Showing 6395 results

Authority record

Hallfríður Gunnarsdóttir (1907-1982)

  • S00523
  • Person
  • 15.04.1907 - 21.11.1982

Hallfríður Gunnarsdóttir fæddist 15. apríl 1907. Foreldrar hennar voru Gunnar Ólafsson og Sigurlaug Magnúsdóttir. Hún bjó með Aðalgeiri Sigurðssyni á Máná á Tjörnesi, en hann lést árið 1931. Þá flutti hún til Sauðárkróks og starfaði við hjúkrun á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Hún lærði klæðskerasaum hjá Stefáni klæðskera í Skjaldarvík. Hún réð sig sem ráðskonu hjá Kristjáni Kristjánssyni frá Birningsstöðum. Þar kynntist hún sínum seinni manni, Mikael Þorfinnsson frá Hrísey. Þau bjuggu á Akureyri. Hallfríður eignaðist eina dóttur.

Þóra Magnúsdóttir (1913-1995)

  • S00524
  • Person
  • 18.07.1913 - 01.02.1995

Þóra fæddist á Sauðárkróki 18. júlí 1913.
Húsfreyja í Reykjavík og síðast búsett þar.
Maður hennar var Pétur Gunnarsson (1911-1973).

Sigríður Gunnarsdóttir (1899-1989)

  • S00526
  • Person
  • 5. apríl 1899 - 18. mars 1989

Sigríður fæddist í Keflavík í Hegranesi 5. apríl 1899 (11.04. í kirkjubók). Foreldrar hennar voru Gunnar Ólafsson og Sigurlaug Magnúsdóttir bændur í Keflavík. ,,Sigríður mun hafa farið að vinna fyrir sér utan heimilis eftir fermingu, m.a. sem húshjálp hjá Pálma Péturssyni kaupmanni á Sauðárkróki. Einn vetur starfaði hún í Reykjavík og vann einhverja mánuði á klæðskeraverkstæði Stefáns Jónssonar á Akureyri. Síðar réðst Sigríður ráðskona að Silfrastöðum og þaðan kaupakona í Flatatungu." Í apríl 1929 kvæntist Sigríður Oddi Einarssyni frá Flatatungu, þau eignuðust fjögur börn.

Sigurlaug Oddsdóttir (1932-2010)

  • S00527
  • Person
  • 27.09.1932 - 29.01.2010

Sigurlaug fæddist að Flatatungu í Akrahreppi 27. september 1932. Dóttir Odds Einarssonar og Sigríðar Gunnarsdóttur. Sigurlaug var nemi í Barnaskóla Akrahrepps og síðar Húsmæðraskólanum á Löngumýri, en þar var hún árið 1950. Hún lærði til ljósmóður 1957-58 og starfaði í kjölfarið sem ljósmóðir í framsveitum Skagafjarðar, fyrst haustið 1958. Ári seinna fór hún til Danmerkur og vann þar á Hótel D’Angleterre. Í kjölfarið fór hún yfir til Svíþjóðar og vann á Karolinska sjúkrahúsinu í Gautaborg og Södrasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Þar kynnti hún sér fyrirburafæðingar og meðferð fyrirbura. Haustið 1960 kom hún heim og vann um tíma á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki við ljósmóður- og hjúkrunarfræðingsstörf. Á árunum 1962-1963 vann hún á sjúkrahúsinu á Akranesi. Frá hausti 1963 til 1984 var hún starfandi ljósmóðir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, en þangað hafði hún flutt með einkadóttur sína, Sigríði Aðalheiði Pálmadóttur. Hún bjó seinustu árin í Kópavogi.

Steinunn Sigurjónsdóttir (1891-1981)

  • S00528
  • Person
  • 05.02.1891 - 28.02.1981

Fædd í Stóru-Gröf á Langholti, dóttir Sigurjóns Markússonar og Guðrúnar Magnúsdóttur. Steinunn ólst upp í Eyhildarholti með föður sínum en móðir hennar lést þegar hún var 5 ára gömul. Steinunn kvæntist Jónasi Gunnarssyni frá Keflavík í Hegranesi, þau bjuggu lengst af í Hátúni og eignuðust tíu börn.

Margrét Gunnarsdóttir (1892-1981)

  • S00529
  • Person
  • 19.08.1892 - 02.05.1981

Margrét Gunnarsdóttir fæddist í Keflavík í Rípurhreppi 19. ágúst 1892. Hún var dóttir Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur. Margrét ólst upp á heimili foreldra sinna í Keflavík. Eftir að bróðir hennar, Árni Gunnarsson (1902-1975) tók við, stýrði hún búinu ásamt honum og heimili þeirra beggja. Eftir lát Árna fluttist Margrét á ellideild sjúkrahússins á Sauðárkróki. Margrét var ógift og barnslaus.

Guðrún Soffía Gunnarsdóttir (1896 -1985)

  • S00530
  • Person
  • 08.10.1896 - 11.02.1985

Guðrún Soffía Gunnarsdóttir fæddist í Keflavík í Hegranesi 8. október 1896. Hún var dóttir Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur. Hún var ráðskona í Garði í Hegranesi, hjá bróður sínum Ólafi Gunnarssyni. Maður Guðrúnar var Páll Stefánsson (1890-1955). Þau giftust árið 1928. Fyrstu árin bjuggu þau í Ásgeirsbrekku og Enni í Viðvíkursveit en fluttu síðan til Sauðárkróks. Þar bjuggu þau á Suðurgötu 18B. Guðrún bjó á Öldustíg 5 eftir að hún missti manninn sinn.

Jónas Karl Jósteinsson (1896 -1989)

  • S00531
  • Person
  • 07.09.1896 - 04.03.1989

Jónas Jósteinsson fæddist á Kárastöðum í Skagafirði 7. september 1896. Hann lauk kennaraprófi árið 1920. Á árunum 1925-26 var hann við nám í Englandi og Þýskalandi. Jónas kenndi við barnaskólann á Stokkseyri 1920-29, og var skólastjóri þar frá 1929-31, en þá varð hann kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík, yfirkennari þar frá 1945-1960. Kona hans var Gréta Kristjánsdóttir (1901-1993) frá Álfsnesi.

Jónas Kristjánsson (1870-1960)

  • S00532
  • Person
  • 20. sept. 1870 - 3. apríl 1960

Jónas Kristjánsson fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870. Jónas var stúdent frá Lærða skólanum í júní 1896. Cand. med. frá Læknaskólanum 11. febrúar 1901. Á árunum 1908-1938 fór hann utan í námsferðir og á seinni árum til að kynna sér matarræði og náttúrulækningar. Hann starfaði á sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn 1901, var héraðslæknir í Fljótdalshéraði 1901-1911. Hann þjónaði einnig á Hróarstunguhéraði 1905-1906 og 1908-1910. Hann sat á Arnheiðarstöðum 1901-1902 og síðan á Brekku í Fljótsdal.
Jónas var héraðslæknir í Sauðárkrókshéraði 1911-1938 og þjónaði jafnframt í Hofsóshéraði frá 1924, að hluta á móti héraðslækninum í Siglufjarðarhéraði. Er hann fékk lausn frá embætti árið 1938, fluttist hann til Reykjavíkur og var starfandi læknir þar, uns hann gerðist læknir við heilsuhæli Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði frá stofnun þess 1955 og til ársins 1958. Jónas sat á Alþingi 1927-1930. Hann átti frumkvæði að stofnun skátafélags á Sauðárkróki, var forseti Framfarafélags Skagfirðinga 1914-1938 og formaður Tóbaksbindindisfélags Sauðárkróks. Sat í stjórn Náttúrulækningafélagsins á Sauðárkróki 1937-1938 og Náttúrulækningafélags Íslands í Reykjavík frá stofnun þess 1939 til æviloka.
Kona hans var Hansína Benediktsdóttir (1874-1948) frá Grenjaðarstað.

Hálfdán Helgi Jónasson (1891-1927)

  • S00533
  • Person
  • 11. september 1891 - 10. október 1927

Foreldrar hans voru Jónas Jónasson og Þórey Guðrún Jónasdóttir. Hálfán ólst upp með foreldrum sínum, lengst af í Litluhlíð í Vesturdal, síðan á Þorljótsstöðum. Hann fór einn vetur í Hvítárbakkaskóla (1909-1910) en tók svo við búi foreldra sinna á Þorljótsstöðum. Tveimur árum síðar hóf hann búskap að Giljum, síðan á Breið, aftur á Giljum og í Sölvanesi, að lokum flutti hann til Siglufjarðar. Hálfdán var vel skáldmæltur og fékkst töluvert við kveðskap, orti kvæði og skrifaði ljóðabréf. Hálfdán kvæntist Guðrúnu Jónatansdóttur frá Ölduhrygg í Svartárdal, þau eignuðust tvö börn.

