Showing 21 results

Authority record
Frostastaðir, Blönduhlíð

Jórunn Sigurðardóttir (1926-2015)

  • S00034
  • Person
  • 12.11.1926-24.04.2015

Jórunn Sigurðardóttir (Nunna) var fædd í Stokkhólma í Vallhólma í Skagafirði þann 12. nóvember 1926. Hún var gift Frosta Gíslasyni (1926-2001). Þau bjuggu á Frostastöðum í Akrahreppi. Jórunn var síðast búsett á Sauðárkróki og lést þar 25. apríl 2015.

Gísli Magnússon (1893-1981)

  • S00138
  • Person
  • 25.03.1893-17.07.1981

Gísli Magnússon fæddist á Frostastöðum í Blönduhlíð, Skagafirði þann 25. mars 1893. Foreldrar Magnús Gíslason, bóndi og hreppstjóri á Frostastöðum og Kristin Guðmundsdóttir. Hann lauk Gagnfræðaprófi frá Mentaskólanum í Reykjavík 1910. Búfræðiprófi frá Hólaskóla 1911. Búnaðarnámi í Noregi og Skotlandi 1912 - 1914 ( aðllega sauðfjárrækt. Vann á búi foreldra á Frostastöðum til vors 1923, hóf þá búrekstur að Eyhildarholti í Hegranesi.
Hann var bóndi á Frostastöðum í Blönduhlíð og í Eyhildarholti í Hegranesi, Skagafirði. Hann var í pólítík, Varafulltrúi á Búnaðarþingi, kjörin aðalfulltrúi 1962. Formaður Framsóknafelags Skagfirðinga frá stofnun 1928 og í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1937. Starfaði m.a. í hreppsnefnd Rípurhrepps og var oddviti hreppsnefndarinnar 1935 - 1958. Þá var hann í Sýslunefnd Skagafjarðar frá 1942 og í yfir- skattanefnd Skagafjarðarsýslu og Sauðárkrókskaupstað frá 1934. Hann var ritstjóri Glóðafeykis, félagsrits Kaupfélags Skagfirðinga. Hann var í stjórn K.S. 1919 - 1922 og aftur 1939 og síðan varaformaður þar frá 1946 og síðar formaður. Gísli kenndi um skeið og var organisti í Flugumýrarkirkju og síðar í Rípurkirkirkju.
Kona hans var Stefanía Guðrún Sveinsdóttir (1895-1977)
Gísli lést á Sauðárkróki 17. júlí 1981.

Þorsteinn Briem (1885-1949)

  • S00163
  • Person
  • 03.07.1885-16.08.1949

Þorsteinn Briem var fæddur á Frostastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði þann 3. júlí 1885.
Hann var prestur í Görðum á Akranesi, alþingismaður og ráðherra. Aðstoðarprestur í Görðum á Álftanesi 1909-1911. Prestur í Grundarþingum, Eyj. 1911-1918, á Mosfelli í Grímsnesi, Árn. 1918-1921 og loks prestur í Görðum á Akranesi 1921-1946. Prestur á Kirkjuhvoli, Akranesssókn, Borg. 1930.
Fyrri kona hans var Valgerður Lárusdóttir (1885-1924). Seinni kona hans var Oktavía Emilía Pétursdóttir Briem (1886-1967) (notaði nafnið Emilía).
Hann lést í Reykjavík 16. ágúst 1949.

Gísli Sigurjón Björnsson (1871-1937)

