður hvort þei menn skuli teknir í félagið sem vafi er á hvort tilheyri verkamannastéttinni. Í félagið fá ekki inngöngu hjú þeirra manna sem ekki vilja skilyrðislaust gefa þeim skriflegt og vottfest leyfi til að hlýða lögum og reglum félagsins.
    Verkamannafélagið Fram sameinaðist Verkakvennafélagi Öldunnar, og fékk hið nýja stéttarfélag nafnið Aldan Stéttarfélag, það félag tók til starfa í ársbyrjun 2001. Aldan Stéttarfélag á sér merkilega og langa fortíð í sögu þessara tveggja félaga. Talið er að Verkamannafélagið Fram hafi upphaflega verið stofnað 1902 eða 1903, en Aldan var stofnuð um 1930.

Jónas Kristjánsson (1870-1960)

  • S00532
  • Person
  • 20. sept. 1870 - 3. apríl 1960

Jónas Kristjánsson fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870. Jónas var stúdent frá Lærða skólanum í júní 1896. Cand. med. frá Læknaskólanum 11. febrúar 1901. Á árunum 1908-1938 fór hann utan í námsferðir og á seinni árum til að kynna sér matarræði og náttúrulækningar. Hann starfaði á sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn 1901, var héraðslæknir í Fljótdalshéraði 1901-1911. Hann þjónaði einnig á Hróarstunguhéraði 1905-1906 og 1908-1910. Hann sat á Arnheiðarstöðum 1901-1902 og síðan á Brekku í Fljótsdal.
Jónas var héraðslæknir í Sauðárkrókshéraði 1911-1938 og þjónaði jafnframt í Hofsóshéraði frá 1924, að hluta á móti héraðslækninum í Siglufjarðarhéraði. Er hann fékk lausn frá embætti árið 1938, fluttist hann til Reykjavíkur og var starfandi læknir þar, uns hann gerðist læknir við heilsuhæli Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði frá stofnun þess 1955 og til ársins 1958. Jónas sat á Alþingi 1927-1930. Hann átti frumkvæði að stofnun skátafélags á Sauðárkróki, var forseti Framfarafélags Skagfirðinga 1914-1938 og formaður Tóbaksbindindisfélags Sauðárkróks. Sat í stjórn Náttúrulækningafélagsins á Sauðárkróki 1937-1938 og Náttúrulækningafélags Íslands í Reykjavík frá stofnun þess 1939 til æviloka.
Kona hans var Hansína Benediktsdóttir (1874-1948) frá Grenjaðarstað.

Verkakvennafélagið Aldan (1930-2001)

  • S01866
  • Félag/samtök
  • 1930-

Verkakvennafélagið Aldan var stofnað þann 9. janúar 1930 á Sauðárkróki. Stofnendur voru 21 talsins. Ástríður Stefánsdóttir ljósmóðir átti frumkvæði að stofnun félagsins. Í félagslögum segir m.a.: „Tilgangur félagsins er sá að styðja og efla hag félagskvenna og menningu á þann hátt, sem kostur er, meðal annars með því að ákveða vinnutíma og kaupgjald og stuðla að því, að verkalýðurinn taki sjálfstæðan þátt í stjórnmálum lands og bæjarfélags.“
Fyrstu stjórn skipuðu: Ástríður Stefánsdóttir, formaður, Sigríður A.N. Eiriksen, ritari og Pálína Bergsdóttir.
Varastjórn skipuðu: Sigurrós J. Sigurðardóttir, Helga Jóhannsdóttir og Ingunn Magnúsdóttir.
Tvo meðráðamenn kaus félagið sér til halds og trausts úr Verkamannafélaginu Fram: Friðrik Hansen og Pétur Sigurðsson.
Verkakonur á Sauðárkróki töldu rétt að bindast samtökum um kaup og kjör, en fiskvinna, einkum síldarvinna, var nokkur og fór vaxandi.
Hver sú kona sem var orðin 16 ára að aldri og var fær til algengrar vinnu gat fengið inntöku í félagið. Varð hún að senda formanni skriflega inntökubeiðni en formaður bar umsóknina undir atkvæði á félagsfundi.
Aðalstörf félagsins snérust um að bæta kjör vinnandi kvenna, sérstaklega á meðan mikið atvinnuleysi var í landinu. Árið 1931 voru t.d. konurnar neyddar til að lækka þágildandi taxta félagsins til að hægt væri meðal annars að láta verka saltfisk á Sauðárkróki. En konurnar settu fram nokkur skilyrði gegn lækkun taxtans og meðal þeirra skilyrða var að félagar Öldunnar sætu fyrir vinnu, að konur við fiskþvott hefðu skýli og að þeim yrði lögð til áhöld.
Þeim konum sem mest beittu sér fyrir síldarsöltun á Sauðárkróki sumarið 1934 var neitað um vinnu á staðnum.
Aldan stéttarfélag, varð síðar til við sameiningu Verkalýðsfélagsins Fram og Verkakvennafélagsins Öldunnar. Sameinað félag tók til starfa í ársbyrjun 2001. Stofnfélagar voru um 820 manns, félagið á sér merkilega fortíð í sögu þessara félaga og forvera þeirra.