Tryggvi Guttormur Hjörleifsson Kvaran (1892-1940)

  • S00535
  • Person
  • 31.05.1892-05.08.1940

Tryggvi Guttormur Hjörleifsson Kvaran, fæddur á Undirfelli í Vatnsdal 31. maí 1892, d. 05.08.1940. Foreldrar: Sr. Hjörleifur Einarsson prestur á Undirfelli í Vatnsdal og Björg Einarsdóttir, seinni kona hans. Tryggvi var unglingur þegar hann missti föður sinn, árið 1910, en móðir hans lifði til 1946 og bjó síðustu árin á Mælifelli hjá Tryggva og fjölskyldu hans. Hann lauk stúdentsprófi 1913 og hóf þá nám í læknisfræði en í febrúar 1918 lauk hann kandidatsprófi í guðfræði. Sótti hann um Odda á Ragnárvöllum en fékk ekki. Gerðist hann aðstoðarprestur séra Sigfúsar Jónssonar á Mælifelli og var vígður þangað 1918. Haustið 1921 brann bærinn á Mælifelli en var byggður aftur upp sumarið eftir. Tryggva var veittur Glaumbær 1937 en ekki flutti hann búferlum þangað heldur þjónaði Glaumbæ, Mælifelli og Víðimýri og sat áfram á Mælifelli.
Maki (g. 29.06.1919): Anna Grímsdóttir Thorarensen (06.09.1890-7.11.1944). Þau eignuðust tvær dætur og ólu upp fóstursoninn Kristmund Bjarnason. Tryggvi kvæntist Önnu Grímsdóttur Thorarensen. Þau eignuðust tvær dætur. Uppeldissonur þeirra var Kristmundur Bjarnason.

Jóhanna Steinunn Jóhannsdóttir (1881-1960)

  • S00536
  • Person
  • 1. september 1881 - 20. júlí 1960

Fædd í Þorsteinsstaðakoti, dóttir Jóhanns Jóhannssonar og Þuríðar Símonardóttur í Saurbæ. Jóhanna kvæntist Jóhannesi Sigvaldasyni og bjuggu þau síðast að Gilsbakka, þau eignuðust fjögur börn.

Þuríður Jóhannesdóttir (1926-1969)

  • S00537
  • Person
  • 05.10.1926-31.01.1969

Húsfreyja á Reykjarhóli á Bökkum, Skag. Var á Geirmundarhóli í Fellssókn, Skag. 1930. Síðast bús. í Haganeshr.

Sigurður Þórðarson (1879-1978)

  • S00538
  • Person
  • 10. október 1879 - 12. janúar 1978

Fæddur og uppalinn að Hnjúki í Skíðadal, sonur Þórðar Jónssonar og Halldóru Jónsdóttur. Sigurður lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum 1901. Næstu árin stundaði hann jarðabótavinnu að sumrinu, en barnakennslu í fjóra vetur til 1905 í Svarfaðardal, í Hegranesi og í Málmey. Sigurður kvæntist Pálínu Jónsdóttur frá Ási í Hegranesi 1905. Hófu þau búskap á Hafsteinsstöðum en fluttu svo að Egg í Hegranesi en Sigurður bjó þar samfleytt í tæp 60 ár. Sigurður var stórbóndi á þess tíma mælikvarða og mikill framkvæmdamaður. Hann tók jafnframt mikinn þátt í opinberum málum sveitar sinnar og sýslu, var í mörg ár í hreppsnefnd, í stjórn búnaðarfélagsins, formaður skólanefndar og sýslunefndarmaður eitt kjörtímabil. Sigurður og Pálína eignuðust sjö börn.

Jónas Jónasson (1879-1965)

  • S00539
  • Person
  • 13.11.1879-22.08.1965

Jónas Jónasson, f. 13.11.1879 á Tyrfingsstöðum á Kjálka, d. 22.08.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jónas Jónsson bóndi á Tyrfingsstöðum og kona hans Katrín Hinriksdóttir.
Jónas ólst upp með foreldrum sínum til 1891 en fór þá um vorið sem vikapiltur að Vindheimum til hjónanna Eyjólfs Jóhannessonar og Guðbjargar Sigurðardóttur (sem var hálfsystir móður hans). Hann gekk í Hólaskóla og lauk búnaðarprófi 1899 með góðan vitnisburð. Stundaði síðan landbúnaðarstörf á sumrum en barnakennslu á veturna. Bóndi í Grundarkoti 1903-1907, á Uppsölum 1907-1912, Vöglum 1912-1918, Óslandi 1918-1923 og Syðri-Höfdölum 1923-1936. Það ár seldi hann jörðina og fluttist til Sauðárkróks, þar sem hann byggði húsið að Freyjugötu 21 í félagi við dóttur sína og tengdason. Eftir flutninga þangað var hann hátt í tvo áratugi vörður mæðiveikivarna við Grundarstokksbrú. Hugur Jónasar mun hafa staðið til frekara náms í æsku en fjárhagsaðstæður komið í veg fyrir það. Hann kenndi snemma sjúkdóms sem fylgdi honum æ síðan en hann þjáðist af liðagigt. Jónas gaf sig lítt að félagsmálum en sat þó í hreppsnefnd flest árin sem hann bjó á Óslandi. Oft var Jónas fenginn til að tala á samkomum og var hann vel hagmæltur.
Maki: Anna Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1871. Þau eignuðust þrjú börn.

Árni Sveinsson (1892-1965)

  • S00540
  • Person
  • 30.10.1892-23.10.1965

Árni Sveinsson, f. 30.10.1892 á Skatastöðum í Austurdal, d. 23.10.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sveinn Eiríksson bóndi og kennari frá Skatastöðum, og kona hans Þorbjörg Bjarnadóttir. Vorið 1898, þegar Árni var á sjötta árinu, urðu foreldrar hans að bregða búi vegna heilsuleysis móður hans og leystist heimilið upp, sumarið eftir lést hún úr tæringu (berklum). Árni var þá kominn í fóstur til Árna Eiríkssonar föðurbróður síns á Reykjum í Tungusveit og konu hans Steinunnar Jónsdóttur frá Mælifelli. Árni var heimilisfastur á Reykjum til 1907, að fósturfaðir hans brá búi og fluttist til Akureyrar. Réðst hann þá vinnumaður til séra Zophaníasar í Viðvík. Presturinn þar andaðist veturinn eftir og um vorið leystist heimilið upp og búið fór á uppboð. Þaðan hélt Árni að Reykjum í Tungusveit til nýrra húsbænda og var þar 1908-1910. Á Skinþúfu (Vallanesi) var hann vinnumaður fardagaárið 1910-1911. Árni fór í Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1914 eftir tveggja vetra nám. Veturinn eftir var hann um skeið heimiliskennari í Hvammi í Hjaltadal en mun síðan hafa farið til Akureyrar. Árið 1915 kom Árni frá Akureyri til Hofsóss og gerðist verslunarmaður hjá Erlendi Pálssyni. Var hann þar um þriggja ára skeið, til 1918, að hann fór í Reyki í Hjaltadal í vinnumennsku og gekk í hjónaband með Sigurveigu heimasætu á Reykjum. Vorið eftir hófu þau leiguliðabúskap á Kjarvalsstöðum og bjuggu þar í fjögur ár. Þennan tíma, 1919-1922, var Árni ráðinn kennari við farskólann í Hólahreppi og reyndar kenndi hann þar meira eða minna til 1930, síðan aftur ráðinn kennari 1948-1950. Þá kenndi hann í Hlíðarhúsinu í Óslandshlíð árin 1945-1948 og stundum í forföllum, bæði í Hofs- og Viðvíkurskólahverfi. Vorið 1923 brá nágranninn Árni Árnason á Kálfsstöðum, búi og fluttist til Akureyrar. Keyptu Árni og Sigurveig þá Kálfsstaði og áttu þar heimili alla tíð síðan. Árni kom meira eða minna að flestum félagsstörfum í sveit sinni í meira en fjóra áratugi.
Maki: Sigurveig Friðriksdóttir Friðriksdóttir, f. 1896, frá Reykjum í Hjaltadal. Þau eignuðust þrjú börn.

María Rögnvaldsdóttir (1885-1968)

  • S00541
  • Person
  • 4. maí 1885 - 27. október 1968

María var fædd í Réttarholti í Blönduhlíð, dóttir Rögnvaldar Björnssonar og Freyju Jónsdóttur. Hún ólst upp í Réttarholti, utan þriggja ára sem þau bjuggu á Bjarnastöðum. María veiktist af berklum sem barn og var lengi vel vart hugað líf. María var vel skáldmælt og eftir hana birtust ljóð og stökur í blöðum og tímaritum. Hún orti mikið af eftirmælum og er til eftir hana töluvert ljóðasafn. María kvæntist Gamalíel Sigurjónssyni frá Staðartungu í Hörgárdal, þau eignuðust þrjú börn. Þau reistu sér bú í Grundargerði í Blönduhlíð og bjuggu þar í sex ár, síðast búsett á Sauðárkróki.

