Showing 1 results

Authority record
Kennari Ártún

Pála Pálsdóttir (1912-1993)

  • S00419
  • Person
  • 25.10.1912 - 29.05.1993

Pála Pálsdóttir fæddist á Hofsósi 25. október 1912. Foreldrar hennar voru Páll Árnason og Halldóra Jóhannsdóttir í Ártúni á Höfðaströnd. Pála útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1933. Að námi loknu varð hún kennari, og skólastjóri um tíma, við Barnaskóla Súðavíkur. Þar kenndi hún til vors 1939, að undanskildu árinu 1935, en þá sótti hún kennaranámskeið við lýðháskólann í Askov í Danmörku og í Vadstena í Svíþjóð. Vorið 1939 var hún skipuð kennari við barnaskólann á Hofsósi og gegndi því starfi til 1975, síðar stundakennari til 1977. 11 ára gömul byrjaði hún að læra á orgel og var organisti við Hofskirkju og síðar Fellskirkju frá 1939-1960, einnig í Hofsóskirkju 1960-1972. Hún var frumkvöðull að stofnun Kvenfélagsins Öldunnar í Hofsósi árið 1951 og formaður þess til 1965 og síðan aftur frá 1975. Hún vann einnig töluvert fyrir Samband skagfirskra kvenna.
Hún sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 1983, sérstaklega fyrir framlag sitt til tónlistar og söngmenntunar.
Maður hennar var Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1993) póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi, þau eignuðust níu börn.