Showing 85 results

Authority record
Hofsós

Ásdís Vilhelmsdóttir (1926-)

  • S00056
  • Person
  • 20.12.1926-

Ásdís Vilhelmsdóttir, f. á Hofsósi 20.12.1926. Foreldrar: Vilhelm Magnús Erlendsson (1891-1972) og Hallfríður Pálmadóttir (1891-1977).

Pálmi Þóroddsson (1862-1955)

  • S00069
  • Person
  • 09.11.1862-02.07.1955

Séra Pálmi Þóroddsson, prestur Hofsósi. Fæddur á Hvassahrauni í Gullbringusýslu 09.11.1862. Faðir: Þóroddur Magnússon (1832-1879). Móðir: Anna Guðbrandsdóttir (1827-1894). Foreldrar Pálma voru fátækir og fóru í mörg ár í kaupavinnu norður í Skagafjörð til Björn Pálmasonar í Ásgeirsbrekku. Séra Sigurður Sivertsen styrkti Pálma til náms í Latínuskólanum. Pálmi varð stúdent 1883 og útskrifaðist úr Prestaskólanum 1885. Þjónaði sem prestur við Fell í Sléttuhlíð 1885-1891 og á Höfða frá 1891-1908 en síðan í Hofsós. Fékk lausn frá embætti árið 1934. Séra Pálmi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum; hann átti sæti í hreppsnefnd Hofshrepps, sat í stjórn búnaðarfélagsins, var sýslunefndarmaður fyrir Hofshrepp frá 1900-1928 og sat í skóla- og fræðslunefnd í áratugi.
Pálmi kvæntist Önnu Hólmfríði Jónsdóttur(1855-1946) árið 1884. Saman áttu þau 12 börn.

Hólmfríður Svandís Runólfsdóttir (1932-1987)

  • S00249
  • Person
  • 11.12.1932-05.08.1987

Fædd á Dýrfinnustöðum. Dóttir Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar. Kvæntist Valgarði Þ. Björnssyni frá Bæ á Höfðaströnd, seinna læknir í Borgarnesi. Þau bjuggu á Hofsósi og í Borgarnesi.

Nöf hf.

  • S00270
  • Privat company
  • 1968-1973

Útgerðarfélagið Nöf hf. Hofsósi var stofnað árið 1968. Árið 1973 sameinuðust Nöf hf. og Útgerðarfélag Skagfirðinga um kaup á togara frá Noregi og í framhaldi voru félögin sameinuð.

Jean Valgard Claessen (1850-1918)

  • S00808
  • Person
  • 09.10.1850-27.12.1918

Ólst upp með foreldrum sínum í Khöfn. Rak verslun í Hofsósi, kom þangað á vegum Chr. Thaae stórkaupmanns. Hann tók við stjórn Hofsósverslunar 1871, 21 árs gamall. Nokkrum árum síðar tók hann svo við stjórn verslunar í Grafarósi. En 1879 fluttist hann til Sauðárkróks og tók við stjórn verzlunar Lud. Popps. Gegndi hann því starfi uns Popp flutti sjálfur til Sauðárkróks árið 1885. Árið eftir stofnaði Claessen sjálfstæða verslun sem hann rak til haustsins 1904, er hann flutti til Reykjavíkur, nýskipaður landsféhirðir. Gegndi því starfi til vorsins 1918 þá veiktist hann og lést í árslok. Starf hans að félagsmálum á Sauðárkróki var bæði mikið og farsælt. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Sauðárkróks og formaður hans um skeið. Fyrsti formaður og leiðbeinandi leikfélags Sauðárkróks. Einn af aðal hvatamönnum að byggingu Sauðárkrókskirkju og fyrsti formaður sóknarnefndar þar.
Kvæntist Kristínu Eggertsdóttur Briem 1876 og eignuðust þau saman fjögur börn, Kristín lést aðeins viku eftir að yngsta barnið fæddist. Seinni kona Jean Valgard var Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller, þau kvæntust árið 1885 og eignuðust fjögur börn saman, tvö þeirra komust á legg, fyrir átti Anna tvo syni.

Guðrún Erlendsdóttir (1887-1938)

  • S00904
  • Person
  • 16.12.1887-11.04.1938

Foreldrar: Erlendur Pálsson bókhaldari á Sauðárkróki, síðar verslunarstjóri í Grafarósi og Hofsósi og k.h. Guðbjörg Stefánsdóttir. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki, lauk þar barnaskólanámi og mun einnig hafa lært orgelleik. Fjölskyldan fluttist til Grafaróss 1903 þar sem þau bjuggu til 1915. Guðrún var organisti í kirkjunni á Hofi um skeið og kenndi lítillega orgelleik í Hofsósi og á Siglufirði. Hún flutti til Patreksfjarðar 1913 þar sem hún bjó til 1918 er hún sneri aftur til Hofsóss. Kvæntist árið 1921 Árna Jóhannssyni verslunarmanni á Hofsósi og á Sauðárkróki. Árið 1928 fluttu þau til Siglufjarðar. Þau eignuðust einn son.

Margrét Erlendsdóttir (1894-1959)

  • S01081
  • Person
  • 6. desember 1894 - 4. apríl 1959

Dóttir Erlendar Pálssonar verslunarstjóra, síðast á Hofsósi og Guðbjargar Stefánsdóttur. Húsfreyja í Hólakoti í Hofssókn, Skag. 1930. Síðast bús. á Siglufirði.

Guðbjörg Stefánsdóttir (1855-1943)

  • S01083
  • Person
  • 19.07.1855-24.02.1943

Frá Fjöllum í Kelduhverfi, alin upp á Siglufirði. Kvæntist Erlendi Pálssyni, þau bjuggu á Siglufirði, Sauðárkróki, Grafarósi og síðast á Hofsósi. Guðbjörg og Erlendur eignuðust sex börn sem upp komust.

Kristinn Erlendsson (1873-1951)

  • S01117
  • Person
  • 28. desember 1873 - 17. nóvember 1951

Foreldrar: Erlendur Jónsson hreppstjóri í Gröf á Höfðaströnd og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá Konráði Jónssyni og Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur í Miðhúsum í Óslandshlíð og Bæ á Höfðaströnd. Gagnfræðingur frá Möðruvöllum 1895. Kennari í Skarðshreppi 1909-1910 og 1912-1913, í Hofshreppi 1913-1914 og 1920-1925. Bóndi á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1903-1907, bús. á Sauðárkróki 1907-1913 og á Hofsósi 1913-1948 er hann fluttist til Reykjavíkur. Samhliða kennslustörfum starfaði Kristinn töluvert við smíðar. Hann var formaður sóknarnefndar og meðhjálpari í Hofskirkju í mörg ár. Starfaði einnig mikið að ýmsum félagsmálum. Kristinn kvæntist Sigurlínu Ágústínu Gísladóttur frá Neðra-Ási, þau eignuðust tíu börn saman, einnig eignaðist Kristinn dóttur utan hjónabands með Sigurlaugu Jósafatsdóttur frá Krossanesi.

Bragi Ólafsson (1903-1983)

  • S01290
  • Person
  • 18. nóv. 1903 - 19. des. 1983

Foreldrar: Ólafur Vilborgarson verslunarstjóri í Keflavík og s.k.h. Þórdís Einarsdóttir frá Kletti í Geiradal. Bragi ólst upp á heimili foreldra sinna í Keflavík. Hann stundaði nám í Menntaskólanum í R.vík og lauk stúdentsprófi vorið 1923. Um haustið réðst hann síðan til náms í Háskólanum og lauk þar kandidatsprófi í heimspeki ári síðar. Að því loknu innritaðist hann í læknadeild og lauk kandidatsprófi frá HÍ1929. Hann stundaði framhaldsnám í Þýskalandi á árunum 1930-1931 og einnig í Bandaríkjunum árið 1947. Hann starfaði sem læknir í Hafnarfirði frá júní 19 frá júní 1930 til maí 1931 og í Reykjavík frá október 1931-1934, skipaður héraðslæknir í Hofsósslæknishéraði frá 1.6.1934 og starfaði þar til ársloka 1944. Skipaður héraðslæknir í Eyrarbakkahéraði 1945, jafnframt settur læknir í Laugarásshéraði frá 1.5.1947 og til að þjóna læknisstörfum á Vinnuhælinu að Litla-Hrauni 1950. Sinnti þeim störfum til ársins 1967, er hann var skipaður aðstoðarborgarlæknir og starfaði við það embæti fram til 1976.
Kvæntist Amalíu Sigríði Jónsdóttur frá Hafnarfirði, þau eignuðust eina dóttur. Bragi átti einnig dóttur utan hjónabands.

Halldór Sigurðsson (1920-1968)

  • S01315
  • Person
  • 20.02.1920-13.04.1968

Halldór Sigurðsson, f. 20.02.1920 á Sjávarborg í Borgarsveit, d. 13.04.1968 á Hofsósi. Foreldrar: Sigurður Pétursson verkstjóri á Sauðárkróki og seinni kona hans Margrét Björnsdóttir. Halldór ólst upp á heimili foreldra sinna á Sauðárkróki. Hann vann hjá föður sínum við vita- og hafnarbyggingar víðs vegar um land á fyrstu starfsárum ævinnar. Um tvítugt fór hann í Stýrimannaskólann og lauk fiskimannaprófi 1942. Bjó á Ísafirði 1944-1945 og var skipstjóri á Djúpbátnum Fagranesi. Sneri síðan heim til Sauðárkróks og settist að þar. Stundaði sjómennsku alla tíð. Eftir andlát konu sinnar réðst hann til Þorgríms Hermannssonar útvegsmanns á Hofsósi og fluttist þangað 1963 og bjó þar til æviloka. Halldór tók virkan þátt í félagsmálum sjómanna á Sauðakróki. Sat í hreppsnefnd Hofsóss frá 1966 til dánardags. Nokkru áður en Halldórs lést var samið um nýsmíði á stóru togskipi sem keypt var til Hofsóss og heiðruðu íbúar minningu Halldórs með því að gefa skipinu nafn hans.
Maki: Kristjana Sesselja Kjartansdóttir frá Felli í Dýrafirði, f. 21.10.1918, d. 14.12.1960. Þau eignuðust eina dóttur.