Nautgriparæktunarfélag Viðvíkurhrepps (1915-1955)

  • S03762
  • Association
  • 1915-1955

Tilurð Nautgriparætkunarfélags Viðvíkurhrepps má rekja til umræðu um nautgiriparækt á hreppsfundi í Viðvíkurhreppi í október árið 1914 og varð úr að nokkrir bændur lögðu til fé og sömdu um kaup á 2ja ára gömlu nauti sem alþingismaðurinn Jósef Björnsson á Vatnsleysu hafði keypt áður frá óðalsbóndanum Sigurði Péturssyni á Hofsstöðum og var greitt 120.- kr. fyrir nautið. Þann 20. janúar 1915 var boðað til stofnfundar fyrir nefndan félagsskap. Á fundinum var lögð frumvarp til laga fyrir nautgriparæktunarfélagið, eftir nokkar umræður og breytingatillögur voru lögin samþykkt og undirrituð af öllum stofnmeðlimum. Því næst var kosin þriggja manna stjórn og hlutu kosningu eftirtaldir: Jósef Björnsson, Jóhannes Björnsson, Hartmann Ásgrímsson.

Jón Guðmundsson (1900-1988)

  • S02642
  • Person
  • 03.09.1900-30.10.1988

Jón Guðmundsson f. 03.09.1900 í Efra-Haganesi í Fljótum. Foreldrar: (Filippus) Guðmundur Halldórsson b. í Neðra-Haganesi og kona hans Anna Pétursdóttir. Gekk í barnaskóla í Haganesvík og lærði bókfærslu hjá Hermanni á Ysta-Mói. Fór til sjós hjá Stefáni Benediktssyni í Neðra-Haganesi um fermingu. Var eftir það á árabátum, síldarbátum og hákarlabátum. Hóf störf hjá Samvinnufélagi Fljótamanna 1923, fyrst sem sláturhússtjóri. Fluttist frá Dælí í Fljótum 1929 að Móskógum í sömu sveit. Stundaði sjóróðra, ásamt búskap og tilfallandi störfum hjá Samvinnufélaginu. Fluttist í Molastaði 1940 og byggði upp húsakost þar. Í hreppsnefnd Haganeshrepps, fyrst 1925, Hreppstjóri Holtshrepps 1944-1956. Lengi endurskoðandi hjá Samvinnufélagi Fljótamann, í kjörstjórn og skattanefnd. Formaður sóknarnefndar Barðskirkju í fjögur ár. Fluttist í Kópavog árið 1960. Vann við bókhald og í byggingarvöruverslun Byko hjá Guðmundi syni sínum. Fluttist á Sauðárkróki 1981. Kona: Helga Guðrún Jósefsdóttir frá Stóru-Reykjum í Fljótum, þau eignuðust 13 börn.

Feykir (1981-)

  • S01546
  • Einkafyrirtæki
  • 1981-

Héraðsfréttablaðið Feykir var stofnað árið 1981. Stofnendur voru 26 talsins. Fyrsti ritstjóri blaðsins var Baldur Hafstað. Hann ritstýrði blaðinu 1981-1982.
Ritstjórar hafa verið 11 talsins (að Baldri meðtöldum). Sá sem lengst hefur ritstýrt er Þórhallur Ásmundsson, en hann ritstýrði blaðinu 1988-2004.
Páll Friðriksson (núverandi ritstjóri, 2016) er sá eini sem hefur tvisvar verið ritstjóri blaðsins.
Fyrsta blaðið kom út föstudaginn 10. apríl 1981 og kom fyrst út á tveggja vikna fresti. Feykir varð að vikublaði árið 1987.
Segja má að Feykir að hafi að vissu leyti fylgt prentsmiðjunni á Króknum, en hún hét í byrjun Sást, um tíma Hvítt og svart og heitir núna Nýprent ehf.
Prentsmiðjan og skrifstofa blaðsins eru saman til húsa að Borgarflöt 1, Sauðárkróki. Frá árinu 2006 hefur Nýprent verið útgefandi blaðsins.

