Showing 6395 results

Authority record

Samband íslenskra karlakóra (1928-)

  • S01252
  • Organization
  • 10.03.1928

Samband íslenskra karlakóra var stofnað þann 10. mars 1928 á Bankastræti 4 í Reykjavík á aðalstofnfundi SÍK, en málið hafði verið rædd á fundi þann 16. febrúar sama ár. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Óskars Norðmanns, en hann var kjörinn fyrsti formaður sambandsins. Meðstjórnendur voru þeir Björn E. Árnason, Ólafur Þorgrímsson, Hallgrímur Sigtryggsson og Skúli Ágústsson.

Samband íslenskra rafveitna (1942-1995)

  • S03473
  • Organization
  • 1942-1995

Samband íslenskra rafveitna var stofnað 1942. Árið 1995 sameinaðist það Sambandi íslenskra hitaveitna og varð til Samorka.

Samband íslenskra samvinnufélaga (1902-1993)

  • S02591
  • Corporate body
  • 20.02.1902-1993

Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) var stofnað á Ysta-Felli Þingeyjasýslu 20. febrúar 1902 sem Sambandskaupfélag Þingeyinga en fékk síðan nafn sitt endanlega árið 1906.
SÍS var stofnað upphaflega til að vera samræmingaraðili íslenskra samvinnufélaga og þróaðist síðan yfir í samvinnuvettvang þeirra á sviði út- og innflutnings og til að ná hagstæðum samningum erlendis vegna þess taks sem danska kaupmannastéttin hafði enn á íslensku viðskiptalífi á þeim tíma.

Samband norðlenskra kvenna (1914-)

  • S01223
  • Organization
  • 17.06.1914

Samband norðlenskra kvenna var stofnað á Akureyri 17. júní 1914. Sambandið var stofnað fyrir forgöngu Halldóru Bjarnadóttur og fór stofnfundurinn fram í Gagnfræðaskólanum.

Fyrsta stjórnin var skipuð Halldóru Bjarnadóttur, Akureyri, Hólmfríði Pétursdóttur, Arnarvatni og Rannveigu H. Líndal frá Lækjarmóti.
Samkvæmt 3. grein hinna fyrstu laga sambandsins er tilgangur sambandins „að efla samúð og samvinnu meðal kvenna og styðja hverskonar menningar- og mannúðarstarfsemi á félagssvæðinu og vera tengiliður kvenfélagasambandanna í Norðlendingafjórðungi“.

Samband skagfirskra kvenna (1943 - )

  • S00318
  • Organization
  • 1943 -

Samband Skagfiskra Kvenna S.S.K. var stofnað 9.aprí 1943 á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í því skyni að stofna samband fyrir kvenfélög í Skagafjarðarsýslu. Rannveig Hansdóttir Líndal hafði framgöngu fyrir stofnun sambandsins og boðaði til fundarins eftir að hún hafði kynnt sér að konur víðsvegar í héraðinu höfðu mikinn áhuga fyrir að þetta næði fyrir fram að ganga. Rannveig hafði einnig séð svo um að nokkur félaganna sendu fulltrúa á fund þennan eða sendu skriflegar beiðnir um upptöku í sambandið ef það yrði stofnað og voru sex kvenfélög sem komu að stofnun sambandsins.
Tilgangur sambandsins var meðal annars að efla samvinnu, samúð og félagsanda meðal kvenna á félagssvæðinu. Tilgangi sínum vildi sambandið ná með því að halda fundi þar sem fulltrúar hinna eintöku félaga á félagssvæðinu séu mættir einu sinni til tvisvar á ári og einnig með því að styðja við stofnun kvenfélaga í þeim sveitum þar sem enginn kvenfélög eru og með því að vinna að áhugamálum kvenna.
Á stofnfundinum talaði Rannveig um tilgang hins væntanlega sambands, hún lagði áherslu á að félögin öll myndu hafa bæði hagsmuni og ánægju af þessum samtökum ef þau myndu takast og sagðist vita að konur sem voru búnar að fá reynslu í þessum efnum voru þessu mjög fylgjandi. Til að létta undir byrjunarörðugleika sambandsins ákvað hún að gefa því sparisjóðsbók með innistæðu, alls kr.100.- sem fyrstu eign S.S.K. Rannveig gerði uppkast að lögum S.S.K., voru þau samþykkt einróma á fundinum og eru þau fyrstu lög félagsins. Fyrsta stjórn S.S.K var kosin Rannveig Líndal formaður, Stefanía Arnórsdóttir gjaldkeri og Jórunn Hannesdóttir ritari.
Fyrsti aðalfundur Sambands Skagfirskra Kvenna var haldinn í Bifröst 14. júní 1943, það sama ár gerðist Samband Skagfirskra Kvenna aðili að Sambandi Norðlenskra Kvenna. Konur innan S.S.K. létu sig varða allt mannlegt og mörg þörf mál vor rædd, sem dæmi íslenski búningurinn, línrækt á Íslandi, raforkumál, garðrækt, matreiðsla, orlof, sjúkramál, bindindismál, mál aldraðra og uppeldismál svo einhver dæmi séu nefnd.