Jófríður Björnsdóttir (1927-2000)

  • S01327
  • Person
  • 27. september 1927 - 20. desember 2000

Jófríður Björnsdóttir fæddist að Bæ á Höfðaströnd 27. september 1927. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Ingibjargar Kristinsdóttur og Björns Jónssonar hreppstjóra frá Bæ á Höfðaströnd. ,,Jófríður stundaði nám við Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1945-1946. Áður en hún stofnaði heimili starfaði hún sem hótelstýra á Hofsósi, ráðskona á hótelinu Blönduósi og í Fornahvammi en sem ráðskona fyrir vegavinnuflokk og á Hólum í Hjaltadal fyrstu sumur eftir giftingu. Síðari hluta vetrar 1964 dvaldist hún í Reykjavík og lærði sniðagerð og saumaskap. Eftir það stundaði hún saumaskap á heimili sínu allt til þess er hún gerðist verkstjóri í verksmiðjunni Ylrúnu á Sauðárkróki um miðjan áttunda áratuginn þar sem hún starfaði allt til ársins 1992. Jófríður tók virkan þátt í félagsmálum, var m.a. formaður Kvenfélags Sauðárkróks, söng með Kirkjukór Sauðárkróks um árabil og í kór eldri borgara í Skagafirði síðustu árin. Jófríður giftist hinn 31. ágúst 1950 Gunnari Þórðarsyni bifreiðastjóra, síðar yfirlögregluþjóni og bifreiðaeftirlitsmanni, frá Lóni, Viðvíkursveit, þau eignuðust tvær dætur."

Árni Jóhannsson (1897-1976)

  • S01379
  • Person
  • 08.10.1897-19.08.1976

Foreldrar: Jóhann Kristinn Árnason b. í Garðshorni á Höfðaströnd og þurrabúðarmaður og kennari í Lágubúð á Bæjarklettum og k.h. Sigríður Jónsdóttir. Árni ólst upp með foreldrum sínum til níu ára aldurs er honum var komið í fóstur til Jóns Konráðssonar hreppstjóra og k.h. Jófríðar Björnsdóttur í Bæ á Höfðaströnd. Verslunarmaður og bókhaldari í Hofsósi 1919-1927. Árið 1928 fluttist hann ásamt fyrri konu sinni Guðrúnu Erlendsdóttur, til Siglufjarðar þar sem hann stundaði ýmis verslunar- og skrifstofustörf fyrst um sinn en var svo ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri Kjötbúðar Siglufjarðar. Þremur árum síðar gerðist hann bókhaldari Kaupfélags Siglfirðinga og var við það starf í áratug eða þar til hann stofnaði eigin bókhaldsstofu, jafnframt því að reka örlitla umboðs- og heildverslun. Haustið 1945 flutti hann ásamt seinni konu sinni, Ingibjörgu Sigfúsdóttur til Sauðárkróks. Þar starfrækti hann ásamt mági sínum verslunar- og byggingarfyrirtæki. Fimm árum síðar flutti fjölskyldan aftur til Siglufjarðar þar sem þau bjuggu til æviloka.
Kona 1: Guðrún Erlendsdóttir (1887-1938) frá Sauðárkróki, þau eignuðust einn son saman.
Kona 2: Ingibjörg Margrét Sigfúsdóttir (1903-1978), þau eignuðust tvö börn saman, fyrir átti Ingibjörg tvo syni.

Lárus Stefánsson Thorarensen (1799-1864)

  • S01490
  • Person
  • 14. júní 1799 - 19. apríl 1864

Lárus Stefánsson Thorarensen sýslumaður og bóndi að Enni á Höfðaströnd. Faðir: Stefán Þórarinsson konfersráð, amtmaður. Móðir: Ragnheiður Vigfúsdóttir Scheving.
Lárus fæddist að Möðruvallaklaustri 1799. Hann ólst upp hjá Vigfúsi sýslumanni Scheving, afa sínum, á Víðivöllum og síðar í Viðey. Lárus fór utan og nam lög við háskólann (líklega Kaupmannaháskóla). Hann lauk embættisprófi 1821. Var svo í rentukammerinu (sem "volonteur") þar til honum var veitt Skagafjarðarsýsla 13. maí 1826. Kom til landsins það sama sumar og settist til að byrja með að á Hofsósi. Ári síðar (1827) giftist hann Elínu [Elín Christine Jakobsdóttir Havsteen (um 1800-24.08.1873)] en hún var dóttir Jakobs Havsteen, kaupmanns á Hofsósi. Lárus reisti svo bú á Enni á Höfðaströnd.

Ingveldur Jónsdóttir (1839-1907)

  • S01561
  • Person
  • 4. jan. 1839 - 3. júlí 1907

Dóttir Sr. Jóns Hallssonar og k.h. Jóhönnu Hallsdóttur. Húsfreyja í Krossanesi, Seyluhr., Skag., síðar á Hofsósi. Var á Felli, Fellssókn, Skag. 1845. Kvæntist Stefáni Einarssyni frá Reynistað.

Magnús Einar Jóhannsson (1874-1923)

  • S01565
  • Person
  • 27. júlí 1874 - 23. des. 1923

Magnús ólst upp í Arabæ hjá foreldrum sínum. Hann gekk í Latínuskólann í Rvík og lauk þaðan stúdentsprófi þaðan vorið 1898 og frá Læknaskólanum í Rvík í júní 1898. Sumarið 1897 var hann aðstoðarmaður hjá Fr. Zeuten héraðslækni á Eskifirði. Haustið 1898 var hann settur héraðslæknir í Sauðárkrókshérði til næsta vors og sat á S.króki. Árið 1899-1900 var hann skipaður héraðslæknir í Hofsóshéraði, sem þá var ný stofnað og gegndi því embætti til æviloka. Allt frá æskuárum hafði hann mikinn áhuga á leiklist, tók sjálfur þátt í leiksýningum skólapilta öll sín skólaár, og stjórnaði leiksýningum á S.króki veturinn, sem hann dvaldist þar. Lét hann sér einnig mjög annt um Lestrarfélag Hofshrepps, var í stjórn þess og annaðist bókakaup þess og bókavörslu á heimili sínu um langt árabil. Einnig annaðist hann um tíma útgáfu á handskrifuðu sveitarblaði, Höfðstrendingi, á vegum Málfundafélags staðarins og skrifaði það að miklu leyti einn. Kom hann þar á framfæri ýmsum áhugamálum sínum, sem vörðuðu hag byggðarlagsins. Árið 1916 festi hann kaup á jörðinni Hugljótsstöðum á Höfðaströnd sem hann nytjaði síðan. Magnús kvæntist Rannveigu Tómasdóttur frá Völlum í Svarfaðardal, þau eignuðust sjö börn.

Guðrún Jósefsdóttir Blöndal (1865-1898)

  • S02031
  • Person
  • 1865-1898

Dóttir Önnu Margrét Þuríðar Kristjánsdóttur Möller og fyrri manns hennar Jósefs Gottfreðs Björnssonar Blöndal. Guðrún kvæntist Jónasi Jónssyni verslunarstjóra á Hofsósi, þau eignuðust ekki börn. Guðrún lést aðeins 33 ára gömul úr lungnabólgu.

Jónas Kristjánsson (1870-1960)

  • S00532
  • Person
  • 20. sept. 1870 - 3. apríl 1960

Jónas Kristjánsson fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870. Jónas var stúdent frá Lærða skólanum í júní 1896. Cand. med. frá Læknaskólanum 11. febrúar 1901. Á árunum 1908-1938 fór hann utan í námsferðir og á seinni árum til að kynna sér matarræði og náttúrulækningar. Hann starfaði á sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn 1901, var héraðslæknir í Fljótdalshéraði 1901-1911. Hann þjónaði einnig á Hróarstunguhéraði 1905-1906 og 1908-1910. Hann sat á Arnheiðarstöðum 1901-1902 og síðan á Brekku í Fljótsdal.
Jónas var héraðslæknir í Sauðárkrókshéraði 1911-1938 og þjónaði jafnframt í Hofsóshéraði frá 1924, að hluta á móti héraðslækninum í Siglufjarðarhéraði. Er hann fékk lausn frá embætti árið 1938, fluttist hann til Reykjavíkur og var starfandi læknir þar, uns hann gerðist læknir við heilsuhæli Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði frá stofnun þess 1955 og til ársins 1958. Jónas sat á Alþingi 1927-1930. Hann átti frumkvæði að stofnun skátafélags á Sauðárkróki, var forseti Framfarafélags Skagfirðinga 1914-1938 og formaður Tóbaksbindindisfélags Sauðárkróks. Sat í stjórn Náttúrulækningafélagsins á Sauðárkróki 1937-1938 og Náttúrulækningafélags Íslands í Reykjavík frá stofnun þess 1939 til æviloka.
Kona hans var Hansína Benediktsdóttir (1874-1948) frá Grenjaðarstað.

Guðmundur Jónsson (1905-1971)

  • S00988
  • Person
  • 4. júní 1905 - 27. apríl 1971

Foreldrar: Jón Guðmundsson bóndi í Teigi og kona hans Elísabet Jóhannsdóttir frá Krossi. Guðmundur fluttist með foreldrum sínum að Teigi þegar hann var tveggja ára gamall og ólst þar upp og átti þar heima allt til 1941. Nokkuð eftir fermingu naut hann um skeið kennslu í unglingaskóla og veturinn 1930-1931 stundaði hann nám í unglingadeild sem rekin var í sambandi við búnaðarskólann á Hólum. Eftir það aflaði hann sér þekkingar á bókhaldi og reikningsfærslu, vann skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga meira og minna um 10 ára skeið. Guðmundur var um árabil endurskoðandi ársreikninga Kaupfélags Austur-Skagfirðinga á Hofsósi. Hann var og skipaður fyrsti hreppstjóri Hofsóshrepps, er kauptúninu var skipt úr Hofshreppi og gegndi því embætti í fjögur ár. Maki: Jóhanna Sigmundsdóttir frá Bjarnastöðum í Unadal, þau eignuðust eina dóttur.

Herdís Þorgrímsdóttir (1931-2016)

  • S01747
  • Person
  • 24. jan. 1931 - 18. júlí 2016

Herdís Þorgrímsdóttir fæddist á Stafshóli í Deildardal í Hofshreppi, Skagafirði, 24. janúar 1931. Foreldrar hennar voru Þorgrímur Þorleifsson (1901-1988) og Guðrún Tómasdóttir (1908-1975). ,,Frá Stafnshóli fluttist Herdís að Hjarðarholti við Hofsós. Þar gekk hún í barnaskóla og síðar í húsmæðraskólann að Löngumýri í Skagafirði. Herdís giftist Halldóri Sigurgeirssyni bónda og organista árið 1953, fluttu þá í Arnstapa í Þingeyjarsveit og bjuggu með tengdaforeldrum sínum þar. Halldór lést 1968 og bjó Herdís áfram á Arnstapa síðustu árin með syni sínum Þorgeiri þar til hann tók við búinu. Samhliða bústörfunum vann Herdís ýmis störf við Stórutjarnaskóla." Herdís og Halldór, eignuðust sex börn.