Ingibjörg Hafstað (1951-)

  • S01233
  • Person
  • 19.04.1951-

Ingibjörg Hauksdóttir Hafstað fæddist 19. apríl 1951. Var búsett í Vík í Staðarhreppi í Skagafirði ásamt manni sínum Sigurði Sigfússyni (1947-). Búsett á Sauðárkróki.

Sigríður Halldóra Sveinsdóttir (1956-)

  • S01234
  • Person
  • 20.01.1956-

Sigríður Halldóra Sveinsdóttir fæddist þann 20. janúar 1956. Dóttir Sveins Jónssonar og Guðnýjar Friðriksdóttur á Hjallalandi í Sæmundarhlíð.
Hún er leikskólakennari á Sauðárkróki.
Áður búsett á Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði.

Gunnar Ólafsson (1858-1900)

  • S01241
  • Person
  • 16. júlí 1858 - 20. okt. 1900

Foreldrar: Ólafur Sigurðsson bóndi og alþingismaður að Ási í Hegranesi og k.h. Sigurlaug Gunnarsdóttir. Gunnar ólst upp með foreldrum sínum í Ási. Fór til Danmerkur haustið 1879 að læra nýtísku vefnað og annan heimilisiðnað. Sneri aftur til Íslands 1880 og hafði þá meðferðis ýmis iðnaðartæki, svo sem hraðskyttuvefstól, lóskurðarvél, vaðmálapressur og fleira. Vann næstu ár við iðnaðarstörf hjá foreldrum sínum og tók til kennslu nemendur innan héraðs og utan, er lærðu meðferð ýmissa iðnaðartækja. Hann flutti frá Ási 1883 og bjó að Keldudal í Hegranesi 1883-1888, stundaði einnig iðnaðarstörf sín, var og 1883-1888 oddviti í Rípurhreppi. Fór búferlum að Lóni í Viðvíkursveit 1888 og bjó þar til 1897, en flutti þá aftur á hálfan Ás á móti bróður sínum og bjó þar til æviloka. Gunnar kvæntist Guðnýju Jónsdóttur frá Reykholti í Borgarfirði, þau eignuðust átta börn.

Sigurlaug Gunnarsdóttir (1888-1966)

  • S01242
  • Person
  • 24. júlí 1888 - 28. júlí 1966

Dóttir Gunnars Ólafssonar og Guðnýjar Jónsdóttur sem bjuggu m.a. í Keldudal og Ási í Hegranesi. Lausakona í Hlíð, Snóksdalssókn, Dal. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Indíana Sigmundsdóttir (1909-1995)

  • S01266
  • Person
  • 28.02.1909 - 24.05.1995

Indíana Sigmundsdóttir fæddist 28. febrúar 1909 að Vestara-Hóli í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Sigmundur Jónsson, bóndi á Vestara-Hóli og seinni kona hans, Halldóra Baldvinsdóttir frá Lambanesi. Indiana átti heimili á Vestara-Hóli til ársins 1956. Síðari hluta ævinnar bjó hún á Sauðárkróki. Indíana bjó einnig um tíma á Sjöundastöðum. Ógift og barnslaus.

Kristín Ingvarsdóttir (1908-1975)

  • S01273
  • Person
  • 10. febrúar 1908 - 4. apríl 1975

Dóttir Ingvars Pálssonar kaupmanns í Reykjavík og Jóhönnu Gróu Jósafatsdóttur. Húsfreyja í Reykjavík.

Ástrún Jónsdóttir Sívertsen (1915-1999)

  • S01293
  • Person
  • 24. mars 1915 - 27. október 1999

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen fæddist á Mælifelli í Skagafirði 24. mars 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Jórunn Hannesdóttir frá Skíðastöðum og Jón Sigfússon frá Mælifelli. Var á Sauðárkróki 1930. Kvæntist 26. október 1941 fyrri manni sínum, Sveini Steindórssyni, garðyrkjubónda frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi, þau eignuðust eina dóttur, þau bjuggu að Álfafelli í Hveragerði. Sveinn lést 1944. Seinni maður Ástrúnar var Marteinn Sívertsen, húsasmíðameistari og kennari, þau bjuggu í Reykjavík, þau áttu ekki börn saman en Marteinn átti fyrir einn son.

