Showing 10 results

Authority record
Nautabú í Lýtingsstaðahreppi

Árni Eiríksson (1857-1929)

  • S01071
  • Person
  • 3. september 1857 - 23. desember 1929

Foreldrar: Eiríkur Eiríksson og Hólmfríður Guðmundsdóttir á Skatastöðum. Árni ólst upp í Sölvanesi hjá móðurbróður sínum Sveini Guðmundssyni og k.h. Guðrúnu Jónsdóttur. Árni var bóndi í Hamarsgerði 1883-1885 og á Starrastöðum 1885-1887, bjó á Akureyri 1887-1888, bóndi á Nautabúi 1889-1897 og á Reykjum í Tungusveit 1897-1907. Fluttist eftir það til Akureyrar þar sem hann starfaði sem gjaldkeri í Íslandsbanka til æviloka. Á sínum yngri árum var Árni einn fremsti glímumaður sinnar sveitar. Árni lærði ungur að leika á orgel og var forsöngvari í Mælifells- og Reykjakirkjum meðan hann bjó á því svæði. Jafnframt var Árni hreppsnefndaroddviti í Lýtingsstaðahreppi í hálfan annan áratug og deildarstjóri KS í þeirri sveit. Árni kvæntist Steinunni Jónsdóttur frá Mælifelli, þau eignuðust fjögur börn en ólu einnig upp nokkur fósturbörn.

Ingibjörg Kristjánsdóttir (1922-2010)

  • S02285
  • Person
  • 11.09.1922-02.01.2010

Ingibjörg Kristjánsdóttir var fædd 11. september 1922. Foreldrar hennar voru Kristján Árnason bóndi á Krithóli í Skagafirði og kona hans Ingibjörg Jóhannsdóttir. Fósturforeldrar hennar voru Sigurður Þórðarson alþingismaður og kaupfélagsstjóri á Nautabúi, síðar Sauðárkróki, og kona hans Ingibjörg Sigfúsdóttir. Ingibjörg giftist 27. maí 1944, Guðjóni Ingimundarsyni (1915-2004) og áttu þau saman sjö börn. Ingibjörg lauk hefðbundinni skólagöngu og fór í Kvennaskólann á Blönduósi áður en hún giftist Guðjóni. Þau bjuggu á Sauðárkróki alla sína hjúskapartíð. Hún vann við verslunarstörf en síðan tóku við skyldur og störf á stóru heimili. Hún var félagi í Kirkjukór Sauðárkróks í mörg ár og starfaði í Kvenfélagi Sauðárkróks um árabil. Þá lagði hún ýmsum félögum lið ekki síst þeim sem tengdust félagsstarfi eiginmannsins. Eftir að börnin uxu úr grasi starfaði hún við Sundlaug Sauðárkróks til starfsloka.

Jón Pétursson (1867-1946)

  • S02820
  • Person
  • 3. júlí 1867 - 7. feb. 1946

Jón Pétursson, f. í Valadal 03.07.1867. Foreldrar: Pétur Pálmason bóndi í Valadal og síðar á Álfgeirsvöllum og kona hans Jórunn Hannesdóttir frá Hömrum. Jón var bóndi í Sölvanesi 1889-1890, á Löngumýri 1890-1891, í Valadal 1891-1897, á Nautabúi 1897-1912, í Eyhildarholti 1912-1923, Neðri Haganesvík og Dæli í Fljótum 1926-1930 en fluttist þá til Akureyrar.
Jón var landskunnur hagyrðingur og einn af þekktustu hestamönnum í Skagafirði á sínum tíma.
Maki: Sólveig Eggertsdóttir (1869-19446). Þau eignuðustu 13 börn.

Jórunn Jónsdóttir (1901-1976)

  • S01885
  • Person
  • 8. júní 1901 - 10. apríl 1976

Frá Nautabúi, dóttir Jóns Péturssonar og k.h. Sólveigar Eggertsdóttur. Ráðskona á Akureyri 1930. Seinna matráðskona á Vífilsstöðum. Kvæntist ekki en eignaðist einn son.

