Showing 12 results

Authority record
Gilhagi

Erlendur Helgason (1884-1964)

  • S02037
  • Person
  • 08.05.1884-02.02.1964

Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum og f.k.h. Steinunn Jónsdóttir. Erlendur ólst upp hjá foreldrum sínum til átta ára aldurs, að hann missti móður sína, en eftir það gekk Margrét, síðari kona föður hans, honum í móðurstað. Sjálfstæðan búskap hóf Erlendur á Þorljótsstöðum og bjó samtals um aldarfjórðungsskeið á fjórum jörðum í Lýtingsstaðahreppi til ársins 1936, lengst í Gilhaga. Þá lét hann af búskap og fluttist til dóttur sinnar, Helgu og var til heimilis hjá henni úr því, fyrst í Bjarnastaðahlíð, þá Árnesi, en síðast í Laugarholti, nýbýli sem hún byggði úr Skíðastaðalandi um 1950.
Maki 1: Guðríður Jónsdóttir frá Bakkakoti, þau eignuðust einn son, Guðríður lést árið 1911.
Maki 2: Monika Sæunn Magnúsdóttir frá Gilhaga, þau eignuðust eina dóttur.

Guðlaug Magnúsdóttir (1884-1968)

  • S01193
  • Person
  • 7. maí 1884 - 8. jan. 1968

Dóttir Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar í Gilhaga. Bjó í Lýtingsstaðahreppi, lengst af hjá einhverju systkina sinna.

Helga Helgadóttir (1889-1970)

  • S02034
  • Person
  • 01.01.1889-15.10.1970

Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum og f.k.h. Steinunn Jónsdóttir. Móður sína missti Helga, þá er hún var aðeins á þriðja ári, og fór hún þá í fóstur til móðurbróður síns, Magnúsar í Gilhaga og k.h. Helgu Indriðadóttur. Þar ólst hún upp til fullorðinsára. Helga Helgadóttir fluttist til Reykjavíkur fullþroska og var þar við margvísleg störf, m.a. lengi í fiskvinnu. Þá lærði hún karlmannafatasaum og stundaði saumaskap alla tíð meðfram búskap. Kvæntist Bjarna Björnssyni frá Óspaksstöðum í Hrútafirði. Þau bjuggu fyrst á Mýrum í Hrútafirði þar sem Bjarni hafði búið með fyrri konu sinni. Árið 1933 festu þau kaup á Skíðastöðum á Neðribyggð í Lýtingsstaðahreppi og bjuggu þar til 1944 er þau slitu samvistir. Helga var síðast búsett í Reykjavík og starfaði þar lengst af á Elliheimilinu Grund. Helga og Bjarni eignuðust eina dóttur saman, fyrir átti Bjarni þrjú börn.

Helga Indriðadóttir (1857-1905)

  • S01190
  • Person
  • 27. júlí 1857 - 20. maí 1905

Foreldrar: Indriði Árnason og k.h. Sigurlaug Ísleifsdóttir á Írafelli. Helga var lærð ljósmóðir og starfaði sem slík í 25 ár við miklar vinsældir. Hún kvæntist Magnúsi Jónssyni, þau bjuggu í Gilhaga, þau eignuðust tíu börn saman, Magnús átti auk þess tvo syni utan hjónabands. Helga drukknaði í Svartá þegar hún var á leiðinni heim frá ljósmóðurstörfum.

Ingigerður Magnúsdóttir (1888-1971)

  • S01192
  • Person
  • 20. júní 1888 - 7. júlí 1971

Dóttir Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar í Gilhaga. Ingigerður ólst upp í Gilhaga, stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi 1908-1909 og á húsmæðraskóla Hólmfríðar Árnadóttur í Reykjavík 1909-1910. Kvæntist Jóhannesi Blöndal Kristjánssyni, þau bjuggu á Brúnastöðum í Tungusveit 1921-1945 og að Reykjum í Tungusveit 1945-1970, þau eignuðust fjögur börn.

Magnús Jónsson (1849-1915)

  • S01189
  • Person
  • 28.04.1849-22.06.1915

Foreldrar: Jón Ásmundsson b. á Írafelli og k.h. Ingigerður Magnúsdóttir. Bóndi á Ánastöðum 1881-1883 og í Gilhaga 1883-1911 og átti heima þar til æviloka. Kvæntist Helgu Indriðadóttur, þau eignuðust tíu börn saman, Magnús átti tvo syni utan hjónabands.

Margrét Helga Magnúsdóttir (1896-1986)

  • S03302
  • Person
  • 18.03.1896-19.01.1986

Margrét Helga Magnúsdóttir, 18.03.1896 í Gilhaga á Fremribyggð, d. 19.01.1986 á Sauðárkróki. Foreldrar: Magnús Jónsson bóndi í Gilhaga og kona hans Helga Indriðadóttir ljósmóðir. Margrét ólst upp hjá föður sínum til fullorðinsára. Níu ára gömul missti hún móður sína. Hún naut menntunar hjá heimiliskennurum sem teknir voru í Gilhaga.
Maki 1: Steindór Kristján Sigfússon (12.12.1895-21.08.1921) bóndi í Hamrsgerði á Fremribyggð. Þau giftu sig 12. desember 1916 á Mælifelli. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigurjón Helgason (1895-1974), Þau eignuðust fjögur börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Margrét og Steindós bjuggu á Mælifelli 1918-1919 og í Hamrsgerði 1919-1921. Steindór lést það ár og eftir það bjó Margrét áfram eitt ár í Hamrsgerði en giftist þá Sigurjóni Helgasyni og bjó með honum í Hamarsgerði til 1929. Þá fóru þau að Árnesi og bjuggu þar til 1938 en síðan á Nautabúi frá 1938-1974, er Steindór lést.