  • S00262
  • Person
  • 18. júní 1871-1937

Fæddur á Sleitustöðum í Kolbeinsdal. Foreldrar: Björn Jónsson (f. 1822) bóndi á Frostastöðum og Vöglum og þriðja kona hans, Sigríður Þorláksdóttir. Þegar þau fluttu til Vesturheims 1876, með börn sín, var Gísli sem enn var á barnsaldri ófáanlegur til að fara með þeim. Var hann þá tekinn í fóstur af Gísla móðurbróður sínum og ólst upp þar, fyrst á Hjaltastöðum og svo á Frostastöðum. Gísli stundaði nám í Hólaskóla og lauk prófi þar 1891. Var síðan næstu vor í jarðabótavinnu í sveit sinni og við barnakennslu einhverja vetur. Bóndi á hálfum Stóru-Ökrum 1897-1918, Vöglum 1918-1937. Hafði þó nytjar á hálfum Ökrum að nokkru leyti 1918-1919. Vagla með Vaglagerði keypti hann um 1912 og hafði nytjar af 1/4 Vagla frá 1913 þar til hann fluttist þangað. Frá 1921 bjó Magnús, sonur Gísla, á móti föður sínum á Vöglum en höfðu þeir þá Vaglagerði með til ábúðar. Gísli var oddviti Akrahrepps 1901-1937, sýslunefndarmaður 1915-1937. Einnig hafði hann fleiri störf með höndum, svo sem pöntunarstjórn fyrir Akrahrepp, var lengi úttektarmaður, umboðsmaður Brunabótafélags Íslands, safnaðarfulltrúi, sá um lögferju á Héraðsvötnum. Var um hríð endurskoðandi sýslusjóðsreikninga og hafði á hendi jarðabótamælingar.
Maki: Þrúður Jónína Árnadóttir (1876-1965) frá Miðhúsum í Blönduhlíð. Þau eignuðust einn son.

Jóhanna Guðný Þórarinsdóttir (1921-2018)

  • S00343
  • Person
  • 27.08.1921

Jóhanna Guðný Þórarinsdóttir fæddist á Ríp í Hegranesi þann 27. ágúst 1921. ,,Jó­hanna stundaði nám við Héraðsskól­ann á Laug­um frá 1939-1941. Vefnaðar­nám­skeið sótti hún á Hússtjórn­ar­skól­an­um á Hall­ormsstað vorið 1944. Jó­hanna var um tíma ráðskona hjá vega­gerðarflokk­um, m.a. á Öxna­dals­heiði." Jó­hanna gift­ist árið 1946 Magnúsi Hall­dóri Gísla­syni og bjuggu þau á Frostastöðum.

Pétur Jónsson (1892-1964)

  • S00692
  • Person
  • 06.04.1892-30.09.1964

Alinn upp á Nautabúi í Neðribyggð, sonur Jóns Péturssonar og Solveigar Eggertsdóttur. Pétur útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum árið 1912 og kvæntist Þórunni Sigurhjartardóttur frá Urðum í Svarfaðardal árið 1913. Hófu þau búskap ásamt föður Péturs í Eyhildarholti og bjuggu þar til 1923. Þaðan fluttust þau fyrst í Frostastaði, svo að Hraunum í Fljótum og loks að Brúnastöðum í sömu sveit. Árið 1930 lést Þórunn frá átta börnum þeirra hjóna sem fóru í fóstur til vina og vandamanna. Árið 1933 flutti Pétur til Reykjavíkur þar sem hann vann ýmis skrifstofustörf og varð svo einn af fyrstu starfsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins. Þar starfaði hann sem aðalgjaldkeri til 1962. Pétur var einn af stofnendum Kaupfélags Reykjavíkur (KRON) og sat í stjórn þess til æviloka. Pétur var einnig einn af stofnendum Skagfirðingafélagsins í Reykjavík og sat í stjórn þess og var formaður um skeið. Eins og fram hefur komið eignaðist Pétur átta börn með fyrri konu sinni Þórunni Sigurhjartardóttur. Seinni kona hans hét Helga Elísabeth Anna Jónsson, þýsk að uppruna, þau eignuðust eina dóttur. Áður en Pétur kvæntist seinni konu sinni eignaðist hann einn son með Guðbjörgu Jóhannesdóttur, verkakonu í Reykjavík.