Margrét Helga Magnúsdóttir (1896-1986)

  • S03302
  • Person
  • 18.03.1896-19.01.1986

Margrét Helga Magnúsdóttir, 18.03.1896 í Gilhaga á Fremribyggð, d. 19.01.1986 á Sauðárkróki. Foreldrar: Magnús Jónsson bóndi í Gilhaga og kona hans Helga Indriðadóttir ljósmóðir. Margrét ólst upp hjá föður sínum til fullorðinsára. Níu ára gömul missti hún móður sína. Hún naut menntunar hjá heimiliskennurum sem teknir voru í Gilhaga.
Maki 1: Steindór Kristján Sigfússon (12.12.1895-21.08.1921) bóndi í Hamrsgerði á Fremribyggð. Þau giftu sig 12. desember 1916 á Mælifelli. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigurjón Helgason (1895-1974), Þau eignuðust fjögur börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Margrét og Steindós bjuggu á Mælifelli 1918-1919 og í Hamrsgerði 1919-1921. Steindór lést það ár og eftir það bjó Margrét áfram eitt ár í Hamrsgerði en giftist þá Sigurjóni Helgasyni og bjó með honum í Hamarsgerði til 1929. Þá fóru þau að Árnesi og bjuggu þar til 1938 en síðan á Nautabúi frá 1938-1974, er Steindór lést.

Pálína Sigurveig Jónsdóttir (1904-1968)

  • S01665
  • Person
  • 26. des. 1904 - 18. sept. 1968

Dóttir Jóns Péturssonar b. á Nautabúi í Neðribyggð og k.h. Sólveigar Eggertsdóttur. Kaupakona, fyrst á Akureyri, síðar í Reykjavík. Ókvænt.

Sigfús Sigurðsson (1910-1988)

  • S00612
  • Person
  • 18.10.1910-14.08.1988

Fæddur 18.10.1910 á Mælifelli á Neðribyggð. Foreldrar: Sigurður Þórðarson bóndi á Nautabúi, kaupfélagsstjóri og alþingismaður, og k.h. Ingibjörg Sigurlaug Sigfúsdóttir. Sigfús ólst upp hjá foreldrum sínum á Nautabúi og vann að búi þeirra meðan þau bjuggu þar. Frá áramótum 1929 til vors 1930 stundaði hann nám í unglingaskóla á Hólum í Hjaltadal, síðan við Héraðsskólann á Laugarvatni veturinn 1930-1931. Eftir veruna þar vann hann að búi foreldra sinna og kenndi sund við Steinsstaðalaug um tíma. Árið 1938 fluttist hann með dóttur sinni og foreldrum til Sauðárkróks þar sem faðir hans gerðist kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá fór Sigfús að vinna við afgreiðslustörf í Ytri-búðinni sem gekk undir nafninu Grána. Þar vann hann til ársins 1946, að undanteknum tveimur árum sem hann var hjá KRON í Reykjavík. Árið 1947 var hann búsettur á Siglufirði og vann þar í síld. Árið 1948 fór Sigfús til Rafmagnsveitna ríkisins og starfaði þar til 1974, lengst af verkstjóri við línulagnir víðsvegar um land. Árin 1974-1978 var hann sjálfstæður verktaki. Sigfús var búsettur í Reykjavík á árunum 1957-1978, að hann fluttist aftur til Sauðárkróks. Fyrri kona hans var Sigurbjörg Guðlaug Stefánsdóttir, fædd 17.1.1915, en hún lést 25.11.1937 á Kristnesi. Saman áttu þau eina dóttur. Seinni kona hans var Svanlaug Pétursdóttir, fædd 20.6.1921, d. 5.1.2006. Saman áttu þau þrjú börn.

Sigfús Steindórsson (1921-2005)