Samvinnufélag Fljótamanna (1919-1977)

  • S01973
  • Corporate body
  • 03.02.1919-1977

Samvinnufélag Fljótamanna, Haganesvík, var stofnað 3. febrúar 1919 í Haganesvík. Fyrsta stjórn: Guðmundur Ólafsson, bóndi, Stóra-Holti, formaður, Eiríkur Ásmundsson, bóndi, Reykjarhóli, Hermann Jónsson, bóndi, Yzta-Mói, Jón G. Jónsson, hreppstj., Tungu, Theodór Arnbjarnarson, bóndi, Lambanes-Reykjum. Stjórn árið 1977: Þórarinn Guðvarðarson, bóndi, Minni-Reykjum, formaður, Sveinn Þorsteinsson, bóndi, Berglandi. Valberg Hannesson, skólastj., Sólgörðum, Georg Hermannsson, bifreiðastjóri, Ysta-Mói, Trausti Sveinsson, bóndi, Bjarnagili. Í Haganesvík var rekin verslun, sláturhús og frystihús. Samvinnufélag Fljótamanna var sameinað Kaupfélagi Skagfirðinga árið 1977.

Sara Sigurðardóttir (1945-1989)

  • S01402
  • Person
  • 26.04.1945-05.10.1989

Foreldrar: Margrét Ingibjörg Pála Sveinsdóttir frá Sauðárkróki og Sigurðar Björnssonar Litlu-Giljá. Sjúkraliði í Reykjavík.

Sauðárhreppur hinn forni

  • S02201
  • Organization
  • 1000-1907

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Sauðárhreppur verður til en það gerist líklega mjög snemma, jafnvel fyrir kristnitöku. Sauðárhreppur hinn forni dró nafn sitt af þingstað hreppsins að Sauðá. ,,Auk bænda í hreppnum máttu bændur frá Hryggjum og Gvendarstöðum í Staðarhreppi sækja þangað þing ef þeir kusu það frekar en sækja þing að Seylu, sem var mun lengra. Síðasta manntalsþing að Sauðá var 23. júní 1881. Næsta ár var þingið flutt til Sauðárkróks og hefur verið haldið þar síðan." Árið 1907 var hreppnum skipt upp í Skarðshrepp og Sauðárkrókshrepp.

Sauðárkrókshreppur (1907-1947)

  • S02255
  • Organization
  • 1907 - 1947

Sauðárkrókshreppur varð til árið 1907 þegar Sauðárhreppi hinum forna var skipt í tvennt, annas vegar Sauðárkrókshrepp og hinsvegar Skarðshrepp. Þannig varð kauptúnið Sauðárkrókur og jörðin Sauðá að einum hrepp. Árið 1947 fékk hreppurinn kaupstaðarréttindi og hét Sauðárkróksbær.