Helga Bjarnadóttir (1935-)

  • S01230
  • Person
  • 13.12.1935

Foreldrar hennar voru hjónin Sigurlaug Jónasdóttir og Bjarni Halldórsson á Uppsölum. Hún var skólastjóri Grunnskóla Akrahrepps og hefur lengi starfað við kvenfélagsstörf, bæði með Kvenfélagi Akrahrepps og Sambandi skagfirskra kvenna og m.a. ritari þar. Helga var um tíma formaður Kvenfélags Akrahrepps.
Búsett á Frostastöðum í Akrahreppi, Skagafirði og síðar í Varmahlíð.
Maður hennar: Konráð Gíslason (1923-2005).

Magnús Halldór Gíslason (1866-1952)

  • S01475
  • Person
  • 26. maí 1866 - 25. sept. 1952

Magnús Halldór Gíslason, bóndi og hreppstjóri Frostastöðum í Blönduhlíð. Foreldrar: Gísli Þorláksson (1843-1903), bóndi á Ystu-Grund og k.h. Sigríður Magnúsdóttir (1837-1926). Magnús ólst upp með foreldrum sínum á Ystu-Grund og Hjaltastöðum. Árið 1888 fluttust þau að Frostastöðum. Magnús gerðist snemma fjáraflamaður og tók að kaupa jarðir og var um langan tíma einn af mestu jarðeignamönnum í Skagafirði. Magnús tók við búi á Frostastöðum við fráfall föður síns. Hann var talinn bæði framkvæmdaglaður og nýungagjarn bóndi. Við lát hans var svo að orði komist í eftirmælum, að hann hefði verið einhver mesti bústólpi á Norðurlandi ...,,Fyrir þetta brautryðjendastarf var hann sæmdur heiðursverðlaunum úr styrktarsjóði Kristjáns IX árið 1909." Magnús sat í hreppsnefnd Akrahrepps í mörg ár og var hreppstjóri 1903-1929. Árið 1929 hætti Magnús búskap og fluttist til Gísla sonar síns í Eyhildarholti þar sem hann átti lengst af heimili síðan. Magnús giftist Kristínu Guðmundsdóttur (1862-1955), þau eignuðust tvö börn.

Gísli Þorláksson (1845-1903)

  • S01476
  • Person
  • 1845-04.06.1903

Gísli fæddist að Ystu-Grund í Blönduhlíð, sonur Þorláks Jónssonar b. á Ystu Grund og k.h. Sigríðar Hannesdóttur. ,,Gísli ólst upp hjá foreldrum sínum á Ystu-Grund og byrjaði búskap á hálfri jörðinni við fráfall föður síns á móti Hannesi bróður sínum. Bóndi á Ystu-Grund 1865-72, Hjaltastöðum 1872-88, Frostastöðum 1888-1903. Hreppstjóri í Akrahreppi 1881-1903. Fyrsti hreppsnefndaroddviti Akrahrepps 1875-78 og um langt árabil í hreppsnefnd Akrahrepps." Gísli kvæntist Sigríði Magnúsdóttur (1837-1926) árið 1865, saman eignuðust þau einn son.

Júlíus Björnsson (1886-1970)

  • S01716
  • Person
  • 2. júlí 1886 - 8. júlí 1970

Foreldrar: Björn Bjartmarsson b. á Birnunesi á Árskógströnd og í Hrísey og Hallbera Rósa vinnukona, þau voru ekki gift. Júlíus ólst upp hjá vandalausum. Réðist að Neðra-Ási í Hjaltadal árið 1905 og átti heima í Skagafirði eftir það. Vinnumaður í Hofstaðaseli hjá Sigurði Björnssyni og Konkordíu Stefánsdóttur 1907-1939, á Hofsstöðum 1939-1940, á Frostastöðum 1940-1941, á Flugumýri 1941-1942, á Unastöðum 1942-1944 en vistréðist þá að Flugumýri aftur og átti þar heima síðan óslitið til æviloka 1970. Júlíus var ókvæntur og barnlaus.