Sólveig Kristjánsdóttir (1923-2012)

  • S00542
  • Person
  • 21. júní 1923 - 1. ágúst 2012

Sólveig Kristjánsdóttir fæddist á Sauðárkróki hinn 21. júní 1923. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Daníelsdóttur frá Steinsstöðum í Tungusveit og Kristjáns Inga Sveinssonar frá Stekkjarflötum í Austurdal. ,,Sólveig var í foreldrahúsum á Sauðárkróki til tvítugs, en flutti þá með þeim til Hríseyjar og seinna til Siglufjarðar. Hún flutti til Reykjavíkur 1951 og bjó þar með manni sínum til 1996 er hann andaðist. Hún bjó áfram í Reykjavík til 2004, en flutti þá til Sauðárkróks fyrst í eigin íbúð, en síðar á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks." Sólveig giftist Gunnari Guðmundssyni frá Hóli á Langanesi, þau eignuðust saman þrjá syni, fyrir áttu þau bæði einn son.

Kristján Ingi Sveinsson (1884-1971)

  • S00543
  • Person
  • 9. september 1884 - 29. apríl 1971

Kristján fæddist á Stekkjarflötum í Austurdal, sonur Sveins Magnússonar og f.k.h. Önnu Guðmundsdóttur. Foreldrar hans bjuggu einnig á Tyrfingsstöðum og Egilsá. Móðir Kristjáns lést þegar hann var 10 ára gamall, fyrst fylgdi hann föður sínum en var svo víða í húsmennsku eða vinnumennsku. Kristján útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum og hóf eftir það störf fyrir bændur í héraðinu, vann að jarðabótum og sem vinnumaður á ýmsum bæjum. Árið 1911 kvæntist hann Sigríði Daníelsdóttur og hófu þau búskap í Stapa, síðar á Lýtingsstöðum, í Flugumýrarhvammi og að Húsabakka. Árið 1920 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem Kristján stundaði ýmsa daglaunavinnu, vann við raflagnir og viðhald á símalínum, við barnakennslu og fór til Siglufjarðar á síldarvertíðar. Hann gaf sig mikið að félagsmálum og vann ötullega að baráttumálum verkamanna. Hann átti sæti í hreppsnefnd Sauðárkróks í þrjú ár og gegndi um tíma starfi fátækrafulltrúa hreppsins. Árið 1942 fluttu Kristján og Sigríður til Hríseyjar og síðar til Siglufjarðar. Í kringum 1960 fluttu þau til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu hjá Sólveigu dóttur sinni. Kristján var vel hagmæltur og orti bæði stökur og ljóð.
Kristján og Sigríður eignuðust þrjár dætur.

Sveinn Stefánsson (1881-1974)

  • S00545
  • Person
  • 4. apríl 1881 - 6. febrúar 1974

Sonur Stefáns Guðmundssonar og Sigurlaugar Ólafsdóttur. Þau bjuggu fyrst um sinn að Giljum í Vesturdal en fluttu svo fyrst að Daufá en síðan í Litluhlíð. Þegar Sveinn var sex ára gamall lést faðir hans, vegna mikillar fátæktar var hann tekinn frá móður sinni níu ára gamall og þurfti að vinna fyrir sér á ýmsum bæjum eftir það. Árið 1908 fór hann sem vinnumaður í Tunguháls og kvæntist þar Guðrúnu Soffíu Þorleifsdóttur sem var þá búandi þar. Sveinn varð fljótt umsvifamestur í framförum og framkvæmdum bænda í Lýtingsstaðahreppi, bústofn hans var stór og ætíð fóðraður til mikilla afurða. Sveinn sinnti einnig ábyrgðar- og trúnaðarstörfum í sinni sveit , sat í hreppsnefnd, í stjórn búnaðarfélagsins, var forðagæslumaður og fjallskilastjóri. Árið 1938 fluttu þau hjónin til Akureyrar þar sem Sveinn vann fyrst við landbúnaðarstörf en síðar við skipaafgreiðslu Eimskips. Sveinn var stofnandi Landgræðslusjóðs Hofsafréttar og var slíkt einstakt framtak í þeirri tíð. Einnig stofnaði Sveinn sjóð til minningar um móður sína, Sigurlaugu Ólafsdóttur en tilgangur sjóðsins var ,,að styrkja fátækar, heilsulitlar eða barnamargar ekkjur í hreppnum". Sveinn og Guðrún eignuðust ekki börn en áttu einn fósturson.

Guðjón Jónsson (1902-1972)

  • S00546
  • Person
  • 27. janúar 1902 - 30. júlí 1972

Sonur Jóns Einarssonar í Héraðsdal og Sigríðar Margrétar Sigurðardóttur. Guðjón var fæddur og uppalin á Tunguhálsi en móðir hans var vinnukona þar er hann fæddist. Hann var fljótlega tekinn í fóstur af hjónunum á Tunguhálsi, þeim Guðrúnu Þorleifsdóttur og þáverandi manni hennar Guðmundi Ólafssyni. Guðmundur lést árið 1908 og ári síðar kvæntist Guðrún Sveini Stefánssyni sem þá gekk Guðjóni í föðurstað. Guðjón útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólum vorið 1922 og tók að hluta við búsforráðum af stjúpa sínum á Tunguhálsi árið 1929 en alfarið árið 1938. Guðjón valdist til margvíslegra ábyrgðar- og trúnaðarstarfa fyrir sveitarfélagið, sat m.a. í hreppsnefnd 1944-1958 og var oddviti mestallan tímann. Guðjón var jafnframt einn af stofnendum og framkvæmdastjóri Landþurrkunarfélags Lýtingsstaðahrepps árið 1945 en starf þess félags markaði tímamót í samgöngumálum sveitarinnar. Guðjón kvæntist Valborgu Hjálmarsdóttur, þau eignuðust sex börn. Árið 1964 létu Guðjón og Valborg af búskap á Tunguhálsi og fluttu til Sauðárkróks þar sem Guðjón starfaði um skeið sem framkvæmdastjóri Verslunarfélags Skagfirðinga.

Magnús Árnason (1902-1976)

  • S00547
  • Person
  • 12.03.1902 - 24.06.1976

Magnús Árnason fæddist 12. mars 1902. Hann var sonur Árna Magnússonar og Önnu Rósu Pálsdóttur.
Hann var vinnumaður í Utanverðunesi hjá Sigurbjörgu Gunnarsdóttur og Magnúsi Gunnarssyni, og síðar ráðsmaður þar. Seinna búsettur í Reykjavík.
Kona hans var Ásta Anna Björnsdóttir Leví (1897-1977).
Magnús lést 24. júní 1976.

Eyþór Þorgrímsson (1889-1971)

  • S00548
  • Person
  • 20.09.1889-25.05.1971

Eyþór Þorgrímsson, f. 20.09.1889, d. 25.05.1971. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson b. í Hofstaðaseli og k.h. María Gísladóttir. Faðir Eyþórs lést þegar Eyþór var 11 ára gamall og ólst hann upp eftir það með móður sinni, lengst af á Hofstöðum og í Hofstaðaseli. Ráðsmaður á Hressingarhælinu í Kópavogi 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Guðmundur Jóhannes Andrésson (1895-1992)

  • S00549
  • Person
  • 08.06.1895-20.03.1992

Guðmundur var fæddur á Gauksstöðum á Skaga og voru foreldrar hans þau Andrés Pétursson og Kristjana Jóhanna Jónsdóttir. Guðmundur lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum vorið 1921. Eftir það sótti hann námskeið í dýralækningum hjá Sigurði Hlíðar á Akureyri. Næstu ár starfaði hann við barnakennslu, síldarvinnu og fleira sem til féll. Í kringum 1927 fékk Guðmundur vinnu í Apótekinu á Sauðárkróki, fyrst hjá Karli Lindgren og síðan Ingvari Sörensen þar sem hann kynntist hinum ýmsu lyfjategundum. Vorið 1931 fékk hann 200 kr. fjárstyrk frá Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu til náms hjá Hannesi Jónssyni yfirdýralækni í Reykjavík, þar var hann í fjögur ár. Það var svo árið 1937 sem Guðmundur var settur dýralæknir í Skagafjarðarhéraði og starfaði í 20 ár samfelld. Eftir það tók hann að sér afleysingar og afgreiðslu lyfja.
Árið 1934 giftist Guðmundur Dagbjörtu Lárusdóttur (1907-1975), þau skildu. Þau áttu einn son. Fyrir átti Guðmundur eina dóttur. Seinni kona Guðmundar var Jónasína Hallgrímsdóttir (1894-1983) frá Grenivík.

Hermann Guðnason (1896-1969)

  • S00550
  • Person
  • 6. maí 1896 - 14. júlí 1969

Búfræðingur og nam húsasmíði á Akureyri. Bóndi á Hvarfi í Bárðardal um árabil frá 1927. Stundaði smíðar með búskapnum og vann mjög að félagsmálum. Síðast bús. í Bárðdælahreppi.

Guðrún Pétursdóttir (1852-1933)

  • S00551
  • Person
  • 20. september 1852 - 4. febrúar 1933

Fædd á Reykjum í Tungusveit, dóttir Péturs Bjarnasonar b. á Reykjum og Guðrúnar Pétursdóttur. Kvæntist Sigurði Sigurðssyni frá Uppsölum og eignuðust þau níu börn, fimm þeirra komust á legg, einnig ólu þau upp eina fósturdóttur. Þau bjuggu á Víðivöllum. Guðrún var þekkt fyrir einstaka gestrisni og gjafmildi og sendi jafnan gjafir til fátækra heimila í nágrenninu.

