Showing 25 results

Authority record
Hofsós

Anna Sigríður Bogadóttir (1912-1972)

 • S00395
 • Person
 • 09.10.1912 - 12.04.1972

Anna Sigríður Bogadóttir fæddist á Hólum í Austur-Fljótum 9. október 1912.
Hún var húsfreyja á Sólbakka á Hofsósi.
Maður hennar var Jón Kjartansson (1907-1981).

Bragi Ólafsson (1903-1983)

 • S01290
 • Person
 • 18. nóv. 1903 - 19. des. 1983

Foreldrar: Ólafur Vilborgarson verslunarstjóri í Keflavík og s.k.h. Þórdís Einarsdóttir frá Kletti í Geiradal. Bragi ólst upp á heimili foreldra sinna í Keflavík. Hann stundaði nám í Menntaskólanum í R.vík og lauk stúdentsprófi vorið 1923. Um haustið réðst hann síðan til náms í Háskólanum og lauk þar kandidatsprófi í heimspeki ári síðar. Að því loknu innritaðist hann í læknadeild og lauk kandidatsprófi frá HÍ1929. Hann stundaði framhaldsnám í Þýskalandi á árunum 1930-1931 og einnig í Bandaríkjunum árið 1947. Hann starfaði sem læknir í Hafnarfirði frá júní 19 frá júní 1930 til maí 1931 og í Reykjavík frá október 1931-1934, skipaður héraðslæknir í Hofsósslæknishéraði frá 1.6.1934 og starfaði þar til ársloka 1944. Skipaður héraðslæknir í Eyrarbakkahéraði 1945, jafnframt settur læknir í Laugarásshéraði frá 1.5.1947 og til að þjóna læknisstörfum á Vinnuhælinu að Litla-Hrauni 1950. Sinnti þeim störfum til ársins 1967, er hann var skipaður aðstoðarborgarlæknir og starfaði við það embæti fram til 1976.
Kvæntist Amalíu Sigríði Jónsdóttur frá Hafnarfirði, þau eignuðust eina dóttur. Bragi átti einnig dóttur utan hjónabands.

Friðvin Jóhann Svanur Jónsson (1932-1999)

 • S01857
 • Person
 • 11. jan. 1932 - 5. jan. 1999

Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Sigfríður Jóhannsdóttir á Daðastöðum og síðar Steini á Reykjaströnd. Friðvin starfaði sem vélstjóri á togurum fiskiðjunnar Skagfirðings hf. Kvæntist Ingibjörgu Vilhjálmsdóttur, þau voru búsett á Hofsósi og eignuðust fimm börn.

Guðbjörg Stefánsdóttir (1855-1943)

 • S01083
 • Person
 • 19.07.1855-24.02.1943

Frá Fjöllum í Kelduhverfi, alin upp á Siglufirði. Kvæntist Erlendi Pálssyni, þau bjuggu á Siglufirði, Sauðárkróki, Grafarósi og síðast á Hofsósi. Guðbjörg og Erlendur eignuðust sex börn sem upp komust.

Guðmundur Einarsson (1865-1907)

 • S00781
 • Person
 • 15.06.1865-25.09.1907

Foreldrar: Einar Baldvin Guðmundsson b. og alþingismaður á Hraunum og 1. k. h. Kristín Pálsdóttir frá Viðvík. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Hraunum og vann þar að bústörfum til lands og sjávar. Hann stundaði nám á Möðruvallaskóla líklega veturnar 1881-1883. Að lokinni þeirri skólagöngu fór hann utan til námsdvalar í Þýskalandi og Noregi. Nokkru eftir að hann kom úr utanförinni gekk hann í þjónustu Gránufélagsins á Sauðárkróki og lagði þar stund á verslunarstörf. Um 1890 varð hann bókhaldari Poppsverslunar á Sauðárkróki og gengdi því starfi til 1898, er hann varð verslunarstjóri Poppsverslunar á Hofsósi. Árið 1904 varð Guðmundur verslunarstjóri Gránufélagsins á Siglufirði og gegndi því starfi til æviloka. Guðmundur kvæntist Jóhönnu Stefánsdóttur frá Reynistað, þau eignuðust fjögur börn.

