Showing 5 results

Authority record
Utanverðunes

Anna Rósa Pálsdóttir (1880-1923)

 • S00563
 • Person
 • 02.01.1880 - 26.04.1923

Anna Rósa Pálsdóttir fæddist að Syðri-Brekkum 2. janúar 1880, dóttir Páls Pálssonar og Dýrleifar Gísladóttur.
Hún var húsfreyja að Utanverðunesi í Hegranesi og síðar á Sauðárkróki.
Maður hennar var Árni Magnússon (1872-1936), þau eignuðust tvö börn.

Magnús Gunnarsson (1887-1955)

 • S00446
 • Person
 • 01.01.1887 - 10.07.1955

Magnús Gunnarsson fæddist í Vík í Staðarhreppi 1. janúar 1887. Hann var sonur Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur.
Magnús var bóndi í Utanverðunesi í Rípurhreppi, Skagafirði 1914-1955 og hreppstjóri þar 1942-1955.
Systir hans, Sigurbjörg var ráðskona hjá honum og sinnti einnig bústörfum.
Ókvæntur og barnslaus.
Magnús lést í Utanverðunesi 10. júlí 1955.

Magnús Árnason (1902-1976)

 • S00547
 • Person
 • 12.03.1902 - 24.06.1976

Magnús Árnason fæddist 12. mars 1902. Hann var sonur Árna Magnússonar og Önnu Rósu Pálsdóttur.
Hann var vinnumaður í Utanverðunesi hjá Sigurbjörgu Gunnarsdóttur og Magnúsi Gunnarssyni, og síðar ráðsmaður þar. Seinna búsettur í Reykjavík.
Kona hans var Ásta Anna Björnsdóttir Leví (1897-1977).
Magnús lést 24. júní 1976.

Sigurlaug Magnúsdóttir (1865-1938)

 • S01196
 • Person
 • 21.07.1865-26.06.1938

Sigurlaug var fædd og uppalin að Utanverðunesi í Hegranesi, dóttir Magnúsar Árnasonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur. Kvæntist Gunnari Ólafssyni frá Ögmundarstöðum, þau bjuggu í Keflavík í Hegranesi, þau eignuðust 14 börn, Gunnar átti einn son fyrir hjónaband.

Árni Magnússon (1872-1936)

 • S00562
 • Person
 • 19.05.1872 - 18.04.1936

Árni Magnússon fæddist að Utanverðunesi í Rípurhreppi í Skagafirði 19. maí 1872, sonur Magnúsar Árnasonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur. Eftir uppvaxtarárin að Utanverðunesi, fór Árni til náms í Reykjavík. Þar nam hann klæðskeraiðn og vann við það um skeið. Árið 1899 hóf hann búskap að Utanverðunesi. Þaðan fluttist hann búferlum í Óslandshlíð ári seinna, en fór svo aftur að Utanverðunesi árið 1901. Hann stundaði ferjustörf á vesturósi Héraðsvatna og veiðiskap með búrekstrinum. Árið 1907 flutti hann til Sauðárkróks. Þar byggði hann sér hús við Suðurgötu 6 sem hann nefndi Nes. Þar hafði hann nokkurn búrekstur með annarri atvinnu. Þá var hann símaaðgjörðarmaður í 18 ár. Kona hans var Anna Rósa Pálsdóttir (1880-1923), þau eignuðust tvö börn. Þau voru ein af stofnendum Góðtemplara reglunnar á Sauðárkróki.