Sauðfjárveikivarnirnar (1937-

  • S02667
  • Organization
  • 1937-

Sauðfjárveikivarnir hófust formlega kringum 1937. Árið 1941 var Sæmundur Friðriksson kosinn framkvæmdastjóri þeirra.

Seðlabanki Íslands (1961-)

  • S02592
  • Organization
  • 1961-

Seðlabanki Íslands er ríkisstofnun sem fer með stjórn peningamála á Íslandi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í verðlagsmálum, en einnig að stuðla að framgangi meginmarkmiða efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Jafnan er stefnt að því að halda verðbólgu og atvinnuleysi lágu. Seðlabankinn er sjálfstæð ríkisstofnun og starfar samkvæmt lögum sem Alþingi hefur sett. Forsætisráðherra skipar bankastjóra til fimm ára. Alþingi kýs sjö fulltrúa í bankaráð að loknum kosningum til Alþingis. Bankaráðið fundar að jafnaði tvisvar í mánuði og hefur meðal annars eftirlit með því að starfsemi bankans sé í samræmi við þau lög og þær reglur sem starfa ber eftir.

Seðlabanki Íslands var stofnaður með lögum árið 1961, en seðlabankastarfsemi á Íslandi á sér mun lengri sögu, áður hafði Landsbanki Íslands haft umsjón með peningamál á Íslandi. Núgildandi lög um Seðlabanka Íslands eru lög nr. 36/2001.

Sesselja Helga Jónsdóttir (1916-2006)

  • S03344
  • Person
  • 07.08.1916-30.11.2006

Sesselja Helga Jónsdóttir, f. 07.08.1916, d. 30.11.2006.
Foreldrar: Jóhanna Lovísa Pálmadóttir og Jón H. Ísleifsdóttir.
Maki: Jóhann Salberg sýslumaður.

Sesselja Jónmundsdóttir (1902-1931)

  • S01172
  • Person
  • 28. júlí 1902 - 7. sept. 1931

Dóttir sr. Jónmundar J. Halldórssonar og Guðrúnar Jónsdóttur á Barði í Fljótum. Var á Stað í N-Ísafjarðarsýslu 1930. Ógift og barnlaus.

Sesselja Konráðsdóttir (1897-1987)

  • S00795
  • Person
  • 31. janúar 1897 - 22. apríl 1987

Dóttir Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni. Kennari í Stykkishólmi 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Kvæntist Jóni Eyjólfssyni kaupmanni.

Sesselja Magnúsína Theodórsdóttir (1900-1931)

  • S01035
  • Person
  • 09.11.1900-10.05.1931

Dóttir Theódórs Friðrikssonar, rithöfundar og sjómanns og Sigurlaugar Jónasdóttur. Sjúklingur á Vífilsstöðum, Hafnarfjarðarsókn, Gull. 1930. Lést ókvænt og barnlaus.

Sesselja Ólafsdóttir (1909-2005)

  • S01513
  • Person
  • 27. jan. 1909 - 27. feb. 2005

Sesselja Ólafsdóttir fæddist á Krithóli á Neðribyggð 27. janúar 1909. Foreldrar: María Guðbjörg Árnadóttir og Ólafur Sigfússon (þau voru ekki í hjónabandi). Sesselja ólst upp hjá móður sinni. Hún var í vistum og vinnumennsku á ýmsum bæjum í Víðimýrar- og Mælifellssókn. Hún vann fyrir sér þegar aldur leyfði og lengst hjá hálfsystur sinni Sigríði Ólafsdóttur og manni hennar, Jóhannesi bónda Guðmundsson í Ytra-Vallholti. Þar kynntist hún bónda sínum, (Jóni) Jóhanni Jónssyni (1908-1965). Þau fluttust frá Ytra-Vallholti árið 1935 og settu saman bú í Litladal. Árið 1947 fluttu þau að Daðastöðum á Reykjaströnd og bjuggu þar til æviloka Jóhanns 1965. Síðast búsett á Sauðárkróki. Sesselja og Jóhann eignuðust fimm börn.

Seyluhreppur

  • S00003
  • Corporate body
  • 1000-1998

Seyluhreppur var hreppur vestan Héraðsvatna í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Stóru-Seylu á Langholti, sem var þingstaður hreppsins.

