Showing 15 results

Authority record
Utanverðunes

Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965)

  • S03290
  • Person
  • 26.12.1883-18.07.1965

Anna Guðrún Þorleifsdóttir, f. 26.12.1883, d. 18.07.1965. Foreldrar: Þorleifur Þorleifsson bóndi í Brekkukoti og Miklabæ í Óslandshlíð (1850-1937) og kona hans Elísabet Magnúsdóttir (1845-1931). Þau bjuggu á Miklabæ þegar Anna fæddist.
Maki: Jóhann Gunnarsson (1880-1962). Þai eignuðust þrjú börn en áður átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur. Jóhann og Anna bjuggu á parti í Utanverðunesi 1907-1908, í Garði 1908-1913, Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, Enni í Viðvíkursveit 1927-1928 og á Krossi 1928-1962, en þá lést Jóhann. Ekki er getið um hvort Anna dvaldi þar áfram þau þrjú ár sem hún átti ólifuð.

Anna Rósa Pálsdóttir (1880-1923)

  • S00563
  • Person
  • 2. jan. 1880 - 26. apríl 1923

Anna Rósa Pálsdóttir fæddist að Syðri-Brekkum 2. janúar 1880, dóttir Páls Pálssonar b. að Syðri-Brekkum og víðar í Blönduhlíð og k.h. Dýrleifar Gísladóttur. Kvæntist Árna Magnússyni frá Utanverðunesi, þau bjuggu að Utanverðunesi og síðar á Sauðárkróki, þau eignuðust tvö börn.

Árni Magnússon (1872-1936)

  • S00562
  • Person
  • 19.05.1872 - 18.04.1936

Árni Magnússon fæddist að Utanverðunesi í Rípurhreppi í Skagafirði 19. maí 1872, sonur Magnúsar Árnasonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur. Eftir uppvaxtarárin að Utanverðunesi, fór Árni til náms í Reykjavík. Þar nam hann klæðskeraiðn og vann við það um skeið. Árið 1899 hóf hann búskap að Utanverðunesi. Þaðan fluttist hann búferlum í Óslandshlíð ári seinna, en fór svo aftur að Utanverðunesi árið 1901. Hann stundaði ferjustörf á vesturósi Héraðsvatna og veiðiskap með búrekstrinum. Árið 1907 flutti hann til Sauðárkróks. Þar byggði hann sér hús við Suðurgötu 6 sem hann nefndi Nes. Þar hafði hann nokkurn búrekstur með annarri atvinnu. Þá var hann símaaðgjörðarmaður í 18 ár. Kona hans var Anna Rósa Pálsdóttir (1880-1923), þau eignuðust tvö börn. Þau voru ein af stofnendum Góðtemplara reglunnar á Sauðárkróki.

Dýrleif Árnadóttir (1899-1993)

  • S01140
  • Person
  • 4. júlí 1899 - 8. mars 1993

Foreldrar: Árni Magnússon og Anna Rósa Pálsdóttir í Utanverðunesi. Dýrleif ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim til Sauðárkróks árið 1907. Naut hún barna- og unglingafræðslu þar. Dýrleif starfaði mikið með ungliðadeild Góðtemplara reglunnar og í Ungmennafélaginu Tindastóli þar sem hún var heiðursfélagi. Dýrleif starfaði einnig allmikið með verkakvennafélaginu Öldunni og sat í stjórn um skeið, söng einnig um nokkurra ára skeið með Kirkjukór Sauðárkróks. Dýrleif kvæntist Guðmundi Sveinssyni árið 1919 og það sama ár hófu þau búskap á Hóli í Sæmundarhlíð. Ári síðar fluttu þau til Sauðárkróks og bjuggu þar síðan, þau eignuðust sjö börn. Eftir að börn þeirra hjóna voru uppkomin, starfaði Dýrleif við fiskvinnslu hjá KS á meðan starfsævi entist.

Eiríksína Ásgrímsdóttir (1897-1960)

  • S02798
  • Person
  • 11. apríl 1897 - 18. sept. 1960

Eiríksína Ásgrímsdóttir, f. 11.04.1897 í Hólakoti í Fljótum. Foreldrar: Ásgrímur Björnsson b. í Hólakoti og k.h. María Eiríksdóttir. Eiríksína missti föður sinn 1904, þá sjö ára gömul. Móðir hennar fór þá í vinnusmennsku og fylgdi hún henni. Voru þær tvö ár á Böggvisstöðum í Svarfaðardal en fluttu síðan að Utanverðunesi og loks Ási í Hegranesi. Þaðan lá leiðin til Héðinsfjarðar, þar sem Eiríksína kynntist mannsefni sínu. Eiríksína vann mikið að félagsmálum, einkum slysavarnamálum og var formaður kvennadeildarinnar Varnar um árabil.
Maki: Björn Zóphanías Sigurðsson frá Vatnsenda í Héðinsfirði. Þau fluttu til Siglufjarðar 1916 og bjuggu þar til dánardags. Þau eignuðust tíu börn og ólu auk þess upp sonarson sinn.