Guðmundur Einarsson (1865-1907)

  • S00781
  • Person
  • 15.06.1865-25.09.1907

Foreldrar: Einar Baldvin Guðmundsson b. og alþingismaður á Hraunum og 1. k. h. Kristín Pálsdóttir frá Viðvík. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Hraunum og vann þar að bústörfum til lands og sjávar. Hann stundaði nám á Möðruvallaskóla líklega veturnar 1881-1883. Að lokinni þeirri skólagöngu fór hann utan til námsdvalar í Þýskalandi og Noregi. Nokkru eftir að hann kom úr utanförinni gekk hann í þjónustu Gránufélagsins á Sauðárkróki og lagði þar stund á verslunarstörf. Um 1890 varð hann bókhaldari Poppsverslunar á Sauðárkróki og gengdi því starfi til 1898, er hann varð verslunarstjóri Poppsverslunar á Hofsósi. Árið 1904 varð Guðmundur verslunarstjóri Gránufélagsins á Siglufirði og gegndi því starfi til æviloka. Guðmundur kvæntist Jóhönnu Stefánsdóttur frá Reynistað, þau eignuðust fjögur börn.

Friðvin Jóhann Svanur Jónsson (1932-1999)

  • S01857
  • Person
  • 11. jan. 1932 - 5. jan. 1999

Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Sigfríður Jóhannsdóttir á Daðastöðum og síðar Steini á Reykjaströnd. Friðvin starfaði sem vélstjóri á togurum fiskiðjunnar Skagfirðings hf. Kvæntist Ingibjörgu Vilhjálmsdóttur, þau voru búsett á Hofsósi og eignuðust fimm börn.

Gunnar Geir Gunnarsson (1927-2016)

  • S01983
  • Person
  • 04.09.1927-20.06.2016

Gunnar Geir Gunnarsson fæddist 4. september 1927 að Enni í Unadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Gunnar Gunnarsson og Pálína Þorleifsdóttir. ,,Geiri, eins og hann var oftast kallaður, ólst upp á Hofsósi. Eiginkona Gunnars Geirs var Arnbjörg Jónsdóttir, Ebba ljósmóðir, fædd á Nesi í Flókadal. Árið 1952 byggðu þau sér hús að Kárastíg 15 á Hofsósi. Geiri var vörubílstjóri alla sína tíð og vann við vegagerð þ. á m. Siglufjarðarskarð, í Fljótum og þjónustaði bændur í Skagafirði með fjárflutninga, áburðardreifingu, malardreifingu og fleira. Þá vann hann einnig við efnisvinnslu og vegagerð víða um land. Árið 1985 fluttu Geiri og Ebba til Reykjavíkur, þar vann hann hjá verktakafyrirtækinu Veli og Skeljungi. Þá vann hann hjá sonum sínum við keyrslu til áttræðisaldurs." Gunnar og Ebba eignuðust þrjú börn.

Björn Björnsson (1943-)

  • S02148
  • Person
  • 25. feb. 1943-

Var skólastjóri bæði á Sauðárkróki og Hofsósi. Kvæntur Birnu Sigurbjörgu Guðjónsdóttur.

Steinar Páll Þórðarson (1919-1999)

  • S02208
  • Person
  • 16. ágúst 1919 - 27. jan. 1999

Steinar Páll Þórðarson var fæddur að Háleggsstöðum í Deildardal í Skagafirði 16. ágúst 1919. Foreldrar hans voru Þórður Hjálmarsson b. á Háleggsstöðum og kona hans, Þóranna Þorgilsdóttir. Steinar stundaði í æsku nám í Unglingaskólanum í Óslandshlíð, síðar í Héraðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði 1939-40 og í Samvinnuskólanum 1944-46. Veturinn 1946-47 var hann kennari við Unglingaskólann á Hofsósi, en haustið 1947 réðst hann kennari að Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og kenndi þar átta vetur eða til vors 1955. Samhliða kennslunni stundaði Steinar bústörf heima á Háleggsstöðum og almenna byggingarvinnu og verkamannastörf. Heimili átti hann á Háleggsstöðum frá 1952-1964, en þá fluttist hann með Trausta bróður sínum til Reykjavíkur. Aftur kennari í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar 1966-1970. Í Reykjavík vann hann m.a. við höfnina í nokkur ár. Ókvæntur og barnlaus.

Ingvi Geirmundsson (1959-

  • S02236
  • Person
  • 22. sept. 1959-

Sonur Guðríðar Önnu Guðjónsdóttur frá Nýlendi í Deildardal og Geirmundar Jónssonar frá Grafargerði. Læknir.

Gestur Þorsteinsson (1945-

  • S02251
  • Person
  • 6. sept. 1945-

Sonur Pálu Pálsdóttur kennara á Hofsósi og Þorsteins Hjálmarssonar póst- og símstöðvarstjóra á Hofsósi.

Margrét Ólafsdóttir (1838-1926)

  • S02281
  • Person
  • 30. júlí 1838 - 17. júní 1926

Foreldrar: Ólafur Gottskálksson og kona hans Kristín Sveinsdóttir. Maki: Snorri Pálsson frá Viðvík, verslunarmaður á Hofósi, Skagaströnd og Siglufirði. Var einnig alþingismaður Eyfirðinga. Þau eignuðust sjö börn. Margrét fluttist síðan til Ísafjarðar og á Súðavík.

Ingibjörg Jósafatsdóttir (1940-

  • S02289
  • Person
  • 13.05.1940-

Foreldrar: Jónanna Sigríður Jónsdóttir frá Hofsósi og Jósafat Sigfússon frá Gröf á Höfðaströnd. Kvæntist Sveini M. Friðvinssyni, þau eignuðust þrjú börn. Búsett á Sauðárkróki.

Lilja Haraldsdóttir (1882-1944)

  • S02295
  • Person
  • 8. nóv. 1882 - 3. des. 1954

Foreldrar: Haraldur Sigurðsson b. á Bjarnastöðum í Blönduhlíð og síðar steinsmiður á Sauðárkróki og k.h. Sigríður Markúsdóttir.
Maki: Ólafur Helgi Jensson, kaupmaður á Hofsósi. Þau eignuðust 5 börn en eitt þeirra dó skömmu eftir fæðingu.
Árið 1920 fluttist fjölskyldan frá Hofsósi á Siglufjörð og þaðan til Vestmannaeyja árið 1927. Á Siglufirði hafði Lilja m.a. matsölu í stórum stíl.

Sigmundur Pálsson (1823-1905)

  • S02301
  • Person
  • 20. ágúst 1823 - 17. nóv. 1905

Sigmundur fæddist 20. ágúst 1823 að Ljótsstöðum á Höfðaströnd, Skagafirði. Faðir: Páll Jónsson, bóndi og hreppstjóri að Viðvík (1791-1836). Móðir: Sigríður Jónsdóttir (1800-1862) frá Ljótsstöðum. Sigríður giftist aldrei. ,,Sigmundur ólst upp á Hólum í Hjaltadal hjá Gísla Jónssyni, fyrrv. konrektor Hólaskóla, síðar prests að Stærra-Árskógi. Lærði undir skóla hjá sr. Gísla, en fór til náms í Bessastaðaskóla 1844 og stundaði síðar framhaldsnám í Reykjavík. Kom frá Reykjavík 1850. Gerðist verslunarmaður í Hofsósi og rak búskap á Ljótsstöðum 1851-58 og aftur á s. st. 1862-93. Var hreppstjóri Hofshrepps 1859-62. Sýslunefndarmaður fyrir Hofshrepp 1875-1877. Oddviti hreppsn. Hofshrepps 1874-80. Þá mun Sigmundur hafa verið við verslunarstörf í Grafarósi. Fyrir og um síðustu aldamót voru þrjár verslanir á Sauðárkróki: Gránufélagsverslun, Poppsverslun og V. Claessenverslun. Höfðu verslanir þessar nokkurs konar selstöðuverslun á Kolkuósi í ullarkauptíðum, tvo til þrjá mánuði ár hvert. Var Sigmundur fyrir slíkri Poppsverslun á Kolkuósi nokkur ár." Sigmundur kvæntist Margréti Þorláksdóttur (1824-1893) frá Vöglum á Þelamörk í Eyjafirði. Saman áttu þau sex börn sem náðu fullorðinsaldri.

Jónmundur Gíslason (1925-2019)

  • S02381
  • Person
  • 4. des. 1925 - 11. maí 2019

Foreldrar: Gísli M. Gíslason sjómaður á Hofsósi og k.h. Björg Guðmundsdóttir frá Marbæli. Málari í Reykjavík. Kvæntist Sigríði Kjördísi Jónsdóttur frá Sólbakka við Hofsós.

Hjalti Gíslason (1930-2011)

  • S02551
  • Person
  • 26. jan. 1930 - 8. ágúst 2011

Hjalti var fæddur á Hofsósi og bjó þar alla tíð. Foreldrar hans voru Anna Sigríður Pálsdóttir og Gísli Benjamínsson. Hjalti fékk vélstjóraréttindi 1959, en hann var sjómaður lengst af, eða gegndi störfum sem tengdust sjómennsku. Eiginkona hans var Marín Sveinbjörnsdóttir; þau áttu eina dóttur. Hjalti var vel lesinn og hafði gott vald á íslensku máli og var vel hagmæltur.

Jónas Hálfdánarson (1919-2011)

  • S02583
  • Person
  • 8. feb. 1919 - 3. mars 2011

Jónas var fæddur á Giljum í Vesturdal í Skagafirði þann 8. febrúar 1919. Foreldrar hans voru Hálfdán Helgi Jónasson og Guðrún Jónatansdóttir. Þegar faðir Jónasar lést fluttist hann með móður sinni og ömmu á Sauðárkrók, þá um átta ára gamall. Á sumrin dvaldi hann mikið á Vindheimum í Skagafirði. Jónas hóf störf hjá Kaupfélagi Skagirðinga við akstur og síðar hjá Haraldi Júlíussyni kaupmanni. Jónas kynntist tilvonandi eiginkonu sinni, Konkordíu Sigmundsdóttur, um þrítugt og fluttu þau til Hofsóss, þar sem hann vann hin ýmsu störf, en starfaði svo hjá Stuðlabergi æ síðan, eða þar til um sjötugt. Þau áttu einn uppeldisson. Jónas var mikið í félagsmálum, var til að mynda formaður í verkalýðsfélaginu og starfaði einnig með leikfélaginu. Hann var mikill unnandi tónlistar og lærði um skeið söng og orgelleik hjá Eyþóri Stefánssyni. Jónas spilaði og söng með kirkjukór Hofsóskirkju og var stjórnandi hans um skeið.

Sigurlaug Hallsdóttir (1906-1989)

  • S02596
  • Person
  • 21. jan. 1906 - 10. ágúst 1989

Fluttist til Hofsóss á öðru aldursári með foreldrum sínum, Halli Einarssyni sjómanni og Friðriku Jóhannsdóttur, frá Hóli á Skaga. Vann m.a. við síldarsöltun á Siglufirði. Síðast búsett á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Baldur Vilhelmsson (1929-2014)

  • S02598
  • Person
  • 22. júlí 1929 - 26. nóv. 2014

Baldur Vilhelmsson, fæddur á Hofsósi 22.07.1929. Foreldrar hans voru Vilhelm Magnús Erlendsson, póst- og símstöðvarstjóri á Blönduósi, áður Hofsósi og k.h. Hallfríður Pálmadóttir. Kvæntist Ólafíu Salvarsdóttur, þau eignuðust fimm börn, fyrir átti Ólafía dóttur. Stúdent frá MA og cand.theol. frá HÍ 1956. Sóknarprestur í Vatnsfirði frá 1956-1999. Einnig prófastur í Ísafjarðarprófastdæmi frá 1988. Lengi kennari í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og skólastjóri í afleysingum.