Til hreppsins töldust fjögur byggðarlög, Langholt, Vallhólmur, Víðimýrarhverfi og Skörð, en einnig Fjall, Geldingaholt og Húsabakkabæirnir, sem ekki töldust tilheyra neinu þessara byggðarlaga. Byggðin er breið og áttu aðeins sex bæir í hreppnum land til fjalls. Hreppurinn var allur í Glaumbæjarsókn en þar eru tvær kirkjur, í Glaumbæ og á Víðimýri. Fyrr á öldum var einnig kirkja í Geldingaholti.

Aðalatvinnuvegur hreppsbúa var lengst af landbúnaður en nokkru fyrir miðja 20. öld byggðist upp dálítill þéttbýliskjarni í Varmahlíð og starfa íbúar þar flestir við verslun og þjónustu af ýmsu tagi. Þar er skóli, félagsheimili, hótel og sundlaug, auk verslunar og annarrar þjónustustarfsemi. Við sameininguna bjuggu 303 íbúar í hreppnum, þar af 125 í Varmahlíð.

Hinn 6. júní 1998 sameinaðist hreppurinn 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð. (https://is.wikipedia.org/wiki/Seyluhreppur)

Í skjalasafninu eru skjöl frá Seyluhreppi í Skagafirði frá árunum 1790-1998 þegar hreppurinn sameinaðist tíu öðrum sveitarfélögum og til varð sveitarfélagið Skagafjörður. Röðun innan flokka er í tímaröð en sumstaðar eru eyður þar sem gögn hafa glatast m.a. í bókhaldinu.

Sigfríður Jóhannsdóttir (1896-1971)

  • S01856
  • Person
  • 8. ágúst 1896 - 17. mars 1971

Foreldrar: Jóhann Jónatansson b. á Hóli á Skaga o.v. og sambýliskona hans Valgerður Ásmundsdóttir. Sigfríður ólst upp með foreldrum sínum á Sævarlandi, Hóli, Kelduvík og Selnesi. Var í vinnumennsku á Skaga, í Húnavatnssýslum, í Reykjavík, á Akureyri, að Veðramóti í Gönguskörðum og loks á Ingveldarstöðum syðri á Reykjaströnd þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Jóni Jónssyni. Þau bjuggu á Ingveldarstöðum syðri á Reykjströnd 1916-1921, á Daðastöðum á Reykjavík 1921-1946 og á Steini 1946-1962. Sigfríður og Jón eignuðust fimm börn.

Sigfús Agnar Sveinsson (1931-2001)

  • S03595
  • Person
  • 20.01.1931-15.02.2001

Sigfús Agnar Sveinsson, f. í Reykjavík 20.01.1931, d. 15.02.2001. Foreldrar: Ingibjörg Margrét Sigfúsdóttir og Sveinn Jónsson. Á fjórða ári fluttist Sigfús Agnar norður í Gröf á Höfðaströnd með móður sinni og bróður. Fjórtán árum síðar fluttist hann til Siglufjarðar er móðir hans giftist Árna Jóhannssyni. Unglingsárin var Sigfús í Gröf við almenna sveitavinnu. Hann fór í Bændaskólann á Hólum 1946-47. Sjómnnska var hans aðalstarf og tók hann skipsstjórnarpróf 1956. Átti hann eigin báta og var einnig skipstjóri hjá Fiskiðju Sauðárkróks. Sigfús bjó lengst af á Hólavegi 34 á Sauðárkróki.
Maki: Margrét Helana Magnúsdóttir (f. 1930). Þau einguðust fimm börn.

Sigfús Agnarsson (1942-1963)

  • S02878
  • Person
  • 27.03.1942-29.11.1963

Sigfús Agnarsson, f. 27.03.1942, d. 29.11.1963. Foreldrar: Agnar Hólm Jóhannesson, f. 1907, bóndi á Heiði og Ásta Margrét Agnarsdóttir.
Sigfús fórst með vélbátnum Hólmari. Var ókvæntur og barnlaus.