Sigurður Eiríksson (1899-1974)

  • S00603
  • Person
  • 12.08.1905-25.01.1974

Sonur Eiríks Jóns Guðnasonar b. í Villinganesi og f.k.h. Guðrúnar Þorláksdóttur. Sigurður missti móður sína aðeins sex ára gamall, og stjúpmóður sína 13 ára gamall. Hann var bóndi í Villinganesi 1933-1936, í Gilhaga 1936-1937, í Teigakoti 1937-1949, í Stapa 1949-1952 og að lokum í Borgarfelli 1952-1974. Sambýliskona Sigurðar var Helga Sveinbjörnsdóttir, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurlaug Magnúsdóttir (1886-1960)

  • S01195
  • Person
  • 11. okt. 1886 - 14. jan. 1960

Dóttir Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar frá Gilhaga. Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum í Gilhaga. Kvæntist Steingrími Guðmundssyni árið 1912 þau bjuggu á Írafelli í Svartárdal, Þverá í Hallárdal A-Hún, í Gilhaga í Fremribyggð, í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit, á Akureyri og síðast í Breiðargerði (1947-1960). Lærði karlmannafatasaum og starfaði við sauma þau ár sem hún bjó á Akureyri. Sigurlaug og Steingrímur eignuðust tvö börn og áttu einn fósturson.

Skafti Magnússon (1902-1982)

  • S03058
  • Person
  • 17. ágúst 1902 - 14. okt. 1982

Foreldrar: Magnús Jónsson b. í Gilhaga og Guðbjörg Guðmundsdóttir, þau voru ekki kvænt. Skafti ólst upp hjá föður sínum og k.h. Helgu Indriðadóttur í Gilhaga.
Leigjandi á Ytri-Mælifellsá 1930. Stundaði síðar eigin atvinnurekstur, hellusteypu, á Sauðárkróki. Seinna bókari í Kópavogi.
Kvæntist Önnu S. Sveinsdóttur frá Mælifellsá, þau eignuðust fjögur börn. Anna lést árið 1953. Sambýliskona Skafta eftir það var Indíana Albertsdóttir frá Neðstabæ í Húnavatnssýslu.

Þóra Rósa Stefánsdóttir (1938-1991)

  • S02854
  • Person
  • 18. sept. 1938 - 10. mars 1991

Foreldrar: Stefán Rósantsson og Helga Guðmundsdóttir á Gilhaga. Rósa ólst upp í stórum systkinahóp á Gilhaga. Ung gegndi hún húsmóðurhlutverkinu á bænum í veikindum móður sinnar. Rósa átti heimili að Gilhaga uns hún fluttist að Reykjum. Rósa gekk tvo vetur í skóla á Löngumýri, 1957-1959, og kenndi síðar vélprjón við skólann. Hún vann m.a. í mötuneyti Steinsstaðaskóla. Þá var hún lengi húsvörður í Félagsheimilinu Miðgarði. Hún var listfeng og handlaginn og saumaði m.a. altarisdúk í Reykjakirkju. Hún söng í kirkjukór Reykjakirkju og tók virkan þátt í hvers konar menningar- og líknarmálum, m.a. starfi Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps. Maki: Indriði Jóhannesson. Þau eignuðust ekki börn.

Þorsteinn Magnússon (1885-1961)

  • S01191
  • Person
  • 18. júní 1885 - 13. feb. 1961

Sonur Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar í Gilhaga. Bóndi í Gilhaga 1911-1912, á Írafelli í Svartárdal 1916-1917, í Ölduhrygg í Svartárdal 1921-1922, í Sölvanesi 1928-1929, í Efra-Lýtingsstaðakoti 1929-1930, í Jaðri á Langholti 1931-1934, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1934-1935, á Grófargili 1935-1937, í Varmahlíð 1937-1938 og á Steinsstöðum 1938-1939 er hann fluttist til Akureyrar þar sem hann bjó í fimm ár og fluttist svo til Reykjavíkur árið 1944 þar sem hann bjó til æviloka. Meðfram búskap vann hann m.a. við mæðiveikivarnir á Vatnsskarði. Í Reykjavík starfaði Þorsteinn lengst af sem verkamaður hjá rafmagnsveitunum í Elliðaárdal. Þorsteinn var vel hagmæltur og eftir hann er til þónokkuð af lausavísum. Einnig skrifaði hann nokkuð í óbundu máli, m.a. gaf hann út bókina Dalaskáld árið 1955 sem fjallaði um ævi Símonar Dalaskálds en hann var viðloða Gilhaga í mörg ár. Þorsteinn kvæntist Önnu Jósepsdóttur frá Áshildarholti, þau eignuðust þrjú börn saman, eitt þeirra var Indriði Þorsteinsson rithöfundur. Jafnframt áttu þau bæði einn son frá fyrri samböndum.