Elín Jónsdóttir (1888-1948)

  • S03147
  • Person
  • 30. júní 1888 - 29. mars 1948

Foreldrar: Jón Þorláksson b. í Brekkukoti ytra í Blönduhlíð og 3. k. h. Steinunn Björnsdóttir frá Miðhúsum í Óslandshlíð. Elín var bústýra Jóns Ósmanns í Utanverðunesi og átti með honum son. Hún bjó síðar í Hofstaðaseli.

Jóhann Gunnarsson (1880-1962)

  • S03289
  • Person
  • 20.08.1880-27.08.1952

Jóhann Gunnarsson, f. að Egg í Hegranesi 20.08.1880, d. 27.08.1962 á Sauðárkróki. Foreldrar: Gunnar Ólafsson síðar bóndi í Keflavík í Hegranesi og kona hans Arnbjörg Hannesdóttir.
Bóndi í Utanverðunesi (á parti) 1907-1908, í Garði 1908-1913, á Bjarnastöðum í Unadal 1914-1927, í Enni í Viðvíkursveit 1927-1928, á Krossi 1928-1962.
Kona: Anna Guðrún Þorleifsdóttir (1883-1965) frá Miklabæ í Óslandshlíð. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Jóhann dóttur með Guðrúnu Ástvaldsdóttur.

Magnús Árnason (1902-1976)

  • S00547
  • Person
  • 12.03.1902 - 24.06.1976

Magnús Árnason fæddist 12. mars 1902. Hann var sonur Árna Magnússonar og Önnu Rósu Pálsdóttur.
Hann var vinnumaður í Utanverðunesi hjá Sigurbjörgu Gunnarsdóttur og Magnúsi Gunnarssyni, og síðar ráðsmaður þar. Seinna búsettur í Reykjavík.
Kona hans var Ásta Anna Björnsdóttir Leví (1897-1977).
Magnús lést 24. júní 1976.

Magnús Gunnarsson (1887-1955)

  • S00446
  • Person
  • 01.01.1887 - 10.07.1955

Magnús Gunnarsson fæddist í Vík í Staðarhreppi 1. janúar 1887. Hann var sonur Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur.
Magnús var bóndi í Utanverðunesi í Rípurhreppi, Skagafirði 1914-1955 og hreppstjóri þar 1942-1955.
Systir hans, Sigurbjörg var ráðskona hjá honum og sinnti einnig bústörfum.
Ókvæntur og barnslaus.
Magnús lést í Utanverðunesi 10. júlí 1955.

Páll Hróar Jónasson (1908-1999)

  • S03371
  • Person
  • 17.05.1908-21.12.1999

Páll Hróar Jónasson, f. í Hróarsdal 17.05.1908, d. 21.12.1999 í Reykjavík. Foreldrar: Jónas Jónsson bóndi í Hróarsdal og þirðja kona hans, Lilja Jónsdóttir. Páll ólst upp hjá foreldrum sínum í Hróarsdal við hefðbundin bústörf. Hann lærði húsasmíði og vann við húsbyggingar víða um Skagafjörð og á Siglufirði.Árin 1930-1932 stundaði hann nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Á árunum 1933-1938 vann hann að hluta til hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga. Páll var bóndi í Hróarsdal 1936-1956 en stundaði smíðar meðfram búskapnum. Árið 1956 flutti fjölskyldan í Utanverðunes. Hann stundaði áfram smíðar meðfram búskapnum og var einnig vitavörður í Hegranesvita.
Páll sat í hreppsnefnd Rípurhrepps 1935-1950 og aftur 1958-1962. Í skattanefnd 1938-1963. Árið 1963 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur en átti áfram lögheimili að Utanverðunesi.
Maki: Þóra Jóhanna Jónsdóttir (1919-1997). Þau eignuðust átta börn en eitt þeirra dó á öðru ári.

Sigurbjörg Agnes Jónsdóttir (1892-1928)

  • S01592
  • Person
  • 3. feb. 1892 - 1. des. 1928

Dóttir Jóns Magnússonar Ósmanns og Guðnýjar Pálsdóttur í Utanverðunesi. Kvæntist Birni Pálmasyni, þau bjuggu á Ytri-Húsabakka, í Glaumbæ og víðar.

Sigurður Guðbjartur Helgason (1893-1975)