Guðmundur Jónsson (1905-1971)

 • S00988
 • Person
 • 4. júní 1905 - 27. apríl 1971

Foreldrar: Jón Guðmundsson bóndi í Teigi og kona hans Elísabet Jóhannsdóttir frá Krossi. Guðmundur fluttist með foreldrum sínum að Teigi þegar hann var tveggja ára gamall og ólst þar upp og átti þar heima allt til 1941. Nokkuð eftir fermingu naut hann um skeið kennslu í unglingaskóla og veturinn 1930-1931 stundaði hann nám í unglingadeild sem rekin var í sambandi við búnaðarskólann á Hólum. Eftir það aflaði hann sér þekkingar á bókhaldi og reikningsfærslu, vann skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga meira og minna um 10 ára skeið. Guðmundur var um árabil endurskoðandi ársreikninga Kaupfélags Austur-Skagfirðinga á Hofsósi. Hann var og skipaður fyrsti hreppstjóri Hofsóshrepps, er kauptúninu var skipt úr Hofshreppi og gegndi því embætti í fjögur ár. Maki: Jóhanna Sigmundsdóttir frá Bjarnastöðum í Unadal, þau eignuðust eina dóttur.

Guðrún Erlendsdóttir (1887-1938)

 • S00904
 • Person
 • 16.12.1887-11.04.1938

Foreldrar: Erlendur Pálsson bókhaldari á Sauðárkróki, síðar verslunarstjóri í Grafarósi og Hofsósi og k.h. Guðbjörg Stefánsdóttir. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki, lauk þar barnaskólanámi og mun einnig hafa lært orgelleik. Fjölskyldan fluttist til Grafaróss 1903 þar sem þau bjuggu til 1915. Guðrún var organisti í kirkjunni á Hofi um skeið og kenndi lítillega orgelleik í Hofsósi og á Siglufirði. Hún flutti til Patreksfjarðar 1913 þar sem hún bjó til 1918 er hún sneri aftur til Hofsóss. Kvæntist árið 1921 Árna Jóhannssyni verslunarmanni á Hofsósi og á Sauðárkróki. Árið 1928 fluttu þau til Siglufjarðar. Þau eignuðust einn son.

Guðrún Jósefsdóttir Blöndal (1865-1898)

 • S02031
 • Person
 • 1865-1898

Dóttir Önnu Margrét Þuríðar Kristjánsdóttur Möller og fyrri manns hennar Jósefs Gottfreðs Björnssonar Blöndal. Guðrún kvæntist Jónasi Jónssyni verslunarstjóra á Hofsósi, þau eignuðust ekki börn. Guðrún lést aðeins 33 ára gömul úr lungnabólgu.

Halldór Sigurðsson (1920-1968)

 • S01315
 • Person
 • 20.02.1920-13.04.1968

Halldór Sigurðsson, f. 20.02.1920 á Sjávarborg í Borgarsveit, d. 13.04.1968 á Hofsósi. Foreldrar: Sigurður Pétursson verkstjóri á Sauðárkróki og seinni kona hans Margrét Björnsdóttir. Halldór ólst upp á heimili foreldra sinna á Sauðárkróki. Hann vann hjá föður sínum við vita- og hafnarbyggingar víðs vegar um land á fyrstu starfsárum ævinnar. Um tvítugt fór hann í Stýrimannaskólann og lauk fiskimannaprófi 1942. Bjó á Ísafirði 1944-1945 og var skipstjóri á Djúpbátnum Fagranesi. Sneri síðan heim til Sauðárkróks og settist að þar. Stundaði sjómennsku alla tíð. Eftir andlát konu sinnar réðst hann til Þorgríms Hermannssonar útvegsmanns á Hofsósi og fluttist þangað 1963 og bjó þar til æviloka. Halldór tók virkan þátt í félagsmálum sjómanna á Sauðakróki. Sat í hreppsnefnd Hofsóss frá 1966 til dánardags. Nokkru áður en Halldórs lést var samið um nýsmíði á stóru togskipi sem keypt var til Hofsóss og heiðruðu íbúar minningu Halldórs með því að gefa skipinu nafn hans.
Maki: Kristjana Sesselja Kjartansdóttir frá Felli í Dýrafirði, f. 21.10.1918, d. 14.12.1960. Þau eignuðust eina dóttur.