Pálmi Erlendur Vilhelmsson (1925-2006)

  • S02599
  • Person
  • 27. júlí 1925 - 23. des. 2006

Fæddur á Hofsósi. Foreldrar hans voru Vilhelm Magnús Erlendsson, póst- og símstöðvarstjóri á Blönduósi, áður Hofsósi og k.h. Hallfríður Pálmadóttir. Stúdent frá MR 1946. Las læknisfræði í nokkur ár við HÍ. Kennari við gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1956-1957, við barna- og unglingaskóla í Vík Mýrdal 1957-1958, við barna- og unglingaskóla í Ólafsvík 1958-1962, við Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1962-1963 og Réttarholtsskóla í Reykjavík 1963-1964. Stundaði almenna vinnu og sjómennsku að sumrinu. Skrifstofustjóri hjá Vegagerð ríkisins frá 1964.

Eiður Sigurjónsson (1893-1964)

  • S02641
  • Person
  • 10. sept. 1893 - 15. okt. 1964

Eiður Sigurjónsson f. 10.09.1893 á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurjón Jónsson Ósland og Sigurjóna Magnúsdóttir. Ólst upp á Óslandi í Óslandshlíð. Gekk í Gagnfræðaskóla Akureyrar og Hólaskóla. Vann við verslun Ólafs Jenssonar á Hofsósi við afgreiðslu og skrifstofustörf. Bóndi á Skálá 1918-1954. Kennari í Fellshreppi í 35 ár. Í hreppsnefnd frá 1923 og oddviti frá 1928, sýslunefndarmaður 1925-1942 og 1946-1954. Hreppstjóri 1935-1954. Í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga í 24 ár. Fluttist til Reykjavíkur 1964 og gerðist þingvörður og stundaði það starf fram til síðasta árs. Kvæntist árið 1918 Guðlaugu Veróniku Franzdóttur f. 1896 á Vatni á Höfðaströnd. Foreldrar: Franz Jónatansson bóndi og kennari í Málmey á Skagafirði og Jóhanna Gunnarsdóttir. Eiður og Verónika eignuðust fjögur börn.

Guðfinna Guðbrandsdóttir (1909-1965)

  • S02700
  • Person
  • 19. júní 1909 - 7. ágúst 1965

Foreldrar: sr. Guðbrandur Björnsson prófastur í Viðvík og á Hofsósi og k.h. Anna Sigurðardóttir. Guðfinna ólst upp hjá foreldrum sínum og gekk í unglingaskóla í heimasveit sinni, þá í Kvennaskólann á Blönduósi og síðan í Kennaraskólann og útskrifaðist þaðan 1933. Kenndi á mörgum stöðum, m.a. í Hveragerði. Ógift og barnlaus.

Agnar Magnússon (1907-1970)

  • S02713
  • Person
  • 8. feb. 1907 - 4. mars 1970

Foreldrar: Magnús Einar Jóhannsson, f. 1874, læknir á Hofsósi og Rannveig Tómasdóttir. Maki: Anna G. Laxdal, f. 1922, d. 1999. Þau eignuðust 6 börn. Bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík.

Sölvi Guðmundsson (1806-1869)

  • S02730
  • Person
  • 1806 - 20. júní 1869

Foreldrar: Guðmundur Björnsson og Guðrún Þorkelsdóttir. Sölvi ólst upp í Skarði með foreldrum sínum þar til móðir hans lést 1834 og faðir hans brá búi. Bóndi í Skarði 1834-1841, á Sauðá 1841-1848 og á Sjávarborg 1848-1857. Þar missti hann konu sína og brá búi. Fluttist til Hofsóss og gerðist verslunarmaður við Hofsósverslun. Bóndi á Geirmundarstöðum 1863-1864 og á hluta Glæsibæjar 1864-1869 og Auðnum síðasta árið.
Maki 1: María Þorsteinsdóttir, f. 1808. Þau eignuðust sex börn sem upp komust.
Maki 2: Guðrún Ólafsdóttir, f. 1827. Þau eignuðust þrjú börn sem upp komust.

Leifur Vilhelmsson (1934-2011)

  • S02739
  • Person
  • 26. júlí 1934 - 11. apríl 2011

Leifur Vilhelmsson var fæddur á Hofsósi 26. júlí 1934. Foreldrar: Hallfríður Pálmadóttir frá Hofsósi og Vilhelm Erlendsson verslunarmaður og símstöðvarstjóri á Hofsósi. Maki: Sæunn Eiríksdóttir, f. 1938. Þau eignuðust einn son. Síðast búsettur á Seltjarnarnesi.

Birgir Vilhelmsson (1934-2001)

  • S02740
  • Person
  • 26. júlí 1934 - 8. júlí 2001

Fæddist á Hofsósi 26. júlí 1934. Foreldrar: Hallfríður Pálmadóttir frá Hofsósi og Vilhelm Erlendsson verslunarmaður og símstöðvarstjóri á Hofsósi. Var í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði 1948-1951. Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli 1952-1957. Tók sveinspróf í setningu 1963. Starfaði í Ingólfsprentsmiðju og Félagsprentsmiðjunni. Síðast búsettur að Skúlagötu 40a í Reykjavík.

Sigmundur Baldvinsson (1900-1983)

  • S02772
  • Person
  • 4. jan. 1900 - 13. jan. 1983

Sigmundur Baldvinsson, f. 04.01.1900. Foreldrar: Baldvin Jóhannsson, útvegsbóndi á Þönglabakka, f. 1857 og kona hans Anna Sigurlína Jónsdóttir, f. 1863. Sigmundur átti eina systur, Sigurbjörgu, sem fluttist með honum í Hofsós árið 1953. Maki: Efemía Jónsdóttir, f. 04.07.1904, d. 27.07.1976. Sigmundur var útgerðarmaður á Þönglabakka og síðar á Hofsósi. Er hann flutti frá Þönglabakka 1953 fór jörðin í eyði.

Eufemía Jónsdóttir (1904-1976)

  • S01935
  • Person
  • 4. júlí 1904 - 27. júní 1976

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Mannskaðahóli og k.h. Sigríður Halldórsdóttir. Var á Mannskaðahóli á Höfðaströnd, Skag. 1930. Maki: Sigmundur Baldvinsson, f. 1900, þau bjuggu á Þönglabakka og síðar á Hofsósi.

Skráð Eufemía bæði í Íslendingabók og í Skagfirskum æviskrám.

Jón Jónsson (1861-1931)

  • S02823
  • Person
  • 29. sept. 1861 - 5. des. 1931

Foreldrar: Jón Þorkelsson bóndi á Hreppsendaá í Ólafsfirði og kona hans Anna Símonardóttir. Jón fæddist í Skarðsdal og ólst þar upp til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan að Reykjarhóli í Austur-Fljótum og bjó þar til ársins 1871 en þá drukknaði faðir hans af hákarlaskipi frá Hraunum. Varð þá ekkjan að láta frá sér börnin nema það yngsta, Rögnvald. Jón fór því snemma að vinna fyrir sér og var á ýmsum stöðum í Fljótum til fullorðinsára. Þá fluttist hann inn í Hofshrepp og kvæntist þar. Maki: Anna Kristín Jóhannsdóttir, f. 25.03.1865 á Gröf á Höfðaströnd. Þau eignuðust sjö börn. Var bóndi á Torfhóli í Óslandshlíð 1887-1897, Stóragerði 1897-1906, Brekkukoti 1906-1909. Brá þá búi en reisti aftur bú á Torfhóli 1911. Var þar til 1918 en brá þá búi og fluttist til Hofsóss. Fluttust þau hjón þaðan til Siglufjarðar til Halldóru dóttur sinnar. Þar lést Anna Kristín og fór Jón þá til Akureyrar til Guðbjargar dóttur sinnar og bjó þar til dauðadags.

Anna Kristín Jóhannsdóttir (1865-1930)

  • S02824
  • Person
  • 25. mars 1865 - 24. mars 1930

Anna Kristín Jóhannsdóttir, f. 25.03.1865 að Gröf á Höfðaströnd. Foreldrar: Jóhann Bjarnason og kona hans Halldóra Þorfinnsdóttir á Gröf á Höfðaströnd.
Maki: Jón Jónsson frá Ólafsfirði, f. 1861, þau eignuðust sjö börn. Þau bjuggu á Torfhóli í Óslandshlíð 1887-1897, Stóragerði 1897-1906, Brekkukoti 1906-1909. Brugðu þá búi en reistu aftur bú á Torfhóli 1911. Voru þar til 1918. Brugðu þá búi og fluttust til Hofsóss. Fluttust þaðan til Siglufjarðar, til Halldóru dóttur sinnar. Þar dó Anna Kristín.

Elín Christine Jakobsdóttir Havsteen (1800-1873)

  • S02855
  • Person
  • um 1800 - 24. ágúst 1873

Foreldrar: Jakob Havsteen kaupmaður á Hofsósi og Thora Emilie Marie Havsteen. Maki: Lárus Stefánsson Thorarensen, f. 1799, sýslumaður Skagfirðinga. Þau giftust árið 1826 og áttu eina dóttur, Maren Ragnheiði Friðrikku. Þau bjuggu á Enni á Höfðaströnd.

Jakob Valdemar Havsteen (1844-1920)

  • S03057
  • Person
  • 6. ágúst 1844 - 19. júní 1920

Kaupmaður og etasráð á Akureyri, einnig kaupmaður á Hofsósi. Maki: Thora Emilie Marie Havsteen.

Einar Einarsson (1947-

  • S02895
  • Person
  • 4. ágúst 1947-

Foreldrar: Einar Björnsson sjómaður á Brekku, Hofsósi (1897-1948) og kona hans Margrét Anna Guðmundsdóttir húsmóðir og verkakona (1909-1987).

Gunnar Geir Gunnarsson (1952-

  • S02897
  • Person
  • 24. jan. 1952-

Foreldrar: Gunnar Geir Gunnarsson (1927-2016) og Arnbjörg Jónsdóttir (1928-), kölluð Ebba. Ólst upp á Hofsósi. Búsettur í Reykjavík.

