Showing 9 results

Authority record
Keflavík í Skagafirði

Aldís Sveinsdóttir (1890-1977)

  • S02716
  • Person
  • 13. okt. 1890 - 1. nóv. 1977

Foreldrar: Sveinn Eiríksson og Þorbjörg Bjarnadóttir á Skatastöðum í Austurdal. Missti móður sína á níunda ári og hafði skömmu áður verið tekin í fóstur af Jóni Jónssyni og Aldísi Guðnadóttur á Gilsbakka. Var þar fram yfir tvítugt og fór þá vinnukona að Bústöðum. Fór á Sauðárkrók 1912 en var á Frostastöðum í Blönduhlíð 1914. Maki: Kristinn Jóhannsson, f. 02.12.1886 á Flugumýri í Blönduhlíð. Þau eignuðust fimm syni. Bjuggu í Borgargerði, Miðsitju og á Hjaltastöðum en frá 1930 á Sauðárkróki. Eftir að Aldís varð ekkja bjó hún um sinn á Sauðárkróki en fór síðar í vistir á ýmsa bæi, m.a. Flatatungu, Egilsá og Höskuldsstaði. Haustið 1947 fluttist hún til Akureyrar en mun líklega hafa komið aftur í Skagafjörð. A.m.k. var hún skráð til heimilis í Keflavík í Hegranesi árið 1950. Fór aftur til Akureyrar og vann m.a. við húshjálp. Síðast búsett á Kristnesi.

Anna Sigurbjörg Gunnarsdóttir (1904-1982)

  • S00425
  • Person
  • 1. apríl 1904 - 20. maí 1982

Anna var fædd í Keflavík í Hegranesi í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Gunnar Ólafsson bóndi og Sigurlaug Magnúsdóttir húsfreyja. Maki: Guðmundur Friðfinnsson á Egilsá. Þau hjón eignuðust þrjár dætur. Þau hjón stunduðu m.a. skógrækt og blómarækt. Anna og Guðmundur ráku barnaheimili um tíma.

Árni Gunnarsson (1902-1975)

  • S01199
  • Person
  • 19. okt. 1902 - 29. sept. 1975

Sonur Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur í Keflavík. Árni ólst upp með foreldrum sínum í Keflavík og tók við búi af föður sínum árið 1940 og bjó þar til dauðadags. Árni var ókvæntur og barnlaus.

Guðrún Soffía Gunnarsdóttir (1896 -1985)

  • S00530
  • Person
  • 08.10.1896 - 11.02.1985

Guðrún Soffía Gunnarsdóttir fæddist í Keflavík í Hegranesi 8. október 1896. Hún var dóttir Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur. Hún var ráðskona í Garði í Hegranesi, hjá bróður sínum Ólafi Gunnarssyni. Maður Guðrúnar var Páll Stefánsson (1890-1955). Þau giftust árið 1928. Fyrstu árin bjuggu þau í Ásgeirsbrekku og Enni í Viðvíkursveit en fluttu síðan til Sauðárkróks. Þar bjuggu þau á Suðurgötu 18B. Guðrún bjó á Öldustíg 5 eftir að hún missti manninn sinn.

Gunnar Ólafsson (1858-1949)

  • S01197
  • Person
  • 13. apríl 1858 - 2. feb. 1949

Foreldrar: Ólafur Jónsson og k.h. Valgerður Gunnarsdóttir á Ögmundarstöðum í Staðarhreppi. Gunnar ólst upp með foreldrum sínum fram að fermingu, fór þá að Eyhildarholti og fermdist þaðan. Hann var svo í vinnumennsku næstu ár, þar til hann kvæntist árið 1885 Sigurlaugu Magnúsdóttur frá Utanverðunesi. Fyrstu þrjú hjúskaparár sín bjuggu þau að Vík í Staðarhreppi en fluttu að Keflavík í Hegranesi 1888 þar sem þau bjuggu til æviloka. Meðfram búskapnum stundaði Gunnar veiðskap. Gunnar og Sigurlaug eignuðust 14 börn saman, 13 þeirra komust á legg. Fyrir hjónaband hafði Gunnar eignast einn son með Arnbjörgu Hannesdóttur.

Jóhanna Gunnarsdóttir (1901-1986)

  • S00559
  • Person
  • 12.05.1901 - 24.01.1986

Jóhanna Gunnarsdóttir fæddist í Keflavík í Hegranesi 12. maí 1901. Foreldrar hennar voru Gunnar Ólafsson og Sigurlaug Magnúsdóttir. Kvæntist Haraldi Bjarna Stefánssyni frá Brautarholti og tóku þau við búi þar. Jóhanna starfaði lengi með kirkjukór Glaumbæjarsóknar. Hún bjó áfram í Brautarholti eftir lát manns síns og hafði lítilsháttar búskap. Árið 1980 fluttist hún á Sauðárkrók og dvaldi á sjúkrahúsinu þar. Jóhanna og Haraldur eignuðust fimm börn.

Ólafur Valgarður Gunnarsson (1895-1981)

  • S01198
  • Person
  • 9. feb. 1895 - 21. júní 1981

Sonur Sigurlaugar Magnúsdóttur og Gunnars Ólafssonar í Keflavík. Ólafur ólst upp með foreldrum sínum og systkinum í Keflavík. Bóndi í Garði í Hegranesi 1920-1925, í Enni í Viðvíkursveit 1928-1930 og á Miklabæ í Óslandshlíð 1935-1981. Ólafur kvæntist árið 1933 Elísabetu Ingveldi Halldórsdóttur ljósmóður frá Miklabæ, þau eignuðust þrjú börn saman og áttu einn fósturson. Fyrir hjónaband eignaðist Ólafur son með Guðnýju Stefánsdóttur frá Halldórsstöðum.

Pétur Gunnarsson (1911-1973)

  • S01094
  • Person
  • 21. maí 1911 - 13. apríl 1973

Foreldrar: Gunnar Ólafsson og Sigurlaug Magnúsdóttir í Keflavík. Pétur nam búfræði við háskóla í Danmörku, tilraunastjóri hjá Búnaðarfélagi Íslands. Síðast búsettur í Reykjavík. Kvæntist Þóru Magnúsdóttur.

Sigurlaug Magnúsdóttir (1865-1938)

  • S01196
  • Person
  • 21.07.1865-26.06.1938

Sigurlaug var fædd og uppalin að Utanverðunesi í Hegranesi, dóttir Magnúsar Árnasonar og Sigurbjargar Guðmundsdóttur. Kvæntist Gunnari Ólafssyni frá Ögmundarstöðum, þau bjuggu í Keflavík í Hegranesi, þau eignuðust 14 börn, Gunnar átti einn son fyrir hjónaband.