Herdís Þorgrímsdóttir (1931-2016)

 • S01747
 • Person
 • 24. jan. 1931 - 18. júlí 2016

Herdís Þorgrímsdóttir fæddist á Stafshóli í Deildardal í Hofshreppi, Skagafirði, 24. janúar 1931. Foreldrar hennar voru Þorgrímur Þorleifsson (1901-1988) og Guðrún Tómasdóttir (1908-1975). ,,Frá Stafnshóli fluttist Herdís að Hjarðarholti við Hofsós. Þar gekk hún í barnaskóla og síðar í húsmæðraskólann að Löngumýri í Skagafirði. Herdís giftist Halldóri Sigurgeirssyni bónda og organista árið 1953, fluttu þá í Arnstapa í Þingeyjarsveit og bjuggu með tengdaforeldrum sínum þar. Halldór lést 1968 og bjó Herdís áfram á Arnstapa síðustu árin með syni sínum Þorgeiri þar til hann tók við búinu. Samhliða bústörfunum vann Herdís ýmis störf við Stórutjarnaskóla." Herdís og Halldór, eignuðust sex börn.

Hólmfríður Svandís Runólfsdóttir (1932-1987)

 • S00249
 • Person
 • 11.12.1932-05.08.1987

Fædd á Dýrfinnustöðum. Dóttir Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar. Kvæntist Valgarði Þ. Björnssyni frá Bæ á Höfðaströnd, seinna læknir í Borgarnesi. Þau bjuggu á Hofsósi og í Borgarnesi.

Ingveldur Jónsdóttir (1839-1907)

 • S01561
 • Person
 • 4. jan. 1839 - 3. júlí 1907

Dóttir Sr. Jóns Hallssonar og k.h. Jóhönnu Hallsdóttur. Húsfreyja í Krossanesi, Seyluhr., Skag., síðar á Hofsósi. Var á Felli, Fellssókn, Skag. 1845. Kvæntist Stefáni Einarssyni frá Reynistað.

Jean Valgard Claessen (1850-1918)

 • S00808
 • Person
 • 09.10.1850-27.12.1918

Ólst upp með foreldrum sínum í Khöfn. Rak verslun í Hofsósi, kom þangað á vegum Chr. Thaae stórkaupmanns. Hann tók við stjórn Hofsósverslunar 1871, 21 árs gamall. Nokkrum árum síðar tók hann svo við stjórn verslunar í Grafarósi. En 1879 fluttist hann til Sauðárkróks og tók við stjórn verzlunar Lud. Popps. Gegndi hann því starfi uns Popp flutti sjálfur til Sauðárkróks árið 1885. Árið eftir stofnaði Claessen sjálfstæða verslun sem hann rak til haustsins 1904, er hann flutti til Reykjavíkur, nýskipaður landsféhirðir. Gegndi því starfi til vorsins 1918 þá veiktist hann og lést í árslok. Starf hans að félagsmálum á Sauðárkróki var bæði mikið og farsælt. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Sauðárkróks og formaður hans um skeið. Fyrsti formaður og leiðbeinandi leikfélags Sauðárkróks. Einn af aðal hvatamönnum að byggingu Sauðárkrókskirkju og fyrsti formaður sóknarnefndar þar.
Kvæntist Kristínu Eggertsdóttur Briem 1876 og eignuðust þau saman fjögur börn, Kristín lést aðeins viku eftir að yngsta barnið fæddist. Seinni kona Jean Valgard var Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller, þau kvæntust árið 1885 og eignuðust fjögur börn saman, tvö þeirra komust á legg, fyrir átti Anna tvo syni.