Heiðbjört Björnsdóttir (1893-1988)

  • S00552
  • Person
  • 06.01.1893-24.05.1988

Heiðbjört Björnsdóttir, f. 06.01.1893 á Veðramóti í Gönguskörðum, d. 24.05.1988 á Sauðárkróki. Foreldrar: Björn Jónsson bóndi og hreppstjóri á Veðramóti og Þorbjörg Stefánsdóttir kona hans. Heiðbjört ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Var bústýra Stefáns bróður síns á Sjávarborg 1912-1913. Haustið 1913 sigldi hún til Danmerkur til frekara náms við Listiðnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og kom aftur heim sumarið eftir. Hún flutti ásamt Árna, heitmanni sínum, vestur um haf árið 1920, en þá seldi Árni jörðina Sjávarborg og búpening sinn. Settust þau að í Blaine á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Árni stofnaði þar verslun og hafði dálítinn búskap. Þau fluttust heim vorið 1925, þá komin með þrjú ung börn. Næsta vetur bjuggu þau í Reykjavík. Árið 1927 keyptu þau Sjávarborg aftur og eignuðust síðar einnig jörðina Borgargerði.
Heiðbjört var mikil búkona og hvíldi búskapurinn mikið til á hennar herðum. Einnig var hún afkastamikil við hannyrðir.
Maki: Árni Daníelsson (05.08.1884-02.08.1965) bóndi á Sjávarborg og kaupmaður á Sauðárkróki. Þau eignuðust þrjú börn.

Friðjón Hjörleifsson (1917-1985)

  • S00553
  • Person
  • 13.11.1917-27.10.1985

Sonur Hjörleifs Jónssonar frá Gilsbakka og unnustu hans Friðriku Sveinsdóttur frá Ytri-Kotum. Friðrika fékk berkla og dó frá drengnum aðeins nokkurra vikna gömlum. Hann var þá tekinn í fóstur af Lilju Sigurðardóttur frá Víðivöllum og ólst upp hjá henni. Þau byggðu saman upp býlið Ásgarð í Blönduhlíð og tók hann síðar alfarið við búskap þar.

Þorvaldur Gísli Óskarsson (1933-2019)

  • S00554
  • Person
  • 2. okt. 1933 - 1. nóv. 2019

Sonur Óskars Gíslasonar frá Minni-Ökrum og Sigrúnar Sigurðardóttur frá Sleitustöðum. Þorvaldur ólst upp með foreldrum sínum á Sleitustöðum. Þorvaldur var bifvélavirki að mennt og rak eigið verkstæði á Sleitustöðum. Kvæntist árið 1955 Sigurlínu Eiríksdóttur frá Tungu í Stíflu, þau eignuðust þrjú börn.

Arndís Guðrún Óskarsdóttir (1941-2007)

  • S00555
  • Person
  • 28. júlí 1941 - 1. desember 2007

Dóttir Óskars Gíslasonar frá Minni-Ökrum og Sigrúnar Sigurðardóttur frá Sleitustöðum. Arndís ólst upp með foreldrum sínum á Sleitustöðum. Kvæntist Brodda Skagfjörð Björnssyni frá Framnesi, þau eignuðust fimm börn. ,,Lillý ólst upp á Sleitustöðum í Kolbeinsdal. Hún gekk í Barnaskóla Óslandshlíðar í Hlíðarhúsi og fór síðan einn vetur í Héraðsskólann í Reykholti en lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Lillý vann í Reykjavík veturinn. 1958-1959 og sumarið eftir starfaði hún við síldarsöltun á Siglufirði. Veturinn. 1959-1960 stundaði Lillý nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Sumarið. 1960 var hún kokkur á síldarbáti en veturinn. 1960-1961 starfaði Lillý sem ráðskona við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Lillý og Broddi hófu búskap á Framnesi í Akrahreppi árið 1962 .Hún var virkur félagi í Kvenfélagi Akrahrepps og sat um tíma í stjórn Sambands skagfirskra kvenna."

Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir (1933-2014)

  • S00556
  • Person
  • 9. október 1933 - 8. júlí 2014

Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir, Silla Gunna, fæddist 9.10. 1933 að Víðivöllum í Blönduhlíð. Foreldrar hennar voru Amalía Sigurðardóttir og s.m.h.Gunnar Jóhann Valdimarsson. Þann 31.12.1953 giftist Silla Gunna, Sigtryggi Bergþóri Pálssyni, þau eignuðust þrjú börn. ,,Silla Gunna var alin upp á kirkjustaðnum Víðimýri og á Víðimel í Skagafirði. Að lokinni hefðbundinni barnaskólagöngu fór hún til náms á Húsmæðraskólann á Löngumýri. Hún starfaði hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og á saumastofu. Árið 1979 hóf hún störf hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, fyrst sem aðstoðarkona í mötuneyti og síðar sem matráðskona allt til ársins 2001 þegar hún fór á eftirlaun. Hún sinnti ýmsum félagsstörfum þ.á m. var hún ein af stofnendum Lionessuklúbbsins Bjarkar, starfaði í kvenfélagi Seyluhrepps og var félagi í kór eldri borgara. Silla Gunna tók virkan þátt í kirkjustarfi, var um árabil í sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju og vann ötult starf meðal safnaðarkvenna."

Ingibjörg Gunnarsdóttir (1866-1948)

  • S00557
  • Person
  • 1. september 1866 - 16. september 1948

Húsfreyja á Keldulandi á Kjálka og á Vöglum í Blönduhlíð, síðar búsett á Akureyri.

Guðrún Þorleifsdóttir (1871-1939)

  • S00558
  • Person
  • 30. maí 1871 - 22. júní 1939

Fædd á Undifelli í Vatnsdal. Framan af ævi var Guðrún í vistum á ýmsum bæjum á Norðurlandi, m.a. á Ásláksstöðum í Krækningahlíð. Hún var þrígift, fyrsti maður hennar var Sigurjón Þorsteinsson húsmaður í Ytri-Svartárdal, hann missti hún árið 1896, annar maður hennar var Guðmundur Ólafsson b. á Tunguhálsi, hann missti hún árið 1908, þriðji maður hennar var Sveinn Stefánsson. Guðrún og Sveinn bjuggu myndarlegu búi á Tunguhálsi, þau eignuðust ekki börn en áttu einn fósturson.

Jóhanna Gunnarsdóttir (1901-1986)

  • S00559
  • Person
  • 12.05.1901 - 24.01.1986

Jóhanna Gunnarsdóttir fæddist í Keflavík í Hegranesi 12. maí 1901. Foreldrar hennar voru Gunnar Ólafsson og Sigurlaug Magnúsdóttir. Kvæntist Haraldi Bjarna Stefánssyni frá Brautarholti og tóku þau við búi þar. Jóhanna starfaði lengi með kirkjukór Glaumbæjarsóknar. Hún bjó áfram í Brautarholti eftir lát manns síns og hafði lítilsháttar búskap. Árið 1980 fluttist hún á Sauðárkrók og dvaldi á sjúkrahúsinu þar. Jóhanna og Haraldur eignuðust fimm börn.

Haraldur Bjarni Stefánsson (1902-1969)

  • S00560
  • Person
  • 06.01.1902 - 25.06.1969

Haraldur Stefánsson fæddist á Halldórsstöðum á Langholti 6. janúar 1902, sonur Stefáns Bjarnasonar og Aðalbjargar Magnúsdóttur. Hálfs árs gamall fór hann í fóstur til Sigurðar Jónssonar oddvita í Brautarholti og k.h. Jóhönnu Steinsdóttur. Hann var bóndi í Brautarholti (áður Litlu-Seylu) á Langholti.
Kona hans var Jóhanna Gunnarsdóttir (1901-1986) frá Keflavík í Hegranesi, þau eignuðust fimm börn.

Loftur Rögnvaldsson (1891-1944)

  • S00561
  • Person
  • 16.11.1891 - 05.11.1944

Loftur Rögnvaldsson fæddist í Miðhúsum í Óslandshlíð 16. nóvember 1891, sonur Rögnvaldar Jónssonar og k.h. Steinunnar Helgu Jónsdóttur. Hann var kennari á Hólum, síðar bóndi og búfræðingur á Hlíðarenda í Óslandshlíð 1920-1922 og 1923-1925. Árið 1925 hóf hann búskap í Óslandi í sömu sveit. Þar var hann bóndi til æviloka.
Kona hans var Nanna Ingjaldsdóttir (1898-1981), þau eignuðust tvo syni.