Lárus Jónsson (1828-óvíst)

  • S01732
  • Person
  • 1829-óvíst

Lárus fæddist 1829. Faðir: Jón Höskuldsson (1770-1831). Móðir: Ingibjörg Einarsdóttir (1788-1872). Lárus virðist vera skráð sem tökubarn hjá Jóni Jónssyni (1776-1841) á Keldulandi, og í manntalinu 1840 er hann skráður sem fósturbarn hjá sama manni en nú á Frostastöðum. Í Skagfirskum æviskrám 1850-1890 II. bindi, bls. 167 segir að Lárust hafi verið smiður á Akureyri, ókvæntur og barnlaus. Ekki er vitað hvenær hann dó.

Páll Pálsson (1876-1935)

  • S01783
  • Person
  • 27. mars 1876 - 22. apríl 1935

Foreldrar: Páll Pálsson b. að Syðri-Brekkum og síðast á Frostastöðum og k.h. Dýrleif Gísladóttir. Páll nam skósmíðar, óvíst hvar. Hóf búskap í Garði í Hegranesi á móti tengdaföður sínum árið 1897 og bjó þar til 1908, en flutti þá til Sauðárkróks og svo að Sjávarborg. Fór aftur að Garði 1910 og bjó þar á hluta af jörðinni en stundaði einnig aukapóstferðir á milli Sauðárkróks og Hóla í Hjaltadal. Bjó í Garði til 1920 er hann fór með syni sínum að Framnesi og Blönduhlíð, þar sem hann dvaldi til 1924. Var á Brimnesi 1924-1926 en fór þá aftur að Garði þar sem sonur hans tók við búi. Síðast búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Steinunni Hallsdóttur frá Garði, þau eignuðust einn son.

Kjartan Haraldsson (1928-1975)

  • S01986
  • Person
  • 18. sept. 1928 - 22. okt. 1975

Sonur Haraldar Jóhannessonar síðast b. á Bakka í Viðvíkursveit og k.h. Önnu Bergsdóttur. Kjartan fæddist á Frostastöðum í Blönduhlíð, þegar hann var 15 ára fluttu foreldrar hans að Unastöðum í Kolbeinsdal. Kvæntist Maríu Hermannsdóttur frá Lóni í Viðvíkursveit, þau bjuggu bæði í Gröf á Höfðaströnd og á Miklabæ í Óslandshlíð en síðast á Sauðárkróki þar sem Kjartan starfaði sem bifreiðastjóri. Kjartan og María eignuðust einn son.

Guðmundur Þorláksson (1852-1910)

  • S02240
  • Person
  • 22. apríl 1852 - 2. apríl 1910

Guðmundur Þorláksson. ,,Magister í norrænum fræðum frá Háskólanum í Khöfn. Sinnti kennslu og ritstörfum. Vegna heilsuleysis fluttist hann að Frostastöðum 1906 og andaðist þar 1910 hjá Magnúsi bróðursyni sínum. Hann var ókv. og bl."

Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir (1878-1959)

  • S02586
  • Person
  • 18. nóv. 1877 - 2. jan. 1959

Foreldrar: Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir, vinnuhjú á Frostastöðum í Blönduhlíð. Guðrún ólst upp á Þönglaskála við Hofsós hjá Árna Gíslasyni og Sigríði Pálsdóttur frá fimm ára aldri. Var svo í vistum á Ljótsstöðum, Frostastöðum og í Viðvík. Fór þaðan að Enni í Viðvíkursveit 1899 og varð bústýra Jóns Björnssonar sem síðar varð maður hennar. Þau fluttu í Bakka í Viðvíkursveit árið 1906 og bjuggu þar óslitið til 1955 er þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Guðrún og Jón eignuðust sjö börn.