  • S01830
  • Person
  • 7. júní 1921 - 18. nóv. 2005

Sigfús Steindórsson fæddist í Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hinn 7. júní árið 1921. ,,Foreldrar hans voru Margrét Helga Magnúsdóttir frá Gilhaga og Steindór Kristján Sigfússon frá Mælifelli. Sigfús missti föður sinn rúmlega tveggja mánaða og ólst því upp hjá móður sinni og seinni manni hennar, Sigurjóni Helgasyni. Fyrstu árin bjuggu þau í Hamarsgerði en síðan í Árnesi. Árið 1938 fluttu þau í Nautabú, þar sem þau bjuggu síðan. Sigfús lauk farskólaprófi í Lýtingsstaðahreppi árið 1935, prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni árið 1940, minnimótors vélstjóraprófi árið 1945 og meiraprófi bifreiðastjóra árið 1948. Hann stundaði sjómennsku, m.a. vélstjórn skipa, áætlunarakstur milli landshluta með ýmsan varning, vörubílstjórn á Keflavíkurflugvelli o.fl. Árið 1953 gerðist hann bóndi, fyrst rúm tvö ár á Breið og síðan óslitið í Steintúni til ársins 1980, eða 24 ár. Eftir að Sigfús hætti búskap árið 1980, fluttu þau hjón á Sauðárkrók, og vann hann hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í nokkur ár. Síðustu ár starfsævinnar vann hann hjá Loðskinni h.f. Sigfús var góður hagyrðingur og eftir hann liggja margar vísur. Hann gaf út eitt ljóðakver, sem hann kallaði Fýkur í hendingum hjá Fúsa." Sigfús kvæntist Jórunni Margréti Guðmundsdóttur frá Breið, þau eignuðust fjögur börn.

Sigurður Þórðarson (1888-1967)

  • S01292
  • Person
  • 19.07.1888-13.08.1967

Sigurður var fæddur á Fjalli í Sæmundarhlíð, foreldar hans voru Þórður Ingvarsson frá Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi og Ingibjörg Sigurðardóttir frá Stóra-Vatnsskarði. Sigurður ólst upp hjá móður sinni og bróður hennar, Benedikt, á Fjalli og lærði jafnfram söðlasmíði hjá Benedikt. ,,Faðir Sigurðar fluttist til Húsavíkur og hafði Sigurður lítið sem ekkert af honum að segja. Haustið 1905 fór Sigurður til náms í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur vorið 1907 með góðum vitnisburði, var þar í fremstu röð nemenda. Árið 1910 kvæntist hann Ingibjörgu Sigfúsdóttur frá Mælifelli. Þau voru á Mælifelli til vors 1912. Þá keyptu þau jörðina Nautabú á Neðribyggð og hófu þar búskap. Búnaðist þeim vel og árið 1933 hlutu þau verðlaun úr Styrktarsjóði Kristjáns IX fyrir umbætur á jörð sinni. Á Sigurð hlóðust mörg trúnaðarstörf; hreppstjóri Lýtingsstaðahrepps 1922-1938, formaður fasteignamatsnefndar yfirmats í Skagafjarðarsýslu 1932, formaður héraðsnefndar Kreppulánasjóðs, í stjórn KS 1928-1938, í hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps 1933-1938, í stjórn Búnaðarsamabds Skagfirðinga 1931-1947. Árið 1938 hætti Sigurður búskap á Nautabúi og fluttist til Sauðárkróks þar sem hann tók við starfi framkvæmdastjóra K.S. Starfi kaupfélagsstjóra gengdi hann til vors 1946 og það sama ár fluttust þau Ingibjörg til Reykjavíkur. 1942 var Sigurður kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn sem fyrsti þingmaður Skagfirðinga og sat á Alþingi til vors 1946. Þá hafði hann verið skipaður í nýbyggingarráð og var þar meðan það starfaði, síðan í arftaka þess, fjárhagsráði 1947-1953. Eftir að fjárhagsráð hætti störfum vann hann á Innflutningsskrifstofunni 1953-1960." Sigurður og Ingibjörg eignuðust, þrjú börn og tóku tvö fósturbörn.

Sigurjón Helgason (1895-1974)

  • S02030
  • Person
  • 24.05.1895-20.08.1974

Foreldrar: Helgi Björnsson bóndi á Ánastöðum og seinni kona hans, Margrét Sigurðardóttir. Sigurjón ólst upp hjá foreldrum sínum, fjölskyldan bjó lengst af á Ánastöðum, en einnig á Mælifellsá, í Kolgröf á Efribyggð og síðast á Reykjum í Tungusveit. Sigurjón var bóndi á Reykjum í Tungusveit 1917-1918, í Hamarsgerði á Fremribyggð 1922-1929, í Árnesi í Tungusveit 1929-1938 og loks á Nautabúi 1938-1974. Skólagöngu hlaut Sigurjón á heimilinu en kennari kom á heimilið hvern vetur. Eftir fermingu vann hann fyrir sér á ýmsum stöðum í sveitinni, m.a. á Gilhaga. Sigurjón gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína.
Maki: Margrét Magnúsdóttir, þau eignuðust 3 börn en eitt þeirra dó á fyrsta ári. Fyrir átti Margrét tvö börn.