Árni Magnússon (1872-1936)

  • S00562
  • Person
  • 19.05.1872 - 18.04.1936

Árni Magnússon fæddist að Utanverðunesi í Rípurhreppi í Skagafirði 19. maí 1872, sonur Magnúsar Árnasonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur. Eftir uppvaxtarárin að Utanverðunesi, fór Árni til náms í Reykjavík. Þar nam hann klæðskeraiðn og vann við það um skeið. Árið 1899 hóf hann búskap að Utanverðunesi. Þaðan fluttist hann búferlum í Óslandshlíð ári seinna, en fór svo aftur að Utanverðunesi árið 1901. Hann stundaði ferjustörf á vesturósi Héraðsvatna og veiðiskap með búrekstrinum. Árið 1907 flutti hann til Sauðárkróks. Þar byggði hann sér hús við Suðurgötu 6 sem hann nefndi Nes. Þar hafði hann nokkurn búrekstur með annarri atvinnu. Þá var hann símaaðgjörðarmaður í 18 ár. Kona hans var Anna Rósa Pálsdóttir (1880-1923), þau eignuðust tvö börn. Þau voru ein af stofnendum Góðtemplara reglunnar á Sauðárkróki.

Anna Rósa Pálsdóttir (1880-1923)

  • S00563
  • Person
  • 2. jan. 1880 - 26. apríl 1923

Anna Rósa Pálsdóttir fæddist að Syðri-Brekkum 2. janúar 1880, dóttir Páls Pálssonar b. að Syðri-Brekkum og víðar í Blönduhlíð og k.h. Dýrleifar Gísladóttur. Kvæntist Árna Magnússyni frá Utanverðunesi, þau bjuggu að Utanverðunesi og síðar á Sauðárkróki, þau eignuðust tvö börn.

Bóas Magnússon (1908-1991)

  • S00564
  • Person
  • 11.04.1908-17.12.1991

Bóas fæddist 11. apríl 1908 á Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu, sonur hjónanna Efemíu Björnsdóttur og Magnúsar Andréssonar. Þau hjónin eignuðust ellefu börn og var Bóas áttundi í röðinni. Þegar hann var á tíunda aldursári missti hann föður sinn. Leystist þá fjölskyldan upp og var Bóas sendur að Kálfárdal í Húnavatnssýslu. Næstu árin var hann á ýmsum stöðum í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Það var svo upp úr 1920 að hann kom sem kaupamaður að Bólstaðarhlíð og var þar síðan af og til næstu fjóra áratugina.
Bóas var mikill hestamaður og tamningamaður góður. Síðustu árunum eyddi Bóas á Héraðshælinu á Blönduósi.

Erlendur Klemensson (1922-1987)

  • S00565
  • Person
  • 24.06.1922-04.08.1987

Erlendur var fæddur í Bólstaðarhlið 24. júní 1922, sonur hjónanna Elísabetar Magnúsdóttur frá Kjartansstöðum í Skagafirði og Klemensar Guðmundssonar óðalsbónda í Bólstaðarhlíð. Þar ólst hann upp ásamt bræðrum sínum, Guðmundi og Ævari, og fósturbróður þeirra og frænda, Herbert Sigurðssyni. Keypti hálfa Bólstaðarhlíð af föður sínum og fjölgaði skepnum. Erlendur kvæntist Þórönnu Kristjánsdóttur ættaðri úr Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 3. okt. 1947 og hófu búskap á hálflendunni það sama ár. Þau eignuðust tvo syni, Kolbein, sem nú er bóndi í Bólstaðarhlíð, kvæntur Sólveigu Friðriksdóttur frá Laugahvammi í Skagafirði, og Kjartan, bifvélavirkja á Sauðárkróki, kvæntur Stefaníu Stefánsdóttur frá Skriðu í Breiðdal. Erlendur var víða kunnur fyrir hestamennsku.

Herbert Sigurðsson (1921-2002)

  • S00566
  • Person
  • 13.01.1921-05.02.2002

Herbert Sigurðsson fæddist á Hvammstanga 13. janúar 1921. Foreldrar hans voru Sigurður Magnússon Skagfjörð og Herdís Bjarnadóttir. Herbert kvæntist 6. september 1947 Ingibjörgu Gunnarsdóttur, f. 23. maí 1921, frá Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu, þau eignuðust þrjú börn. ,,Herbert ólst upp frá fimm ára aldri í Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu, hjá föðursystur sinni, Elísabetu Magnúsdóttur, og Klemenzi Guðmundssyni. Þar gekk hann í barna- og unglingaskóla og sótti svo nám í Reykjaskóla í Hrútafirði. Hann lauk námi í trésmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1947 og varð húsasmíðameistari. Hann vann allan sinn starfsaldur við sína iðn og rak jafnframt eigið verkstæði í Reykjavík."

Magnús Árnason (1829-1916)

  • S00567
  • Person
  • 03.09.1829 - 03.08.1916

Magnús Árnason fæddist að Egilsá í Norðurárdal í Akrahreppi 3. september 1829. Hann var bóndi á Utanverðunesi í Rípurhreppi. Kona hans var Sigurbjörg Guðmundsdóttir (1831-1919), þau eignuðust átta börn, fimm þeirra komust á legg.

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit (1965-)

  • S00568
  • Organization
  • 1965-

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit á Sauðárkróki var stofnuð árið 1965 og hefur starfað samfellt í rúm 49 ár. Sveitin hefur sinnt leit, björgun og fleiri verkefnum.
Gögn sveitarinnar voru afhent með gögnum Slysavarnadeildarinnar Skagfirðingasveitar. Hún var stofnuð 1932.

Sigurður Sigurðsson (1926-1984)

  • S00569
  • Person
  • 28.12.1926-05.07.1984

Sigurður Sigurðsson fæddist 28. desember 1926, að Leifsstöðum í Svartárdal. Foreldrar hans voru Sigurður Benediktsson bóndi á Leifsstöðum og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. Sigurður var fjórði í röð átta barna þeirra hjóna. Sigurður dvaldist ávalll á Leifsstöðum. Á árunum 1917-1948 keyptu þeir bræður, Guðmundur og Sigurður, jörðina af foreldrum
sínum. Búskapurinn gekk vel hjá þeim bræðrum því búpeningurinn gaf góðan arð. Sigurður unni heiðinni og átti þangað fjölmargar ferðir, fór m.a. um margra ára skeið í undanreið.
Sigurður var í áratugi félagi í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Eiginkona Sigurðar var María Steingrímsdóttir frá Brandsstöðum í Blöndudal.

Sigurður Benediktsson (1885-1974)

  • S00570
  • Person
  • 11.11.1885-02.06.1974

Sigurður Benediktsson, f. 11.11. 1885, d. 2.6. 1974. Kona hans var Ingibjörg Sigurðardóttir, þau bjuggu á Leifsstöðum. Áttu 12 börn en fjögur þeirra dóu ung.

Slysavarnadeildin Skagfirðingasveit (1932-

  • S00571
  • Organization
  • 1932-

Slysavarnadeildin Skagfirðingasveit var stofnuð á Sauðárkróki árið 1932. Þann 1. febrúar sama ár, var boðað til stofnfundar Skagafjarðardeildar í Slysavarnafélagi Íslands. Jónas Kristjánsson læknir setti fundinn og fundarstjóri var Sigurður Sigurðsson sýslumaður. Fyrir fundinn höfðu safnast 42 undirskriftir væntalegra félaga. Eftirfarandi stjórnarnefnd var kosin á fundinum: Jónas Kristjánsson formaður, Haraldur Júlíusson gjaldkeri og Hallgrímur Jónsson ritari. Endurskoðendur voru Þorvaldur Guðmundsson og Snæbjörn Sigurgeirsson. Stjórnin gaf deildinni nafnið Skagfirðingasveit.
Félaginu voru sett lög. Þar segir m.a.: „Björgunarsveitin heitir Skagfirðingasveit. Starfssvæði hennar nær frá Skagatá inn Skagann Skagafjarðarmegin, Skagafjarðardali vestan Héraðsvatna og austan út að Gljúfurá. Aðsetur hennar er Sauðárkrókur.“ Sveitin fékk brátt upptöku í Slysavarnafélag Íslands.

Ólína Marta Jónsdóttir (1898-1991)

  • S00574
  • Person
  • 01.03.1898-19.02.1991

Ólína Marta Jónsdóttir Þormar, f. 1. mars 1898, d. 19. febr. 1991. Maki: Þorvarður G. Þormar sóknarprestur í Laufási við Eyjafjörð, f. 1. febr. 1996, d. 22. ágúst 1970.

Vilborg Guðmundsdóttir (1922-1999)

  • S00575
  • Person
  • 07.10.1922-29.04.1999

Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Halldórsson, málari á Akureyri og kona hans Sigurhanna Jónsdóttir. Fósturforeldrar Vilborgar voru Þorvarður G. Þormar sóknarprestur í Laufási við Eyjafjörð og k.h. Ólína Marta Jónsdóttir Þormar. Vilborg giftist í Laufási 6. maí 1944 Guðmundi Jörundssyni, bifreiðarstjóra og slökkviliðsmanni á Akureyri. Vilborg ólst upp í Laufási frá 8 ára aldri og bjó síðan alla sína ævi á Akureyri, lengst af húsmóðir á Eyrarvegi 17. Vilborg og Guðmundur eignuðust fjögur börn.

