Showing 8 results

Authority record
Hjaltastaðahvammur

Gísli Gíslason (1876-1960)

  • S02126
  • Person
  • 18. ágúst 1876 - 10. ágúst 1960

Foreldrar: Gísli Þorláksson vinnumaður í Glaumbæ o.v. og s.k.h. María Jónsdóttir. Gísli ólst upp hjá móður sinni fyrstu tíu árin, en hún var á þessum árum ýmist húskona eða vinnukona á ýmsum bæjum í Blönduhlíð og Vallhólmi til 1882, en á Hraunum í Fljótum 1882-1885 og Lambanesi í Fljótum 1885-1886. Árið 1886 fór Gísli í fóstur að Réttarholti í Blönduhlíð til Rögnvalds Björnssonar og k.h. Freyju Jónsdóttur. Fermdist hann frá þeim árið 1891 og vann síðan búi þeirra allt til ársins 1902, er hann fór sem vinnumaður að Þverá í Blönduhlíð til Stefáns Sigurðssonar bónda þar. Á Þverá var Gísli vinnumaður þar til hann kvæntist 1912 Helgu Guðmundsdóttur frá Skuggabjörgum, eftir það í húsmennsku á s.st til 1915 og Framnesi í sömu sveit 1915-1918, að þau hófu búskap á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Bóndi á Skúfsstöðum í Hjaltadal 1918-1921, á Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1921-1924 og í Hjaltastaðahvammi 1924-1950. Eftir það í húsmennsku, fyrst að Minni Ökrum og síðast á Höskuldsstöðum. Árið 1956 fluttu þau til Reykjavíkur. Gísli og Helga eignuðust tvær dætur.

Guðmundur Jónsson (1866-1946)

  • S01714
  • Person
  • 9. maí 1866 - 6. jan. 1946

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Helgustöðum í Fljótum og k.h. Helga Guðlaugsdóttir frá Miklahóli í Viðvíkursveit. Bóndi í Móskógum 1885-1887, Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1891-1892, Þverá í Hrollleifsdal 1892-1893, Reykjarhóli á Bökkum 1894-1895, Laugalandi á Bökkum 1895-1900, Skuggabjörgum í Deildardal 1900-1905. Brá þá búi og var í húsmennsku á ýmsum stöðum. Bjó á hluta af Skúfsstöðum í Hjaltadal 1916-1918, eftir það í húsmennsku hjá dóttur sinni í Hjaltastaðahvammi og víðar. Guðmundur starfaði óslitið sem kennari frá 1900-1934 í flestum hreppum sýslunnar og á Sauðárkróki. Guðmundur kvæntist Ingunni Guðvarðsdóttur frá Mið-Hóli í Sléttuhlíð, þau eignuðust þrjú börn.

Jóhannes Jónsson (1888-1965)

  • S03213
  • Person
  • 02.07.1888-31.12.1965

Jóhannes Jónsson, f. í Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð 02.07.1888, d. 31.12.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Jónasson bóndi á Þorleifsstöðum og kona hans Guðrún Þóra Þorkelsdóttir ljósmóðir. Jóhannes ólst upp með foreldrum sínum. Hann var bóndi á Þorleifsstöðum 1918-1944. Eftir að þau hjónin Jóhannes og Málfríður hættu búskap dvöldu þau á vetrum hjá dóttur sinni og tengdasyni, sem þá bjuggu á Bárustöðum í Borgarfirði. Á sumrin dvöldu þau í gamla húsinu sínu á Þorleifsstöðum. Sonur þeirra tók við búi þar af þeim.
Maki (gift 13.06.1917): Sigurbjörg Málfríður Benediktsdóttir (14.04.1892-03.01.1984). Þau eignuðust þrjú börn en misstu eitt þeirra á fyrsta ári.

Rögnvaldur Björnsson (1850-1918)