Sigfús Elíasson (1896-1972)

  • S02455
  • Person
  • 24. okt. 1896 - 22. okt. 1972

Búfræðingur og hárskerameistari á Akureyri og í Reykjavík. Rakari á Akureyri 1930. Rithöfundur og skáld. Starfrækti Dulspekiskólann í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigfús Eymundsson (1837-1911)

  • S01239
  • Person
  • 24.05.1837-20.10.1911

,,Sigfús lærði bókband á Vopnafirði. Framhaldsnám í bókbandi hjá Ursin, konunglegum bókbindara í Kaupmannahöfn, 1857-1859. Lærði ljósmyndum hjá Hans Ulseth ljósmyndara og bókbindara í Bergen, jafnhliða störfum við bókband frá apríl 1864-1865. Vann við bókband hjá Ásgeiri Finnbogasyni á Lambastöðum á Seltjarnarnesi, sumarið 1857. Bókbandsveinn hjá Ursin 1859-1861. Bókbindari í Kristaníu (Ósló) 1861-1864. Rak ljósmyndastofu á Austurvelli 2, húsi Teits Finnbogasonar, í Reykjavík sumarið 1868. Við ljósmyndun í Stykkishólmi haustið 1868, í Reykjavík sumarið 1869. Ljósmyndari í Reykjavík frá 1871. Byggði sérstakan myndaskála við íbúðarhús sitt, Lækjargötu 2, 1876 og ljósmyndastofu ofan á húsið 1886 og rak hana þar til 1909. Lengst af þem tíma var daglegur rekstur stofunnar í höndum Daníels Daníelssonar. Fór í marga ljósmyndaleiðangra um landið, t.d. um Reykjanes 1873, til Heklu og Geysis 1874, tók ljósmyndir af þjóðhátíðinni sama ár, fór ferðir um Suðurland 1884-1886. Auglýsti eftir eldri mannamyndum og gerði myndir eftir þeim til að tryggja varðveislu þeirra. Fjöldaframleiddi myndir af ýmsum merkismönnum og hópum og seldi. Gekkst fyrir opinberum skuggamyndasýningum í félagið við Þorlák Johnson kaupmann 1884. Gaf út íslensk jólakort 1897. Stundaði bókband á vetrum samhliða ljósmyndastörfum á sumrin. Forgöngumaður um verslun við Norðmenn og kom á fót norska félaginu, sem verslaði á nokkrum stöðum hér á landi 1870. Stofnaði bókaverslun 1872 og rak hana til 1909. Var jafnframt með bókaútgáfu. Útflutningsstjóri "Allan- línunar" frá 1876 og umsjónarmaður með vesturferðum á hennar vegum. Keypti prentsmiðju Sigmundar Guðmundssonar 3. maí 1887 með Sigurði Jónssyni járnsmiði. Sigurður seldi Sigfúsi strax sinn hlut og átti hann því prentsmiðjuna einn, enda var hún nefnd prentsmiðja Sigfúsar Eymundssonar. Sigfús seldi prentsmiðjuna 1890 og varð þá til Félagsprentsmiðjan. Frumkvöðull um gufuskipaferðir á Faxaflóa. Umboðsmaður fyrir ensk reiðhjól 1896. Hammond ritvélar 1901 og Typografinn 1901."

Sigfús Helgason (1939-)

  • S03523
  • Person
  • 11.09.1939-

Sigfús Helgason f. 11.09.1939. Bóndi í Stóru-Gröf.
Maki: Guðrún Gunnsteinsdóttir.

Sigfús Jón Árnason (1938-

  • S01918
  • Person
  • 20.04.1938-

Sigfús fæddist á Sauðárkróki. Sonur hjónanna Árna Gíslasonar og Ástrúnar Sigfúsdóttur. Sigfús lærði til prests og vígðist til Miklabæjar í Skagafirði 1965. Hann þjónaði síðan að Hofi í Hofsárdal í Vopnafirði í aldarfjórðung. Nú búsettur í Grafarvogi í Reykjavík.