Hörður Þormar (1933-)

  • S00576
  • Person
  • 20.03.1933-

Hörður Þormar f. 20. mars 1933. Sonur hjónanna Ólínar Mörtu Jónsdóttur og sr. Þorvarðs Þormar í Laufási, Eyjafirði.

Halldór Þormar (1929-

  • S00577
  • Person
  • 09.03.1929-

Fæddur 9. mars 1929. Sonur hjónanna Ólínu Mörtu Jónsdóttur og sr. Þorvarðar Þormar, Laufási í Eyjafirði.

Guttormur Þormar (1925-

  • S00578
  • Person
  • 07.10.1925-

Sonur hjónanna Ólínu Mörtu Jónsdóttur og sr. Þorvarðar Þormar í Laufási í Eyjafirði.

Sigurður Egilsson (1911-1975)

  • S00579
  • Person
  • 2.11.1911-19.08.1975

Var á Sauðárkróki 1930. Heimili: Sveinsst., Lýtingsstaðahr.

Monika Sigurlaug Helgadóttir (1901-1988)

  • S00581
  • Person
  • 25.11.1901-10.06.1988

Monika S. Helgadóttir (1901-1988) var fædd á Ánastöðum í Svartárdal, dóttir Helga Björnssonar og Margrétar Sigurðardóttur. Hún settist að á Merkigili í Austurdal í Skagafirði ásamt manni sínum Jóhannesi Bjarnasyni frá Þorsteinsstöðum árið 1932. Jóhannes lést árið 1944 og eftir andlát hans stóð hún ein eftir með átta börn, sjö dætur og einn son. Þrjár elstu dæturnar voru fermdar en yngsta barnið, sem var nokkurra vikna gamalt, var skírt við kistu föður síns. Árið 1949 réðst hún í það stórvirki að byggja nýtt hús úr steinsteypu, sem enn stendur. Var það sannkallað kraftaverk þar sem öll aðföng í húsið voru flutt á hestum yfir Merkigilið sjálft, hvort sem það var möl, sement, bárujárn eða hvað annað sem til þess þurfti. Monika varð þjóðkunn þegar hún var sæmd Fálkaorðunni þann 17. júní 1953 fyrir búskaparafrek við erfiðar aðstæður og enn fremur ári seinna þegar út kom bók Guðmundar G. Hagalín, Konan í dalnum og dæturnar sjö, þar sem hann fjallaði um lífshlaup Moniku.

Ólafur Guðmundsson (1917-1988)

  • S00583
  • Person
  • 22. janúar 1917 - 7. maí 1988

Fæddur í Litlu-Hlíð í Vesturdal, sonur Guðmundar Ólafssonar og Ólínu Arnbjargar Sveinsdóttur. Í barnæsku veiktist Ólafur af lömunarveiki og lamaðist af völdum hennar. Dvaldist hann þá um skeið á Sauðárkróki hjá Jónasi lækni og náði með hans hjálp allgóðum bata. Lömunin háði honum þó töluvert alla ævi. Vorið 1939 útskrifaðist Ólafur frá Bændaskólanum á Hólum með fyrstu ágætiseinkunn. Ólafur kvæntist Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur og hófu þau búskap í Litlu-Hlíð, þau eignuðust ekki börn saman en Guðrúnu fylgdu fóstursynir hennar og fyrri manns hennar. Guðrún lést 1963. Seinni kona Ólafs var Helga Arngrímsdóttir, þau áttu ekki börn.

Jóhann Pétur Magnússon (1892-1979)

  • S00584
  • Person
  • 2.3.1892-8.5.1979

Fæddur og uppalinn í Gilhaga, sonur Magnúsar Jónssonar og Helgu Indriðadóttur ljósmóður. Jóhann var einn vetur í Hvítárbakkaskóla (1912-1913). Kvæntist Lovísu Sveinsdóttur (Lóu) og hófu þau búskap í Breiðargerði en fluttu svo að Syðri-Mælifellsá. Jóhann stundaði auk þess jarðabótavinnu á sumrin og var varðmaður við sauðfjárveikivarnargirðingu á Eyvindarstaðaheiði í sjö sumur. Jóhann fékkst einnig töluvert við hrossaverslun, keypti sláturhross af bændum og rak þau til Akureyrar til slátrunar. Árið 1954 flutti til Keflavíkur og hóf að vinna á "Vellinum", 1957 flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann starfaði hjá Sláturfélagi Suðurlands. Árið 1971 fluttu þau hjón aftur heim í Skagafjörð og bjuggu að Varmalæk. Á búskaparárum sínum sat Jóhann í hreppsnefnd um hríð, hann var eindreginn samvinnumaður. Jóhann var góður hagyrðingur og fóru stökur hans víða, nokkrar þeirra birtust í Skagfirskum Ljóðum 1957. Jóhann var mjög áberandi persóna í sinni sveit.
Jóhann og Lovísa (Lóa) eignuðust fjögur börn og áttu einn fósturson.

Margrét Símonardóttir (1869-1963)

  • S00585
  • Person
  • 10. júlí 1869 - 2. maí 1963

Fædd og uppalin á Brimnesi, dóttir Símonar Pálmasonar og Sigurlaugar Þorkelsdóttur. Margrét átti frumkvæðið að stofnun heimilisiðnaðarfélags í Viðvíkursveit, sem starfaði þar í mörg ár, og sat í stjórn þess. Margrét skrifaði um áhugamál sín, t.d. heimilisiðnað og fl. í tímaritið Hlín. Margrét kvæntist Einari Jónssyni frá Tungu í Stíflu, þau bjuggu á Brimnesi frá 1896-1926 en fluttust eftir það til Reykjavíkur, þau eignuðust þrjár dætur, tvær þeirra komust á legg.

Ingvar Jón Jónsson (1894-1974)

  • S00586
  • Person
  • 27. september 1894 - 13. nóvember 1974

Fæddur og uppalinn á Hóli í Tungusveit, sonur Jóns Jónssonar og Margrétar Björnsdóttur. Ungur að árum fór Ingvar í Hvítárbakkaskóla og stundaði þar nám í tvo vetur (1911-1913). Hann hóf svo búskap á Hóli tæplega tvítugur, hann var framfarasinnaður bóndi, sléttaði og jók út túnið og byggði upp hús. Árið 1917 kvæntist hann Mörtu Kristínu Helgadóttur frá Ánastöðum í Svartárdal, hún dó af barnsförum það sama ár er þeim hjónum fæddust tvíburar. Seinni kona Ingvars var Ragnheiður Elín Pálsdóttir frá Bessastöðum í Sæmundarhlíð, þau Ingvar eignuðust fjögur börn.

Ragnar Ófeigsson (1903-1983)

  • S00587
  • Person
  • 08.05.1903-11.06.1983

Fæddur og uppalinn í Ytri-Svartárdal, sonur Ófeigs Björnssonar og Bjargar Tómasdóttur. Bóndi í Svartárdal 1930-1981. Ókvæntur og barnlaus.

Markús Sigurjónsson (1909-2001)

  • S00588
  • Person
  • 16. mars 1909 - 6. júlí 2001

Markús Sigurjónsson fæddist í Eyhildarholti 16. mars 1909. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Markússon, bóndi í Eyhildarholti og víðar og Sigurlaug Reykdal Vigfúsdóttir, húsfreyja og fyrsta rjómabússtýra í Skagafirði. Markús giftist 1936 Þórönnu Jónsdóttur, þau eignuðust tvö börn og áttu eina fósturdóttur, þau bjuggu á Reykjarhóli í Seyluhreppi.

Reimar Helgason (1902-1970)

  • S00589
  • Person
  • 27.05.1902-21.11.1970

Reimar Helgason, f. að Kirkjuhóli í Seyluhrepp27.05.1902, d. 21.11.1970. Foreldrar: Helgi Guðnason og fyrri kona hans, Sigurbjörg Jónsdóttur. Reimar ólst upp í foreldrahúsum á Kirkjubóli þar til hann missti móður sína 12 ára gamall, þá fór hann í fóstur til Jóhanns Sigurðssonar og Sigurlaugar Ólafsdóttur á Löngumýri. Varð hann síðan vinnumaður þar í áraraðir og síðar lausamaður. Árið 1942 keypti hann jörðina Bakka í Vallhólmi en var alltaf viðloða Löngumýrarheimilið og sá t.d. um rekstur rafstöðvarinnar þar. Reimar var ókvæntur og barnlaus.

Jón Gíslason (1893-1976)

  • S00590
  • Person
  • 15.10.1893-30.08.1976

Sonur Gísla Þorfinnssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Bóndi í Miðhúsum á árunum 1922-1966. Jón var vinsæll félagsmaður í öllum störfum. Hann var hreppsnefndarmaður Akrahrepps um a.m.k. átta ára skeið og fjallskilastjóri jafnlengi. Mörg sumur var hann varðmaður við Héraðsvötn á vegum sauðfárveikivarna og í fjölda ára fulltrúi á aðalfundum Kaupfélags Skagfirðinga. Jón var ókvæntur og barnlaus. Aðalbjörg systir Jóns var bústýra hjá honum í Miðhúsum, saman tóku þau í fóstur rúmlega ársgamlan systurson sinn og ólu hann upp.