Guðbrandur Magnússon (1907-1994)

  • S02958
  • Person
  • 24. ágúst 1907 - 15. okt. 1994

Guðbrandur var fæddur að Hólum í Steingrímsfirði 24. ágúst 1907. Foreldrar hans voru Magnús Steingrímsson og Kristín Árnadóttir. Guðbrandur varð gagnfræðingur frá Akureyri 1928 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1935. Hann stundaði enskunám í Pulteney Institute í London 1937-1938. Guðbrandur var víða kennari, meðal annars við bændaskólann á Hvanneyri, Austurbæjarskóla í Reykjavík og gagnfræðiskólann á Siglufirði. Jafnframt var Guðbrandur skólastjóri á Hofsósi, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og skólastjóri gagnfræðiskólans á Akranesi. Guðbrandur varð aftur kennari við gagnfræðiskólann á Siglufirði 1947 og starfaði við skólann til 1976 er hann lét af störfum. Guðbrandur skrifaði fjölda blaða- og tímaritsgreina, einkum um náttúrufræði og var kjörfélagi Hins íslenska náttúrufræðifélags og sæmdur gullmerki þess. Eiginkona Guðbrandar var Anna Júlía Magnúsdóttir (1920-2011) frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau átta börn.

Marteinn Friðriksson (1924-2011)

  • S02964
  • Person
  • 22. júní 1924 - 18. apríl 2011

Marteinn Friðriksson fæddist á Hofsósi 22. júní 1924 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Friðrik Jónsson (1894-1978) útvegsbóndi og Guðrún Sigurðardóttir (1902-1992). Marteinn var kvæntur Ragnheiði Jensínu Bjarman (1927-2007) og eignuðust þau sjö börn. Að loknu námi við Barnaskólann á Hofsósi stundaði Marteinn nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og þar á eftir í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Marteinn var mikill frjálsíþróttamaður á yngri árum og keppti í fjölmörgum greinum með ágætum árangri. Marteinn starfaði víða framan af, m.a. hjá Kaupfélagi Árnesinga, hjá KEA á Akureyri, vann á vegum SÍS við eftirlitsstörf og uppgjör kaupfélaga, hjá Útgerðarfélagi KEA og Fisksölusamlagi Eyfirðinga, hjá Kaupfélagi Ólafsfjarðar og rak bókabúð á Akureyri. Fjölskyldan flutti svo til Sauðárkróks árið 1955 og þar starfaði Marteinn sem framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks hf. frá stofnun hennar 1955 - 1987. Marteinn var bæjarfulltrúi á Sauðárkróki um langt skeið og sat í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Einnig vann hann að stofnun Útgerðarfélags Skagfirðinga og var stjórnarformaður þess um árabil. Jafnframt var hann formaður Tónlistarfélags Sauðárkróks í fjölmörg ár og stofnfélagi að Lionsklúbbi Sauðárkróks árið 1964.

Ragnar Fjalar Lárusson (1927-2005)

  • S02993
  • Person
  • 15. júní 1927 - 26. júní 2005

Fæddur á Sólheimum í Blönduhlíð. Foreldrar: Lárus Arnórsson, sóknarprestur á Miklabæ og Jensína Björnsdóttir, þau voru ekki kvænt. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1952 og var veitt Hofsósprestakall sama ár. Ragnar Fjalar var sóknarprestur á Siglufirði frá 1955-1968. Það ár var hann skipaður sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík. Þar þjónaði hann til 1998 er hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra frá 1994–97. Ragnar Fjalar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna og átti m.a. sæti í siðanefnd Prestafélags Íslands frá stofnun hennar og til starfsloka. Ragnar Fjalar var mikill safnari og safnaði m.a. spilum og seðlum um dagana. Þekktastur er hann þó fyrir bókasafn sitt sem hefur að geyma margvíslegt fágæti, einkum biblíur og sálmabækur, allt frá upphafi prentverks á Íslandi. Hann stundaði um árabil rannsóknir á vögguprenti og hlaut fyrir það starf sitt riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1998, auk embættisverka sinna. Ragnar Fjalar var einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar á þessu sviði.
Maki: Herdís Helgadóttir, fyrrverandi hjúkrunardeildarstjóri. Þau eignuðust sex börn.

Ólafur Helgi Jensson (1879-1948)

  • S03000
  • Person
  • 8. jan. 1879 - 22. júní 1948

Ólafur Helgi Jensson, f. á Kroppsstöðum í Önundarfirði. Foreldrar: Jens Jónsson og Sigríður Jónatansdóttir. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum til fermingaraldurs. Fór þá til náms til mágs síns, sr. Björns Jónssonar á Miklabæ í Skagafirði og dvaldist þar áralangt. Fór í Flensborgarskólann haustið 1894 og lauk þar námi vorið 1896. Gerðist þá verslunarmaður á Sauðárkróki hjá Popp kaupmanni. Vann þar um 14 ár, fyrst sem búðarmaður og síðan bókhaldari. Var svo verslunarstjóri á Hofsósi í 5 ár. Rak verslun og útgerð á Hofsósi frá vorinu 1910 í félagi við Jón Björnsson frá Gröf. Vegna mikils taps á fiskisölu erlendis lagði verslunin upp laupana árið 1922. Þá fluttist Ólafur með fjölskyldu sína til Siglufjarðar og fékkst þar við útgerð í nokkur ár. Hann varð gjaldkeri við útibú Íslandsbanka 1923 og gegndi því starfi til 1927. Þá var hann skipaður póstafgreiðslumaður í Vestmannaeyjum. Fluttist þangað og gegndi starfinu til æviloka. Var lengi í hreppsnefnd og sóknarnefnd á Hofsósi, á Siglufirði formaður niðurjöfnunarnefndar í 3 ár og átti sæti í skólanefnd þar í bæ. Sat í sáttanefnd og var sáttasemjari í vinnudeilum í Vestmannaeyjum. Maki: Lilja Haraldsdóttir (1882-1944) frá Sauðárkróki, þau eignuðust 5 börn.

Jens Sigurður Ólafsson (1909-1992)

  • S03001
  • Person
  • 19. maí 1909 - 23. feb. 1992

Foreldrar: Ólafur Helgi Jensson kaupmaður á Hofsósi og kona hans Lilja Haraldsdóttir. Fjölskyldan flutti á Siglufjörð árið 1920 og síðan til Vestmannaeyja 1927. Jens var bifreiðastjóri í Vestmannaeyjum. Bjuggu lengi á Brekastíg 29. Maki: Kristný Jónína Valdadóttir (1909-1993). Þau eignuðust 5 börn.

Baldur Ólafsson (1911-1988)

  • S03002
  • Person
  • 2. ágúst 1911 - 27. des. 1988

Foreldrar: Ólafur Helgi Jensson kaupmaður á Hofsósi og kona hans, Lilja Haraldsdóttir. Maki: Jóhanna Ágústsdóttir. Ólst upp á Hofsósi en fluttist með foreldrum sínum til Siglufjarðar árið 1922, þar sem hann gekk í unglingaskóla og síðan til Vestmannaeyja árið 1927. Þar störfuðu þeir feðgar við póststörf til 1930. Það ár réðst Baldur í Útvegsbanka Íslands í Vestmannaeyjum. Vann þar sem ritari, gjaldkeri og útibússtjóri frá árinu 1953. Hann gegndi því starfi til 1968 að hann tók við útibústjórastörfum í Kópavogi. Tók einnig virkan þátt í félagslífi, ma. í Oddfellowreglunni. Var vararæðismaður Norðmanna í Eyjum. Maki: Jóhanna Ágústsdóttir frá Kiðabergi í Vestmannaeyjum. Þau eignuðust 3 börn en fyrir átti Jóhanna eina dóttur.

Haraldur Ólafsson (1906-1922)

  • S03003
  • Person
  • 23. apríl 1906 - 14. maí 1922

Foreldrar: Ólafur Jensson kaupmaður á Hofsósi og kona hans Lilja Haraldsdóttir. Haraldur drukknaði með Öldunni frá Akureyri árið 1922.

Anna Sigríður Bogadóttir (1912-1972)

  • S00395
  • Person
  • 9. okt. 1912 - 12. apríl 1972

Anna Sigríður Bogadóttir fæddist á Hólum í Austur-Fljótum. Foreldrar: Bogi G. Jóhannesson og k.h. Kristrún Hallgrímsdóttir, þau bjuggu víða í Austur-Fljótum. Anna fór ung að vinna fyrir sér, fyrst á Siglufirði, síðan bæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Árið 1936 tók hún saman við Jón Kjartansson frá Þverá í Hrollleifsdal. Þau hófu búskap að Sólbakka á Hofsósi og bjuggu þar síðan. Anna og Jón eignuðust þrjú börn.

Pála Pálsdóttir (1912-1993)

  • S00419
  • Person
  • 25.10.1912 - 29.05.1993

Pála Pálsdóttir fæddist á Hofsósi 25. október 1912. Foreldrar hennar voru Páll Árnason og Halldóra Jóhannsdóttir í Ártúni á Höfðaströnd. Pála útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1933. Að námi loknu varð hún kennari, og skólastjóri um tíma, við Barnaskóla Súðavíkur. Þar kenndi hún til vors 1939, að undanskildu árinu 1935, en þá sótti hún kennaranámskeið við lýðháskólann í Askov í Danmörku og í Vadstena í Svíþjóð. Vorið 1939 var hún skipuð kennari við barnaskólann á Hofsósi og gegndi því starfi til 1975, síðar stundakennari til 1977. 11 ára gömul byrjaði hún að læra á orgel og var organisti við Hofskirkju og síðar Fellskirkju frá 1939-1960, einnig í Hofsóskirkju 1960-1972. Hún var frumkvöðull að stofnun Kvenfélagsins Öldunnar í Hofsósi árið 1951 og formaður þess til 1965 og síðan aftur frá 1975. Hún vann einnig töluvert fyrir Samband skagfirskra kvenna.
Hún sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 1983, sérstaklega fyrir framlag sitt til tónlistar og söngmenntunar.
Maður hennar var Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1993) póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi, þau eignuðust níu börn.

Þorsteinn Þorsteinsson (1948-

  • S03099
  • Person
  • 27. mars 1948-

Foreldrar: Pála Pálsdóttir kennari á Hofsósi og Þorsteinn Hjálmarsson póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi. Fæddur og uppalinn á Hofsósi. Menntun: Samvinnuskólapróf 1966, BS í viðskiptafræði við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn 1970, MS-próf í rekstrarhagfræði við sama skóla 1972. Kostnaðareftirlit og markaðsrannsóknir hjá Minnesota Mining and Manufacturing Co. í Kaupmannahöfn 1972-1975. Ráðgjafi hjá Hagvangi í Reykjavík 1975. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1978-1982. Framkvæmdastjóri steinullarverksmiðjunnar 1982-1986. Starfaði hjá Norræna frjárfestingarbankanum 1986-1996. Framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Búnaðarbankans í Reykjavík 1996-2001. Bankastjóri Búnaðarbankans Int. í Lúxemborg 2001-2003. Sjálfstætt starfandi ráðgjafi 2003-2005. Ráðinn framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga 2005-2009. Starfaði síðast í fjármálaráðuneytinu.
Maki 1: Kristín Hildur Jónsdóttir Sætran, þau eignuðus þrjá syni.
Maki 2: Þórdís Victorsdóttir, hún átti einn son fyrir, hún lést árið 2000.
Maki 3: Jónína Helga Jónsdóttir, hún átti þrjú börn fyrir.