Sigfús Jónsson (1866-1937)

  • S02000
  • Person
  • 24. ágúst 1866 - 8. júní 1937

Foreldrar: Jón Árnason b. á Víðimýri og k.h. Ástríður Sigurðardóttir. Sigfús lauk prófi frá prestaskólanum árið 1888 og var næsta vetur við barnakennslu á Sauðákróki. Prestur að Hvammi í Laxárdal 1889-1900 og að Mælifelli 1900-1919, þjónaði jafnframt Goðdalaprestakalli 1904-1919 en það var sameinað Mælifellsprestakalli 1907. Er hann lét af embætti, fluttist hann til Sauðárkórks og varð framkvæmdastjóri Kaupfélags Skagfirðinga og gegndi því starfi til æviloka með miklum myndarbrag. En áður hafði hann verið formaður Pöntunarfélagsins, sem kaupfélagið er risið upp af, um sex ár samhliða preststarfinu og enn fyrr í stjórn þess í 6 ár. Sr. Sigfús rak stórt og myndarlegt bú á Mælifelli. Á opinberum vettvangi gegndi hann ýmsum störfum. Hann var sýslunefndarmaður 1894-1900, hreppsnefndaroddviti 1890-1900 og átti sæti í hreppsnefnd 1904-1916. Alþingismaður Skagfirðinga var hann 1934-1937. Formaður fræðslunefndar um nokkur ár. Endurskoðandi sparisjóðs Sauðárkróks frá 1908. Í stjórn SÍS var hann og í nokkur ár. Kvæntist Petreu Þorsteinsdóttur, þau eignuðust sex börn.

Sigfús Jónsson (1930 - 2013)

  • S00152
  • Person
  • 10.12.1930-20.01.2013

Rafvirkjameistari og raftæknifræðingur í Reykjavík og á Seltjarnarnesi.

Sigfús Sigurðsson (1910-1988)

  • S00612
  • Person
  • 18.10.1910-14.08.1988

Fæddur 18.10.1910 á Mælifelli á Neðribyggð. Foreldrar: Sigurður Þórðarson bóndi á Nautabúi, kaupfélagsstjóri og alþingismaður, og k.h. Ingibjörg Sigurlaug Sigfúsdóttir. Sigfús ólst upp hjá foreldrum sínum á Nautabúi og vann að búi þeirra meðan þau bjuggu þar. Frá áramótum 1929 til vors 1930 stundaði hann nám í unglingaskóla á Hólum í Hjaltadal, síðan við Héraðsskólann á Laugarvatni veturinn 1930-1931. Eftir veruna þar vann hann að búi foreldra sinna og kenndi sund við Steinsstaðalaug um tíma. Árið 1938 fluttist hann með dóttur sinni og foreldrum til Sauðárkróks þar sem faðir hans gerðist kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá fór Sigfús að vinna við afgreiðslustörf í Ytri-búðinni sem gekk undir nafninu Grána. Þar vann hann til ársins 1946, að undanteknum tveimur árum sem hann var hjá KRON í Reykjavík. Árið 1947 var hann búsettur á Siglufirði og vann þar í síld. Árið 1948 fór Sigfús til Rafmagnsveitna ríkisins og starfaði þar til 1974, lengst af verkstjóri við línulagnir víðsvegar um land. Árin 1974-1978 var hann sjálfstæður verktaki. Sigfús var búsettur í Reykjavík á árunum 1957-1978, að hann fluttist aftur til Sauðárkróks. Fyrri kona hans var Sigurbjörg Guðlaug Stefánsdóttir, fædd 17.1.1915, en hún lést 25.11.1937 á Kristnesi. Saman áttu þau eina dóttur. Seinni kona hans var Svanlaug Pétursdóttir, fædd 20.6.1921, d. 5.1.2006. Saman áttu þau þrjú börn.