Jófríður Björnsdóttir (1927-2000)

 • S01327
 • Person
 • 27. september 1927 - 20. desember 2000

Jófríður Björnsdóttir fæddist að Bæ á Höfðaströnd 27. september 1927. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Ingibjargar Kristinsdóttur og Björns Jónssonar hreppstjóra frá Bæ á Höfðaströnd. ,,Jófríður stundaði nám við Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1945-1946. Áður en hún stofnaði heimili starfaði hún sem hótelstýra á Hofsósi, ráðskona á hótelinu Blönduósi og í Fornahvammi en sem ráðskona fyrir vegavinnuflokk og á Hólum í Hjaltadal fyrstu sumur eftir giftingu. Síðari hluta vetrar 1964 dvaldist hún í Reykjavík og lærði sniðagerð og saumaskap. Eftir það stundaði hún saumaskap á heimili sínu allt til þess er hún gerðist verkstjóri í verksmiðjunni Ylrúnu á Sauðárkróki um miðjan áttunda áratuginn þar sem hún starfaði allt til ársins 1992. Jófríður tók virkan þátt í félagsmálum, var m.a. formaður Kvenfélags Sauðárkróks, söng með Kirkjukór Sauðárkróks um árabil og í kór eldri borgara í Skagafirði síðustu árin. Jófríður giftist hinn 31. ágúst 1950 Gunnari Þórðarsyni bifreiðastjóra, síðar yfirlögregluþjóni og bifreiðaeftirlitsmanni, frá Lóni, Viðvíkursveit, þau eignuðust tvær dætur."

Jónas Kristjánsson (1870-1960)

 • S00532
 • Person
 • 20. sept. 1870 - 3. apríl 1960

Jónas Kristjánsson fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870. Jónas var stúdent frá Lærða skólanum í júní 1896. Cand. med. frá Læknaskólanum 11. febrúar 1901. Á árunum 1908-1938 fór hann utan í námsferðir og á seinni árum til að kynna sér matarræði og náttúrulækningar. Hann starfaði á sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn 1901, var héraðslæknir í Fljótdalshéraði 1901-1911. Hann þjónaði einnig á Hróarstunguhéraði 1905-1906 og 1908-1910. Hann sat á Arnheiðarstöðum 1901-1902 og síðan á Brekku í Fljótsdal.
Jónas var héraðslæknir í Sauðárkrókshéraði 1911-1938 og þjónaði jafnframt í Hofsóshéraði frá 1924, að hluta á móti héraðslækninum í Siglufjarðarhéraði. Er hann fékk lausn frá embætti árið 1938, fluttist hann til Reykjavíkur og var starfandi læknir þar, uns hann gerðist læknir við heilsuhæli Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði frá stofnun þess 1955 og til ársins 1958. Jónas sat á Alþingi 1927-1930. Hann átti frumkvæði að stofnun skátafélags á Sauðárkróki, var forseti Framfarafélags Skagfirðinga 1914-1938 og formaður Tóbaksbindindisfélags Sauðárkróks. Sat í stjórn Náttúrulækningafélagsins á Sauðárkróki 1937-1938 og Náttúrulækningafélags Íslands í Reykjavík frá stofnun þess 1939 til æviloka.
Kona hans var Hansína Benediktsdóttir (1874-1948) frá Grenjaðarstað.

Kristinn Erlendsson (1873-1951)

 • S01117
 • Person
 • 28. desember 1873 - 17. nóvember 1951

Foreldrar: Erlendur Jónsson hreppstjóri í Gröf á Höfðaströnd og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá Konráði Jónssyni og Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur í Miðhúsum í Óslandshlíð og Bæ á Höfðaströnd. Gagnfræðingur frá Möðruvöllum 1895. Kennari í Skarðshreppi 1909-1910 og 1912-1913, í Hofshreppi 1913-1914 og 1920-1925. Bóndi á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1903-1907, bús. á Sauðárkróki 1907-1913 og á Hofsósi 1913-1948 er hann fluttist til Reykjavíkur. Samhliða kennslustörfum starfaði Kristinn töluvert við smíðar. Hann var formaður sóknarnefndar og meðhjálpari í Hofskirkju í mörg ár. Starfaði einnig mikið að ýmsum félagsmálum. Kristinn kvæntist Sigurlínu Ágústínu Gísladóttur frá Neðra-Ási, þau eignuðust tíu börn saman, einnig eignaðist Kristinn dóttur utan hjónabands með Sigurlaugu Jósafatsdóttur frá Krossanesi.

