Sýnir 7 niðurstöður

Nafnspjöld
Írafell í Lýtingsstaðahreppi

Helga Indriðadóttir (1857-1905)

  • S01190
  • Person
  • 27. júlí 1857 - 20. maí 1905

Foreldrar: Indriði Árnason og k.h. Sigurlaug Ísleifsdóttir á Írafelli. Helga var lærð ljósmóðir og starfaði sem slík í 25 ár við miklar vinsældir. Hún kvæntist Magnúsi Jónssyni, þau bjuggu í Gilhaga, þau eignuðust tíu börn saman, Magnús átti auk þess tvo syni utan hjónabands. Helga drukknaði í Svartá þegar hún var á leiðinni heim frá ljósmóðurstörfum.

Sigurlaug Magnúsdóttir (1886-1960)

  • S01195
  • Person
  • 11. okt. 1886 - 14. jan. 1960

Dóttir Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar frá Gilhaga. Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum í Gilhaga. Kvæntist Steingrími Guðmundssyni árið 1912 þau bjuggu á Írafelli í Svartárdal, Þverá í Hallárdal A-Hún, í Gilhaga í Fremribyggð, í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit, á Akureyri og síðast í Breiðargerði (1947-1960). Lærði karlmannafatasaum og starfaði við sauma þau ár sem hún bjó á Akureyri. Sigurlaug og Steingrímur eignuðust tvö börn og áttu einn fósturson.

Magnús Jónsson (1849-1915)

  • S01189
  • Person
  • 28.04.1849-22.06.1915

Foreldrar: Jón Ásmundsson b. á Írafelli og k.h. Ingigerður Magnúsdóttir. Bóndi á Ánastöðum 1881-1883 og í Gilhaga 1883-1911 og átti heima þar til æviloka. Kvæntist Helgu Indriðadóttur, þau eignuðust tíu börn saman, Magnús átti tvo syni utan hjónabands.

Þorsteinn Magnússon (1885-1961)

  • S01191
  • Person
  • 18. júní 1885 - 13. feb. 1961

Sonur Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar í Gilhaga. Bóndi í Gilhaga 1911-1912, á Írafelli í Svartárdal 1916-1917, í Ölduhrygg í Svartárdal 1921-1922, í Sölvanesi 1928-1929, í Efra-Lýtingsstaðakoti 1929-1930, í Jaðri á Langholti 1931-1934, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1934-1935, á Grófargili 1935-1937, í Varmahlíð 1937-1938 og á Steinsstöðum 1938-1939 er hann fluttist til Akureyrar þar sem hann bjó í fimm ár og fluttist svo til Reykjavíkur árið 1944 þar sem hann bjó til æviloka. Meðfram búskap vann hann m.a. við mæðiveikivarnir á Vatnsskarði. Í Reykjavík starfaði Þorsteinn lengst af sem verkamaður hjá rafmagnsveitunum í Elliðaárdal. Þorsteinn var vel hagmæltur og eftir hann er til þónokkuð af lausavísum. Einnig skrifaði hann nokkuð í óbundu máli, m.a. gaf hann út bókina Dalaskáld árið 1955 sem fjallaði um ævi Símonar Dalaskálds en hann var viðloða Gilhaga í mörg ár. Þorsteinn kvæntist Önnu Jósepsdóttur frá Áshildarholti, þau eignuðust þrjú börn saman, eitt þeirra var Indriði Þorsteinsson rithöfundur. Jafnframt áttu þau bæði einn son frá fyrri samböndum.

Magnús Sigmundsson (1891-1952)

  • S00039
  • Person
  • 14.11.1891-28.05.1952

Magnús Sigmundsson var fæddur á Írafelli í Svartárdal, Skagafirði 14. nóvember 1891. Hann var bóndi á Vindheimum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Kona hans var Anna Sigríður Jóhannesdóttir (1900-1985). Magnús lést á Sauðárkróki 28. maí 1952.

Sigmundur Andrésson (1854-1926)

  • S02925
  • Family
  • 15. okt. 1854 - 24. apríl 1926

Sigmundur Andrésson, f. í Syðra-Langholti í Árnessýslu. Foreldrar: Andrés Magnússon og Katrín Eyjólfsdóttir í Syðra-Langholti. Sigmundur ólst að miklu leyti upp á Brunnastöðum hjá Katrínu systur sinni og Guðmundi manni hennar. Á unglingsárum sínum naut hann fræðslu einn vetur hjá sr. Magnúsi bróður sínum. Hann stundaði sjómennsku í uppvextinum og komst í mikinn lífsháska 17 ára gamall þegar bátinn steytti á skeri og tveir drukknuðu en þrír björguðust. Einnig fór hann í kaupavinnu á sumrin, m.a. norður í land. Þar kynntist hann konuefni sínu, Moniku Sigurlaugu Indriðadóttur (1862-1939), þau eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Írafelli 1889-1900, á Lýtingsstöðum 1900-1902 og á Vindheimum 1902-1920. Bjó hann þar til dánardags. Um alllangt skeið stundaði hann meðalalækningar og var tíðum leitað til hans í framsveitunum.

Steinunn Guðrún Eiríksdóttir (1893-1964)

  • S02605
  • Person
  • 31. jan. 1893 - 12. mars 1964

Steinunn Guðrún Eiríksdóttir, f. í Fremri-Svartárdal í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Eiríkur Sigurðsson b. á Írafelli í Svartárdal og k.h. Helga Björnsdóttir. Maki: Stefán Stefánsson, járnsmíðameistari á Akureyri, f. í Litlu- Hlíð í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Þau eignuðust tvö börn og bjuggu á Akureyri.