  • S03482
  • Person
  • 09.11.1893-18.01.1975

Sigurður Guðbjartur Helgason, f. í Garðshorni á Höfðaströnd 09.11.1893, d. 18.01.1975. Foreldrar: Helgi Pétursson bóndi á Kappastöðum í Sléttuhlíð og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurður var í fyrstu hjá afa sínum og ömmu á Kappastöðum en fór með foreldrum sínum að Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902 og var þar í átta ár. Haustið 1911 fór hann vetrarmaður að Framnesi í Blönduhlíð og var þar síðan vinnumaður næsta ár. Um sumarið var hann sendur í vegavinnu á Sauðárkrók þar sem byrjað var að leggja Skagfirðingabrautina. Síðan tók við skepnuhirðing um veturinn og síldarvinna í Siglufirði sumarið 1912. Hann fór þá heimtil foreldra sinna um haustið og var um veturinn 1912-1913 við hirðingu hjá Sveini Árnasyni í Felli. Þar var hann síðan samfleytt til ársins 1919 að hann fór í vinnumennsku að Ási í Hegranesi til eins árs. Þaðan fór hann að Ríp og var þar til 1924, að hann fluttist um tíma að Hellulandi sem lausamaður og tók að sér umsjón með dragferjunni á Vesturósnum fyrir Hróbjart Jónasson mág sinn. Síðan fór hann aftur að Ríp og var þar til 1929 að hann fór að Hamri til Vilhelmínu systur sinnar og var þar til 1935. Þar ko hann sér upp nokkrum bústofni sem hann færði með sér um Utanverðunes þar sem hann var í húsmennsku til 1947 en þáflutti hann með skepnur sínar til Sauðárkróks og átti þar heimili til dauðadags. Bjó hann þá hjá Ármanni bróður sínum og Sigurbjörgu Pétursdóttur konu hans að Ránarstíg 2. Þar rak hann talsverðan fjárbúskap og fékk land á erfðafestu úr Sauðárkrjörð, túnbletti norðan í Sauðárhæðinni og út í Sauðárgilið. Byggði hann fjárhús og hlöðu.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Sigurlaug Magnúsdóttir (1865-1938)

  • S01196
  • Person
  • 21.07.1865-26.06.1938

Sigurlaug var fædd og uppalin að Utanverðunesi í Hegranesi, dóttir Magnúsar Árnasonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur. Kvæntist Gunnari Ólafssyni frá Ögmundarstöðum, þau bjuggu í Keflavík í Hegranesi, þau eignuðust 14 börn, Gunnar átti einn son fyrir hjónaband.

Stefán Hannesson (1874-1931)

  • S03148
  • Person
  • 22. feb. 1874 - 1. okt. 1931

Foreldrar: Hannes Gottskálksson og Rebekka Stefánsdóttir frá Kaldrana við Skagaströnd. Foreldrar Stefáns bjuggu ekki saman fyrstu ár hans og kvæntust ekki fyrr en hann var orðinn fimm ára gamall. Móðir hans lést þegar hann var ellefu ára og fór Stefán þá til vandalausra, var lengst af á Steinsstöðum í Tungusveit, en árið 1896 fór hann sem vinnumaður að Utanverðunesi í Hegranesi og var þar til 1903. Þá kvæntist hann og fór að búa í Ketu. Bjó þar aðeins eitt ár en fór í húsmennsku að Eyhildarholti. Árið 1906 flutti hann til Sauðárkróks og bjó þar til dauðadags. Þegar sýsluhesthúsið var reist á Sauðárkróki tók hann við umsjón þess og gegndi því starfi upp frá því.
Maki 1: Sigurlaug Jóhannsdóttir, þau eignuðust eina dóttur. Sigurlaug lést árið 1918.
Maki 2: Guðrún Stefánsdóttir, þau eignuðust ekki börn saman en fyrir átti Guðrún þrjú börn.

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

  • S03669
  • Organization
  • 1908 - 1978

Sunnudaginn 30. maí 1908 var stofnfundur Ungmennafélagsins Hegri haldin að Ási í Hegrannesi.
Málshefjandi var Ólafur Sigurðsson á Hellulandi er vakið hafði fyrst máls á stofnun slíks félags nokkru áður við messu á Ríp. Eftir nokkrar umræður var félagið stofnað með tólf meðlimum. Lög voru samin og samþykkt og allir meðlimir skrifuðu undir skuldbindingar félagsins. Í stjórn félagsins var kosið og hlutu þessir kosningu, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, gjaldkeri. Ólafur Sigurðsson Hellulandi, formaður. Stefanía Guðmundsdóttir Ási, skrifari. Stofnendur félagsins voru þessir: Einar Guðmundsson Ási, Hróbjartur Jónasson Keldudal, Jósteinn Jónasson Vatnsskarði, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, Ólafur Sigurðsson Hellulandi, Páll Magnússon HEllulandi, Sigurlaug Hannesdóttir Ríp, Sigurlau Guðmundsdóttir Ási, Stefanía Guðmundsdóttir Ási, Skúli Guðjónsson Vatnskoti, Valdimar Guðmundsson Ási, Þórarinn Jóhannsson Ríp.
Á fundinum kom fram athugasemd frá Ólafi Sigurðssyni: Nú var félagið stofnað, allir stofnendur voru sammála um þða að hér væri slæmur félagsskapur og s´tor þörf að bæta úr slíku, að vísu væri ekki svo erfitt að stofna félag en það væri verra aða halda þeim saman eða að minnsta kosti vissu allir það að svo hafði það gengið með áður stofnuð félög. Nú vildu allir stofnendur þessa félags halda í orustu, allir fyrir einn og einn fyrir alla móti þessum sundrungar anda og ófélagslyndi sem væri svo mjög ríkjandi í þessari litlu sveit. Með þetta fyrir augum fór hver heim til sín.