  • S02152
  • Person
  • 26. des. 1850 - 6. ágúst 1918

Rögnvaldur Björnsson, f. að Auðólfsstöðum í Langadal. Foreldrar: Björn Ólafsson (1817-1853) frá Auðólfsstöðum, síðast bóndi í Eyhildarholti og kona hans Filippía Hannesdóttir (1819-1908) frá Ríp. Rögnvaldur missti föður sinn ungur er hann drukknaði í Héraðsvötnum vorið 1853. Síðar giftist móðir hans Markúsi Árnasyni. Eftir andlát föður síns fór Rögnvaldur í fóstur að Stóru-Seylu á Langholti til móðursystur sinnar Maríu Hannesdóttur og Magnúsar Magnússonar prests í Glaumbæ. Þegar María flutti til dóttur sinnar að Ystu-Grund árið 1865 fór Rögnvaldur með henni þangað og ólst upp hjá Sigríði Magnúsdóttur og Gísla Þorlákssyni sem þar bjuggu. Rögnvaldur hóf búskap í Hjaltastaðahvammi 1880 en fluttist í Réttarholt 1883 og bjó þar til 1892. Var á Bjarnastöðum 1892-1895 en fór þá aftur í Réttarholt og eignaðist jörðina. Bjó þar til dánardags.
Var sýslunefndarmaður Akrahrepps 1886-1917, hreppsnefndarmaður í Akrahreppi 1881-1887 og 1896-1901, oddviti 1883-1886.
Maki: Freyja Jónsdóttir (1859-1942) frá Barði í Fljótum. Þau eignuðust 7 börn en ein dóttir þeirra lést á unglingsaldri.

Sigríður Márusdóttir (1930-)

  • S00035
  • Person
  • 01.03.1930

Sigíður var fædd á Ystu-Grund í Akrahreppi, Skagafirði 1. mars 1930, heitir fullu nafni Hermína Sigríður Márusdóttir, kölluð Sigga. Hún býr í Hjaltastaðahvammi, en þar höfðu þau bú, hún og maður hennar, Þorsteinn Sigurðsson (1918-2011).

Stefán Sigurðsson (1920-1966)

  • S02767
  • Person
  • 19. mars 1920 - 24. okt. 1966

Stefán Sigurðsson, f. 19.03.1920 á Syðri-Hofdölum. Foreldar: Anna Sigríður Einarsdóttir, f. 1891 og Sigurður Stefánsson, f. 1895. Þau bjuggu m.a. í Hjaltastaðahvammi, Merkigarði í Tungusveit, Torfmýri í Blönduhlíð og Ytri-Húsabakka í Seyluhreppi fyrstu æviár Stefáns. Árið 1926 fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Stefán var sjómaður og síðar skipstjóri á skipum Útgerðarfélags Sauðárkróks. Maki: Guðný Þuríður Pétursdóttir frá Vatnshlíð í Skörðum, f. 26.05.1920. Þau eignuðust tvær dætur.

Þorkell Jónsson (1893-1980)

  • S02805
  • Person
  • 16. okt. 1893 - 29. júlí 1980

Þorkell Jónsson, f. 16.10.1893 í Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð. Foreldrar: Jón Jónasson bóndi á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og kona hans Guðrún Þóra Þorkelsdóttir ljósmóðir. Þorkell ólst upp hjá foreldrum sínum í Hjaltastaðakvammi til 1900 og á Þorleifsstöðum 1900-1909. Hann var vinnumaður á Löngumýri í Vallhólmi 1909-1912 en sneri þá aftur að búi foreldra sinna á Þorleifsstöðum þar sem hann starfaði til ársins 1916. Var lausamaður á Mið-Grund í Blönduhlíð 1916-1917.
Maki 1: Una Gunnlaugsdóttir á Mið-Grund. Þau eignuðust fjögur börn. Þau giftust árið 1917 og hófu búskap í tvíbýli við móður Unu. Bjuggu þar til 1925. Það ár fluttust þau í Litladal og bjuggu þar til ársins 1930. Þá fluttust þau til Sauðárkróks þar sem Þorkell starfaði sem bílstjóri í eitt ár. Keyptu Miðsitju í Blönduhlíð og bjuggu þar árin 1931-1945. Á þessum árum stundaði Þorkell vöru- og fólksflutninga samhliða búskapnum. Þorkell gerði líka töluvert af því að smíða skeifur fyrir bændur í sveitinni. Árið 1945 slitu Þorkell og Una samvistir og seldu jörðina. Þorkell flutti til Siglufjarðar þar sem hann starfaði hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og stundaði ökukennslu.
Maki 2: Sambýliskona Þorkels á Siglufirði var Jóninna Margrét Sveinsdóttir, f. 05.01.1900 á Lóni í Viðvíkursveit.

Þorsteinn Sigurðsson (1918-2011)

  • S00036
  • Person
  • 16.03.1918-01.06.2011

Þorsteinn Sigurðsson (Steini) fæddist á Hjaltastöðum í Akrahreppi, Skagafirði þann 16. mars 1918. Þorsteinn var búfræðingur og bóndi í Hjaltastaðahvammi í Akrahreppi, einnig, verkamaður og meðhjálpari. Hann söng með karlakórunum Heimi og Feyki. Kona hans var Sigríður Márusdóttir (f. 1930). Þorsteinn lést á Sauðárkróki 1. júní 2011.