Lárus Stefánsson Thorarensen (1799-1864)

 • S01490
 • Person
 • 14. júní 1799 - 19. apríl 1864

Lárus Stefánsson Thorarensen sýslumaður og bóndi að Enni á Höfðaströnd. Faðir: Stefán Þórarinsson konfersráð, amtmaður. Móðir: Ragnheiður Vigfúsdóttir Scheving.
Lárus fæddist að Möðruvallaklaustri 1799. Hann ólst upp hjá Vigfúsi sýslumanni Scheving, afa sínum, á Víðivöllum og síðar í Viðey. Lárus fór utan og nam lög við háskólann (líklega Kaupmannaháskóla). Hann lauk embættisprófi 1821. Var svo í rentukammerinu (sem "volonteur") þar til honum var veitt Skagafjarðarsýsla 13. maí 1826. Kom til landsins það sama sumar og settist til að byrja með að á Hofsósi. Ári síðar (1827) giftist hann Elínu [Elín Christine Jakobsdóttir Havsteen (um 1800-24.08.1873)] en hún var dóttir Jakobs Havsteen, kaupmanns á Hofsósi. Lárus reisti svo bú á Enni á Höfðaströnd.

Magnús Einar Jóhannsson (1874-1923)

 • S01565
 • Person
 • 27. júlí 1874 - 23. des. 1923

Magnús ólst upp í Arabæ hjá foreldrum sínum. Hann gekk í Latínuskólann í Rvík og lauk þaðan stúdentsprófi þaðan vorið 1898 og frá Læknaskólanum í Rvík í júní 1898. Sumarið 1897 var hann aðstoðarmaður hjá Fr. Zeuten héraðslækni á Eskifirði. Haustið 1898 var hann settur héraðslæknir í Sauðárkrókshérði til næsta vors og sat á S.króki. Árið 1899-1900 var hann skipaður héraðslæknir í Hofsóshéraði, sem þá var ný stofnað og gegndi því embætti til æviloka. Allt frá æskuárum hafði hann mikinn áhuga á leiklist, tók sjálfur þátt í leiksýningum skólapilta öll sín skólaár, og stjórnaði leiksýningum á S.króki veturinn, sem hann dvaldist þar. Lét hann sér einnig mjög annt um Lestrarfélag Hofshrepps, var í stjórn þess og annaðist bókakaup þess og bókavörslu á heimili sínu um langt árabil. Einnig annaðist hann um tíma útgáfu á handskrifuðu sveitarblaði, Höfðstrendingi, á vegum Málfundafélags staðarins og skrifaði það að miklu leyti einn. Kom hann þar á framfæri ýmsum áhugamálum sínum, sem vörðuðu hag byggðarlagsins. Árið 1916 festi hann kaup á jörðinni Hugljótsstöðum á Höfðaströnd sem hann nytjaði síðan. Magnús kvæntist Rannveigu Tómasdóttur frá Völlum í Svarfaðardal, þau eignuðust sjö börn.

Margrét Erlendsdóttir (1894-1959)

 • S01081
 • Person
 • 6. desember 1894 - 4. apríl 1959

Dóttir Erlendar Pálssonar verslunarstjóra, síðast á Hofsósi og Guðbjargar Stefánsdóttur. Húsfreyja í Hólakoti í Hofssókn, Skag. 1930. Síðast bús. á Siglufirði.

Nöf hf.

 • S00270
 • Privat company
 • 1968-1973

Útgerðarfélagið Nöf hf. Hofsósi var stofnað árið 1968. Árið 1973 sameinuðust Nöf hf. og Útgerðarfélag Skagfirðinga um kaup á togara frá Noregi og í framhaldi voru félögin sameinuð.

Pála Pálsdóttir (1912-1993)