Þórður Runeberg Magnússon Blöndal (1885-1949)

  • S01291
  • Person
  • 21. des. 1885 - 30. okt. 1949

Foreldrar: Magnús Benedikt Benediktsson Blöndal, síðast hreppstjóri í Stykkishólmi og f.k.h. Ragnheiður Sigurðardóttir. Fjögurra ára gamall fór Þórður í fóstur að Kornsá í Vatnsdal til frænda síns, Lárusar Blöndal sýslumanns og Kristínar konu hans. Að Lárusi látnum fór hann í fóstur, þá 12 ára, til Björns prests á Hofi á Skagaströnd og k.h. Bergljótar. Fluttist Þórður með þeim árið 1901 að Hvammi í Laxárdal, er sr. Björn tók við prestakalli þar. Um tvítugt sigldi Þórður til Danmerkur og starfaði þar á búgarði um tveggja ára skeið. Við heimkomuna settist Þórður að á Sævarlandi og gerðist ábúandi þar árið 1914, er Elín hálfsystir hans fluttist til hans ásamt móður sinni. Bjuggu þau systkinin þar á hluta jarðarinnar á móti Jóhanni Sigurðssyni og k.h. Sigríði Magnúsdóttur til ársins 1921, er þau fluttust til Sauðárkróks og settust þar að. Á Sauðárkróki vann hann verslunar- og skrifstofustörf. Starfaði fyrst sem sýsluskrifari, en réðst þaðan til KS og vann fyrst við afgreiðslu og síðan bókhald. Hann sat einnig í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps og síðar í hreppsnefnd Sauðárkróks. Var í sóknarnefnd á Sauðárkróki um árabil og jafnframt gjaldkeri; gjaldkeri sjúkrasamlagsins og vann ötullega að uppbyggingu þess. Hann hafði á höndum bókhald fyrir fjölmarga einstaklinga og félagasamtök. Þórður kvæntist ekki en hélt heimili með Elínu hálfsystur sinni, þau tóku þrjú börn í fóstur.

Sigurður Þórðarson (1888-1967)

  • S01292
  • Person
  • 19.07.1888-13.08.1967

Sigurður var fæddur á Fjalli í Sæmundarhlíð, foreldar hans voru Þórður Ingvarsson frá Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi og Ingibjörg Sigurðardóttir frá Stóra-Vatnsskarði. Sigurður ólst upp hjá móður sinni og bróður hennar, Benedikt, á Fjalli og lærði jafnfram söðlasmíði hjá Benedikt. ,,Faðir Sigurðar fluttist til Húsavíkur og hafði Sigurður lítið sem ekkert af honum að segja. Haustið 1905 fór Sigurður til náms í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur vorið 1907 með góðum vitnisburði, var þar í fremstu röð nemenda. Árið 1910 kvæntist hann Ingibjörgu Sigfúsdóttur frá Mælifelli. Þau voru á Mælifelli til vors 1912. Þá keyptu þau jörðina Nautabú á Neðribyggð og hófu þar búskap. Búnaðist þeim vel og árið 1933 hlutu þau verðlaun úr Styrktarsjóði Kristjáns IX fyrir umbætur á jörð sinni. Á Sigurð hlóðust mörg trúnaðarstörf; hreppstjóri Lýtingsstaðahrepps 1922-1938, formaður fasteignamatsnefndar yfirmats í Skagafjarðarsýslu 1932, formaður héraðsnefndar Kreppulánasjóðs, í stjórn KS 1928-1938, í hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps 1933-1938, í stjórn Búnaðarsamabds Skagfirðinga 1931-1947. Árið 1938 hætti Sigurður búskap á Nautabúi og fluttist til Sauðárkróks þar sem hann tók við starfi framkvæmdastjóra K.S. Starfi kaupfélagsstjóra gengdi hann til vors 1946 og það sama ár fluttust þau Ingibjörg til Reykjavíkur. 1942 var Sigurður kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn sem fyrsti þingmaður Skagfirðinga og sat á Alþingi til vors 1946. Þá hafði hann verið skipaður í nýbyggingarráð og var þar meðan það starfaði, síðan í arftaka þess, fjárhagsráði 1947-1953. Eftir að fjárhagsráð hætti störfum vann hann á Innflutningsskrifstofunni 1953-1960." Sigurður og Ingibjörg eignuðust, þrjú börn og tóku tvö fósturbörn.

Jens Pétur Eriksen (1903-1971)

  • S01294
  • Person
  • 16. október 1903 - 25. júlí 1971

Foreldrar: Pétur Eriksen skósmiður á Sauðárkróki og k.h. Ingibjörg Ólafsdóttir (Eriksen).
Verkamaður á Sauðárkróki 1930. Síðar kaupmaður í Reykjavík.
Maki: Sigríður Amalía Njálsdóttir, þau eignuðust eina dóttur.

Niðurstöður 4761 to 4845 of 6402