Björn Guðnason (1929-1992)

  • S03106
  • Person
  • 27. apríl 1929 - 11. maí 1992

Björn fæddist að Nöf í Hofsósi. Foreldrar: (Kristinn) Guðni Þórarinsson og s.k.h. Jóhanna Ragnheiður Jónasdóttir. ,,Byggingameistari á Sauðárkróki og framkvæmdastjóri Byggingafélagsins Hlyns hf. Björn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sauðárkrókskaupstað, samtök iðnaðarmanna á Sauðárkróki og átti um skeið sæti í bæjarstjórn Sauðárkróks fyrir Sjálfstæðisflokkinn." Maki: Margrét Guðvinsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Þorbjörg Möller (1919-2008)

  • S03120
  • Person
  • 20. ágúst 1919 - 7. sept. 2008

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Eiginmaður Þorbjargar var Jón Leifs tónskáld, þau eignuðust einn son. ,,Fyrstu árin ólst Þorbjörg upp á Sauðárkróki en fluttist til afa síns og ömmu eftir andlát föður síns 1926. Þau voru Pálmi Þóroddsson prestur á Hofsósi og Anna Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja. Á unglingsárum fluttist Þorbjörg til Reykjavíkur og stundaði nám í Verslunarskólanum. Síðar vann hún við skrifstofustörf hjá Slippfélaginu. Þorbjörg fluttist til Kaupmannahafnar þar sem hún hélt heimili fyrir Jakob Möller frænda sinn, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, ásamt því að stunda skrifstofustörf í sendiráðinu um árabil. Eftir að hún fluttist til Íslands 1951 vann hún á skrifstofu Þjóðleikhússins þar til hún giftist Jóni Leifs. Þorbjörg og Jón hófu búskap að Freyjugötu 3 árið 1956. Á heimili þeirra var skrifstofa Stefs til húsa þar til 1969 er skrifstofan var flutt að Laufásvegi 40. Þorbjörg starfaði þar sem úthlutunarstjóri til ársins 1984. Einnig sat hún í stjórn Stefs um áratugaskeið."

Garðar Skagfjörð Jónsson (1913-2009)

  • S01936
  • Person
  • 24. des. 1913 - 16. sept. 2009

Garðar Skagfjörð Jónsson fæddist á Mannskaðahóli í Skagafirði 24. desember 1913. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi og Sigríður Halldórsdóttir. Þegar Garðar var um þriggja ára gamall fór hann í fóstur til móðursystur sinnar Efemíu og Sigurjóns Gíslasonar að Syðstu-Grund í Blönduhlíð. ,,Garðar varð gagnfræðingur frá MA árið 1932, hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1935, var farkennari á Höfðaströnd 1935-1939, þá varð hann skólastjóri við barnaskóla Hofsóss til ársins 1978. Garðar vann ýmis trúnaðarstörf á Hofsósi. Hann var hreppstjóri Hofsósshrepps árið 1952-1972, formaður áfengisvarnarnefndar Skagafjarðar, í stjórn lestrarfélags Hofsóss, bókavörður í nokkur ár, í stjórn kennarafélags Skagafjarðar í nokkur ár og gæslumaður barnastúkunnar á Hofsósi. Árið 1978 flutti hann til Akureyrar ásamt konu sinni." Garðar kvæntist 5.5. 1946 Guðrúnu Sigfúsdóttir frá Gröf á Höfðaströnd, þau eignuðust eina dóttur, fyrir átti Guðrún dóttur.

Guðrún Sigfúsdóttir (1907-1986)

  • S03145
  • Person
  • 2. sept. 1907 - 13. ágúst 1986

Foreldrar: Sigfús Hansson b. á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð og víðar og k.h. Jónína Jósafatsdóttir. Guðrún kvæntist Garðari Skagfjörð Jónssyni skólastjóra á Hofsósi, þau eignuðust eina dóttur saman, fyrir átti Guðrún dóttur.

Tómas Jónasson (1887-1939)

  • S03224
  • Person
  • 11.08.1887-07.02.1939

Tómas Jónasson, f. á Mið-Hóli í Sléttuhlíð 11.08.1887, d. 07.02.1939. Foreldrar: Jónas Árnason bóndi á Mið-Hóli og ráðskona hans, Guðrún Tómasdóttir frá Ysta-Hóli í Sléttuhlíð. Þau bjuggu stutt saman og ólst Tómas upp með móður sinni og skyldmennum hennar á ýmsum stöðum. Fór snemma að vinna fyrir sér og stundaði jöfnum höndum landbúnaðarvinnu og sjómennsku. Reri hann á hákarlaskipum og fiskiskipum og nokkuð á árabátum eftir að hann hóf búskap. Tómas vann að stofnun Kaupfélags Fellshrepps, sem staðsett var á Hofsósi og stofnað 1919 og var framkvæmdastjóri þess frá upphafi til dánardags. Var bóndi á Mið-Hóli 1908-1023 og á fjórða hluta jarðarinnar eftir það og til æviloka. Tómas var oddviti Fellshrepps 1919-1923, formaður fræðslunefndar í allmörg ár, sýslunefndarmaður fyrir Fellshrepp 1913-1924 og gekkst fyrir byggingu skólahúss fyrir hreppinn. Eftir að Tómas fluttist á Hofsós vann hann að ýmsum umbótamálum þar. Hann fórst með vélbátnum Þengli, á leið frá Hofsósi til Siglufjarðar.
Maki: Ólöf Sigríður Þorkelsdóttir (1885-1963). Þau eignuðust tíu börn.

Páll Árnason (1879-1965)

  • S03207
  • Person
  • 09.07.1879-15.12.1965

Páll Árnason, f. á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 09.07.1879, d. 15.12.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Ísak Árni Runólfsson (1851-1934) bóndi á Atlastöðum og kona hans Anna Björnsdóttir (1859-1954). Páll ólst upp í föðurgarði og vann að búi föður síns að mestu til 1900, að hann fór í Möðruvallaskóla og varð gagnfræðingur þaðan 1902. Fluttist þá vestur í Hjaltadal og vann að jarðræktarstörfum að vorinu en barnafræðslu að vetrinum, í Hólahreppi, Viðvíkurhreppi og Óslandshlíð. Kvæntist og fluttist að Kvíabekk í Ólafsfirði. Bjó þar 1907 til 1910, að hann fluttist að Hofi á Höfðaströnd. Bjó þar eitt ár og brá þá búi og fluttist í Hofsós. Var kennari við barnaskólann þar 1910-1935. Reisti bú í Ártúni 1916 og bjó þar til 1946 að hann fluttist aftur í Hofsós og átti þar heimili til dauðadags. Páll vann mikið að opinberum störfum fyrir sveit sína. Var hreppsnefndarmaður 1913-1925, þar af oddviti í 6 ár. Í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga á Hofsósi um skeið og endurskoðandi reikninga félagsins í 25 ár. Var skattanefndarmaður, úttektarmaður, kjótmats- og ullarmatsmaður og fleira í mörg ár.
Maki (gift 114.07.1904): Þórey Halldóra Jóhannsdóttir, f. 21.08.1875, d. 31.07.1957. Þau eignuðust 4 börn og ólu einnig upp að mestu þrjú fósturbörn.

Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1981)

  • S03315
  • Person
  • 14.02.1913 - 25.03.1981

Var fæddur 14. Febrúar 1913 í Hlíð í Álftafirði í Norður-Ísafjarðarsýslu, sonur Hjálmars Hjálmarsson bónda og eiginkonu hans Maríu Rósinskransdóttur. Hann ólst upp í Hlíð. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1932 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1940. Hann bjó á Langeyri í Álftafirði til ársins 1940. Hann var kennari í Grunnavíkurgreppi árin 1936-1938. Hann flutti til Hofsós árið 1940 og átti heima þar til hinsta dags. Hann starfaði hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga í Hofsósi frá 1940-1946. Hann varð stöðvarstjóri Pósts og síma árið 1946 og hafði þá stöðu á hendi æ síðan. Hann var virkur í ýmsum félagsmálum og nefndum. Hann var til að mynda formaður Leikfélags Hofsóss frá stofnun þess 1951.
Þorsteinn kvæntist 31. Maí 1940 Pálu Pálsdóttur kennara í Ártúnum við Hofsós. Þau áttu 9 börn.

Páll Árnason (1879-1965)

  • S03366
  • Person
  • 09.07.1879-15.12.1965

Páll Árnason, f. á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 09.07.1879, d. 15.12.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Ísak Árni Ísaksson og kona hans Anna Björnsdóttir. Páll ólst upp í foreldrahúsum að mestu þar til hann fór í Möðruvallaskóla 1900 og varð gagnfræðingur 1902. Fluttist þá vestur í Hjaltadal og vann að jarðræktarstörfum að vorinu en barnafræðslu ða vetrinum, bæði í Hólahreppi, Viðvíkurhreppi og Óslandshlíð. Kvæntist og fluttist að Kvíabekk í Ólafsfirði og bjó þar 1907-1910. Þá fluttist hann að Hofi á Höfðaströnd og bjó þar eitt ár. Brá þá búi og fluttist í Hofsós. Var kennari við barnaskólann þar 1910-1935. Reisti bú í Ártúni 1916 og bjó þar til 1946, að hann fluttist aftur í Hofsós. Páll var hreppsnefndarmaður 1913-1925, þar af oddviti í 6 ár. Sat í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga um skeið og var endurskoðandi reikninga í 25 ár. Hann var skattanefndarmaður, útttektarmaður, kjötmats- og ullarmatsmaður o.fl. í mörg ár.
Maki: Þórey Halldóra Jóhannsdóttir (1875-1957). Þau eignuðust fjögur börn.

Anna Pálsdóttir (1910-1984)

  • S03410
  • Person
  • 14.05.1910-06.09.1984

Anna Pálsdóttir, f. 14.05.1910, d. 06.09.1984. Foreldrar: Páll Ísaksson, bóndi og kennari á Hofsósi bóndi í Ártúnum og kona hans Þórey Halldóra Jóhannsdóttir ljósmóðir.
Anna lauk ljósmæðraprófi 1940. Hún var ljósmóðir við Landspítalann 1940-1945 og frá 1973. Ljósmíðir í Vestmannaeyjum 1945-1973.

Einar Pálmi Jóhannsson (1933-1999)

  • S03453
  • Person
  • 24.11.1933-08.08.1999

Einar Jóhannsson, f. á Þönglaskála við Hofsósi 24.11.1933, d. 08.08.1999. Foreldrar: Sigurlaug Einarsdóttir frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum og Jóhann Eiríksson frá Berlín við Hofsós.
Maki: Erna Geirmundsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.
Lengst af stundaði Einar eigin útgerð og með öðrum. Árið 1985 gerðist hann stöðvarstjóri Pósts og síma á Hofsósi og tvö síðustu árin hjá Íslandspósti.