Stefán Rósantsson (1895-1974)

  • S00591
  • Person
  • 28.06.1895-19.05.1974

Stefán Rósantsson, f. 28.06.1895, d. 19.05.1974. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum, er flust höfðu frá Stapa að Reykjaseli 1895, vorið sem hann fæddist. Þaðan lá leiðin að fjórum árum liðnum austur yfir Vötn, þar sem bú þeirra stóð í Grundarkoti í Blönduhlíð. Árið 1901 fluttust þau að Ölduhrygg, og bjuggu þau þar uns Rósant andaðist árið 1915. Næstu fjögur árin tók Stefán ábyrgð búsins á sínar herðar. Þá leystist búið upp en Stefán fór í vinnumennsku á Fremri-Svartárdal. Að þremur árum liðnum hóf hann búskap ásamt móður sinni, að þessu sinni í Sölvanesi á Fremribyggð og bjuggu þau þar 1922-1937. Indriði bjó í Hvammkoti í Tungusveit 1937-1938, á Ytri-Mælifellsá á Efribyggð 1938-1939 og í Gilhaga 1939-1974. Meðfram búskapnum stundaði hans talsverð viðskipti með sauðfé og hross. Á mæðiveikiárunum var hann mörg sumur varðmaður bæði á Hofsafrétt og Kiliþ
Maki: Helga Guðmundsdóttir frá Gilkoti. Þau eignuðust sex börn.

Stefán Stefánsson (1873-1971)

  • S00592
  • Person
  • 11.03.1873-17.04.1971

Foreldrar Stefáns voru Stefán Stefánsson og Margrét Skúladóttir. Stefán var við nám í Flensborgarskóla 1893-1895 og lærði þar söðlasmíði. Í byrjun árs 1903 kvæntist hann Margréti Sigurðardóttur ljósmóður, það sama ár hófu þau búskap í Valadal, en ári síðar fluttu þau að Brenniborg og bjuggu þar óslitið til 1940. Fluttust þá til Blönduóss og þar stundaði Stefán iðn sína, söðlasmíðina, í allmörg ár. Í kringum 1960 flutti hann til sonar síns í Brúnastaði í Lýtingsstaðahreppi. Stefán og Margrét eignuðust fjögur börn, þrjú þeirra komust á legg.

Sigurður Kristófersson (1902-1979)

  • S00593
  • Person
  • 29.06.1902-20.08.1979

Fæddur á Steinsstöðum í Tungusveit, skrifaður sonur Kristófers Tómassonar en almennt álitinn sonur Jóns Kristbergs á Víðivöllum, móðir Sigurðar var Sigurbjörg Sveinsdóttir. Sigurður dvaldist fyrstu tvö ár ævi sinnar í fóstri hjá hjónunum Sigurbjörgu Bjarnadóttur og Jósefi Jónssyni í Litladalskoti (nú Laugardal), eftir það var hann með móður sinni. Bóndi á Lýtingsstöðum í Tungusveit 1930-1931, í Sölvanesi 1931-1934, í Brekkukoti 1934-1935. Sigurður var gæddur ríkri tónlistargáfu, lék á orgel og söng með Karlakórnum Heimi um áratuga skeið. Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Ingólfur Daníelsson (1890-1969)

  • S00594
  • Person
  • 25.01.1890-23.01.1969

Sonur Daníels Sigurðssonar og s.k.h. Sigríðar Sigurðardóttur. Ólst upp í Húnavatnssýslu. Þegar hann var 24 ára gamall hóf hann búskap með Gísla bróður sínum á Steinsstöðum. Kvæntist árið 1918 Jónínu Guðrúnu Einarsdóttur, þau bjuggu um tíma í Merkigarði, í Efra-Lýtingsstaðakoti og í Bakkaseli. Eftir tíu ára búskap í Bakkaseli voru þau um tíma á Sjávarborg en fluttu í Steinsstaði 1940, síðast búsett í Laugahvammi. Ingólfur fékkst töluvert við tamningar og skeifna- og söðlasmíði. Ingólfur og Jónína eignuðust fimm börn, fyrir hjónaband átti Ingólfur eina dóttur.

Böðvar Emilsson (1904-1984)

  • S00595
  • Person
  • 20.12.1904-11.11.1984

Fæddur í Hamarskoti við Akureyri, þegar hann var níu ára gamall var honum komið í fóstur í Litladal í Skagafirði hjá Skarphéðni Símonarsyni. Skarphéðinn drukknaði í Héraðsvötnum það sama ár og Böðvar var því sendur aftur norður og dvaldi á ýmsum bæjum í Öxnadal næstu fimm árin. 16 ára gamall kom hann aftur í Skagafjörð og dvaldi í Litladalskoti í tvö ár og fór síðan að Þorsteinsstöðum og var bóndi þar 1941-1980. Böðvar var ógiftur og barnlaus.

Jóhannes Guðmundsson (1884-1968)

  • S00596
  • Person
  • 07.09.1884-05.10.1971

Fæddur og uppalinn í Ytra-Vallholti, sonur Guðmundar Sigurðssonar og Guðrúnar Eiríksdóttur. Frá 1907 bjó Jóhannes ásamt Eiríki bróður sínum félagsbúi ásamt föður þeirra til ársins 1927 er Jóhannes tók alfarið við búskapnum og bjó þar til 1964. Jóhannes kvæntist Sigríði Ólafsdóttur frá Álftagerði árið 1933, þau eignuðust tvær dætur.

Jón Eðvald Guðmundsson (1894-1974)

  • S00597
  • Person
  • 23.10.1894-10.06.1974

Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim til Sauðárkróks frá Hlíðarenda í Borgarsveit árið 1899. Átti hann heimili hjá þeim til 1926-1927 en byggði sér þá hús, sem hann nefndi Sævarland, Freyjugata 24 bjó þar til ársins 1947 en þá flutti hann til Reykjavíkur og átti heima þar til ársins 1972. Þegar Jón fluttist suður keyptu synir hans Marteinn og Friðrik húseignina af honum. Jón stundaði mikið sjó, átti á tímabili mótorbátinn Andvara með Gunnari Einarssyni refaskyttu og Snæbirni Sigurgeirsyni bakara og var um skeið vélstjóri á mótorbátum Garðari sem gerður var út af Steindóri Jónssyni trésmið. Jón var verkstjóri (búkkaformaður) við hafnargerð á Sauðárkróki árin 1936-1937, vann svo lengi sem tækjamaður við ferskfiskverkun hjá KS og sem fláningsmaður við slátrun hjá sama fyrirtæki mörg haust en fiskverkunin og slátrun fóru þá fram í sama húsnæði, þó aldrei samtímis. Jón vann nokkuð við húsbyggingar á Sauðárkróki og starfaði þar að ýmiskonar smíðum einkum þó trésmíði. Hann smíðaði refabúr fyrir Kristinn P. Briem kaupmann og loðdýrafrömuð og einnig bjó hann til skó úr gúmmíslöngum innan úr bíldekkjum sem hann seldi á sanngjörnu verði. Eftir að jón fluttist til Reykjavíkur vann hann fyrst við húsasmíðar. En eftir að Jón flutti á Sauðárkrók í elli sinni aðstoðaði hann Friðrik son sinn við húsbyggingar."

Gunnar Jóhannsson (1922-1979)

  • S00598
  • Person
  • 09.02.1922-09.01.1979

Fæddur og uppalinn á Mælifellsá á Efribyggð í Lýtingsstaðahreppi, sonur Jóhanns Péturs Magnússonar og Lovísu Sveinsdóttur. Fimmtán ára gamall lærði Gunnar leðursaum og skósmíði á Akureyri og átján ára gamall stofnsetti hann saumastofu á heimili foreldra sinna, þar sem framleiddar voru skinnavörur. Um þetta leyti fór hann að finna fyrir vöðvarýrnun sem ágerðist nokkuð hratt svo að innan við tvítugt þurfti hann að nota hækjur og var bundinn við hjólastól frá 25 ára aldri. Árið 1943 kvæntist hann Þuríði Kristjánsdóttur og keyptu þau hjón 30 ha. landspildu úr landi Skíðastaða á Neðribyggð ásamt heitavatnsréttindum og byggðu nýbýlið Varmalæk, þar sem þau settust að og ráku saumastofu, gróðurhús og verslun. Eftir tíu ára búsetu á Varmalæk hafði heilsu Gunnars hrakað mjög og þurftu þau að hjón að flytja til Reykjavíkur til þess að hafa greiðari aðgang að læknisþjónustu v. sjúkdóms hans. Í Reykjavík ráku þau verslun og saumastofu um tíu ára skeið. Eftir það hóf Gunnar störf hjá Múlalundi og varð síðar einn af aðal hvatamönnum að stofnun Sjálfsbjargar og starfaði mikið fyrir félagið. Síðustu starfsárin starfaði hann við rekstur fornmunaverslunar. Gunnar var snjall hagyrðingur og mikill söngmaður.
Gunnar og Þuríður eignuðust átta börn.