Aldís Sveinsdóttir (1890-1977)

  • S02716
  • Person
  • 13. okt. 1890 - 1. nóv. 1977

Foreldrar: Sveinn Eiríksson og Þorbjörg Bjarnadóttir á Skatastöðum í Austurdal. Missti móður sína á níunda ári og hafði skömmu áður verið tekin í fóstur af Jóni Jónssyni og Aldísi Guðnadóttur á Gilsbakka. Var þar fram yfir tvítugt og fór þá vinnukona að Bústöðum. Fór á Sauðárkrók 1912 en var á Frostastöðum í Blönduhlíð 1914. Maki: Kristinn Jóhannsson, f. 02.12.1886 á Flugumýri í Blönduhlíð. Þau eignuðust fimm syni. Bjuggu í Borgargerði, Miðsitju og á Hjaltastöðum en frá 1930 á Sauðárkróki. Eftir að Aldís varð ekkja bjó hún um sinn á Sauðárkróki en fór síðar í vistir á ýmsa bæi, m.a. Flatatungu, Egilsá og Höskuldsstaði. Haustið 1947 fluttist hún til Akureyrar en mun líklega hafa komið aftur í Skagafjörð. A.m.k. var hún skráð til heimilis í Keflavík í Hegranesi árið 1950. Fór aftur til Akureyrar og vann m.a. við húshjálp. Síðast búsett á Kristnesi.

Magnús Kristján Gíslason (1897-1977)

  • S02791
  • Person
  • 31. mars 1897 - 25. mars 1977

Magnús Kristján Gíslason, f. 31.03.1897 á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. Foreldrar: Gísli Sigurjón Björnsson og kona hans Þrúður Jónína Árnadóttir. Magnús ólst upp með foreldrum sínum, sem þá bjuggu á hálfum Stóru-Ökrum. Tvo vetrarparta var hann við nám á Frostastöðum hjá Gísla Magnússyni frænda sínum og síðar varð hann búfræðingur frá Hólum vorið 1918. Gísli faðir hans var leiguliði á Ökrum en keypti Vagla í Blönduhlíð 1914 og fluttu þeir feðgar þangað 1918. Magnús tók við búinu 1921 og bjó svo á Vöglum allan sinn búskap eða til 1977, síðast ásamt Gísla syni sínum. Magnús var skáldmæltur og orti m.a. textann alkunna Undir bláhimni. Hann var virkur í félagslífi sveitarinnar og sat í hreppsnefnd um skeið.
Maki: Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 14.4.1898 á Svaðastöðum. Þau eignuðust einn son.

Ólafur Jóhannsson (1889-1941)

  • S02851
  • Person
  • 22. ágúst 1889 - 13. feb. 1941

Ólafur Jón Jóhannsson, f. 22.08.1889 í Bjarnastaðagerði í Unadal. Foreldrar: Jóhann Símonarson bóndi í Bjarnastaðagerði og kona hans Anna Guðrún Ólafsdóttir. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum til fullorðinsára. Hann fór í vinnumennsku í Blönduhlíð er hann var kominn á þrítugsaldurinn og árið 1915 var hann í húsmennsku á Frostastöðum og þar var hann fram til 1922, er hann flutti ásamt fjölskyldu sinni að Hofi í Vesturdal og hóf þar sjálfstæðan búskap. Að tveimur árum liðnum fluttust þau að Ystu-Grund og voru þar í fjögur ár og síðan að Miklabæ í Blönduhlíð þar sem Ólafur bjó til dánaradags. Síðustu árin var Ólafur mæðiveikivörður í Austurdal og á fjöllum á svæðinu frá Nýjabæ fram að Laugarfelli.
Maki: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 24.12.1892 á Fyrirbarði í Fljótum. Þau eignustðu þrjú börn.

Bergur Óskar Haraldsson (1926-2006)

