Showing 8 results

Authority record
Siglufjörður

Guðmundur Einarsson (1865-1907)

 • S00781
 • Person
 • 15.06.1865-25.09.1907

Foreldrar: Einar Baldvin Guðmundsson b. og alþingismaður á Hraunum og 1. k. h. Kristín Pálsdóttir frá Viðvík. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Hraunum og vann þar að bústörfum til lands og sjávar. Hann stundaði nám á Möðruvallaskóla líklega veturnar 1881-1883. Að lokinni þeirri skólagöngu fór hann utan til námsdvalar í Þýskalandi og Noregi. Nokkru eftir að hann kom úr utanförinni gekk hann í þjónustu Gránufélagsins á Sauðárkróki og lagði þar stund á verslunarstörf. Um 1890 varð hann bókhaldari Poppsverslunar á Sauðárkróki og gengdi því starfi til 1898, er hann varð verslunarstjóri Poppsverslunar á Hofsósi. Árið 1904 varð Guðmundur verslunarstjóri Gránufélagsins á Siglufirði og gegndi því starfi til æviloka. Guðmundur kvæntist Jóhönnu Stefánsdóttur frá Reynistað, þau eignuðust fjögur börn.

Helgi Daníelsson (1888-1973)

 • S00954
 • Person
 • 1. feb. 1888 - 28. jan. 1973

Helgi ólst upp á Steinsstöðum, sonur Daníels Sigurðsson pósts á Steinsstöðum og s.k.h. Sigríðar Sigurðardóttur. Bóndi í Flugumýrarhvammi 1913-1916, 1918-1919 og 1922-1924, á Uppsölum 1920-1922, í Enni í Viðvíkursveit 1924-1927, á Miklahóli í Viðvíkursveit 1927-1928, á Sléttu í Fljótum 1929-1938, flutti þaðan á Siglufjörð. Eftir að þangað kom starfaði Helgi hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og annaðist einnig flutninga á varningi til fólks í heimahús, m.a. kolum og olíu.
Kvæntist 1920, Guðbjörgu Ágústu Jóhannsdóttur frá Þorsteinsstaðakoti, þau eignuðust ekki börn saman en ólu upp son Helga frá fyrra sambandi.

Herdís Þorsteinsdóttir (1893-1968)

 • S03032
 • Person

Herdís Þorsteinsdóttir, f. 30.08.1893, d. 23.11.1968. Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og Guðlaug Baldvinsdóttir í Vík í Haganesvík.
Húsfreyja á Siglufirði og í Vestmannaeyjum.
Maki: Jóhann P. Jónsson. Þau eignuðust tvo syni.
Þau bjuggu í Vestamannaeyjum en fluttust að Vík í Haganesvík árið 1933. Seinna fluttust þau til Siglufjarðar.

Kristfríður Friðrika Kristmarsdóttir (1929-2015)

 • S00255
 • Person
 • 23. ágúst 1929 - 24. okt. 2015

Fædd á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Dóttir Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar. Ættleidd af Kristmari Ólafssyni kaupmanni á Siglufirði og Hallfríði Friðriku Jóhannesdóttur móðursystur sinni. Hún var kennd við stjúpa sinn. ,,Kristfríður var jafnvel betur þekkt undir nafninu Didda. Hún flutti til kjörforeldra sinna á Siglufirði 1931, þar ólst hún upp og gekk í skóla. 16 ára flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna fyrir sér. Árið 1948 kynntist hún Höskuldi Þorsteinssyni sem var nýkominn úr flugnámi í Kanada en hann lést í flugslysi, þau eignuðust fimm börn. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Reykjavík en kringum 1955 fluttu þau í Kópavog í hús sem þau byggðu á Víghólastíg. Didda var heimavinnandi að mestu fyrstu árin en brá sér oft til Siglufjarðar og saltaði síld. Árið 1969 flutti hún á Bjarnhólastíg og bjó þar í rúm 30 ár. Árið 1970 hóf hún störf á leikskólanum Kópahvoli og starfaði þar í 27 ár." Seinni maður Kristfríðar var Eyjólfur Ágústsson.

Kristján Ingi Sveinsson (1884-1971)

 • S00543
 • Person
 • 9. september 1884 - 29. apríl 1971

Kristján fæddist á Stekkjarflötum í Austurdal, sonur Sveins Magnússonar og f.k.h. Önnu Guðmundsdóttur. Foreldrar hans bjuggu einnig á Tyrfingsstöðum og Egilsá. Móðir Kristjáns lést þegar hann var 10 ára gamall, fyrst fylgdi hann föður sínum en var svo víða í húsmennsku eða vinnumennsku. Kristján útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum og hóf eftir það störf fyrir bændur í héraðinu, vann að jarðabótum og sem vinnumaður á ýmsum bæjum. Árið 1911 kvæntist hann Sigríði Daníelsdóttur og hófu þau búskap í Stapa, síðar á Lýtingsstöðum, í Flugumýrarhvammi og að Húsabakka. Árið 1920 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem Kristján stundaði ýmsa daglaunavinnu, vann við raflagnir og viðhald á símalínum, við barnakennslu og fór til Siglufjarðar á síldarvertíðar. Hann gaf sig mikið að félagsmálum og vann ötullega að baráttumálum verkamanna. Hann átti sæti í hreppsnefnd Sauðárkróks í þrjú ár og gegndi um tíma starfi fátækrafulltrúa hreppsins. Árið 1942 fluttu Kristján og Sigríður til Hríseyjar og síðar til Siglufjarðar. Í kringum 1960 fluttu þau til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu hjá Sólveigu dóttur sinni. Kristján var vel hagmæltur og orti bæði stökur og ljóð.
Kristján og Sigríður eignuðust þrjár dætur.

Oddný Anna Jónsdóttir (1897-1989)

 • S00347
 • Person
 • 16.09.1897-20.12.1989

Oddný Anna Jónsdóttir fæddist á Siglufirði þann 16. september 1897.
Hún var húsmóðir á Narfastöðum í Viðvíkurhreppi.
Maður hennar var Elías Þórðarson (1897-1991).

Sveinn Norðmann Þorsteinsson (1894-1971)

 • S03031
 • Person
 • 15.12.1894-07.10.1971

Sveinn Norðmann Þorsteinsson, f. 15.12.1894, d. 07.10.1971. Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og Guðlaug Baldvinsdóttir, Vík í Haganesvík.
Sveinn var skipstjóri og hafnarvörður á Siglufirði og síðar hafnarvörður í Vestmannaeyjumþ
Maki: Anna Júlíana Guðmundsdóttir frá Syðsta-Mói í Fljótum (1901-1985). Þau eignuðust þrjú börn.

Sólveig Kristjánsdóttir (1923-2012)

 • S00542
 • Person
 • 21. júní 1923 - 1. ágúst 2012

Sólveig Kristjánsdóttir fæddist á Sauðárkróki hinn 21. júní 1923. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Daníelsdóttur frá Steinsstöðum í Tungusveit og Kristjáns Inga Sveinssonar frá Stekkjarflötum í Austurdal. ,,Sólveig var í foreldrahúsum á Sauðárkróki til tvítugs, en flutti þá með þeim til Hríseyjar og seinna til Siglufjarðar. Hún flutti til Reykjavíkur 1951 og bjó þar með manni sínum til 1996 er hann andaðist. Hún bjó áfram í Reykjavík til 2004, en flutti þá til Sauðárkróks fyrst í eigin íbúð, en síðar á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks." Sólveig giftist Gunnari Guðmundssyni frá Hóli á Langanesi, þau eignuðust saman þrjá syni, fyrir áttu þau bæði einn son.