Vesturfarasetrið (1995-)

  • S034503
  • Organization
  • 1995-

"Stutt frá Hofsósi er landnámsjörðin Höfði þar sem Þórður bjó, forfaðir Snorra saga1Þorfinnssonar, fyrsta barnsins af evrópskum ættum sem fætt er á meginlandi Ameríku. Foreldrar Snorra voru landkönnuðurnir Þorfinnur karlsefni Þórðarson og Guðríður Þorbjarnardóttir. Þorfinnur karlsefni var mikill sæfari og var um tíma með skip í förum milli Íslands og Norges, Grænlands og Ameríku. Þau Þorfinnur og Guðríður kona hans stofnuðu heimili á Vínlandi, sennilega á árunum 1004 til 1006 og eignuðust þar soninn Snorra. Eftir að Þorfinnur og Guðríður sneru aftur til Íslands settust þau að í Skagafirði.
Hofsós var einn af elstu versluarstöðum landsins. Í lok 19. aldar varð staðurinn, jafnt og aðrir staðir, fyrir áhrifum bágindaáranna. Í lok 20. aldar var elsti hluti þorpsins mikið niður níddur og sögufræg hús að falli komin vegna skorts á viðhaldi. Valgeir Þorvaldsson hófst þá handa um endurreisn kjarna gamla þorpsins með það í huga að vernda staðinn og gamlar húsagerðir og gera Hofsós að áhugaverðum viðkomustað.
Í öðrum áfanga var gamla hótelið endurbyggt en þar er rekin veitingastofan Sólvík yfir sumartímann. Þá voru nokkur íbúðarhús á Plássinu lagfærð og eru þau í einkaeigu.
Valgeir Þorvaldsson hefur alltaf haft mikinn áhuga á sögu forfeðra sinna sem voru meðal þeirra 16 – 20 þúsunda fólks sem fluttust frá Íslandi milli 1870 og 1914 til að byrja nýtt líf í Norður-Ameríku. Hann átti þann draum að heiðra minningu brottfluttra Íslendinga frá þessum tíma með því að koma á fót upplýsingasetri með þjónustu og sýningum fyrir afkomendurna og aðra áhugasama gesti. Upphafið að veruleika þessa draums hófst með því að bjarga Gamla Kaupfélagshúsinu frá eyðileggingu.
Endurreisn fjölda gamalla húsa gamla þorpkjarnans og bygging nýrra húsa hefði ekki verið möguleg án góðs fjárhagslegs stuðnings einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og hins opinbera. Fyrirtækið Snorri Þorfinnsson h.f. var stofnað af hópi fólks árið 1995 og stóð það fyrir fjármögnun verkefnisins og daglegum rekstri Vesturfarasetursins eftir opnun þess.
Endurbyggingu Gamla Kaupfélagshússins lauk árið 1996 og í samvinnu við safnstjóra Byggðasafns Skagafirðinga var komið þar upp sýningu sem nefnd var “Nýtt Land, Nýtt Líf” og er sýningin í eigu Byggðasafnsins. Í húsinu er einnig að finna stofu Stephan G. Stephanssonar þar sem safngestir geta fengið upplýsingar um líf og starf þessa íslensk-kanadíska skáldjöfurs. Byggingin var opnuð af forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur við hátíðlega athöfn í júlí 1996. Gerður var samningur við Byggðasafnið um að það kæmi að öflun heimilda og sýninga um sögu afkomenda Vestur-Íslendinga.
Samningur við forsætisráðuneytið gerði það mögulegt árið 1999 að hefjast handa um nýja byggingu sem jók sýningarrýmið að miklum mun. Húsið var nefnt Frændgarður og var byggt í svipuðum stíl og gamla Pakkhúsið. Þar er að finna sýningarsal, ættfræðisetur, bókasafn, skrifstofu setursins og íbúð fyrir fræðimenn og aðra gesti. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson opnaði húsið árið 2000 og var við það tækifæri opnuð sýningin “Fyrirheitna landið”. Hún var unnnin í samvinnu við Íslendingafélagið í Utah og lýsir sögu um það bil 400 Íslendinga sem fluttust til Utah milli áranna 1852 til 1914. Þessi athyglisverða og velsótta sýning var síðan sett upp í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík árið 2004. Á sama tíma var opnuð ljósmyndasýningin “Þögul leiftur” í Frændgarði, sem hinn þekkti sagn- og ættfræðingur Nelson Gerrard er höfundur að.
Sumarið 2002 lauk byggingu Nýja-Konungsverslunarhússins og var það opnað af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Um leið var opnuð sýningin “Akranna skínandi skart” sem unnin var í samvinnu við afkomendur landnemanna í Pembina-sýslu í Norður-Dakóta. Þessi bygging er nánast eftirlíking af verslunarhúsinu sem stóð á sama stað samkvæmt gömlum ljósmyndum af þorpskjarnanum. Auk sýningarsvæðis á jarðhæð hússins er á annari hæð fjölnotasalur þar sem rúmast 50-60 manns á fundum eða í samkvæmishaldi.
Snorri Þorfinnsson ehf. hætti rekstri Setursins árið 2006 og Vesturfarasetrinu var breytt í sjálfseignastofnun. Fullyrða má, að með starfsemi setursins hafi tekist að rækta og styrkja vináttubönd við afkomendur landnemanna í Norður-Ameríku. Mikill fjöldi fólks hefur fundið og kynnst skyldmennum sínum handan við hafið og meðal Íslendinga hefur vaknað áhugi á þessum þýðingarmikla þætti í sögu lands og þjóðar. Margir afkomenda landnemanna finna hjá sér hvöt til að rækta tengsl við uppruna sinn og þann menningararf sem forfeður þeirra tóku með sér vestur um haf fyrir meira en öld síðan. Tilgangur Vesturfarasetursins er að veita grundvöll fyrir ræktun þessara tengsla og varðveita sameiginlega menningararf Íslendinga og afkomenda þeirra."

Snorri Þorfinnsson ehf. (1995-)

  • S03499
  • Organization
  • 1995-

"Fyrirtækið Snorri Þorfinnsson h.f. var stofnað af hópi fólks árið 1995 og stóð það fyrir fjármögnun verkefnisins og daglegum rekstri Vesturfarasetursins eftir opnun þess.
Endurbyggingu Gamla Kaupfélagshússins lauk árið 1996 og í samvinnu við safnstjóra Byggðasafns Skagafirðinga var komið þar upp sýningu sem nefnd var “Nýtt Land, Nýtt Líf” og er sýningin í eigu Byggðasafnsins. Í húsinu er einnig að finna stofu Stephan G. Stephanssonar þar sem safngestir geta fengið upplýsingar um líf og starf þessa íslensk-kanadíska skáldjöfurs. Byggingin var opnuð af forseta Íslandsvvið hátíðlega athöfn í júlí 1996. Gerður var samningur við Byggðasafnið um að það kæmi að öflun heimilda og sýninga um sögu afkomenda Vestur-Íslendinga.
Samningur við forsætisráðuneytið gerði það mögulegt árið 1999 að hefjast handa um nýja byggingu sem jók sýningarrýmið að miklum mun. Húsið var nefnt Frændgarður og var byggt í svipuðum stíl og gamla Pakkhúsið. Þar er að finna sýningarsal, ættfræðisetur, bókasafn, skrifstofu setursins og íbúð fyrir fræðimenn og aðra gesti. Forseti Íslands opnaði húsið árið 2000 og var við það tækifæri opnuð sýningin “Fyrirheitna landið”. Hún var unnnin í samvinnu við Íslendingafélagið í Utah og lýsir sögu um það bil 400 Íslendinga sem fluttust til Utah milli áranna 1852 til 1914. Þessi athyglisverða og velsótta sýning var síðan sett upp í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík árið 2004. Á sama tíma var opnuð ljósmyndasýningin “Þögul leiftur” í Frændgarði, sem hinn þekkti sagn- og ættfræðingur Nelson Gerrard er höfundur að.
Sumarið 2002 lauk byggingu Nýja-Konungsverslunarhússins og var það opnað af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Um leið var opnuð sýningin “Akranna skínandi skart” sem unnin var í samvinnu við afkomendur landnemanna í Pembina-sýslu í Norður-Dakóta. Þessi bygging er nánast eftirlíking af verslunarhúsinu sem stóð á sama stað samkvæmt gömlum ljósmyndum af þorpskjarnanum. Auk sýningarsvæðis á jarðhæð hússins er á annari hæð fjölnotasalur þar sem rúmast 50-60 manns á fundum eða í samkvæmishaldi.
Snorri Þorfinnsson ehf. hætti rekstri Setursins árið 2006 og Vesturfarasetrinu var breytt í sjálfseignastofnun. Fullyrða má, að með starfsemi setursins hafi tekist að rækta og styrkja vináttubönd við afkomendur landnemanna í Norður-Ameríku. Mikill fjöldi fólks hefur fundið og kynnst skyldmennum sínum handan við hafið og meðal Íslendinga hefur vaknað áhugi á þessum þýðingarmikla þætti í sögu lands og þjóðar. Margir afkomenda landnemanna finna hjá sér hvöt til að rækta tengsl við uppruna sinn og þann menningararf sem forfeður þeirra tóku með sér vestur um haf fyrir meira en öld síðan. Tilgangur Vesturfarasetursins er að veita grundvöll fyrir ræktun þessara tengsla og varðveita sameiginlega menningararf Íslendinga og afkomenda þeirra."

Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1946)

  • S03397
  • Person
  • 22.04.1855-29.03.1946

Anna Hólmfríður Jónsdóttir, f. 22.04.1855, d. 29.03.1946. Foreldrar: Jón Hallsson (1807-1894) prófastur í Glaumbæ og valgerður Sveinsdóttir, síðar húsfreyja á Vöglum. Anna ólst að mestu upp hjá föður sínum, sem ættleiddi hana.
Maki: Pálmi Þóroddsson (1862-1955) prestur á Hofsósi. Þau eignuðust tíu börn.

Bragi Þór Jósafatsson (1930-2018)

  • S03580
  • Person
  • 10.02.1930-02.12.2018

Bragi Þór Jósafatsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 10.02.1930, d. 02.12.2018 í Borgarnesi. Foreldrar: Jóhanna Sigríður Jónsdóttir (1907-2000) og Jósafat Sigfússon (1902-1990).
Þegar Bragi var á fimmta ári fluttist fjölskyldan að Sælandi á Hofsósi og þaðan til Sauðárkroks 1947. Hann lærði húsgagnasmíði hjá föður sínum og 1954 stofnaði hann Trésmiðjuna Hlyn ásamt æskuvini sínum, Birni Guðnasyni og fleirum. Bragi lék á harmónikku og spilaði fyrir dansi vítt og breitt um Skagafjörð með Jóni bróður sínum sem lék á trommur. Árið 1971 fluttist fjöldskyldan í Borgarnes. Þar fór Bragi í samstarf með mági sínum, Birni Arasyni, við verslunarrekstur. Þeir ráku Stjörnuna og Húsprýði þar. Bragi tók virkan þátt í stafi sjálfstæðisflokksins og var félagi í Lions og Frímúrarareglunni.
Maki: María Guðmundsdóttir (f. 1936). Þau eignuðust fjögur börn.