  • S02966
  • Person
  • 8. nóv. 1926 - 17. ágúst 2006

Bergur Óskar Haraldsson fæddist í Sólheimum í Blönduhlíð í Skagafirði hinn 8. nóvember 1926. Hann var sonur hjónanna Haraldar Jóhannessonar, bónda á Bakka í Viðvíkursveit og konu hans Önnu Margrétar Bergsdóttur húsfreyju. ,,Bergur ólst upp hjá foreldrum sínum á Frostastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann lauk barnaskólaprófi frá Flugumýrarskóla í Blönduhlíð og búfræðiprófi 1945 frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Árið 1950 lauk Bergur sveinsprófi í pípulögnum frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann öðlaðist meistararéttindi í greininni 1953 og stundaði síðan framhaldsnám 1953-1954 við National Foreman Institute í Bandaríkjunum. Bergur starfaði hjá Gísla Halldórssyni pípulagningameistara á árunum 1945-51. Var hjá Sameinuðum verktökum og Íslenskum aðalverktökum 1951-64. Starfaði við fasteignasölu 1964-66 en hóf síðan störf hjá Félagi vatnsvirkja 1967 og vann þar uns hann lét af störfum sökum aldurs 1996. Þar var hann verklegur framkvæmdastjóri 1969-71 og þá framkvæmdastjóri til 1996. Bergur sat í stjórn Félags vatnsvirkja frá 1969-96, sat í stjórn Sameinaðra verktaka í 23 ár, þar af varaformaður og formaður í þrjú ár. Hann sat í stjórn Vatnsvirkjans hf. um árabil sem fulltrúi Félags vatnsvirkja. Bergur sat í stjórn Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi og var formaður þess félags í tvö ár. Sat hann fjölmörg ársþing Landssambands hestamanna sem fulltrúi Gusts.
Bergur kvæntist Kristínu Láru Valdemarsdóttur sjúkraliða. Þau hófu sinn búskap í Reykjavík árið 1948 en fluttu í Kópavog árið 1956 og bjuggu þar síðan, þau eignuðust þrjú börn."

Haraldur Jóhannesson (1903-1994)

  • S03462
  • Person
  • 21.12.1903-11.06.1994

Haraldur Jóhannesson, f. á Bakka í Viðvíkursveit 21.12.1903, d. 11.06.1994 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhannes Bjarnason bóndi í Grundarkoti og kona hans Björg Sigfúsdóttir. Haraldur ólst upp hjá foreldrum sínum fram undir fermingu. Snemma fór hann að vinna fyrir sér og fyrir fermingu gerðist hann léttadrengur á Vagla. Fimmtán ára var hann í Álftagerði og fór þaðan í Frostastaði sem vinnumaður þar til hann gifti sig 22 ára. Þá fóru þau hjónin í húsmennsku í Sólheima og voru næstu tvö árin en fluttu til baka í Frostaðastaði. Árið 1928 voru þau vinnuhjú en árið 1929 fengu þau hálfa jörðina til ábúðar. Þau bjuggu á Frostastöðum til 1943, frá 1943-1957 á Unastöðum í Kolbeinsdal og á Bakka frá 1957-1987. Eftir að asmi fór að hrjá Harald lét hann að mestu af hefðbundnum búskap en fékkst við silungsveiðar og æðarvarp auk þess að vera með nokkrar kindur. Haraldur var hagmæltur og fékkst nokkuð við vísnagerð.
Maki: Anna Margrét Bergsdóttir (1897-1991). Þau eignuðust fimm börn.

Búnaðarfélag Akrahrepps

  • S03679
  • Association
  • 1890 - 1978

Á fundi að Stóru - Ökrum 17. júní 1886 á 75 ára afmæli Jóns Sigurðssonar voru samþykkt lög handa Jarðabótafélagi Akrahrepps er Ólafur Briem stúdent á Frostastöðum hafði samið frumvarp til laga og á þeim fundi var hann kosinn formaður félagsins. Vorið 1887 flutti Ólafur og var þá séra Einar Jónsson á Miklabæ kjörinn formaður til vorsisn 1989 er hann flutti . En á þessu márum var svolítið unnið að jarðabótum en eigi þótti til neins að sækja opinberan styrk hans búnaðarfélaginu enda engum skýrslum safnað um störf þess. Vorið 1989 var Þorvaldur Arason bóndi á Flugumýri kosinn formaður og safnaði formaður skýrslu um jarðabótafélagið saman og sendi til sýslunefnadar og sótti um styrk handa félaginu sem fékk 42 kr. úr landssjóði. 1890 var samþykkt að ráða búfræðing til félagsins Páll Ólafsson í Litladalskoti, síðan árið 1891 voru þeir orðnir tveir er Guðmundur búfræðingur er staddur var á fundinum var ráðinn.