Sigfús Steindórsson (1921-2005)

  • S01830
  • Person
  • 7. júní 1921 - 18. nóv. 2005

Sigfús Steindórsson fæddist í Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hinn 7. júní árið 1921. ,,Foreldrar hans voru Margrét Helga Magnúsdóttir frá Gilhaga og Steindór Kristján Sigfússon frá Mælifelli. Sigfús missti föður sinn rúmlega tveggja mánaða og ólst því upp hjá móður sinni og seinni manni hennar, Sigurjóni Helgasyni. Fyrstu árin bjuggu þau í Hamarsgerði en síðan í Árnesi. Árið 1938 fluttu þau í Nautabú, þar sem þau bjuggu síðan. Sigfús lauk farskólaprófi í Lýtingsstaðahreppi árið 1935, prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni árið 1940, minnimótors vélstjóraprófi árið 1945 og meiraprófi bifreiðastjóra árið 1948. Hann stundaði sjómennsku, m.a. vélstjórn skipa, áætlunarakstur milli landshluta með ýmsan varning, vörubílstjórn á Keflavíkurflugvelli o.fl. Árið 1953 gerðist hann bóndi, fyrst rúm tvö ár á Breið og síðan óslitið í Steintúni til ársins 1980, eða 24 ár. Eftir að Sigfús hætti búskap árið 1980, fluttu þau hjón á Sauðárkrók, og vann hann hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í nokkur ár. Síðustu ár starfsævinnar vann hann hjá Loðskinni h.f. Sigfús var góður hagyrðingur og eftir hann liggja margar vísur. Hann gaf út eitt ljóðakver, sem hann kallaði Fýkur í hendingum hjá Fúsa." Sigfús kvæntist Jórunni Margréti Guðmundsdóttur frá Breið, þau eignuðust fjögur börn.

Sighvatur Pétursson Sighvats (1915-1991)

  • S01276
  • Person
  • 12. september 1915 - 30. nóvember 1991

Sonur Péturs Sighvats símstöðvarstjóra og k.h. Rósu Daníelsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Sjómaður á Sauðárkróki. Var einnig loftlínueftirlitsmaður hjá Landssíma Íslands á sumrin um alllangt skeið. Kvæntist Herdísi Pálmadóttur frá Reykjavöllum í Skagafirði.

Sigmar Hróbjartsson (1919-2014)

  • S02912
  • Person
  • 24. maí 1919 - 5. nóv. 2014

Sigmar Hróbjartsson var sonur hjónanna Hróbjartar Jónassonar og Vilhelmínu Helgadóttur á Hamri í Hegranesi. Sigmar ólst upp með foreldrum sínum, lengst af á Hamri í Hegranesi. Leiðin lá síðan í Héraðsskólann í Reykholti. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1944, lærði síðan múraraiðn, tók sveinspróf á Sauðárkróki 1959 og meistarapróf í Reykjavík 1973. Hann bjó á Efri-Harrastöðum á Skagaströnd 1947-1955, fluttist þá til Skagastrandar og vann við múrverk, sjómennsku og fleira. Var kaupfélagsstjóri á Skagaströnd 1965-1968, fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði þar við múrverk til 1981. Var vaktmaður hjá SÍS 1981-1989. Eftir það var hann við blaðburð og starfaði einnig mikið með Silfurlínunni sem aðstoðaði eldra fólk. Sigmar kvæntist Jóhönnu Guðbjörgu Gunnlaugsdóttur. Þau skildu. Þau eignuðust tvö börn. Sigmar kvæntist aftur árið 1978, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, hún átti sex börn fyrir.

Sigmar Þorleifsson (1890-1968)

  • S03370
  • Person
  • 15.10.1890-27.02.1968

Sigmar Þorleifsson, f. á Ljótsstöðum á Höfðaströnd 15.10.1890, d. 27.02.1968 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þorleifur Pálsson bóndi á Hrauni í Unadal og kona hans Margrét Ingólfsdóttir. Sigmar ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra þar til hann giftist. Hann bjó í Svínavallakoti 1913-1920, á Þverá í Hrolleifsdal 1920-1928 og á Bjarnastöðum í Unadal 1928-1930. Þegar hann hætti búskap flutti hann með konu sinni í Nöf á Hofsósi. Þar vrou þau til vorsins 1936 og fluttu þá í Bræðraborg, sem synir þeirra höfðu byggt. Eftir að Sigmar varð ekkil fluttist hann til Hjálmars sonar síns á Hofsósi og bjó þar þangað til hann keypti Gilsbakka á Hofósis 1957. Þar bjó hann svo til æviloka.
Maki: Kristjana Sigríður Guðmundsdóttir (1889-1945). Þau eignuðust átta börn.