 • S00419
 • Person
 • 25.10.1912 - 29.05.1993

Pála Pálsdóttir fæddist á Hofsósi 25. október 1912. Foreldrar hennar voru Páll Árnason og Halldóra Jóhannsdóttir í Ártúni á Höfðaströnd. Pála útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1933. Að námi loknu varð hún kennari, og skólastjóri um tíma, við Barnaskóla Súðavíkur. Þar kenndi hún til vors 1939, að undanskildu árinu 1935, en þá sótti hún kennaranámskeið við lýðháskólann í Askov í Danmörku og í Vadstena í Svíþjóð. Vorið 1939 var hún skipuð kennari við barnaskólann á Hofsósi og gegndi því starfi til 1975, síðar stundakennari til 1977. 11 ára gömul byrjaði hún að læra á orgel og var organisti við Hofskirkju og síðar Fellskirkju frá 1939-1960, einnig í Hofsóskirkju 1960-1972. Hún var frumkvöðull að stofnun Kvenfélagsins Öldunnar í Hofsósi árið 1951 og formaður þess til 1965 og síðan aftur frá 1975. Hún vann einnig töluvert fyrir Samband skagfirskra kvenna.
Hún sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 1983, sérstaklega fyrir framlag sitt til tónlistar og söngmenntunar.
Maður hennar var Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1993) póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi, þau eignuðust níu börn.

Pálmi Þóroddsson (1862-1955)

 • S00069
 • Person
 • 09.11.1862-02.07.1955

Séra Pálmi Þóroddsson, prestur Hofsósi. Fæddur á Hvassahrauni í Gullbringusýslu 09.11.1862. Faðir: Þóroddur Magnússon (1832-1879). Móðir: Anna Guðbrandsdóttir (1827-1894). Foreldrar Pálma voru fátækir og fóru í mörg ár í kaupavinnu norður í Skagafjörð til Björn Pálmasonar í Ásgeirsbrekku. Séra Sigurður Sivertsen styrkti Pálma til náms í Latínuskólanum. Pálmi varð stúdent 1883 og útskrifaðist úr Prestaskólanum 1885. Þjónaði sem prestur við Fell í Sléttuhlíð 1885-1891 og á Höfða frá 1891-1908 en síðan í Hofsós. Fékk lausn frá embætti árið 1934. Séra Pálmi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum; hann átti sæti í hreppsnefnd Hofshrepps, sat í stjórn búnaðarfélagsins, var sýslunefndarmaður fyrir Hofshrepp frá 1900-1928 og sat í skóla- og fræðslunefnd í áratugi.
Pálmi kvæntist Önnu Hólmfríði Jónsdóttur(1855-1946) árið 1884. Saman áttu þau 12 börn.

Árni Jóhannsson (1897-1976)

 • S01379
 • Person
 • 08.10.1897-19.08.1976

Foreldrar: Jóhann Kristinn Árnason b. í Garðshorni á Höfðaströnd og þurrabúðarmaður og kennari í Lágubúð á Bæjarklettum og k.h. Sigríður Jónsdóttir. Árni ólst upp með foreldrum sínum til níu ára aldurs er honum var komið í fóstur til Jóns Konráðssonar hreppstjóra og k.h. Jófríðar Björnsdóttur í Bæ á Höfðaströnd. Verslunarmaður og bókhaldari í Hofsósi 1919-1927. Árið 1928 fluttist hann ásamt fyrri konu sinni Guðrúnu Erlendsdóttur, til Siglufjarðar þar sem hann stundaði ýmis verslunar- og skrifstofustörf fyrst um sinn en var svo ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri Kjötbúðar Siglufjarðar. Þremur árum síðar gerðist hann bókhaldari Kaupfélags Siglfirðinga og var við það starf í áratug eða þar til hann stofnaði eigin bókhaldsstofu, jafnframt því að reka örlitla umboðs- og heildverslun. Haustið 1945 flutti hann ásamt seinni konu sinni, Ingibjörgu Sigfúsdóttur til Sauðárkróks. Þar starfrækti hann ásamt mági sínum verslunar- og byggingarfyrirtæki. Fimm árum síðar flutti fjölskyldan aftur til Siglufjarðar þar sem þau bjuggu til æviloka.
Kona 1: Guðrún Erlendsdóttir (1887-1938) frá Sauðárkróki, þau eignuðust einn son saman.
Kona 2: Ingibjörg Margrét Sigfúsdóttir (1903-1978), þau eignuðust tvö börn saman, fyrir átti Ingibjörg tvo syni.

Ásdís Vilhelmsdóttir (1926-)

 • S00056
 • Person
 • 20.12.1926-

Ásdís Vilhelmsdóttir, f. á Hofsósi 20.12.1926. Foreldrar: Vilhelm Magnús Erlendsson (1891-1972) og Hallfríður Pálmadóttir (1891-1977).