Pétur Jónasson (1887-1977)

  • S00599
  • Person
  • 19. okt. 1887 - 29. nóv. 1977

Sonur Jónasar Jónssonar b. og smiðs og Pálínu Guðnýjar Björnsdóttur ljósmóður að Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. Pétur vann á búi foreldra sinna til tvítugsaldurs en fór þá að heiman og réðst í vistir og var í vinnumennsku í um 20 ár. Síðar varð hann ráðsmaður hjá Ásgrími Einarssyni skipstjóra á ábýlisjörðum hans að Ási í Hegranesi og Reykjum á Reykjaströnd. Pétur fluttist til Sauðárkróks árið 1930 og byggði sér þar íbúðarhús með föður sínum að Suðurgötu 9. Fyrstu árin á Sauðárkróki stundaði hann mest smíðavinnu en var einnig trúnaðarmaður Guðmundar Gíslasonar á Keldum um eftirlit með sýkingum af völdum mæði- og garnaveiki. Einnig leysti hann tvívegis af sem dýralæknir í nokkra mánuði í senn. Pétur sat um árabil í stjórn Vmf. Fram, átti sæti í skattanefnd í 20 ár, niðurjöfnunarnefnd í 20-30 ár, í fasteignamatsnefnd og kjörstjórn, lengi fulltrúi á aðalfundum K.S. og síðasti hreppstjóri Sauðárkróks 1943-1947 þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Árið 1942 kvæntist hann Maríu Karólínu Magnúsdóttur ljósmóður, þau eignuðust eina dóttur.

Friðrik Jens Friðriksson (1923-2011)

  • S00600
  • Person
  • 17.02.1923-11.06.2011

Friðrik Jens Friðriksson fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1923. Foreldrar hans voru Friðrik Ásgrímur Klemenzson, kennari og póstafgreiðslumaður í Reykjavík og María Jónsdóttir, kennari. ,,Friðrik ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá MR 1942. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1950. Á námstíma, kandídatsári og fyrstu árum þar á eftir starfaði hann á Landspítalanum, Reykhólum, Blönduósi og við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Árið 1954-1955 var hann héraðslæknir á Patreksfirði, en frá janúar 1956 til ársins 1974 gegndi hann héraðslæknisembætti á Sauðárkróki og starfaði sem yfirlæknir á gamla sjúkrahúsinu á Sauðárkróki til 1961. Var umdæmislæknir frá 1974-1978 og héraðslæknir í Norðurlandshéraði vestra frá 1978-1993. Samhliða starfaði hann sem læknir við Sjúkrahús Skagfirðinga, nú Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, frá 1962-1993. Friðrik gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Sat í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga og í stjórn Læknafélags Norðurlands vestra. Var í stjórn Rauða kross deildar Skagafjarðar, í stjórn Krabbameinsfélags Skagafjarðar og formaður utanfararsjóðs sjúkra í Skagafirði. Sat í byggingarnefnd Sauðárkróks um árabil og var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Var formaður heilbrigðismálaráðs Norðurlands vestra og félagsmálaráðs Sauðárkróks. Sat í svæðisstjórn um málefni fatlaðra, í svæðisstjórn um málefni þroskaheftra og í öldrunarnefnd Skagafjarðar. Hann var félagi í Rótarýklúbbi Sauðárkróks um áratugaskeið og hlaut æðstu viðurkenningu samtakanna, Paul Harris-orðuna. Var heiðursfélagi í Golfklúbbi Sauðárkróks, auk þess sem hann var félagi í Frímúrarahreyfingunni og var í Félagi eldri borgara í Skagafirði. Síðasta áratuginn áttu þau Friðrik Jens og Alda Ellertsdóttir náið vináttusamband sem var þeim innihaldsríkt og færði þeim gleði." Friðrik kvæntist 1. júní 1950 Sigríði Guðvarðsdóttur hjúkrunarfræðingi, þau áttu eina fósturdóttur.

Ólafur Jónsson (1890-1972)

  • S00601
  • Person
  • 28.01.1890-21.11.1972

Sonur Jóns Ólafssonar b. í Grófargili og Sigríðar Jónsdóttur. Árið 1910 kom Ólafur sem vinnumaður að Litlu-Gröf á Langholti þar sem hann var til ársins 1914 að hann fluttist að Stóru-Gröf. Þar átti hann síðan heima í 44 ár. Laust fyrir 1940 byggði Ólafur sér lítið hús skammt austan við gamla bæinn í Stóru-Gröf, þarna bjó hann fram til 1958 er hann flutti til Sauðárkróks. Ólafur var ókvæntur og barnlaus.

Hermann Jón Stefánsson (1905-1995)

  • S00602
  • Person
  • 25.05.1905 - 18.11.1995

Hermann Jón Stefánsson fæddist í Efrakoti 25. maí 1905.
Hann notaði millinafnið Jón og var bóndi á Ánastöðum í Svartárdal. Hann var ókvæntur og barnlaus.
,,Foreldrar Jóns voru Stefán Jónasson (1877-1925) og Hallbera Sólveig Baldursdóttir (1867-1938). Þau hófu sinn búskap í Villinganesi, bjuggu í Efrakoti frá 1900 til 1916 en fluttu þá í Ánastaði."
Jón lést á Sauðárkróki 18. nóvember 1995.

Sigurður Eiríksson (1899-1974)

  • S00603
  • Person
  • 12.08.1905-25.01.1974

Sonur Eiríks Jóns Guðnasonar b. í Villinganesi og f.k.h. Guðrúnar Þorláksdóttur. Sigurður missti móður sína aðeins sex ára gamall, og stjúpmóður sína 13 ára gamall. Hann var bóndi í Villinganesi 1933-1936, í Gilhaga 1936-1937, í Teigakoti 1937-1949, í Stapa 1949-1952 og að lokum í Borgarfelli 1952-1974. Sambýliskona Sigurðar var Helga Sveinbjörnsdóttir, þau eignuðust þrjú börn.

Davíð Stefánsson (1895-1964)

  • S00604
  • Person
  • 21.01.1895-01.03.1964

Davíð fæddist í Fagraskógi þann 21. janúar árið 1895. Foreldrar hans voru Stefán Baldvin Stefánsson bóndi og síðar alþingismaður og Ragnheiður Davíðsdóttir frá Hofi í Hörgárdal. Davíð lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri árið 1911. Á árunum 1915 – 1916 dvaldist hann í Kaupmannahöfn og hófst skáldferill hans þar. Síðar hóf hann nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1919 en það ár kom fyrsta ljóðabók hans út, hún ber heitið Svartar fjaðrir. Davíð dvaldist öðru hvoru erlendis, meðal annars í nokkra mánuði á Ítalíu árið 1920 og svo í Noregi 1923. Árið 1925 tók Davíð við föstu starfi sem bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri. Hann lét formlega af störfum sem bókavörður árið 1951.

Gunnlaug Sigurbjörg Sigurðardóttir (1921-2013)

  • S00605
  • Person
  • 7. október 1921 - 7. janúar 2013

Gunnlaug Sigurbjörg Sigurðardóttir fæddist á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð 7. október 1921. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Sigurðsson yngri, bóndi þar, og kona hans Guðlaug Sigurðardóttir. Bogga naut föður síns ekki lengi því hann lést úr krabbameini 23. desember 1922. Guðlaug móðir hennar hélt áfram búskap með aðstoð tengdaforeldra sinna. 20. desember 1942 kvæntist Bogga Guðmundi Svavari Valdimarssyni eða Munda Valda Garðs eins og hann var kallaður og sáu þau meðal annars um rekstur Sauðárkróksbíós. Bogga og Mundi eignuðust tvær dætur og bjuggu lengst af á Bárustíg 3 á Sauðárkróki.

Friðrik Margeirsson (1919-1995)

  • S00606
  • Person
  • 28.05.1919-12.06.1995

Friðrik var fæddur á Ögmundarstöðum í Skagafirði árið 1919. Foreldrar hans voru Helga Pálsdóttir og Margeir Jónsson kennari og fræðimaður. Seinni kona Margeirs var Helga Óskarsdóttir. Friðrik kvæntist Aldínu (Öldu) Snæbjörtu Ellertsdóttur húsfreyju, þau eignuðust sjö börn. Friðrik lauk cand, mag. námi í íslenskum fræðum árið 1949. Þá hóf hann kennslu við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og Iðnskólans á Sauðárkróki; var skólastjóri í báðum skólum.

Jón Karlsson (1937-)

  • S00609
  • Person
  • 11.05.1937

Jón fæddist á Mýri í Bárðardal og ólst þar upp. Lengst af búsettur á Sauðárkróki. Jón kvæntist Hólmfríði Friðriksdóttur, þau eignuðust þrjú börn. Jón var m.a. formaður stéttarfélagsins Öldunnar. Árið 2011 hlaut Jón riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu verkalýðsmála og réttindabaráttu.

Results 596 to 680 of 6395