Sigmundur Andrésson (1854-1926)

  • S02925
  • Family
  • 15. okt. 1854 - 24. apríl 1926

Sigmundur Andrésson, f. í Syðra-Langholti í Árnessýslu. Foreldrar: Andrés Magnússon og Katrín Eyjólfsdóttir í Syðra-Langholti. Sigmundur ólst að miklu leyti upp á Brunnastöðum hjá Katrínu systur sinni og Guðmundi manni hennar. Á unglingsárum sínum naut hann fræðslu einn vetur hjá sr. Magnúsi bróður sínum. Hann stundaði sjómennsku í uppvextinum og komst í mikinn lífsháska 17 ára gamall þegar bátinn steytti á skeri og tveir drukknuðu en þrír björguðust. Einnig fór hann í kaupavinnu á sumrin, m.a. norður í land. Þar kynntist hann konuefni sínu, Moniku Sigurlaugu Indriðadóttur (1862-1939), þau eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Írafelli 1889-1900, á Lýtingsstöðum 1900-1902 og á Vindheimum 1902-1920. Bjó hann þar til dánardags. Um alllangt skeið stundaði hann meðalalækningar og var tíðum leitað til hans í framsveitunum.

Sigmundur Baldvinsson (1900-1983)

  • S02772
  • Person
  • 4. jan. 1900 - 13. jan. 1983

Sigmundur Baldvinsson, f. 04.01.1900. Foreldrar: Baldvin Jóhannsson, útvegsbóndi á Þönglabakka, f. 1857 og kona hans Anna Sigurlína Jónsdóttir, f. 1863. Sigmundur átti eina systur, Sigurbjörgu, sem fluttist með honum í Hofsós árið 1953. Maki: Efemía Jónsdóttir, f. 04.07.1904, d. 27.07.1976. Sigmundur var útgerðarmaður á Þönglabakka og síðar á Hofsósi. Er hann flutti frá Þönglabakka 1953 fór jörðin í eyði.

Sigmundur Birgir Pálsson (1932-2003)

  • S01643
  • Person
  • 28. nóv. 1932 - 29. jan. 2003

Sigmundur Birgir Pálsson fæddist á Sauðárkróki 28. nóvember 1932. Foreldrar hans voru Marvin Páll Þorgrímsson og Pálína Bergsdóttir. ,,Sigmundur ólst upp á Sauðárkróki. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Hann fór síðan að læra húsgagnasmíði hjá Byggingafélaginu Hlyn 1955 og á meðan tók hann þriggja mánaða nám í Iðnskólanum. Sigmundur vann áfram á Hlyn og varð seinna einn af eigendunum, hann hætti þar 1985. Það sama ár hóf hann störf á Sjúkrahúsi Skagfirðinga sem húsvörður og vann þar til ágústloka 2002. Sigmundur var mikill félagsmálamaður og starfaði með hinum ýmsu félagasamtökum á Króknum. Hann var m.a. skátaforingi í Skátafélaginu Andvara, formaður Ungmennafélagsins Tindastóls, félagi í Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks, formaður Lionsklúbbs Sauðárkróks og mjög virkur félagsmaður þar. Hann var einn af stofnendum Félags eldri borgara á Sauðárkróki og starfaði þar af krafti. Sigmundur bjó alla tíð á Sauðárkróki." Hinn 12. ágúst 1963 kvæntist Sigmundur Guðlaugu Gísladóttur frá Ólafsfirði, þau eignuðust fjórar dætur.

Results 4846 to 4930 of 6395