Sýnir 4 niðurstöður

Nafnspjöld
Svartárdalur í Skagafirði

Jóhann Björnsson (1856-1942)

  • S01066
  • Person
  • 31. júlí 1856 - 3. maí 1942

Vinnumaður og sjómaður í Svartárdal ytri í Skagafirði 1880. Fór til Vesturheims 1883 frá Grímsstöðum í Svartárdal. Bóndi í Tindastól, Alberta, Kanada 1901. Póstafgreiðslumaður við Tindastóll-pósthús í Alberta. Var í Red Deer, Alberta í Kanada 1916. Nefndur John Bjornson í manntalinu 1916.

Ragnar Ófeigsson (1903-1983)

  • S00587
  • Person
  • 08.05.1903-11.06.1983

Fæddur og uppalinn í Ytri-Svartárdal, sonur Ófeigs Björnssonar og Bjargar Tómasdóttur. Bóndi í Svartárdal 1930-1981. Ókvæntur og barnlaus.

Eiríkur Einarsson (1898-1952)

  • S03307
  • Person
  • 24.07.1898-06.06.1952

Eiríkur Einarsson, f. í Ytri-Svartárdal í Svartárdal 24.07.1898, d. 06.06.1952 á Akureyri. Foreldrar: Einar Björnsson og Stefanía Björnsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en fór snemma að vinna fyrir sér. Hann fór í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1921. Hann hóf búskap á Sveinsstöðum í Tungusveit 1925-1927, í Breiðargerði í sömu sveit 1927-1931 og á Lýtingsstöðum 1931-1937. Þaðan fluttust Eiríkur og kona hans til Akureyrar þar sem Eiríkur stundaði ýms averkamannavinnu. Þau reistu sér hús í Laxagötu 7 og síðar að Hólabraut 22. Síðasta árið sem Eiríkur lifði var hann auglýsingastjóri og afgreiðslumaður Íslendings á Akureyri. Hann tók virkan þátt í félagsmálum og var einn stofnenda Sleipnis, málfundafélags Sjálfstæðisverkamanna og sjómanna á Akureyri og formaður þess félags fyrstu árin. Þá átti hann sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna og var eitt skeið fyrsti varamaður flokksins í bæjarstjórn.
Maki: Rut Ófeigsdóttir, f. 27.03.1900, d. 04.06.1981. Þau eignuðust sjö börn.

Steinunn Guðrún Eiríksdóttir (1893-1964)

  • S02605
  • Person
  • 31. jan. 1893 - 12. mars 1964

Steinunn Guðrún Eiríksdóttir, f. í Fremri-Svartárdal í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Eiríkur Sigurðsson b. á Írafelli í Svartárdal og k.h. Helga Björnsdóttir. Maki: Stefán Stefánsson, járnsmíðameistari á Akureyri, f. í Litlu- Hlíð í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Þau eignuðust tvö börn og bjuggu á Akureyri.