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

  • S03651
  • Association
  • 1898 - 1990

Bindindisfélagið Tilreyndin var stofnað 12.febrúar 1898. Það var svo 1923 sem félaginu er breytt í Bindindisfélagið Geisli. Í febrúar 1926 var á aðalfundi rætt um að ungmennafélagsnafn eigi betur við lög félagsins og einnig til þess að fá fleira fólk í félagið. Að lokinni atkvæðagreiðslu var þetta samþykkt með 12 atkvæðum gegn 8 og U.M.F Geisli varð til. Á aðalfundi U.M.F Geisla 22. mars.1990 var svo samþykk sameining U.M.F Geisla og Íþróttafélagsins Neista að því tilskyldu að hið sameiginlega félag starfi áfram sem ungmennafélag innan U.M.S.S.Tillagan var samþykkt með samhljóð atkvæðum allra fundarmanna.

Ungmennafélag Höfðstrendinga*

  • S03652
  • Association
  • 1917 - 1987

Þann 25. mars.1917 komu nokkur ungmenni úr Hofsós og grendinni saman í þinghúsi hreppsins í þeim tilgangi að stofna ungmennafélag. Á þessum fyrsta fundi var samþykkt að félagið héti Ungmennafélag Höfðstrendinga. U.M.F.H. Og svo segir m.a. í lögum nýs félags, að félagsmenn geta þeir orðið sem ekki neyta áfengra drykkja og þeir sem eru innan 20 ára ( breyttist svo í 16 ára ). Séu ekki tóbaksneytendur en aldurstakmark félagsmanna er 12 - 40 ára og byggja þeir stefnu sína á kristilegum grundvelli. Allir sem skrifa undir skuldbindingu og lög félagsins skulu þúast. Fundir skulu byrja og enda með því að syngja eða lesa eitthvað ættjarðarljóð. Í bréfi sem Björn í Bæ ritar og er í þessum gögnum segir að fyrsta verkefni var að stofna Unglingaskóla og að það var mikill áhugi hjá fólki að láta gott af sér leiða og margir hafi fengið sínar fyrstu æfingu að setja hugsanir sínar í mælt mál. Starfrækt var kartöflurækt, opnuð var sundlaug milli Hugljótstaða og Hólakots, árið 1927 var strengt heit að koma upp samkomuhúsi og 29 .des.1928 var húsið fullbyggt og vígt með viðhöfn og skýrt Skjaldborg. Það var eins og öll skemmtanahöld lifnuðu við með tilkomu Skjaldborgar, leikfélagið var með margar sýningar og starfandi karlakórinn Þröstur, flestir ungmennafélagar, þá þótti engin skemmtun boðleg nema samsöngur væri. Félagar ungmennasambanda skiptust á að mæta á fundi hjá hvorum öðrum og flutt voru ýmis erindi sem voru svo tekin til umræðu, þetta færði unga fólkið saman í starfi og góðum anda.
Stjórnarfundur sem haldin var 11.maí.1982 í U.M.F.Höfðstrending samþykkti ( áður samþ á aðalfundi 24. febrúar.1982 ) að UMSS hafi forgöngu um viðræður milli U.M.F Geisla og U.M.F Höfðstrendings. Í Byggðasögu Skagafjarðar X. bindi er þess getið að með sameiningu Ungmennafélags Geisla í Óslandshlíð og Íþróttafélagsins Neista 22. mars.1990 hafi orðið til Ungmennafélag Neisti og Ungmennafélag Höfðstrendingur hafi ekki verið með í þeirri sameiningu og starfaði ekkert eftir þetta.

Fóðurbirgðafélag Hofshrepps

  • S03682
  • Organization
  • 1938 - 1974

Í fundagerðabók er sagt að félagið hafi verið stofnað 1938 og í fjárgjaldabók (A ) segir í fyrstu fundagerð.
Ár 1938 26.júlí kom stjórn fóðurbirgðafélags Hofshrepps saman að Bæ.
Verkefni var: 1. Tekin ákvörðun um fóðurbætiskaup fyrir næsta vetur. Ákveðið var að skrifa stjórn Síldarverksmiðju Ríkisins á Siglufirði og fara fram á innleiðingu á greiðslu fyrir allt að 200 sekkjum til 31. oktober 1938 með ábyrgð hreppsnefndar.

  1. Kaupfélagi Fellshrepps var skrifað þar sem farið var fram á að á næsta vori 1939 sæi stjórn og framkvæmdarstjóri um að til yrðu ca, 75 tunnur af rúgmjöli og maísmjöli sem ekki yrði látið til manneldis fyrr en sýnt yrði að bændur þyrfti ekki á því að halda til skepnufóðurs.
    Í fundagerðabók 24.04.1974 segir á almennum hreppsfundi haldin í Höfðaborg, les formaður bréf frá Búnaðarfélagi Íslands það sem segir að fóðurbirgðaafélög skuli nú lögð niður samkvæmt lögum og eignum þeirra ráðstafað á almennum hreppsfundi. Fundurinn óskaði eftir tillögu frá stjórn félagsins um ráðstöfun sjóðsins sem er samkvæmt reikningi kr: 53434.40. Stjórn gerði svofellda tillögu að sjóður Fóðurbirgðarfélagsins verði í vörslu hreppsnefndar og skuli vöxtum hans varið til að verðlauna snyrtimennsku í búskap og umgengni á félassvæðinu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Það eru trúlega endalok þessa félags.

Málfundafélag Hofshrepps

  • S03702
  • Association
  • 1908-1912

Málfundafélag Hofshrepps var stofnað 29.nóvember 1908,
Nokkrir menn í Hofsósi beittu sér fyrir því að stofnað yrði málfundafélag á Hofsósi og nágrenni. Eins og segir í fyrstu fundagerð félagsins, "Nokkrir menn höfðu skrifað sig undir boðsbréf þessu viðkomandi sem væntanlegir félagsmenn og hafði þeim verslunarstjóra Ólafi Jenssyni og presti sr. Pálma Þóroddssyni verið falið að semja uppkast að lögum fyrir félagið og stýra þessum fyrsta fundi". Á fundinum voru lögð fram uppkast af lögum félagsins eins og þau koma fram fremst í bókinni, það urðu talsverðar umræður um 3. og 4. grein lagana en þær voru að síðstu samþykktar með meirihluta atkvæða, þá með viðauka, en aðrar greinar laganna voru samþykktar óbreyttar.
Af fundargerðunum má sjá að félagið hafði mikinn áhuga á framfararmálum í kauptúninu, sem dæmi að fá talsíma lagðann til Hofsóss, sundkennslu og halda þorrablót. Fundurinn ræddi einnig um óþrifnað í kauptúninu sem væri ábótavant og mikil hneisa fyrir samfélagið og ræddi um tillögur til úrbóta í þeim málum.

Tilgangur félagsins eins og segir í lögum félagsins er a halda uppi málfundum í félaginu, æfa félagsmenn við ræðuhöld fundarstjóra, skrifarastörf í fundum og annað er að fundarhaldi lítur. Einnig jafnframt að ráða og vekja menn til umhugsunar um þau mál er varða til umhugsunar um þau mál er varða almannaheill, hvort heldur er innan takmarka sveitarinnar eða alls landsins í heild sinni. Ennfremur segir í lögunum að tilgangur þess sé ekki eingöngu sá að styðja almenn nauðsynjamál með fylgi sínu eða forustu, heldur einnig að styðja allskonar félagsskap til skemmtunar og fróðleiks.

Málfundafélag Hofshrepps

  • S03702
  • Association
  • 1908-1912

Málfundafélag Hofshrepps var stofnað 29.nóvember 1908, þegar nokkrir menn í Hofsósi beittu sér fyrir því að stofnað yrði málfundafélag á Hofsósi og nágrenni. Eins og segir í fyrstu fundagerð félagsins, "Nokkrir menn höfðu skrifað sig undir boðsbréf þessu viðkomandi sem væntanlegir félagsmenn og hafði þeim verslunarstjóra Ólafi Jenssyni og presti Sr. Pálma Þóroddssyni verið falið að semja uppkast að lögum fyrir félagið og stýra þessum fyrsta fundi". Á fundinum voru lögð fram uppkast af lögum félagsins eins og þau koma fram fremst í bókinni. Á fyrsta fundinum urðu talsverðar umræður um 3. og 4. grein lagana en þær voru að síðstu samþykktar með meirihluta atkvæða, þá með viðauka, en aðrar greinar laganna voru samþykktar óbreyttar.
Af fundargerðunum má sjá að félagið hafði mikinn áhuga á framfararmálum í kauptúninu, sem dæmi að fá talsíma lagðann til Hofsóss, sundkennslu og halda þorrablót. Fundurinn ræddi einnig um óþrifnað í kauptúninu sem væri ábótavant og mikil hneisa fyrir samfélagið og ræddi um tillögur til úrbóta í þeim málum.

Tilgangur félagsins eins og segir í lögum félagsins er a halda uppi málfundum í félaginu, æfa félagsmenn við ræðuhöld fundarstjóra, skrifarastörf í fundum og annað er að fundarhaldi lítur. Einnig jafnframt að ráða og vekja menn til umhugsunar um þau mál er varða til umhugsunar um þau mál er varða almannaheill, hvort heldur er innan takmarka sveitarinnar eða alls landsins í heild sinni. Ennfremur segir í lögunum að tilgangur þess sé ekki eingöngu sá að styðja almenn nauðsynjamál með fylgi sínu eða forustu, heldur einnig að styðja allskonar félagsskap til skemmtunar og fróðleiks.

Leikfélag Hofsóss

  • S03737
  • Association
  • 1949 - 1952

Á Sumardaginn fyrsta 20.apríl. 1950 kom margt af áhugafólki um leiklist og félagsstarfsemi saman á Hofsósi að tilstuðlan nokkurra manna á Hofsósi. Þorsteinn Hjálmarsson símstjóri, einn aðalhvatamaður fundarins bað Jóhann Eiríksson að stýra fundinum og Björn í Bæ að skrifa niður gjörðir fundarins. Þorsteinn Hjálmarsson var frummælandi um stofnun leikfélags í Hofsósi og nágrenni. Tók hann fram a leiklistastarfsemi væri góð undirstaða fyrir vaxandi menningu og taldi hann að Sumardagurinn fyrsti á þessu ári væri mjög sérstakur þar sem Þjóðleikhús Íslands væri vígt þennan dag og því tilvalið til stofnunar leikfélagsins. ( Segir í fundagerðabók 1.).