Showing 1 results

Authority record
Reykjafjörður

Þorsteinn Þorsteinsson (1853-1924)

  • S03030
  • Person
  • 17. júní 1853 - 17. maí 1924

Foreldar: Þorsteinn Þorleifsson bóndi og smiður að Hjallalandi í Vatnsdal og síðar Kjörvogi við Reykjafjörð og kona hans Herdís Jónsdóttir. ,,Þorsteinn ólst upp hjá Katrínu móðursystur sinni og sr. Jóni Norðmann á Barði í Fljótum. Hann sinnti sveitastörfum og sjósókn frá unga aldri. Tvítugur fór hann að Kjörvogi og nam járnsmíði hjá föður sínum einn vetur en fór svo aftur að Barði. Haustið eftir lést sr Jón og fluttust hann og Katrín þá að Langhúsum, þar sem Þorsteinn var ráðsmaður hjá fóstru sinni þar til hann kvæntist. Vorið 1890 reisti hann nýbýli á hálflendu Neðra-Haganess og kallaði Vík. Jarðapartinn keypti hann svo árið 1920. Bjó hann alla sína búskapartíð í Vík en gerði jafnframt út einn eða tvo báta. Einnig kenndi hann piltum sjómannafræði undir próf og hafði með höndum barnakennslu í Haganeshreppi. Hann var formaður skólanefndar Haganeshrepps 1908-1916, í hreppsnefnd Holtshrepps og oddviti þess hrepps 1892-1895 og síðar í hreppsnefnd Haganeshrepps og oddviti þar 1901-1907, sýslunefndarmaður Holtshrepps 1895-1898 og síðar sýslunefndarmaður Haganeshrepps 1898-1907 og aftur 1916-1922. Hreppstjóri Haganeshrepps 1916-1924. Bréfhirðingarmaður í Haganesvík 1914-1924 og símstöðvarstjóri þar sama tímabil. Hann var einn af stofnendum góðtemplarastúku í Haganesvík. Mikill áhrifamaður um flest héraðsmál og beitti sér m.a. fyrir byggingu þinghúss í Haganesvík. Maki: Guðlaug Baldvinsdóttir. Þau eignuðust 3 börn."